Liverpool 0 – Blackburn 0

Ætla ekki að eyða miklum tíma af deginum meir í þennan ágæta leik, sem var enn eitt strögglið gegn neðrideildarliði í vetur.

Byrjunarliðið var svona:

Mignolet

Johnson – Skrtel – Lovren

Markovic – Can – Henderson – Sterling

Lallana – Sturridge – Coutinho

Við þurftum svo að breyta vörninni enn og aftur upp á síðkastið þegar að Martin Skrtel virtist rotast eftir samstuð við lurkinn Gestede. Þetta varð kannski ágætis birtingarform leiksins, Skrtel náði ekki áttum og var borinn útaf, liðið okkar náði ekki áttum fyrr en seint í leiknum og það var ekki nóg. Ekki frekar en gegn Middlesbro’ eða Bolton fyrr í vetur. Hvernig sem seinni leikurinn fer þá er ljóst að það er dapur árangur að vinna ekki neinn þessara leikja gegn Championshipliðunum á Anfield.

Við áttum skalla í stöng og allavega þrjú köll eftir vítaspyrnu en á móti var það Mignolet sem átti vörslu leiksins.

Þessi leikur var bara áframhald af erfiðleikum okkar manna í FA-bikarnum. Þar hafa að mínu mati helst komið í ljós veikleikar okkar á nýju ári, mitt mat er enn það að ef að Bolton hefði haldið fullskipuðu liði á sínum heimavelli værum við ekki enn í þessari keppni.

Við virðumst eiga erfitt með að fara á fullt inn í leiki gegn þessum liðum sem hafa komið á Anfield með “hjartað á erminni” og hent sér inn í allar tæklingar, staðið aftarlega með liðið sitt og eru einfaldlega grófir. Gaman væri að telja töpuð návígi í dag, eða jafnvel bara þau skipti sem við fórum ekki upp í skallabolta eða tæklingar að því er virtist til að forðast líkamsstyrk gestanna.

Enginn má skilja það þannig að ég hafi afskrifað það að við komumst áfram, Blackburn eru með mun verra lið en við og vonandi verða fleiri “fullorðnir” leikmenn komnir til leiks þegar við förum á Ewood Park. En ef að draumur um Wembleyferð okkar alrauðu drengja á að rætast þá þarf meiri hraða í spilið, meiri áræðni í hlaupunum, færri snertingar á boltann og allir verða að vera tilbúnir að berjast. Annars dettum við út.

Ég trúi heldur ekki öðru en að hann Rodgers læri sína lexíu. Það var mikil breyting að fá Balotelli inná, fyrst og síðast vegna þess að þá voru tveir framherjar sem einfaldlega þrýsti Blackburn aftar og þá var líka pressan að virka. Sturridge einn réð ekkert við það og þegar varnarmennirnir svo dúndra yfir miðjuna þá græðirðu ekki neitt á að hafa þar fjóra leikmenn sem berjast um það helst að horfa á hann fara yfir sig.

Mér finnst líka mjög erfitt að draga út einstaklinga. Flestir stóðu sig bæði vel og illa. Ég vill þó sjá miklu meira frá Sterling en ég sá í þessum leik (og eins og reyndar ég hef auglýst eftir undanfarið) og Markovic átti erfitt. Á móti fannst mér Sturridge hrista ágætlega af sér ryðið og var líflegur, en bestur fannst mér Emre Can – hann sýndi fína takta fyrstu 75 mínúturnar með Hendo en varamennirnir Kolo og Balo voru líka fínir.

Semsagt, klár vonbrigði enn einu sinni heima gegn Championship liði á heimavelli og það er alveg ljóst að það að spila leik í miðri viku milli deildarviðureigna við Manchester United og Arsenal var ekki það sem við óskuðum okkur, hvað þá þegar okkar besti varnarmaður endaði á sjúkrahúsi eftir höfuðmeiðsl. Nú er átta daga hlé fram að næsta leik og vonandi hristum við bara þessa slyðru af okkur strax þá!

38 Comments

 1. Djöfulsins fokking aumingjaskapur að geta ekki klárað þetta skítlélega Blackburn lið. Vantar meiri stöðugleika í þetta lið í bikarnum. Hlusta ekki á þetta kjaftæði að “bikarinn sé alltaf rosa erfiður” og “litlu liðin eru alltaf hættuleg í bikarnum” og einhverja svoleiðis vitleysu. Eigum bara að vinna þetta og engar afsakanir.

 2. Ömurlegt að ráða ekki við fyrstudeildarlið á Anfield.

 3. Þetta var átakanlega lélegt hjá okkar mönnum í dag og fremst í flokki fór Emre Can sem átti sinn alversta leik í Liverpool búningnum og virkaði þreyttur eða áhugalaus.
  Sturridge átti enn einn lélega leikinn og hann verður að fara að rífa sig í gang drengurinn.

  Ég vel Mignolet mann leiksins enda átti hann magnaða vörslu þegar hann varði góðan skalla og stökk á Lallana til að ná honum. Restin af liðinu stóð ekki undir merkjum.

 4. Ég spyr nú að því hvernig Marcovic hékk inná í 60min, Hann gerði ekki neitt rétt, hefði átt að far útaf í hálfleik og moreno að koma inná og skipta um væng við Sterling. Hræðilegur leikur í alla staði

 5. Can á heima í vörnini, Sturridge á ekki að fá að klára svona leiki, átti að taka hann útaf fyrir ferskar lappir

 6. Sælir félagar

  Frekar ömurlegur leikur en menn voru þó að reyna og reyna. Okkar menn áttu að f´´á amk. eina vítaspyrnu en afburðalélegur, eins og venjulega, Andre Mariner lét B,burn li-ið komast upp með nánast hvað sem er. Heppnir að sleppa með aðeins einn mann meiddan. Gengur bara betur næst.

  Það er nú þannig

  YNWA

 7. Þessi leikur var til skammar. Mér fannst liðið vera latt og hreyfingarlítið. Emre Can hefur ekki beinlínis sýnt hversu megnugur hann er sem miðjumaður, hann er hinsvegar frábær varnarmaður. Hann er alltof lengi að losa boltann og ekki nógu grimmur. Einnig var Sterling ekki að standa sig sóknarlega, en hann hefur engann rétt á að draga þessar samningaviðræður á langinn ef hann ætlar að spila svona. Markovic hefur einnig verið ónothæfur í seinustu leikjum. Hann er með lélegar sendingar, slæmar ákvarðanir og fyrstu snertingu. Coutinho virðist eiga frábæra leiki gegn stóru liðunum en ekki eins góða gegn litlu. Hann sást lítið sem ekkert í þessum leik.

  Gallinn við þetta leikkerfi er að það kemur minna úr vængbakvörðunum. Þeir verða alltof einangraðir. Jákvæða við þennan leik var vörnin, hún steig ekki mörg feilspor.

  Ef liðið er svona þreytt, af hverju notaði Rodgers ekki seinustu skiptinguna?

 8. FA cup snýst um að komast áfram og ég hef trú á að þeir gera það í næsta leik.
  Blackburn liðið er klárlega betra en þetta Bolton lið sem við þurfum tvo leiki til að klára en það vantaði mikið í okkar leik í dag.
  Það var ömurlegt að missa Skrtel af velli enda okkar traustasti varnamaður.
  Couthinho fannst mér ekki ná sér á strik.
  Henderson og Can náðu ekki eins vel saman og Henderson/Allen hafa verið að gera. Allen er sáttur með að leggja aðeins fyrir aftan og klára skítverking á meðan að Can vill sækja meira. Á meðan að Allen lætur boltan ganga strax, þá reynir E.Can full oft að fara sjálfur og sjá hvað hann getur með boltan og stopar það spil liðsins.

  Þetta var 11 manna varnarpakki sem erfitt var að komast í gegn en það voru samt nokkur færi sem við nýttum ekki.

  Mér fannst menn leggja sig alveg fram í verkefnið en spilamennskans var einfaldlega aðeins of hæg í dag og fannst mér menn reyna full oft að fara sjálfir af stað í staðinn fyrir að halda áfram að spila okkur í gegn.

  Næsti leikur er eftir 8.daga gegn Swansea. Ég vona að Skrtel verður klár, ég vona að Allen fari aftur í liðið, ég vill sjá Moreno aftur í liðinu og að Gerrard verður kominn í hóp.

  Þessi bardagi fór 0-0 en eínvígið er ekki búið og við skulum ekki missa okkur í drulluni yfir liðið og leikmenn.

 9. Fúlt að þurfa auka leik við þetta grófa Blackburn lið, leikmenn Liverpool enda oft á spítala eftir þessar viðureignir.
  Rútu parkeringin virkaði hjá gestunum og eins og vanalega eru okkar menn í vandræðum með slík lið.
  Förum erfiðu leiðina eins og alltaf, og klárum þá á útivelli.
  Fáum rúmlega viku hvíld og vonandi ná menn að hlaða batteríin á þeim tíma.

 10. NEI HÆTTIÐ ÞIÐ NÚ ALVEG.

  Gerið þið ykkur grein fyrir álaginu sem hefur verið á þessum mönnum undanfarið auk meiðsla. Upphitunin fjallaði um það að við hefðum fengið 12 stig (fullt hús stiga) úr siðustu leikjum í deild. Þar af voru 3 lið ofan við okkur í deildinni. ÞAÐ ER FOKKING GOTT SKO

  Djöfulsins væl er þetta!

  Blackburn fékk að berja á okkur allan leikinn en fengu 1 gult spjald. við hefðum mögulega getað fengið 2 víti. Skutum í stöng og vorum eflaust 90% með boltann í seinni hálfleik. Í þessari umferð eru 4 úrlvalsdeildarlið, hin hafa fallið út hvert á fætur öðru gegn einmitt misgóðum liðum full af baráttu.

  það er hálfleikur og þið megið kvarta ef við töpuðm viðureigninni.

  Er að öðru leyti orðlaus yfir þessari umræðu.

 11. Alveg rólegir með að taka út einhverja ákveðna einstaklinga fyrir sbr. Can.
  Liðið er búið að spila fáranlega þétt leikjaprógram síðustu tvo mánuði. Alveg frá því um miðjan janúar hefur liðið fengið mest 3-4 daga í hvíld á milli leikja. Í dag mátti sjá mikil þreytumerki á liðinu. Vissulega hefði maður viljað sjá liðið sleppa við að fara í aukaleik en ég er ekki í vafa að liðið klári dæmið þá.

  Það sem eina sem ég get vælt yfir er að mér finnst eins og það hefði mátt hafa plan B. Það var alveg ljóst að Liverpool var aldrei að fara spila sig í gegnum varnarmúr Blackburn. Hugsanlega hefði mátt fara í basic 4-4-2 og jafnvel reyna meira af löngum boltum inní teiginn og fá þá liðið í leiðinni ofar í pressuna.

  Ég vil ekki meina að liðið hafi verið áhugalaust, heldur var það einfaldlega þreytt og þeir sem voru að koma inn eins og Johnson er ekki í leikformi. Dómarinn gerði nákvæmlega ekkert til þess að vernda leikmenn og var að mínu mati lakasti maður vallarins. Framundan er 8 daga kærkomin hvíld og nú fá allir leikmenn nauðsynlegt recovery. Það væri ekki vitlaust að fara bara með liðið nokkra daga í sól, slökun og léttan bolta fyrir lokaátökin.

 12. Ein mínúta í uppbótartíma í seinni hálfleik segir mikið um hvernig liðið var stemmt í þessum leik. Svoleiðis gerist aðeins í æfingaleikjum þar sem menn eru að æfa hlaup hingað og þangað…

 13. Ég sem hélt að uppbótartími tendist, skiptingum, meiðslum og leiktöfum en núna veit maður að svo er ekki. Uppbótartími snýst um metnað liðs í leiknum, því meiri uppbótartími því meiri dugnaður og stemmning í liðinu 😉

  Það voru að ég held tvær skiptingar í síðarihálfleik, engin meiðsli og hvorugt liðið var að tefja og boltinn mikið í leik = 1 mín bætt við og ekkert að því.

 14. ég fekk eyðni við að lesa það sem þessi einar hressi skrifaði… annað eins bull hef ég ekki heyrt í langan tíma.. en annars var þetta ömurleg frammistaða hjá liðinu

 15. Mikið sammála Mark Lawrenson á BBC :

  “Forget about Mario Balotelli. He is an absolute waste of time. He shouldn’t be anywhere near this team. I can see why Brendan Rodgers threw him on today as he might just create something, but 99 times out of 100 he will let you down.”

 16. Ótrúlegt að lesa hérna neikvæð komment hvert á fætur öðru, eftir stíft prógramm í Evrópukeppni, deild og síðan bikar þar sem menn eru að koma til baka eftir meiðsli. Ef það hefur ekki áhrif á leikmenn liðs þegar Skrtel meiðist, þá eru þeir ekki mannlegir.
  Að því viðbættu að leikmenn Blackburn fengu að spila mjög fast og Mariner sá ekki glóru frekar en fyrri daginn og sleppti allavega 3 vítum.
  Vonandi nær Skrtel sér sem allra fyrst.

 17. það er ekkert hægt að vinna hvern einasta leik ég ákvað að sleppa því að kíkja inná þessa síðu strax eftir leik til að hneyksla mig á þessum “heilalausu” athugasemdum sem koma eftir hvern einasta tap (jafnteflis) leik. mér er nákvæmlega sama þótt þetta sé blackburn man city eða fylkir. Þegar lið spila svona ömurlega leiðinlegan fótbolta eins og blackburn gerðu í dag þá er ekki mikið hægt að gera í þessu og hvað þá þegar dómarinn þykist ekki sjá neitt. Það er hálfleikur í þessari viðureign og ég sé ekki allveg hvað þeir ætla að gera til að skjóta okkur úr keppni ? þeir komust í þrígang yfir miðju í þessum leik

 18. Þetta var ekki gott í dag en við höfum nú séð það verra, skil ekki alveg afhverju Blackburn sendi Rugby lið borgarinnar í þennan leik en það svosem virkaði hjá þeim og þeir fengu það út úr leiknum sem þeir voru að reyna fá.

  Það riðlar öllu flæði liðsins verulega að hringla svona með vörnina og þetta er bara ekkert sama lið með Can, Skrtel og Sakho (og Moreno) og það er með Johnson, Toure og Lovren. Joe Allen var meira að segja saknað af miðjunni í dag þó Can hafi verið ágætur. Langar að sjá Can í þessari stöðu en hann þarf nokkra leiki líklega eins og aðrir.

  Formið á Anfield er annars mikið áhyggjuefni og ég held að það sé engin tilviljun, liðið hefur bara unnið 46% heimaleikjanna í vetur og þeir eru orðnir 24 nú þegar! 11 sigrar, 10 jafntefli og 3 töp. Þetta er einfaldlega ekki nógu gott og það er í alvöru spurning hvort hörmulegt ástand vallarins sé að hamla sóknarleik liðsins? Það hentar a.m.k. rugby liðum mun betur að spila á svona Mýrarboltavelli eins og Anfield er í dag. Það er samt ekki vellinum að kenna hversu lélegt það er hjá Liverpool í vetur að klára ekki Boro, Bolton eða Blackburn á Anfield í venjulegum leiktíma.

  Þetta gæti þó verið partur af ástæðunni fyrir mjög lélegum leik Sturridge, Coutinho, Markovic, Lallana og Sterling í dag.

  Varðandi Balotelli þá er “gleðigjafinn” Mark Lawrenson einmitt líka “an absolute waste of time”

 19. Róóóóólegan æsing! Anda með nefinu! Engin dramatík.

  Slakur leikur. Það hlaut að koma að honum. Og við fáum tækifæri til að leiðrétta þetta.
  Betra að taka út slíkan leik í dag frekar en í næstu deildarleikjum.
  Nú lærðu menn sína lexíu – og koma sterkir til baka!

 20. Mikið er leiðinlegt að fá lakari lið í heimsókn á Anfield. Þau mæta sjaldnast til að spila fótbolta og þessir leikir verða sjaldan áhugaverðir.
  Coutinho fær ekkert pláss til að athafna sig og okkar menn eiga fá svör við þéttum varnarleik.
  vona bara að við náum sigri úr seinni leiknum, mér er sama þó hann verði ljótur

 21. Blackburn komu til að halda hreinu, lágu til baka og reyndu skyndisóknir, lokuðu svæðum og tvöfölduðu á manninn með boltann. Planið þeirra gekk upp og þeir hefðu getað stolið sigri. Okkar menn hljóta að fá meira pláss í seinni leiknum þar sem Blackburn þurfa að koma eitthvað framar til þess að ná inn marki, nema þeir leggi traust sitt á vítaspyrnukeppni. Seinni leikurinn gæti því orðið opnari sem ætti að koma Liverpool til góða. En þetta verður ekki auðvelt, vonum bara að gott útivallaform haldi áfram.

 22. Ég tek undir Babu, völlurin á Anfield er í tætlum. Ég er aldrei búin að sjá hann svona áður. Ég er rétt að vona að við skiftum grasinu út í sumar.

 23. Blackburn kom í heimsókn og pakkaði í vörn. Vörnin þeirra byggðist líka á grófum leik. Leikmenn Liverpool eru af þessu heimi þrátt fyrir að sumir líti á þá sem guði.

  Það var vinnuslys þegar einn okkar var fluttur af velli í börum. Það tæki mig tíma að jafna mig. Sérstaklega ef andstæðingurinn væri sífellt að minna á ruddaskap sinn.

 24. Sælir
  Ég verð að vera ósammála skýrsluhöfundi með að Can hafi verið skárstur okkar manna.
  Hann var lítið hreyfanlegur og dekkar vörnina mjög illa. óhreifanleiki hans gerir það að verkum að vinna Henderson verður helmingi erfiðari. Mér finnst þetta ekki hafa gengið þegar Can er á miðjunni, því miður því maður batt miklar vonir við hann þar. Þetta kerfi krefst miklu meiri hreifanleika en hann býður uppá.
  Höfum hann áfram í vörninni og allir sáttir (nema þá helst Can sjálfur…).

 25. Ég er sammála síðasta ræðumanni varðandi Can, hann var ekki að eiga góðan leik og alls ekki maður leiksins. Frábær leikmaður sem á flotta framtíð fyrir sér. Ég saknaði Allen í dag. Munurinn á honum og Can eins og sá síðarnefndi spilaði í dag er að Allen er alltaf að og hann gerir hlutina einfalt og virðist þekkja sín takmörk.

  Can var allt of mikið í erfiðum löngum sendingum sem aldrei heppnuðust. Þetta er e-h sem Allen er ekki að gera, hann vinnur boltann og í 90% tilvika kemur honum frá sér á samherja. Fyrir vikið þá rúllar boltinn hraðar og allt spil verður hraðar og þar af leiðandi riðlast varnarleikur andstæðinganna meira og það var það sem vantaði í dag.

  Held að Rodgers geti klárlega lagað þetta hjá Can enda er hann eins og óslípaður demantur. Finnst hann nefnilega vera gera hlutina einfalt þegar hann er í vörninni en það er eins og hann hætti því þegar hann var færður upp á miðjuna.

  En LFC eru í ákveðinni góðgerðarstarfsemi gagnvart liðum í neðri deildum, þau þurfa tvo leiki til að auka tekjurnar. Vonandi að það komi ekki í bakið á okkar mönnum.

 26. Einhversstaðar las ég að ástand vallarins er um að genna framkvæmdum utan vallar, þeas rífa niður hús og byggingarframkvæmdir, það svífur yfir vellinum stöðugt sementsryk og hefur það augljóslega slæm áhrif.

  En tek undir með því sem sagt var hérna ofar, maður verður næstum þunglyndur á að koma hérna inn eftir jafnteflisleik/tapleik þar sem menn eru rakkaðir niður í skítinn, c´mon u guy´s þetta er ekki bara spilatími uppá 90 + mín 1x í viku sem um ræðir, menn hafa verið á ferðalögum hingað og þangað spilað extra tíma and so on, og þeir eru bara mannlegir,

  Að svo sögðu þá segi ég bara, ég elska klúbbinn minn og það sem hann stendur fyrir í blíðu og stríðu ég gekk í ævilang hjónaband við hann fyrir rúmum 40 árum síðan og sé ekki eftir því fyrir 5 aur. Y.N.W.A !!

 27. Mér finnst oft og yfirleitt vera alltof miklar sveiflur í umræðunni hér,eina helgina (eftir sigurleik) eru leikmennirnir,þjálfararnir,læknaliðið og svei mér þá skúringafólkið krýndir sem konungar en næstu helgi (eftir jafntefli eða tap) þá eru sömu konungar orðnir það lélegir að það á að reka þá alla.
  Ég myndi vilja sjá menn aðeins draga andann djúpt áður en þeir hefja menn upp til skýjanna eða skella þeim ofan í drulluna,held að umræðan hér myndi verða aðeins “faglegri” við það?

  Áfram Liverpool að eilífu!!!

 28. Mark Lawrenson, með fullri virðingu fyrir því sem hann gerði innan vallar á Anfield, er með allt lóðrétt niður um sig þessa dagana sem spekingur. Innkoma Balotelli í síðustu leikjum hefur verið reglulega góð, hann skoraði flott mark á móti Tottenham og var langlíflegastur af okkar sóknarmönnum í slökum Besiktas leik úti. Innkoma hans í þessum leik var flott, stöðugt í boltanum og liðið var mun hættulegra eftir að hann kom inn á. Lélegir fótboltaspekingar sækja gjarnan í að gagnrýna menn sem er í tísku að gagnrýna til þess eins að komast í fyrirsagnirnar. Balotelli og Lövren eru dæmi um slíka leikmenn sem eiga oft fínar innkomur en fá aldrei að njóta vafans. Þeir voru lélegir (eins og allt liðið) fyrir áramót og fengu að kenna á því þá. Þegar þeir hafa verið að koma inn í síðustu leikjum hafa þeir verið flottir og fá engan vegin þá viðurkenningu sem þeir eiga skilið.

 29. Fyrsta skipti sem ég horfi á leik inn á Spot…þvílíkur staður! Kannski ekki mikið að segja um þennan leik, hann fór 0-0, lítið að gerast, eins og Brendan noti svona leiki til að hringla aðeins með liðið og prófa það áfram. Bjórinn var góður og stemningin fín, Gestede framherji Blackburn verður seint maður leiksins en ég gef Mignolet það fyrir að verja meistaralega einu sinni.

 30. Mér er alveg sama þó að leikmaður fari á morgun. Ef hann getur nýst liðinu dag að þá að láta hann spila. Gætum notað sömu rök á Gerrard og sleppt því að nota hann það sem eftir er tímabilsins þar sem hann verður farin í lok maí.

Byrjunarliðið gegn Blackburn – uppfært!

Er Johnson orðinn mikilvægur?