Liðið gegn Southampton

Það er eitthvað í loftinu, eftir úrslit helgarinnar er einfaldlega risastór leikur fram undan á St Mary’s!

Byrjunarlið Liverpool er sem hér segir:

Mignolet

Can – Skrtel – Lovren

Ibe – Allen – Henderson – Markovic

Lallana – Sterling – Coutinho

Bekkur: Ward, Johnson, Touré, Moreno, Balotelli, Lambert, Sturridge.

Sakho er ekki einu sinni í hóp í dag og er því væntanlega eitthvað meiddur. Sturridge og Moreno eru sennilega hvíldir. Í þeirra stað koma í liðið Lovren, Markovic og Sterling.

Áhugavert. Vonum að Rodgers sé að lesa hárrétt í leikinn með því að taka Sturridge og Moreno út. Virðist ekkert hafa haft aðra valkosti í stöðunni en að setja Lovren inn fyrir Sakho.

Lið Southampton:(Uppfært: Babú, var rangt upphaflega)

Forster

Clyde – Yoshida – Fonte – Targett

Davis – Wanyama
Elia – Ward-Prowse – Djuri?i?

Pelle

Bekkur: K. Davis (GK), Gardos, Schneiderlin, Gardos, Long, Mané, Tadi?, Reed.

Sterkt lið hjá heimamönnum líka. Þetta verður rosalegur leikur. Koma svo!

YNWA

139 Comments

  1. Var spenntur þar til ég sá Allen inná og varð þá stressaður og smá leiður. Áfraaam!!!

  2. Stórfurðulegt að byrja með báða strækerana á bekknum. Neita að trúa að BR ætli að spila uppá jafntefli í þessum leik.

  3. Marcovic inn á fyrir Moreno. Sterling fyrir Sturridge og Lovren fyrir Sakho.

    þetta verður fróðlegt. Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að það er enginn alvöru framherji í liðinu. Það sem kemur á móti er að það er glás af teknískum og snöggum mönnum þarna. Greinilega lagt upp úr því að pressa hátt upp völlinn. Enginn farþegi í byrjunarliðinu.

  4. Hefði viljað sjá Coutinho fá hvíld í staðinn fyrir Sturridge og hugsanlega Kolo í vörnina þarna í staðinn fyrir Sakho.

    Ef staðan verður ennþá jöfn í seinni hálfleik erum við með gríðarlega öflugar byssur á bekknum til að valda andstæðingunum usla. Verð bjartsýnn ef við eigum ennþá séns á 70. mínútu.

  5. Uppfærði færsluna m.v. þetta lið. Schneiderlin, Tadic og Mane byrja ekki.

  6. Verðum vonandi ekki búnir að tapa leiknum áður en framherjarnir koma inná

  7. Var spenntur þangað til að ég sá kommentið frá Dassanum og varð smá leiður við að sjá það.

    Must win leikur fyrir okkar menn!

    YNWA!

  8. Þrír strikerar á bekknum. Átti ekki von á því. Sjáum hvað setur.

  9. Allen og Hendo eru ekki að fara vinna miðju baráttuna gégn Schneiderlin og Wanayama. Strákarnir í hringum þá verða heldur betur að vera sprækir.

  10. guð minn almáttugur eina leiðin til að sigra þá var að blása til stórsóknar svo er enginn striker i liðinu en sjáum hvað setur koma svooo

  11. Ég reikna með að Southampton eigi eftir að éta miðjubaráttuna. Við erum samt hepnir að Schneiderlin sé ekki með. Hinsvegar eru J. Ward-Prowse og Steven Davis frábærir miðjumenn. Sá síðarnefndi klárlega einn af vanmetnustu leikmönnum deildarinnar að mínu mati.

    Þetta fer 1-1 og því miður held ég að Rodgers sætti sig við jafntefli. Sigur yrði hinsvegar risastór yfirlýsing – e-ð sem við þurfum á að halda í baráttunni um Meistaradeildarsætið.

  12. Úff þetta er einfaldlega stærsti leikur okkar a þessu tímabili. Eg er hundfúll og vildi bæði balotelli og sturridge inná a kostnað lallana og coutinho en svo er ekki.

    Verðum að taka 3 stig. Þessi leikur sker úr um það hvort við ætlum að berjast um 3 eda 4 sætið eða bara ekki.

    Er skithræddur við þennan leik og þori ekki að spá

  13. Vona að Rodgers sé ekki að fara að sætta sig við stigið. Við erum í dauðafæri á að saxa á þessi lið. Munum eflaust aldrei gera það ef við nýtum ekki sénsinn í dag. Það er yfirlýsing um skort á drápseðli að sækja ekki til sigurs í dag. YNWA!

  14. Það er afar líklegt að hendur Rodgers séu bundnar hvað varðar Sturridge í því að hann má líklega ekki skv læknisráði spila of mikið of snemma. Því er hann hvíldur í dag. Þá þarf Rodgers að svara þeirri spurningu: Hvort læt ég kerfið, hápressuna og heildarmyndina ráða með því að setja Sterling inn í senterinn, eða missi pressuna með því að setja staðan targetsenter (Balo eða Lambert) inn. Nóbreiner fyrir mitt leyti.

    Fínt að eiga Sturridge og Balo á bekknum ef þörf krefur. Líklegt að Sterling taki hvort eð er ekki meira en 60-70 mín eftir meiðslin.

    Að öðru leyti er þetta frekar aggressívt. Markovic og Ibe í sitt hvorum vængbakverðinum þýðir að það á ekkert ða pakka í vörn, og greinilega að forðast að fara upp í gegnum miðsvæði Southampton, þar sem þeir eru jú sterkastir. Þ.a. það er boðið upp í dans. Nú er að sjá hvort okkar menn hafi spæsið í svoleiðis eftir erfiða törn að undanförnu. Það er allt eða ekkert í dag.

  15. Vitið þið hvað mér finnst skrýtið? 1. Að fullorðnir menn haldi að því fleiri sóknarmenn sem lið hafi inná, því meiri sóknarþunga nái það. 2. Að byrja ekki með out and out striker þýði að lið eigi að spila upp á jafntefli. 3. Að halda að líkamsburðir miðjumanna gefi einhver fyrirheit um hvort þeir vinni miðjubaráttu í leik.

    Koma svo!!!!

  16. 21# það eykur kannski ekki sóknarþunga en það eykur líkur á mörkum að hafa góðan finisher í liðinu og það er sterkari miðja með snöggum og sterkum miðjumönnum heldur en vannærðum krypplingum

  17. vinnur með okkur þarna hversu mikil gunga Friend er. alveg hættur að þora að dæma …. en fínt fyrir okkur þarna

  18. COOOOUUUUUTIIIIINNNHHHHOO ERU ÞIÐ EKKI AÐ FOKKING GRÍNAST MEÐ ÞETTA MARK. VIÐBJÓÐSLEGT MARK. ÞETTA ER MARK TÍMABILSINS

  19. En þetta er aðeins of mikill dans fyrir minn smekk. Þeir fara bara BEINT í gegnum miðjuna okkar. Þurfum að ná smá tökum á þessu.

  20. Frábært mark hjá Kúta!

    Svo sleppum við með augljóst víti þarna. Allen greinilega að brjóta á leikmanni S’ton.

    Koma svo Liverpool ! Ekki tapa þessu niður auðveldlega!

  21. Friend ætlar að vera vinur okkar í þessum leik. Hefði getað verið búinn að dæma tvö víti á okkur og eitt rautt spjald. Skelfileg tækling hjá Allen.

  22. Eins gott að Coutinho var ekki hvíldur 🙂
    En samt heppnir með dóminn þarna, klárlega ekki víti í fyrra skiptið þar sem hann fann fyrir Can og lætur sig detta, en seinna skiptið fannst mér klár vítaspyrna þar sem Allen tekur bara manninn.

  23. Gamlir taktar í vörninni hjá okkur í dag. Við höldum ekki hreinu í dag, það er ljóst.

  24. Þurfum að skora 3-4 í dag ef þetta á að hafast….S’hampton eru alltaf að fara að skora 2-3 í dag sýnist mér á öllu. Blautur völlur, rok og allt á suðupunkti. Uppskrift að markaleik….

  25. Miðað við þessa fyrstu 13 mín þá er ekki séns að við séum að fá neitt úr þessum leik. Þessi forysta er heppni sem verður þurrkuð fljótlega burt með þessu áframhaldi.

  26. Að undanskildu frábæru marki frá Coutinho og flottum sprett hjá Ibe þá höfum við verið í nauðvörn.

  27. Það er bara eins og við höfum keypt 20m punda markmann í janúar, farinn að fara út í alla bolta og nær þeim nánast öllum. Ótrúlegt hvað sjálfstraust getur skipt miklu máli

  28. Nú er um að gera að reyna róa tempóið niður, væri ekki vitlaust að taka smá tíma í innköst, aukaspyrnur og jafnvel að láta einn detta niður og fá smá aðhlynningu.

  29. Vinstri bakvörðurinn hjá Southampton er klárlega með target á bakinu. Sækja á manninn!

  30. Tarf ad taka Markovic út af asap og inn med Moreno, Marko er ekki ad ráda vid Clyne

  31. Jæja þetta er aðeins að lagast núna. Spilið okkar aðeins að vaxa og að komast einhver mynd ‘á þetta og smá ógn.

  32. meðalaldur byrjunarliðs LFC er 23.4 í þessum leik framtíðin er björt 🙂

  33. Eins og ég sagði áðan…Kevin Friend er að mínu áliti mjög huglaus dómari. Hann dæmir ekki víti nema vera 1000% viss um að það sé víti. Aðrir dómarar hefðu mögulega verið búnir að dæma a.m.k. tvö víti í þessum leik, ef ekki þrjú.
    Hann hefur komist að þeirri niðurstöðu að hann sé minna umdeildur ef hann dæmir ekki frekar enn að dæma. Man united dómarinn sem settist í helga steininn í fyrra var orðinn eins 🙂

  34. hvernig maðurinn sá ekki manninn gjörsamlega strauja sterling niður er meira en hugleysi frekar vanhæfni

  35. Southampton búið að vera miklu öflugra að mínu mati. Liverpool nær ekki að halda boltanum innan liðsins og Southampton oft búið að ná sér í vænlegar stöður, Rodgers þarf að finna lausnir í hálfleik, annars mun Southampton klára þennan leik.

  36. Fer rosalega í taugarnar á mér að Henderson sé að taka allar spyrnur í fjarveru SG. Enginn maður í það – þó hanns é með bandið. Arftaki SG verður að hafa fyrsta flokks spyrnugetu.

  37. Útaf með lovren! NÚNA!

    Eru þetta eitthver dómari frá rauða krossinum? þetta gæti verið 3-1 fyrir Soton fyrir vítaspyrnur

  38. Úff, ljónheppnir að komast til búningsklefa með hreint lak. Rodgers hlýtur að breyta einhverju í hálfleik. Þetta mark hjá Coutinho samt, jeminn!

  39. Rosalegur leikur!!!

    Frábært að ná að halda hreinu eftir þessa Southampton árás.

  40. Held bara að Mignolet sé kominn í það form sem hann hefur aldrei verið hjá Liverpool, alveg hörku markvörður 😀

  41. Við höfum varla átt færir í leiknum -fyrir utan markið. Ótrúlega heppnir hinsvegar að vera ekki búnir að fá á okkur mark enda vörnin í tómu rugli.

  42. þvílik varsla frá mignolet er hræddur um að lovren fái annað gult spjald þeir þekkja hann vel og eiga eftir að fiska hann i brot þvílíkur leikur og eigum að vera bunir að fá 3 víti á okkur… koma svo plis rodgers ekki pakka i vörn !

  43. Pjúff!! Þvílíkur hálfleikur og ég verð að segja, mikið assgoti eru Southampton góðir!! Við náum engum tökum á þessum leik og þeir eru miklu sterkari líkamlega.

    Sammála því að Rodgers þarf að finna lausnir í hálfleik – Moreno inn fyrir Markovic er augljós kostur. Sturridge inn fyrir Lallana og færa Sterling aðeins aftar er líka frekar augljóst.

    Annars alveg brjálæðislegur leikur. Sannarlega boðið upp í dans. Ef maður héldi ekki svona svakalega með Liverpool myndi maður kannski njóta hans örlítið betur. Er bara með sting í maganum!

  44. finn ennþá þessa 1-1 lykt af leiknum held að malið se að taka lovren út og kolo inn já kolo toure

  45. Það er átakanlegt að horfa á Lovren inn á vellinum við hliðina á knattspyrnumönnum.

  46. só far er Mignolet maður leiksins – hands down. Hann er að gera það sem svo margir markverðir hafa gert á móti okkur. Erum óverðskuldað yfir, og það er eingöngu honum að þakka og ævintýralegu marki Coutinho.

    BR verður að nýta þá lukku að við sluppum í hálfleik með forskot – og gera breytingar.

  47. Það þarf að laga ýmislegt í hálfleik. Southampton nýta sér veikleika þriggja manna varnar til hins ýtrasta með að keyra bakvörðunum stanslaust upp og sækja í holurnar fyrir aftan Marko og Ibe. Lovren er greinilega ekki í leikæfingu og er að gera klaufaleg mistök.

    Það vantar herslumuninn í gæðin í skyndisóknunum en vissulega eru aðstæður erfiðar.

    Algjört must að fá annað markið í þetta, hreinlega sé ekki hvernig við náum að halda þetta út í 90 mín.

  48. Lovren út – Toure inn
    Markovic út – Moreno inn
    Lallana út – Sturidge inn

    En við megum ekki gleyma því að við spiluðum gegn vind í fyrrihálfleik, eigum vindinn í seinni.

  49. Liðið gríðarlega heppið. Sammála að brotið hjá Allen var alltaf víti. Svo hefði einhver dómari einhverntímann dæmt á Can á 1. mínútu, á Mignolet þegar hann varði á vítateigslínunni undir lok hálfleiksins, og örugglega undir fleiri kringumstæðum.

  50. Ánægður að vera yfir eftir 45 mín og eiginlega ótrúlegt að Southampton hafi ekki skorað í leiknum.

    Aðstæður eru þannig að það verða misstök á báða bóga.

    E.Can er ekki að fýla sig þarna í vörnini í dag. Lovren er líka í vandræðum gegn hröðum leikmönum en hefur verið solid. Skrtel er kóngurinn.

    Allen og Henderson hafa báðir átt fínan leik það sem af er.

    Ibe og Markovitch eiga í miklum vandræðum varnarlega og eru Saints að komast bakvið þá trekk í trekk.

    Couthino með stórkostlegt mark en við höfum verið í vandræðum sóknarlega.

    Markovitch út fyrir Moreno held ég væri skynsamlegur kostur.

  51. þessi Friend er svo sannarlega vinur í raun. Ég væri sennilega froðufellandi af bræði núna ef ég væri stuðningsmaður Dýrlinganna.

  52. Ansi hræddur við að Lovren endi á rauðu í dag eða geri einhver deadly mistök. Hann gleymdi að horfa á manninn sem slapp í gegn áðan en sem betur fer tók Mignolet einhverja ruglaða Neuer takta á þetta sem bjargaði okkur.

    Vil helst fá Kolo inn í hálfleik bara til að róa tauga- og æðakerfið í okkur öllum hérna.

  53. Við erum skítheppnir að vera ekki búnir fá á okkur víti, en arfaslakur dómari ræður ekkert við leikinn.
    Ég vil sjá Moreno eða Johnson inná sem fyrst fyrir Markovic, vonandi strax í hálfleik.

  54. Vörnin hjá Liverpool hefur ekki verið eins sterk og hún hefur verið. spurning hvort það þurfi að bregðast við þessu með einhverjum hætti ? Moreno inn fyrir marcovic eða það sé nóg að Rodgers bregðist við því í leikhléi með því að tala yfir hausamótunum hjá þeim.

  55. Úff það er sko nóg um að ræða eftir þennan fyrri hálleik ég held að við getum bara verið heppnir að vera ekki einum færri. Mignolet. Víti klárlega á Allen og Sterling átti líka að fá víti.

  56. @BenniJon: Staðan í EPL akkúrat núna:
    3. Arsenal 48 stig
    4. Man utd 47 stig
    5.Southampton 46 stig
    6. Liverpool 45 stig
    7. Spurs 44 stig

  57. Balotelli inn takk. Vantar mann sem getur spilað með bakið í markið og beðið eftir liðinu.

  58. Ég nötra hérna, sjaldan verið jafn stressaður yfir leik hjá Liverpool. Finnst markið hjá Southampton liggja í loftinu

  59. Samt…betra núna þó Southampton séu ennþá sterkari. Við eigum eftir að fá dauðafæri eftir skyndisókn (og nú er Sturridge að koma inná fyrir Lallana!) þ.a. vonandi fær hann færið og slúttar þessum leik.

  60. vá hvað ég er með hjartað í buxunum núna. Á maður að þora að vona að þetta hangi svona eða undirbúa sig fyrir jafntefli eða tap eitthvað lengur?

  61. Ég er eiginlega hættur að horfa á leikina. Fæ miklu meira adrenalínspennukikk út úr því að lesa bara kommentin hérna í beinni.

  62. Getum við ekki haldið boltanum í 2-3 mínútur… held við þurfum Balotelli inn til að halda boltanum upp á vellinum svo liðið geti fært sig aðeins framar. Southampton er einfaldlega miklu betra í þessum leik.

  63. úff…

    Þetta er svakaleg pressa!

    Eitt skyndiáhlaups Sturridge mark takk fyrir!

  64. RAHEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEM!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  65. Það sýnir gæði að geta refsað svona vel! 2 skot á ramman og 2 inni, draumur í dós 🙂

  66. Þetta mark var svooo kærkomið, var að fa hjartaáfall af stressi og gat ekki setið heldur stóð og hoppaði a gólfinu en núna er eg sestur aftur i sofann aðeins rólegri 🙂

  67. Var ekki verið að kvarta undan dugnaði Balotelli, hvað má þá segja um Sturridge og Sterling í dag?

  68. Veit ekki hvort ég eigi að þora hrósa strax en dj…..er Skrtel búinn að vera hrikalega öflugur so far.

  69. Skrtel og Mignolet búnir að eiga stórleik só far. Koma svo, klára þetta með stæl!!

  70. West ham var yfir 0:2 á móti Tottenham á 80. mínútu…..en leikurinn endaði 2:2

    Bara svona til að vera svartsýni gaurinn…

  71. Virkilega sterkur sigur , já áttum ekki mörg færi en úrslitin tala sínu máli og skila 3 stigum

  72. Ánægður með vörnina núna í seinni hálfleik. Sérstaklega Lovren sem er að sýna að hann getur spilað þarna og vonandi getur Can komið á miðjuna í staðinn.

  73. Ég tinefni Mignolet og þriggja manna varnarlínuna sem menn leiksins.

  74. Mér fannst vörnin snarlagast við það að fá Moreno inn á í stað Marcovic. Í heildina séð var þetta baráttuleikur og í fyrsta skipti í langan tíma fanst mér Liverpool ljónheppið að fara með sigur af hólmi. Sérstaklega í fyrri hálfleik þá skapaði Southamton mikið af færum.

  75. Búnir halda hreinu i fimm útileikum sem slær út met frá 1985. Ótrúlegt.

  76. Búnir halda hreinu i fimm útileikum i röð sem slær út met frá 1985. Ótrúlegt.

  77. ER Kevin friend þá huglaus wtf. Virkilega ánægður með línuna hjá honum. Sé ekki hvernig þetta á að vera flókið job ef þú 100% flautaðu ef ekki slepptu því þá. Einn af fáum dómurum sem virðist ekki hafa neina þórf á að vera í sviðsljósinu eða lætur menn eða áhorfendur hafa áhrif á það hvað hann dæmir. Vill allann daginn sjá vítaspyrnum sleppt heldur en að menn fái þau gefins.

Southampton á morgun

Southampton 0 Liverpool 2