Er Johnson orðinn mikilvægur?

Ekki svara spurningunni í titlinum strax. Hugsum aðeins málið!

Glen Johnson sem byrjaði ferill sinn hjá Liverpool af miklum krafti eftir að hafa verið keyptur á mikinn pening frá Portsmouth árið 2009. Hann til að mynda skoraði úr bakfallspyrnu í fyrsta alvöru heimaleik sínum fyrir Liverpool sem gaf svolítið tóninn á það sem var í vændum hjá honum. Hann lék frábærlega á þessum tíma, sérstaklega sóknarlega þar sem hraði hans, tækni og ákefð – í bland við góðar fyrirgjafir og ógnandi skot, gerðu hann að afar flottum sóknarbakverði.

Mín kenning er sú að hann var betri með sítt hár og fléttur heldur en snoðaður eða stutthærður. Frammistöður hans döluðu kannski svolítið eftir að hann klippti sig. Tilviljun? Það held ég ekki!

Allavega…

Á þessum tíma var Johnson frábær. Einn af betri sóknarbakvörðum deildarinnar en alltaf hefur hann þurft að sæta gagnrýni fyrir það að vera slakur, eða í það minnsta ekki jafn góður, varnarlega og hann var sóknarlega. Kannski var það rétt en persónulega fannst mér það oft blásið of mikið upp. Hann var sóknarsinnaður og það myndaðist pláss á bakvið hann líkt og alla aðra sóknarbakverði en varnarleikur hans maður á mann fannst mér oft vanmetinn. Ekki frábær en langt frá því að vera eins lélegur og margir virtust vilja meina.

Meiðsli hafa hrjáð Johnson undanfarin ár. Á myndinni hér að neðan má sjá hve regluleg meiðsli Johnson hafa verið á ferli hans hjá Liverpool en þarna er mikið af hné og ökkla meiðslum sem kannski má á einhvern hátt rekja til hraða í leik Johnson sem hataði ekki að taka á rás og prjóna sig framhjá varnarmönnum.

Meiðsli GJ LFC

Líklega hafa þessi meiðsli hans haft mikið að segja með feril hans hjá Liverpool. Ég skal viðurkenna það að hugsanlega er það líklegri orsök þess en hárgreiðslan, þó hún spili að sjálfsögðu eitthvað inn í!

Johnson kom til baka eitt undirbúningstímabilið og ég man eftir að hafa horft á einhvern æfingaleik og eiginlega klórað mér í hausnum. Var þetta Johnson í bakverðinum? Hann allavega líktist honum. Við nánari athugun þá tók maður eftir því að Johnson hafði greinilega verið duglegur við að lyfta á meðan hann gat ekki spilað fótbolta, hann var orðinn töluvert massaðri en hann hafði áður verið. Í kjölfarið fór maður að sjá breytingu á leik Johnson og nálgun hans á leiki.

Hann gat enn hlaupið hratt en fyrir utan einstaka rispur þá virtist snerpa hans og hraða/stefnubreytingar ekki vera eins miklar og áður. Leikur hans var orðinn á köflum “hlunkalegur” en að mínu mati fór hann að finna betra jafnvægi á milli varnar og sóknar án þess þó að verða framúrskarandi í öðru hvoru. Hann virtist ekki, fyrir utan eins og segir einstaka rispur, skorið inn á teiginn jafn hratt og ákaft og áður og þurfti kannski að breyta leik sínum þannig að hann þyrfti að reyna að lyfta boltanum í teiginn vel utan af kanti.

Nýji Johnson var fínn. Ekki frábær, bara fínn. Hann gerði hlutina ágætlega en var afar sjaldan maðurinn sem átti skar úr um það hvort stig sigldu í hús eður ei. Nú vilja einhverjir líklega benda á að hann kostaði mörg mörk og svona en mér fannst sú umræða að hann var aðalorsök þess að Liverpool fékk á sig mark frekar leiðinleg og ekki sérstaklega sönn.

Í dag er Johnson að renna út á samningi sínum hjá Liverpool, sex tímabila ferli hans hjá Liverpool gæti senn verið á enda. Í dag hefur hann leikið yfir 190 leiki fyrir félagið og gæti að mínu mati alveg gengið sáttur frá borði með feril sinn hjá Liverpool. Hann vill hins vegar ekki enda samstarf sitt við Liverpool í sumar, ég efa að Rodgers vilji það og Liverpool ekki heldur – það eina sem stendur í vegi fyrir því að hann fari frá Liverpool eru launatengd málefni. Liverpool vill að hann taki á sig launalækkun, nokkuð mikla jafnvel, en honum finnst það ekki sanngjarnt og vill ekki þurfa að klippa of mikið af sínum launaseðli til að vera áfram. Skiljanlega.

Þá vaknar upp sú spurning. Hversu mikilvægur er Glen Johnson fyrir Liverpool? Gætum við ekki auðveldlega fundið nýjan bakvörð á lægri launum? Er það? Er Johnson kannski nokkuð mikilvægur hlekkur í okkar liði þó hann sé kannski ekki lykilmaður?

Ég er á því að ef Liverpool væri með hefðbundna fjögurra manna varnarlínu þá væri hann enn okkar besti hægri bakvörður. Manquillo og Flanagan eru flottir en Johnson er enn bestur. Endilega afsannið það fyrir mér í athugasemdum. Sem hægri bakvörður í “flatri” fjögurra manna varnarlínu væri eflaust hægt að skipta honum út, like for like, án mikils erfiðis kannski en Johnson er kominn með fastar rætur í Liverpool, honum virðist líða vel hjá félaginu og er með mikla reynslu að baki svo kannski getur það vegið með honum.

Í dag spilar Liverpool ekki með hefðbundna fjögurra manna varnarlínu. Ekki í bili að minnsta kosti. Þrír miðverðir, tveir vængbakverðir/kantmenn og svo miðju og sóknarmenn. Skyndilega er Johnson kannski komið með aukið mikilvægi fyrir liðið, eitthvað sem gæti haft áhrif á framtíð hans hjá Liverpool. Johnson er nefnilega mjög fjölhæfur leikmaður, hann hefur leikið helling af leikjum fyrir Liverpool í vinstri bakvarðarstöðunni og nú nýlega hefur Brendan Rodgers fært hann í miðvarðarstöðu í þriggja manna varnarlínu sinni þegar smá rót er á vörninni. Hann getur því leyst af stöðurnar á sitthvorum vængnum og leikið í miðverðinum. Hann er kannski orðinn þrír-fyrir-einn leikmaður í hópnum.

Hann hefur oftar en ekki komið inn til að leysa sama hlutverk og Emre Can gerir í þriggja manna varnarlínunni. Hann sér um plássið á milli kant og miðsvæðis en er mikilvægur hluti af tengingunni á milli miðju og varnar. Þriggja manna vörn með þremur miðvörðum í þessu kerfi er kannski frekar ‘óeffískt’ nema einhver sé mjög góður á bolta en með leikmenn eins og Can og Johnson sem geta bæði varist og tekið virkan þátt í uppbyggingu spils út úr vörninni vegna reynslu þeirra sem bakverðir og/eða miðjumenn.

Framtíð Johnson virðist vera í hans höndum. Liverpool hefur lagt sín spil á borðið og sagt honum að þeir vilji halda honum en þeir geti ekki boðið honum þau laun sem hann vill vegna þess að hann sé ekki eins mikilvægur og hann var en nógu mikilvægur til að þeir vilji ekki missa hann frá sér. Johnson að sjálfsögðu vill ekki skerða laun sín en gæti á endanum gert það þar sem afar ólíklegt er að hann fari í betra lið en Liverpool á þessum tímapunkti og ef svo er þá fær hann líklega ekki þau laun sem hann er á í dag.

Það er því spurning hvað mun gerast í þessum málum. Sættir hann sig við minna hlutverk og laun í samræmi við það í umhverfi og liði sem honum líður vel í eða mun hann freista þess að fá stærra hlutverk einhvers staðar annars staðar. Johnson mun klárlega ekki eiga í erfiðleikum með að finna sér nýtt félag en persónulega vona ég að hann verði áfram – sem og Kolo Toure og Jon Flanagan sem sömuleiðis renna út á samning í sumar.

37 Comments

 1. Fyrir 120.000 pund á viku þá gerir hann ekki nóg fyrir liðið.
  Við erum með 3 manna vörn en ég hélt og held enn að Johnson gæti orðið flottur sem hægri kant/bakvörður á móti Moreno hinum megin.
  Ég held samt að tími hans sé að líða undir lok hjá félaginu enda eru menn ekki tilbúnir að mæta hans kröfum eðlilega og einnig er hann að sjálfsögðu ekki tilbúinn að lækka sig í þessi 60.000 pund á viku sem hefur heyrst að Liverpool vilji bjóða.

  Kalt mat, hann fer í sumar.

 2. Mér finnst hann ekki vera neitt mikilvægur búin að vera lélegur í dágóðan tíma núna fannst hann spillaður allt of mikið á tímabili þegar Flanó var miklu betri væri samt til í að halda honum en við verðum að lækka launin hans töluvert til að ríma fyrir betri menn.

 3. Einu rökin fyrir því að halda Johnson er að hann er fjölhæfur leikmaður. Eins og sást gegn Blackburn þá var vörnin ekki eins sannfærandi með hann í miðvarðarstöðunni. Emre Can er einfaldlega miklu traustari í þeirri stöðu.

  Lovren, Skrtel, Kolo Toure, Sakho eru miklu betri miðverðir heldur en Johnson.

  Og Flannagan verður mun betri en Johnson með tíð og tíma í bakvarðarstöðunni og þar að auki erum við með Manquillo og Marcovic og síðast en ekki síðst Jordon Ibe í vængbakvarðarstöðunni þannig að svarið er NEI, við höfum enga voðalega mikla þörf fyrir Johnson nema upp á breiddina að gera.

  EInnig passar hann ekki inn í hugmyndafræði Liverpool sem er að byggja upp ungt fótboltalið.

  Ef það er annar leikmaður á par við Emre Can á markaðnum myndi ég kaupa hann hiklaust og losa mig við Johnson.

 4. Þegar ég spilaði Championship manager hérna í denn tíð og var með leikmenn sem voru komnir á aldur en ég vildi halda þá lenti ég líka í þessu að þeir vildu ekki lækka launin sín. Það sem ég gerði alltaf var að ég beið eftir því að samningurinn rynni út og leikmaðurinn fór á free transfer, síðan signaði ég leikmanninn á free transfer og nánast undantekningalaust var leikmaðurinn til í töluvert lægri laun þá en þegar hann var hjá klúbbnum. Ætli Rodgers viti af þessu haxi? Það þarf allavega að láta hann vita af því. Ég er viss um að þetta virki á Johnson ! 😀

 5. Hann er búin að vera frekar lélegur í svona 2 ár og í mínum augum á hann ekki skilið nýjan samning.

  Vill frekar taka Dani Alves fyrir £100 þúsund á viku en að halda Johnson á einhverjum £40 þúsund…

 6. Glen Johnson er á hraðri niðurleið á sínum ferli.

  Kosturinn hans þegar hann kom fyrst var að hann var eldfljótur og áræðinn. Svona fullorðinsleg Ibe týpa. Hann var mjög sterkur sóknarlega og solid varnarlega.

  Í dag er hraðinn ekki lengur til staðar, sóknarlega er hann ekki að ógna mikið og varnarlega finnst mér hann ekki nógu góður.
  Sem einn af þrem miðvörðum er hann einfaldlega ekki nógu physical og sterkur einn á einn varnarlega.
  Sem wing back er hann ekki að ráða við hlaupinn lengur. Hann er stundum fljótur fram en skokkið tilbaka er stundum óþolandi að horfa á.

  Ég hugsa að við þurfum ekki á honum að halda.
  Sem R-Wing back er
  Ibe að koma sterkur inn
  Markovitch flottur og á bara eftir að verða betri en enda lítið eldri en Ibe eða Sterling
  Manquilo gæti verið backup
  Flannagan er annar valmöguleiki þótt að hann væri meiri varnamaður heldur en sóknarmaður í þeiri stöðu.

  Sem miðvörður eru til margir betri kostir.

  Skrtel er miklu betri
  Lovren er betri kostur
  Can er betri kostur
  Sakho er betri kostur
  Toure er svipaður kostur

  Svo er spurning með hvort að Ilori (heitir hann það ekki?) komi til baka og kannski erum við með annan ungan miðvörð sem ætti skilið tækifæri.

  Ég er á því að tími Glen Johnson er einfaldlega búinn hjá Liverpool. Hann átti fína spretti til að byrja með en hefur dalað og er með Agger einkenni(s.s alltaf meiddur). Þessi leikmaður er á himinháum launum í dag og tel ég að þar sem hann var ekki tilbúinn á sínum tíma að taka launaskerðingu þá má hann bara eiga sig í dag(reikna með að hann væri tilbúinn að gera það í dag). Þessi strákur endar líklega í MLS eða hjá einhverjum olíu furstanum að spila til þess að halda í launin.

 7. Glen var einn af mínum uppáhaldsleikmönnum í denn og maður myndi halda að nýja kerfið væri sniðið fyrir hann. En fyrst þeir leyfðu Gerrard að fara þá get ég ekki séð að þeir haldi Johnson. Annars finnst mér hægri vængstaðan í þessu kerfi vera smá vandræðastaða. Sterling er langbestur í þessari stöðu af öllum valmöguleikum en mér finnst hann samt nýtast betur frammi.
  En þetta skýrist allt á næstu mánuðum, ég er t.d. ekki viss um að þetta kerfi sé komið til að vera. Ég er ekki viss um að Brendan viti sitt sterkasta lið og það eru margir ennþá að finna sig.
  Ef Flanagan er heill er hann bakvörður nr. 1 hjá mér.

 8. Ég verð að bæta við að ég sé það sem klárt mál að það vantar bakverði.
  Að mínum mati er þetta 3-4-3 kerfi ekki framtíðarlausn og ef ég hef rétt fyrir mér og við skiftum aftur í 4 varnamenn, þá erum við í nokkuð djúpum skít með bakverði…. Hver veit hvort Flannagan verður að einhverju eða ekki og Manquillo er líka bara svona 20 og ekki alveg komin með ‘etta enþá.

  Priority númer 1 ætti að vera að fá sér bakvörð í sumar. Myndi taka Danilo frá Porto fyrir 30 millur þar sem hann er næsta stóra nafnið í þeirri stöðu.

 9. Verð að viðurkenna að ég hef meiri áhyggjur að stöðu samnings Hendo. En hann á eitt ár eftir og skv. Slúðri hja The Echo búinn að neita tilboði Liverpool upp á 80 þús pund.

 10. #10
  Ekki hafa áhyggjur á Hendo. Hann er númer 1 hjá Brendan og er næsti fyrirliðin. Hann er ekki að fara neitt.

 11. Fowler sé lof að við losnum við að mæta B eða C deildarliði ef við náum að komast í undanúrslit.

  Annars horfði ég á síðustu 35 mín í U21 leik Liverpool-Everton í kvöld. Eins og við var að búast þá reyndi Liverpool að spila fótbolta en Everton sá um reyna gera eitthvað allt annað eins og þeim er einum lagið. Allavega þá endaði leikurinn 2-1 með svakalegu sigurmarki frá Harry Wilson. Það er alveg klárt að það eru nokkrir leikmenn þarna sem gætu átt eftir að fá tækifæri á næstu tveimur árum.

 12. Sæl og blessuð.

  Ég hef í alllangan tíma haft nokkurt óþol yfir Jónssyni. Hægagangurinn og ómarkvissar þversendingar gera hann lítt hentugan í það spil sem liðið leikur (Downing-syndrómið). Ljóst má vera að hann fer ekki batnandi og miðað við þau laun sem hann hefur þá væri hann betur geymdur í öðru liði.

  Tillaga mín er því sú að hann verði seldur hið snarasta og aurarnir nýttir til betri nota. Tryggja má nokkra framtíðarleikmenn í sessi fyrir hluta þessara launa svo eitthvað sé nefnt.

  Það er ólíklegt að við fáum Mignolet/Allen renaissance út úr honum.

 13. Væri stórkostlegur sóknarbakvörður ef hann sofnaði ekki reglulega þegar hann er með boltann á löppunum, hins vegar er hann hörmulegur varnarmaður.

 14. Johnson var flottur bakvörður eða hægri kantur fyrir nokkrum árum síðan en er það ekki lengur og auk þess hefur hraðinn minnkað til muna. Oftar en ekki drepur hann hraðann niður og stað þess að taka menn á eða senda á miðju eða sóknarmann, þá er boltinn gefinn
  til baka.
  Við höfum marga betri kosti og koma Ibe, Markovic og Flanagan á undan honum. Sem þriðji maður í þriggja manna vörn kemur hann ekki til greina.
  Seljann strax í sumar!!!

 15. Það er engin að fara að selja mann sem á 2 mánuði eftir af samning.
  Hann er byrjaður að ræða við önnur lið utan Englands og hann fer trúlega til Ítalíu eða Usa í sumar.

 16. Hvað sem líður fornri frægð er Johnson allt of hægur fyrir Liverpool í dag. Punktur!

  Ég get ekki ímyndað mér að Brendan hafi nokkurn tímann látið sér detta í hug að semja áfram við Glen Johnson. Mér dettur heldur ekki í hug að hvarfli að leikmanninum að Liverpool bjóði eitthvað i líkingu við þau 90.000 pund sem mér skilst að hann fái á viku. Hann er næst launahæsti leikmaður liðsins í dag sjá hér..
  http://www.thesportbible.com/articles/liverpool-s-2014-2015-squad-wages-leaked-online

  Johnson er því á leiðinni eitthvað annað og ég verð að viðurkenna að eftirsjáin þjakar mig ekki að ráði.

 17. Mitt svar við fyrirsögninni: Nei, engan veginn.

  Þó að gaman sé að velta hlutum fyrir sér þá finnst mér það með undarlegri vangaveltum að telja mikilvægi Johnson fyrir LFC aukast eftir því sem að hann verður eldri, oftar meiddur, með slakari frammistöður og hlutfallslega dýrari miðað við framlag. Ef eitthvað er þá hefur þörfin fyrir Johnson sjaldan eða aldrei verið minni og því mikilvægi hans fyrir LFC í algeru lágmarki.

  Á ári sem hann verður 31 árs og hefur aldrei spilað minna og verr þá er tími til þess að leiðir skilji. Það er ekkert sérlega líklegt að hann eldist eins og gott rauðvín líkt og Hyypia, Carragher eða Kolo og því síður eins og bakvarðagoðsagnir eins og Cafu og Zanetti. Í þeim tilvikum erum við að tala um klóka spilara með hátt fótboltavit sem gátu bætt sér upp þverrandi líkamlegt form með útsjónarsemi og hugsun.

  Johnson verður seint talinn í slíkan flokk enda komist á sinn stall fyrst og fremst á mögnuðu líkamlegu atgervi og að vera flinkur og fljótur. Nú þegar líkaminn er að gefa eftir verða hans takmarkanir og augljósir annmarkar þeim mun sýnilegri. Einbeitingarleysi, lélegar staðsetningar, “ball watching”, slök rangstöðuvörn o.fl. er dæmigert fyrir hann en vissulega er hann oft ágætur í vörn maður á mann. Mér finnst hann þó alls ekki sannfærandi sem miðvörður, hvort sem um er að ræða 2 eða 3 manna varnarlínu, og þegar hann spilar þá stöðu þá finnst mér vörnin ótraust sem heild. Að sama skapi eru hans áður stærstu kostir orðnir frekar máttlausir. Á sínu fyrsta tímabili hjá okkur var hann með 3 mörk og 3 stoðsendingar en í ár er það 1 mark og engin stoðsending en í fyrra 0 mark og 2 stoðsendingar. Þetta er að fjara út hjá honum sóknarlega og þá er fátt um fína drætti.

  Það að hann fari stöðugt versnandi er einnig staðfest í ítarlegri tölfræði eins og sjá má á Whoscored.com sem ég tel ágætan mælikvarða á frammistöðu utan þess sem maður sér með eigin augum. Hans meðaleinkunn í vetur er sú versta hingað til eða 6,8 í deildinni (6,6 í CL) og er hann nr.15 af öllum leikmönnum LFC. Manquillo er ögn hærri með 6,9 og hann er bara 20 ára með mikið svigrúm til að bæta sig á næstu árum og með nettan launapakka. Í fyrra var Johnson ágætur með 7,1 í meðaleinkunn en Flanagan var með sama meðaltal og ef hann jafnar sig af meiðslunum þá er hann jafngóður valkostur í hefðbundinn varnarsinnaðan hægri bakvörð.

  Til viðbótar eigum við tvo fína valkosti á láni sem ég væri spenntari fyrir að fá aftur heim heldur en að halda Johnson. Wisdom er að upplagi hafsent en hefur þó spilað aðallega sem hægri bakvörður síðan hann komst í varaliðið. Átti fínt tímabil með Derby í fyrra en verið upp og ofan hjá WBA í vetur. Samt kominn með fína reynslu af ungum varnarmanni að vera, er enskur og uppalinn og ég væri mun meira til í að gefa honum séns á að sanna sig á næsta tímabili. Svo hefur Ilori verið að gera fína hluti hjá Bordeaux og er með 7,2 í einkunn þar og 1 mark en hann stóð sig líka vel hjá Granada árið áður með 7,0. Þá er spurning hvort að n-írski landsliðsmaðurinn McLaughlin sé nógu góður eða ekki en í það minnsta þá er hann sama týpan af sókndjörfum bakverði eins og Johnson. Okkar vantar því ekki valkosti í þær stöður sem Johnson getur leyst og persónulega er ég spenntari fyrir þeim ÖLLUM heldur en Glen karlinum.

  Til að toppa þetta þá líta úrslitin í vetur með Johnson í byrjunarliðinu ekkert sérstaklega vel út. Kannski ekki sanngjarnt að draga hann í dilka en það er þó ljóst að af þeim 16 leikjum sem hann spilaði unnust bara 5, jafnteflin voru 5 og töpin 7. Tilviljun? Vandsvarað en ég tel hann sjaldan eða aldrei styrkja liðið þegar hann er í byrjunarliðinu.

  Og hvað ætti svo að borga Johnson? Hann virðist ekki vilja 60 þús.pund ef eitthvað er að marka fréttir en fyrir mér væri það alltof há upphæð miðað við hans framlag í vetur og framtíðarhorfur. Hugsanlega ef að grunnlaunin væru 30 þús og hann gæti hækkað pakkann upp í samtals 50 þús með fjölda leikja og bónusum því tengdu þá mætti skoða þetta en ég efast um að Johnson vilji það á þessum tímapunkti. Eins og nýjasta viðtalið bendir til þá er hann farinn að hugsa til útlanda og mín spá er að hann endi í MLS á ágætum tekjum.

  Myndi maður eyða tíma og pening í að lagfæra verðlausan, gamlan bíl sem bilar oftar og oftar, eyðir miklu bensíni og er þess utan óþægilegur í akstri?? Ekki ég og ég tæki frekar strætó!!

  Mín niðurstaða: So long and thanks for all the fish

  YNWA

 18. Stefnir allt í ansi stóran og flottan úrslitaleik í bikarnum þetta árið 🙂

 19. sæl öll sömul

  Hef ekki verið mikilll aðdáandi GJ frá því hann kom til LFC þó svo ég hafi verið afar spenntur fyrir kaupunum á sínum tíma sem vissulega voru stór. Í raun held ég að hann hafi verið keyptur áratug of seint ef út í það er farið.

  Í mínum huga hefur ferill hans hjá LFC aldrei náð neinu flugi, hvorki varnarlega né sóknarlega. Ég var að fletta upp tölfræði hvað varðar mörk og stoðsendingar og sá einhverstaðar að á þessum 6 árum hafi hann samanlegt skorað 8 mörk og lagt upp 11. Ef satt reynist þá er það það rétt rúmlega 1 mark á tímabili ásamt tæpum 2 stoðsendingum. Slíkt er ekkert sérstakt þó svo að vissulega spili fullt af öðrum tölfræðiupplýsingum inn. Í grunninn hefur mér fundist ferill hans hjá LFC einkennast af því að vera hans í liðinu væri réttlætanleg útaf því hversu sóknarlega góður hann væri en aldrei fannst mér maður ná að sjá það skila sér að fullu og hann kannski fljóta áfram á fornri frægð. Ég neita því samt ekki að það hafa verið einn og einn leikur þar sem hann náði sér frábærlega á strik og reyndist varnarmönnum afar erfiður viðureignar en þeir leikir því miður voru alltof fáir.

  Varnarlega hefur hann ekki verið neitt sérstakur finnst mér, ekkert hrikalegur en bara alls ekki boðið upp á neitt sem var í takt við verðmiðann hans og launin sem vissulega hafa markað þær væntingar sem gerðar voru til hans. Ég velti því fyrir mér hvort hann sé einfaldlega bara búinn með of margar mínútur á líkamanum sínum en hann byrjaði að spila á hæsta leveli þokkalega ungur að árum.

  Tek undir orð pistlahöfunds um að hann hefur vissuleg virkað þyngri og vöðvameiri síðustu misseri með tilheyrandi missi af snöggum stefnubreytingum og léttleika. Að sama skapi hefur hann sýnt töluverða aðlögunarhæfni til þess að leysa af fleirri stöður á vellinum og slíkt getur nýst þjálfara afar vel. Ég tel það hinsvegar frekar veika ástæðu til þess að endursemja við hann og horfi ég þá til þeirrar skoðunar minnar að mér finnst hann einfaldlega ekki klassa leikmaður í neinni stöðu í dag.

  Það er hinsvegar aðeins óvissa með nokkra menn, Toure gæti farið í sumar sem og flanagan. Maður veit líka ekki hvernig ástandið er á flanagan ásamt enrique en sá síðarnefndi á eflaust ekki mikið eftir af sínum ferli hjá LFC og virðist í raun frekar vera orðinn einn af aðstandendum twitter reiknings hjá LFC. Síðan er spurning hvernig Wisdom mætir til leiks úr láninu en ég hef haft ágætis trú á þeim pilt og alveg spenntur fyrir því að sjá hann spreyta sig. Því gæti kannski verið sniðugt að halda GJ áfram en slíkt að mínu mati gæti bara gerst ef hann tekur á sig verulega launaskerðingu og sæji ég hann í raun fyrir mér í hlutverki Toure þ.e. svona reynslubolti sem spilar þegar á reynir og er hugsaður fyrir liðsheildina.

  YNWA
  alexander

 20. Johnson verður 31 árs á árinu, hann hefir tapað hraða og snerpu, gæti samt átt ár til tvö í viðbót, held að Liverpool ætti að halda honum og vera tilbúinn þegar á þarf að halda.

 21. Flottar pælingar.

  Held samt að launakröfur leikmannsins, aldur og meiðslasaga geri það að verkum að liðið framlengi ekki við hann, þó ég sé sammála Óla að hann sé besti hægri bakvörðurinn sem við eigum.

  Þetta eru samt erfiðustu stöðurnar á vellinum til að styrkja sig, ótrúlegt hvað það getur verið erfitt að fá góða bakverði. Það er samt spurning hvort Liverpool reyni að styrkja sig í hægri bakvarðarstöðunni næsta sumar eða leggi traust sitt á Flanno, Manquillo og Wisdom.
  Held það fari soldið eftir því hvaða taktík Rogers ætli sér að nota á næsta tímabili.
  Ef hann notar áfram 3-4-3 (3-4-2-1) taktíkina þá gerir hann það ekki, en ef hann ætlar að fara aftur í 4 manna varnarlínu þá held ég að hann skoði það.

 22. @alexander

  Ég vona að við höldum í meistara Kolo því að hann ku vera frábær í búningsklefanum, á æfingasvæðinu og svo er hann lúmskt efektífur spilari. Var að gamni að skoða tölurnar hans á Whoscored og við fyrstu sýn virka þær ekkert spes eða 6,7 að meðaltali hjá LFC. Ef betur er að gáð þá eru margar síðbúnar innáskiptingar hjá honum sem draga meðaltalið niður og ef maður tekur bara einkunnir fyrir 90 mínútur (bæði með LFC og Ivory Coast) þá er sá gamli með ansi flotta einkunn uppá 7,2 (álíka hátt og Lucas, Henderson og Can). Ég myndi því vilja halda honum ef hann er til í smá launalækkun (40 þús) og spilatengda bónusa.

  Ég vona líka að um semjist við Flanagan ef að skrokkurinn er í lagi. Það væri afar sorglegt ef að það færi fyrir honum eins og Kelly en ég trúi því varla fyrr en ég tek á því. Hann verður líka að vera sanngjarn í launakröfum þar sem að í raun þarf hann að sanna sig upp á nýtt eftir heilt ár í meiðslum.

  Eins og Jonsito segir hér að ofan þá er þetta kannski að einhverju leyti erfið staða að fylla. Sérstaklega þar sem að háklassa sókndjarfur bakvörður með endalausa hlaupagetu og lágmarks varnargetu eru vandfundnir. Kröfurnar í slíka stöðu eru að vissu leyti ofurmannlegar og oft þörf á hágæða hreyfanlegum varnarsinnuðum miðjumanni til að aðstoða og fylla í skörðina þegar bakvörðurinn fer í sókn. 3-4-3-kerfið leysir einmitt þessa klípu og hægt að setja hreinræktaða vængmenn í stöðuna (Ibe, Sterling, Markovich) eða sókndjarfa bakverði með minni varnarskyldu. Léttir mikið pressuna á allar stöður.

  Ég held að í 3-4-3 ætti að vera auðveldara að finna heppilega hægri bakverði, jafnvel ef svissa ætti í hefðbundnari 4 manna varnarlínu. Martin Montoya hjá Barca hefur lengi verið orðaður við okkur og hann hefur sáralítið fengið að spila undir Enrique. Samt með heila 7,4 í einkunn fyrir þá fáu leiki sem hann þó spilar og ætti að vera skotmark. Maxi Pereira hjá Benfica var líka linkaður á free transfer en hann er nú jafngamall og Glen Johnson. Virkar samt sprækur og áhugaverð skammtímalausn. Svo er nú James Milner ansi fjölhæfur og að mínu mati væri hann frábær kostur sem hægri vængbakvörður sem og í fleiri stöður. Væri stórþjófnaður að landa honum frá City. Svo eru alltaf einhverjir efnilegir í Þýskalandi, Frakklandi og Hollandi sem ættu að koma til greina hjá tölfræðitröllunum í kaupnefndinni.

  Ég hefði í það minnsta engar áhyggjur ef að Glen Johnson færi. We’ll manage just fine.

 23. Er þetta eitthvað grín? Glen Johnson? Því fyrr sem Liverpool hættir að borga þessari lélegu eftirlíkingu af fotboltamanni himinhá laun, því betra. Það er alveg rannsóknarefni hvað þessi maður hefur gert undanfarin 2-3 til að verðskulda sæti í liðinu.

 24. Löngu búinn á því og á fáránlegum launum. Í þau örfáu skipti sem ég skammast út í sjónvarpið þegar ég horfi á leiki þá er það þegar leikurinn frís og fer að spilast í slow-motion en þá er það bara Glen með boltann. Þannig hefur mér allavega liði í svolítið langan tíma og er til í alla hina leikmennina í þessari stöðu nema hann.

 25. Er þetta ekki bara liðið sem vinnur FA Cup…okkar sterkasta lið í dag?

  Sturridge
  Coutinho Lallana Sterling
  Allen Henderson
  Moreno Sakho Skrtel E.Can
  Mignolet

 26. Johnson er langt frá því að vera búinn á því en hefur einhvern veginn verið á hægri niðurleið að undanförnu. Ég held að hann fari enda ekkert sem réttlætir að hann haldi 120 þús punda launum á meðan Henderson fær bara samningstilboð upp á 80 þús pund (með fyrirvara um að þessar tölur séu réttar)

  Launastrúktúr LFC leyfir ekki svona laun í dag og er það vel. Johnson skellir sér bara í sólina á Spáni, masterar spænskuna sem hann er víst á góðri leið með og Liverpool verður í góðu lagi.

  Það losnar um allavega tvo svínfeita launatékka í vor og vonandi verður hægt að nýta það svigrúm til að lokka einhverja öfluga til liðsins sem og borga þeim leikmönnum liðsins, sem eiga það skilið, hærri laun.

 27. #33 Nee. þetta er okkar sterkasta

  Sturridge
  Coutinho Lallana
  Moreno Allen Henderson Sterling
  Sakho Skrtel E.Can
  Mignolet

  Fowler bjargi okkur frá að reyna fjögra manna vörn aftur

Liverpool 0 – Blackburn 0

Kop.is Podcast #78