Mánudagspælingar

Jæja, þá er góðri helgi lokið – merkilegt hvað mánudagar hafa verið mikið mun skemmtilegri í ársbyrjun 2015 en þeir voru síðari hluta árs 2014!

Ég skal alveg viðurkenna það að ég var hrikalega stressaður fyrir leikinn í gær. Það situr einhvern veginn í mér að Liverpool tapi ávalt stigum þegar liðin í kring misstíga sig. Man Utd töpuðu gegn Swansea, Spurs voru heppnir með stig gegn West Ham og verkefni gærdagsins gegn Southampton – lið sem er búið að vera fyrir ofan okkur 95% af tímabilinu og keppinautar um CL sæti. Þetta var því RISA sigur og kemur okkur í bullandi baráttu um topp 4 sæti í deildinni – eitthvað sem var varla draumur eftir tap okkar manna á Old Trafford um miðjan desember.

Þegar #Rodgersout var við það að trenda á twitter – liðið að spila heilu leikina án þess að skapa færi, með gatasigti í stað varnar og Brad Jones sem okkar besta kost á milli stanganna þá breytti stjórinn kerfinu. Það tók vissulega 16 umferðir, menn voru búnir að hrópa á einhverjar breytingar í amk 10 umferðir, en við tók þetta skemmtilega 3-5-2 kerfi (eða 5-3-2).

Staðan eftir tapið á Old Trafford var svona:

Staða eftir 16 umferðir

21 stig eftir 16 leiki. Það gerir rétt rúm 1,3 stig í leik eða stigasöfnun upp á 43,7% sem var versta byrjun liðsins í einhver 50 ár! Ekki nóg með það heldur var liðið að spila Aston Villa bolta, búið að skora heil 19 mörk í 16 leikjum (veisla!) og fá á sig 22 stk.

Hvað breyttist? Kom Sturridge úr meiðslum? Suarez heim? Rákum við Rodgers og réðum Koeman?

Nei, að mínu mati eru þetta nokkur atriði….

1) Leikkerfi & Sakho/Can, við fórum úr 4-3-2-1 í 3-5-2. Hentum Lovren í frysti og afþýddum Mamadou Sakho, sem fram að þessu hafði spilað rétt rúmar 200 mínútur (He’s big, he’s Scouse, he’ll come and paint yer ‘ouse Mamadou!) og hentum honum ásamt miðjumanninum Can sitthvoru meginn við Skrtel. Við þetta fórum við úr því að fá á okkur 1,4 mörk að meðaltali í leik fyrstu 16 leikina í að fá á okkur 0,7 mörk að meðaltali í næstu 10 leikjum.

Við hættum líka að spila hægur/hægari á toppnum og skelltum Sterling þarna upp í fjarveru Sturridge. Okkar helsta vopn í fyrra var Suarez, Sterling & Sturridge. Hreyfingar og hlaup þeirra án bolta voru augnayndi að fylgjast með algjör martröð fyrir varnarmenn. Þetta var einfaldlega ekki til staðar í fjarveru Sturridge og með Balotelli/Lambert á toppnum – og það kom nákvæmlega ekkert á óvart (óskiljanleg kaup á sóknartýpum, en það er efni í annan pistil og verður ekki farið nánar út í hér).

2) Mignolet, sem steig niður til heljar, reis í þriðja leik upp af bekknum….. Hefur síðan þá haldið hreinu í sex af níu skiptum í deild og verið með vörslur sem vinna stig í þó nokkur skipti (Spurs, Southampton, Everton ofl.) ásamt því að vera bara sæmilega öruggur í öllum sínum aðgerðum. Ómetanlegt að hafa mann á milli stanganna sem reddar þér á erfiðum tímum!

3) Spilatími Gerrard & innkoma Lucas Leiva. Auðvitað helst þetta í hendur við betri spilamennsku, nýja kerfið og allt það. En þó svo að tölfræðin segi ekki alla söguna, þá lýgur hún ekki heldur. Í fyrstu 16 leikjum Liverpool í deildinni (sem n.b. var versta byrjun liðsins í einhver 50 ár) þá spilaði Gerrard 90,3% af leikjum Liverpool. 14 skipti (af 16) spilaði Gerrard allar 90 mínútur liðsins, í tvö skipti kom hann inn af bekknum. Þarna erum við að tala um tímabil þar sem að hann spilaði langflesta CL og bikarleiki einnig á virkum dögum.

Spilatími hans í síðustu 10 leikjum? 47,4% af spiluðum mínútum. Ekki nóg með það heldur hefur liðið einungis einu sinni fengið öll stigin með hann inn á vellinum í leikslok (eða verið í sigurstöðu þegar hann fór útaf), það gerir stigasöfnun upp á 44% með Gerrard inn á vellinum. Hann hefur misst úr 4 leiki vegna meiðsla, hinir 6 leikirnir hafa verið svona með hann í liðinu:

Arsenal (H) 2-2. 90 mínútur (1 stig).

Burnley (Ú) 0-1. 45 mínútur. Staðan 0-0 þegar hann fór útaf (1 stig þegar hann fór útaf).

Leicester (H) 2.2. 90 mínútur (1 stig).

Sunderland (Ú) 0-1. 45 mínútur, staðan 0-1 þegar hann fór útaf (3 stig).

Everton (Ú) 0-0. 90 mínútur (1 stig)

Tottenham (H) 3-2. 67 mínútur ,staða 2-2 þegar hann fór útaf (1 stig).

Þetta gera 8 stig af 18 mögulegum eða 44,4% stigasöfnun m.v. spilaðar mínútur á meðan liðið sjálft hefur verið með 24 stig af 30 mögulegum á sama tímabili eða 80% stigasöfnun!

Þetta er enn og aftur, enginn stóri dómur yfir framlagi Gerrard til liðsins, það er margt annað sem spilar inn í eins og ég rek hér að ofan. Þetta er engu að síður athyglisverð tölfræði og styrkir e.t.v. þá vinsælu skoðun að hann sé best nýttur sem sem frábær aukakostur í suma leiki – ekki sem þessi lykilmaður í hverjum einasta leik eins og hann hefur verið (og reynst okkur algjörlega ómetanlegur) síðasta áratuginn eða svo.

Það sem helst í hendur við þessa tölfræði Gerrard sem og þessa svakalegu breytingu á varnarleik liðsins er að aftasta línan fær Lucas til þess að verja sig, í stað þess að vera með Gerrard í hollywood hlutverkinu. Lucas spilaði nánast hverja einustu mínútu síðan eftir þennan margumrædda United leik og þar til hann meiddist gegn Everton. Hans rulla er því gríðarlega stór í þessum viðsnúningi.

Staðan eftir umferð helgarinnar er því svona:

Staða eftir 26 umferðir

Nokkuð breytt landslag. Förum úr því að vera að tala um næsta tímabil, yfir í að vera í bullandi baráttu um topp 3/4 baráttu. Í síðustu 10 leikjum hefur liðið tekið inn 24 stig af 30 mögulegum, sem er stigasöfnun upp á 80%! Til að setja það í samhengi hve fáránlega gott það er þá má benda á það að síðari hluta tímabils 2014/15 þá var stigasöfnun liðsins um 84% – þið munið, með Suarez í Liverpool og Sturridge sjóðheitann. Þetta “rönn” liðsins frá því um miðjan desember mánuð er ekki síst ánægjulegt m.t.t. að Sturridge hefur byrjað einungis einn leik, Sterling hefur misst af fjórum leikjum (2 af 10 í deild), Lucas frá í síðustu þremur (tæplega) og við að spila án sóknarmanna nánast í hverjum einasta leik. Erum svo að fá menn eins og Moreno, Markovic, Ibe og Can hrikalega sterka inn.

Svona lítur deildin út ef síðustu 10 leikir eru skoðaðir:

Deild síðustu 10 leikir

Alveg merkilegur fjandi hve mörg stig er hægt að hala inn þegar liðið þarf ekki lengur að skora 3 til að vinna leiki.

Rúsínan í pylsuendanum er svo sú staðreynd að meðalaldur liðsins í gær var ekki nema 23,3 ár með 5 leikmenn 22 ára eða yngri! Ég þori ekki einu sinni að láta mig dreyma um hvað þessi hópur getur gert ef við náum að halda honum í nokkur ár og menn halda áfram að bæta sig eins og þeir hafa gert hingað til undir stjórn Rodgers.

Ég skrifaði um þetta misjafna gengi liða Rodgers fyrri hluta tímabils vs þann síðari í sumar, en það er í sjálfu sér rannsóknarverkefni hve mikill þessi munur er í raun og veru:

Gengi fyrstu 19 vs síðari 19

Rodgers, sá hefur mátt þola gagnrýnina þetta tímabilið. Ég tek ofan fyrir þér. Stóðst af þér storminn og komst tvíefldur til baka – settir allt þitt traust á ungu leikmennina sem virðast vera að greiða til baka og það með vöxtum.

Nú eru eftir 12 umferðir, en í þeim mætum við t.a.m. City, Man Utd, Arsenal og Chelsea. Við erum því langt langt frá því að vera búnir að tryggja okkur eitthvað, það er hellingur eftir af þessu móti og mikið eftir að gerast áður en sú feita fer að syngja. En það er von eftir allt saman.

YNWA

38 Comments

 1. Takk fyrir flotta grein og ekki þá fyrstu og væntanlega ekki þá síðustu heldur.

  Af gefnu tilefni þá tók ég smá skrans á tölfræðina um stig í 4. sæti s.l. þrettán ár. Afhverju þrettán, bara.

  Meðalstig í 4. sæti hefur verið 69,31. Mest hefur þurft 79 stig, Arsenal í fyrra og þar áður Liverpool sem var með 76 stig árið 2008. Minnst hefur var það árið 2004, 60 stig og það var Liverpool.

  Miðað við „meðaltalið“ þá þurfum við 25 stig úr þeim tólf leikjum sem eru eftir eða 2,08 stig að meðaltali. Ekki útilokað en ekki sjálfgefið.

 2. Flott grein. Bara benda a hversu godir Skrtel, Sakho, Can og (minnst) Lovren hafa verid: “Liverpool were never at their fluid best against Southampton but there is a resilience to them now, and it is 469 minutes since they last conceded an away goal in the league. Not since Alan Hansen and Mark Lawrenson were repelling all-comers in 1985 had Liverpool last registered five successive away shut-outs in the league.

 3. Góður og áhugaverður pistill.

  Tölfræðin sýnir líka ef til vill að Gerrard hreinlega henta/passar ekki í nýja leikkerfið sem BR leggur upp með í dag.

  BR á mikið lof skilið að taka því að hið litlausa kerfi 4-2-3-1 skyldi ekki virka og taka upp 3-4-2-1 þar sem liðið er farið að skapa sér fullt af færum í leikjum sínurm.
  það þarf hugrekki til að taka upp nýtt leikerfi þegar liðið er inná tímabilið því það tekur tíma að slípa það saman með leikmönnum.

  Það þarf líka leikmenn með mikla vinnslu til að geta spilað 3-4-2-1, lykilinn að þessu kerfi tel ég vera nokkra t.d Can og Sakho þeir eru gríðarlega vinnusamir og Can er líka frábær að bera boltann uppúr vörninni, þar að auki nýtur Coutinho sín í botn í frjálsa hlutverkinu fyrir aftan strikerinn og með Sterling sér við hlið sér.

  Síðan hafa Moreno og Markovic komið virkilega skemmtilega inní kerfið með því að liggja frekar djúpt og koma á sprettinum upp til að bjóða sig að taka við boltunum frá miðjunni þetta er sjálfsagt eitt af lykilatriðunum í kerfinu eru þessir 2 á köntunum að hlaupin koma til að draga andstæðingana úr stöðum sínum til að losa um plássið á miðjunni, enda er engin tilviljun að við sköpum okkur fullt af færum enda bíður kerfið uppá sókn frá mörgum vinklum.

  Ástæða þess að BR leggur svona mikið uppúr pressunni frá strikernum er að gefa ekki andstæðingum tíma til að byggja upp spil því 3-4-2-1 mun alltaf skilja eftir fyrir aftan sig pláss fyrir andstæðinginn til að koma sér í, t.d í leiknum á móti Southampton fannst mér Sterling vera full latur í pressuni ásamt sem Coutinho sem mér finnst oft geta gert betur í pressunni enda komust Southampton aftur aftur í gegnum Markovic enda var pressan sérstaklega frá Sterling slök, en það batnaði mikið með komu Moreno inná í stað Markovic sem er betri varnarlega.

  Ibe gæti líka hreinlega orðið lykilmaður í þessu kerfinu 3-4-2-1 hann er líka tilbúinn að liggja djúpt í kanthlutverkinu og keyra á menn í sókninni og er mikill baráttuhundur.

  Það er greinlegt að þetta kerfi er að virka enda Liverpool það lið tímabilið 2015 þar sem flestir leikmenn liðsins hafa skorað mörk.

 4. Svona til að skella tölunum bakvið stigasöfnunina eftir 1.jan á tímabilum BR

  2013: W10 D6 L3
  2014: W15 D3 L1
  2015: W5 D2 L0

  4 tapaðir leikir eftir 1.jan á 3 tímabilum!

  Væri ágætt ef að hann færi að ná að teygja þetta form yfir heilt tímabil 🙂

  Varðandi punkt 3 í póstinum, þá er ég búinn að vera öskra á að Gerrard sé bara gerður að supersub allt tímabilið. Hann hefur ekki orkuna í að vera í þessu hlutverki sem miðjumennirnir okkar tveir þurfa að sinna. Það hefur verið alltof oft þannig í vetur að ef að hann skorar ekki úr aukaspyrnu eða víti, þá var framlag hans í leiknum nánast ekkert.

  Þar að auki þá finnst mér bilaður munur á Henderson með og án Gerrard, hann spilar yfirleitt að mér finnst verr með Gerrard því að first instinct virðist að vera gefa boltann á Gerrard og leyfa honum að stjórna spilinu everytime.

  Annars er þetta form bara tær snilld, ef að kraftaverkin gerast þá væri draumaniðurstaðan mín í deildinni þessi:
  1. Man City
  2. Chelsea
  3. Liverpool
  4. Arsenal
  5.Tottenham/Southampton
  6. Man Utd

 5. Það var athyglivert að lesa aftöðu margra þegar fyrirliðinn ákvað að söðla um. Maður las punkta eins og að peningar skiptu engu máli í þessu sambandi og að sjálfsagt væri að gangast við kröfu hans um fast sæti í byrjunarliðinu.

  Mér hefur aldrei þótt Gerrard henta leikstíl BR og vil sjá sem minnst af honum í byrjunarliðinu það sem eftir lifir tímabils.

  Vissulega gæti ég líka haldið langa lofræðu um feril SG og vona að reynsla hans og spyrnufærni muni nýtast liðinu vel í þau skipti sem hann mun koma inná af varamannabekknum.

 6. Djöfull er gaman að lesa þessa heimsklassa pistla á kop.is þegar gengið er gott.

  Þið pennarnir búnir að stíga upp á allt annað level með þessar frábæru greinar sem maður fær að lesa á nánast hverjum degi.
  Kannski er ég bara í einhverskonar sigurvímu en anskotin hafi það þið eigið skilið hrós!

  En nóg um það.
  Það var heldur betur búið að afskrifa hversu efnilegur þjálfari býr í Brendan Rodgers. Maður er ekki altaf sammála honum en hann er rétti maðurinn fyrir Liverpool og ég gæti ekki hugsað mér annan mann í þetta starf sem myndi gera betur. Það að hann breytti öllu liðinu og sneri genginu algjörlega við sýnir að maðurin er heimsklassa manager.

  Fyrir svona 2 mánuðum varð ég leiður bara af því að hugsa um þetta blessaða lið okkar, í dag er ég eins og krakki á jólum.

 7. Mjög áhugaverðar pælingar Eyþór og óþægilegar á köflum. Viðsnúningur liðsins hefur verið verið ótrúlegur frá því liðið steinlá gegn United en þó má ekki gleyma því að þetta var mögulegt með því að vera svona hrottalega langt undir pari í byrjun tímabilsins. Að fara úr 84% stigasöfnun í 49% þrátt fyrir að kaupa leikmenn fyrir 100m+ er ekki boðlegt. Rodgers á gríðarlega mikið hrós skilið fyrir að finna loksins lausn á vanda liðsins en fyrir mér er gengið nú mun nær því að vera eðlilegt hjá Liverpool heldur en þær hörmungar sem við sáum í byrjun tímabilsins. Fyrir því eru auðvitað margar ástæður sem búið er að greina vel.

  Veikleiki Liverpool í fyrra var varnarleikurinn og maður bjóst við því að stór sumargluggi myndi hjálpa til við að laga vörnina, þvert á móti var vörnin ennþá verri lengst af móti og sóknarleikurinn á sama tíma mátti alls ekki við því að missa Suarez og Sturridge báða og hafa ekkert (af viti) í staðin. Bættur varnarleikur er grunnurinn að betri sóknarleik sem skilar sér auðvitað í betri stigasöfnun. Það tók hálft tímabil að púsla liðinu saman og núna er það að spila eins og maður var að vonast eftir að liðið myndi gera eftir síðasta tímabil. Lærdómurinn næsta sumar verður að vera sá að hringla sem minnst með liðið og halda öllum okkar bestu mönnum.

  Mestar framfarir hafa verið hjá Mignolet og Skrtel undanfarið og það er alls ekki tilviljun. Þeir fá núna þá hjálp sem allt of oft hefur skort. Frammistöður og sjálfstraust eykst í takti við það. Sakho hefur náð sínum stöðugasta kafla í byrjunarliðinu síðan hann kom og munar heldur betur um minna, þetta er rosalegur varnarmaður sem við megum ekkert við því að vera án eins mikið og verið hefur. Hefðum við náð þessum 3-4 aukastigum sem uppá vantaði í fyrra með Sakho heilan? Emre Can hefur staðið sig frábærlega hinumegin og hjálpar mikið bæði varnarlega og ekki síður sóknarlega.

  Mesta breytingin er þó á því svæði sem ég hafði mestar áhyggjur í nýju leikkerfi, miðjunni. Tölfræðin sem Eyþór sýnir varðandi Gerrard er ekki falleg og þetta er að ég held alls ekkert allt einskær tilviljun. Gerrard átti í gríðarlegu basli á miðjunni í allt of mörgum leikjum og var hreint út sagt farþegi varnarlega. Þetta stórbatnaði þegar Lucas kom loksins inn í sína stöðu fyrir Gerrard og Henderson við hliðina á honum er gríðarlega mikilvægur líka. Gerrard var þar fyrir utan að spila allt of marga leiki. Ákvörðun hans um að tilkynna strax í janúar að hann yrði ekki áfram held ég að hafi losað töluverða pressu af Rodgers. Við komum auðvitað til með að sakna Gerrard illa á næstu árum en á móti sjáum við það líka núna strax að framtíð félagsins er mjög björt þrátt fyrir að hann sé að stíga til hliðar. Aðrir leikmenn eru þegar byrjaðir að stíga upp og taka meiri ábyrgð.

  3-4-3 kerfið eins og ég kýs að kalla það (eða 3-4-2-1) nýtist síðan vængbakvörðum Liverpool gríðarlega vel og leysir mörg vandamál í þeirri stöðu. Útbrunnir meiðslapésar eins og Johnson og Enrique komast ekki í liðið og það er ekkert verið að treysta á þá lengur, enda ekki hægt. Moreno er ekki eins mikið undir smásjánni hvorki varnarlega né sóknarlega og er að leysa sitt hlutverk frábærlega undanfarið og skapar gott varnarmótvægi við sóknarbakvörðinn hægramegin. Hinumegin er Markovic að finna fjölina hjá Liverpool og Jordon Ibe var himnasending sem líklega slær hann úr liðinu. Rosalega gott að eiga annanhvorn þeirra til vara þegar hinn er ekki að standa sig. Þar fyrir utan eigum við Manquillo og Flanagan sem ég sé ekki komast í liðið á næstunni. Liverpool hefur ekki verið svona vel mannað á vængjunum í 25 ár a.m.k.

  Bakverðirnir fá mikinn stuðning varnarlega frá bæði aftara miðjuparinu sem og miðvörðunum, það hjálpar þeim mikið að vera meira stuðsningsnet heldur en aðal fókuspunkturinn. Nákvæmlega sama má segja um þá sóknarlega þeir teygja á vörn andstæðinganna og styðja vel við sóknartríóið og gefur þeim nauðsynlegt pláss. Coutinho nýtti þetta pláss vel gegn Southamton um helgina og Moreno átti seinna stóran þátt í öðru marki Liverpool.

  Holningin á liðinu hefur farið frá því að enginn er að spila sína bestu stöðu líkt og virtist vera raunin fyrir áramót í það nú virðast allir vera spila sína uppáhaldsstöðu og Rodgers er að finna sitt sterkasta lið. Það er ennþá erfitt að skilja hvað þetta tók langan tíma en gott að þetta er búið að breytast svona hressilega.

  Það að smíða hlutverk fyrir tvo sóknartengiliði er síðan snjallræði hjá Rodgers sem gerir fleiri leikmönnum liðsins það kleyft að spila sína stöðu og þarna er breiddin hjá Liverpool á pari við öll önnur lið í deildinni. Coutinho er ekki sami leikmaður og spilaði á vængjunum í byrjun tímabilsins. Sama má segja um Sterling sem er bestur í holunni en hefur líka bjargað sóknarleiknum frá fleiri leikjum með Lambert og Borini frammi. Gerrard og Lallana eru einnig best nýttir fremst á miðjunni og þar fyrir utan eru þetta sú staða sem Markovic og Ibe líkar best.

  Það gefur liðinu helling að fá Sturridge aftur inn en hann er ekki ástæðan fyrir þessum viðsnúningi. Hann eigum við að mestu inni ennþá og með honum virðumst við fá Balotelli inn líka.

  Frá því í janúar er eins og Liverpool hafi bætt við sig fjölmörgum leikmönnum. Mignolet er eins og nýr markmaður, Skrtel og Lucas fóru að nýtast Liverpool aftur eftir nokkra ára lægð. Ibe var viðbót sem engin bjóst við að kæmi inn í janúar og hvað þá með þessum látum. Sturridge er bókstaflega eins og nýr 40m sóknarmaður. Svona væri hægt að telja áfram. Allir gátu bætt sig töluvert og það er svo sannarlega betra seint en aldrei.

  Leikmannakaupin í sumar eru ekki alveg jafn hræðileg núna og þau voru fyrir áramót er enginn þeirra var að gera neitt af viti. Moreno er orðinn lykilmaður og virðist vera mjög góð kaup. Markovic hefur fundið fjölina vel og er farinn að sýna afhverju hann var keyptur. Emre Can virkar eins og rán um hábjartan dag. Lallana á ennþá helling inni en við sjáum vel að þarna er hörkuleikmaður. Leikmenn sem búið var að nánast afskrifa eins og Balotelli og Lovren eru farnir að sýna að kannski er hægt að nota þá þrátt fyrir allt. Þetta er erfitt fyrir Manquillo núna en hann er óþarfi að afskrifa strax. Lambert er síðan að spila það hlutverk sem honum var líklega ætlað að spila. Þetta er því alls ekki eins slæmt núna og fyrir 2-3 mánuðum.

  Næstu 4 deildarleikir eru svívirðilegasta prógramm tímabilsins, 0-6 stig og framhaldið verður afar erfitt, 7-9 stig og Liverpool á ennþá alvöru séns, 12 stig og okkar menn verða ekki stöðvaðir.

  Liverpool er að ná +80% stigasöfnun núna sem er titilform, verra en eftir áramót í fyrra er liðið var með 84% stigasöfnun. Líklega má það ekki fara mikið undir 80% ef 4. sætið á að nást á þessu tímabili og til að ná því má ekki tapa mikið af stigum gegn liðum eins og City, United, Chelsea og Arsenal. Allt lið sem hafa tekið af okkur stig nú þegar í vetur.

  Höfum þó í huga að deildin virðist vera erfiðari núna, eftir 26 umferðir í fyrra voru liðin í 3 og 4 sæti með 54 og 53 stig, reyndar stutt frá toppliðunum. Núna eru liðin í 3 og 4 sæti með 48 og 47 stig eða sex stigum minna. Everton var í 6. sæti á sama tíma í fyrra með 45 stig eða sama stigafjölda og sama sæti og Liverpool er núna eftir 26 umferðir. M.ö.o. þeir voru 8-9 stigum frá 3. og 4. sæti. Liverpool nú er 2-3 stigum frá þessum sætum.

  Næstu vikur verða spennandi, fagna því bara núna að geta aftur borið liðið nú saman við liðið á síðasta tímabili. Það sem meira er þá virkar liðið nú mun meira lið heldur en í fyrra og spilamennskan mun líklegri til framtíðar.

 8. Mjög góð grein held það sé ekki aftur snúið með þetta leikkerfi viðsnúningurinn á liðinu er það svakalegur að Rodgers getur í raun ekki farið aftur í gömlu leikkerfin sem hann var að nota. Þetta leikkerfi hentar flestum leikmönnum liðsins en það er þó nokkrir sem ég held að gæti þurft að finna sér annað lið. John Flanangan og Manqillo munu aldrei fita inn í þetta kerfi enda eru þeir varnarsinnaðir bakverðir og alls ekki kant/bakverðir .

 9. Ég hef verið stuðningsmaður nýja leikkerfið frá byrjun. Ég bendi jafnvel að við þurftum breyta um leikaðferð eftir tapið gegn Newcastle(nóv) og vildi prufa fara í 3-4-2-1 og hætta spilla bragðdaufa 4-2-3-1 kerfi.
  Ég fíla hugmyndafræði Rodgers sem vill spilla skemmtilega sóknarbolta en sama tíma sá ég galla í varnar skipulagi Liverpool hvort þeir spilluðu 4-3-3 eða demanta kerfið.
  Ég fannst við þurftum að þétta vörnina miðsvæðis með því bæta við þriðja miðverðinum og með því gefa bakverðinum meira frjálsræði sóknarlega og minni varnarskyldur. Einnig fannst ég eftir brottfar Suarez og meiðsli Sturridge þá höfðum við ekki tvö heimsklassa sóknarmenn til að spilla með tvö framherja og sama tíma áttum við slatta af sóknarmiðjumönnum sem voru illa notaðir á vængnum. Er ekki furða að það eru þeir(Lalllana og Kúturinn) sem voru fyrstir til að hrósa Rodgers að fara i þetta kerfi.
  Rodgers á hrós skillið hvernig hann hefur snúið gengi Liverpool við og vonandi heldur formið áfram.

 10. Þetta gengi kemur mér ekki á óvart. Fullt að nýjum leikmönnum að spila sig saman. Þetta tekur allt tíma.

  Það verður gaman að sjá framhaldið.

 11. Flottar pælingar hér á ferð.

  Held samt að við þurfum ekki svo glatt að rýna í einhvern stóradóm varðandi gengi á seinni hluta tímabils, fyrsta ár Rodgers var hann að læra á klúbbinn, í fyrra kemur þetta heim og saman við að SAS hrökk saman í gang eftir nokkra leiki saman og varð magnaðasta sóknartríó Evrópu utan Barca og Real (og kannski með þeim líka). Í vetur var svo skipt um máttarstólpa og alltaf var líklegt að erfitt yrði í byrjun, þó sérstaklega eftir að Sturridge meiddist. Þó að ekki sé á nokkurn hátt að réttlæta hversu djúp lægðin var þá var alltaf viðbúið að lægðin yrði einhver.

  Leikkerfið fann hápressuna, eða öfugt, miðað við í fyrra. Ég hef ekkert verið hrifinn af þriggja manna vörn með vængbakvörðum en hrífst af því hvernig þetta kerfi er útfært. Það fær hins vegar stór próf nú á næstunni sem hristir það vel til. En ég held að ef að við náum að halda upp þeim tveimur þáttum sem hafa skinið í gegn undanfarið, stundum báðir í einu.

  Þar er annars vegar óbilandi trú á því að pressan skili okkur mörkum og síðan einfaldlega miklu ákveðnari varnarleikur. Ekki bara hjá Mignolet, Skrtel og Can sem auðvitað eru í því lykilstarfsmenn, en einbeitingin í gegnum liðið er mikil varnarlega og við erum í dag með flest clean sheet í deildinni. Já takk, Mignolet er efstur í keppninni um gullhanskann.

  Svo er það umræðan um Lucas, Gerrard og önnur peð í jöfnunni. Vissulega skipta allir einstaklingar máli, en þegar að “hollning” liða er á þann hátt sem okkar er hjálpar það gríðarlega til. Nú höfum við spilað 4 leiki án Lucas Leiva og unnið þá alla. Þýðir það þá að Lucas skipti engu máli…eða hvað? Auðvitað ekki, vinna alls liðsins er nú farin að slá í ákveðinn takt og þá hjálpast allt það að sem vann öðrum í mót áður. Joe Allen lítur vel út, en það er stutt á milli, vel hefði verið hægt að réttlæta það að hann gæfi víti og fengi rautt spjald á 4.mínútu gegn Soton og þá væri kannski tölfræðin í mót…og við kallandi eftir Lucas Leiva. Á sama hátt er enn verið að velta upp hlutverki Gerrard og þar munu ríkja endalaus viðhorf þangað til hann hættir. Hann er bara orðinn eitt peð í púslinu. Ekki það mikilvægasta eins og hann var í 10 ár minnst, sennilega meira. Heldur bara peð. Alveg eins og Balotelli, Lambert eða Moreno.

  Hann mun að sjálfsögðu nýtast þessu liði í vonandi þremur keppnum til vors. Engin ástæða til að troða honum í liðið og engin ástæða til að halda honum utan við frekar en öðrum.

  Það sem er auðvitað frábærast, allavega í mínum huga, er að liðið og þjálfarateymið vann sig út úr lægðinni án mikillar aðstoðar. Enginn nýr leikmaður keyptur í janúar, heldur traustið sett á 19 ára strák sem var nú ekki að gleðja marga. Mér fannst Rodgers frábær þegar hann var spurður út í bætta varnarleikinn og hann svaraði glottandi: “nú, nýi varnarþjálfarinn sem allir vildu ráða í desember ber ábyrgð á því”. Hann gerir sér semsagt alveg grein fyrir þeirri umræðu sem er um störf hans og ég fílaði það að hann hikaði ekkert við að glotta framan í okkur þegar að sjálfsögðu er komið í ljós að hann kann mörg ráð í varnarleik.

  En auðvitað er langt eftir. Liðið okkar er ungt og prógrammið vonandi stíft allt til 30.maí. Vel getur brugðið til beggja vona, það eru t.d. tvö stór próf framundan, í Tyrklandi og svo gegn City um helgina. Alveg gæti orðið dekkri pistill á mánudag, en líka heiðbjartur.

  Það er þó alveg ljóst held ég að það gengi sem hefur verið á liðinu síðan á Old Trafford sýnir að það er heilmikil uppbygging í gangi í klúbbnum og full ástæða til að vera bjartsýnn. Mörg vandamál hafa verið leyst og margt verið sett í grillið á ólíkum blaðamönnum og skríbentum sem voru tilbúnir að afskrifa…og eru sumir enn…Rodgers og liðið.

  Það er engin ástæða til að gera meira en það sem BR gerði, bara glotta út í annað yfir dánarfregnum liðsins okkar og stjórans, en horfa til þess sem framundan er og virkilega senda jákvæða strauma sem vonandi skila 4.sætinu og einum bikar til vors. Það væri frábært skref í rétta átt með þann efnivið sem er í höndum okkar.

  Ef aftur á móti við dettum niður fyrir 80% árangurinn í deildinni og náum ekki að fanga draumana, þá allavega er maður kominn með sterka tilfinningu fyrir því að við séum til langs tíma að horfa á feykilega skemmtilegt sóknarfótboltalið í alrauða búningnum, það finnst mér full ástæða til að gleðjast mikið yfir og ég veit að margir vinir mínir *hóst* United og Chelsea *hóst* öfunda mig af.

  Því það á að vera gaman að horfa á liðið sitt spila fótbolta…og það er heldur betur raunin í því uppleggi sem liðið okkar fer með inn í leikina nú frá áramótum”

 12. Nei, það er einmitt málið Maggi. Eitt tímabil eða tvö gætu verið tilviljanir. Árangur Rodgers hjá Swansea var einmitt í takt við þetta einnig. 35,1% stigasöfnun fyrri hluta tímabils og 47,4% þann síðari.

 13. Nú hafa margir haldið því fram að Mignolet sé komin með flest hrein lök í deildinni.
  Þetta er hinsvegar það sem ég fékk þegar ég spurði gúggla frænda að þessu

  1. Fraser Forster Southampton 12
  2. Ben Foster West Bromwich Albion 10
  3-4 ?ukasz Fabia?ski Swansea City 9
  3-4 Simon Mignolet Liverpool 9
  5. Joe Hart Manchester City 8

  Heimild:
  http://www.footballnewsguru.com/2014/09/epl-stats–top-scorers-assists-clean-sheets.html

  Er alls ekki að kvarta yfir hans frammistöðu. Er búin að vera frábær upp á síðkastið og mun bara bæta sig næstu árin

 14. Skil ekki afhverju Mignolet fær ekki 10 leiki skráða á sig. Hann kom vissulega inná sem varamaður gegn Burnley en hélt markinu hreinu.

 15. Fór aðeins að gúggla þetta og það eina sem ég finn er að markamaður þurfi að hafa spilað í 75 mín. án þess að fá á sig mark í viðkomandi leik.

  http://pbm.companyleague.com/DetailedScoring

  Er reyndar úr fantasy reglum en var það eina sem ég fann. Ef einhver er með betri skýringu að þá er ég ansi forvitinn yfir því að fá þetta á hreint.

 16. Það allra besta við þessa síðu er að pælingarnar og pistlarnir síðu-skríbentanna leiða af sér pælingar og pistla í kommentakerfinu. Frábært alveg 🙂

 17. Ein stærsta tilfærslan er að BR setti Henderson loksins á miðjuna í stað þess að vera með hann á kantinum. Jordan er orðinn það rosalega góður að það skiptir engu máli hver er með honum, Lucas, Gerrard eða Allen. Engin samsetning af miðjumönnum án Henderson hefur gengið upp en með hann á miðjunni getur BR sett hvaða leikmann sem er. Vinnslan er á við þrjá.

 18. Frábær pistill og skemmtilegar pælingar eins og alltaf hérna. Þvílíki lúxusinn að hafa þessa síðu enda er hún orðin stór partur af því að vera Púllari.

  Ég hef mikla trú á liðinu okkar og það var bara tímaspursmál hvenær það myndi hrökkva í gang. Því miður tók það of langan tíma hvað baráttuna um titilinn varðar en eins og menn benda á að þá ætti BR að vera búinn að undirbúa jarðveginn fyrir næstu árin með þessum unga mannskap og lausnum sínum.

  Við getum vel farið langt í UEFA og FA bikarnum ásamt því að ná 3-4.sæti. Það yrði fínasta mót fyrir okkur miðað við haustlægðina okkar.

  YNWA!

 19. Ég verð að segja að mér fannst alveg frábært þegar að Rodgers svaraði spurningu blaðamanns um bætta vörn væri útaf nýjum varnarþjálfara.
  Hann hefur alltaf haldið því fram að það sé ekki mikið mál að herða vörnina en það myndi bitna of mikið á sókninni, við kvörtuðum samt öll yfir því að hún væri ekki hert.
  Sýnir þetta að Rodgers hafi haft rétt fyrir sér eða á lið eins og City eftir að afsanna þá kenningu?

 20. Sorry sma útúr dúr strakar en er að pæla, er alltaf landsleikjahle i byrjun september ? Semsagt liverpool ekki að spila sirka fra 1 til 13 eda 14 sept ? Eða kemur þetta landsleikjahle stundum seinna i september ?

 21. Suarez leiðist ekki í kvöld!

  Kominn með tvö á móti City, á hálftíma!

 22. Það verður ekki flókið að spila á móti þessu firmaliði á sunnudaginn.

  Taka bara einn Suarez á’ðetta.

  YNWA

 23. Það er eiginlega magnað að sjá yfirburði Barca gegn stóra bróður í Manchester. Spurning hvort að það myndi virka betur fyrir City að skipta yfir í Long ball United taktík.

 24. Margar fínar pælingar hérna en rétt skal þó vera rétt: Bæði Southampton og Chelsea hafa haldið hreinu oftar í deildinni en við á þessu tímabili eða 12 sinnum alls. WBA er svo með 10 eins og við.

  Hér er staðan á markvörðunum frá Squawka sem fær sína tölfræði frá Opta þannig að reikna má með því að hún sé góð og gild. Mignolet sannarlega haldið hreinu 10 sinnum og ætti eiginlega að vera í 2.sæti þar sem hann hefur spilað færri mínútur en Foster (vona að linkurinn sé réttur): http://www.squawka.com/football-player-rankings#clean-sheets#goalkeeper-stats#english-barclays-premier-league|season-2014/2015#all-teams#goalkeeper#16#44#0#0#90#16/08/2014#24/02/2015#season#1#all-matches#total#desc#total

 25. Var að skoða away formið í deildinni og þar eru man city í 1 sæti á meðan við erum með níunda besta heimavallar árangurinn. Rodgers bara veður að hvíla 2-3 lykilmenn á fimtudaginn á borð við coutinho og mér finnst einnig að henderson verði að fá hvíld ásamt daniel sturridge svo er hægt að grípa í þá af bekknum ef þess þarf. við erum með 3 aðra framherja í hópnum og ef ekki á að nota þá núna hvenær þá ,ég átta mig á því að sturridge þarf að komast í betra leikform en hann hefur engu að síður verið að fá slatta af mínotum miðað við meiðslin sem hann var að koma úr. 2 af lykilmönnum besiktas eru í banni og svo á víst demba ba að missa af leiknum vegna meiðsla. Við höfum fengið á okkur 7 mörk í síðustu 5 leikjum á anfield og aðeins einu sinni haldið búrinu hreinu. í fyrri helmingnum af tímabilinu mistókst okkur að sigra Man city,Chelsea,Utd og Arsenal og þetta verður að breytast ef við ætlum okkur að ná í top 3.

 26. Frábær pistill og frábær komment.

  Eitt sem hefur kannski ekki komið nægjanlega skýrt fram er að núna hefur maður einhvern veginn minni áhyggjur af því að liðið klúðri málunum. Ekkert slip-up líklegt. Þeir geta farið í stóra leiki og það er erfitt að skora gegn Liverpool, það er erfitt að spila við þá, þeir eru harðir og fastir fyrir og erfitt og leiðinlegt að spila gegn. Það eru fleiri leikmenn að kovera fyrir þau mistök sem eru gerð – fyrst og fremst auðvitað þriggja manna varnarlínan.

  Það er alveg rétt að margir leikmenn hafa fengið uppreisn æru síðustu tvo mánuði eða svo. Þetta eru auðvitað allt samverkandi þættir, liðið er farið að finna sig betur, nýir leikmenn að koma inn, Lucas áhrifin+þriggja manna vörnin, og fleira og fleira. Ég hef sterkan grun um að Lovren eigi jafnvel eftir að koma sterkur inn, því líklega þarf Can að fara að koma inn á miðjuna í auknum mæli. Allen og Henderson geta ekki spilað alla leiki á miðsvæðinu.

  Hvort síðan þetta kerfi sé komið til að vera er ómögulegt að segja. Ég hef grun um að þrátt fyrir það sem lýst er hér að ofan, um að flestir leikmennirnir njóti sín vel í kerfinu, sé alltaf vilji hjá stjóranum að fara í hefðbundnara kerfi. Hann hefur oft talað um sitt uppáhaldskerfi og ég held hann hafi alltaf tilhneigingu til að vilja færa sig aftur þangað. En það er akkúrat engin ástæða til þess núna – amk. meðan liðið nær að knýja fram góð úrslit í nánast hverjum leik.

  En rétt eins og Barcelona og ekki síst Suarez vinur oss “expósaði” Man City, þá geta þeir hæglega gert það sama við okkar lið. Mér fannst frekar djarft hjá Rodgers að tefla fram Markovic og Ibe á köntunum gegn Southampton, ég hef grun um að það verði Johnson og Moreno gegn City. Fínt að nota Enrique/Manquillo/Markovic/Ibe gegn Besiktas og spila svo eilítið varnarsinnaðra gegn City.

 27. Smá off topic, en nú er Teixeira búinn að skora 6 mörk fyrir Brighton, og hefur 6 sinnum verið valinn maður leiksins. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig hann á eftir að þroskast á næstu mánuðum, og hvort hann fái sénsa með aðalliðinu á næstu leiktíð. Mögulega er næsta ár of snemmt fyrir hann, en kannski kemur hann inn í janúarglugganum eftir ár, svipað og Ibe.

 28. Stóru prófin eru ennþá eftir. Við eigum eftir að spila við fjögur stigahæstu liðin – sem þýðir að það eru 12 stig í pottinum. Ef liðið ætlar sér að halda sínum dampi verður að nást góð stigaöflun í þessum leikjum sem er hægara sagt en gert. T.d tap gegn Man City og Chelsea og jafntefli gegn Arsenal og Man Und þýðir 10 stiga tap sem ég held að þýði að Liverpool er ekki að fara að keppa um Evrópudeildarsæti en ekki meistaradeildarsæti á þessu tímabili.

 29. Samkvæmt Bleacher Report eru Henderson (ankle), Sakho (hip) og Johnson (illness) out fyrir leikinn á móti Besiktas. Sel þetta ekki dýrara en ég las það.

Southampton 0 Liverpool 2

Ataturk…Istanbul…2015