Liðið gegn Swansea

Arsenal og United unnu um helgina…. þetta er Must. Win. Leikur.

Liðið er svona, Sakho og Allen eru mættir til baka!

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Sterling – Allen – Henderson – Moreno

Lallana – Sturridge – Coutinho

Koma svo! YNWA!

123 Comments

 1. Drullu sáttur við þetta lið ! koma svo 4-0 coutinho hittir á besta dag sinn í liverpool treyju

 2. Flott lið.

  Það verður engin sýning í dag en ef við náum 3 stigum verð ég mjög sáttur

 3. Ef að Svefnormur hefur rétt fyrir sér varðandi Coutinho þá mega allir hinir eiga einn af sínum verstu leikjum fyrir Liverpool, við vinnum samt.

  Virkilega ánægður með liðið, skólum þá!

 4. Frábært með Sterling á hægri væng-bakk. Markovic ekki búin að vera frábær undanfarið.

  Spá: 0-4, Sturridge x2, Hendo, Sterling.
  Kúturin leggur upp öll 4.

  Koma svo!

 5. Frábært að fá Sakho inn. Annars vildi ég sjá Sterling í stöðu Lallana. Sýnir bara hvað breiddin er orðin nokkuð góð. Vonandi eru þetta rangar fréttir með Sterling og Man City. Pellegríni(ð) segist geta labbað inn á Anfield og keypt Sterling á 100 milljónir punda. Vonandi er þetta enn eitt grínið með Pellegríni.

 6. Sælir félagar,

  Maður er því miður í vinnunni til hálf tólf og missir því af leiknum…. 🙁

  Langar mikið að sjá þennan leik. Veit einhver um netslóð þar sem hægt er að sjá allan leikinn þegar honum er lokið?

  kv,

 7. Það er einhver meistari sem kemur með linka á þetta eftir hvern einasta leik.

 8. livefootballvideo.com setur inn leikina án þess að sýna hvernig þeir fóru.

 9. blabseal.de/foot er frábær linkur. Ekta gæði og ekkert hökt.

 10. Þeir mega eiga það Swansea menn að það er frábært andrúmsloft á þessum velli, engar samlokur og engir plastfánar þarna, bara alvöru stuðningsmenn. Það heyrðist reyndar meira í okkar stuðningsmönnum þegar liðin gengu inná völlinn hehe

 11. Shelvey flottur, ekkert að væla eða reyna að gera sér mat úr þessu.

 12. Lallana virðist byrja í wing back og Sterling með kútinum á bakvið Sturridge

 13. Okkar sterkasta byrjunarlið. Við bara eigum að vinna þetta.

  Hef hinsvegar smá efasemdir þegar ég sé Lallana í wing-back. Hefði viljað sjá Sterling í þeirri stöðu. En vonandi fæ ég að éta hatt. Nú eða sokk, ef þeir eru ekki allir búnir.

  Áfram Liverpool!

 14. Stórkostleg tækling hjá Allen. Þarna bjargaði hann marki, það er ekkert flóknara en það.

  Að sama skapi alveg hörmuleg útsala þarna hjá Can. Hann fær að þakka Allen vel fyrir þessa reddingu.

 15. Byrjar heldur illa, finnst Gylfi og félagar hafa þetta í höndum sér í augnablikinu. Spilið hjá okku frekar fyrirsjáanlegt….en þetta kemur vonandi 🙂 en í augnablikinu er bara eitt lið á vellinum og það erum ekki við.

 16. Þessi breyting (SterlingLallana að víxla) var ekki lengi að skila færi, heh. 🙂

 17. Arnar Björnsson tvisvar i þessari útsendingu að Liverpool hafi mætt Bournemoth i siðasta leik

 18. vá.
  eru púllarar litblindir skyndilega? þeir geta engan veginn pikkað rauða skyrtu til að gefa á?
  það er eiginlega bara mjög gleðilega heppilegt að Swansea sé ekki búið að refsa okkur.
  hjih.

 19. Greinilega hvílt of mikið, alltof mikið af klúðri og virka bara andlausir kallarnir, en hef trú a að þetta fari að detta.

 20. Mér finnst Can vera alveg úti að skíta so far… virðist ekkert ráða við Gomis…

  Finnst Henderson einnig vera eitthvað tæpur. Skíthræddur um að hann sé að fara í rautt í þessum leik.

  Annars virðast okkar menn bara ekki vera mættir. Verða að fara að hysja upp um sig ef ekki á illa að fara. Swansea eru að leika sér að okkur eins og er 🙁

 21. Swansea að spila vel, en ekki við. Vonandi náum við sigri þó við séum ekki að spila vel. 3 stig skipta öllu.

 22. Swansea eru að spila mjög, mjög vel. Duglegir í hápressunni og góð ákvarðanataka + sendingar. Getum verið ánægðir með 0-0 eins og er, en auðvitað bara þriðjungur búinn. Þeir rauðklæddu klára þetta að sjálfsögðu!

 23. Swansea er eins Barca og Liverpool eins Luton á köflum. Vinnst ekki með þessari spilamennsku

 24. Menn bara farnir að hengja haus eftir 35 mín. Hvaða andleysi er eiginlega í gangi. Þeir geta ekki vælt yfir þreytu núna. Ljótt ef men bara nenna þessu ekki. Swansea eru miklu betri fyrstu 35 mín. Henderson með gult eftir 5 mín, Sterling með gult eftir 25 min, Drulla sér í gang. Hálfleikur getur ekki komið nógu fljótt fyrir Liverpool !

 25. Úff, Mignolet alevg að halda þessu á floti. Vonandi sleppum við inn í leikhléið.

 26. Mignole með stórleik og eini leikmaður okkar manna sem er mættur til leiks, björgunarsveiti Ingólfur er að leita af hinum leikmönnum okkar

 27. Drullið ykkur í fokking gang ef þið ætlið ekki að tapa þessum leik. Ekki fokking chokea núna!

 28. þetta verður fyrsti tap leikurinn á þessu ári ef þetta heldur áfram svona

 29. Allt liðið búið að vera arfaslakt og einnig lítur bara út fyrir að það sé hreinlega slökkt á framherjanum okkar. Virðist ætla að taka langan tíma fyrir hann að ná sínum gamla sprengikrafti.

 30. feginn að swansea eru ekkert að nýta færin sín heldur en shit migno ástæðan fyrir því að swansea er ekki 2-0 yfir nú þegar. Þetta er GLATAÐ!

 31. Swansea hafa spillað vel og pressað vel og hindrað okkur spilla okkar leik. Ég vill sá meira báráttu i miðjunni og koma Sturrigde betur inni leikinn.

 32. Menn farnir að finna hittann og pressuna af baráttunni um Meistaradeildarsætið. Hryllingur.

 33. Held ég hafi bara ekki séð verri hálfleik hjá okkar mönnum á þessu tímabili.

  ALLIR nema Mignolet gjörsamlega með drulluna upp á hnakka!

  Eins gott að Rodgers taki hárþurrkuna á þetta í hálfleik, það er algjör hörmun að horfa upp á þetta!

 34. Þvílík hörmung að horfa á þetta,einsog skíthræddar rottur með lafandi skott.

 35. hvernig fóru þeir úr því að vera besta lið í evrópu um þessar mundir í þennan viðbjóð ?

 36. Bara eitt lið inni á vellinum í fyrri hálfleik og það er í hvítu búningunum.

  Frábær frammistaða Swansea og bara Mignolet að þakka að við erum ekki einhverjum mörkum undir hér í kvöld. Miðjan hriplek og Shelvey, Ki og Gylfi gera það sem þeim sýnist. Svo eru Can og Sakho í býsna miklum vanda..

  Það jákvæða er að vera ekki undir eftir svo slaka frammistöðu, þetta hlýtur að batna…fyrst og síðast þarf að fara að stíga inn í þessa miðjubaráttu af einhverjum krafti, hann Allen minn tannlaus, Hendo með gult og Lallana og Coutinho hvorugir að taka ábyrgð…

  Stend við það sem ég sagði í upphituninni, strögglleikur sem við munum þarfnast inngrips varamanna til að vinna…

 37. Sturridge er nú meiri drottningin. Tímir ekki að nota gírkassann.

 38. Kæla kannski Sturridge niður aðeins og leyfa undrabarninu að njóta sín?

 39. satt maggi , ég sé ekki neina leið útur þessu nema skipta út mönnum og breyta úr svörtu yfir í hvítt það þarf mikla breytingu þetta er það skelfilegt

 40. Henderson útaf í hálfleik. Hann er ekki mættur og með gult spjald.
  Gerrard getur amk tekið tæklingar þangað til hann fær spjald.

  Sterling, hinn spjaldhryggurinn er meðvitundarlaus einhverra hluta vegna.
  Can er slow, Sturridge er ekki í töddsi.

  Voru menn í þrek æfingum en ekki hvíld?

  En þetta kemur í seinni.
  YNWA

 41. þvílíkur meistari er mignolet, hvað skal gera ? setja lambert inn ?, þétta miðjuna með gerrard ? sé ekkert spennandi move á bekknum vonandi segir rodgers liðinu fyrir utan mignolet og sakho að hysja upp um sig

 42. Er menn að hugsa um leikinn næstu helgi!?!?!?! Týpískt liverpool að mæta ekki í svona leiki.

 43. Ég vil Henderson útaf fyrir Gerrard, kallinn komin með gult og við þurfum baráttu. Allen hefur ekki verið okkar versti maður og ég treysti honum til að klára þetta. Er samt hræddur um að kollurinn á mönnum sé komin yfir á næsta leik og það boðar ekki gott.
  YNWA

 44. Sturrigde að eiga alveg ömurlegan leik og miðjan alveg hræðileg Skrölti og belgíski veggurinn að halda okkur inní leiknum… Trúi ekki öðru en að allen víkji fyrir gerrard

 45. Coutinho með mann á bakinu allan tímann. Búinn að losna einu sinni eða tvisvar,Ki að geta mjög vel. Spurning um að henda Sterling fram og Sturridge út fyrir Markovich.

 46. Sturridge virkar alveg snerpu- og hraðalaus, einhverra hluta vegna. T.d. þegar hann stóð rösklega meter frá boltanum vinstra megin, en Moreno svona 3-4, seint hálfleiknum. Sturridge hreyfir hvorki legg né lið svo Moreno reynir að ná boltanum, það tekst ekki og því hægt að keyra á LWB-lausan væng.

  Þótt einkennin séu að mestu að birtast í kringum vörnina, er vandamálið framar. Miðjan þarf að láta finna meira fyrir sér og halda boltanum mun betur. Auk þess þurfa allir að taka þátt í pressunni, annars er alveg eins hægt að falla aftar og reyna að loka.

 47. Sælir felagar

  Okkar menn hafa ekki fengið næga hvild fyrir þennan leik

  Það er nu þannig

  YNWA

 48. ef þetta var gult spjald þá eru allar snertingar´i þessum leik gul spjöld

 49. þoli ekki svona dómara..veifa gulum spjöldum fyrir eitthverjar balletsnertingar

 50. afhverju tekur það 17 sendingar að koma boltanum ur vörninni , swansea tekur 3

 51. Jæja, komin smá ákefð í leikmenn, loksins! Moreno, Sakho og fleiri að láta finna fyrir sér og þrýsta á að menn geri mistök.

 52. Allt annar seinni hálfleikur. Miklu meiri barátta í okkar mönnum. Sterling stórhættulegur á hægri kantinum. Sýnir ótvíræða hæfileika þegar hann kemst á skrið.

 53. Ótrúlega mikið af vondum sendingum í þessum leik, ótrúlegt að sjá muninn á milli leikja.

 54. Kristinnj #89:

  Get nú ekki sagt að það sé mikill munur á milli leikja. Okkar menn skitu nú ansi myndarlega á sig í síðasta leik á móti Blackburn. Þetta er bara beint framhald af því.

 55. Coutinho kominn meira inn á miðsvæðið og neðar á völlinn. Mikið meira í boltanum núna.

 56. Slakasti leikur Emre Can í hafsentinum….en þetta er allt á réttri leið.

 57. Ef við vinnum þennan leik, þá er það merki um tvennt: Heppni og gríðarlegan karakter.

  Koma svo, gefa allt í þetta helvítis helvíti!!!

 58. JKAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAASAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAÞ”q1!!!!!!! CAPTAIN HENDERSON!!!!!!!!11

 59. Þetta þurftum við og vel gert hjá Sturridge að láta hann rúlla inn á Hendo!

 60. Sterling duglegur þarna, þegar þeir voru að komast 2 á 2 vinstra megin. Flott track back og fær svona aukaspyrnu.

 61. Þetta færðu fyrir barattuna! Elta alla helv. Bolta!
  Hats off to Cap’n hendo fyrir þetta.

 62. Koma svo bara klara þetta, verða 3 frábær stig ef við klarum þetta, verður þa ekki fallegt en 3 mögnuð stig

 63. Flott hálfleiksræða hjá Rodgers í hálfleik! Nýtt lið í seinni en Gerrard pínulítið “týndur” eftur að hann kom inná.

 64. Ánægður með Joe Allen, búinn að standa sig gríðarlega vel það sem af er þessum leik!

 65. Hef held eg aldrei síðan i istanbul 2005 seð okkar menn vera 2 lið i sama leiknum.

  Liðið i fyrri hálfleik mætti aldrei nema mignole en svo i seinni halleik bara allt annað lið sem mætir og pressar og vinnur bolta hægri vinstri og með algera stjórn a leiknum.

 66. Allt annað að sjá miðjuna okkar í seinni hálfleik.

  Ekki síst þar sem að AM-C týpurnar hjálpuðu mun meir og þegar að Stevie var settur djúpt urðum við jafnmargir en náðum líka að finna hlaup milli línanna.

  Hefur þýtt það að dugleiki Hendo og Allen fær að njóta sín.

  Frábært!

 67. Að fara úr 40% posession í fyrri í 70% í seinni er algerlega magnað.

 68. Maður leiksins verður Mignolet sem hélt Liverpool inní leiknum og er ástæðan að okkar menn taka 3 stig úr þessum leik nema eitthvað breytist núna síðustu mínútur.

 69. yeeesss……og svo fjórða sætið um næstu helgi…:)
  Þvílíkur leikur sem það verður

 70. Frábært!

  Tveir menn leiksins.

  Fyrri hálfleikur: Simon Mignolet.
  Seinni hálfleikur: Joe Allen.

  Snilldarstig í hörkuleik, kominn með vatn í munninn fyrir næstu helgi. Það verður eitthvað…

 71. hvernig okkur tókst að landa þessu veit ég ekki en þetta eru 3 stig í hús algjör snilld

 72. Jæja við voru bæta metið(frá 1972) með að halda hreinu i sex útileikum í röð i deildinni.

Ferðalag til Wales framundan

Swansea – Liverpool 0-1