Tilkynning: Nýr heimavöllur stuðningsmanna á Akureyri

Kop.is hefur borist tilkynning sem við birtum hér með glöðu geði:

Heimavöllur stuðningsmanna Liverpool á Akureyri!

Eins og flestir Liverpool-stuðningsmenn á Akureyri vita þá höfum við verið án heimavallar í dálítinn tíma. Nokkrir okkar hafa verið að skoða þá möguleika sem eru í boði hér í bæ og höfum við komist að niðurstöðu.

BRYGGJAN, Strandgötu 49, verður okkar heimavöllur út þetta tímabil.

Við komum til með að hafa tjald og skjávarpa bæði í sal að austan og eins í salnum á 2. hæð. Á BRYGGJUNNI er boðið upp á frábærar veitingar og mjög góða þjónustu en þess má geta að BRYGGJAN verður með tilboð á mat og drykk fyrir okkur á meðan leikir fara fram. Leikurinn á móti Man City verður vígsluleikur okkar þarna og það er um að gera að fjölmenna og styðja okkar menn til sigurs á sunnudaginn kl. 12:00!

Sjáumst á BRYGGJUNNI á sunnudag. Come on you REDS!

Þar hafiði það, norðlendingar. Bryggjan sér um ykkur.

3 Comments

Hver vill taka ábyrgð? Vinsamlegast réttið upp hönd!

Man City á sunnudag