Besiktas 1 – Liverpool 0 (Besiktas áfram eftir vítakeppni)

Jæja, þá er hræðilegu Evrópuævintýri okkar manna þetta tímabili lokði. Því lauk á sama stað og við unnum Meistaradeildina á fyrir nærri því 10 árum.

Brendan hvíldi meðal annars Hendo og Coutinho og færði Can á miðjuna.

Mignolet

Toure – Skrtel – Lovren

Ibe – Allen – Can – Moreno

Sterling – Balotelli – Sturridge

Fyrri hálfleikurinn var fínn hjá okkar mönnum. Við vorum meira með boltann og sköpuðum öll hættulegu færin þrátt fyrir að það væri Besiktast sem þurfti að skora. Þeir voru aldrei nálægt því að ógna markinu að neinu ráði.

Í nokkur skipti áttu okkar menn að skora og gera hreinlega útum leikinn og sá sem fór einna verst með færin var Daniel Sturridge.

Í seinni hálfleik byrjuðu Besiktas að ógna meira og meira, án þess að skapa sér nein frábær færi – flest skotin komu langt fyrir utan teiginn. En þó fór það svo að Besiktas menn skoruðu markið sem þeir þurftu á 72.mínútu. Hröð sókn upp vinstri kantinn skilaði sér í sendingu á Demba Ba, sem óvart sendi boltann áfram á Tolgay Arslan, sem að skoraði með flottu skoti, óverajandi fyrir Mignolet.

Manquilo (fyrir Ibe), Lallana (fyrir Balotelli) og Lambert (fyrir Sturridge) komu inná, en það gerðist lítið það sem eftir lifði af leik og í framlengingunni fyrir utan það að Demba Ba átti skot í þverslá.

Í vítakeppninni skoruðu Lambert, Lallana, Allen og Can úr sínum vítum og Besiktas skoruðu úr öllum sínum 5 vítum áður en Dejan Lovren brenndi af í síðasta víti Liverpool manna.


Maður leiksins: Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um þennan leik. Mestallan leikinn var Liverpool ekki að spila sérstaklega vel, en þó nógu vel til að klára þessa viðureign. En eftir því sem liðið bakkaði meira þá jókst hættan og að lokum kom markið sem sendi leikinn í vítakeppni og þá ræðst viðureignin á einstaka mistökum.

Ég hafði líka blendnar tilfinningar varðandi þessa viðureign. Miðað við hversu mikið meiðslin hrannast upp hjá Liverpool, þá er alveg ljóst að liðið er ekki að fara að gera almennilega atlögu að Evrópudeildinni, FA Cup OG top-4 sæti í deidlinni – til þess er hópurinn ekki nógu breiður. Partur af mér vildi sjá gloríu í Evrópu, en annar partur er hálf feginn að leikjáálagið verður núna aðeins viðráðanlegra. Það hefði verið erfitt að berjast við Man U, Tottenham og Southampton, sem eiga enga Evrópuleiki eftir og Arsenal, sem á líklega bara einn eftir.

En það er hins vegar ekki hægt að horfa fram hjá því að þetta tímabil í Evrópu hefur verið algjör katastrófa. Hræðilegur riðill í Meistaradeildinni og svo að detta út með svona aulaskap gegn Besiktas. Það er ekki nógu gott. Vonandi hafa Brendan og strákarnir lært eitthvað af þessu og vonandi klára menn núna verkefnið í deildinni svo að við fáum annað tækifæri í Meistaradeildinni næsta haust.

Núna þarf svo bara að pakka mönnum inní plast, uppí flugvél, heim til Liverpool, inní súrefnisklefa með næringu í æð svo að menn hafi orku til þess að takast á við Manchester City á sunnudaginn.

81 Comments

  1. Jæja, þá er það deildin og FA bikarinn sem við þurfum að klára!

  2. Kannski auðvelt að kenna Lovren um, en þetta átti alltaf að klárast í venjulegum leiktíma.

  3. Mér er flökurt, hefði frekar viljað tapa 10 – 0 í venjulegum leiktíma.

    Alger hörmung frá a til ö.

  4. Maður veit ekki hvort maður á að finna til með Lovren eða þola hann ekki. Hann getur ekkert!!!

  5. Auðvelt að kenna Lovren um, en djöfull voru Sturridge, Balo og Sterling lélegir í kvöld.

  6. Besiktas átti þetta skilið. BR og þetta Liverpool lið eru hreinlega ömurlegir í evrópukeppnum.

  7. Getum við ekki fengið BENITEZ til að stjórna í Evrópuleikjum hjá LIVERPOOL FC. Að láta Lovren taka víti á undan Sterling skil ég bara ekki, annars áttum við ekkert skilið út úr þessum leik. Nú þarf að ná 4 sætinu í deild.

  8. Frábærar 20 mills sem fóru í varnarmann sem getur ekki varist og greinilega ekki tekið víti heldur.

  9. Liðið ekki orðið nógu gott til að fara taka eitthvað treble…goodbye Europa League, nú er það bara að taka United í baráttunni um 4.sætið

  10. Lövren og allt það. Skrifast 100% á BR að láta hann taka fimmtu spyrnu.

  11. Og hverjum datt í hug að láta Deja Lovren af öllum mönnum taka 5. spyrnuna haha

  12. Eins og ég sagði hér í fyrri þræðinum þá náði ég ekki að fylgjast með öllum leiknum en náði þó að horfa alveg frá 70 mín og til loka og Liverpool áttu bara ekkert skilið fannst enginn leikmaður vera að spila vel fyrir utan kannski Skrtel. Menn áttu erfitt með einfaldar sendingar fram á við. Besiktas voru bara mikklu betri og voru það í raun líka í fyrri leiknum. En þá geta þeir glaðst sem er svo illa við þessa keppni. En það hefði verið betra að tapa þessu í venjulegum leiktíma í staðinn fyrir að fara í framlenginu og síðan er stór leikur á móti City á sunnudag.

  13. Það er rannsóknarefni af hverju Lovren velst til að taka þetta víti, miðað við spilamennsku og sjálfstraust undanfarið hefði Mignolet verið vænlegri kostur

  14. Sterling, Sturridge og Rodgers mega skammast sín. Sturridge virtist koma inn í þennan leik til þess að skokka og láta aðra um að hlaupa og taka hlaup inn fyrir. Fyrir utan þessa ótrúlegu eigingirni sem einkenndi hann í fyrri hálfleik og glitti þar í chelsea Sturridge.

    Rodgers fær stóra falleinkunn fyrir frammistöðu, upplegg og dagsskipun hans í Evrópu á þessu tímabili.

    Björtu punktarnir eru þeir að Allen var flottur sem og Can og Balotelli var lang skástur af þessum 3 frammi og átti aldrei að fara á undan Sturridge útaf.
    Óþolandi að falla svona út en getum allaveganna einbeitt okkur á deildina og FA cup núna.

  15. Okkar menn attu finan fyrri halfleik og aular að skora ekki þar en gátum svo ekkert i seinni halfleik og framlenginu.

    Nuna er bara að hætta að væla og bua til afsakanir fyrir sunnudag eins og td Rodgers er byrjaður að gera, drullast heim til Liverpool og vinna a sunnudag og halda afram þessu goða gengi i deildinni og na 3 eda 4 sætinu i vor

  16. Förum nú ekki að kenna greyið Lovren um, hann tók þó víti! Maður fyrir það. Við vorum bara arfaslakir í þessum leik og áttum ekki skilið að komast áfram! Græt það ekkert (þótt að sigur gefi sæti í meistaradeildina) þá hefði verið langt í það og mér sýnist liðið vera orðið MJÖG þreytt. Drullumst bara í meistaradeildina með því að ná efstu 4!

  17. Glatað! en aldrei hægt að kenna Lovren um… liðið náði aldrei taktinum og voru hreinlega bara lélegir! Hefðum getað klárað þetta í fyrrihálfleik ef færin hefðu verið nýtt en shit happens og það þýðir ekkert að væla Björn bónda, næsti leikur takk. YNWA

  18. Sælir félagar

    Þá er þátttöku okkar í Evrópuboltanum lokið og ekki hægt að segja að BR hafi skorað stórt þar. Frekar ömurleg frammistaða hjá honum í þessum keppnum og verður hann að bæta sig verulega í þessum viðfangsefnum ef við komumst í eitt af 4 efstu í deildinni. Þá þýðir ekkert varnarvæl og eymd. Menn verða að hafa þrek til að leika til sigurs.

    Hitt er svo annað að þetta þýðir minna álag á leikmenn og hægt að einbeita sér að bikar og deild. Eftir þennan vesaldóm verða menn að girða sig í brók og vinna MC á sunnudag. Það er lágmarkskrafa.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  19. Ekki leggjast svo lágt að kenna Lovren um. Áttum urmul að stungusendingum í fyrri hálfleik sem framherjar okkar hefðu getað nýtt betur og klárað þægilega. Sturridge, Balo og Sterling verstu menn vallarins. Ógeðslegt að spila 120 min auk flug fram og tilbaka frá Tyrklandi. Erfiður must win leikur á sunnudaginn. Fingers crossed.

    YNWA

  20. Það vita allir sem spilað hafa íþróttir að þegar það kemur fram í vítaspyrnukeppni eru það alltaf þeir sem vilja taka víti látnir taka víti! Lovren hefur ekki verið látinn taka víti, hann hefur sóst eftir því! Ef Sterling eða einhver annar hefði boðið sig fram hefðu þeir verið settir á undan. En að sækjast eftir því að taka víti og spyrna svona er í besta falli grátlegt!

  21. Ef Rodgers nær ekki 4.sætinu á að reka hann. Einfalt.
    Maðurinn gefur skít í þessa keppni, gefur lykilmönnum frí. Er greinilega með allt sitt traust á 4.sætinu. Gott og vel.
    Europa League var hinn sensinn – það er CL sæti fyrir sigurvegarann hafa menn gleymt því.
    Vinna FA cup og næ 4.sæti.
    Annars þarf maðurinn að fara.

  22. Jæja bless bless fimtudagsleikir og vona ég að við séum að fara að spila þriðjudags/miðvikudags leiki á næsta tímabili.

    Liverpool ætluðu sér áfram og fannst mér heimamenn aldrei líklegir til þess að skora gegn þéttri vörn hjá okkar mönnum. En Ba missti boltan frá sér og samherjinn skoraði stórglæsilegt mark. Liverpool fengu tækifæri í fyrrihálfleik til þess að skora en Sturridge og Balo voru ekki alveg með þetta í dag.

    Mér finnst alveg óþarfi að drulla yfir Lovren ef einhverjir séu að fara að gera það í vítakeppnum þá er þetta 50-50 og stundum fellur þetta með liðinu og stundum ekki.

    Í venjulegum leiktíma fannst mér Moreno, Allen, Skrtel og Mignolet vera okkar bestu menn en frá 90-120 voru margar þreyttar fætur á vellinum og voru gerð fullt af misstökum á báða bóga og erfit að gagnrína menn með nánast tóman tank.

    Eina góða við Evrópukeppnina er að þetta er bikar og gefur sæti í meistardeild en til þess að Liverpool gæti unnið hana hefðu þeir þurft að spila 7 leiki í viðbót og miða við að liðið fór langt í deildarbikar, eru í 8.liða úrslitum í FA Cup og í baráttu um 4.sætið í deildinni þá er hægt að sjá að leikjaálagið minnkar aðeins við þetta.

    Framundan er gríðarlega erfiður leikur gegn Man City á sunnudaginn og er ég hræddur um að í þeim verða einhverjar þreyttarfætur eftir þessar 120 mín. Ég reikna með að leikmenn eins og Skrtel, Can, Sterling, Sturridge, Moreno og jafnvel Allen byrji þann leik. En á móti kemur þá ætti Couthinho, Sakho(ef heill), Henderson, Lallana(byrjaði á bekknum) og Markovitch að vera nokkuð ferskir.

    Nú býður Rodgers það verkefni að rífa liði aftur upp og tala um að það eru fullt af mikilvægum leikjum framundan og engin tími til þess að hengja haus.

    YNWA

  23. Skýrsla komin inn.

    Það er glórulaust að kenna manninum sem tekur 5. vítaspyrnuna í vítakeppni um að við höfum tapað í kvöld. Leikurinn tapaðist á því að við kláruðum ekki eitt fokking færi í leiknum, ekki vegna þess að Dejan Lovren klúðraði sinni vítaspyrnu.

  24. Við erum með ungt lið sem er að læra en samt öldunga miðað við þá sem commenta á svona dögum (ég reikna í það minnsta ekki með að aldur þeirra sé hár né grei…..). Í mínum huga þá töpuðum við leiknum á spilamennsku okkar fremstu manna. Þeir höfðu tækifæri til að setja eins og eitt mark. Kennum ekki Lovren um sem átti bara afbragðs leik og reynslan sem margir þessir kjúklingar öðlast við svona aðstæður á bara eftir að koma okkur til góða. Nú þurfa menn að gíra sig í stórslaginn á móti City og það verður ekki auðveldur leikur. En við ættum samt að fá nokkra endurnærða inn í liðið í þeim leik og ég hef fulla trú á mínum mönnum.
    YNWA

  25. Finnst það heimskulegt hjá Rodgers að láta eða leyfa Lovren að taka vítaspyrnu og hvað þá 5 spyrnuna. Núna gjörsamlega tapaðist allt þetta litla sjálfstraust sem hann hafði safnað sér seinustu vikurnar með flottum innkomum og frammistöðum gegn t.d. Southampton og C. Palace. Ekki vel gert hjá Rodgers.

  26. Dottnir út úr Evrópudeildinni líka – og það með skömm í 32 liða úrslitum.

    Mun væntanlega reynast okkur dýrkeypt að vera með 120 mínútna skitu, 90 hefði alveg dugað.

    Skamm Rodgers fyrir ömurlegt upplegg.

    Og skamm leikmenn fyrir hörmulega frammistöðu í sóknarleiknum.

    Hef ekkert að segja um þetta víti hjá Lovren, hefði getað lent a hverjum sem er að klikka á þessu víti.

  27. Það er stutt á milli í þessum blessaða fótbolta, það voru allir að tala Brendan og Liverpool upp síðustu vikur og en núna koma sömu aðilar og drulla yfir Brendan og leikmenn Liverpool.
    Mér finnst afskaplega leiðinlegt þegar það er verið að drulla yfir einstaka leikmenn og segja hvað þeir eru lélegir og geta ekkert í fótbolta, þeir væru ekki að spila fyrir Liverpool ef þeir væru svona lélegir.
    Brendan er nýr í þessu evrópu bolta og það tekur tíma að læra inná þann pakka.
    Reynið nú að læra að tapa því ef þið kunnið það ekki þá kunnið þið alls ekki að vinna.

  28. Það er sárt að segja það en Tyrkirnir voru bara betri i leiknum utan fyrri hálfleik, og fyrri hálfleikurinn var betri hjá okkur ekki vegna þess að við vorum góðir, þeir voru bara yfirspenntir jöfnuðu sig i hálfleik og voru betri i leiknum

    Við vorum i raun heppnir(reyndar er óheppnir heppilegra orð) að komast alla leið i vítakeppni.

  29. Þetta fór alveg á versta veg.
    Menn þurfa að ferðast heim í nótt dauðþreyttir með hausinn undir hendinni. Þurfa svo að reyna að ná einhverri hvíld og peppa sig svo upp fyrir hrikalega mikilvægan og erfiðan leik á sunnudag.

    Það gengur varla upp.

    Margir á rassgatinu í dag, Allen var langbestur sem segir svosem allt.
    Búinn að gleyma þessum leik og þessari annarardeildarevrópukeppni nú þegar.

    Ef menn ná fluent og flottum leik á sunnudag þá er eitthvað skrítið í vatninu á Anfield.
    YNWA

  30. Heildina litið þá áttum við ekki skillið að komast áfram i þessari keppni. Rodgers þarf þó að fara bæta sig i þessu Evrópuleikum blessaður karlinn..
    Ég vill sá okkur ná langt í bikarunum og ná þriðja sætið og ekkert annað. Sigur gegn City takk fyrir.

    p.s. Er það of seint kalla Coates út láni? Hafa hann myndi auka breidd i miðvarðastöðurnar

  31. Tap gegn City á sunnudaginn gerir út um allar vonir um Meistaradeild á næsta tímabili. Förum þreyttir inn í þann leik eftir 120 mínútna fótbolta á útivelli í Tyrklandi.
    Megum einfaldlega ekki við því að tapa þeim leik enda má bilið í liðin fyrir ofan ekki vera meira en það er núna. Það er samt erfitt að vera bjartsýnn eftir kvöldið.

    P.S. Finnst við ekki eiga neitt erindi í þessar Evrópukeppnir m.v. frammistöður okkar þar. Maður hélt að Meistaradeildarbolti myndi lokka stjörunleikmenn til liðsins en hann gerði það svo sannarlega ekki.

  32. Hvað var svona skelfilegvið þennan leik?

    Liðið varðist mjög vel, áttu nokkur færi sérstaklega í fyrrihálfleik og heimamenn aldrei líklegir til þess að skora. Liðið var með 1-0 forskot og því óþarfi að hleypa leiknum upp. Það fékk einn leikmaður hvíld í kvöld og var það Couthinho sem held ég þurfti á henni að halda.
    Sakho meiddur, Gerrard meiddur, Henderson meiddur, Markovitch banni. Hann byrjar inná með Balo sem margir hafa verið að byðja um að fá tækifæri, Sterling og Sturridge.
    Menn hafa verið að væla yfir því að hann þorir ekki að byrja inná með framherja og stillir upp þessu liði og sömu menn sem eru að byðja um það gagnrína Rodgers.

    Mér fannst Rodgers gera lítið rangt í þessu. Vel skipulagt lið á erfiðum útivelli og voru mjög traustir. Sterling, Balo og Sturridge voru svo eftir leikinn lélegustu menn liðsins og lítið annað en Lallana á bekknum til þess að koma með kraft framávið.

    Þetta lið sem við vorum að spila við er einfaldega mjög gott lið og áhorfendur þarna eru stórkostlegir og gera þetta að algjöru vígi og hafa mörg stórlið tapað fyrir Tyrkneskum liðum á útivelli.

  33. Vil þakka Lovren sérstaklega fyrir að klikka á þessu viti. Nú getum við einbeitt okkur að því að ná Cl sæti lausir við auka álagið sem fylgir þessari keppni . Okkar frábæra lið vinnur svo city á sunnudaginn.

    YNWA

  34. Ég skil ekki af hverju Rodgers tók Balo út af.
    Hann var þó skástur þremenninganna frammi.

    #sturridgeeigingjarniletihaugur

  35. Haldi?i virkilega ad Brendan hafi veri? me? Lovren efstan á bla?i til a? taka 5 spyrnu? þessir guttar sem eftir voru þor?u greinilega ekki!

  36. Mér fannst Balo ekki vera lélegur í þessum leik eins og margir virðast halda fram. Hélt bolta vel og var að vinna aukaspyrnur og gefa góðar sendingar sérstaklega í fyrri hálfleik.
    Í seinni þegar Tyrkirnir fóru að pressa út um allan völl að þá virtist liðið bara fara á taugum og ekki vita hvað ætti að gera.
    Eini ljósi punkturinn að nú eru ekki fleiri fimmtudagsleikir.

  37. Töpum fyrir City á sunnudaginn og tímabilið búið. Verum ekki altaf að liðið sé of ungt. Annað hvort erum við með lið til að ná árangri eða ekki.

  38. Töpum fyrir City á sunnudaginn og tímabilið búið

    Okei, slaaaaaaaka á dramatíkinni. Látum það liggja á milli hluta að tap mun gera 4.sætið erfiðara, en við eigum líka eftir að keppa í 8 liða úrslitum í FA Cup.

  39. Algerlega sammála skýrslu Einars.

    Í báðum þessum leikjum var ljóst að BR hefur sett þessa keppni neðst þeirra þriggja sem við enn erum í og nú eru tvær eftir. Að því sögðu þá er hryllilegt að hafa þurft framlengingu og vító…en það þarf svosem ekkert margar fótboltaæfingar fram á sunnudag, nú er bara recovery framundan, eini leikmaðurinn frá kvöldinu sem ég held að verði mögulega í vondum málum var Emre Can sem var eiginlega bara sprunginn á limminu fannst mér eftir 75 mínútur. Hefði viljað sjá meira frá honum sóknarlega.

    Föllum út á vító eftir að nýta ekki færin og þetta mun minnka álagið þó það sé hryllilegt að vera dottnir úr Evrópu á meðan Everton fer áfram. Það er eitthvað SVO rangt við það.

    Auðvitað lang glaðastur yfir Joe Allen sem átti góðan leik og að vítinu slepptu þá spilaði Dejan Lovren fannst mér vel. Balo hékk inná með spjald í tæpar 70 mínútur sem hlýtur að vera met og Kolo átti ágætan dag. Mignolet góður fram í vító.

    Bless EL, áfram PL og FA.

  40. Balotelli stóð sig mun betur en Sturridge fannst mér og Allen varðist lengi vel á miðjunni, vel hægt að líta framhjá fáeinum slökum sendingum. Kolo/Moreno/Sterling/Mignolet hefðu átt að vera á vítalistanum framar en Allen og Lovren en nú stíga drekarnir fram. Þeir sem vilja sofa fram að vori geta gleymt að vera áfram hjá Liverpool. Lovren þarf að ákveða sig, kannski líka Lallana og Balotelli. Megi þeir vakna af sínum svefni og spúa eldi yfir önnur lið í deildinni. Var það ekki Hinrik fjórði sem sagði: “In those holy fields / Over whose acres walked those blessed feet / For our advantage on the bitter cross.” Fjórði er lykilorð og það þurfa drekarnir að skilja. Hinrik fimmti dó óvæntum dauðdaga í Frakklandi og enginn man lengur eftir honum. Sumir segja að það sé byrði að halda með Liverpool en mér finnst ekkert skemmtilegra. Áfram með leikinn.

  41. Jájá jol nr(39) á að fara að gefast upp núna af því að við töpuðum í vító eftir að hafa spilað í120 mín á útivelli?og hverjir voru að segja að við værum með ungt lið og kenna því um úrslitin?Mér er farið,að hlakka til sunnudagsins og sjà okkar menn sníta chitty!og ekki gleyma því jol að það vantaði bara 4 byrjunarliðsmenn í kvöld.

  42. 120 mín af ömurlegum fótboltaleik og fáir leikmenn sem eiga skilið far heim aftur.
    Skrtel var fràbær í vörninni og Mignolet stóð vaktina í markinu og Allen àtti góðan leik à miðjunni en restin af liðinu voru skelfilegir í kvöld.

  43. haha að menn skuli halda að 4 sætið í deildinni sé ómögulegt eftir slappa frammistöðu í tyrklandi með 4 lykilmenn hvílda/meidda. Ef einhvað er þá er mun meiri líkur núna að ná í top 4. Verst að tottenham hafi dottið út og arsenal tapað svona ílla annars held ég að við værum í miklu betri málum

  44. Liðið búið að vera frábært frá áramótum og allir glaðir með það. Svo kemur eitt tap og þá fara allir að mála skrattann á vegginn og bryðja þunglyndislyf. Reka Rodgers? Eru menn algjörlega að missa það?

  45. Þetta fer bara beint í reynslubankann hjá leikmönnum. Ég hef sagt það áður að ég er ekkert að farast úr bjartsýni með að það komi einhverjir bikarar eða meistaradeildarsæti út úr þessu tímabili, en að það sem liðið muni mest græða á er að það er að spila sig saman, og fær til þess alveg helling af leikjum.

    Líklega var leikjaplanið aðeins of þétt hvort eð er. Hefði a.m.k. alltaf viljað falla út á þessum tímapunkti frekar en í t.d. undanúrslitum. Núna er allavega smá séns að liðið nái að fókusera á leikina heima. En mikið djöfulli verður City leikurinn erfiður fyrir suma, ætla rétt að vona að menn eins og Henderson, Sakho og fleiri verði leikfærir.

    Ég hef þá trú að í sumar verði til þess að gera litlar breytingar á liðinu, 3-4 leikmenn sem koma inn og kannski 2-3 sem fara. Vona allavega að þetta sé pælingin, byggja upp kjarna sem er nokkurnveginn kominn, og svo smábæta við hann jafnt og þétt. Þessi kjarni er að safna í reynslubankann með hverjum leiknum.

  46. Held ekki Gummi í #48.

    Það er bara þannig að margir hafa enn ekki fyrirgefið Rodgers fyrir haustið og þá er um að gera að grípa tækifærið þegar hugsanlega eitthvað gæti verið honum að kenna.

    Sé ekki alveg hvar hans feill lá, við áttum að klára þessa viðureign þó við værum að hvíla menn í báðum leikjum….en það er víst dauðasynd…og þær orðnar átta þá!

    😉

  47. Heilt yfir tvo leiki er afar lélegt að detta úr leik gegn þessu liði, þetta er ca. á pari við það að falla úr leik gegn Basel. Sama hvað þessi lið eru töluð upp eða Liverpool og ensk lið niður, þetta er bara lélegt.

    Rodgers hefur mjög líklega lært helling í þessum Evrópuleikjum í vetur og ég efa að við sjáum svona lélega frammistöðu frá Liverpool í nánast öllum leikjum aftur undir stjórn Rodgers í Evrópu . Að því sögðu fannst mér Rodgers leggja þetta ágætlega upp í 60 mínútur í dag. Liðið var að loka vel á heimamenn og bíða átekta. Seinni 60 mínúturnar urðu honum hinsvegar að falli og hann steinsofnaði á verðinum er Tyrkirnir fóru að herða tökin og okkar menn að þreytast.

    Þetta var klárlega sú allra versta frammistaða sem við höfum séð frá Daniel Sturridge í Liverpool búningi. Hann er augljóslega ekki orðinn 100% klár í slaginn og það gekk nákvæmlega ekkert upp hjá honum í dag. Þar fyrir utan var vinnslan í honum verri en hjá Balotelli fyrir áramót. Áður en Besiktas skoraði sáu það allir sem voru að horfa á leikinn að Liverpool var einum færri með tvo sóknarmenn frammi í engum takti við leikinn. Þetta var einnig í fyrsta skipti sem ég blótaði ekki skiptingunni Lambert fyrir Sturridge.

    Hinn sóknarmaðurinn sem ég er að tala um er mikið frekar Sterling heldur en Balotelli. Sterling var að hjálpa miðjunni ágætlega fyrsta klukkutímann en þegar það fór að draga af honum stækkaði bilið umtalsvert milli sóknar og miðju, S&S voru hreinlega ekki með og gerðu nánast ekkert rétt.

    Balotelli fannst mér vera okkar besti leikmaður þann tíma sem hann var inná og var Tyrkjunum ávallt erfiður. Skil þó Rodgers að treysta ekki á að halda honum inná á gulu spjaldi og með 1-2 brot bókfærð eftir það. Hann er tímasprengja sem Rodgers þorði ekki að treysta. Mögulega hægt að gagnrýna það en ég skil þessa ákvörðun ágætlega, Markovic var ekki lengi að springa þegar honum var gefið tækifæri í Evrópu á ögurstundu.

    Joe Allen og Emre Can voru að spila saman á miðjunni í fyrsta skipti og auðvitað var Henderson sárlega saknað í þessum leik. Hvað þá Lucas og Gerrard sem hefðu komið að notum núna. Þeir voru að gera ágætlega í byrjun en voru komnir nánast samsíða miðvörðunum áður en Besiktas skoraði. Hver var ekki farinn að öskra á að taka annan sóknarmanninn útaf og setja Lallana inná til að hjálpa miðjunni? Allen og Can voru síðan augljóslega alveg sprungnir í restina eftir mjög mikil hlaup á hreint hræðilega lélegum vellli.

    Ibe var mjög dapur í dag og spurning hvor aðstæður hafi eitthvað haft áhrif á hann? Það getur ekki verið annað en gott til framtíðar að gefa honum leik á þessum velli gegn 75.þús snarvitlausum Tyrkjum. Moreno var skárri hinumegin en ferðunum upp vænginn fækkaði seinni hluta leiksins.

    Kolo Toure fannst mér verstur af miðvarðatríóinu og Tyrkirnir komust full oft framhjá honum, sendingarnar eða maðurinn. Skrtel var okkar besti varnarmaður held ég og vörnin verður nú varla skömmuð mikið fyrir þetta mark sem þeir klíndu á okkur. Þar fyrir utan átti Besiktas eitt gott færi í leiknum sem fór í slánna.

    Lovren fannst mér síðan komast ágætlega frá þessum leik varnarlega, hann er augljólslega ekki í 100% leikæfingu eða í takti við félaga sína en það er mjög eðlilegt m.v. spilatíma í vetur. Hann var alls ekki eins slæmur og af er látið af mörgum og þetta lyktar smá af því að þarna er auðveldur blórarböggull. Sóknarlega var hann hræðilegur og flestar sendingarnar voru alveg bless sem er reyndar á pari við alla samherja hans í Liverpool í dag. Liðið hélt boltanum ekki neitt í þessum leik og spilaði mjög illa sóknarlega. Þetta var með því verra sem ég man eftir hjá Liverpool síðan 2010.

    Að láta Lovren taka síðasta víti finnst mér hinsvegar galin ákvörðun, þetta er leikmaður sem við þurfum að byggja upp eftir afleita byrjun hjá Liverpool, ekki setja hann á 5. víti sem sker úr um áframhald í Evrópu eða ekki. Toure er nýbúinn að sigra vítakeppni og skora í Afríkukeppninni og hann skoraði líka gegn Boro. Sterling var einnig ekki búinn að taka víti.

    Tökum það samt ekki af Lovren að hann hafði pung í að taka fimmta vítið á troðfullum Ataturk. Verst hversu afleit spyrna þetta var, kennir þér vonandi að setja ekki manninn með minnst sjálfstraust í svona spyrnu ef hjá því er komist.

    Mignolet hefur núna ekki varið skot í tveimur vítakeppnum í röð, þetta eru að verða hátt í 20 spyrnur held ég. Það er smá áhggjuefni en vítin í dag vöru mjög góð. Honum verður engu að síður alls ekki kennt um í dag og var einn af okkar betri mönnum.

    Núna er bara ein leið í Meistaradeildina og satt að segja ef ég hefði mátt velja einn leik til að tapa af þeim sem eftir eru í vetur (gefið að ég yrði að velja) þá hefði það nú verið þessi leikur. Bara aldrei nokkurntíma eftir framlengingu, það var það allra versta í stöðunni. Auðvitað gefur sigur í þessari keppni tækifæri á Meistaradeildarsæti og leikir sem þessi er góð og nauðsynleg reynsla fyrir okkar lið, en m.v. spilamennsku í vetur er það MJÖG LANGSÓTT. Þangað eru líka eftir 16-liða, 8-liða, undanúrslit og úrslit. Samtals sjö leikir sem eru allir á fimmtudegi, 66-70 klst fyrir næsta leik í deildinni. Ég fagna þessu tapi í kvöld samt alls ekki, hefði viljað fara áfram og vinna þessa fjandans keppni, hélt að okkar lið væri vel nægjanlega gott til að gera einmitt það.

    Vonandi er þetta vendipunktur fyrir baráttu Liverpool um 4. sæti. United, Southamton og Tottenham verða líka í fríi frá Evrópu og líklega á það sama við um Arsenal. Liverpool veitir ekkert af þessum tíma fyrir hvíld og undirbúning. Rodgers breytir liðinu mjög sjaldan milli leikja og lykilmenn spila alltaf marga leiki í röð. Þetta lið okkar er ekki svo gott að geta höndlað slíkt og samt tekið framúr United, Arsenal og Spurs sem öll hafa nánast allt tímabilið verið fyrir ofan okkur í deildinni þar til í síðustu umferð.

    Ég er því nú þegar búinn að jafna mig á þessu og orðinn verulega stressaður fyrir leiknum gegn City.

  48. Það þarf að skóla Mignolet aðeins í vítum fyrir FA cup úrslitin – hann er aldrei nálægt því að verja spyrnur og oftast farinn af stað áður en spyrnan er framkvæmd.

  49. Elska neikvæðu pjakkana okkar hérna inni, þvílíkir meistarar.

    Það voru blendnar tilfinningar hjá mér eftir vítakeppnina, dálítið feginn uppá framhaldið að gera vegna þess hve formið í deildinni hefur verið gott. Mér fannst essin tvö eiga hræðilegan leik og vonandi náum við að tjasla mönnum saman fyrir hádegi á sunnudag. Can ekki vanur að vera á miðjunni og hljóp örugglega helmingi meira í kvöld en í öllum leikjum til samans á tímabilinu. Hann verður að vera klár!!!!

    Bring on City,
    Bring on premierleague.

    Og,og rekum Brendan!!!!!!!!!!%&%!!!!!

  50. Alltaf fækkar keppnunum sem liðið tekur þátt í. Óttast líka að liðið nái ekki 4. sætinu í deildinni svo að útkoman gæti orðið afar neikvæð í heildina á þessu tímabili.

  51. Þetta fór ekki nógu vel. Það eina sem ég hef pínu áhyggjur af eftir að hafa horft á þennan leik er að Can virkar ekki á mig sem leikmaður sem getur dómenerað miðjuna. Mér fannst eins og Magga að hann væri gjörsamlega sprunginn snemma í fyrri hálfleik. Hann er ungur og ætti því að geta hlaupið allavegna 90 mín nokkurn veginn á fullu. Kanski er þetta ekki rétt hjá mér en svona sá ég þetta allavegna. Hjálpar honum svo kanski ekki að vera búinn að vera að spila sem miðvörður upp á síðkastið, þarf ekki að hlaupa eins mikið þar.

    Ég vona svo innilega að hann eigi eftir að stinga sokk upp í mig, með betri framistöðu seinna. Var ánægður með Allen í þessum leik hann var á fullu allan leikinn. Tökum bara næsta leik.

    You never walk alone

  52. Fannst ekkert að upplegginu í þessum leik, spila góða vörn og ná inn einu marki var líklega uppleggið og þaðmunaði ekki miklu að það gengi eftir, ekki Rodgers að Kenna aðmenn nýta ekki færin í þessum leik. Mikið álag á leikmönnum og ekkert vit í að pressa ut um allan völl. Halo fannst mer stands sig agætlega og þá sérstaklega að halda haus og fá ekki rautt wins og manni fannst uppleggið hjá Besictas Vera að reyna að pirra hann.

  53. Babu ertu í alvörunni að kalla eftir að Sterling taki aftur víti eftir að hann klikkaði í einhverri bikarkeppninni fyrr á tímabilinu með hræðilegu víti alveg jafn þreyttur og í dag? Allan daginn myndi ég vilja að Lovren tæki þetta víti og klúðraði heldur en Sterling sem ætti mun erfiðara að jafna sig á því að liðið “dettur” út úr keppni heldur en reyndari maður. Hey meiraðsegja Beckham skaut út fyrir völlinn í vító, hann hlýtur þá að vera ömurlegur skytta er það ekki??

    Ég bara get ekki skilið það að menn vilja frekar að liðið sitt detti úr leik heldur en að það sé að spila á fimmtudegi!! Menn væla að við seum með svo þunnan hóp að það sé gott að við séum dottnir út úr þessum mikka mús bikar en eru búnir að vera fagna núna allan seinni part tímabilsins að nú séum við sko komnir með góða breidd og menn geti verið að koma af bekknum.

    ALDREI mun ég fagna því að okkar menn detti út úr keppni eins og margir hérna hafa verið að gera.

  54. Sturridge og Balo voru arfaslakir , Sterling líka, ef einhver af þessum þremur hefði spilað eins og maður hefðu úrslitin orðið önnur. Vörnin var skotheld allan fyrri hálfleik og framherjarnir áttu að koma inn marki, fengu fullt af sénsum til þess. Engan veginn hægt að kenna neinum öðrum um úrslitin. Þetta kæti samt verið gott fyrir okkur þegar upp verður staðið í vor.

  55. Ekki sammála Babu að Balotelli hafi verið maður leiksins fyrstu 75 mínúturnar. Maður hefði viljað sjá varamennina koma alveg trítilóða inn í þennan leik til að sanna sig….fannst þér Balotelli gera það í dag? Var tekinn útaf og liðið tapar.
    Lykilmenn meiddir, hvíldir eða búnir á því í þessum leik og mér fannst hann ekki nýta sjénsinn. Besiktas átti ekkert í pressuna á móti liðinu í fyrri hálfleik en við náðum ekki að skapa okkur neitt að viti. Sóknarleikurinn var bara ekki góður meðan að það var kraftur í liðinu. Síðan sprungu menn bara hægt og rólega og liðið fékk varla færi eftir fyrri hálfleik.

  56. Nr. 59

    Búinn að steingleyma vítinu hjá Sterling en já ég hefði frekar sett hann á punktinn heldur en Lovren. Sterling held ég að sé líkleg skytta til framtíðar og hefur skorað ágætlega í vetur. Þetta er samt svipað stórmál og vítaspyrna Balotelli um daginn, Lovren hefur bara verið klár og viljað taka vítið. Fair play.

  57. Jæjæ þetta var beiskur og heitur tyrkjabrjóstsykur. Sum of all fears, framló, meiðsli og sprungnir gæðingar. Allt annað en gott. Heilladísirnar verða að flögra yfir höfðum okkar ef allt á að ganga upp þrátt fyrir gloppótta leiki.

    Nú reynir á allar herdeildir, sérstaklega sjúkralið og herpresta.

  58. það er litlu við að bæta við það sem komið er, er samt ekki sammála um að hópurinn okkar sé of lítill til að keppa í nokkrum keppnum enda keyptum við fullt af leikmönnum fyrir tímabilið til að standast aukið álag. Sáum t.d Monaco taka nallarana 3-1 án 5 byjunarliðsmanna.

    Ég hefði reyndar viljað sjá Balo inná allan leikinn, hann var reyndar á gulu en úr því hann var búinn að hanga í einhverjar 70 mín með gult á bakinu þá átti BR að taka sensinn því Sturridge er bara langt frá því að vera fitt eftir löng og erfið meiðsli.

    Mér hefur fundist BR verið mjög fastheldin á byrjunarlið sitt og dreift álaginu frekar lítið og maður hefur séð orkuna t.d frá ungum leikmönnum með mikla ábyrgð að bera liðið uppi einsog Henderson, Coutinho, Can, Sterling vera fjara út í leikjum vegna álags.
    Ég ætla ekki að gagnrýna BR hann er að gera virkilega flotta hluti með okkar unga lið, og hann leikmenn LFC munu taka hellings lærdóm úr báðum evrópukeppnunum.

    Ég vil að Balo byrji leikinn á móti City á sunnudaginn hann var okkar besti maður frammávið í kvöld miðað við félaga sína Sturridge og Sterling, Balo myndi líka leggja allt í sölurnar til að skora og vinna leikin á móti sínum fyrri liðsfélögum.

    Er það ekki skrifað í skýin að hann skori á móti City og rífur upp treyjuna og á henni stendur why always me 🙂

  59. Jákvæði punturinn var Joe Allen sem var unaður að fylgjast með, elska hvernig hann dreifir boltanum effortlessly ásamt því að vera orðinn lúmskur í að brjóta upp leik andstæðingsins án þess þó að fara í grasið… Meira svona Joe Allen 🙂

  60. Ég get varla orða bundist yfir sumum athugasemdum hérna. Já það er ömurlegt að tapa og ég skil pirring margra en verðum við ekki aðeins að horfa raunsætt á þetta.

    Síðan 17. janúar, eða fyrir 40 dögum síðan, hafa Liverpool spilað 12 leiki! Það þýðir að meðaltali eru 3 dagar og 8 klst milli leikja eða um 80 klst! Þessir 12 leikir hafa margir hverjir ekki verið neitt slor! Í þessum pakka eru tveir leikir við Chelsea þar sem annar þeirra var 120 mínútur. Þarna er einnig tveir leikir við Beskitas þar sem annar leikurinn var 120 mínútur. Þess fyrir utan eru leikir gegn liðum eins og Southampton, Tottenham, Everton og West Ham. Hinir 4 leikirnir voru gegn Aston Villa, Palace og tveir gegn Bolton. Þetta hefur ekki verið beint auðvelt prógram.

    Ég verð að viðurkenna að ég er virkilega hissa yfir commentinum eins og hjá Viktori #57 þar sem hann segir: “Það eina sem ég hef pínu áhyggjur af eftir að hafa horft á þennan leik er að Can virkar ekki á mig sem leikmaður sem getur dómenerað miðjuna.”

    Það er vert að nefna að Emre Can hefur spilað 1140 mínútur af knattspyrnu síðan 17 janúar eða fyrir 40 dögum, þ.e. alla leikina, allar mínúturnar! Að fella slíkan dóm, að Can geti ekki dómenerað miðju útfrá þessum leik eftir allt þetta álag finnst mér fyrir neðan allar hellur.

    Eins og þessi athugasemd mín hér fyrir ofan gefur til kynna að þá eru leikmenn í liðinu búnir að þurfa spila alvar fáranlega mikið síðustu vikur! Fyrir þennan leik hafði Skrtel spilað alla leiki nema þann gegn Bolton heima. Henderson og Coutinho höfðu einnig spilað alla leiki fram að þessum. Sterling hefði væntanlega verið búinn að því hefði hann ekki meiðst en meiðslin gáfu honum 2 leiki í pásu. Hinn 19 ára gamli Ibe er búinn að spila alla leiki síðan gegn Everton fyrir utan leikinn gegn Palace sem hann mátti ekki spila.

    Ég vil ekki dæma liðið of mikið fyrir þennan leik. Menn voru greinlega orðnir fáranlega þreyttir og ber þá helst að nefna Emre Can og Sterling en þetta var þeirra versti leikur í langan tíma. Sama er að segja um Sturridge en ákvarðanatökur hans voru ekki góðar. Ibe hefur einnig ógnað mun meira.
    Liverpool fékk fullt af færum í fyrri leiknum og nokkur í fyrri hálfleik þessa leiks. Fyrst þeir gætu ekki notfært þau þá eiga þeir ekki skilið að koma áfram. Og síðasti maðurinn sem þarf að kenna um er Lovren! Messi var settur á vítapunkt í þriðjudag og klúðraði! Þó Lovren hafi gert það líka þá verður hann ekki við það versti leikmaðurinn í liðinu! Hver veit nema hann sé að smella þeim duglega í netið á æfingu.

    Maður er hundfúll yfir því að detta út. Mér er sama hvað aðrir segja um Evrópudeildina en fyrir mér var þetta góður möguleiki á bikar, góður undirbúningur í Evrópu fyrir þessa stráka og Rodgers og svo vil ég frekar geta horft á Liverpool spila heldur en ekki, þó það sé á fimmtudögum!

    En nú er þetta búið og vonandi getur liðið þá einbeitt sér að því að ná top4 í deildinni og vinna FA bikarinn! Jafnvel þó leikurinn á sunnudaginn er mikilvægur þá verður hann að fara hvíla suma pósta! Can verður að fá hvíld! Sterling má fá smá hvíld! Ibe þarf ekki að byrja næsta leik heldur ef hann er orðinn þreyttur! Nú þarf Rodgers að treysta á sitt lið! Balotelli á skilið að byrja! Látum Lallana byrja í stað Sterling! Markovic kemur inn í stað Ibe, eflaust mjög ferskur. Ég vil alls ekki missa menn í meiðsli og ef það þýðir að Rodgers þurfa að hvíla og bekkja menn, þá verður hann að gera það!

    Við duttum út en guð hvað ég er spenntur fyrir næstu evrópukeppnum! Þegar þessir strákar eru orðnir svona 23-26, Ibe, Sterling, Coutinho, Markovic, Moreno, Can og gleymum ekki Origi og Flanagan. Þá eru einnig menn eins og Lallana, Sturridge, Henderson, Sakho og Lovren bara um þrítugt! Við erum með hriklegt efni í höndunum og svo erum við með þjálfara sem hefur gert frábæra hluti á aðeins 2 og hálfu ári!

    #YNWA!!

  61. Hvad eiga Liverpool,Arsenal,Tottenham,Man City,og Chelsea sameiginlegt?

    Ekkert teirra er komid afram i evropu eftir sidustu evropuleiki.
    Kanske er enska deildin ekki eins sterk og margir vilja meina og greinilega ofmetin i augnablikinu.

  62. Að kenna Lovren um þetta er lélegt hann var tilbúinn að stíga á punktinn þegar enginn annar vildi og verð ég bara að gefa greyið kallinum prik fyrir það. Sterling og Sturridge áttu báðir að vera búnir að klára þennan leik eftir svona 30mín þegar þeir sleppa báðir i gegn en ákveða það báðir að reyna fífla varnarmann í staðinn fyrir að taka skotið bara strax.
    Joe allen og Balo fannst mér virkilega flottir í þessum leik og Allen hefur komið mér mikið á óvart eftir að Lucas og Gerrard meiddust, svei mér þá ef hann er ekki bara orðinn nothæfur leikmaður.
    Trúi samt ekki að þessi leikur sitji eitthvað rosalega í mönnum þegar kemur að city á sunnudag vinnslan í þessum leik fannst mér til skammar og enginn að hlaupa jafn mikið og hann getur spurning hvort menn hafi ekki verið með hausinn pínu við city leikinn og hrikalega hefði maður viljað hafa Gerrard þarna inná að hrauna yfir menn að leggja ekki á sig í Evrópukeppni og hvað þá á þessum velli.

  63. 1. Það hentar hröðum og leiknum leikmönnum illa að spila við slæmar aðstæður (lélegt gras, rigning o.fl.). Allir okkar sóknarleikmenn falla undir þann flokk nema Balotelli, Lambert og Borini. Þess vegna náðu sóknarleikmenn okkar ekki að njóta sín hvorki í kvöld á slæmu grasi né á sunnudaginn í rigningunni.

    2. Þó að það sé leiðinlegt að vera dottnir úr keppni þá er það samt ekkert til að gráta yfir. Það má færa góð rök fyrir því að það að vera dottnir úr EL muni hjálpa okkur í deildinni og bikarnum þar sem þetta minnkar leikjaálagið á leikmönnunum. Þetta tap mun líklega hafa slæm áhrif á leikinn á sunnudaginn vegna leikjaálags en eftir það ætti þetta aðeins að hjálpa. Liðið er í besta forminu í deildinni í síðustu 10 leikjum og er líklegast til að vinna bikarinn skv. veðbönkum. Engin ástæða fyrir neinni svartsýni.

    3. Liðið er mjög ungt og mun njóta góðs af þessari reynslu í Evrópukeppnum í ár. Sérstaklega þessum leik þar sem hávaðinn var óbærilegur mestan hluta leiksins og þetta var líklega í fyrsta skipti sem Mignolet, Ibe, Allen, Can, Sterling, Manquillo, Lallana og Lambert spila í svona andrúmslofti. Ekki spurning að þessir leikmenn ásamt hinum munu koma reynslunni ríkari til leiks í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

  64. Æi, eins mikið og mig langar að pirra mig yfir þessum úrslitum, get ég það einfaldlega ekki.

    Í fyrsta lagi þurfti virkilega að rótera. Meiðsli Steven Gerrard, Lucas Leiva og Jordan Henderson þýddu svo að BR svo gott sem neyddist til að prófa splunkunýtt miðjupar: Can og Allen. Við erum orðnir hrikalega tæpir í þessum stöðum og megum ekki við frekari skakkaföllum.

    Í öðru lagi þýddi #1 að BR þurfti að stilla upp vörn sem hafði aldrei áður spilað saman: Toure, Skrtel og Lovren. Aukinheldur enginn Lucas fyrir framan.

    Í þriðja lagi fékk Coutinho verðskuldaða hvíld.

    Hverjir voru möguleikarnir? Hversu spenntir voru menn fyrir þessari keppni, fyrir utan möguleikann á sigri – og þar með CL sæti – eftir SJÖ leiki í viðbót? Þetta var eina gulrótin sem ég sá, svo mikið er víst.

    Ég var ánægður með þessa róteringu og vona svo sannarlega að hún komi okkur til góða í deildinni um helgina.

  65. Eitt comment að lokum um Mignolet.

    Ímyndið ykkur að Liverpool hefði keypt svona 13-15M punda markvörð um áramótin og hann hefði gert akkúrat það sem Simon Mignolet hefur gert síðan. Væri maður ekki drullusáttur? Ég væri það!

  66. Ef Evrópuævintýri þessa tímabils, er það sem Rodgers ætlar að bjóða okkur upp á á næsta tímabili ef við náum fjórða sæti, þá veit maður eiginlega ekki eftir hverju maður á að vonast.
    Jú, auðvitað vill maður meistaradeildina, en þetta er bara búið að vera fullkomlega afleitt.

  67. Alltof oft sem framherjar Liv, vilja helst sóla poltanum í markið í stað þess að láta vaða strags og hætta þessu sólói.

  68. Versta við þetta er að okkar menn spiluðu 120 mín í Tyrklandi plús ferðalag til baka plús vonbrigðin að detta út. Þeir fá núna rétt rúma 2 daga í hvíld fyrir Man City leikinn, 2 daga!! Shitty spilaði aftur á móti heima síðast, reyndar rassskelltir þá, en fá 5 daga í hvíld milli leikja.

    Þetta er svo aftur á móti það frábæra viðað vera dottnir út úr þessari keppni. Vissulega meistaradeildarsæti í boði og bikar en það væru 7 leikir eftir, þar af 6 á fimmtudegi og þá engin hvíld fyrir næsta deildarleik.

    Shitty leikurinn verður svakalega erfiður og stig úr honum væri stórkostlegt. Nú getum við fókuserað á að landa 3 sætinu og gera betra mót í CL á næsta sísoni!

  69. Ég Tjái mig ekki oft hérna því mér finnst umræður fara oft í út í algjört rugl en mig langar taka fram þrjá hluti….

    Í fyrsta lagi Sterling og Sturridge sem eiga vera okkar hættulegustu menn fram á við virkuðu á mig þreyttir og vanstilltir ég sá hvorki Sterling né Sturridge fara í eitt einvígi í þessum leik og þegar þeir komust upp að vítateig ( eða inn í hann ) þá tóku þeir þreyttar vitlausar ákvarðanir
    Skiljanlega er sturridge þreyttur buin vera lengi frá og farin spila mikið formið hans kemur !

    Í Öðru lagi menn eru að verja Lovren trekk í trekk ég hef aldrei verið á þessum Lovren vagni hann hefur alltaf verið ofmetin Yoshida og Jose fonte eru stólpar Southampton og voru það líka í fyrra létu Lovren líta vel út. Ef þið fylgist vel með í næsta leik eða skoðið Syrpur úr síðustu leikjum allar hættur og flest færi eru aðkoma í gegnum og útaf Lovren t.d vegna lélegra sendinga sérstaklega þessir löngu boltar sem eru ekki virka hjá kallinum og hann gerir of mörg mistök …ég hefði aldrei leyft honum taka 5 vitið frekar sett hann í 2 eða 4 vítið fyrst hann býður sig til þess að taka víti ( Það er mín skoðun sterkur karakter samt greinilega að bjóða sig fram fær prik fyrir það ) Ég vona samt hann bæti sig

    Í þriðja lagi … Ég er mögulega bara virkilega sáttur að við séum dottnir út þar sem þessi keppni gerir ekki gott fyrir okkur í baráttunni í deildinni hljómar eins og afsökun en maður hefði frekar viljað lenda í 4 sæt í CL riðlinum eða skítliggja í 16 liða þar heldur en taka þessa Evrópukeppni alla leið hún virðist bara taka kraft úr öllum liðum !

    Ég er nokkuð sannfærður við náum 4 sæti útfrá því hvernig við erum að spila og ætla ég tippa á að Man utd missi 4 sætið til okkar og það verður Chelsea shitty arsenal og vonandi við sem tökum topp 4 !

    Halda í trúna boys ! YNWA YNWA !

  70. Jæja, dagurinn eftir. Leikskýrslan er góð og mörg ummælin líka. Það þarf ekki að tyggja þá hluti ofan í fólk aftur sem hafa komið vel fram hér að ofan en ég er með örfáa punkta til að bæta við þessa umræðu:

    * Menn hafa verið að kalla eftir því í fleiri leiki núna að Phil Coutinho sé hvíldur. Svo hvílir Rodgers hann í einn leik og þá bara allt í einu er talað um að hann hafi fórnað þessari keppni með því að spila einhverju varaliði? WHAT? Allir aðrir eru meiddir. Coutinho er sá eini sem hann hvíldi, og boy oh boy var kominn tími á að gefa honum einn leik í hvíld.

    * Rodgers gerði ekkert rangt í liðsvali í kvöld. Hann stillti upp liði sem varðist vel í vörn og á miðju og framherja sem hélt bolta vel. Vandinn er sá að Besiktas er gríðarlega sterkt lið sem einfaldlega lokaði á allt sem við vorum að reyna að gera sóknarlega, og svo þegar við komumst í færi voru Sturridge og Sterling báðir, saman, á sama tíma, að eiga sinn slakasta leik í rauðri treyju. Það var ótrúlegt að sjá þá félaga í gær, vonandi rífa þeir sig í gang fyrir sunnudaginn því þetta var ömurlegt. Og því fór sem fór, Rodgers stillti upp liði sem var nógu sterkt til að halda hreinu þar til einhver varamaður hitti boltann stórkostlega utan teigs og hann stillti upp liði sem átti alveg að geta náð útivallarmarkinu en það tókst því miður ekki.

    * Balotelli var fínn í gær. Hann gerði margt mjög gott og líka margt slæmt. Gula spjaldið fannst mér heimskulegt hjá honum og kostaði að hann gat ekkert pressað eða látið finna fyrir sér það sem eftir lifði leiks, og eins tók hann kolrangar ákvarðanir í tvö eða þrjú skipti (ekki síst langskotið í fyrri hálfleik með Sterling/Sturridge tvo á móti tveimur fyrir framan hann), en hann hélt bolta gríðarlega vel, losaði pressuna fyrir okkar menn og lagði upp færi fyrir bæði Sturridge og Sterling í fyrri hálfleik, sem þeir ekki nýttu. Hann hefur oft verið verri, þetta var fínt og ég var ekki sammála því að taka hann út af seint í leiknum með bæði Sturridge og Sterling inná og að eiga sögulega slæma leiki.

    * Eigum við að kenna Lovren um tapið? Fínt, ókei, endilega. Lovren er núna búinn að spila tvo leiki í byrjunarliði, 210 mínútur alls með framlengingunni í gær, og liðið hefur fengið á sig eitt mark og það mark var ekki honum að kenna frekar en öðrum. Sendingarlega var hann í vandræðum í gær (ég sakna Sakho með sína 90%+ sendingartölfræði) en varnarlega stóð hann allt af sér, og þegar meiri spámenn eins og Raheem Sterling, reynsluboltinn Kolo Touré og fyrirliðinn Martin Skrtel vildu ekki taka vítaspyrnur í gær steig hann upp. Víti eru lotterý, hann skaut framhjá. Shit happens. Endilega tökum hann af lífi eftir þennan leik. Hann á það svo svakalega mikið skilið, eða hitt þó heldur.

    * Talandi um vítin, hér set ég smá spurningarmerki við Rodgers. Þú ert 1-0 undir, 20 mínútur eftir og svo framlenging og City á sunnudag. Þú veist að Sterling og Sturridge munu byrja þann leik, Balotelli ekki. Af hverju heldurðu ekki einni bestu vítaskyttu Evrópu inná fyrir mögulega vítaspyrnukeppni? Og svo tekurðu Sturridge líka út af í framlengingu, þegar hann er orðinn örþreyttur hvort eð er, og sviptir liðið þá annarri vítaskyttu? Hefði Lovren þurft að taka víti ef annar hvor eða bæði af Balotelli og Sturridge hefðu ennþá verið inná? Ég stórefa það. Rodgers planaði ekki fyrir vító og því tapaði hann í vító.

    * Sem sagt, mitt álit á Rodgers, í stuttu máli: Hann stillti upp réttu byrjunarliði í gær, gerði rangar innáskiptingar en var óheppinn að tapa í lotterýinu sem vító er, gegn mjög góðu liði. Evrópurecordið hans er ekki gott með Liverpool og hann verður klárlega að gera betur í Meistaradeildinni á næstu leiktíð (ekkert kjaftæði!) en það er erfitt að hengja hann fyrir þennan einstaka leik þar sem hann gerði ekki mörg mistök.

    Annars bara hrikalega svekkjandi að detta svona út í gærkvöldi. Jákvætt og neikvætt eftir þennan leik:

    Jákvætt: Minna leikjaálag fram á vorið ætti að þýða áframhaldandi áhlaup á Meistaradeildarsætin í deildinni. Ég hef núna fulla trú á að liðið geti haldið janúar/febrúargenginu áfram fram í maí og tryggt sér topp 4, auk þess sem ég held að líkur okkar á að fara í úrslit FA bikarsins hafi aukist til muna í gær.

    Neikvætt: 120 mínútur í Tyrklandi með ferðalögum og tilheyrandi, tveimur dögum eftir að City léku sinn leik og gátu setið heima í Manchester alla vikuna? Ekki gott. Ég spái okkur slæmri frammistöðu og jafnvel tapi á sunnudag eftir gærkvöldið (vona að ég hafi rangt fyrir mér) en að sama skapi býst ég við að liðið hristi það tap af sér og verði feykisterkt alveg fram á vorið. Þannig að förum rólega í að afskrifa liðið jafnvel þótt leikurinn á sunnudag tapist. Þökk sé frábæru gengi undanfarið er allt galopið þótt liðið tapi einum leik.

    Endum á einum lokajákvæðum punkti: Phil Coutinho verður ferskur á sunnudag. Síðast þegar City komu í heimsókn gerðist þetta …

  71. Tryggvi #54 þú hlýtur að vera grínast er það ekki? Allar spyrnurnar hjá Tyrkjunum voru virkilega vel teknar og ég man eftir að hafa öskrað á sjónvarpið eftir 4 spyrnuna hjá þeim “hvað er með þessa gæja, eru þeir að æfa vítaspyrnur allan daginn”. Ekkert við Mignolet að sakast þar sem spyrnurnar voru í hæsta gæðaflokki.

    Ég sá ekki fyrstu 60 mínúturnar af leiknum en þegar ég byrjaði að horfa þá losnaði ég aldrei við tilfinninguna að LFC væri að fara detta út í gær. Frammistaðan var virkilega slök á flestum stöðum á vellinum. Við verðum að fyrirgefa en framlínan okkar þá sérstaklega Sterling og Sturridge voru hreint út sagt skelfilegir og á tímabili var þetta eins og við værum 2 færri. Ljósu punktarnir í gær voru Allen og Skrtel. Allen var hörkuduglegur það sem ég sá, hann var allan tímann að reyna að gera einfalda hluti, skilaði boltanum vel frá sér og stóð fyrir sínu. Skrölti átti síðan fínan leik en það var ekki við hann að sakast þegar markið kom. Hann var í Ba allan tímann en Lovren var of lengi að bregðast við og því náðu Besiktas markinu.

    Fínt að losna við þessa deild þó svo að maður vill alltaf horfa á fleiri leiki með sínu uppáhaldsliði. Jafntefli og sigur á sunnudaginn og við erum ennþá í virkilega góðum málum.

  72. #67
    Rosalega er gaman að sjá menn hérna inni sem eru með fullu viti.
    Ég þarf ekkert að kommenta neitt á þennan leik, sást greinilega í honum að menn voru bara sprungnir á því um miðjan seinni hálfleik. Annars bendi ég á ofangreint komment . Þaf ekkert við það að bæta 🙂

  73. Ég komst þannig að orði eftir leik “WHY LOVREN, WHY” og þá meinti ég ekki að hann væri fífl og asni fyrir klúðrið, heldur set ég spurningarmerki við að láta mann sem vafalítið er góð vítaskytta (veit ekkert um það) en er með sjálfstraustið í lágmarki taka mikilvægustu spyrnuna.

    Spyrna 1 og spyrna 5 eru þær spyrnur sem mesta pressu hafa og þeir sem eru bestu vítaskytturnar og/eða hafa sjálfstraustið í botni eiga að taka þær, ekki maður sem hefur ekki náð sér á strik hjá félaginu, er að berjast fyrir að standa undir háum verðmiða + hefur ekki verið fastamaður í byrjunaliðinu síðan fyrir jól. Þarna set ég spurningarmerkið.

    Ég get skilið vel þann punkt að kanski var þetta bara fínt að detta út núna til að eiga meiri orku í það sem eftir lifir, þ.e.a.s. bikar og 4. sæti. En ég get eingan veginn verið glaður yfir því að Liverpool tapi leik, bara get það ekki.

    Svo fannst mér merkilegt að skifta Balo út en ekki Sterling í gær, ekki Það að Balo hafi verið að sýna einkverja meistaratakta, en hann gerði þó meira en Sterling, og þurfti svosem ekki mikið til.

    En jamm og jæja, nóg um það. Nú er fókusinn á það sem eftir lifir.

    Áfram Liverpool YNWA

  74. Blendnar tilfinningar hér á bæ. Ekki gott að tapa en eiginlega heldur ekki gott að vinna. Mikil þreytumerki á liðinu og mannskapurinn þarf að ná að anda. Ég ætla því í mesta lagi að gráta þurrum tárum yfir úrslitunum í bili a.m.k.

    Eftir úrslitin í CL og EL veltir maður fyrir sér raunverulegum styrkleika PL. Tölfræðilega er PL talin sterkasta deild í heimi skv. World Football. Raunar má þess geta að umdeilanlegt er hvernig þessi styrkleiki er metinn en World Football notar mörk/leik, rauð spjöld/leik, fjölda sigra á liðum frá öðrum löndum og hlutfallslegan stigamismun efsta og neðsta liðsins. Sem sagt PL er efst skv. þessu, þá kemur Bundesligan og þá La Liga. Svo kemur raunar úkraníska deildin svo maður spyr sig auðvitað um hvað mikið er að marka þetta?

    A.m.k. er ekki margt í Evrópukeppnunum sem bendir til að PL sé heimsins sterkasta deild. Í CL á Chelsea eitt þokkalega möguleika á að komast í 8 liða úrslit. Bæði Arsenal og ManCity tapa mjög illa heima. Liverpool og Tottenham slegin út úr EL í gær og Everton eitt eftir í þeirri keppni. Ítalska Serie A er ekki talin merkileg eða 9 sterkasta deildin. Samt vann Juve Dortmund í CL og 5 ítölsk lið eru eftir í EL!

Liðið gegn Besiktas

Hver vill taka ábyrgð? Vinsamlegast réttið upp hönd!