Liðið gegn City

Liðið gegn City er komið.

Mignolet

Can – Skrtel – Lovren

Markovic – Allen – Henderson – Moreno

Lallana – Sterling – Coutinho

Bekkurinn: Ward, Toure, Lambert, Sturridge, Borini, Balotelli, Williams.

Jordon Ibe er ekki í leikmannahópnum í dag, það hlýtur að vera eitthvað vegna meiðsla. Sturridge sem spilaði lengi á fimmtudaginn gegn Besiktas er á bekknum – sem ég er ekki nógu ánægður með að hann skuli hafa “eytt honum” í Evrópudeildinni og hvílir hann í stórleik gegn City. Balotelli sem byrjaði gegn Besiktas er aftur farinn á bekkinn og úthvíldur Coutinho kemur aftur í byrjunarliðið, sem og Markovic og Henderson sem voru ekki heldur með gegn Besiktas.

Liverpool er án Glen Johnson, Jordon Ibe, Lucas, Gerrard og Sakho í dag og það gæti kannski munað um það en liðið lítur ekki alslæmt út og við ættum nú að eiga skiptingar á bekknum sem ættu að geta lífgað upp á sóknarleikinn með fjóra framherja á bekknum!

City stilla upp sterku liði í dag. Hart, Zabaleta, Mangala, Kompany, Kolarov, Fernandinho, Yaya Toure, Silva, Nasri, Dzeko, Aguero. Stórhættuleg sóknarlína hjá þeim en Mangala og Kompany hafa ekki verið sannfærandi í vörn City undanfarið og Kolarov kemur inn fyrir Clichy sem er í banni svo Liverpool á vel séns í að valda ursla í vörn City.

Sjáum hvað setur…

133 Comments

 1. Leikur á heimavelli. Enginn framherji í byrjunarliðinu, fjórir á bekknum. Sèrstakt.

 2. Alls ekkert ósáttur við að Sturridge byrjar ekki, finnst við hafa verið að spila betur með Sterling fremstan. Sturridge er ekki orðinn 100 ennþá

 3. Úff mer finnst anta fullmarga i okkar lið en vona að okkar menn mæti dyrvitlausir i leikinn og nai karaktersigri i dag. Spai þessu 2 -1 fyrir okkur þar sem sterling setur fyrra markið og sturridge tryggir okkur sigurinn seint i siðari halfleik.

 4. Þetta verður erfitt. Ég er allavega undirbúinn undir vonbrigði í dag enda vantar marga menn í okkar lið og þreyta í mannskapnum. En ég hef fulla trú á þessari baráttu, það vinnst ekkert eða tapast í þessum eina leik. Áfram Liverpool!

 5. sterling er frammi þá er framherji i liðinu tókum sothampton 2-0 á útivelli a þessu liði þurfum að þétta miðjuna með lallana komaaa svooo spái 3-1

 6. Góðan daginn

  Hef góða tilfinningu fyrir þessum leik við vinnum hann 3-1 Can-Sterling-Balo með mörkin

 7. Þetta er of stór biti fyrir Liverpool, mín spá er 0-3 fyrir City því miður, liðið hefur ekki orku í þennan leik.

 8. ja herna hér verð að taka undir áhyggjur hjá sumum mjög spes bekkur en jæja koma svo taka þetta !!!

 9. Ég hef verulegar áhyggjur af þessu, ég verð að segja það.

 10. Það er náttúrulega stórfurðulegt að vera með fjóra sentera á bekknum. En egó, er Sterling ekki orðinn senter? Liðið var mun betra gegn Southampton með “engan” senter í byrjunarliði heldur en gegn Besiktas með tvo sentera í byrjunarliði. Sturridge er ekki orðinn betri en Sterling þarna uppi, það er bara svo einfalt. Hann þarf meiri tíma til að koma sér í form. Eftir 5 mánaða fjarveru tekur það allavega góðan mánuð að koma sér í gang. Þeir sem tala um leti og attitjúd hjá Sturridge hafa einfaldlega rangt fyrir sér. Hann er ennþá að koma sér í gang.

  Að því sögðu þá held ég að jafntefli sé alltaf í spilunum í dag…

 11. Breiddin að klikka inn,,,, þreyta ætti ekki að há liðinu,,,, gæðin eru þarna,,,, Allen og Henderson þurfa að eiga góðan leik í 90 mínútur erum varla með menn til að skipta við þá í dag vegna meiðsla,,,

 12. Verð að halda með Liverpool í þessum leik. Sérstaklega þar sem það kæmi okkur Chelsea mönnum afar vel til að tryggja sigurinn í deildinni sem fyrst. Vona að heimavöllurinn geri gæfumunin gegn sterkara liði á pappírunum. En eins og einn góður maður og stjóri sagði, ,,pappírar vinna ekki leiki”. Gangi ykkur vel ……….. í dag. 🙂

 13. Þetta er fróðleg bjóst við að annaðhvort Balo eða Sturridge á topp.

  Held að sóknin sé samt ekki aðalmálið í þessum leik, þetta stendur og fellur með miðjunni er hræddur um að við gætum orðið undir þar enda Toure, Fernandinho og Silva frábærir leikmenn nokkuð ljóst að Hendo og Co verða að eiga topp leik.

  Er bjartsýnn og spái okkur 2-1 heimavöllurinn gerir gæfumuninn.

 14. tilvalið að hirða stig af city sem stal af okkur titlinum i fyrra

 15. Furðulegur bekkur.

  En þetta á að vera hægt.

  Lykillinn að sigri er að sóknarmenn okkar nýti þau færi sem falla þeim í skaut.

  Áfram Liverpool!

 16. http://blabseal.de/foot/

  Eins og ég hef áður sagt er þetta frábær linkur með mikil gæði og lítið hökt og enska lýsendur.
  Að vísu hef ég sem og aðrir lent í vandræðum með password og eitthvað svona, en þó er mín reynsla sú að best er að fara snemma inná linkinn (allavega 10-15 mín fyrir leik) og þá, (allavega í mínu tilviki) virkar allt eins og það á að virka. Sennilega virðist einfaldlega ekki vera ótakmarkaður aðgangur á þennan link.

  Djö, þarna skaut ég mig í fótinn, en vonandi njótiði góðs af og takið ekki plássið frá mér 😀

  Þessi er svo til vara hjá mér, http://www.drakulastream.eu/football-live-streaming-video.html

 17. Kæmi mér ekki á óvart ef að Man City myndi pressa hátt og spila á háau tempói þar sem Liverpool liðið á kláralega töluvert í land í recovery eftir ferðalagið til Tyrklands.

  Er ansi hræddur við síðustu 30 mín. leiksins. Þetta verður eflaust allt í járnum þangað til en ég óttast að City klári þetta þá, einfaldlega vegna þess að þá fer stíft leikjaálag síðustu vikna að tikka inn.

 18. Hvar er breiddin? Nú gætum goldið fyrir að hafa ekki keypt alvöru senter.

 19. Hef?i vilja? sjá Can á mi?junni, me? Kolo í vörninni en kannski væri þa? of mikil breyting á öftustu línu þar sem Sakho er meiddur.

  En vonandi fáum vi? gó? úrslit þó ég sé heldur svartsýnn.. spái 2-2 sem væru samt ekkert slæm úrslit, Balo me? eitt og ALLEN ætlar a? skora líka!

 20. Sæl öll,

  Ég er ekki bjartsýnn fyrir þennan leik og held að við töpum honum. Allen er ekki nóg og góður fyrir Liverpool og við komum til með að tapa baráttunni á miðjunni.

 21. Rodgers segir í viðtali fyrir leik að Ibe eigi við ökklameiðsli að stríða. Vill fara varlega með Sturridge. Segir ekkert um Balo…….

 22. Sturridge hefur reyndar alltaf staðið sig betur þegar hann kemur inn af bekknum, sbr. fyrsta leikinn núna eftir meiðsl, sem og leikinn í janúar í fyrra á móti Stoke þegar hann var að leika sér að því að halda boltanum á lofti í markteignum áður en hann skoraði. Vonum bara að hann haldi því áfram.

 23. Henderson whoooooooooooooooooooooooo?

  Sterling kominn í sína stöðu…upp á topp.

 24. Það var nú eitthvað Suarez-esque við þetta hjá Henderson. Bæði hreyfingin til hægri, og svo snúningurinn á boltanum.

 25. Glææææsilegt mark hjá Hendo!

  Koma svo bæta við!!! City er alltaf að fara að skora i þessum leik.

 26. Já sæll… þetta var bara Gerrard klassi á þessu marki hjá Henderson.

 27. Coutinho verid frábær tad sem af er leik. Mikill kraftur í bádum lidum. City líta tví midur mjög vel út sóknarlega, tetta verdur tví mjög erfidur leikur fyrir varnarmenn okkar. City virka hins vegar óöruggir varnarlega og tví munum vid eflaust fá fullt af færum. Tetta verdur án efa skemmtilegur leikur tveggja skemmtilegustu lidanna í EPL.

 28. Vona að Rodgers sé ánægður með staðsetninguna hjá Lovren í markinu! Maðurinn kann ekki fótbolta.

 29. Sammála Lovren er algjör dragbítur..gefur á Mignolet eða í innkast. En wtf við erum Liverpool og tökum þetta!

 30. Öllu má nú klína á Lovren. Það er margt sem klikkar í þessu marki. T.d. er svæði 14 er coverað. Þeir fá að trítla með boltan fyrir framan varnarlínuna. Þarna klikkar varnarleikur miðjumannanna illilega. Þeir eru of flatir. Can hikar og sleppir Dzeko lausum í kjölfar þess að Skrtel fer á móti óáreittum Aguero. Fyrir mér var það varnarleikur miðjunnar sem klikkaði í þessu marki. Vörnin fékk einfaldlega ekkert cover.

 31. Fáránlega flott byrjun hjá Liverpool. Coutinho stórbrotinn, Sterling fljótur og sterkur, Allen á góðu skriði … en vörnin er veikari með Lovren, því er nú ver og miður.

 32. Lallana má alveg fara að vinna í líkamlegum styrk. Það er eins og hann sé gerður úr brauði.

 33. Sterling verður að sleppa þessum aukasnertingum þegar hann er einn á móti markinu!

 34. Lovren á eftir að finna formið, hann þarf bara nokkra leiki til að komast í gang. Menn voru nú ekki sáttir við Sakho fyrir ekki svo mörgum vikum.
  Ánægður með hvað Coutinho, Lallana og Sterling virðast allir mjög sprækir í sókninni. Þetta er mun jafnari leikur en ég bjóst við.

 35. Grídarlega vel dæmdur fyrri hálfleikur hjá Clattenburg, leyfir leiknum ad fljóta vel og er ekki ad dæma í hvert einasta skipti sem leikmenn fara í grasid

 36. Sterling er þvi miður alveg skelfilegur i að nýta þau færi sem hann fær. Vægast sagt.

 37. Þetta er búið að vera hörku 45 mínútur, ég spáði fyrir leik 0-3 fyrir City sem á klárlega eftir að vera rangt, nú kemur í ljós í síðari hversu áhrif leikurinn á fimmtudaginn hefur og þar eiga úrslitin eftir að ráðast.

 38. Marki? er aldrei Lovren a? kenna, eru menn svona hrikalega tregir? Þa? er Skrtel sem á a? vera me? Dzeko en ve?ur út úr stö?u og opnar svæ?i? fyrir aftan sig.

 39. #48 Mikið rosalega er ég sammála, alveg óþolandi þegar menn meiga einfaldlega ekki snerta andstæðinginn og þá er dæmt, enda eru sumir leikir ekkert annað en hik og aftur hik.

 40. Okkar menn verið flottir á köflum og nú er bara að bæta í og hirða öll stigin og ekkert kjaftæði.

 41. Skemmtilegur leikur eins og við var að búast. Falleg mörk og allt getur gerst.

  Fer hvað mest í taugarnar á mér hversu getulausir við erum upp við mark andstæðingana eftir að hafa spilað gríðarlega vil og koma okkur í ágætis færi. Menn eru yfirleitt að taka rangar ákvarðanir þar. Sjáið muninn á leikmönnum City upp við markið, þar eru menn ekkert að hika. En þetta kemur vonandi, æðislegt mark hjá Hendo og svo vill maður sjá Sturridge spila og vonandi spilar hann þá fyrir liðið.

  YNWA

 42. FLottur leikur. Mun frískari en maður gat leyft sér að vona eftir Tyrkjaránið á fimmtudaginn. Coutinho frábær, Lallana, Sterling, Henderson, Moreno, Allen sprækir, góður taktur og hraði í sendingum. Kemur mér á óvart hvað við vinnum mikið af boltum á góðum svæðum á miðjunni og hvað við finnum mikið pláss milli varnar og miðju hjá City. Megi það halda áfram sem lengst. En auðvitað vantar okkur slúttara. Aguero í okkar liði væri sannarlega vel þeginn.

  Maður óttast auðvitað að það dragi af okkar mönnum eftir því sem líður á leikinn en…það er seigla í þessum strákum og aldrei að vita nema við stelum þessu eins og á móti Tottenham og City sjálfum í fyrra.

 43. Sóknin spræk, miðjan flott þótt lítið sé að gerast hjá Marko hægra megin. Vörnin og Mignolet shaky. Man. City eru að spila allt of framarlega finnst mér…eigum að geta tekið þá.

 44. Vil nú meina að Henderson hafi átt að vera betur staðsettur fyrir þetta mark hjá City. Enginn að covera Lovren og Skrtel sem gáfu frá sér stórt bil. Í því tilviki á miðjan að aðstoða

 45. Dísus, gat nú verið að einhver færi að klína þessu marki á Lovren. Að mínu viti var þetta einfaldlega frábærlega spilað hjá MC. Auðvitað mátti sjálfsagt gera betur en að fara kenna einhverjum einum um þetta mark er i besta falli kjánalegt.

 46. Lovren á enga sök. Ef einhver þarf að bera sök að þá er það Skrtel sem sprettar út úr stöðunni sinni sem aftur skapar rými fyrir Dzeko.

 47. Í síðari hálfleik munu þreytumerkin gera vart við sig. Sturridge kemur inn á 65. og spriklar eins og óður það sem eftir lifir leiks. Can hefur lítið sést í leiknum, en það er ekki endilega slæmt. Ótrúleg færi sem við höfum fengið í leiknum. Þarf að slútta þessu!

 48. Það var Skrtel sem hljóp út úr svæði. Þetta var ekki Lovren að kenna. Svo var Henderson ekki að loka svæðinu sem Aqero fékk boltann og bjó til þetta mark sem endaði með því að Skrtel hljóp úr svæði með þeim afleiðingum að það opnaðist fyrir Dzeco.

  Lovren er búinn að vera fínn í þessum leik. Reyndar dálítið stressaður á boltann stundum en það sem kemur á móti er að hann er þó ekki að missa boltann á hættusvæði. Frekar þreytandi að hlusta á allt þetta nekatífa prump sem enginn fótur er fyrir.

  Þetta er sama og var gert með Balotelli. Maðurinn fyrir aftan hans svæði skoraði gegn Chelsea og þar sem hann var ekki á hans svæði þá var honum kennt um það af misgáfuðum aðhangendum okkar. Sem var ekki rétt. Þessi maður var á svæðinu sem Gerrard átti að taka.

  Stóra varnarhættan eru Overlapspil frá bakvörðum okkar og þessar sendingatilraunir á bak við miðverðina. Þar hefur mesta hættan skapast hjá City í þessum leik.

 49. Sama hvernig gengur þá eru einhverjir alltaf tilbúnir til að hengja einhverja….og núna er það Lovren. Bara búin að eiga ágætan leik að mínu mati og ef menn ætla að skrifa markið á hann þá slær nú einhverju saman í kollinum á ykkur. Bæði mörkin í leiknum hafa verið glæsileg og spilið hjá City þegar þeir skora var bara snilld. Nú þurfum við bara að keyra aðeins betur á vörnina hjá þeim, þar er veikleikinn og þá kemur þetta allt 🙂
  YNWA

 50. hahahaha það er alltof fyndið hvað það er slltaf tekinn 1 leikmaður og lagður i einelti ef það er ekki lucas þa er það allen og svo kom betra fórnarlamb en allen fyrir ykkur til að níðast á hann heitir lovren afhverju að láta persónulegu málin ykksr bitna á lovren greyinu ?

 51. Ef menn horfa á þetta aftur þá sjá þeir að Lovren var að passa Silva sem var að koma hlaupandi. Svo þegar Dzeko hleypur innfyrir reynir Lovren að gera eitthvað í því en það er of seint. Aldrei Lovren að kenna

 52. Úff hvað Sterling er ekki “born striker”! Flottur í að skapa og búa til en vantar “slúttið”. Láttu mig éta þetta í seinni hálfleik Sterling!

 53. Koma svo verðum að nýta færinn í seinni, klárum þetta h***** og tökum 3 stig 🙂

 54. Can var að dekka Dzeko og fylgdi honum ekki. Sýndist hann líka geta stigið út. Skrtel gerði það eina sem hann gat gert, að gera árás á boltann. Í aðdragandanum náðu Allen og Henderson ekki að loka á svæðið fyrir Aguero. Í grunninn var vörnin öll spiluð sundur og saman og að þessu sinni voru þrír fyrrum úthrópaðir leikmenn sem áttu alls enga sök: Allen (elti en náði ekki), Lovren og Mignolet.

  Þetta var mjög vel gert hjá City og það þarf ekkert alltaf að kenna einhverjum um öll mörk sem eru skoruð.

 55. Tó ég sé ad mestu leyti mjög sáttur vid fyrri hálfleik, væri ég til í ad sjá breytingu fljótlega. Sterling á hægri vænginn, Marko útaf og Sturridge inn á

 56. Lesið nr 61-62-63-64 mikill sannleikur þar. Súper Marió leysir kannski Lovren sambandi vid einelti. Nú má skipta og setja Sterling á kantinn. Strax ekki bíða

 57. Byrjum þetta mjög vel en náum ekki að skora.

  Væri ekki týpískt ef City laumar einu…….

  Stressið að fara með mann hérna….

 58. Nú kvíðir mig vegna þess að James Milner nokkur er að koma inn á. Hann gjörbreytti leiknum í fyrra á móti okkur og var meginsteinn þess að þeir náðu að jafna

 59. Sammála þulinum mínum þarna. Við erum að dómínera og City eru daufir, en við verðum að notfæra okkur það með því að skora mark. Flottur leikur, en vantar herslumuninn. j

  Coutinho er algerlega í heimsklassa. Eins og hann hafi augu allan hringinn.

  Svo líst mér ekki alveg á að fá Milner inn, manni finnst hann ekkert spes en hann er duglegur andskoti og getur límt þessar stjörnur saman.

 60. Sturridge inn fyrir Markovic, Sterling út á kant!
  Hversu lengi á að bíða með þetta??!?

 61. M.v. gædi mótherjanna finnst mér eiginlega allir nema kannski Marko hafa átt gódan dag. Varnarlega hefur lidid spilad tad vel ad City hefur lítid nád ad ógna markinu. Allen og Henderson verid flottir á midjunni og Coutinho, Lallana og Sterling skapad mikla hættu fram á vid. Hvernig sem leikurinn endar var hann flott uppsettur hjá Rodgers og vel spiladur hjá LFC á móti einu af tveimur bestu lidum deildarinnar.

 62. Þó við séum að dóminera þá hef ég frekar á tilfinningunni að city skori en við. Miklu meiri gæði hja þeim frammi.

 63. Það vantar meiri kraft og dug í Markovic hann klappar boltanum alltof mikið og hægir á leik liðsins, er alveg viljugur að hlaupa í eyður það er einsog hann hafi enga trú á því sem hann er að gera þegar hann fær pressu á sig frá andstæðingi.

 64. Þvílíkt FOOOOKKKING mark!!

  Heimsklassi my ass. Hann er miklu betri en það!!!

 65. aaaaaaaaaaaaaaaahahahahahahahahahahahaaaaaaaaaaaaaahúúúúúuhúúúúúúúúu CCCCCCCOOOOOUUUUUUTTTTTTTTIIIIIIIIIIIIIIIIIINNHHOOOOOOOOOOOOOOO

 66. Sturri inn fyrir marko, lallana á kanntinn og sterling í holuna ef ég sá rétt

 67. City hefðu kannski bara átt að setja mann á þessa stöng og hafa hann þar allan leikinn?

 68. Coutinho!!! Verid gjörsamlega frábær í leiknum. Nú má Sturridge klára tennan leik

 69. Menn eru búnir að vera á skotæfingum, svo mikið er víst! Jesús minn kristur, ég man þegar allir voru að tala um að ef Coutinho myndi ná tökum á skotunum sínum væri þetta alhliða leikmaður. DJöfull er núna gaman að sjá hann taka bombur!

 70. Hver er þessi Joe Allen? Vissi ekki að við hefðum keypt 40milljón punda DM í janúarglugganum. Þvílíkur stjörnuleikur hjá manninum. Til þessa í leiknum klárlega maður leiksins.

 71. Jæja….nú kemur áhlaupið frá City. Þá er eins gott að standa í lappirnar og nýta eina af þessum þremur skyndisóknum sem við eigum eftir að fá og drepa þennan leik.

 72. Þvilíkur leikmaður, þvílikt mark.
  Eigum þetta skilið eru búnir að eiga það sem af er seinni hálfleik.

 73. King kolo að koma inn fyrir moreno, ætli can hendi sér ekki á miðjuna og hendo út á kant eða álíka

 74. Stórkostlegt mark hjá Coutinho!!!

  En nú reynir á… City eru stórhættulegir sóknarlega og með það mikil gæði að þeir þurfa bara eitt færi.

  Koma svo halda þetta út og helst að bæta við!!!

 75. KOMA SVO! Halda út, við eigum þessi 3 stig svo sannarlega skilið. Erum búnir að vera töluvert betri í dag.

 76. City lúkka út fyrir að vera gjörsamlega sprungnir, mætti halda að þeir hafi spilað 120 mín á fimmtudaginn

 77. Verðum að geta gert út um leiki. Sturridge þarf að klára svona færi

 78. Við erum bara algjörlega að dómínera þetta City lið. Þeir eru bara þungir og þreyttir. En mikið hefði mér liðið betur ef Sturridge hefði klárað þetta færi! City getur refsað hvenær sem er.

 79. Ég vil engan uppbótartíma og góður dómari leiksins á að flauta leikinn af á 90. mínútu!!

 80. Nú má fara snúa þessu við. Við eigum ekki eftir að mæta stóru liðnum. Það eru stóru liðin sem eiga eftir að mæta okkur.

  ÆÐISLEGT. Við vorum að vinna MAN FUCKING CITY.

 81. Sæl öll,

  Frábær sigur og Joe Allen að eiga sinn besta leik fyrir Liverpool.

 82. Þvílíka djöfullsins snilldin að vera líka orðnir hætturlegir fyrir utan teiginn, ekki bara upp við marklínuna 😀

 83. Frábær sigur, frábær mörk. Stórkostlegur karakter í okkar mönnum. Það kom ekkert áhlaup og fyllilega verðskulduð 3 stig!!!

 84. Nú panta ég 11 marka sigur hjá Everton á eftir, og þá eru okkar menn komnir í 4. sætið.

 85. Næst á dagskrá, Everton að taka Arsenal, þá er bara markatalan ein á milli 4. og 5. sætis.

 86. Joe Allen hefur farið fram úr rúminu í morgun, litið í spegil og sagt við sjálfan sig: „Ég ætla bara að vera ógeðslega góður í dag.“ Ekkert að flækja þetta.

 87. Sælir félagar

  Allen og Loveren algerlega búnir að reka af sér slíðruorðið. Allt liðið frá bært og nú er gaman .

  Það er nú þannig.

  YNWA

 88. Sæl og blessuð.

  Söguleg rimma. Vaðið á móti straumnum, arkað upp brattann, hlaupið með vindinn í fangið, en þvert á allar úrtöluspár þá sýndi liðið engin þreytumerki.

  Er orðlaus yfir þessum leik. Sturridge fékk svo nokkur silkifín færi í lokin og þetta hefði getað orðið stærra. Sentimetrar skildu á milli þess að Lallana væri réttstæður. Sigurinn góður og sanngjarn á móti þessu firnasterka liði.

  Gaman hvernig menn eru að rísa upp. Núna er Allen kominn í hópinn, hinn velski Xavi. Já, svei mér þá. Lovren óx er á leikinn leið. Átti bara þrjár góðar sendingar í seinni hálfleik en hann var greinilega mjög strekktur. Ótrúlegt hvað hefur gerst með liðið sem ekki keypti nokkurn nýjan leikmann í janúar en leikur af allt öðrum gæðum en það gerði í haust.

 89. Til hamingju Liverpool fólk. Í fyrsta skipti í mörg ár sem ég get skrifað nafn Liverpool rétt og á sama tíma með góðri samvisku. Tel ljóst að framfarir hjá Brendan séu hafnar yfir gagnrýni. Sé einnig og tel að þrátt fyrir að Gerrard eigi sinn ágæta feril sem leikmaður liðsins, sé hann orðinn liðinu meiri dragbítur en hjálparhella. Einfaldlega orðinn einu skrefi og hægur fyrir samtímann. Aldrei fann ég eða sá söknuð samherja hans til hans í dag og ekki saknaði ég hans sem áhorfandi.

  Ef svo heldur fram sem horfir mun Liverpool verða alvöru andstæðingur á næstu leiktíð. Hafandi menn eins og Coutinho, Sterling og Lallalla í sókninni er eitt og sér styrkur sem hafinn er yfir gagnrýni. EN ! ef ég væri eigandi og eða stjóri liðsins myndi ég róa öllum árum að sölu á, 1. Mignolet, og 2. Markovich.

  Kveðja Spesfróður. Sá sem sér glitta í betri tíð hjá Liverpool.

 90. Lallana, Couthino, Allen, Henderson, Skrtel og Lovren fá 10 hjá mér í dag.

 91. Mér fannst Markovic bara mjög flottur í dag, varðist og pressaði vel. Var svo góður að skila boltanum.

  Verðum að hafa það í huga að maðurinn er náttúrulega aldrei varnarmaður.

 92. Ef einhver veit um mörkin úr leiknum eða highligts þá yrði ég rosalega glaður. Átti ekki möguleika á að sjá leikinn

  Er eiginlega í rusli yfir því

  YNWA

 93. Ohh…missti af leiknum. Var ekki einhver góður maður hér með linka þar sem maður gat séð leikina eftirá? er að vísu með lfctv áskrift og get því séð leikinn eftir miðnætti …en get ekki beðið!

 94. Sennilega einhver sem er ennþá að skemmta sér á barnum.
  Verði honum að góðu, á það skilið 🙂

 95. Þetta var eitthvað sem ég gat ekki látið mig dreyma um fyrir leik vegna þess hversu stutt var síðan við spiluðum síðast.
  Frábær sigur sem gefur okkur orku fyrir komandi leiki.

 96. Veit einhver hvar ég get séð leikinn í heild sinni.
  En til lukku annars með frábær úrslit. 😀

Man City á sunnudag

Liverpool 2-1 Man City