Kop.is Podcast #78

Hér er þáttur númer sjötíu og átta af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 78. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum. Með mér að þessu sinni voru SSteinn og Babú.

Í þessum þætti ræddum við tapið gegn Besiktas í Evrópu, jafnteflið gegn Blackburn í bikarnum og frábært gengi í deildinni.

15 Comments

 1. Yes! Mun hlusta yfir morgunkaffinu i fyrramalið. Gleðileg jól!

 2. Áhugavert podcast eins og venjulega. Varðandi Evrópukeppnina þá fannst mér liðið okkar einfaldlega ekki nógu gott til að fara áfram að þessu sinni. Ég tel t.d. að þetta lið myndi taka liðið í dag í bakaríið.

  [img]http://i3.liverpoolecho.co.uk/incoming/article3195124.ece/alternates/s510b/image-4-for-gallery-liverpool-fc-demolish-real-madrid-to-reach-champions-league-quarter-finals-929100144.jpg[/img]

 3. Sniiilllld!!!
  Er svo ógéðslega spentur í alla leiki núna og það er hræðilegt að þurfa að bíða alveg framm á Mánudagskvöld eftir að fá að sjá leik. Ekkért að frétta um þetta blessaða lið okkar og er hörmung fyrir sálina að sjá lið eins og Porto ná að slátra Basel í meistaradeildinni. Frábært að fá EITTHVAÐ tengt Liverpool í þessari frekar leiðinlegri viku. Hlakka til að hlusta.

 4. Takk fyrir gott podcast eins og vanalega.
  Ein spurning. Er séns að þið gætuð græjað kop.is logo-ið í iTunes forritið. Það vantar alveg þetta fallega logo þegar maður er að scrolla í gegnum öll podcöstin í símanum sínum.

 5. Úff, Helginn (#3) … þetta lið er náttúrulega rosalegt.

  Við erum að tala um:

  Pepe Reina

  Arbeloa – Carragher – Skrtel – Aurelio

  Gerrard – Mascherano – Alonso

  Kuyt – Torres – Babel

  Og þetta var þegar Babel var góður. Djöfullinn að þetta lið hafi ekki landað stórum titli 2007-09.

 6. Gott stöff að venju. Þriggja manna formatið hefur ýmsa kosti. Áhugaverðasti hlutinn podkastsins finnst mér vera fabúlasjónir um CL sæti. FA bikar væri svo sannarlega kærkominn en CL sæti er ótrúlega mikilvægt fyrir margra hluta sakir.

  Möguleikar Liverpool til að ná 4 sætinu ættu að teljast nokkuð góðir. Ef við gefum okkur að Southampton sé að gefa eftir og að Chelsea og ManCity haldi sínu striki held ég að staðan sé svona.

  Arsenal á líklega léttasta prógrammið. Erfiðustu leikirnir erum við Liverpool og Chelsea heima og ManU úti. Arsenal mun gera nóg til að spila í CL held ég.

  Öðru máli gegnir um ManU sem þarf að taka á móti Tottenham, fara á Anfield og Brúnna og loks að taka á móti Arsenal. Þess utan að spila við ótútreiknanleg lið eins og Everton og Crystal Palace úti. Þetta er virkilega erfitt prógramm og það sem meira er að það innifelur 3 sex stiga leiki (móti 2 slíkum hjá Arsenal og Liverpool).

  Tottenham þarf að fara á OT og til Southampton. Þess utan að fara til Stoke og spila heima við ManCity. Þokkalega erfitt prógram líka og þeir eru þess utan í dag 6 stig frá 4 sætinu (með leik inni samt). Þetta er held ég að sé of mikið til að Tottenham nái í topp 4 en rönnið á Tottenham er þannig að þeir gætu vel unnið ManU. Ég er a.m.k. feginn að við erum búnir með Tottenham.

  Við eigum svo ManU heima en spilum við Arsenal og Chelsea úti. Líka leik við fokkings Stoke úti sem veldur mér áhyggjum enda seigla Stókaranna leiðinleg að eiga við. Ég sé ekki að við vinnum alla þessa leiki en það gæti verið nóg að vinna ManU miðað við hvað þeir eiga erfiða leiki eftir.

  Ef við náum CL sæti á kostnað ManU og Tottenham sláum við tvær flugur í einu höggi. Við styrkjum okkur og veikjum andstæðingana.

  ManU er í umbreytingarferli en slík ferli eru oft fáránlega erfið og jafnvel banvæn. ManU er skólabókardæmi um slík ferli og það hefur, fram að þessu, verið illa staðið að því að undirbúa lífið eftir Ferguson. Við sjáum taugaveiklunina og óttann við að mistakast best á Van Gaal. Þrátt fyrir alla þessa reynslu og alla þessa meintu hæfileika lætur karlinn aftur og aftur plata sig í afsakanir og bætifláka. Nornaveiðarnar eru skammt undan hefur maður á tilfinningunni. Ef við höldum ManU utan CL tefjum við umbreytingu liðsins verulega. Ég sé óstöðugleikann magnast enn frekar með tilheyrandi vandræðagangi þar á bæ en á meðan siglum við lygnan sjó og eflum okkur.

  Það sama má segja um Tottenham sem vinnur með svipað konsept og við. Hæfileikaríkur stjóri vinnur að því að setja saman lið á verðleikum og hugmyndafræði frekar en fjáaustri í dýra leikmenn. Tottenham er mjög hættulegur andstæðingur næstu árin og, að mínum dómi, erfiðari en Arsenal. Wenger mun hætta fljótlega og þá tekur við sama óvissuástandið og ManU er að glíma við.

  Summa summarum. Við verðum að meika CL!

 7. Helginn Nr. 3

  Skoðaði þennan samanburð fyrir stuttu http://www.kop.is/2015/01/07/vangaveltur-um-leikkerfi-og-leikmenn/

  Hópurinn hjá okkur núna er alls ekkert eins langt frá þessu liði held ég og margir vilja meina. Reina var góður þegar hann hafði þetta lið til að verja sig, eðlilega rétt eins og Mignolet er góður þegar varnarleikur liðsins í heild er góður.

  Erfitt að bera saman vörn og miðju hjá þessu liði og liðinu núna en vörnin núna bíður upp á mun beittari sóknarleik en hún gerði hjá þessu liði. Moreno held ég að sé ekkert verri en Aurelio t.d., Skrtel er líklega mun betri í dag þó reyndar vanti Agger á myndina og Sakho er að ég held ekki mikið síðri varnarmaður en Carragher.

  Miðjan hjá þessu liði var sú besta í boltanum og okkar menn í dag eiga ekki glætu hvað það varðar því miður. En sóknarlega myndi ég ekki vilja skipta á t.d. Sterling, Sturridge og Coutinho fyrir Kuyt, Torres og Babel.

 8. Takk fyrir mig.
  Er sammála Konna hér #5 að smella inn lógóinu og eins þegar maður gerir “Add to homescreen” á símanum eða iPadinum að fá lógóið sem icon í staðinn fyrir þann hluta síðunnar sem maður er staddur á þegar shortcutið er búið til.
  Hér er snilldar plugin fyrir síma og ipad icon
  http://irama.org/web/cms/wordpress/plugins/custom-app-icons/

  Annars fínasta umræða. Er sannfærður um að við náum fjórða sætinu og jafnvel þriðja og förum beint í riðlana. Síðan komum við til með að fara í úrslitaleikinn í FA Cup og ekkert endilega á móti Arsenal. (er samt ekkert viss um að vinna ef við fáum minna liðið)
  Varðandi Swansea og Utd leikina að þá eru það sex stig og ekkert kjaftæði. Eina sem gæti komið í veg fyrir það er De Gea en það er ekki að fara að gerast tvo leiki í röð.

 9. https://www.youtube.com/watch?v=lQWvaiaWssw

  Var að horfa á eitt af þessum “áróðursmyndböndum” sem sýna oft það besta frá leikmönnunum í vídeóum. Mikið fjandi finnst mér margir Liverpool menn ekki vera að meta Sterling jafnmikið og hann ætti að vera metinn. Hann er einungis 21 árs og menn finnst mér oft vera gríðarlega heimtufrekir á hann og sömuleiðis finnst mér hann fá lítið lof fyrir það sem hann gerir. Hann missir boltann aldrei þegar hann er einn á einn gegn mönnum og stingur þá oftast hreinlega af eða sendir þá í aðra átt.

  Finnst margir bara taka honum eins og sjálfsögðum hlut þarna en hugsa síðan ekki út í það að við erum með efnilegasta leikmann Evrópu sem mun án efa, ef hann heldur áfram á þessari braut verða einn af þeim bestu.

  Frábært podcast hjá ykkur og umræðan um hvernig vörnin ætti að vera stillt upp fannst mér áhugaverð!

 10. Alltaf leiðinleg þegar Maggi mætir ekki því oftast er ég sammála honum. En þvílíkt kom Kristján Atli sterkur inn, sérstaklega í fyrri hálfleik. Babú og Steini góðir og ferskir.

 11. Er í lagi að gleðjast oggu-pínu-lítið yfir því að Chelsea sé dottið út úr CL?

 12. Henderson #12: já það má. En bara pínku, því gengi smáliða ætti almennt ekki að vera eitthvað sem við erum að eyða tímanum í.

 13. Ef ensku liðunum fer að ganga svona illa í CL eru miklar líkur á því að aðeins 3 sæti verði í boði. Við viljum það ekki þrátt fyrir að það hlakki aðeins í okkur yfir óförum Chelsea ?

 14. Sælir félagar

  Takk fyrir frábæran en fámennan þátt. Ef til vill er það bara betra að hafa fáa í einu og hafa þá frekar fleiri þætti. Hver veit en þessi þáttur er góður og líka skemmtilegur. Rifrildi Babu og KAR fannst mér fyndið og ekki síst það að stjórnandinn ætlaði ekki að leyfa Babu að hafa sína skoðun á Lallana.

  Ég hefi áður gagnrýnt KAR litillega fyrir stjórnun hans á þáttunum og stend við þá gagnrýni en hún er ef til vill frekar formleg en efnisleg. Pod-köstin eui amk. helv… fín og ekkert undan þeim að kvarta.

  Hvað Lallana málið varðar er ég á Babú línunni. Það skiptir miklu máli fyrir reynslu og þroska “hvað menn hafa gengið lengi uppréttir” eins og KAR orðaði það. En auðvitað eru menn mislengi að læra af reynslunni og þroskast mishratt. Hitt er ljóst að tíminn til þess arna skiptir máli. Því er eðlilegt að gera meiri kröfur til eldri (og dýrari) manna en þeirra yngri.

  Það er nú þannig

  YNWA

Er Johnson orðinn mikilvægur?

Alex Inglethorpe og uppbyggingarstarf LFC