Mikil hátíð framundan – John Barnes mætir

Það er mikil hátíð framundan hjá mörgum stuðningsmönnum Liverpool FC á Íslandi, enda að bresta á árshátíð klúbbsins hér á landi. Að vanda kemur gömul kempa í heimsókn og heiðrar okkur Íslendinga með nærveru sinni og í þetta skiptið er það enginn annar en John Barnes. Auðvitað er frábært að kíkja á sjálfa árshátíðina, enginn verður svikinn af henni, en þó ber ekki að örvænta þótt menn hafi ekki tækifæri á því. John Barnes mun nefninlega heimsækja Egilshöllina og veita þar stuðningsmönnum Liverpool áritanir og jafnvel verður hægt að smella mynd af sér með kappanum. Hann mun sem sagt verða í Egilshöllinni þann 14. mars nk. frá klukkan 11:00 og tekur á móti gestum og gangandi og eru allir Poolarar, ungir sem aldnir, hvattir til að mæta.

Um kvöldið fer svo fram hin rómaða árshátíð klúbbsins og er kannski bara best að vera ekkert að umorða hlutina, heldur taka textann frá þeim beint og skella honum hér inn og um leið hvet ég alla þá sem hafa tök á að fara, að tryggja sér miða sem fyrst, því það er pottþétt að það verður uppselt, ef það er ekki nú þegar orðið það.

Árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi verður haldin laugardaginn 14. mars á Spot í Kópavogi.

Heiðursgestur okkar í ár er enginn annar en John Barnes.

Hann spilaði alls 407 leiki fyrir félagið á árunum 1987-1997 og skoraði í þeim 108 mörk. Ekki skorti titlana með félaginu heldur en hann var deildarmeistari með liðinu tímabilin 1987-88 og 1989-90, FA Bikarinn vann hann árið 1989 (árið 1992 spilaði hann ekki úrslitaleikinn vegna meiðsla) og Deildarbikarinn árið 1995. Hann var valinn knattspyrnumaður ársins árin 1988 og 1990 og sömuleiðis völdu ensku leikmannasamtökin hann leikmann ársins árið 1988.

Ragnhild Lund Ansnes sem verður í för með John Barnes á Íslandi er ekki mörgum Íslendingum að góðu kunn en hefur gefið sér gott orð í Noregi og ekki síður í Liverpool.

Áhuginn á Liverpool FC heltók hana það mikið árið 2005 að hún sagði upp starfi sínu sem dagskrárgerðarmaður á NRK, norska ríkissjónvarpinu, og hefur nú skrifað tvær stórmerkilegar Liverpoolbækur: Liverpool Hearts um hvað það er sem vekur áhuga manna á félaginu og Liverpool Heroes sem er hjartnæm svipmynd af helstu stjörnum Liverpool og sú þriðja er á leiðinni sem fjallar um forystuhæfileika þeirra sem hafa leitt lið Liverpool.

Ragnhild er mikill dugnaðarforkur og fyrir utan að vera fyrirlesari og halda úti dagskrá víðs vegar með goðsögnum Liverpool hefur hún rifið upp áhuga kvenmanna á félaginu í Noregi og mætti með 50 rauðklæddar konur á Anfield á síðasta ári sem vakti mikla athygli.

Hvað mun Ragnhild gera annað en að njóta gestrisni Íslendinga? Jú, meginástæðan fyrir dvöl hennar hér er að hún sér um alla þá dagskrá sem snýr að John Barnes á sjálfri árshátíðinni. Hún verður uppá sviði með goðinu og fylgir honum í gegnum glæstan feril hans.

Upplýsingar um árshátíðina:

Miðaverð í ár er kr. 9.900.-

Þú getur pantað miða með því að senda tölvupóst á arshatid@liverpool.is. Tilgreinir nafn, símanúmer, fjölda miða og hvort þú vilt borga með millifærslu eða kreditkorti.

Dagsetning: 14. mars 2015.

Staður: Spot í Kópavogi, heimavöllur okkar.

Heiðursgestir: John Barnes & Ragnhild Lund Ansnes

Uppistand frá Sögu Garðarsdóttur

Matseðill: Forréttur – Steikarhlaðborð.

Húsið opnar kl. 19:00. Borðhald hefst. 19:45.

Þetta er viðburður sem hreinlega er ekki hægt að láta fram hjá sér fara!

10 Comments

 1. Djí, engin KOP stemming, hvorki standandi eða sitjandi. Elítan mætt. War is over. Y(N)WA

 2. Búin að tryggja mér miða og tel nú bara niður dagana.
  Mætti á mína fyrstu árshátíð í fyrra og tók að sjálfsögðu betri helminginn með og hún er ekki síður spennt að fara aftur í ár.

  Það verður engin svikin af þessu.
  Hlakka til að sjá ykkur!!!

  YNWA

 3. Frábært hjá ykkur að fá þennan snilling, hann er einn að 5 bestu leikmönnum sem hafa spilað fyrir Liverpool að mínu mati. Frábær karekter líka.

 4. Sælir bræður og systur ????

  Stór öfunda ykkur að fà Hr. Barnes og Frú Ansnes til ykkar ??

  En eg var svo heppinn að hitta þau bæði à Jólahlaðborði hér i Stavanger (Noregi) með Liverbirds klúbbnum okkar hér.

  Ég gerði mer litið fyrir og mætti i hvítum jakkafötum með rautt bindi og tók à móti honumàsamt öðrum góðum stuðningsmönnum – eins og vel minnugir popparar muna þà fyrri nokkrum àrum mættu LIVERPOOL menn á Wembley í hvítum jakkafötum.
  Þegar Barnes kom upp stigan à barnum sem við Stavangerpoolarar hittumst à varð honum à orði “I thugh we had burned all those dresses” og svo tók hann hressilega utan um mig ????
  Þessu faðmlagi gleymi eg seint ????

  Góða skemmtun og… Y N W A

  AVANTI LIVERPOOL – IN BRENDAN WE TRUST

 5. Sælir dreingir.Ég verð í ósló á morgun,veit einhver um góðan stað sem maður getur séð leikinn á morgun?

 6. “Ragnhild Lund Ansnes sem verður í för með John Barnes á Íslandi er ekki mörgum Íslendingum að góðu kunn en hefur gefið sér gott orð í Noregi og ekki síður í Liverpool.”

  Hvurslags orðalag er þetta; að hún sé “ekki mörgum Íslendingum að góðu kunn”??????
  Hefur manneskjan gert eitthvað af sér gagnvart íslendingum? Hélt hún kannski með ManUtd á örlagastundu?
  Leiðinlegt að sjá svona ambögur á mjög góðri síðu. Vanda málið flagar.´

 7. Ef við veltum fyrir okkur möguleikum Liverpool að ná 4 sætinu hljóta þeir að teljast nokkuð góðir. Ef við gefum okkur að Southampton sé að gefa eftir og að Chelsea og ManCity haldi sínu striki í 1 og 2 sæti lítur baráttan um 3-4 sætið svona fyrir síðustu 10 leikina eins og ég sé hana.

  Arsenal á líklega léttasta prógrammið. Erfiðustu leikirnir erum við Liverpool og Chelsea heima og ManU úti.

  ManU þarf að taka á móti Tottenham, fara á Anfield og Brúnna og loks að taka á móti Arsenal. Þess utan að spila við ótútreiknanleg lið eins og Everton og Crystal Palace úti. Þetta verður ekki auðvelt og 3 sex stiga leikir hjá ManU á móti 2 slíkum hjá Arsenal og Liverpool.

  Tottenham þarf að fara á OT og til Southampton. Þess utan að fara til Stoke og spila heima við ManCity. Þokkalega erfitt prógram líka og þeir eru þess utan í dag 6 stig frá 4 sætinu.

  Við eigum ManU heima, spilum við Arsenal og Chelsea úti. Líka leik við fokkings Stoke úti sem veldur mér áhyggjum enda seigla Stókaranna mögnuð.

  ManU er með 2 stig á okkur og Arsenal 3 stig. Tottenham er 4 stigum á eftir okkur en á leik til góða.

  Erfitt er að ímynda sér að Arsenal fatist flugið að því marki að CL sæti náist ekki. Tottenham er sömuleiðis líklega of langt í burtu til að ógna Liverpool og ManU, hvað þá Arsenal.
  Niðurstaðan er því æsilegt kapphlaup milli gömlu erkifjendanna hugsanlega allt til loka.

  Væri ekki rosalegt ef Liverpool tæki FA bikarinn í úrslitaleik við ManU og skildi þá eftir í 5 sætinu?

  Ég er þokkalega bjartsýnn á að við tökum 4 sætið en ekkert meira í bili a.m.k. Hugsanlega erum við okkar verstu andstæðingar. Liðið er ungt en nú kemur vonandi reynslan frá í fyrra sér vel fyrir leikmenn og þjálfara. Er ekki búinn að gleyma rauða spjaldinu á Henderson en svoleiðis barnaskapur heyrir vonandi sögunni til. Ég fæ líka enn martraðir þar sem mig dreymir að Gerrard missir boltann.

  Það sem truflar mig samt mest er heppnin sem hefur elt ManU í vetur. Þetta er dapurt og ósamstætt lið en kreistir samt fram úrslit sama hvað þeir spila illa.

  Ég er á því að aðeins tvennt geti gerst þegar að þessi níðþunga leikjadagskrá ManU hefst um næstu helgi með leik við Tottenham. Þeir hrökkva í gang og verða til alls vísir eða að þeir lyppast niður. Eftir rúman mánuð verður ManU búið að spila við Tottenham, Liverpool, ManCity og Chelsea! Ef heppnin yfirgefur ManU gæti liðið þess vegna verið dottið í 7-8 sæti sem getulega væri líklegra eðlilegra í dag miðað við spilamennskuna.

  Við sjáum til – ég er hóflega bjartsýnn og kannski 1% umfram það. Meira þori ég ekki að leyfa mér.

Íbúð til sölu! [auglýsing]

Blackburn í bikarnum