Liverpool 2 Burnley 0

Liverpool fékk Burnley í heimsókn í kvöld í 28. umferð ensku Úrvalsdeildarinnar og uppskar frekar auðveldan 2-0 sigur á Anfield.

Byrjunarliðið var svona:

Mignolet

Can – Skrtel – Lovren

Sterling – Allen – Henderson – Moreno

Lallana – Sturridge – Coutinho

Bekkur: Ward, Johnson (inn f. Sturridge), Kolo Toure (inn f. Moreno), Williams, Lambert (inn f. Sterling), Balotelli.

Þetta var gríðarlega auðveldur og áreynslulaus sigur. Liverpool var meira með boltann, stjórnaði leiknum allan tímann og skoraði eitt mark í hvorum hálfleik í sigri sem var aldrei í hættu og hreinlega frekar tíðindalaus. Jordan Henderson skoraði á 28. mínútu með frábæru langskoti eftir að skot Coutinho var varið og á 51. mínútu gaf Hendo flotta fyrirgjöf á kollinn á Daniel Sturridge sem skallaði í nærhornið niðri. 2-0 og þar við sat.

MAÐUR LEIKSINS: Liðið var allt gott, gerði það sem þurfti án þess að drepast úr áreynslu gegn lakari aðilum en Jordan Henderson steig upp með frábært mark og flotta stoðsendingu. Hendo er núna búinn að spila tvo leiki í röð með verkjasprautum til að vera leikfær og í þeim hefur hann skilað tveimur mörkum og einni stoðsendingu og verið máttarstólpi á miðjunni. Það er það sem góðir fyrirliðar gera.

Sjö efstu lið deildarinnar unnu öll sína leiki í kvöld þannig að staðan breyttist ekkert. Við erum enn 2 stigum frá fjórða sætinu og 3 stigum frá því þriðja. Eltingarleikurinn heldur áfram, en fyrst eru það 8-liða úrslit bikarsins um helgina, gegn Blackburn á Anfield.

Liðið er annars búið að vinna 4 leiki í röð í deildinni og 7 af síðustu 8 með einu jafntefli. Það er gríðarlega gott gengi og ef liðið heldur þessum dampi er ég mjög bjartsýnn á að bilið verði brúað í síðustu 10 umferðunum.

YNWA

48 Comments

 1. Er ekki Henderson maður leiksins? Mark og stoðsending, og hvorugt þeirra neitt grís.

 2. Fràbær skyldusigur hjà okkar liði og runnið heldur àfram.
  Er einhver ennþà à því að Liverpool hafi borgað of mikið fyrir kaptein Henderson.
  Vörnin heldur àfram hreinu og Allen stóð sig vel í dag, gaman að sjà varnasinnaðan miðjumann sem kann að spila boltanum frà sér.
  3 punktar og pressan à toppliðin heldur àfram.

 3. Okokok…. flottur leikur hjá okkur og ekkert nema jákvæðni yfir klúbbnum en það er maður í þessu liði sem er ekki að fá nóg hrós að mínu mati. EMRE CAN er ekkert minna en meistari. Minn maður leiksins allann daginn fyrir það að stíga ekki stakt feilspor.

 4. Flottur sigur. Lítið púður eytt í leikinn og við vorum allan tíman með hann í okkar höndum.
  Næst er það Blackburn og síðan Swansea á mánudegi.

 5. Það var bara ekkert að þessu. Fullkominn leikur, öruggur og hæfilega áreynslulítill og liðið eins og smurð vél.

  Henderson og Lallana bestir í dag held ég. Allir hinir nokkuð góðir og flottur heildarsvipur.

  Það stoppar okkur ekkert nema óheppni úr þessu.

 6. Erfitt fyrir Gerarrd að komast í liðið nema kannski í vörnina fyrir Lovren. Sýnist að 3 manna vörn með klassa miðjumönnum sitthvoru megin við klassa varnarmann sé málið í dag.

 7. Frábært að halda hreinu. Traust frammistaða, frekjan í mér hefði viljað tvö mörk í viðbót, en ég tek 3 stig og að halda hreinu. Horfði á Tim Krul gefa manutd 3 stig á 89 mínútu, með því að gefa boltann á young, ógeðslegur grís.

  Okkar lið er samt að spila miklu betur en utd, og ég held að það sé bara tímaspursmál hvenær við eigum sætaskipti við þá, það er ekki endalaust hægt að grísa inn mörkum.

 8. Það þurfti engin átök sem betur fer. Okkar menn létu þetta líta út eins og þokkalega æfingu.

  Frábært tödds hjá svo mörgum mönnum í dag. Fyrsta snerting oftast inn í möguleika.
  Coutinho, Lallana, Henderson og Allen voru allir hrikalega góðir á boltann og restin eins og tannhjól sem geta ekki annað en snúist með.

  Ég nenni ekki að svekkja mig á grísalappalísum fyrir ofan okkur, þolinmæðin þrautir vinnur allar.

  Þá er bara að vera klárir í bátana á sunnudaginn.

  YNWA

 9. Henderson kostaði náttúrlega alltaf mikið og auðvitað áttum við að swappa honum fyrir 2 árum. Getur ekki blautan. Síðan var Mignolet ömurlegur og heilvítið hann Glen Johnson kom inná og var næstum búinn að eyðileggja þennan skíta 2-0 sigur sem átti að vera svona 6-0.

  Jæja neikvæða commentið er komið. Nú skulum við allir gleðjast yfir þessu frábæra liði okkar. Þvílíkt RUN 🙂

 10. flottur sigur :)… Henderson maður leiksins. vélin mallar flott 🙂 🙂 🙂

 11. Áreynslulaust, Allir á sama planinnu og Liðssigur út í eitt. Þvílik umbreyting á einu liði á þessu tímabili. Ég hafði enga trú á þessu liði lengur eftir United Tapið fyrir jól, Enn Guð minn góður hvað þeir hafa tekið stór skref fram á við síðan þá. Þetta er farið að minna á síðasta tímabil með hverjum leiknum sem maður horfir á 🙂 meira af þessu Takk fyrir

 12. Verð að fá að, hrósa Can fyrir flottan leik, efaðist um hann um daginn í leik þar sem mér fanst hann þungur og sprunginn eftir 70 mín. Hann sýndi mér í dag að hann er allveg með þetta. Þvílíkur kraftur í honum eftir að hann var settur í hægri ving back stöðuna.

  Annars allt liðið mjög flott.

  You never walk alone

 13. Klassi, skyldusigur og flott þrjú stig í hús.
  Gleðin heldur áfram ????

 14. Er til einhver síða þar sem maður getur séð seinni hálfleikinn af leiknum áðan?

 15. Það jákvæða við þessa umferð er:
  Enn minnkar bilið í fjórða sætið, söxuðum á Arsenal og Man United með því að laga markatöluna meira en þau 🙂

 16. #16 Gerald markið var mun fastara, en Hendo er á réttri leið, gaman að Allen og Lovern haldi haus og spili vel tvo leiki í röð, eini vondi hluti leiksinns var Johnson sem var áhugalaus á kantinum og virðist ekki hafa áhuga á að vinna sér sæti, virðist vera farinn í huganum.

  síðan er áhugavert að sjá Van Gal lýsa yfir að þeir áttu einn besta leik sinn á timabilinu á meða goal.com gefur þeim samanlagða einkun uppá 54 á meðan Newcasle fékk 56, og gea var valinn maður leikssinns, það er varla hægt að halda fram að það að þeir séu ofar okkur í töfluni sé verðskuldað.

 17. Sæl og blessuð.

  Ég benti einmitt á það að sá möguleiki er ekki lengur fyrir hendi hjá veikari liðum, að pakka í vörn gegn Liverpool. Nú kom það í ljós. Miklu skarpari kutar á lofti og um leið og okkar menn eru komnir yfir þá er það plan B fyrir undirsátana.

  Ótrúlega mikill styrkur í því að halda þessu undir kontról allan leikinn en tefla ekki sigrí í tvísýnu með stressi og öðru veseni.

  Gaman! Nú er það bara blessað Grittið sem gildir.

 18. # 22 KingKenny

  Tölfræðin lýgur ekki. Greinilega einn af betri markvörðum deildarinnar.

 19. Djöf var gaman a vellinum i kvöld. En skít hvað er gaman að sjá hvað liðið er vel spilandi. Álit mitt á Emre Can hækkaði mikið i kvöld en nóg var það fyrir. Coutinho er snillingur og það var gaman að þvi að vera vitni af þvi live hversu mikið Henderson, Lallana og Allen lögðu á sig fyrir liðið.

  Ég sat ca 2 metra frá Balotelli þegar hann var að hita upp. Burnley stuðningsmennirnir voru frábærir og skutu á Balo og líka King Kolo og hann brosti bara og klappaði fyrir þeim.

 20. #joispoi 19 Van gaal sagði reyndar að hann haldi að þetta hafi verið besti útileikur liðsins ena liðið búið að vera arfaslakt á útivelli. Goal.com hefur aldrei heldur verið áreiðanlegor og það vita allir, united stjórnaði leiknum frá a-ö. Annar punktur það er varla hægt að tala um heppni hjá liði með 53 stig, fengu vissulega mark á silfurfati í kvöld en er þaö ekki merki um styrkleika að sigra þó maður spili ekki vel hef allaveganna séð þá mýtu hér nokkrum sinnum 😉

 21. #22 tölfræðin lýkur frekar mikið þarna. Það þarf engin að segja mér að klaufabárðurinn Ben Foster sé þriðji besti markvörður Englands.
  Ef við horfum svo á % þá sérst að Cech sé bestur í þessari deild. 4 leikir og haldið hreinu í þeim öllum. Ótrúlegur markvörður.

  Tek samt ekkert af Mignolet sá er búinn að vera góður í síðustu leikjum

 22. Sælir félagar, þetta var bara solid leikur hjá okkar mönnum og verða líklega vel ferskir á sunnudaginn fyrir FA cup leikinn 🙂 sætaskiptin við utd munu eiga sér stað eftir ca 11 daga þegar þeir mæta á anfield og eftir það fara þeir að dragast frá efri hlutanum því þeirra prógram er verulega erfitt næsta mánuðinn en sömuleiðis okkar en miðað við spilamennskuna og sjálfstraustið þá getum við klárað þessa leiki og þar á meðal arsenal á emerates #YNWA

 23. Nr 16.

  Um leið og Henderson skoraði sa eg markið hans Gerrard i kollinum gegn Olympiakos i des 2005. Þetta eru keimlik mörk en skotið hja Gerrard aðeins af lengra færi og fastara en fuckit með það, 2 frabær mörk

  Mer hér vanta uppa leik Henderson að hann er ekki að skora nóg en ef hann ætlar að fara smella honum reglulega eins og þessi 2 mörk i siðustu 2 leikjum þa er þetta leikmaður sem verður fullkominn arftaki Gerrard.

  En djofull var eg brjalaður þegar eg sa man utd skora i lokin gegn man utd og þvílíkt aulamark. Var flakkandi a milli stöðva þarna i lokin.

  En hvað um það, þetta er allt i okkar höndum, eg vip vinnum alla okkar leiki þa naum við pottþett 4 sæti og jafnvel 2 eda 3 svo við treystum bara a okkur sjalfa.

  Annars flottur og þægilegur sigur i kvold og nu er bara að halda afram 2 leik i einu og klara þessa deild i meistaradeildarsæti og með FA cup a ANFIELD

 24. Ekki mikið meira að segja um leikin en að Hendo er meistari.

  En ég er ánægður með hann Sturridge sem klúðraði agalega í fyrri hálvleik, hann sýndi karakter og mentnað að koma sér aftur í flottar stöður og skora svo flottan skalla. Hann er örlítið riðgaður, en maður sér að strákurin er með heimsklassa leikmann í sér. Það þarf bara að brýna og brýna svo kémur þetta alt.

  Annar punktur er sá að fólk vóru að tala um að hvíla Þýsku sláturvélina okkar hann Emre Can. En þvílík frammistaða frá frábærum leikmanni. Kallin sannar sig í hverjum leik og ég gét ekki annað en tekið hattin af fyrir honum. Algjör maskína. Mark my words- maðurin verður heimsklassa miðjumaður einn dagin. Ekki finnst mér skrítið að Bayern München vildu einhverja klásúlu þegar hann fór til Leverkusen.

  Það er hægt að blaðra endalaust þegar gengið er gott.

  (p.s. Ætla ekki að fara inná hvernig United eru að moka inn ódýrum stigum viku eftir viku)

  Frábært að vinna leik svona rólega og bara géra það sem þarf.

  Sjáumst um helgi þar sem við erum on the road to Wembley!

  YNWA

 25. Ekki slæmt að fá þessa dýrð í fimmtugsafmælisgjöf!

  Spurning um heimatreyju og útitreyju með Can og Henderson, frá mér til mín?

 26. Er búinn að vera á Henderson vagninum löngu áður en það varð kúl, djööööfull er ég ánægður með drenginn. Vissi nánast alltaf að hann væri að fara verða næsti leiðtogi í þessu liði eftir að hafa captainað U-21.

  En Mignolet?! Hann tók alveg nokkur Neuer style úthlaup í þessum leik.. þvílíkt transformation!

 27. Virkilega professionalt hjá okkar mönnum. Við erum heldur betur búnir að finna formið og þetta er i okkar höndum. Varðandi manju og þeirra ódýru stig, það er bara tímaspursmál hvenær sú loft lausa blaðra prumpar.
  Það er allavega greinilegt að BR er buinn að finna rettu formúluna á nýjan leik og liðið okkar er ógnarsterkt, á allan hátt.

 28. Hendo maður leiksins. Ekki bara farinn að skora, heldur átti hann líka í það minnsta 3 Gerrard sendingar, Svona langar og gullfallegar og hefðu bæði Sturridge og Lallana getað skorað þar líka. Þannig að Hendo er farin að sýna sendingargetu fyrirliðans og farinn að skora. Hefur kannski ekki þennan sprengikraft sem Gerrard hafði, en er fáránlega duglegur og að mínu viti 1 af 3 mikilvægustu mönnum liðsins.
  Ég er bara ekki að sjá að Gerrard lappi aftur inní byrjunarliðið. Ekki á meðan við eigum góðan séns á 4ja

 29. Sæl öll

  Ég hef sjaldan eða aldrei verið glaðari en akkúrat núna….liðið okkar að sýna þvílíka spilamennsku að önnur lið þurfa að finna upp eitthvað nýtt til að eiga von. Ég hef frá því í byrjun leiktíðar upphaft sömu sérvisku og hér áður, heitið kökum á samstarfsfólk, heitið á Strandarkirkju, lofað að hætta hinu og þessu og núna er staðan þannig að allt mitt samstarfsfólk er á leið í The Biggest Looser, ég á orðið heilan bekk í Strandarkirkju og það eina sem ég má borða er grænmeti og drekka vatn….Samstarfsfólkið er farið að grátbiðja um að hætta þessum áheitum því það ræður ekki við allar þessar kökur. En OMG hvað þetta er skemmtilegt að sjá þá verða betri og betri með hverjum leik. Leikgleðin skín af þeim og þeir virðast njóta þess í botn að spila fyrir Liverpool.

  Henderson er svo sannarlega næsti fyrirliði, muna ekki allir þegar það átti að selja hann en hann ákvað að berjast fyrir stöðu sinni æfði lengur og meira en hinir og vann sér fast sæti í liðinu. Svo var hann gerður að varafyrirliða og núna þegar Gerrard er meiddur stígur hann þvílíkt upp og passar sína menn og gerir allt sem fyrirliði þarf að gera. Gerrard er greinilega að kenna honum allt sem þarf.

  Það er alltaf gott og gaman að vera Poolari en núna eins og í lok síðasta tímabils eru það hrein forréttindi að fá að tilheyra þessu samfélagi og vita að öll hugsum við eins. Ég held að framtíðin sé svo björt hjá okkur að ég hef ákveðið að ganga alltaf með sólgleraugu bara svona að hinir viti með hvaða liði ég held.

  Þangað til næst…
  YNWA

 30. flottur sigur hjá okkar mönnum. Það er samt eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér og það eru allir þeir leikmenn sem eru á láni frá Liverpool. Wisdom, Alberto, Ilori, Coates og fleiri og fleiri. Hvernig hefur þessum mönnum verið að ganga væri alveg til í að sjá stjórnendur síðunnar koma með pistil um hvernig þessir menn hafa verið að standa sig.

 31. búnir að leggja meistarana af velli og líka “botnlið” svo er bara að sigra neðrideildarlið blackburn þá er búið að leggja öll test a liðið og eg se ekkert lið stoppa vinna okkur verata fall jafntefli með óheppni 🙂

 32. Flottur öruggur sigur. Hef verið Henderson maður frá upphafi og sjá snemma hann átti framtíð hjá Liverpool ef hann fengi tækifæri. Framtíðar fyrirliði Liverpool.
  Vona eftir svipuðum sigri gegn Blackburn. Enga flugeldasýningu heldur bara góðum öruggum sigri(7,9,13).
  YNWA

 33. Við erum samt að tala um að Henderson, sem Rodgers reyndi að senda til Fulham til að fá Demsey í staðinn, er orðinn einn af okkar allra mikilvægustu mönnum. What a comeback!

 34. Vesen að Evans skildi fá 6 leikja bann.
  Einni keilunni færri í vörn scums þegar við mætum þeim.

  YNWA

Liðið gegn Burnley

Íbúð til sölu! [auglýsing]