Southampton 0 Liverpool 2

Liverpool heimsótti spútniklið Southampton í dag og það er skemmst frá því að segja að okkar menn höfðu 2-0 útisigur í miklum rigningarleik.

Brendan Rodgers gerði þrjár breytingar á liði sínu í dag; Mamadou Sakho er með lítilvæg meiðsli á mjöðm og missti af þessum leik og þá hvíldi hann Alberto Moreno og Daniel Sturridge. Í þeirra stað komu inn í liðið Dejan Lovren, Lazar Markovic og Raheem Sterling.

Mignolet

Lovren – Skrtel – Can

Ibe – Allen – Henderson – Markovic

Lallana – Sterling – Coutinho

Bekkur: Ward, Kolo Touré, Johnson (inn f. Ibe), Moreno (inn f. Markovic), Balotelli, Lambert, Sturridge (inn f. Lallana).

Liverpool komst yfir strax á 3. mínútu; Phil Coutinho fékk boltann vel fyrir utan vítateig heimamanna, enginn lokaði á hann svo að hann lét bara vaða og smurði knöttinn upp í slána, niður á marklínuna og svo upp í þaknetið. Ótrúlega flott mark, eitt af mörkum leiktíðarinnar í Úrvalsdeildinni, og okkar menn strax komnir yfir.

Restin af hálfleiknum fór í miðjumoð og baráttu. Rok og rigning gerði mönnum erfitt fyrir og tæklingarnar flugu í bleytunni án þess þó að liðin sköpuðu sér mörg færi. Helst bar á góma að dómari leiksins, Kevin Friend, veifaði í burtu vítaspyrnuheimtingar í fjórgang í hálfleiknum. Fyrst, strax á fyrstu mínútu þegar Ward-Prowse datt fyrir framan Can á leið inn í teiginn. Það fannst mér ekki vera víti. Svo strax á 4. mínútu, í fyrstu sókninni eftir að Coutinho skoraði, virtist Joe Allen bregða leikmanni Southampton (sá ekki hverjum) og mér fannst það vera svona líklegasta brotið, en enn gaf Friend ekkert. Um miðjan hálfleikinn var Raheem Sterling svo felldur inní teig Southampton en Fonte virtist ná boltanum áður svo sennilega var rétt að gefa ekkert þar. Í lok hálfleiksins fékk Dejan Lovren svo boltann í hönd innan teigs en það var klárlega bolti í hönd og höndin niður með síðu búksins, erfitt að gefa víti þar.

Okkar menn fóru því með 1-0 forystu í hálfleik og gerðu bæði liðin breytingar. Markovic hafði átt erfiðan hálfleik og var tekinn út af fyrir Moreno á meðan Ronald Koeman setti bæði Schneiderlin og Saido Mané inná til að reyna að lífga upp á sóknarleik heimamanna.

Það gekk þó ekki, ég man varla eftir að þeir hafi ógnað marki Simon Mignolet í seinni hálfleik og á 73. mínútu innsiglaði Sterling sigurinn með marki úr nánast einu sókn Liverpool í seinni hálfleik. Fátt um fína drætti en niðurstaðan 2-0 sigur.

Maður leiksins: Það voru ekki margir með stórleik í dag. Mignolet hélt áfram að vera mjög traustur í markinu og vörnin stóðst allt sem á hana kom. Lovren var slakur í fyrri hálfleik en átti miklu betri leik eftir hlé, jafnvel með gult spjald á bakinu sem var flott að sjá. Emre Can var góður, nú vinstra megin í þriggja manna línunni. Á miðjunni voru Jordan Henderson og Joe Allen mjög góðir, þeirra hlutverk var aðallega varnarlegs eðlis í dag þar sem heimamenn voru meira með boltann og sóttu meira en þeir gripu mjög vel inní og voru þéttir. Jordon Ibe hefur verið valinn maður leiksins í fyrstu þremur leikjunum síðan hann kom til baka úr láni og því var kannski kominn tími á að hann væri dapur í dag, eins og Markovic hinum megin. Sóknarmennirnir þrír gerðu lítið annað en að skora tvö mörk, eins undarlega og það kann að hljóma.

Minn maður leiksins í dag er MARTIN SKRTEL. Hann tók Graziano Pelle og stakk honum í rassvasann og átti hverja innígripstæklinguna á fætur annarri til að bægja hættu frá, auk þess að halda utan um og stýra vörn sem hafði tekið talsverðum breytingum frá því sem hefur verið undanfarið (Can yfir til vinstri, Lovren inn).

Þetta var í fimmta sinn í síðustu sex deildarleikjum sem liðið heldur hreinu, hreint ótrúleg tölfræði og er Simon Mignolet nú allt í einu orðinn sá markvörður sem hefur oftast haldið hreinu í deildinni! Það er ekki síst frábærri frammistöðu Martin Skrtel að þakka og það er virkilega kærkomið að hann sé búinn að finna formið sem hann var í fyrir ári.

Aðeins um leikinn sjálfan að lokum: fyrr í dag sáum við Tottenham og Everton tapa stigum á heimavelli, og bæði lið virkuðu þreytt eftir að hafa spilað í Evrópudeildinni á fimmtudag. Að sjá Liverpool-liðið fara því á gríðarlega erfiðan útivöll, við erfiðar aðstæður og án fjögurra máttarstólpa (Sakho, Gerrard, Lucas, Sturridge) og vinna með því að halda hreinu? Þetta er einfaldlega RISASTÓR sigur fyrir okkar menn.

Staðan í baráttunni um 3.-4. sætin er þessi: Arsenal eru 3 stigum á undan okkur, United 2, Southampton 1 og Tottenham eru fyrir neðan okkur. Með þessum sigri hefur Liverpool einfaldlega stimplað sig að fullu inn í baráttuna um þessi sæti, þetta er ekki lengur langsótt heldur galopið. Það er frábært.

Hvernig tókst liðinu að koma aftur frá dauðum og í galopið færi á 3.-4. sætinu? Með þessu gengi hér:

2015

Þetta er gengi liðanna á árinu 2015, og það á eftir að bæta við þessa töflu 3 stigum fyrir sigurinn í dag. Þetta er einfaldlega frábær viðsnúningur og það verður að gefa bæði Brendan Rodgers og liðinu fullt hrós fyrir að koma svona sterkir til baka. Ég hafði á köflum ekki trú á að þeir gætu þetta.

Fram undan í næstu viku eru seinni leikurinn gegn Besiktas og svo Manchester City á Anfield eftir viku, í næsta deildarleik. What a time to be alive!

57 Comments

 1. Vá hvað mér finnst liðið eiga mikið hrós skilið fyrir þennan sigur. Undir þessu brjálæðislega leikjaálagi, á móti dúndurliði, ótrúlega mikilvægur leikur miðað við stöðuna og úrslit helgarinnar og liðið nær að hanga á þessu, spila skipulega, vinna sig smám saman inn í leikinn og sigla þessu svo í höfn. Þroski og seigla ef eitthvað er það. Og meðalaldurinn undir 24 árum!

  Rodgers á sannarlega hrós skilið líka. Notar hópinn, duglegur að skipta og treystir sínum mönnum.

  Frábært, alveg frábært.

 2. Stórkostleg úrslit á gríðarlega erfiðum útivelli. Úrslit helgarinnar voru einnig frábær. Mignolet er klárlega maður leiksins að mínu mati.
  Og svo þetta:

  [img]http://giant.gfycat.com/LightheartedSmoothHammerheadshark.gif[/img]

 3. Stórkostleg úrslit! Þá er bilið upp í 4. sæti eiginlega alveg horfið, var á bilinu 7-9 stig fyrir örfáum vikum.

  Eigum eftir að spila við Man Utd á Anfield og Arsenal og Man Utd eiga innbyrðis leik í næstsíðustu umferðinni. Galopið.

 4. [img][/img]

 5. Ekki kannski fallegasti sigurinn eða besti leikur Liverpool en klárlega mikilvægur og Liverpool núna 3 stigum frá 3 sætinu og aðeins 2 stig í 4 sætið.

 6. Já okei ykkar menn bara óstöðvandi! og ég segi þetta verandi manutd maður. Respect á brendan að rétta skútuna við. Þetta verður flott barátta á milli fornfrægra klúbba. let the games begin hehehe.

 7. 5 útileikurinn í röð þar sem liðið heldur hreinu og ef ég skildi þetta rétt þá hefur það ekki skeð hjá Liverpool í 30 ár. Frábær viðsnúningur á liðinu og manni leiksins Mignolet sem hefur svo sannarlega stigið upp á seinustu vikum.

  Risa risa sigur hjá okkur í dag og þetta lið er á rosalegu skriði og búið að éta upp stórt bil í topp liðin.

  Brendan Rodgers hefur látið mig éta minn sokk, það er nokkuð ljóst.

 8. Já, ætlaði einmitt að segja sama og #9. FIMM útileikir í röð án þess að fá á sig mark. Ótrúlegt!

 9. Ég held að ég hafi ráðið lögmál lífsins…biðst afsökunar á the source code sem fylgdi myndinni

 10. Algerlega frábær úrslit, frábær karakter, frábært, frábært, frábært!

  Vissulega vorum við, aldrei þessu vant, heppnir með dómgæsluna. Miðað við leikjaálagið eru þetta stórkostleg úrslit. Vörnin með Mignolet átti algeran stórleik, sérstaklega í seinni hálfleik. Mignolet hefur heldur betur troðið upp í okkur skítugum sokk. Sennilega maður leiksins.

  Var fyrirfram sáttur með 1 stig í þessum leik, en þetta er vel yfir væntingar. Hef samt pínu áhyggjur yfir framhaldinu. Rosalegt erfiðir leikir framundan með stuttu millibili, rosalegt álag á þetta unga lið okkar. Löng og erfið Tyrklandsferð framundan, leikur á fimmtudag og síðan City nk. sunnudag.

  Verðum að hrósa Rodgers fyrir að reyna að dreifa álaginu á leikmennina. So far hefur hann spilað algerlega frábærlega úr spilunum.

  Hvað notaði ég annars orðið “frábær(t)” oft í þessum kommentum mínum? 🙂

 11. Skrölti var valinn Barclay´s man of the match.

  Bara ef að okkar menn hefðu unnið Leicester á sínum tíma þá værum við jafnir Man Utd í 4-5 sæti.

  Frábær sigur og svo er bara að halda þessu áfram en það eru tveir ansi erfiðir leikir framundan Besiktas úti og svo City heima.

  YNWA!

 12. Frábær sigur hjá Liverpool á móti mjög sterku liði á útivelli.

  Fyrihálfleikurinn var ekki of vel leikinn en hann var fullur af drama og stórkostlegumarki. Síðarihálfleikur var meira svona þjálfaravæn og liðið okkar var þéttara og fengu heimamenn ekki mörg færi.

  Mignolet 8 einfaldlega flottur leikur en eina ferðina hjá stráknum.
  Lovren 6 átti solid leik. Var í vandræðum í fyrirhálfleik en í þeim síðari var hann mjög traustur.
  Skrtel 8 flottur leikur hjá trölla átti en einn flottan leikinn og finnst mér hann vanmetinn leikmaður.
  Can 6 átti svipaðan leik og Lovren. Solid leikur en var stundum tæpur þarna aftast en þetta er nagli sem á alltaf að byrja inná ef hann er heill.
  Henderson 8 – Ég hef oft séð hann hlaupa út um allt en hann var gjörsamlega út um allt í þessum leik. Vinnslan var sem sagt til fyrirmyndar og barátta.
  Joe Allen 7 – Rosalega er maður leiður á neikvæðinu gangvart þessum leikmanni en hann átti góðan leik í dag. Hélt boltanum, skilaði honum frá sér og var með þvílíkavinnslu á miðsvæðinu(þar sem hann og Henderson voru 2 gegn 3 miðjumönum Southampton).
  Ibe 7 átti í smá erfileikum varnarlega í fyrirhálfleik en það sjá allir sem vilja að þetta er sérstakur leikmaður sem gaman verður að fylgjast með í Liverpool búningnum í mörg ár. Alltaf ógnandi með boltan en þarf að laga varnarleikinn.
  Markovitch 5 – var einfaldlega í vandræðum í fyrirhálfleik og var ástæða fyrir því að hann var tekinn útaf.
  Coutinho 8 – Já fyrir svona mark þá fá menn svona einkunn. Það voru batamerki á hans leik miða við undanfarnarna leiki og svo fannst mér vinnslan hans þegar hann var setur á miðsvæðið til fyrirmyndar.
  Lallana 6 – Átti í erfileikum í fyrirhálfleik eins og allt liðið en hann er alltaf hættulegur með boltan og hleypur allan tíman.
  Sterling 7 – skoraði fín mark en var dálítið aleinn þarna fremstur og átti í erfileikum gegn sterkum miðvörðum en um leið og hann fékk smá pláss þá var hann stórhættulegur.

  Moreno 7- átti góðan hálfleik. Liðið lenti ekki í sömu vandræðum varnarlega og Markovitch og var duglegur að taka þátt í sóknarleiknum
  Sturridge 7 – kom inná og var mjög ógnandi og maður sér að hann er að komast í smá leikform.
  Glen – fáar mín og gerði lítið annað en að meiðast í öxlini.

  s.s frábært sigur á sterku liði og nú erum við komnir uppfyrir Tottenham og nálgumst meistaradeildarsæti en næsti deildarleikur er heimaleikur gegn Man City (sem tóku Newcastle 5-0 um helgina) sem verður gríðalega erfiður en það er ferðalag á fimmtudaginn til Tyrklands og þar eigum við góðar minningar(ætli maður horfi ekki á ákveðinn leik frá 2005 fyrir þennan leik)

 13. Mæli með að horfa á Sky Sports núna, þeir eru að fara yfir varnarvinnuna

 14. Að setja tvö mörk úti á móti liði sem fær varla á sig marlk ætti að bæta sjálfstraust og móral. Spái að þessi leikur sé upphaf að hægri siglingu Southampton niðu töfluna

 15. Hrikalega fullnægjandi eftir hjartsláttartruflanir og of háan.

  Mignolet frábær, Skrtel sterkur, Allen gerði algerlega sitt, Coutinho og Sterling setj’ann.

  Friend var sem betur fer kannski ekki hlutdrægur en hlédrægur í dag.

  Önnur sleggja framundan, City á Anfield.

  YNWA

 16. Ég tek hattinn ofan fyrir Brendan Rodgers, þvilíkur viðsnúningur á liði Liverpool sem byrjaði tímabilið skelfilega.
  Byrjunarliðið í dag var 23.4 ár ótrúlegt sjálfstraustið skín í gegn af þessum strákum.
  @LiverpoolData: Liverpool in the Premier League during 2015:
  DWWWDWW
  Clean sheets: 5
  Defensive errors: 0
  Goals: 12
  Chances created: 74
  Massive turnaround.

 17. Ótrúleg staðreynd Simon Mignolet er núna með flestar clean sheets á þessu timabili í PL.
  #alvörugæi #ferekkiheimaðvæla #þóttámótiblási

 18. Úfffff. Þetta var svo stressandi fyrir leik og svona more or less á meðan honum stóð.
  þar fyrir utan sátu landsþekktir utd menn á næsta borði og samkjöftuðu um einhverjar helvítis vítaspyrnur sem southampton átti að fá. Persónulega var ég að horfa á froðuna í bjórnum mínum í öll skiptin og get því ekki tjáð mig um umrædd atvik en tel það bara vera vitleysu því utd mönnunum fannst þau vera víti.

  Klárlega átti Sterling að fá víti eftir sópunina og leikurinn átti að klárast þar.
  Sterling kláraði þetta bara aðeins seinna svo ég kvarta ekki yfir því.
  Mignolet flottur “að vanda” en get ekki hætt að hugsa um Emre Can. What a man. Yfirvegun, leiðtogahæfileikar og fallegri en andskotinn.
  Gleðilegan dag drengir.

 19. Hvað varðar vítin þá vilja Henry og Carragher halda því fram að
  Can vs Djuricis ekki víti
  Seinna brotið á Djuricis víti
  Sterling atvikið ekki víti varnarmaður snerti boltan rétt áður.

 20. Úrval jákvæðra punkta:

  Flottur sigur, 3 stig, færðumst ofar í töflunni, mark Coutinhos glæsilegt, hreint mark, mikilvægar vörslur.

  En er einhver með link á síðuna sem sýnir samanburð síðustu (6) leikja? Gleymi alltaf að varðveita síðuna og finn hana ómögulega.

 21. Mark ársins hjá coutinho og Mignolet maður leiksins og með flest cleen sheets!!!!!
  Er mig að dreyma??

 22. 3 Arsenal 26 14 6 6 49:29 48
  4 Manch.Utd 26 13 8 5 44:26 47
  5 Southampton 26 14 4 8 38:19 46
  6 Liverpool 26 13 6 7 38:29 45
  7 Tottenham 26 13 5 8 41:36 44

  Það er bara 3 stig í 3.dja sætið núna engin munur á þessum sætum eftir 26 umferðir.
  Þetta er í okkar höndum að tryggja meistardeildasæti og þrátt fyrior alllar tölfræðispár hérna áður fyrr þá held ég að með þessari spilamennsku sem maður hefur séð þá séum við að fara ná því sæti og jafnvel gera atlögu að því 3dja.
  En þetta er allavega alvöru spilamennska hjá Liverpool þessa dagana og vikurnar 🙂

 23. Æðislegur sigur gegn sterkum andstæðingi.

  Mig langar að minnast á umræðu hér fyrir leikinn um hvor væri nú betri stjóri Koeman eða Rodgers. Ég ætla ekki að blanda mér í þá umræðu en ég er hæstánægður með minn stjóra. Þær efasemdir sem ég hafði um Rogers eru löngu á bak á burt. Við blasir að honum, og hans fólki, hefur tekist að búa til heilstætt lið sem hefur gæði en líka seigluna og úthaldið. Leikmenn sem vissu varla hvort þeir voru að koma eða fara spila núna frábærlega sem lið. Lovren stóð sig t.d. mjög vel í dag. Mignolet frábær í dag. Joe Allen var virkilega drjúgur og Moreno er að verða stórspilari. Way to go!

  Þetta er handbragð góðs þjálfara og geðveikt að sjá Brendan fara hamförum niðurrigndur á hliðarlínunni. Magnað stöff.

  Liðið í dag var ekki að spila áferðafallegan fótbolta en sigurviljinn og skipulagið var 100%.
  Brendan rules!

 24. #21 Keli

  Ég held að það sé því miður rangt hjá þér. Sýnist að Mignolet sé kominn með 9 clean sheet en Fraser Forster er enn með 12 clea sheet.

  En að leiknum. Þetta var ótrúlega öflugur sigur á erfiðu Southampton liði! Þessi leikur var frekar mikil andstæða frá leiknum á fimmtudaginn. Þar ógnuðum við mikið og fengum slatta af færum en vorum ekki að nýta þessi færi. Í dag vorum við ekki að skapa mikið og fengum ekki mörg færi en frábært mark Coutinho og mark Sterling dugðu. Varnarvinnan var fín þökk sé Skrtel að mestu leiti. Lovren átti nokkur moment þar sem ég var ekki alveg viss með hann og sama er að segja með Emre Can. Báðir mega þeir samt eiga það að hafa barist eins og ljón og komist vel frá sínu.

  Einnig þykir mér þetta orðið frekar fyndið hvernig menn virðast vera rísa upp eins og Lazarus hérna. Menn sem búið að var að slátra og áttu ekkert heima í Liverpool. Mignolet, Markovic, Sakho, Lucas og Balotelli eru allt nöfn sem maður hefur séð hrauna yfir á seinustu mánuðum en hafa allir komið til baka, mis mikið þó. Ég verð að segja að Allen er að nálgast þennan lista mjög hratt m.v. leikinn í dag og gegn Palace. Ég hef einnig fulla trú á að Lovren gæti bæst við á þennan lista.

  Þessi 3. og 4. sætis barátta er að verða rosalega! Aðeins 4 stig aðskilja 3 og 7. sætið. Það eru aðeins 4 stig sem aðgreina 2 CL sæti g 2 EL sæti! Leikurinn gegn City má ekki tapast!

  Ætla gefa leikmönnum stig hérna í lokin.

  Mignolet – 7: Virkilega ánægður með hans frammistöðu síðustu leiki og í dag var þar engin undantekning! Allir (og þ.m.t. ég) vildi nýjan markvörð í janúar en ég fullyrði að engin hefði komist jafn vel inn í liðið og Mignolet hefur gert núna. Kannski ástæðan fyrir því að Brendan Rodgers og Co. ættu ekki að hlusta á sófaþjálfara eins og mig!
  Can – 7: Er að verða pínu shaky í síðustu leikjum en á sama tíma er hann jafn solid og þýska stálið. Vantar samt frí fljótlega.
  Skrtel – 9: Maður leiksins!. Sá um að binda vörnina saman og steig varla feilspor. Honum mikið að þakka að við löbbuðum þarna burtu með clean sheet.
  Lovren – 7: Kom einnig vel út. Átti sín moment en var samt traustur og vann vel.
  Markovic – 5: Spilaði bara fyrri hálfleik og átti mjög erfitt með að verjast upphlaupum Southampton. Var réttilega tekin útaf í hálfleik. Það má samt ekki áfellast drenginn fyrir slíkt. Eins og Gummi Ben sagði réttilega þá er hann engin varnarmaður. Hann er sóknarmaður og því ekki hægt að búast við að hann spili eins og alvöru bakvörður.
  Ibe – 7: Menn á borð við Ibe hafa verið keyptir fyrir tugi milljónir punda. Ef þú býður mér Jordon Ibe eða Luke Shaw þá myndi ég ekki þurfa að hugsa mig lengi um. Þessi drengur hefur komið frábærlega inn. Hann var ekki alveg jafn öflugur núna eins og gegn Besiktas enda erfitt að nýta sinn mesta styrk í svona bleitu. En hann stóð sig vel strákurinn. Nú þarf Rodgers bara að meðhöndla hann jafn vel og Sterling.
  Allen – 7: Það eru margir sem eru að fá 7 enda voru mjög margir að spila vel þrátt fyrir að vera ekkert framúrskarandi. Allen var einn af þeim. Spilið rúllaði vel í gegnum hann. Hefði stundum vilja sjá aðeins betri varnarvinna frá honum en samt gerði hann það sem ætlast var til af honum og það með stakri prýði.
  Henderson – 7: Var á fullu allan tímann. Var duglegur að dreifa spilinu með Allen og vinna til baka. Ekki mikið meira hægt að segja um hans frammistöðu.
  Coutinho – 8: Fyrir utan markið þá kom ekkert sérstaklega mikið frá honum. En þegar þú smellir einum líkt og hann gerði þá áttu alveg skilið auka 2 í einkunn. Þvílíkt mark.
  Lallana – 6: Var einn af okkar slökustu leikmönnum en sóknarleikur okkar hefur oft verið meiri.
  Sterling – 7: Ef Sterling hefði ekki skorað hefði ég gefið honum 5-6 í einkunn. Hann átti mjög erfitt þarna einn uppi á topp gegn sterkum varnarmönnum Southampton. Það er svo sem ekki skrítið þegar spilið þróast líkt og í leiknum í dag.

  Moreno – 7: Vinstri vængurinn varð mun hættulegri um leið og Moreno kom inn. Hann bæði varðist og sótti betur en Markovic. Átti sinn þátt í 2. markinu.
  Sturridge – 6: Kom inn og átti nokkra fína spretti. Finnst hann samt oft reyna aðeins of mikið. Hann mun vonandi ná sínu besta leikformi nú í Mars.
  Johnson – 6: Var ekki lengi inná en stóð sig ágætlega. Ekkert meira um hans frammistöðu að segja.

 25. Algjörlega frábær sigur, hrikalega mikilvæg þrjú stig og mjög gaman að sjá liðið standast enn einn prófsteininn á þessu tímabili. Ótrúlegt að sjá þetta lið núna m.v. byrjun tímabilsins.

  Southamton var búið að hvíla í 11 daga á meðan Liverpool spilaði tvo leiki á sama tíma. Það sást augljóslega í þessum leik og ljóst að þetta Southamton lið er ekkert auðvelt við að eiga. Það er engin tilviljun að þeir eru ennþá í toppbaráttunni og ég efa að það verði mörg lið sem vinni þá bæði heima og heiman á þessu tímabili.

  Southamton menn verða eðlilega mjög pirraðir eftir leik enda nokkur stór atriði sem dómari leiksins sleppti en ég veit ekki hversu mikið Kevin Friend þarf að dæma “með” Liverpool til að vinna upp mínusinn sem hann er í nú þegar. Emre Can var heppinn að Friend dæmdi ekkert í byrjun leik, réttur dómur en Can bauð sannarlega hættunni heim. Joe Allen var mjög heppinn að Friend var fyrir aftan og ekki í góðri sjónlínu stuttu seinna því hann braut augljóslega af sér. Hinumegin átti Sterling klárlega að fá víti, breytir engu þó varnarmaður komist aðeins í boltann fyrst hann má ekkert strauja manninn inni í teig fyrir því. En frá þeirra sjónarhóli væri maður mjög pirraður eftir leik, höfum milljón sinnum verið í þerra sporum, sérstaklega eftir leiki sem Kevin Friend dæmir.

  Vendipunktur leiksins var þó þetta rosalega mark hjá Coutinho, sá hefur verið að æfa sig undanfarið, vá. Þetta hlítur að vera mark tímabilsins til þessa og óendanlega mikilvægt að komast yfir gegn þessu þétta liðið Southamton. Liverpool átti varla færi fyrstu 70.mínútur leiksins og því frábært að vera bara samt 0-1 yfir. Alltaf líklegt að liðið sem skoraði fyrst í viðureign þessara liða myndi klára dæmið, þökk sé Coutinho var það Liverpool.

  Leikjaprógrammið hjá Liverpool bíður ekki upp á svipaðar flugeldasýningar og við sáum reglulega á síðasta tímabili. Þetta snýst allt um að ná í öll stigin og besta aðferðin til að ná í þau er að halda a.m.k. markinu hreinu. Það eru okkar menn að gera og sóknarlega er liðið alltaf að verða betra og betra. Frammistaðan í dag var sýnikennsla í því hvernig góð lið ná í úrslit þrátt fyrir mikið álag og ekkert sérstaka spilamennsku.

  Frammistaða liðsins var mjög góð í erfiðum leik og við erfiðar aðstæður. Simon Mignolet var klárlega einn af a.m.k þremur bestu leikmönnum Liverpool í dag. Southamton átti alls ekki mörg færi í leiknum en hann gerði vel þegar á hann reyndi og hélt búrinu hreinu. Kominn með 10 leiki í deildinni núna án þess að fá á sig mark. Markmaður Southamton er með bestan árangur í vetur með 12 leiki. Mignolet nær því áður en tímabilið klárast.

  Fyrir mér var Liverpool svo að eignast nýjan og spennandi miðvörð í dag. Lovren fékk miklu meiri gagnrýni í fyrri hálfleik en frammistaða hans verðskuldaði og óx eftir því sem leið á leikinn. Hann hefur ekki spilað mikið undanfarið og eðlilega tók smá tíma fyrir hann að komast í takt við liðið en fyrir mér var Emre Can í mun meiri vandræðum hinumegin til að byrja með. Það hjálpar svo hvorugurm að báðir vængbakverðirnir eru sóknarmenn. Spennandi tilraun að hafa bæði Markovic og Ibe inná frá byrjun sem einfaldlega gekk ekki upp í dag. Markovic átti gríðarlega erfitt og öll holningin á liðinu batnaði mjög mikið er Moreno kom inná í hálfleik. Can fór strax að líta betur út og Lovren var góður í seinni þó maður hafi verið stressaður að hafa hann inná svona lengi á gulu spjaldi. En það tekur alltaf tíma fyrir miðverði að koma inn í lið og bara frábært ef liðið heldur áfram hreinu þó Lovren komi inn.

  Martin Skrtel var hinsvegar eins og klettur á milli þeirra og er maður leiksins að flestra mati. Á eftir Mignolet held ég að enginn sé ángæðari með þetta leikkerfi okkar en hann. Pelle tröllið í sókn Southamton er fjandi erfiður við að eiga og Skrtel pakkaði honum saman í dag.

  Moreno var mjög góður eftir að hann kom inná og klárlega einn af betri leikmönnum Liverpool. Clyne sást ekki í seinni hálfleik eftir að hafa verið mjög erfiður í þeim fyrri. Jordon Ibe hinumegin var mjög góður og segir það sitt að Markovic er tekin af velli á undan honum. Liverpool hefði þurft að borga 20-30m fyrir leikmann í þeim gæðaflokki sem Ibe er væri hann ekki þegar á mála hjá klúbbnum. Fáránlega spennandi leikmaður.

  Allen fannst mér vera góður í dag, enn einn leikurinn upp á a.m.k. 7 hjá honum að mínu mati. Hann var heppinn að fá ekki á sig víti en var þar fyrir utan að verja vörnina vel. Sóknarlega er hann þó bara ekki með. Henderson átti smá erfitt í fyrri en var mjög góður í seinni hálfleik.

  Lallana komst aldrei í takt við leikinn og virtist ekki liða vel gegn sínum gömlu félögum. Wanyama var reyndar ótrúlega sterkur hjá heimamönnum og virtist vera gjörsamlega allsstaðar. Coutinho hefur oft verið mun betri en þetta og virkar smá þreyttur undanfarið, hann var engu að síður verðmætasti maðurinn í dag og skoraði markið sem lagði grunninn að þessum sigri. Skotin hjá honum eru orðin mun markvissari og ef hann heldur áfram að hitta hann svona þá er ekkert sem getur stoppað þennan leikmann.

  Sterling fannst mér dapur í allan dag, hélt boltanum illa, komst ekki í nein færi og pressaði á pari við Balotelli lengst af fannst mér. Var búinn að óska eftir skiptingu lengi áður en hann skoraði og lét mig borða báða sokkana sem ég fór í þegar ég vaknaði. Fínir sokkar. Það hjálpaði honum og liðinu mikið að fá Sturridge inná, fínt að eiga slíkan mann bara á bekknum. “Good game son!”

  Það að Balotelli hafi ekki komið við sögu í dag sýnir kannski að ekki séu allir kátir með hann bak við tjöldin rétt eins og manni hefur fundist í kjölfar Besiktas leiksins. Mögulega hitti þetta þó bara svona á í þessum leik enda ekki hægt að gagnrýna neina af skiptingum Rodgers í dag.

  Byrjun tímabilsins er óbærilega óþolandi núna þegar liðið okkar er í þessu formi en þrátt fyrir allt er þetta very much game on hjá okkar mönnum núna. Það eru þrjú stig í Arsenal sem er í þriðja sæti og tvö stig í United sem er í því fjórða. Liverpool á leik gegn þeim báðum á næstunni. Prógrammið er búið að vera erfitt undanfarið og er fáránlega erfitt framundan en hvað um það, game on.

  Ein spurning að lokum, er ennþá einhver hérna svo fjandi með þetta allt á hreinu að hann myndi frekar vilja Koeman sem stjóra Liverpool frekar en Rodgers?

 26. Þetta gengi er farið að minna mig á runnið sem við áttum í fyrra fram að tapinu fræga gegn Chelsea.
  Ósigraðir á árinu og Rodgers búinn að komast aftur á bak við stýrið og vonandi siglir skútan grimmt í gegnum síðustu tólf leikina sem eftir eru í deildinni.
  Mignolet og Skrtl deila bónusinum hjá mér.
  Sjáumst á fimmtudag á Ataturk!

 27. Það munu kannski einhverjir væla yfir lélegri dómgæslu (manutd fönin aðallega) en mér fannst hún vera jafnslæm báðum megin.

  https://m.youtube.com/watch?v=q-9kPks0IfE

  F*R*I*E*N*D

  Mín viðbrögð við spyrnunni hans Coutinho á fyrstu mínútunum:
  “Hvað er hann eiginlegaaaaaAAAAAAAAAAAHHHHHHHHHHH VÁÁÁÁÁÁÁ!!!!”

 28. Stórkostleg helgi að baki. Massívur sigur í dag á geysisterku liði á einum af erfiðustu útivöllumum. Manju tapar, smurfs, chelskí tapa stigum og Stjarnan vann KR i körfubikarnum! Þetta lið okkar er frábært! Brendan Rodgers er svo sannarlega að vinna vinnuna sína og það vel. Helvítis byrjunin a tímabilinu gerir það að verkum að við erum ekki i titilbaráttu nuna en þetta er allt a réttri leið og vonandi helst hópurinn okkar nánast óbreyttur að mestu leiti í goðan tíma.
  Mig dreymir um mánudags podcast eftir þessa sigurtörn! ????

 29. Enn og aftur er Mignolet að gera gæfu muninn, þvílíkur markvörður sem hann er orðinn.

 30. Ég er alveg ósammála þér Kristján að Ibe hafi verið dapur, hann var að sinna sínu varnarhlutverki vel og var sprækur þegar hann fékk boltann.

 31. Þvílíkur lúxus sem það er að verða að fylgjast með þessu Liverpool liði.
  Allskonar skemmtileg statistík hrannast upp og liðið þokast upp töfluna hægt og rólega.
  Í næstu sex leikjum mætum við t.d. City, Utd og Arsenal þannig að ekki má láta deigan síga.
  Long may it continue ????

 32. Frábært að mæta Man utd núna, mikill stígandi í okkar leik en ekki hægt að segja það saman um þá. Eiginlega merkilegt að þeir skuli vera í topp fjórum ennþá…en við setjum þá vonandi fyrir aftan okkur núna í næstu leikjum. Mikið yrði það nú sætt 🙂

 33. Ef John Barnes væri dauður, þá myndi ég segja að Ibe væri Barnes endurfæddur. Svolítið erfiðara að útskýra þetta fyrst þeir eru báðir á lífi.

 34. Ég held að MOTD verði hér kl 22:30: http://cricfree.sx/watch/live/bbc-match-of-the-day-live-streaming

  Hérna má finna highlights úr leiknum: http://www.reddit.com/r/footballhighlights/comments/2ws2cz/southampton_vs_liverpool_premier_league_22feb2015/

  Og leikinn í heild sinni, fyrir fólk sem missti af honum: http://www.reddit.com/r/footballdownload/comments/2ws344/request_liverpool_v_southampton_220215/

  Þetta var svo fáránlega mikilvægur sigur í dag. Mikið betra að misstíga sig gegn City en í dag, ef maður þyrfti að velja. Þá er liðið a.m.k. ekki að gefa keppinaut um topp 3-4 stig í leiðinni.

 35. Á slæmum degi hefðum við getað verið manni undir og búnir að tapa leiknum eftir 5 mínútur.
  Kevin dómari gerði ekki mörg mistök átti samt að dæma tvö víti, á Allen og Fonte, örugglega hægt að rífast endalaust um dómarann. Frábært að sjá okkar menn berjast fyrir sigrinum allann leikinn.

 36. Stórkostlegur sigur í dag !! Vorum ekki að spila vel , en förum heim með 3 stig og hreint lak, gerist ekki betra. Leikmenn eiga hrós skilið fyrir sitt framlag í dag , eftir erfiðan leik á fimmtud var gott að ná góðum leik í dag og góðum úrslitum , gerir mönnum þetta auðveldara fyrir.

 37. Gódur sigur en vid vorum heppnir. Fyrsti sigurinn í vetur sem vid àttum virkilega ekki skilid ad vinna.
  Simon M. madur leiksins!

 38. Filmon sýnir alltaf MOTD í beinni, og svo verður þetta komið inn á Víetnömsku síðuna í fyrramálið (feeds.lfc.vn)

 39. Eru menn ekki líka almennt mjög sáttir með það að vera mæta City næstu helgi? Ég gæti ekki hugsað mér betri tímasetningu. Þeir eru í búnir að vera í lægð, þ.e.a.s. amk fram að leiknum í gær og svo eiga þeir gífurlega erfiðan leik á móti Barcelona á þriðjudaginn.

 40. Algerlega sammála um val manns leiksins. Skrtel var eins og fjallgarður og Mignolet sem veggur á bak við hann. Það sem sá maður hefur tekið sig á!!!

 41. Ég er nota bene 100% sammála varðandi mann leiksins í skýrslunni. Martin Skrtel er búinn að spila fáránlega vel í þessu 343/3421 kerfi undanfarið, búinn að vera algjör klettur. Bara skallaboltarnir sem hann vann í dag voru þvílíkt til útflutnings. Hann gjörsamlega slökkti á Pelle og félögum.

  Þetta helst samt allt í hendur; sjálfstraust Mignolet, vörnin í heild sinni o.s.frv. En við erum að tala um ca 500 mínútur í deildinni á útivelli án þess að fá á sig mark?! Hvað er það? Ég veit ekki hvað það er, en lengi megi það halda áfram. 🙂

 42. afhverju er ekki city leikurinn næstu helgi á ethiad ? gætum allavegna bókað stig 😉

 43. Spilamennska liðsins í gær var ekki sú fallegasta sem við höfum fengið að sjá í vetur en frammistaðan var engu að síður frábær. Það er greinilega smá þreytumerki á nokkrum leikmönnum liðsins sem hafa þurft að spila marga leiki án almennilegrar hvíldar í vetur, leikjaprógramið hjá liðinu er búið að vera virkilega þétt – ég sá einhvers staðar tölur um hve þétt prógramið var og hve langt var að meðaltali á milli leikja hjá liðinu undanfarið en finn ekki í fljótu bragði, það var allavega nokkuð þétt. Liðið búið að spila í 2-3 leiki í viku í nokkra mánuði, það segir til sín.

  Það mátti vissulega ekki mikið út af bregða hjá liðinu í dag. Southampton, sem eru mjög sterkir, pressuðu stíft og voru ógnandi en þökk sé frábærum varnarleik Liverpool kom nær ekkert af ráði út úr sóknum Southampton og ef eitthvað slapp í gegnum vörnina þá var nýr og endurbættur Simon Mignolet reiðubúinn til að redda því sem redda þurfti.

  Ég fylgdist með á Twitter þegar liðið var tilkynnt og fannst svakaleg histería í kringum þetta liðsval. Mér fannst þetta í sjálfu sér ekkert svo galið – sumir á timeline-inu mínu virtust bara vilja gefa leikinn því Liverpool myndi ekki eiga roð í þetta Southampton lið. Það þurfti að gera nokkrar breytingar vegna meiðsla og álags sem er nauðsynlegt að gera og allt í góðu með það.

  Fannst spennandi í upphafi að sjá Ibe og Markovic í bakvörðunum, sérstaklega þar sem ég hélt og vonaði að Ibe myndi færast yfir á vinstri vænginn og Markovic vera á þeim hægri. Ég hlakkaði mikið til að sjá Ibe geta ‘cut-að’ inn frá vinstri á skotfótinn sinn en hann stóð sig enn og aftur vel úti hægra meginn svo ekki mikið hægt að gremja sig á því. Var hins vegar svektur með Markovic þarna vinstra meginn og hann var í basli. Moreno kom öflugur inn, hélt Clyne niðri og átti stóran þátt í seinna markinu. Þessar vængbakvarðarstöður eru að henta mörgum okkar leikmönnum mjög vel og er afar spennandi að fylgjast með þeim sem eru að spila þær.

  Miðjan var á sinn hátt nokkuð fín þó hún hafi ekki stjórnað spilinu þá fannst mér Henderson og sérstaklega Allen vinna mjög góða vinnu fyrir liðið. Allen er að koma fínt inn í liðið fyrir Lucas, fannst hann flottur gegn Besiktas og Tottenham og stóð sig fínt í gær. Coutinho datt svolítið inn og út úr leiknum fannst mér en hamingjan hjálpi mér hvað þessi strákur getur gert upp úr engu! Frábært mark frá honum!

  Lallana því miður fann ekki taktinn í gær og var hálf týndur fannst mér. Búinn að vera heilt yfir nokkuð flottur í vetur en á enn slatta inni og á eftir að eiga marga betri leiki en þennan. Að skipta honum út fyrir Sturridge var mjög góð skipting að hálfu Rodgers.

  Miðverðirnir þrír voru flottir í dag. Can var nokkuð fínn þó hann hafi líkt og Lovren byrjað svolítið á afturfótunum og tóku smá tíma til að finna taktinn en þeir stóðu sig heilt yfir vel í gær. Skrtel, sem var okkar besti varnarmaður í fyrra en lenti líkt og aðrir leikmenn liðsins í basli í upphafi móts, er heldur betur að njóta sín í þessari þriggja manna varnarlínu. Hann fær tíma til að einblína á að dekka aðalframherja mótherja liðsins og spilar það mikið inn á hans styrkleika og er hann búinn að vera frábær þarna í hjarta varnarinnar.

  Þegar Liverpool seldi Luis Suarez þá fannst manni tvær leiðir færar hjá Liverpool til að byggja upp nýja liðið á þessari leiktíð. Í fyrsta lagi þá hefði Liverpool getað fjárfest í enn fleiri mörkum og haldið áfram þessum high risk – high reward fótbolta þar sem mörk voru númer 1,2 og 3 eða að reyna að finna betra balance á milli varnar og sóknar. Miðað við kaup liðsins í sumar þá virtist seinni möguleikinn hafa verið valinn. Moreno, Manquillo og Lovren voru fengnir til að auka breiddina og gæðin í vörninni. Markovic, Lallana áttu að koma með aukinn sóknarþunga frá kantinum/holunni, Can kom inn sem nokkurs konar jack of all trades og Lambert og Balotelli áttu að berjast við Sturridge um sæti í liðinu.

  Það gekk illa að finna jafnvægið. 4-2-3-1/4-3-3 útfærslan sem Rodgers hamaðist við að fá til að virka gekk ekki upp en með því að breyta kerfinu hefur honum tekist að finna leið til að ‘hámarka'(vonandi ekki, vonandi eiga þeir enn meira inni!) leikmannahóp sinn líkt og hann gerði í fyrra þegar hann setti upp demantskerfið. Stórt hrós á Rodgers. Margir leikmenn sem virtust ganga illa að finna sig í liðinu og að átta sig á hlutverkum sínum hafa fengið endurnýjun lífdaga, sjálfstraustið eykst og frammistaðan verður betri með hverjum leiknum sem líður. Mjög jákvætt.

  Það eru margir stórir og erfiðir leikir framundan hjá liðinu en liðið er núna í bullandi keppni um Meistaradeildarsæti og er frábært að þrátt fyrir að liðið virkaði í þroti fyrir nokkrum mánuðum/vikum síðan er liðið á sama stað og þau lið sem eiga að hafa verið að gera gott mót. Lið virðast vera farin að hræðast Liverpool aftur sem er frábært, þau búast kannski ekki við því að þau þurfi að sækja boltann jafn oft í netið hjá sér eins og í fyrra en liðið er orðið svakalega þétt, getur stjórnað leikjum og er líklegt til að nýta sér mistök mótherja sinna og refsa þeim. Liðið er komið með þétta breidd og getur núna loksins hent sterkum mönnum inn af bekknum og tekið þannig yfir leiki og breytt þeim. Frábært!

  Rodgers og lærisveinar hans eiga hrós skilið fyrir frábærar frammistöður undanfarið. Rodgers hefur aðeins tapað fjórum leikjum eftir áramót á þeim leiktíðum sem hann hefur stýrt liðinu sem er frábær árangur og miðað við framfarirnar og þéttleikann í liðinu gæti maður vel trúað að þeir verði ekki margir sem munu bætast við í þennan hóp (7-9-13, knock on wood og allt það!)

 44. Sælir félagar

  Frábær leikur, frábær úrslit, frábær dagur, frábær mörk, frábær sigur gegn frábæru liði í frábæru veðri . . . eða nei. Það var skítaveður. Ég hafði miklar áhyggjur af þessum leik og niðurstaða hans var óendanlega mikill léttir. Dómari leiksins lélegur að vanda og bitnaði það á báðum liðum. Þó má segja að andstæðingurinn hafi fengið eitthvað minna fyrir sinn snúð hjá honum og var það kærkomin tilbreyting.

  Ég er hrikalega sáttur við niðurstöðuna því ég hafði miklu meiri áhyggjur af þessum leik en MC leiknum um næstu helgi. Nú er bara spurning hvernig liðið kemur undan leiknum í Tyrklandi. Komist menn nokkurnveginn óskaddaðir frá honum er alveg möguleiki að vinna MCá sunnudaginn kemur.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 45. #54, kannski þar sem liðin eru búin að spila á Etihad á tímabilinu

Liðið gegn Southampton

Mánudagspælingar