Podcast Kop.is & Rauðu Djöflanna

Kop.is og Rauðu Djöflarnir kynna sérstakan podcast-þátt!

KOP.is podcast m/Rauðu Djöflunum

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum. Með mér að þessu sinni voru Einar Örn og svo þeir Tryggvi Páll og Sigurjón frá Rauðu Djöflunum.

Í þessum þætti ræddum við gengi og stöðu Manchester United og Liverpool við stuðningsmenn erkifjendanna og hituðum svo rækilega upp fyrir stórleikinn um komandi helgi.

30 Comments

 1. Ég klikkaði óvart á djöfla-bannerinn, ég eyddi því að sjálfsögðu úr history!

 2. Þið eruð frábærir…. Og finnst mér skrítið að heyra frá United mönnum sem eru ekki snar ruglaðir í kollinum.

 3. Djöfull elska ég að hata United. Afsakið orðbragðið.
  Kærar þakkir fyrir frábært hlaðvarp.

 4. #6: Ég var að pæla í því, ég ákvað bara að leyfa ekki svona ómerkilegum hlut að hafa of mikil áhrif! 😉

 5. Takk fyrir þetta!
  Gaman að hlusta á menn með ólíkar skoðanir( aðrar en liverpool), þá sér maður það virkilega hvað liverpool hefur tekið miklum framförum og verð ég að segja að frekar vil ég að Liverpool haldi þessari uppbyggingu áfram en að verða sykurpabbalið. Þó ég telji þörf á eins og þið segið einum fullmótuðum leikmanni í sumar og svo bara eftir hentusemi.
  kv Böðvar Boumsong!

 6. takk fyrir þetta meistarar eitt sem dor i taugarnar a mer þegar þessi gaur þarna for að líkja van gaal við guardiola og fl. við erum að tala um þjálfara með sama winning rate og moyes og eg held að hver einasti maður myndi taka rodgers fyrir extreme mega giant balls gaal. þyrfti líka að skella mér i bubblubað eftir þáttinn til sð róa skapið og taugarnar

 7. Svefnormur #13, eigum við ekki að róa okkur, þetta er bara hans skoðun og þarf ekki að endurspegla mat þjóðarinnar. Alveg óþarfi að vera í einhverju pirringskasti eftir þetta. Annars hefur LvG verið þekktur fyrir að byggja upp svakaleg lið og aðdáendur Bayern segja margir að hann hafi byggt upp liðið sem vann svo þrennuna eftirminnilegu fyrir þremur árum. Aðdaéndur Bayern voru til dæmis alveg brjálaðir þegar hann var að spila Muller en það borgaði sig síðar. Mér allaveganna fannst allir vera rosalega kurteisir og fannst United mennirnir ekki móða Liverpool neitt allsvakalega 🙂

 8. Virkilega skemmtilegt, málefnalegt og vel heppnað podcast.

  Ákvað að kikja a þessa síðu þeirra og er bara að spa hvort þeir hafi bara copy peistað þessa síðu ykkar kop.is manna ? Ekki að það skipti neinu mali bara fyndið.

 9. 14# jesus minn almáttugur var eg að tala fyrir alla þjóðina ? ég var bara að segja mína skoðun rétt eins og hann. þú greinilega tókst þetta all svakalega inná þig það er lika enginn brjálaður hérna og hahah að menn séu að þakka honum fyrir að vinna þessa þrennu ég myndi þora að setja líf mitt að veði að þessi hópur hjá bayern gætu unnið þrennuna stjóralausir eða með mig á hliðarlínunni þetta eru allt heimsklassa fullmótaðir leikmenn sem vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera

 10. Afsakið þetta http://www.thisisanfield.com/2015/03/liverpool-wont-give-raheem-sterling-says-james-pearce/

  en ég er heilvíti sammála þessari grein. Talað um að hann sé ekki orðinn heimsklassa, sem er akkurat málið með Sterling. Fáránlegt finnst mér að hann/umbinn sé að fara fram á 150þús á viku, sínir klúbbnum ekki þá vrðingu sem hann á skilið.
  Eins og kemur fram þá skuldar Sterling Brendan mikið, það eru ekki margir á hans aldri komnir með jafn marga leiki á hæstaa leveli og hann. Plús það, þá verður hann að fara að klára færin þá fer hann að eiga þessi 150þús skilið, ekki fyrr

  En best að fara að hlusta á hvað spekingarnir okkar hafa að seigja 😀

 11. Í byrjun tímabilsins var Sterling eini leikmaður Liverpool með lífsmarki. Hann spilaði landsleiki og var bestur í þeim sömuleiðis og hypaður upp sem vonarstjarna Englendinga. Held að umbinn hans sé bara að horfa á það. En þessu verður lent á 115.000 þús og málið er dautt.

 12. Everton var að tapa fyrir Dinamo Kiev ! Húrra.
  Og þar með eru öll ensku liðin fallin úr evrópukeppnum í ár og spurning hvort að UFFA
  fækki ekki enskum liðum næsta ár og þá þarf Liverpool að komast upp í annað eða þriðja sæti til að komast örugglega i championslige.

 13. Takk fyrir skemmtilegan þátt.

  Langaði líka að svara spurningunni sem þið veltið fyrir ykkur, hvað er það sem make-ar eða brake-ar leikinn?

  Ég held að svarið sé einfalt. Ef við mætum aggresívir, tilbúnir í leikinn og pressum sem lið þá vinnum við. Ef ekki þá töpum við.

 14. Við þökkum auðvitað fyrir skemmtilegan þátt, það var gaman að taka þátt í þessu með ykkur. Ég ætla nú ekki að fara að rökræða Liverpool vs Man Utd hér (til dæmis við vin minn “svefnorm”) en mér langar til að svara Viðar Skjóldal, komment #15.

  Kop.is er auðvitað brautryðjandi þegar kemur að svona stuðningsmannabloggum og þeirra reynsla sýndi okkur að það voru ýmisir hlutir sem snéru að síðunni sem virkuðu vel og þótti frekar augljóst að myndu virka vel fyrir okkur líka (til dæmis kommentanúmer, “like” hnappur við komment, svo eitthvað sé nefnt). Flestir aðrir hlutir hér koma nú með stílsniði sem báðar síður nota, en það er stílsnið sem fylgir WordPress kerfinu og kallast “twentytwelve”, sem er líklegast vinsælasta bloggsnið allra tíma.

  Þannig að síðan við byrjuðum með okkar vefsíðu höfum við farið með í gang allskonar nýjungar sem hafa virkað vel hjá okkur og félagar okkar hér hjá Kop.is hafa ákveðið að myndi virkar vel hér líka. Þannig að eins og í mörgum öðrum geirum í samfélaginu þá hefur “samkeppnin” (þó engin sé!) gert báðum síðum mjög gott, sem síðan skilar sér til ykkar lesenda.

  Bottom line: Það hefur því klárlega ekkert “copy-paste” átt sé stað, hjá hvorugum aðilum, bara basic framfarir.

  Gangi ykkur allt í haginn (nema á sunnudag!)

  kv. Sigurjón
  http://www.raududjoflarnir.is

 15. Sælir. Sem United stuðningsmanni hafði ég mjög gaman af þessu sameiginlega podcasti. Mjög málefnaleg og góð umræða um tvo magnaða klúbba, þó við getum verið sammála um að vera ósammála varðandi hvor þeirra sé stórkostlegur og hvor ömurlegur 🙂

  En mig langaði að aðeins að velta upp spurningum hérna sem andstæðingarnir geta ef til vill svarað frekar. Í stuðningsmannahópum beggja liða eru mjög skiptar skoðanir á nokkrum pælingum fyrir stóleikinn. Mig langar að fá álit ykkar á tveimur atriðum varðandi Man. Utd. og ég mun gefa álit mitt á tveimur pælingum varðandi Liverpool.

  Byrjum á Liverpool, en ég svara spurningunum sjálfur eftir minni tilfinningu:

  1. Á Steven Gerrard að vera í byrjunarliðinu, eða ekki?
  Svarið mitt er að ég vona innilega að hann verði EKKI í byrjunarliðinu 🙂 Ég held samt að hann verði þar, 100% tilbúinn í síðasta svona leikinn.

  2. Á Sterling eða Sturridge að byrja frammi? Ég vona að Sterling verði EKKI frammi. Ástæðan er sú að ég treysta varnarmönnum minna manna ekki til að díla við svona fljóta og spræka leikmenn eins og hann. Hann mun klárlega valda usla ef hann verður fremstur.

  Nú spyr ég ykkur um Man. Utd.:
  1. Ef þið fengjuð að velja, hvor tmynduð þið vilja að Mata eða Di Maria myndi byrja á sunnudaginn?

  2. Ef þið fengjuð að velja, hvort mynduð þið vilja að Fellaini byrjaði inná eða ekki?

 16. 15# Mitt persónulega álit við spurningunum þínum er

  1.ég er nokkuð viss um að ég myndi frekar vilja di maria til að byrja leikinn enda hefur hann verið hálf slappur en svo veit maður aldrei með svona leikmenn því ef hann hittir á sinn dag þá hefði verið gáfulegra að láta mata starta. en ég held að van gaal byrji mata

  2. Við höfum séð það í vetur að þegar skrtel og sakho eiga að blokkera skallabolta á þessa durga þá hafa þeir gjörsamlega étið alla þessa bolta. Þannig ég myndi vilja sjá þennan leikmann inná þar sem hann virðist ekki geta unnið 50/50 bolta án þess að brjóta af sér eða gefa olnbogaskot og ja er bara klaufi með ekkert pace 🙂

 17. Sæl og blessuð.

  Já, þá er það sjálft Sambandið sem mætir til leiks, í lítt kunnuglegum útibúningum. Þeir þekkjast samt á svipljótum áranum með þríforkinn sem þeir skarta í hjartastað, ódámarnir þeir arna.

  Já, Sambandið sér um sína og Sambandið teygir anga sína út um víðan völl. Enginn skyldi vanmeta sífálmandi þreifiarmana hvort heldur það er á leikmannamarkaði þar sem þeir kaupa meira og dýrara en flest önnur lið, nú eða á sjálfum vellinum þar sem þeim hefur tekist á ótrúlegan hátt að klastra fram sigur úr leikjum þar sem þeir hefðu með réttu átt að bíða afhroð.

  Nægir að nefna síðustu átök, sem dæmi um hin ómaklegu málagjöld. Sambandið slumpaðist til að innbyrða þar 3-0 burst í leik sem við hefðum með réttu átt að sigra í. Sambandssinnar sungu: “Þið vinnið aldrei neitt” háum rómi og nudduðu Frábærum Fyrirliða upp úr því er hann hnaut þar um árið.

  Minna þarf nú til, að kalla fram óbeit í hjarta og óbragð í munni.

  Jæja, en bragðlaukarnir mega nú búa sig undir sætari keym. Sambandssigur á Forna Traðarvaði hefur reynst vera réttnefndur Phyrrusarsigur. Í kjölfarið endurheimtu Fönixliðar sitt rétta form og ljóst mátti vera af þeim brag sem síðar hefur einkennt leik okkar manna, að stefndi í taplaust vor. Nú þarf að bjóða upp á kalt borð hefndar, með rækjuhlaupi, þunnskornu nautaketi, remúlaði, majónessósu og laxi með sérrítómat í skolti.

  Við dyggir aðdáendur megum eiga von á góðu á sunnudaginn. Við munum skynja, þegar flautað verður í þrígang á 93. mínútu að ekkert, nákvæmlega ekkert, undirstrikar betur fegurð þessarar göfugu íþróttar en það þegar dólgarnir með árann í hjartastað hafa fengið að smakka á ísköldu hlaðborði hefndarinnar.

 18. #26.
  Ég persónlega vill ekki sjá Gerrard byrja en klárlega koma inn sem fyrsti maður ef við þurfum að breyta leiknum ,Afhverju ? ég tel hann ekki í leikformi fyrir svona erfiðan leik eins og þessi verður þar sem hann var að stíga úr meiðslum. Annars erum við að tala um Gerrard og hann finnur eflaust auka kraft fyrir svona leik þannig þetta er erfitt að velja en ég myndi vilja sja hann byrja á bekknum en eins og þú segir þetta verður síðasti leikur hans gegn utd með okkur þannig ég tel að hann muni byrja og vona bara hann verði í leikformi.
  jæja samloka 1 búin.

  Mér finnst að Sturridge og Sterling eigi allan daginn að byrja þetta við höfum engin efni á að spara krafta framávið í þessum leik held að þessi leikur verði mjög sókndjarfur leikur á báða bóga allavega er ég handviss um að Rodgers muni leggja upp með það eins og alla leiki á Anfield.

  Veit ekki með Mata eða Di Maria ég tel þetta báða góða leikmenn og á góðum degi þá munu þeir báðir valda vandræðum fyrir okkur en ég væri til í að sjá Mata byrja frekar en Di maria en ég held að Van Gaal muni láta maria byrja þetta.

  Hef ekki miklar áhyggjur af Fellani þannig séð .

Swansea – Liverpool 0-1

Styrjöld, stríð, orusta, slagur