Liverpool 2-1 Man City

Í dag mætti Manchester City með sinn sterkasta hóp á Anfield en lið Liverpool var nokkuð meiðslum hrjáð og liðið nýbúið að spila 120 mínútna leik gegn Besiktas í Evrópudeildinni á fimmtudag. Margir reiknuðu með að lið Liverpool yrði púnterað í leiknum enda töluvert skemmri tími á milli leikja Liverpool í Evrópudeildinni en hjá City í Meistaradeildinni.

Rodgers gaf Coutinho hvíld gegn Besiktas, Henderson var meiddur og Markovic í banni í þeim leik en þeir komu allir inn í byrjunarliðið í dag, sem og Adam Lallana. Svona leit þetta út. Sakho var ekki klár af meiðslum sínum og Ibe var meiddur ásamt Johnson, Gerrard og Lucas.

Mignolet

Can – Skrtel – Lovren

Markovic – Allen – Henderson – Moreno

Lallana – Sterling – Coutinho

Bekkurinn: Ward, Toure, Lambert, Sturridge, Borini, Balotelli, Williams.

Leikurinn byrjaði fjörlega þar sem bæði lið gáfu til kynna að þau ætluðu að pressa hátt og koma mótherjanum í vandræði. Liverpool náði undirtökunum nokkuð snemma í leiknum og komu boltanum í netið þegar Lallana skoraði frábært mark frá endalínunni en var réttilega dæmdur rangstæður. Nokkrum mínútum síðar kom fyrsta markið í leikinn og þvílíkt mark sem það var!

Jordan Henderson fékk boltann eftir hraða sókn Liverpool. Sterling gefur boltann á Henderson sem leggur hann fyrir sig og neglir boltanum upp í fjærhornið vel fyrir utan teig, algjörlega óverjandi fyrir Joe Hart í marki Man City. Varafyrirliðinn verið á frábæru skriði í vetur og skoraði fjórða mark sitt á leiktíðinni.

City komst aðeins betur inn í leikinn eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og spiluðu sig í gegnum vörn Liverpool á 26.mínútu þegar Edin Dzeko jafnaði metinn með fínni afgreiðslu. Leikurinn var nokkuð jafn út fyrri hálfleikinn en Liverpool þó að mínu mati alltaf líklegri en City til að skora.

Liverpool stjórnaði miðsvæðinu að mest öllu leiti og reyndi Pellegrini að svara því með því að fjölga mönnum á miðjuna hjá sér en það gerði ekki mikið. Liverpool hélt áfram að ógna að marki City í seinni hálfleik en varnarlína Liverpool hélt sóknarmönnum City vel í skefjum á meðan.

Adam Lallana kom boltanum aftur í netið en það var líka dæmt af vegna brot Martin Skrtel á varnarmanni City í vítateignum eftir hornspyrnu. Það var svo brasilíski snillingurinn Philippe Coutinho sem skoraði sigurmarkið á 75. mínútu með stórkostlegu marki, annað markið hans í jafnmörgum leikjum sem hann skorar með frábæru skoti. Hann lagði boltann fyrir sig fyrir utan teig og lagði hann fast í fjærhornið, aftur óverjandi fyrir Joe Hart.

City áttu sitt eina almennilega færi í leiknum þegar Aguero átti skot sem fór rétt framhjá markinu en aftur þá fannst manni Liverpool líklegri til að bæta við en öfugt. Daniel Sturridge sem kom inn á sem varamaður fékk kjörið tækifæri til að gera út um leikinn þegar hann komst einn í gegn en skot hans fór rétt framhjá markinu.

Liverpool hélt út og vann dýrmæt þrjú stig í baráttu sinni upp töfluna og er sem stendur í fimmta sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir þriðja sætinu og “aðeins” sjö stigum á eftir City í 2.sætinu. Þvílíkur viðsnúningur hjá liðinu frá því í desember.

Lið Liverpool var frábært í leiknum. Varnarlínan var þétt og vel skipulögð. Skrtel og Lovren fannst mér vera mjög góðir í dag, kannski ekkert nýtt með Skrtel undanfarið en það var gott að sjá Lovren mæta öflugan til leiks eftir erfiðan leik gegn Besiktas á fimmtudaginn síðasta. Emre Can hélt uppteknum hætti, var traustur til baka og bar boltann vel upp völlinn og út úr vörninni líkt og hann hefur verið að gera með miklum sóma undanfarið.

Sterling var fínn upp á toppnum en það vantar oft smá upp á hjá honum til að liðið geti nýtt hann að fullnustu þegar hann er í þessari stöðu. Fær skráða á sig stoðsendingar í markinu hjá Henderson og í marki Coutinho og hann lét varnarmenn City finna fyrir því. Vantar oft upp á ákvörðunartökuna og loka touchið hans í framlínunni en hann er að komast í frábærar stöður oft á tíðum og það er mjög jákvætt.

Moreno var fínn í vinstri vængbakverðinum en Markovic fannst mér ströggla svolítið í dag. Komst í ágætis hlaup og stöður en það vantar of oft herslumuninn hjá honum. Hann á það til að ætla að taka erfiðar ákvarðanir og gengur stundum brösulega að finna rétta þungan í sendingum sínum þegar hann ætlar að spila á fullum hraða en hann er ungur og lofar góðu fyrir framtíðina.

Mál málana hjá Liverpool í dag var hins vegar miðsvæðið. Jordan Henderson og Joe Allen voru í hjarta varnarinnar og Coutinho og Adam Lallana voru þar fyrir framan. Allir þessir leikmenn léku frábærlega í dag. Jordan Henderson spilaði af miklum krafti, átti frábært mark og gerði heilt yfir mjög vel. Joe Allen átti sinn besta leik fyrir Liverpool í langan tíma, hann hefur átt nokkra góða en þessi var frábær. Hann varðist vel, fann mikið pláss á miðjunni og var mikilvægur hlekkur í sóknaruppbyggingu liðsins.

Adam Lallana átti einn sinn besta leik fyrir Liverpool frá því hann kom frá Southampton í sumar. Kom boltanum tvisvar sinnum í netið með tveimur mjög góðum afgreiðslum en því miður gilda þau ekki en vinnusemi hann, boltatækni og hreyfingar í sóknarleiknum voru mjög góðar. Hefði getað skorað þegar hann stakk sér inn fyrir vörn City í fyrri hálfleik en skot hans var ekki nægilega gott.

Philippe Coutinho var að mínu mati maður leiksins. Brasilíski leikstjórnandinn var hreint út sagt frábær í dag. Vann boltann oft hátt á vellinum og leikmenn City komust ekki nálægt honum þegar hann tók á rás. Hann er orðinn líklega mikilvægast leikmaður Liverpool og hann skoraði enn eitt stórglæsilegt mark. Hann er kominn með fjögur mörk á leiktíðinni og heldur áfram að skora mikilvæg mörk fyrir liðið í mikilvægum leikjum.

Maður var smá efins með liðið í upphafi leiks og maður reiknaði með að þreytan gæti sagt til sín en Rodgers stillti liðinu vel upp og leikmenn virkuðu mjög hressir. Frábær sigur í alla staði og Liverpool nú í bullandi baráttu um eitt af efstu sætum deildarinnar og það ætti ekki að veðja gegn því að Liverpool nái Meistaradeildarsæti í vor ef liðið heldur þessum dampi.

Næsti leikur liðsins er á miðvikudaginn gegn Burnley og er það skyldusigur fyrir liðið.

75 Comments

 1. Vá, það er greinilegt að sumir hafa verið að taka aukaæfingar í skotum fyrir utan teig. En eigum við að ræða Joe Allen eða?

  Gæjinn gjörsamlega slátraði miðju city. Toure, Silva, Fernandinho, Milner og Lampard áttu ekki breik í hann. Klárlega maður leiksins.
  Og svo auðvitað litli töframaðurinn okkar. Sumir voru að tala um það að til þess að hann teljist sem world class þá þarf fleiri mörk í hans leik og stöðugleika.

  Hvað er hann þá núna? Man ekki eftir slæmum leik hjá honum á þessu ári. Di María kostaði hvað? 55 milljónir punda og Coutinho 8,5. Þetta er svo mikið rán.

  Við spiluðum í 120 mín fyrir minna en 60 klst síðan og city fengu 2 daga á okkur. Ótrúlegt þetta Liverpool lið okkar.

  [img]http://giant.gfycat.com/AlarmingConventionalHyena.gif[/img]

  [img]http://giant.gfycat.com/ShrillScentedBarnowl.gif[/img]

 2. skoruðum 2 mörk án framherja , ég hélt að framherjar gætu bara skorað mörk skrýtið meistari rodgers að gera góða hluti 🙂

 3. Það er svo margt sem má minnast á, líka þegar Sterling straujaði Toure (ekki Kolo samt!), og seint í leiknum þegar City komst í skyndisókn, en Sterling hljóp einn þeirra uppi sem var við það að sleppa í gegn. Ekki að sjá að 120 mínútur á fimmtudagskvöldið sitji í honum. Vona bara að þetta sitji ekki í mönnum á miðvikudagskvöldið í staðinn.

 4. Sælir félagar
  Takk fyrir góða leiskýrslu þó biðin eftir henni hafi verið erfið eftir svo frábæran leik. Ég spáði 4 – 2 fyrir okkar menn en sætti mig algerlega við þessa niðurstöðu. Það var þannig í þessum leik eins og oft vill verða í fótbolta að BETRA liðið vann verðskuldað.

  Eini maðurinn sem virtist eitthvað óöruggur var Minjó á fyrsta korterinu en annars spiluðu okkar menn eins og meistarar allir allan leikinn. Þar er enginn undanskilinn og menn sem hafa átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni stóðust þessa prófraun með prýði. Ég er helsáttur og nú er gaman að vera til og mæta í vinnuna á morgun.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 5. Í fréttum er þetta helst!…Coutinho er búinn að læra að skjóta.

  [img]http://media.giphy.com/media/RhNjueAHqfQic/giphy.gif[/img]

 6. Hvort liðið var að spila 120 mín í Tyrklandi á fimmtudaginn?
  Þvílík vinnsla á okkar mönnum, allir sem einn að standa sig.
  Englandsmeistararnir lágu í dag fyrir strákum sem ætla sér stóra hluti í framtíðinni.
  Og mörkin, maður lifandi????
  Til lukku öll, klifrið upp töfluna heldur áfram.

 7. Þeir eiga allt hrós skilið blessaðir strákarnir okkar. Þvílíkur hugur og hjarta.

  Þessi leikur minnti mig á útileikinn við Tottenham í fyrra. Þá var Gerrard meiddur, Tottenham í þokkalegu stuði með stóra, fýsíska durga á miðjunni og við með litlu tittina okkar, Allen, Lucas og Henderson, og ég hugsaði með mér að okkur yrði bara ýtt út af vellinum.

  Mér leið dáldið þannig fyrir leikinn í dag, að þreyta eftir 120 mínúturnar á fimmtudaginn plús þessir litlu naggar okkar yrðu bara ekki nóg og City myndi ýta okkur inn í teig og halda okkur þar. Aldeilis ekki! Allen, Henderson, Lallana og Coutinho voru í heimsklassa í dag, bæði sem einstaklingar en þó sérstaklega sem heild. Þvílík frammistaða.

  Þetta er líka þvílíkt statement í baráttunni um 3. sætið og FA bikarinn. Liverpool er komið til baka af FULLUM þunga. Nú er ekkert lið óhult. Sérstaklega ekki þegar við förum að fá viku á milli leikja.

  Til hamingju öll með frábæran dag.

 8. Sæl verið þið öll
  Get ég einhversstaðar séð leikinn í heild sinni á internetinu? Missti af honum. Ég hef áhuga á að slá sjálfan mig í hausinn með hamri, missa minnið í smá og njóta leiksins. Hvað segið þið?

 9. Ég er bara ekki frá því að Joe Allen sé maður leiksins – spilaði eins og engill í dag.

  Annars frábær frammistaða liðsins og sigurinn fyllilega verðskuldaður.

  Mörkin okkar voru svo algjörlega í heimsklassa!

  Æðsilegt!

  Áfram Liverpool!

 10. 120 mín í Tyrklandi og vító sem endaði með tapi. Seinkun á flugi og City samt lagðir að velli með hápressu í 90 mín. Bara snilldin ein. Margir góðir í leiknum en verð samt að velja joe Allen sem mann leiksins. Það sem sá maður er búin að ekki bara stíga upp heldu beinlínis stökkva upp í síðustu leikjum er bara frábært.

 11. Mignolet – 6.5
  Skrtel – 7
  Lovren – 7
  Can – 6
  Moreno – 6.5
  Markovic – 6.5
  Hendo – 7.5
  Allen – 9.5
  Lallana – 8
  Coutinho – 10
  Sterling – 5.5

  Frábær frammistaða sem liðsheild, pressuðum óaðfinnanlega og sóttum vel, tek út smá pirring gagnhvart Sterling sem hefur verið mjög slakur í síðustu leikjum og var alls ekki næginlega góður fyrir framan markið.. Gerði samt vel þegar hann lagði upp fyrir Henderson.

 12. Þvílíkur leikur,þvílíka barátta og pressa hjá LIVERPOOL. Svona á þetta að vera. Við nálgumst toppinn 🙂

 13. Frábær framistaða hjá okkar mönnum í dag. Liðið varðist gríðarlega vel, þvílík vinnsla í liðinu og áttum nokkur góð færi gegn sterku ManCity liðið.

  Mignolet 6- hafði lítið að gera í dag en var nokkuð solid. Sást samt í fyriráramót Mignolet þegar hann kom ekki út í tvo bolta og annað skipti vorum við heppnir að fá ekki á okkur mark.

  Moreno 7 flottur leikur hjá stráknum

  Can 7 – flottur leikur.

  Skrtel 10 – gerði engin misstök í dag

  Lovren 8 – frábær varnarlega og kom sterkur inn

  Markovitch 7- solid leikur. Lenti í smá vandræðum varnarlega en skilaði sínu.

  Allen 10 – hans besti leikur í liverpool búning. Vann vel, lék sér að City mönnum á miðjuni, skilaði boltanum frá sér og vann boltan trekk í trekk

  Henderson 10 – stórkostlegt mark og frábær framistaða.

  Couthinho 10- sjá Henderson

  Lallana 10 – Sjá Henderson og Couthinho

  Sterling 8 var ógnandi í þessum leik og hélt boltanum betur en oft áður. Mjög duglegur í pressuni.

  Sturridge 6 – átti að skora en átti fína innákomu
  Toure – spilaði lítið en gerði sitt vel.

  Ég er á því að þetta var okkar besta framistaða í vetur. Vorum sterkir varnarlega, duglegir í pressu, náðum að halda boltanum vel og sköpuðum mikla hættu upp við mark Man City.

  Nú er það bara næsti leikur gegn Burnley og þurfum við annan góðan leik því að við fáum jafn mörg stig á að vinna Burnley eins og Man City.
  FA Cup og baráttan um meistaradeildarsæti er framundan og ef liðið spilar svona áfram þá gæti maður farið brosandi inní sumarið

  YNWA

 14. Maður leiksins allir leikmenn Liverpool.

  Aðal hrósið fær samt Brendan Rodgers þvilík taktísk snilld hvernig hann lagði leikinn upp.

  Ennþá taplausir á árinu.

 15. Úffúffúffúff…þetta var rooosalegt. Frábær leikur, frábært skemmtun, tvö frábær lið og annað bara aðeins frábærara. Þetta er svo miklu skemmtilegra heldur en við negatívismann og stalemate-ið hans Moaninho. Svona eiga bara almennilegir fótboltaleikir að vera.

  Okkar lið stóð sig bara frábærlega í þessum leik. Menn stigu auðvitað nokkur feilspor en ég held að þegar allt er tekið saman þá hafi þessi sigur verið nokkuð sanngjarn. Við fengum fleiri færi en þeir, misnotuðum slatta, þeir misnotuðu að mig minnir 3 en við örugglega einhver 5 góð færi.

  Leikmennirnir stóðu sig frábærlega nánast allir sem komu við sögu í dag. Mignolet átti ekkert í markið, hafði annars furðulítið að gera. Sénsarnir sem City fengu voru ekki margir og þeir hittu held ég bara ramman í þessu eina sem þeir skoruðu úr.

  Vörnin var dead solid. Þeir fengu sennilega fjögur færi, þar af tvö hálffæri alveg í blálokin en hittu ekki á rammann. Lovren var auðvitað sheikí í sendingunum en hann á alveg eftir að koma til, rétt eins og held ég bara allir aðrir hafa gert.

  Markovic og Moreno voru kannski sístir í þessum leik, en þeirra hlutverk var ekki síst að loka á Kolarov og Zabaleta, og það fannst mér ganga nokkuð vel í þessum leik. Þeir voru kannski ekkert sérstaklega ógnandi fram á við.

  Og þá er það stóri sigurinn í þessum leik. Miðjan. Allen. Joe Allen. Hvaðan kom þessi gæi eiginlega? Hvar hefur hann verið? Hann hefur átt hvern stabíla leikinn af fætur öðrum síðan Lucas meiddist og núna var það bara ekkert minna en stórleikur. Hann náði að vísu ekki í skottið á Aguero þarna í markinu þeirra en að öðru leiti var hann bara frábær. Lokaði vel svæðum, koveraði vel með kantmönnum, spilaði boltanum vel út úr miðjunni, fann Lallana, Coutinho og Henderson vel í fætur, gerði bara nánast allt rétt í dag.

  Henderson og Coutinho. Fyrir utan mörkin voru þeir frábærir, frábærir, frábærir. Þeir eru á hraðri leið í heimsklassa, sennilega er Henderson kominn aðeins lengra þar sem hann er stabílli. En Coutinho hefur varla spilað illa síðan á áramótum. Sendingarnar, tötsið, snúningarnir, skynsemin, hvernig hann snýr á varnarmenn og losar sig út úr vandræðum, bara masterpiece þessi drengur. Vonandi bara að hann verði sem lengst hjá liðinu. Gæti vel trúað stóru, spænsku klúbbunum til að vera byrjaðir að fylgjast með honum.

  Lallana skoraði síðan tvö mörk, óheppinn með rangstöðu, var mikið í færum, mikið í boltanum og er klárlega vel nothæfur leikmaður þótt hann verði aldrei af sama kaliberi og Coutinho. Öðruvísi leikmaður, var nokkuð öflugur í dag þótt það hafi vantað upp á nýtinguna.

  Sterling spilaði síðan nokkuð vel uppi á topp, vantaði upp á nýtinguna en átti góð hlaup og tengdi vel við Coutinho. Þeir félagar og Sturridge eiga að vera þarna uppi á topp að hrella varnirnar. Ef þeir fá boltann þá er bara hætta á ferðum fyrir andstæðinginn. Svo einfalt er það.

  Frábær sigur, frábær þrjú stig og við erum pottþétt all in í þetta þriðja sæti.

 16. Þessi sigur var frábær. Það verður gaman að sjá framhaldið. Ef þetta sendir fear factor út um alla deildina á sama tíma og eykst sjálfstraustið hjá leikmönnum Liverpool þá verður skemmtilegt ennþá skemmtilegra.

 17. það er eitt neikvætt við þennan sigur að núna er móri svífandi á bleiku skýi 😉

 18. Fínn sigur á góðu liði City.
  Joe Allen kom mest á óvart og á mikið hrós skilið fyrir sinn leik.

 19. Allen maður leiksins að mínu mati og sigurinn raun aldrei í hættu, byrjunarliðið 24.3 ára gamalt.

  Svona hefur þróunin verið síðustu vikurnar:
  21. des 2014 – 10. sæti
  26. des 2014 – 9. sæti
  1. jan 2015 – 8. sæti
  1. feb 2015 – 7. sæti
  22. feb 2015 – 6. sæti
  1. mar 2015 – 5. sæti

  Ef svo heldur áfram sem horfir höldum við áfram upp brekkuna upp í þriðja eða annað sætið – en því miður er efsti hluti brekkunnar löðrandi í olíu

 20. Eitt atriði ótengt leiknum, veit einhver af hverju Wert Brom eru hættir að nota Wisdom? Er hann meiddur eða?

 21. Er ekki einhver snillingur hérna með link á leikinn í heild sinni? Ég missti af honum en þetta er eitthvað sem ég bara verð að sjá!

 22. Joe Allen á góðri leið með að troða sokkaskúffunni sinni upp í okkur öll.

 23. Að mínu mati væri það slæmur business að skipta á Coutinho fyrir Di María á sléttu.

 24. Þeir eiga ALLIR hrós skilið fyrir leikinn í dag , þvílík flott frammistaða hjá liðinu eftir erfiðan leik á fimmtudaginn.

  Maður er bara í skýjunum , og virkilega stlotur af þeim !!

 25. Mér finnst óraunhæft að bera saman stöðugleika Coutinho og Henderson, einfaldlega vegna þess að Coutinho spilar arkitekt stöðu framarlega á miðjunni og það er vitað mál að leikmenn í þeirri rullu eru gjarnan mjög upp og niður í leikjum, Henderson er meira í vinnslunni og jú hann er gríðarlega mikilvægur í því (kannski mikilvægasti leikmaðurinn okkar) en til hans er kannski ekki ætlast að hann hafi þetta sama magic touch, en frábær sigur og gefur miklar vonir!

 26. Hver er þessi Joe Allen? …maður nánast kannaðist ekki við gaurinn – þvílíkt öflugur. Flottur leikur, flottur sigur, flott lið….

 27. @24 Nikodemus

  Hann hefur ekki verið í byrjunarliðinu eftir að Pulis tók við. Hefur einungis setið á bekknum.

 28. Sæl og blessuð.

  Alltaf er nú lífið að koma manni á óvart. Nú spilar liðið án Sturridge í 75 mín., án Gerrards og án nokkurs sem ekki var á lista í haust þegar dróminn lá yfir liðinu.

  Jamm, þetta sýnir okkur hvað býr í þessum kjarna og auðvitað er þetta enn eitt dæmið um að við leysum engin vandamál með því að bæta við nýjum stjörnum eða að bíða í ofvæni eftir að stjörnur stigi upp úr meiðslum.

  Fyrir mér má Kafteinn Frábær kveðja með stæl og halda á vit nýrra ævintýra. Það er morgunljóst að liðið verður hvorki lappa né leiðtogalaust í fjarveru hans. Að sama skapi er upplagt að halda afram að þjálfa Sterling í potarahlutverkinu og auðvitað þá langdrægu sem sýndu listir sínar í dag, fremur en að binda allt sitt trúss hinum mistæka Sturridge sem hefði átt að skora í dag.

  Svo koma Texeira og sá belgíski í haust og þá fjölgar poturum.

 29. Til hamingju Liverpool fólk. Í fyrsta skipti í mörg ár sem ég get skrifað nafn Liverpool rétt og á sama tíma með góðri samvisku. Tel ljóst að framfarir hjá Brendan séu hafnar yfir gagnrýni. Sé einnig og tel að þrátt fyrir að Gerrard eigi sinn ágæta feril sem leikmaður liðsins, sé hann orðinn liðinu meiri dragbítur en hjálparhella. Einfaldlega orðinn einu skrefi og hægur fyrir samtímann. Aldrei fann ég eða sá söknuð samherja hans til hans í dag og ekki saknaði ég hans sem áhorfandi.

  Ef svo heldur fram sem horfir mun Liverpool verða alvöru andstæðingur á næstu leiktíð. Hafandi menn eins og Coutinho, Sterling og Lallalla í sókninni er eitt og sér styrkur sem hafinn er yfir gagnrýni. EN ! ef ég væri eigandi og eða stjóri liðsins myndi ég róa öllum árum að sölu á, 1. Mignolet, og 2. Markovich.

  Kveðja Spesfróður. Sá sem sér glitta í betri tíð hjá Liverpool.

  🙂

 30. Þetta var stórkostlegur sigur. Verð bara að segja það og sjá gleðina og hungrið í mönnum í leiknum og eftir leik. Greame Souness kom með goðan punkt i stúdíóinu eftir leik en hann talaði um unga og hungraðra leikmenn okkar vs. hinna ljósbláu. Sérstaklega miðju mannanna. BR er nefnilega með framtíðarsýn og það er að byggja upp lið sem getur unnið titla i mörg ár saman. Eg er hrikalega ánægður með vinnsluna i liðinu okkar, pressan var frábær og sigurviljinn skóp þennan RISAsigur.

 31. Algjörlega frábær leikur hjá okkar mönnum eftir bara tveggja daga hvíld frá leiknum í Istanbúl. Þetta var eiginlega ótrúlegt.

  Að mínu mati voru Allen, Lallana og Coutinho frábærir í dag – sérstaklega skemmtilegt fyrir þessa tvo fyrrnefndu, sem margir hafa viljað henda.

  Ég var svartsýnn fyrir þennan leik, en þetta lið veit hvernig það á að vinna leiki og það er ótrúlega gaman að fylgjast með.

 32. gsmsnlrikutinn á goal.com heldur áfram, Allen með 7 og Lovren 3, þessir brandarar þeirra verða bara findnari og findnari með tímanum.

 33. Frábær leikur, frábært upplegg, dásamleg barátta og yndisleg orka.

  Manchester City lenda yfirleitt á vegg á Anfield og það sama var heldur betur í gangi í dag.

  Var sérstaklega glaður að sjá bætingu liðsins sem kom út á völlinn í seinni hálfleik, áttum erfiðar síðustu tuttugu í fyrri en svo miklu betri í seinni. Frábært að sjá pressuna ofarlega frá 80.mínútu til lokaflauts, það þýðir einfaldlega ekkert að leggjast aftarlega gegn City en það þarf kjark til að þora að pressa.

  FRÁBÆRT að sjá Joe Allen, sem ég var vissulega búinn að afskrifa en naga þann ullarsokk glaður, strákurinn hefur heldur betur áttað sig á að hann væri að spila fyrir sinni framtíð í borg englanna og nú sést svo margt gott til hans að ég velti fyrir mér hvort við eigum ekki bara að spara það að finna einhverja SG-eftirmynd og bara eiga peninginn í aðrar stöður.

  En skemmtilegast er að sjá liðið spila skemmtilegan fótbolta og að þetta sóknarkerfi virki, segi enn og aftur að það finnst mér í dag orðið enn mikilvægara en áður, að liðið flæði í sóknarleik og sé óhrætt að takast á við öll verkefni á þann hátt.

  Er sammála þeim hér sem leggja fram samanburð rútíneraðs líkamsstyrksliðs sem er mulningsvél og gleðst yfir okkar liði.

  Onwards and upwards!

 34. Þetta lítur vel út hjá okkur núna og gríðar sterkt að vinna í dag. Ég reikna með að Arsenal nái í topp 4 og við með þeim. Ástæðan er þvílikt form sem við erum í og að Utd á býsna erfitt programm frammundan miðað við okkur. Held að Tottenham verði jafnvel fyrir ofan ManU i 5 sætinu.

  Liverpool

  Mar 4: Burnley H
  Mar 16: Swansea A
  Mar 22: Mancs H
  Apr 4: Arsenal A
  Apr 13: New Castle H
  Apr 18: Hull A
  Apr 25: West Brom A
  May 2: QPR H
  May 9: Chelsea A
  May 16: C Palace H
  May 24: Stoke A

  Mancs

  Mar 4: New Castle A
  Mar 15: Spurs H
  Mar 22: LFC A
  Apr 4: Villa H
  Apr 12: Man City H
  Apr 18: Chelsea A
  Apr 26: Everton A
  May 2: West Brom H
  May 9: C Palace A
  May 16: Arsenal H
  May 24: Hull A

 35. ó boy ó boy mikið rosalega er flott holning á liðinu! Van gaal gæti lært eitthvað af brendan, football 103 sko! við manu menn verðum að bíta á jaxlinn og gefa allt í þetta.

 36. Match of the day 2 að hefjast á BBC One eftir c.a 10 mín. Ætli þessi leikur verði ekki krufinn þar?

  Hægt að horfa á þetta ókeypis á filmon.com

 37. Frábær sigur.

  Þeir sem hafa talað illa um Joe Allen mega hugsa eftirfarandi aðeins.
  Af 4 central miðjumönnum í dag; Joe Allen, Jordan Henderson, Yaya Toure og Fernandinho, þá var Joe Allen LANG, LANG, LANG bestur!
  Hvað finnst ykkur um það?

 38. Frábær leikur og ævintýralegt að sjá hvernig allt liðið hefur tekið stakkaskiptum síðustu mánuði. En plís sleppum því að hamast í þeim stuðningsmönnum sem gagnrýndu Brendan og einstaka leikmenn fyrri part tímabilsins. Mikið af þeirri gagnrýni átti einfaldlega fullkomlega rétt á sér og hefur líklega haft sitt að segja í þessum viðsnúningi. “Vinur er sá er til vamms segir” og það er til marks um metnað að gera kröfur og láta menn heyra það þegar frammistaðan sæmir ekki klúbbi eins og okkar.

 39. #goal7 á twitter til að kjósa markið hans Coutinho gegn southampton mark febrúar á MOTD

 40. #45 hver einasti maður veit að joe allen er búinn að vera að performa ömurlega á þessu tímabili að undanskyldum 2 leikjum. Hann fær massíft respect fyrir að draga hausinn ur rassgatinu sínu og gera einhvað í sínum málum það er eins og þetta sé allt annar leikmaður og ég held að flestir séu mjög ánægðir með það 😉

 41. Hérna er smá yfirlit yfir aldur leikmanna í leiknum í dag.
  Liverpool: (meðalaldur 23,6 ár)
  26 – 20 – 22
  22 – 24 – 24 – 20
  21 – 30 – 25
  26
  Man City: (meðalaldur 28 ár)
  26 – 28
  29 – 31 – 29 – 27
  29 – 28 – 24 – 30
  27

  Frábært að sjá hvað þetta er ungt og efnilegt lið sem Brendan er að byggja upp. Spennandi tímar framundan og það verður gaman að sjá þetta lið þróast áfram.

 42. ….ég er enn að éta – held að ég sé að verða búin með sokkaskúfuna – bara óhreina tauið eftir – en mikið rosalega ér ég sáttur við það…. ….eins gott að maður ræður engu með þetta Liverpool lið enda þvílík hamskipti í gangi á liðinu.

 43. Skal játa það að átti ekki vona á liðinu svona svakalega fersku eftir erfiðan leik í Istanbul 60 klst áður. Ég hélt að City yrði orkumeira síðustu 20-30 mín en Liverpool liðið stjórnaði einfaldlega tempóinu frá upphafi til enda. Það var magnað að fylgjast liðinu í dag og liðið var líklegra að setja 3 markið en City að jafna.

  Ég horfði aðeins á Tottenham-Chelsea og Arsenal-Everton í dag og þar koma berlega í ljós að bæði liðin Tottenham og Everton höfðu einfaldlega ekki orku í að klára andstæðingana. Reyndar þakka ég fyrir að Liverpool réði ekki Martinez sem er á góðri leið með Everton í fallbaráttu í vor. Af hverju hvíldi maðurinn ekki lykilleikmenn á fimmtudaginn var eftir að unnið 1-4 fyrri leikinn í Sviss?

  Nú eru aðeins tvö stig í Man Utd. sem á erfitt leikjaprógram framundan. Southampton virðist eitthvað vera hiksta núna og Tottenham eru vonandi særðir eftir tap í dag í deildarbikarnum. Brotthvarfið úr Evrópudeildinni mun bara hjálpa Liverpool í baráttunni sem er framundan. Nú á liðið svipað marga leiki eftir af tímabilinu og helstu keppinautarnir og liðið mun fá langþráða 7 daga hvíld á milli leikja bráðum.

  Sigurinn gegn City eiginlega undirstrikaði styrk liðsins og ekki síst magnaðan karakter. Liðið hefur þroskast og þróast gríðarlega á síðustu þremur mánuðum. Í raun má segja að þróunin hafi orðið svo hröð að maður hreinlega sér ekki pláss fyrir Captain Fantastic lengur í þessu liði.

  Nú er það alltaf næsti leikur sem verður sá stærsti á tímabilinu. Sigur gegn Burnley gæti lyft liðinu í 4. sæti ef allt gengur upp. Burnley er hættulegur andstæðingur og munu líklega spila sambærilega taktík og þeir gerðu með góðum árangri gegn Chelsea. Það verður lykilatriði að vera á undan að skora í þeim leik og sýna þolinmæði. Þó staðan verði 0-0 á 85 mín, mega menn ekki örvænta.

 44. Stórkostleg frammista?a og frábær sigur li?sheildarinnar.Megum ekki vanmeta Burnley eftir þennan sigur. Hann núllast út ef vi? sækjum ekki öll stigin á mi?vikudaginn. YNWA!

 45. Skipstjórinn á Costa Concordia fékk 16 ára fangelsisdóm fyrir að yfirgefa sökkvandi skip.
  Af hverju gengur Alex Ferguson ennþá laus ?

 46. Afsakið frekjuna en mikið rosalega er þetta góður tími fyrir Podcast? 🙂

 47. Mánudagspæling:

  Mikið rosalega eigum við flott fótboltalið!

 48. Er einhver snillinn sem kemur hérna inn enn og veit hvar hægt er að horfa á “Full match” af leiknum???? Langar hrikalega til að horfa á allann leikinn 🙂

 49. #59: sé því miður það ekki gerast að CSKA London fari að missa flugið, a.m.k. ekki nægjanlega mikið. Ég held að 4. sætið sé vel raunhæfur möguleiki, 3. sætið alls ekkert ómögulegt, og það er smá möguleiki á 2. sætinu en fyrst og fremst ef City halda áfram að klúðra sínum málum. Þetta er þó að sjálfsögðu háð því að okkar menn haldi dampi og að meiðslin taki ekki of mikinn toll.

 50. Miðað við þá leiki sem eftir eru að þá tel ég næsta víst að “The Brodge” vilji setja stefnuna á þriðja sætið og sleppa þar af leiðandi við undankeppnina í Meistaradeildinni.
  Vel gerlegt að mínu mati.

  Já væri líka til í að sjá Gunnleif í Messunni í kveld

 51. Mikið er gaman að sjá Allen stinga sokkapörum upp í þá okkar sem höfðum nánast ekkert álit á getu hans…!

  :O)

 52. Smá pælingar varðandi framhaldið og meistaradeildar sæti.

  Eins og staðan er núna þá finnst mér fjórða sætið vera orðið hraustlega líklegur möguleiki. Kíkjum aðeins á það.

  Skoðum fyrst leikina sem Liverpool, Manjú og Arsenal eiga eftir (öll liðin eiga 11 leiki eftir).

  Liverpool:
  – meðal sæti andstæðings í deildinni: 10,2 sæti
  – meðal sæti í heimaleikjum: 12,4 sæti
  – meðal sæti í útileikjum: 8,3 sæti
  Erfiðustu leikir: Manjú (h), Arsenal (ú), Chelsea (ú), allir aðrir leikir við lið í 8 sæti og neðar

  Manjú:
  – meðal sæti andstæðings í deildinni: 9,3 sæti
  – meðal sæti í heimaleikjum: 8,8 sæti
  – meðal sæti í útileikjum: 9,7 sæti
  Erfiðustu leikir: Tottenham (h), Liverpool (ú), ManCity (h), Chelsea (ú), Arsenal (h). Þar að auki eiga þeir t.d. Everton og Newcastle úti.

  Arsenal:
  – meðal sæti andstæðings í deildinni: 10,6 sæti
  – meðal sæti í heimaleikjum: 8,7 sæti
  – meðal sæti í útileikjum: 13 sæti
  Erfiðustu leikir: Liverpoo (h), Chelsea (h), Manjú (ú). Allir aðrir leikir við lið í 8. sæti og neðar

  Ef við skoðum bara þetta og þá staðreynd að Manjú eru einungis 2 stigum á undan okkur að þá verður það að teljast kraftaverk ef United endar fyrir ofan okkur.

  Jinx…

  Kíkjum svo á gengi liðana frá áramótum og framreiknum það.

  Liverpool:
  – Leikir í jan/feb: 8
  – Meðaltal í jan/feb: 2,5 stig í leik
  – Framreiknað til loka tímabils: 28 stig
  – Lokastig: 76 stig

  Manjú:
  – Leikir í jan/feb: 8
  – Meðaltal í jan/feb: 1,75 stig í leik
  – Framreiknað til loka tímabils: 19 stig
  – Lokastig: 69 stig

  Arsenal:
  – Leikir í jan/feb: 8
  – Meðaltal í jan/feb: 2,25 stig í leik
  – Framreiknað til loka tímabils: 25 stig
  – Lokastig: 76 stig

  Lokatafla:
  Chelsea
  City
  Liverpool 76 stig
  Arsenal 76 stig
  Manjú 69 stig

  Meistaradeild á Anfield næsta vetur? JÁ MAR!

  Jinx…

 53. #50
  hvaðan hefurðu þessar heimildir?
  football 365 eru ekki sammála þér 🙂
  Brendan Rodgers’ side – which included the likes of Lazar Markovic (20 years old), Raheem Sterling (20), and Emre Can (21) – averaged just 24 years and 100 days but beat reigning champions Man City 2-1 to boost their top-four hopes.

 54. Jæja, þá er það vanalega linkasúpufærslan mín. Gærdagurinn var ekki beysinn hjá mér eftir að ég fagnaði fyrsta alvöru titli míns félags, Gróttu, mjög hraustlega með stelpunum í handboltaliðinu á laugardagskvöld. Lagðist á koddann um kl. 7 að morgni sunnudags og horfði því ekki á þennan leik fyrr en seint í gærkvöldi. Gerði tilraun til að ræsa kl. 12, en hafði ekki erindi sem erfiði. C’est la vie. 🙂

  Philippe Coutinho gegn City: https://www.youtube.com/watch?v=oYyt_ESMAB4
  Joe Allen gegn City: https://www.youtube.com/watch?v=c_wACyEmhwI
  Jordan Henderson gegn City: https://www.youtube.com/watch?v=6HDrr4lGXd8

  Fyrra rangstöðumarkið hans Adam Lallana: https://gfycat.com/SolidSorrowfulIcelandicsheepdog – þvílíkt og annað eins touch!

  MOTD: http://www.reddit.com/r/footballhighlights/comments/2xm605/bbc_match_of_the_day_2_round_27_01mar2015/

  Leikurinn í heild sinni: http://www.reddit.com/r/footballdownload/comments/2xk0av/request_liverpool_vs_man_city_1200_1st_march/

  Ég er alveg hrikalega sáttur við þessa frammistöðu. Ótrúlegt eftir 120 mínútna ævintýrið í Istanbul. Allen og Coutinho óviðjafnanlegir.

 55. @66
  Ég reiknaði bara með árum, ekki dögum. S.s. reiknaði ekki 23 ára og 100 daga gamall, heldur bara 23 ára. Gefur aðeins skekkju miðað við hitt en sýnir samt hversu miklu yngra Liverpool liðið var miðað við City 🙂

 56. Sælir félagar

  Ég er einn af þeim sem eru að japla á sokkunum þeirra Allen og Lovren núna. Áður hefi ég nagað sokkana hans Minjó, Markovits og ef til vill fleiri sem ég vil þá helst gleyma. Þrátt fyrir nöldrið í Spóanum hefi ég ekki ástæðu til að éta táfýlusokka BR enda vildi ég alltaf gefa honum séns amk. fram á vorið.

  Annað sem mig langar til að nöldra útaf varðar podkastið og er smávægilegt framsetningaratriði. Það er sem sagt spurningatækni KAR þess góða drengs. Hann er málefnalegur spyrjandi og hæfilega spozkur á stundum svo ekki kvarta ég undan því. Hitt er annað að hann spyr alveg svakalega lokaðra spurninga. Það er að segja að þeir sem svara eiga geta oft á tíðum ekki sagt í raun nema já eða nei nema þá að endurtaka helminginn af spurningu KAR. Þetta er mjög auðvelt að laga ef mönnum finnst ástæða til

  Annars er ég bara í þeim sjöunda eins og við allir. Mér finnst spurningin um Sir Alex hér nokkru ofar (gunnar #54) afar athygliverð.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 57. Sigkarl kemur inn á velþekkt fyrirbæri í fjölmiðla/blaðaheiminum, LEIÐANDI spurningar.

  Hjá þeim má komast með HáVaff-reglunni.

  Reyna að spyrja spurninga sem byrja á Hv: svo sem Hvað (finnst þér), Hver (er maður leiksins), Hvers vegna (gerir BR ekki þetta), Hvar (á Can að spila), hvað (á að vera næsta skref), osfrv. Þá losnar viðmælandinn úr já-eða-nei klemmunni.

 58. fyrgefiði mig en er þetta sokka tal ekki orðið svoldið þreytt held að það se kominn tími á skemmtilegra orðatiltæki ?

 59. Hvernig stendur á því að einn afkastamesti penni þessarar síðu, Babu hefur ekkert tjáð sig um leikinn?

 60. Flott framtak hjá þér Eyjólfur #69, ánægður með þig!
  En hvað segið þið kop-pennar, er ekki podcast á leiðinni?
  Ég hljóma kanski eins og ofdekraður, frekur krakki, en það er tæknilega séð ykkur að kenna. 🙂

Liðið gegn City

Hópferð Kop.is: 3 sæti laus!