Liverpool 1 – Besiktas 0

Evrópufótbolti tékkaði sig inn á Anfield völlinn okkar ástsæla þegar tyrkneska liðið Besiktas mætti til Liverpool borgar með gríðarlega öflugan stuðningshóp og hörkugrimmt fótboltalið.

Það er skemmst frá því að segja að Rodgers bara hvíldi ekki nokkurn mann í liðinu okkar í kvöld, hann bara leysti það að Lazar Markovic var í banni með því að setja Jordan Ibe í byrjunarliðið í hans stað, annars nákvæmlega sama lið og spilaði gegn Palace.

Uppsetningin því:

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Ibe – Allen – Henderson – Moreno

Lallana – Sturridge – Coutinho

Bekkurinn: Ward, Lovren, Manquillo, Borini, Lambert, Balotelli, Sterling.

Við fengum fínt færi á 4.mínútu þegar Sturridge fór illa með varnarmenn en lét svo verja frá sér. Besiktas menn voru þarna ekki alveg vaknaðir en á næstu mínútum lokuðu þeir svæðum afar vel, vel skipulagt S.Evrópskt fótboltalið sem tók nógan tíma með boltann, fiskaði aukaspyrnur og reyndu að nýta sér skyndisóknir. Upp úr einni slíkri slapp Demba Ba einn í gegn líkt og einhvern tíma áður…en í þetta sinn var það Simon okkar Mignolet sem sá við honum og varði mjög vel frá honum.

Í lok hálfleiksins átti Moreno svakalegt skot af 40 metrum sem var varið yfir og Hendo skaut rétt framhjá úr aukaspyrnu.

Seinni hálfleikur byrjaði með látum. Moreno skaut rétt framhjá eftir fína sendingu Hendo og Lallana átti að skora þegar hann fékk dauðafæri í kjölfar misskilnings milli markmanns og varnarmanns en skot hans fór yfir markið.

Þegar hálftími var eftir skipti Brendan, tók Allen og Coutinho útaf og setti Lovren og Balotelli inná, færði Can inn á miðjuna og spilaði með tvo sentera. Við þetta opnaðist leikurinn aðeins, þó vorum við að mestu að eiga langskot en þó þyngdist pressan þegar á leikinn leið.

Balo_besiktasÞað var svo á 84.mínútu að tyrkneski múrinn brast. Jordan Ibe hafði leikið varnarmenn Besiktas grátt lungan úr leiknum og þegar hann vann sig framhjá Ramon, vinstri bakverði gestanna, átti sá ekkert annað ráð en að fella strák og ágætur dómari leiksins benti á punktinn við mótmæli Besiktas, en að mínu viti var þetta bara hárrétt.

Ég velti fyrir mér hver tæki boltann…en auðvitað blikkaði okkar endurnærði sonur Mario Balotelli bara fyrirliðann og Sturridge sem virtust ekki alveg vissir um að rétt væri farið að málum. En Balo bara klikkar ekkert á víti og gerði það ekkert þarna heldur. Sýndi vörumerkið sitt, tók síðasta skref tilhlaupsins það hægt að hann sá í hvort hornið markmaðurinn fór og plasseraði boltanum bara í hitt.

Aldrei spurning. Þvílíkt sem ferill stráksins hefur beygt skarpt upp á við, skorað tvö sigurmörk og lagt eitt slíkt upp í síðustu þrem leikjum. Velkominn vinur!

Eftir þetta komu Tyrkirnir ofar á völlinn en sköpuðu sér ekki alvarlega hættu, leiknum lokið með 1-0 sigri og með það í farteskinu förum við á okkar andlega annað heimili, Ataturk völlinn. Vonandi dugar það.

Frammistaða liðs og leikmanna.

Ég var spenntur að sjá hvernig okkur gengi í kvöld. Var handviss um að alvöru verkefni væri framundan og þannig varð það. Þessi leikur þarfnaðist þolinmæði sóknarlega og einbeitingu varnarlega.

Bæði kom.

Mignolet heldur áfram að leika vel, fyrir utan þessa flottu vörslu gegn Ba tók hann þá krossa sem í teiginn komu og sýndi ekkert hik. Sama má alvega segja um vörnina þó Emre Can virðist aðeins vera að fatast flugið. Er eiginlega á því að við sjáum Lovren í hafsentinum um helgina og hann á miðjuna. Fyrir utan varnarvinnunnuna þá var Sakho að eiga flottan leik sendingarlega, sá er alltaf að bæta við sig blómunum.

Allen var fínn, sérstaklega í fyrri hálfleik og þá sérstaklega í að losa pressuna af vörninni. Mér fannst þó Emre Can sýna meira sem ég vill sjá á miðjunni þann tíma sem hann fékk. Hendo átti mjög góðan leik lengst af, síhlaupandi og vinnandi en virtist aðeins detta niður í lokin. Moreno er alltaf að verða sjóaðri í sínu hlutverki vinákvarðanir. stra megin, þó mér finnist varnarvinnan hans ennþá eitthvað sem mætti bæta.

Ibe_besiktasLallana og Coutinho hafa átt betri leiki en þá í kvöld svosem en þeir voru fínir í pressunni og eru báðir alltaf að reyna að teikna upp hluti, sem ekki virkaði sem skyldi í dag. Uppi á topp var Sturridge ryðgaður. Þegar ég segi það þá meina ég fyrst og fremst að hann vanti leikæfingu, þvi með henni mun hann taka betri ákvarðanir og komast meira inn í leik liðsins.

En ógnandi er hann og klár í að hlaupa undir vörnina.

Bestur í kvöld var hins vegar klárlega unglingurinn Jordan Ibe. Ég talaði áðan um að Balo væri kominn í gír en þessi datt bara fullskapaður inn frá Derby láninu og virðist ekkert hræðast. Fyrir utan að fá þetta víti vann hann sig oft í flotta stöðu framhjá varnarmönnum. Þegar hann nær meiri sendinga- og skottækni erum við að sjá lykilmann…það er bara svoleiðis.

Heilt yfir fínt kvöld á Anfield, hefði þegið 2-0 en við fáum annað flott próf og þroskandi viðureign í Tyrklandi. En næst á dagskrá er rosalegur deildarleikur gegn Southampton!

107 Comments

 1. Tæpur en góður sigur gegn sterku liði!

  Vonandi tók þetta bara ekki of mikið úr mönnum fyrir helgina.

 2. Auðvitað átti Balotelli að taka þetta víti allan tímann. Hann hefur klúðrað einu víti allan sinn feril. Mér fannst Henderson ekki nógu faglegur að fara í fýlu yfir því að besta vítaskyttan á vellinum fór fram á að taka víti.

 3. Ótrúlegar framfarir á leik Balotelli, shit hvað ég er sáttur með kallinn. 2 mörk og stoðsending í seinustu 3 leikjum og flott pressa sem hann er að taka. Hann nennir þessu alveg 😀

 4. Nýtt chant fyrir Íslenskan markað 🙂

  Troddu þér nú inn í tjaldið hjá mér,
  Mario, Mario
  síðan ætla ég að sofa hjá þér
  Mario, Mario
  Svo örkum við saman vorn æviveg,
  er ekki tilveran dásamleg.
  Mario, Mario, Mario, Mario, Mario, Mario,

 5. Okei, fáum á hreint fyrir næsta leik hver er vítaskytta í fjarveru Gerrrard. Frekar ömurleg framkoma hjá Henderson og Sturridge.

 6. Ibe er eins og 25 milljóna signing
  Can er orðinn lykilleikmaður
  Mignolet er aftur orðinn Mignolet
  Og Balotelli er einfaldlega frábær 🙂

  YNWA

 7. Ég á ekki orð yfir hve góður Jordon Ibe var í kvöld. Lang, langbesti maðurliðsins. Það var alltaf eitthvað að fara að gerast þegar hann fékk boltann og hefði í raun átt að fá hann oftar. Ekki amalegt ef við erum að fá upp eina Sterling-grade týpu á ári. 🙂

  Sammála mönnum með að auðvitað hafi Balotelli átt að taka þetta víti og einnig fleiri aukaspyrnur. Hann átti annars virkilega flotta innkomu. Barðist, djöflaðist, sótti aukaspyrnur, trackaði til baka og gerði svo til allt rétt.

  Þetta veður samt ekkert auðvelt úti eftir 1-0 sigur. En mark í Istanbul fer þó langleiðina með að klára þetta og Besiktas þurfa þá líka að opna sig meira.

 8. Þótt að Henderson er orðinn fyrirliði verður hann samt að hugsa út í hvað er best fyrir liðið. Hann á að vita að Balotelli er miklu betri skytta. En þeir þurfa að ræða þetta!

 9. Þessi dramatík í kringum vítaspyrnuna var hrikalega bjánaleg, verulega óánægður með minn mann Henderson, verandi fyrirliði að láta svona.

  Annars var þetta flottur sigur, hefði mátt fara 2-0 svo að við gætum pakkað í vörn í seinni leiknum. Verða erfiðir 10 dagar framundan hjá liðinu.

 10. HA HA HA – Gerrard er brjálæður yfir þessu í sjónvarpinu að Balo hafi tekið vítið.

  Það eina sem ég get sagt. ÉG ELSKA BALOTELLI. Hann stígur fram og skorar. Sterkur persónuleiki sem þorir að taka ákvarðanir og fylgja sinni sannfæringu.

 11. Svona til að leiðrétta smávegis. Hendó átti að taka spyrnuna því Það er það sem BR segir. Þarf svosem ekkert að ræða það frekar en ég geri ráð fyrir að Baló fái aðeins að heyra það fyrir að heimta spyrnuna.

 12. Fannst Can eitthvað slakur… En sýndi flotta takta á tímum.

  Ibe er stór hættulegur!

  All in all var þetta fínn sigur en ekkért merkilegur. Slökuðum á og vórum aðeins of rólegir á köflum, en þetta gékk.

  Er ekkért hræddur um þreytu leikmennina þar sem við gófum okkur ekki alveg 100%. Kallarnir eiga semsakt ábyggjilega eftir að vera sprækir í þennan mikilvæga slag gégn Saints um helgina.

  Flottur sigur og svei mér þá er yvirvara skeggið hans Mario ekki að virka!

  YNWA

 13. Flott úrslit á móti erfiðum andstæðingum.
  Ibe er svakalegur og er minn maður leiksins.
  Reynsluleysi Henderson sem fyrirliði sást greinilega í þessum vandræðagangi í vítinu.
  Sem betur fer var Super Mario nægjanlega frekur.

  Rogers verður búinn að tækla þetta fyrir næsta leik ????

 14. En er þetta ekki týpískt fyrir Baló og akkúrat það sem maður bjóst við: Hetja og skúrkur á sama tíma.

 15. Ég gat nú ekki séð að Henderson hafi verið eitthvað pirraður yfir þessu. Hins vegar var D. Sturridge eitthvað fúll. Gerrard var svo brjálaður yfir þessu í viðtali á ITV og sagði að Henderson væri vítaskyttan. Menn voru hins vegar sammála um að Henderson hafi brugðist rétt við.

  Eitt sem ég verð samt að koma inná og það eru áhorfendur. Margir hér eru alltaf að tala um að Liverpool aðdáendur séu þeir bestu og mesta stemmingin á Anfield. Ég get ekki alveg tekið undir þetta og þá sérstaklega ekki í kvöld því það heyrðist ekkert í þeim fyrr en staðan var orðin 1-0. Það finnst mér lélegt.

  Maður leiksins var klárlega Ibe. Einnig var Mignolet góður og klárega honum að þakka að Besiktas náðu ekki að skora í fyrri hálfleik.

 16. Sælir félagar

  Ánægður með sigurinn en fannst menn ekki nógu fókuseraðir í þessum leik. Auðvitað átti Balo að taka þetta víti. Hann er ein öruggasta vítaskytta í boltanum í dag og barnalegt af mínum manni Hendó að láta svona.

  Það er nú þannig

  YNWA

 17. AuðunnG.

  https://vine.co/v/Ox2rhzEWn5p

  Sýnist Hendo vera frekar pirraður 🙂

  Það sem er asnalegast af þessu er það að Hendo skuli eiga að vera vítaskytta með Balo á vellinum, stórfurðulegt, þegar að Balo hefur skorað úr öllum vítaspyrnum nema einni á ferlinum (sem Pepe Reina varði).

 18. Sá ekkert athugavert við framgöngu Henderson varðandi vítið. Hann ætlaði einfaldlega að fylgja því sem Rodgers hafði sagt. Síðan stígur Balotelli fram ákveðinn í að taka og Henderson var mjög fljótur að gefa eftir, en eðlilega er hans fyrsta hugsun að fylgja planinu. Það var fyrst og fremst Sturridge sem hagaði sér kjánalega…En þetta getur gerst í hita leiksins, ekkert stórmál. Henderson svaraði síðan mjög vel og diplómatískt þegar hann var spurður út í atvikið eftir leik.

  Vítið var frábært og leikurinn vannst, engin ástæða til þess að velta sér upp úr þessu.

 19. Það þarf að fara að taka fyrirliðabandið af Hendo. Það er verulega farið að koma niður á hans leik. Hann á alveg nóg með það að hugsa um sinn leik. Það er ekki nóg að pósa eins og Ronaldó og halda að hann geti skorað mark, farinn að verða alltof frekur á að taka aukaspyrnur sjálfur. I’m the leader. Svo var uppákoman í vítinu algjört hneyksli, honum til minkunnar.

 20. Ibe maður leiksinns og Balo spilaði sinn besta leik í einu réttu rauðu treyjunni.

  eitt mark í forustu til Tyrklands gæti verið tæpt, svolitið hræddur við þennan brjálaða heimavöll þeirra.

  Síðan með Vitið, Hendo átti að taka víti fyrir leikinn en þá bar Mario ekki inná, Svo kemur inná maður sem hefur skorað úr öllum sínum vítum utan eins og þá er það ekkert nema eðlilegt að hann taki vítið frekar en maður sem hefur ekki tekið víti í alvöru leik. Hendo virtist allveg fullkomlega sáttur við það og sennilega var þetta ekki að litlu leiti hanns ákvörðun en Daniel var eitthvað fúll yfir þessu, svolitið sem ég get ekki skilið.

  Svo má til gamans nefna það að eina vítið sem Marío hefur klúðrað var varið af Peppe nokkrum Reina sem enhverjir hérna ættu að kannast við á meðan hann var á Ítalíu
  Vítið sem Reina varði

 21. Er það bara ég en mér fannst á endursýningunni að Sturridge hafi verið meira pirraður á því að Henderson hafi labbað aftur að Balo rétt áður en hann tók vítið og sagt eitthvað sem var bara að fara að trufla hann.

 22. Góð úrslit gegn sterku liði. Lið undir stjórn Slaven Bilic eru þekkt fyrir skipulagðan og agaðan leik.

  Það má taka margt jákvætt útúr þessum leik.

  Ibe fer vaxandi með hverjum leiknum. Nú er forgangsatriði að fá hann og Sterling til þess að skrifa undir langtímasamninga. Það var magnað að fylgjast með honum í kvöld.

  Balo er kominn með sjálfstraust. Ég hreinlega skil ekki hvað Henderson og Sturridge eru að þvælast fyrir í aukaspyrnum. Þegar Gerrard er inná vellinum þá tekur hann aukaspyrnur og vítaspyrnur. Í fjarveru hans tekur Balotelli við hlutverkinu ef hann er inná. Þetta er ekki flókið.

  Liðið hélt hreinu og Mignolet átti enn og aftur stóra markvörslu þegar hann varði frá Ba í fyrri hálfleik. Sá er aldeilis að koma sterkur tilbaka.

  Það eina sem ég get sett útá er að mér fannst BR ekki rótera nógu mikið fyrir leikinn. Ég er ansi hræddur að það geti komið niður á liðinu á sunnudaginn. Mér fannst ég sjá þreytumerki hjá ýmsum leikmönnum, sérstaklega á þeim Can, Henderson og Coutinho. Þá veit maður ekki hvernig Sturridge kemur undan 90 mín leik. Satt best að segja kæmi mér mjög á óvart ef hann byrjaði næsta sunnudag, sérstaklega í ljósi þess að hann spilaði næstum heilan leik um síðustu helgi. En ég efast ekki um að BR sé búinn að hugsa dæmið til enda og sjálfsagt voru skiptingarnar á Allen og Coutinho eftir 60 mín leik partur af því að dreifa álaginu.

  Annars ætti 1-0 að vera gott veganesti til Tyrklands í næstu viku en í millitíðinni er stærsti leikur tímabilsins hingað til og ekkert annað í stöðunni en að láta sér hlakka til helgarinnar.

 23. Ég skil enganvegin sumum hérna finnst þetta léleg framkoma hjá Henderson og Sturridge. Það var augljóst að Henderson ætlaði að taka spyrnuna og var augljóslega búinn að fá valdið til þess frá Rogers. Sturridge var síðan bara ósáttur við það hvernig Balotelli hrifsaði til sín bolltann af Henderson, sem var algjörlega fáránlegt.

  Ekki misskilja mig, ég veit hversu góð skytta Balotelli er og mitt val hefði verið að láta hann taka spyrnuna. En Brendan og Henderson eiga að velja hver tekur spyrnuna, ekki Balotelli. Ég er auðvitað ánægður með að sjá Balotelli byrjaðan að spila vel og skora, en vona samt að Brendan taki hann almennilega í bakaríið fyrir þetta atvik og geri það fyrir framan allt liðið, því að þetta var engin smá óvirðing gagnvart liðinu.

 24. einare #25

  “Ibe fer vaxandi með hverjum leiknum. Nú er forgangsatriði að fá hann og Sterling til þess að skrifa undir langtímasamninga.”

  Það eru gleðitíðndi að Ibe skrifaði undir 5 ára samning í dag 🙂

 25. Eða það töluðu þeir allavega um allt kvöldið á ITV

 26. Ok ég skil aðeins pirringin í Sturridge, en í hvaða heimi á Hendo að vera valin fram fyrir Balotelli í vítaspyrnum því vítaspyrnur er klárlega eitt af því sem Balotelli er heimsklassa í.

  Finnst nú reyndar magnað að heyra í Gerrard í sjónvarpinu hann hefði betur sleppt því að vera þarna í beinni, allavega hefði hann getað gert lítið úr þessari uppákomu í stað þess að vera að vera að blása þetta upp.

 27. Henderson gerði allt rétt varðandi vítaspyrnuna, það var Sturridge sem fór í fýlu. Ibe er algjörlega frábær leikmaður og þið sem eruð búnir að skæla og væla yfir janúarglugganum verðið að skilja að stundum þurfa góðir leikmenn ekki alltaf að kosta helling af peningum. Er einhver tilbúinn að skifta á Di Maria og Ibe.

 28. Það sem hræðir mig mest við að Balotelli fari að standa sig er að ef hann snýr við blaðinu of mikið munu stjörnutaktarnir fara með hann og hann blindar einhvern með pílu og/eða geldir einhvern með flugeldum!
  #alltafBalomaður

 29. Er það ekki bara Brendan sem á þetta rugl við vítaspyrnuna. Röðin hlýtur að vera 1.Gerrard, 2. Balotelli, 3.Henderson, annað væri algjör steypa.

  Fyrir utan það að Henderson er vonlaus í aukaspyrnum. Gæti kannski orðið fínn eftir 2 ár með þrotlausum æfingum.

  Sigur hafðist og var það sem skipti máli og menn hljóta bara að gleyma þessu og halda áfram.
  Brendan hlýtur að fixa þetta svo þetta gerist ekki aftur 🙂

  Ég held svei mér þá að Ibe sé meira efni en Sterling.

 30. Fínn sigur í afar pirrandi leik. Fremstu þrír afleitir mest allann leikinn og liðið virkaði á hálfum hraða. Fínt að halda hreinu í þessum leik og fara með sigur í útileikinn. Liverpool er mun betra en þetta Beskitas lið og getur vel skorað á Ataturk vellinum. Sá völlur er lengst út í rassgati og risastór, ekkert líkur heimavelli Besiktas sem verið er að endurbæta og okkar menn eru ekkert verri á útivellli heldur en heimavelli um þessar mundir. Pirrandi að skora ekki 1-2 mörk í viðbót í þessum leik en engin heimsendir, jafnast út með því að halda hreinu.

  Mignolet gerði það núna gegn Ba sem hann átti að gera í fyrra. Enn ein stóra markvarslan hjá honum undanfarið og sjálfstraustið eykst með hverjum leik sem hann heldur búrinu hreinu.

  Sakho var að vanda okkar besti varnarmaður, Skrtel var ágætur líka þrátt fyrir nokkur minniháttar mistök en Emre Can var að spila sinn versta leik síðan hann kom aftur inn í liðið. Sagði fyrir leik að ég myndi setja Lovren inn í dag og hvíla Can aðeins og er á því að það megi alveg skoða það bráðum. Lovren er að koma ágætlega inn núna undanfarið í þetta leikkerfi sem er frábært mál og eykur breiddina.

  Joe Allen var ekkert slæmur í dag en liðið er alltaf líklegra með Can á miðjunni held ég frekar en Allen og skiptingin því vel skiljanleg. Henderson var góður líka en föstu leikatriðin hans eru að gera mig geðveikan. Kem að því á eftir.

  Ákvarðanataka Moreno á síðasta þriðjungi vallarins er að skemma mikið fyrir honum leik eftir leik þvi hann er að gera mest allt annað mjög vel. Frábær hraði og sprengikraftur í honum og hann orðinn ómissandi partur af byrjunarliðinu. Jordon Ibe hinumegin var okkar langbesti leikmaður í dag, rétt eins og alla aðra leiki sem hann spilar. Gerði ítrekað lítið úr bakverði Tyrkjana og virkaði sá eini í okkar liði sem var að spila af eðlilegri getu sóknarlega. Frábært að hann hafi fengið vítið sem réði úrslitum, þetta er bara ári yngri útgáfa af Sterling og ég þori ekki að veðja um það hvor þeirra á eftir að ná lengra í boltanum. Frábært að hann hafi skrifað undir fimm ára samning fyrir leik.

  Hinn maðurinn sem ég vildi hvíla fyrir leik af byrjunarliðinu var Coutinho og hann sýndi afhverju í dag. Lallana var mjög pirrandi við hliðina á honum og aldrei meira en í dauðafærinu sem hann setti yfir markið. Vantaði alltaf herslumuninn hjá miðjumönnum Liverpool í dag. Eðlilegt að það gerist og frábært að eiga þá Sterling og Balotelli til vara (og Gerrard og Markovic fyrir utan hóp).

  Verstur á vellinum by far var síðan Daniel Sturridge en það heppnaðist ekki nokkur skapaður hlutur hjá honum í dag. Hann virkaði eigingjarn og ryðgaður í þessum leik. Fínt að hann nái 90 mínútum því hann er klárlega ekki orðinn 100% ennþá.

  Sterling fannst mér koma fínt inn í þennan leik og frábært að hann er kominn aftur. Balotelli breytti sóknarleik okkar manna gríðarlega og var mjög góður eftir að hann kom inná. Hefði átt að byrja þennan leik að mínu mati. Frábært að hann er farinn að gera eitthvað af viti hjá Liverpool og megi það halda áfram sem allra lengst.

  Vítið er aðal umræðuefnið eftir leik og þrátt fyrir að þar hafi sigurmark Liverpool komið er maður frekar ósáttur við alla sem komu við sögu þar. Balotelli, Henderson, Sturridge, Gerrard og Rodgers.

  Balotelli vissi það fyrir leik eins og allt liðið að Henderson var vítaskytta liðsins í dag. Galið hjá honum að taka boltann af fyrirliðanum og frekjast til að taka vítið. Svona gerir maður ekki og ljóst að samherjum hans var ekki skemmt.

  Henderson gerði svosem ekki mikið rangt og gerði þetta ekki að neinu risamáli. Hann var ekkert að fela pirringinn í viðtalinu eftir leik en gott og vel. Sturridge á svo ekkert að blanda sér í þetta.

  Gerrard var í settinu hjá ITV og útskýrði í smáatriðum hvað gerðist og skrifaði fréttina nánast fyrir pressuna í kvöld og á morgun. Virkaði eins og að hann hafi verið að ræða mjög opinskátt um innanbúðarmál. Balotelli sem loksins er farinn að nýtast liðinu þarf ekki svona pressu frá fyrirliðanum. Hann ætti að tala við Balotelli inni í klefa, ekki á ITV.

  Mest er ég þó pirraður á Rodgers hvað þetta varðar eða þeim sem fékk það út að setja Henderson á vítin frekar en Balotelli. Hvaða rugl er það eiginlega? Skil nú bara Balotelli vel að ætlast til að taka vítin ef Gerrard er ekki á vellinum. Henderson getur ekki sett aukaspyrnu á rammann um þessar mundir og ætti að láta okkar bestu vítaskyttur um vítin. Balotelli hefur tvisvar klúðrað víti á ferlinum. Sama á við um aukaspyrnur í grend við markið, látið Balotelli um þetta þegar Gerrard er ekki á vellinum.

  Þetta er engu að síður auðvitað stormur í vatnsglasi, helvítis vítið fór inn og það er það eina sem skiptir máli. Maður greindi engu að síður pirring út í Balotelli hjá Gerrard, Henderson og Sturridge og það eru ekki góðar fréttir.

  Vonandi situr þessi leikur ekki í okkar mönnum um helgina.

 31. Fínasti sigur. Auðvitað vafasamt hjá Balotelli að hirða boltann af Henderson sem var hundfúll en gerði líklega rétt með því að stíga til baka. Annars hefðu menn farið að rífast, misst fókus og vítið klúðrast.
  Er Steven Gerrard hættur að spila með Liverpool og orðinn pundit? Hvað er hann annars að gera í settinu að gagnrýna liðsfélaga opinberlega í stað þess að vera inni í klefa og gagnrýna hann þar face to face? Mér finnst þetta skrítið.

 32. Carlito er það ekki bara allt í lagi á meðan hann gerir það ekki inn á vellinum eins og einn sem við höfðum?

  Ég skil samt ekki þessa gagnrýni á Hendó, hann er með mjög góða sparktækni, man svosem ekki eftir því að hann hafi tekið víti þannig að það er kannski spurningamerki, en með Baló inni og Gerrard ekki á vellinum á hann alltaf að taka þetta víti ekki Hendo.

  Og til að vera leiðinlegi gaurinn þá las ég á BBC að Baló væri með 27 mörk í 29 spyrnum en hins vegar er Lambert með eitt klúður á sínum ferli (æfingaleikur með okkur?) Hlægilegt ef Gerrard er ekki númer 1, Balo eða Lambert númer 2 og 3 og svo mega aðrir rífast þegar þessir þrír eru ekki inni á vellinum.

 33. Skýrslan komin.

  Ákvað að skrifa ekki um þennan vítafarsa en vill bakka upp alla þá sem gagnrýna Steven Gerrard fyrir hans input í kvöld. Hann á bara alls ekki að tala um liðsfélaga sína í sjónvarpi og hvað þá ergja sig á því að Mario sé búinn að skora sigurmarkið.

 34. Fagna jákvæðum úrslitum….en er Coutinho ekki alveg örugglega á leið í vetrarfrí til Jamaica fyrir lokasprettinn?

 35. Gerrard má gagnrýna leikmenn og klúbbinn eins og hann vill þegar hann er kominn til LA en á meðan að hann er fyrirliði þessa liðs að þá á hann ekki að vera skrifa fyrirsagnir blaðanna með þessum fáranlegu ummælum. Alveg búið að segja og skrifa nóg um Balotelli þannig að það er alger óþarfi að skvetta meira bensíni á eldinn.

 36. Svo er þetta leiðinlega vel að orði komist hjá Carra:

  Jamie Carragher ?@Carra23 15m15 minutes ago
  I’d like to welcome Steven Gerrard to the punditry world!!

  Þumbalegt hjá meistara SG í kvöld. 🙂

 37. Frá mínum bæjardyrum séð tapaði Henderson bandinu í kvöld. Það er bara pláss fyrir einn fyrirliða í hverju liði.
  Ekki að Balotelli sé sá en því síður Henderson að höndla ekki þetta augnablik.

 38. Flottur leikur, og gaman að sjá Baló taka vítið ( það var greinilegt að samkvæmt plani að hann átti ekki að taka) Þetta hlítur að verða tekið fyrir næta leik til að koma í veg fyrir svona uppákomur. Hvað Coutinho varðar, þá var leikurinn klárlega settur upp með það að stöðva hann. Þannig að mínu mati kanski ekki hægt að seigja að hann hafi átt slakann leik.

  En ég var orðinn frekar skeftískur með að fá mark og að útileikurinn yrði þá helmingi erfiðari, en þetta kom loks. Þó að útileikjaformið sé ekkert endilega á móti okkur.

  Eins þá verðum við að fara að venja okkur við að Gerrard verði sérfræðingur á Liverpool leikjum, Bíst við að þetta verði hans aukavinna ef hann kemur ekki á láni til okkar.

  En fín skemtun og enn á ný hlakka ég til næsta leiks…..

  YNWA

 39. Þessi leikur var ekki pirrandi eins og Babu segir, betra liðið vann sanngjarnan sigur og spilaði leikinn vel gegn mjög góðu liði, það sást oft hversu öflugir tyrkirnir eru og gott hjá okkar mönnum að halda hreinu.

 40. með lélegri leikjum sturridge í liverpool treyjunni afsakið mig en hann var ömurlegur í þessum leik. held að ibe sé búinn að koma markovich á bekkinn og balotelli alltí einu orðinn aðal kallinn í liverpool borg. Leiðinlegt að sjá þessa 5 ára stæla í sturridge síðast þegar hann tók víti klúðraði hann því á móti everton hann var ekki einu sinni ánægður með að balotelli hafi skorað en virkilega fínn sigur bara á frábæri vörn og mikilvægt að fá ekki á sig útivallar mark !

 41. Henderson er orðinn virkilega flottur leikmaður og gott fyrirliða efni en það eitt að vera fyrirliði gerir menn ekki að aðal mönnunum í einu og öllu. Þótt að hann standi eins og Ronaldo að þá tekur hann ekki aukaspyrnur eins og Ronaldo, langt því frá. Henderson á að halda sig við það sem að hann gerir best.

 42. Flottur sigur og fín leikur hjá okkar mönnum á sterku liði.

  Mér fannst að Gerrard hefði ekki átt að gefa þessa yfirlísingu eftir leikinn en burt séð frá því þá er ég samá Gerrard. Ef fyrir leik er Henderson skráður sem vítaskytta þá á hann einfaldlega að taka vítið. Þetta er auðvita vanvirðing gagnvart Rodgers og gagnvart Henderson að taka víti sem er búið að leggja upp að Henderson tekur.

  Já ég er viss um að Balo sé betri vítaskytta en það er ekki í mínum verkahring að velja vítaskyttu heldur er það stjórinn sem sér um það og ber að fara að hans ráðum.
  Svona atvik getur skapað óþarfa leiðindi í hópnum. Núna kemur Balo með VIÐ ERUM LIÐ VIÐ ERUM LIVERPOOL OG HÆTTUM AÐ SKAMMA, en nýbúinn að setja sjálfansig fyrir framan eigið lið og er því eiginlega kaldhænisleg umæli.

  Jæja nóg um þetta.

  Markvörðurinn flottur en eina ferðina, vörnin traust þótt að Can var í smá rugli sem hefði geta verið dýrkeypt, Allen og Henderson voru fínir í dag og svo kom Can sterkur inn á miðjuna, sóknin ógnandi og Balo með fína innákomu.
  Samt samála því að Ibe sé maður leiksins( hann er að komast í 30 m punda verðmiðan strax).

 43. #32:
  Henderson átti reyndar eina góða aukaspyrnu sem rétt fór framhjá vinstrameginn (að mér fannst). Hinsvegar er ég alveg sammála því að það ætti ekki að vera spurning ef að Gerrard er ekki inná, og Balo er inná að hann taki víti. Bestu vítaspyrnuskytturnar okkar by track record eru Gerrard->Balo->Lambert hugsa ég.

  Svo var Sakho flottur , ánægður með sendingarnar hans í kvöld 😉

 44. Annars á þetta að vera dagskýrt. Við erum með þrjár frábærar vitaskyttur í hópnum. Gerrard, Balotelli og Lambert og þegar það er dæmt víti á alltaf besta skyttan að taka vítið.

  Gerrard
  Balotelli
  Lambert

  Ætti að vera röðunin

  Gerrard sagði í viðtalinu. Hvað ef Balotelli hefði ekki skorað ? Ég segi til baka – Hvað ef Henderson hefði ekki skorað ef hann hefði fengið að taka vítið ?

  Gagnrínin hefði verið rosaleg, bæði á Rodgers og Henderson ef Henderson hefði tekið vítið og vítið klúðrast, verandi með bestu vítaskyttu í Evrópu inn á vellinum og meina honum að taka vítið.

 45. Sammála Babú þegar hann segir að það fáránlega í þessu öllu saman er að Balotelli skuli ekki vera settur sem vítaskytta þegar Gerrard er ekki inná. Rodgers á það skuldlaust.

  Og mikið sem meistari Gerrard hefði átt að halda kjafti bara í kvöld. Hvað var hann að spá??? Maður er bara steinhissa á honum.

  Annars flottur sigur og góður leikur að flestu leyti. Ibe var frábær og sömuleiðis Balo eftir að hann kom inná.

  Seinni leikurinn fer svo 1-3 fyrir okkur.

  Áfram Liverpool!

 46. Nr. 47

  Henderson átti reyndar eina góða aukaspyrnu sem rétt fór framhjá vinstrameginn (að mér fannst)

  Þessa setningu skil ég ekki alveg? Þetta var bara alls ekki góð spyrna enda fór hún (enn og aftur) framhjá rammanum. Skil alveg hvað þú ert að meina en að mínu mati er aukaspyrna rétt fyrir utan teig bara ekkert góð ef hún hittir ekki einu sinni á markið.

 47. Eg legg til að Balo og sturridge verði 2 frammi a sunnudag með sterling i holunni. Coutinho og lallana færu þa a bekkinn i þeirra stað og svo værum við afram með ibe a sinum stað.

 48. Hvað ef það hefði verið Gerrard sem hefði komið inn á sem varamaður? Hefði Hendo samt átt vítið? Nei, held bara alls ekki. Gerrard hefði alltaf tekið það.
  Er þetta ekki bara skipulagsklúður hjá Rodgers að haga málum ekki þannig að Balotelli taki víti ef hann kemur inn á? Mönnum hefur bara yfirsést þessi staða.

 49. What Balotelli does on the pitch is really the only thing that truly matters.

 50. Margt mjög jákvætt við þennan leik, eini neikvæði punkturinn í þessu er auðvitað vítaspyrnan og ófagmannlegu tilburðir fyrirliðanna okkar í kjölfarið; algjör barnaskapur og hugsunarleysi.

  Ibe, þessi Ibe er fáránlegur. Hvernig getur 19 ára stráklingur verið með svona mikla yfirburði gegn fullorðnum karlmönnum, hann lét þá líta út fyrir að vera algera amatöra þegar hann var með boltann, vá! Þessi leikmaður er frábær viðbót við liðið og eykur breiddina. Leiðinlegt fyrir Markovic að þurfa að sitja á bekknum eftir allt saman, hann var búinn að vera að sækja í sig veðrið uppá síðkastið og maður var bara nokkuð ánægður með hann í þessari stöðu, en núna erum við allt í einu komnir með mun betri leikmann. Guði sé lof að Manquillo sé lánsmaður, getum skilað honum núna bara.

  Ég sagði fyrir leik að Can þyrfti hvíld, það sást í seinni hálfleik, en skánaði síðan þegar hann fór ofar á völlinn. Ég vill meina að Coutinho hafi verið góður í þessum leik, kom boltanum framar á völlinn og hikaði ekki við að taka menn á og tókst það oft. Besiktas lagði upp með að loka á hann, svo þetta var mjög erfitt fyrir hann.

  Sturridge var lélegur, sammála ykkur í því. En meira að segja Ronaldo og Messi eiga sína lélegu leiki líka, mannlegt eðli. Balotelli kom inná með mikinn kraft og við félagarnir vorum sammála um að hann steig ekki feilspor í leiknum, kórónaði það síðan með að taka að sér vítaspyrnuna og vinna leikinn. Við getum vonandi farið að taka manninn í sátt.

  Síðasta hrósið fær Mignolet, ég er eiginlega alveg hættur að fá hnút í magann þegar ég sé að boltinn stefnir til hans.

  1-0 sigur, hreint lak og Liverpool á að klára þetta í Istanbul.

 51. síðan hvenær þýðir fyrirliðabandið að þú sért vítaskytta liðsins ? gjörsamlega fáranlegt , john terry tekur ekki vítin fyrir chelsea ? kompany tekur ekki vítin fyrir city heimskulegasta umræðuefni sem ég hef heyrt í dag

 52. Hvaða grín er í gangi að Hendo eigi að taka auka- og vítaspyrnur? Hann hefur alls ekki sýnt að hann sé góður skotmaður og hefur ekki nálægt sömu reynslu og track record og Balo í vítum. Ég skil ekki í Rodgers að velja Hendo í þessi verk. En ég er smeykur um að ef Balo braut reglur Rodgers þá verði hann settur í frost í einhvern tíma…vona samt ekki.

  En eins gott að við unnum leikinn…við eigum enn fínan séns að komast áfram.

 53. Við unnum, héldum hreinu en samt eru menn að gera ósætti leikmanna um hver ætti að taka vítið að aðal málinu ??? Mér finnst bara eins og við höfum tapað leiknum eftir að hafa lesið mörg komment hér. Mignolet er að verða betri og betri , sama með Sakho, og Allen er m.a.s farin að geta eitthvað. Hvar endar þetta eiginlega 🙂 EINA neikvæða við kvöldið er, að mér finnst að Gerrard sé að tala eins og hann gerði um liðsfélaga sína. Ég held að hann átti sig kannski ekki á því en hann er enn leikmaður Liverpool FC. Af hverju var hann ekki í stúkunni að horfa með hinum leikmönnunum sem ekki voru í hóp ? Skamm Gerrard !

 54. #50:

  Þegar að menn eru að reyna að koma boltanum í bláhornið á markinu, hvort sem það sé uppi í vinkilinn eða niðri í hornið þá auðvitað aukast líkurnar á því að boltinn fari framhjá, maður hefur alveg séð Gerrard taka spyrnur þar sem að hann sleikir slánna og fer yfir. Mér finnst aukaspyrna sem rétt missir af því að fara á rammann ekki vera endilega vera verri en spyrna sem endar beint á markmanninn.

  Þótt að líkulega séð þá er alltaf séns á að eitthvað gerist ef að hann fari á rammann, sbr. markið hans Lallana eftir spyrnuna frá Balo 🙂

 55. Horfði á myndbandið hjá #55 og horfði svo aftur á það með skeiðklukku. Sá ekki leikinn en ef þetta eru allar klippur leiksins hjá Ibe er athyglisvert að besti maður vallarins var ekki með boltann í löppunum nema 1:57 mín í leiknum.

 56. Ég ætla að nota jákvæðisgleraugun á stóra vítamálið, og vera ánægður með að menn vilji stíga upp á mikilvægum tímapunkti og bera ábyrgð.

 57. Mér finnst Balo einfaldlega taka betri víti en Stevie G. Munurinn liggur fyrst og fremst í því að Balo reynir að spila á markmanninn og láta hann velja horn og setja boltann síðan í hitt hornið. Á meðan Stevie velur horn og reynir síðan að setja hann óverjandi í það horn og vonast til að markmaðurinn nái ekki til boltans.
  Balo var einfaldlega frábær eftir að hann kom inná, allar snertingar , sendingar og allt sem hann gerði gekk upp og það skein af honum ákveðni og vilji til að vinna leikinn.
  Það böggar mig eftir leik hversu slappur og eigingjarn Sturridge var og þakka ég bara fyrir að hann fékk ekki að taka vítið.
  Svo á Brendan auðvitað að hafa þetta skýrt að Balo taki vítið og Stevie á ekki að vera að blaðra um innanhúss mál í sjónvarpinu.
  Sá grein þar sem farið var yfir hvaða leikmönnun hefur farið mest aftur á milli tímabila, tölfærði ofl. Þar var fremstur í flokki okkar ástsæli fyrirliði, ásamt Lukaku ( sem þó skoraði þrennu í gær og ætti tölfræði hans að batna í kjölfarið)

 58. Ég var að sjá match higlights og bjóst við svaka drama atriði út af þessu víti, en ég varð bara fyrir þvílíkum vonbrigðum. Hvernig er hægt að blása upp svona atriði.

  Það er hinsvegar lögreglumál afhverju Rodgers vill ekki láta Balotelli ekki taka víti og jafnvel aukaspyrnur.

 59. Ég horfði á þennan leik í gær. Í góðra vina hópi svo ég lét eiga sig að opna Twitter yfir leik, aldrei þessu vant. Það var ágætt, ég gat brosað með vini mínum og hlegið að ýmsu í stað þess að gnísta tönnum þegar Lallana skaut yfir fyrir opnu marki, eða þegar Can gaf Demba Ba næstum því mark, eða þegar Coutinho og Henderson gáfu báðir ömurlegar sendingar þegar Sturridge hefði verið sloppinn í gegn.

  Það var hressandi að geta bara horft og notið góðs selskaps. Ég gæti hugsað mér að gera þetta oftar.

  Svo, eftir leik, keyrði ég heim. Þá fyrst opnaði ég Twitter, og svo Kop.is. Þetta er svona 40 mínútum eftir leik og ég bjóst við að sjá fullt af bröndurum og gleði í garð Meistara Balotelli.

  Neibb. Það er verið að rífast um vítaspyrnuna af því að hann átti ekki að taka hana.

  Ókei. Afgreiðum þessa ömurlegu leiðindarumræðu á eins snöggan hátt og hægt er:

  1. Ef Rodgers var búinn að gera Henderson að skyttu (í fjarveru Gerrard) og Balotelli tók fram fyrir hendurnar á honum þá skamm, Mario. Smá sláttur á puttana og búið. Einnig: eins gott að þú skoraðir, vinur.

  2. Ef Rodgers var búinn að gera Henderson að skyttu þarf hann að endurhugsa þá ákvörðun vandlega. Balotelli hefur klúðrað ýmsu í vetur en hann er ennþá ein besta vítaskytta í bransanum. Gerrard er klárlega og alltaf #1 á punktinn en ef Balotelli er inná og hann ekki þá á Balotelli alltaf að taka vítið að mínu mati.

  3. Rodgers, Henderson og Balotelli gerðu allir lítið úr þessu í viðtölum eftir leik og svo hefur málið eflaust verið leyst innanbúðar. Af hverju í fjandanum var Steven George Gerrard þá að blaðra um málið á sjónvarpsstöð beint eftir leik?!? Og af hverju er hann yfirhöfuð að punditta á einhverri helvítis sjónvarpsstöð í stað þess að vera í klefanum þegar liðið hans á Evrópuleik? Hann er fyrirliðinn. Hann á að vera í vinnu við að hjálpa liðinu á hvern þann hátt sem hann getur, líka þegar hann er meiddur. Hann á ekki að vera að beina neikvæðu sviðsljósi á liðsfélaga sinn og taka athyglina að óþörfu frá góðum sigri í ensku pressunni.

  Málið dautt. Vítið var tekið, skorað og Liverpool vann. Og hélt hreinu á heimavelli, sem er ansi drjúgt. Nú þarf Besiktas að sækja sigurinn í næstu viku, sem spilar taktískt mjög vel upp í hendurnar á Rodgers og hans leiftrandi skyndisóknum. Látið ekki eins og þið hlakkið ekki til að sjá Can, Skrtel og Sakho standast árásirnar og IBE/ Moreno fljúga upp kantana á móti með nóg pláss til að hlaupa í og senda boltann svo á Sterling og Sturridge og enginn ræður neitt við neitt og Liverpool hafa unnið á Atatürk aftur!

  Er það bara ég? Ókei. En þetta voru allavega flott úrslit. Nóg eftir í þessu einvígi en ég óttast Besiktas ekkert þegar ég treysti Liverpool til að ná útimarki í næstu viku.

  Að lokum: JORDON fokking IBE. Eruð þið að grínast í mér með þennan strák?!?

 60. Sammála KAR og ýmsum hérna.

  Ég sá spjall Peter Reid, Gordon Strachan og Gerrard á ITV í gær. Gerrard fór offari í gagnrýni sinni á Balotelli að mínum dómi. Hann gekk svo langt að rífast við Peter Reid um atvikið. Gerrard á að vita betur en að gefa tilefni til að blása upp umræðuna með þessum hætti. Fyrst hann vildi á annað borð ræða málið gat hann að þetta væri ekki óskastaða en svona mál væru leyst innan félagsins og alls ekki á blaðamannafundi. Punktur.

  Þess í stað fer Gerrard að tala um að Balo sýni Henderson óvirðingu, agamál, ástandið í klefanum o.s.frv. Hann hellir því olíu á eldinn þegar hann gat valið að lægja öldurnar sem hann hefði átt að gera sem fyrirliði og talsmaður Liverpool.

  Það eru a.m.k. tvær hliðar á hverju máli. Vera má að Balo hefði átt að láta Henderson taka vítið fyrst nafn hans stóð á töflunni. Hin hliðin er að Balotelli er frábær vítaskytta og líklega mun betri sem slíkur en Hendo. Balo tekur því frumkvæðið og heldur áfram umbreytingu sinni úr floppi yfir í mikilvægan leikmann.

  Hvort er nú mikilvægara til lengri tíma litið?

 61. Gerrard missti þarna nokkur prik í mínum bókum. Á að hafa vit á að halda kjafti, kannski bara bitur yfir að vera að fjara út sem knattspyrnumaður, hvað veit maður.

 62. Ef ég væri Rodgers í dag!

  1. “Gerrard, ekki meira sjónvarp fyrr en þú ert farinn vestur!”

  2. “Balo, maður hlustar á fyrirliða, punktur.”

  3. “Hendó… Annað hvort réttir þú Balo boltann eða ekki. EKKI rétta honum boltann og fara svo í fýlu og hrista hausinn framan í myndavélarnar! P.S. Ef þú stendur aftur eins og CRonaldo þá verður það þín síðasta aukaspyrna fyrir félagið”

  4. “Sturridge, einbeitingu innávið takk. Skilja tuðið eftir heima!”

  5. “Héðan í frá tekur Balo allar vítaspyrnur ef hann er inná, Gerrard nr. 2 þangað til hann fer vestur, Lambert nr. 3 og þýska stálið nr. 4 þótt ég hafi aldrei séð hann taka víti, hann bara hlýtur að vera ís á punktinum!”

  6. “útrætt mál, drullið ykkur nú heim og látið mig í friði. Rodgers out!”

 63. Mjög flott úrslit og gott veganesti fyrir seinni leikinn.

  Mér fannst þreyta í okkar mönnum sem birtist í lélegum afgreiðslum og sendingarfeilum. Hefði viljað hvíla Coutinho og Can enda báðir sýnt þreytumerki undanfarið. Vonbrigði að Lallana hafi ekki sýnt meira en hans spilamennska er soldið svona jójó líkt og við höfum séð með coutinho undanfarin ár….geta þeir ekki bara verið makkerar fyrir hvorn annan 🙂

  Sakho heldur áfram að vera þessi marquee signing sem við borguðum fyrir og hann er bara hreint út sagt búinn að vera stórkostlegur frá því hann kom úr meiðslum, algjör burðarás.

  Sturridge kallinn var ryðgaður og það gekk ekkert einfaldlega upp en leiðinlegast fannst mér að sjá afskipti hans af þessu vítaklúðri og í endursýningu þá sýndist mér hann ekki fagna með balo eftir markið sem þó hendo gerði og verð ég að segja að mér finnst afar ömurlegt að sjá þegar menn fagna ekki með liðsfélögunum þegar þeir skora. Það var alveg ljóst að þarna voru skiptar skoðanir fyrir vítið en það var heiðursmaðurinn Emre Can sem setti tóninn eftir markið og tók utanum elsku balo og sýndi þar gott fordæmi.

  Hvað varðar vítið þá er búið að segja mestallt um það og í sjálfu sér ekkert stórmál en þó vil ég segja að mér fannst Hendo höndla málið vel og ef eitthvað var sýna töluverðan þroska og kannski akkúrat einn hluti þess að hann sé varafyrirliði.

  Það er síðan algjör vítamínsprauta að hafa fengið Balo í stuð og Ibe úr láni. Þessi drengir hafa dregið vagninn að mörgu leiti í síðustu leikjum. Ibe er griðarlega spennandi efni og engu minni eftirvænting með hann og Sterling, forréttindi að hafa þessa pjakka í okkar röðum.

  Einnig er Mignolet þvílíkt búinn að vaxa og hefur glögglega sýnt okkur að vandmál liðisins í vetur voru meiri en bara hans spilamennska og þrátt fyrir að vissulega þurfi liðið annan markmann þá þýðir það ekki að hann geti ekki átt stóran þátt í framtíð þessa liðs.

  YNWA

 64. Þetta var ekki skemmtilegur leikur, en Balli bjargaði kvöldinu. IBE maður leiksins!!!!

  Nú er það bara næsti leikur. ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!

 65. Tek undir með Babu, KAR, Magga, Guderian ofl. hér að ofan með Gerrard & vítaspyrnumálið mikla.

  Evrópukvöld, seint í mikluvægum leik. Vítaspyrna. Upp stíga a) Sturridge, maður sem klúðraði síðustu vítaspyrnu sinni, pressulaus gegn Everton (unninn leikur). b) Henderson sem aldrei hefur að mér vitandi tekið vítaspyrnu á sínum ferli og c) ein öruggasta vítaskyttan í heiminum. Maður sem hefur tekið vítaspyrnur fyrir félagslið og þjóð sína, CL, ensku og ítölsku, HM o.s.frv.

  Í hvaða heimi verður kostur B fyrir valinu?

  Talandi um Henderson, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Er í alvöru engin betri kostur í þessar horn- og aukaspyrnur? Þá erum við í vanda með SG á leiðinni út.

  Ef Gerrard kallinn vill komast í þjálfun, eins og hann hefur talað um. Þá ætti þetta að vera lexía eitt. Svona reyndur maður á ekki að láta svona út úr sér í fjölmiðlum eftir leik – hvað þá vera í fjölmiðlum á svona stundum.

 66. Til lukku með að Balo sé kominn í gang. Ég er Chelsea maður sem les reglulega ykkar frábæru síðu og kommenta stundum. Vil bara segja að mikið vildi ég að við hefðum fengið Balo til okkar og þið megið þakka fyrir að hafa fengið hann í stað Remy. Balo á eftir að skipta sköpum fyrir Liverpool, frábær leikmaður. Gangi ykkur vel.

 67. Mér finnst menn gera of mikið úr vítafarsnum og sammála Kristjáni Atla að loka þessu – mig langar samt að elggja orð í belg 🙂

  Ég vona svo sannarlega að það sé þegar búið að leysa þetta innan herbúða liðsins svo þetta hafi ekki áhrif á frammistöðu leikmanna og móralinn, að neikvæð umræða og pirringur fái að vaxa. Mér finnst líka of mikið gert úr ummælum Steven Gerrard og hann sé að gagnrýna tiltekna leikmenn. Mér finnst hann höndla þetta sem fyrirliði liðsins og hafi fulla heimild til þess. Orðavalið hjá honum fannst mér mjög dipló, hann talar um að Balo fari gegn því sem ákveðið hafi verið fyrir leikinn (nota bene það sást á viðbrögðum allra leikmanna og er ekkert skúbb), hann hrósar Balotelli fyrir að skora en segir síðan jafnframt að andrúmsloftið í klefanum hefði verið allt annað ef hann hefði klikkað (þetta eru engar nýjar fréttir, ég hugsaði það þegar Balo skaut, eins gott að blessaður kallinn setji hann svo allt fari ekki úr böndunum í klefanum) og svo notar hann frekar milt orðalag og virðinguna, hann segir að Balotelli hafi sýnt Henderson “a little bit of disrespect” (Gerði hann það ekki, var ekki allt í lagi að segja það þá?)

  http://www.bbc.com/sport/0/football/31545332

  Er ekki allt í lagi að gefa manninum crediti fyrir það að hann skoraði sem hann gerði en segja samt sem áður “það er enginn stærri en klúbburinn og það á enginn að fara gegn fyrirmælum knattspyrnustjórans”. Fyrir mér er málið afgreitt og ég vona að það séu engir eftirmálar í herbúðum liðsins.

  YNWA.

 68. Þessi leikur var vonbrigði. Of mikið af lélegum sendingum og mikið af töpuðum boltum, vantaði tempo og takt í spilið. LFC heppið að Besiktas voru í raun grútlélegir. Sé ekki að LFC eigi séns á að taka þessa dollu miðað við þessa spilamennsku, og í raun er 4 sætið í deildinni raunhæfara. Fannst Henderson, Kútinjó og Sturridge eiga áberandi slakan dag.

 69. Eitt líka varðandi fagnið eftir markið. Þegar Hendo kemur að Balo eftir markið að þá klappar hann honum létt á öxlina og ætlar svo að snúa frá. Þá tekur Balo í handlegginn á honum og dregur hann til sín, faðmar hann og hvíslar einhverju að honum. Þar held ég að málið hafi fyrst og fremst verið sjatlað og átt stóran hlut í viðbrögðum Hendó eftir leik í viðtalinu.
  Þar fannst mér Balo sýna mikin klassa og eins þegar við fengum síðustu aukaspyrnuna við vítateigshorni. Balotelli gerði aldrei kröfu á þá spyrnu heldur bara labbaði í burtu og lét Hendo hana eftir.
  Munurinn á þeim Balotelli sem kom í byrjun tímabils og þess Balotelli sem nú er að spila er mikill að mínu mati og kom hvað skýrast fram í þessum atvikum.

  Er mikill Balotelli maður og hef alltaf verið og fagnaði mikið þegar við keyptum hann og vona heitt og innilega að hann haldi þessu áfram og verði lengi hjá klúbbnum okkar.
  Svona svipað og ég hélt bara með Dennis Rodman í NBA í den.
  Elska svona karaktera sem eru öðruvísi en allir hinir. 🙂

 70. Hafði það líka á tilfinningunni að Sturridge hafi meira verið að láta Hendo vita að Balotelli væri rétti kosturinn í stöðunni en að fá að heimta að taka þetta sjálfur.

 71. Sælir

  Er til gamans búinn að skoða stöðuna okkar gagnvart þriðja og fjórða sætinu og þróunina frá því í þrettándu umferð. Þetta er auðvitað hálf tilgangslaust en gefur engu að síður vissa mynd af því hvernig okkur hefur gengið miðað við liðin sem eru í baráttunni um þessi tvö sæti.

  Eins og sjá má á myndinni hér að neðan vorum við í fullkomnlega vonlausri stöðu í sautjándu umferð en það var umferðin þegar við gerðum jafnteflið við Arsenal á heimavelli. það var reyndar líka leikurinn þar sem við sáum að liðið var að koma til. Þetta sést nokkuð vel á myndinni en þarna í sautjándu umferð þurftum við að yfirstíga lið sem í heildina voru með 30 stigum meira en við í fjórða sæti og 40 stigum meira en við í því þriðja. Þetta hefur svo sannarlega breyst og staðan núna þannig að til að ná fjórða sæti þurfum við að yfirstíga 8 stig og til að ná þriðja sæti að þá eru það 13 stig sem skilja að.

  [img]http://oi59.tinypic.com/2i1dyjk.jpg[/img]

  Við eigum svo sannarlega erfitt prógram eftir en ef vel er haldið á spilunum að þá er allt mögulegt.

  Onwards and upwards! YNWA

 72. Brynjar #50

  Þú hittir naglann á höfuðið þarna, það þarf ekki að ræða þetta frekar þegar þetta er sett svona fram eins og hjá þér. Það er á endanum loka niðurstaðan sem skiptir öllu máli og hún er víti, mark og sigur. Ef ekki hefði komið mark úr vítinu þá væru 200 comment hér inni :).

  Rosalega er liðið gott þessa dagana þó smá þreytumerki hafi verið á liðinu í gær, dálítið um rangar ákvarðanir fram á við. Bjart framundan hjá okkur.

 73. Mer finnst þetta ekki flokið ! Balotelli er ein öruggasta vitaskytta i heimi og hefur bara kludrad einni spyrnu a ferlinum , audvitad tekur hann viti og sömuleidis föst leikatridi rett fyrir utan vitateig a meðan Gerrard er meiddur. Og svo lika það að fannst mer hann eiga þad skilid að taka þad breytti gang leiksins þegar hann kom inna og er buinn ad gera þad i sidustu 3 leikjum virkilega flottur stigandi i hans leik og hja öllu liðinu , það sem eg hef ahyggjur af er leikjaálag og þreytumerki hja lykilmönnum t.d Emre Can og Coutinho sem voru slakir i gær og bitnadi þad serstaklega a soknarleiknum enda var lagt upp med ad taka Coutinho hreinlega bara ur umferð. Enn flottur sigur ! og eg er bjartsynn fyrir seinni leiknum þar sem þeir verda ad koma framar a völlinn og sækja meira og þad mun gefa okkur meira plass og sensa. Vil sja Balo og Sturridge saman uppa topp i næstu leikjum og Leyfa Sterling og Ibe að spila saman, sömuleidis vil eg sja Emre Can færdan a miðjuna og Lovren/Toure i miðvörðinn. Enn þvilik breyting a liðinu og er eg med svona nett samviskubit ad hafa misst örlitið trúnna á Rodgers ! virkilega gaman ad fylgjast med þessu unga og spennandi Liverpool liði i dag , og svo bara na godum urslitum uti a moti Southampton og klara þessa viku með stæl YNWA ;D

 74. Hendo er ágætis fótboltamaður í þeim hlutverkum sem hann veldur. Hendo er okkar Forrest Gump. Það verður að segja honum hvað hann eigi að gera inn á fótboltavellinum. Run Forrest Run hefur hingað til dugað og gengið vel en að fara að dubba hann upp sem vítaskyttu og aukaspyrnusérfræðing er út í Hróa.

  Flest lið eiga sinn Forrest Gump. Benitez sagði við Kuyt: Run Forrest Run og var að lokum búinn að ná þvílíkum árangri með Kát að ekki skeikaði nema um 20 sentimetrum frá hlaupaleiðinni sem honum var sagt að hlaupa.

  Hendo hefur greinilega verið kennt nýlega að pósa eins og Ronaldo en guð minn góður það hefur gleymst að kenna honum að skjóta á rammann. Þarna er Brendan að vaða villu og svíma og setur sig niður sem efni í afburðarþjálfara. Áhrifin frá Gerrard eru augljós en þeir hafa haldið Balotelli fyrir utan vítaspyrnur og aukaspyrnur. Það eru gríðarleg mistök, enda Balo keyptur með það í huga en varla þó að hann fengi engan séns fyrr en skuggi Gerrards hverfur á Anfield.

  Aukaspyrnur og hornspyrnur eru langt frá því hvað Liverpool aðdáendur geta sætt sig við. Það þarf að laga. Nota hæfileika hvers og eins leikmanns sem mest þannig að hver og einn fær að njóta sín. Þannig nær Liverpool framförum.

  Balo á að taka vítaspyrnur og aukaspyrnur. Run Forrest Run!!!

 75. Mér fannst þetta nokkuð fínn leikur, nokkur góð færi sköpuðust en Besiktas voru þéttir fyrir og hefðu getað stolið þessu. Ibe er frábærlega efnilegur, en það þarf að passa það sama með hann og Sterling, ekki ofspila honum, og hann getur líka átt slæma daga. Held að vinstri bakvörður Besiktas sé ekki ennþá sofnaður eftir leikinn. Það væri gaman að prófa Ibe hægra megin og Sterling vinstra megin, með Coutinho fyrir aftan Balo og Sturridge. Eða Coutinho og Lallana fyrir aftan Sturridge.

  Að því sögðu er augljóst að Sturridge á nokkuð í land. Hann er langt frá því eins beittur og hann hefur verið fyrir okkur og við verðum að gefa honum nokkra leiki í viðbót til að spila sig í gang.

  Mér finnst eiginlega frábært að fókusinn í fjölmiðlum og hjá öllum sé á þennan vítafarsa og ummæli Steven Gerrard. Að sjálfsögðu verður málið leyst innanbúðar og hefur eflaust þegar verið gert.

  Ummæli Steven Gerrard voru stórfín. Þetta tekur allan fókus af því hversu mikilli siglingu liðið er á og ekki láta ykkur detta í hug eitt augnablik að leikmenn liðsins séu að fara að láta þetta litla, minniháttar atvik skemma fyrir sér. Fínt að láta fjölmiðla velta sér upp úr þessu, reyna að halda því fram að ólga sé innan herbúða liðsins. Sem er pottþétt ekki. Það tók eina og hálfa mínútu fyrir Henderson og Sturridge að fyrirgefa Balotelli. Allir þessir leikmenn gerðu sér strax grein fyrir því að markið var mikilvægast. Það kom, það er það sem skiptir máli. Rodgers dílar við þetta strax.

  Næsti leikur bíður, vonumst eftir þremur stigum og vandi Rodgers er að velja í lið. Nú eru eflaust einhverjir 16 leikmenn sem eiga tilkall í byrjunarlið og það er sannarlega gleðiefni. Valkostunum fjölgar og Lovren er á leiðinni að stimpla sig inn að nýju, sem gefur Rodgers kost á að nota Can uppi á miðjunni með Henderson.

 76. Voða slöpp og lazy samlíking hjá þér Kilroy að líkja Henderson við Forrest Gump. Hann er mjög klókur leikmaður og linkaði t.d. frábærlega við Suarez í fyrra. Menn sem ná á sömu bylgjulengd og hann eru ekki bara einhverjar hlaupatíkur.

  Ég hljóma örugglega eins og hýena hafandi ekki kommentað hér lengi en mér finnst að þessi viðbrögð Gerrard sýni svart á hvítu að hann er ekki nærri jafn góður fyrirliði og leiðtogi og menn hafa haldið fram í mörg ár. Þetta voru hrikalega klúðursleg æsingsummæli. Sami æsingur og lét hann hlaupa útúr stöðu á miðjunni í rúman áratug og varð til þess að Liverpool hefur vart getað spilað með 2 menn á miðjunni í langan tíma. Kannski hefur ofríki hans sem kóngurinn á Anfield hreinlega haldið aftur af liðinu. Kannski munum við fá meira af the real Gerrard þegar hann er kominn til LA. Hef lesið hér og þar að hann segir leikmönnum umbúðalaust sínar skoðanir í þeim á æfingasvæðinu, séu menn komnir í ónáð hjá Gerrard eiga þeir nánast ekki séns að aðlagast liðinu. Brjóti jafnvel menn niður. Sýnist Balotelli vera pínu í þeirri stöðu. Erfitt örugglega fyrir leikmenn að spila fyrir 2 þjálfara. Frægt auðvitað þegar Gerrard ýtti Benitez bara til hliðar í hálfleik úrslitaleiksins í CL 2005 og þurfti að fá tala við “sitt lið”. Lesið um fleiri slík dæmi.

  En hvað um það, við unnum og fengum ekki útivallarmark á okkur. Áfram veginn. Erum með frábæra breidd núna þegar Balotelli og Ibe eru að koma sterkir inní liðið á lokasprettinum. Enda ekki vanþörf á því við eigum Southampton úti og Man City heima næstu 2 leiki og erum að reyna komast sem lengst í Europa League. Er nokkuð viss að við missum af 4.sætinu því það þarf nánast allt að ganga upp en við eigum mjög góðan séns að verða Evrópumeistarar. Það er bara ekki til árangurs í neinni íþrótt að koma sífellt algjörlega á afturlöppunum inní tímabilið og ætla redda þessu svo með svaka endasprett í lokin eða treysta á koma með nýtt leikkerfi sem einhverja töfralausn rétt fyrir jól á hverju ári. Lið eru strax byrjuð að læra inná hvernig Liverpool spilar í dag. Rodgers bara verður að koma með liðið fullmótað inní næsta season verði hann enn þjálfari liðsins. Það er ekki lengur í boði að kaupa 20 ára kjúklinga sem þarf 3-4 ár í að móta þó það sé það sem Rodgers líði best í. Suarez dró vagninn rosalega í fyrra og mér finnst enn vanta þennan leiðtoga á Anfield þó allt gangi vel á uppleið núna. Einhvern sigurvegara sem önnur lið hræðast, ýtir okkur upp um level og lætur okkur vinna lið eins og Besiktas 3 eða 4-0.

  Finndu þann mann Rodgers and step up your game. Sýndu að þú höndlir að vinna með stór egó. Balotelli er ekki maðurinn sem okkur vantar en sýndu að þú kunnir að höndla með þessar týpur svo við komumst aftur í að leika við stóru strákana í Evrópu þar sem Liverpool á heima.

 77. Sælir félagar

  KAR # 69 og Bjöddn #72 segja allt sem segja þarf um “litla vítaspyrnumálið” sem er auðvitað stormur í dúkkubolla.

  Það er nú þannig

  YNWA

 78. Ég elska Balotelli. Hann er heiðursmaður. Súperególaus heiðursmaður. Fórnar sér fyrir liðið. Hugrakkur. Hann vissi að það væri liðinu fyrir bestu að fórna sér og taka þetta víti, þó það myndi kannski hafa afleiðingar fyrir hann sjálfan. Henderson hinsvegar gerir þau mistök að byrja að hugsa og láta chimpinn á öxlinni stjórna sér. Þegar Balotelli tekur boltann og Sturridge verður pirraður og byrjar að væla í varafyrirliðanum – þá væri eina rétta í stöðunni fyrir Henderson að kyngja stoltinu, segja Sturridge að halda kjafti og gefa Balotelli tíma til að athafna sig. Það er efinn sem fer með hann. ,,Bíddu er ég ekki fyrirliði? Hvað myndi Gerrard gera? Ég er fkn varafyrirliði!! Verð ég ekki einhvernveginn að bregðast við? Stjórna inn á vellinum? Á ég ekki að gera eitthvað? Lít ég ekki út fyrir að vera ógeðslega soft ef ég leyfi Balotelli að taka vítið? Ætli ég fái þá kannski ekki að vera fyrirliði? Sjitt, ég verð að gera eitthvað fyrirliðalegt!” Og það er þá sem allt fer til andskotans.

  Það er þegar hégómi – fyrirliðabönd og markaskorun – blandast inn í hlutina þegar sýn manna brenglast og sjálfselsku er ruglað saman við liðshugsun. Í framkomu Henderson og ummælum Gerrard endurspeglast brenglað hugarfar til vítaspyrna og fótbolta yfir höfuð. Í stað þess að líta á vítaspyrnur sem ábyrgð þá litið á þær sem fríkeypis tækifæri til að skora mark – sem eigi að líta á sem einhverskonar umbun fyrir góða ástundun.

  Við getum sett upp scenario. Sami Hyypia kemur inn á sem varamaður. Liðið fær á sig horn. Joe Allen er að dekka Andy Carroll. Sami Hyypia lýst ekki alveg nógu vel á það tekur sér stöðu við hlið Andy Carroll og sendir Joe Allen í annað verkefni. Myndi einhver tala um eigingirni hjá Sami Hyypia? Stjörnustæla? Nei. Því allir myndu sjá, að ákvarðanataka Sami Hyypia væri heilbrigð skynsemi með hagsmuni liðsins að leiðarljósi.

  En rétt eins og öll hegðun og framkoma Balotelli í þessu vítaveseni gaf til kynna að hann væri ekki standa í þessu veseni fyrir sjálfan sig heldur liðið, yfirvegunin, hvernig hann knúsaði Henderson litla eftir að hafa skorað markið og instagram-statusinn – þá var ég alveg einstaklega impóneraður af honum Emre Can. Hann er þjóðverji. Hann er róbóti. Honum er drullusama um egó. Hann er liðsmaður. Ég held ég hafi fengið úr honum þegar Emre Can öskraði á Sturridge að hætta þessu væli og fagna með strákunum. Svona eiga menn að vera!

  Í mismunandi attitúdi Emre Can og Balotelli annarsvegar og Gerrard, Sturridge og Henderson hinsvegar birtist okkur ástæðan fyrir því af hverju England tapar alltaf í fótbolta.

  ps.
  En mikið er samt gleðilegt að vera með skynsaman knattspyrnustjóra sem settlar þetta mál.

  “Young Jordan showed his maturity and Mario had the calmness and composure to score.”

 79. hefðir átt að nefna þetta vítuspyrnumál í skýrslunni 😉 ég vil fá þessar 30 mín til baka úr lífi mínu að lesa yfir þessi ummæli hérna

 80. Þetta fær mann til að gleyma skitunni hjá Gerrard í gær
  https://www.youtube.com/watch?v=UH6xY01jp5A

  Þvílíkur leikmaður og heiður að hafa fengið að horfa á hann í gegnum tíðina. Njótum þess á meðan það varir. Það gera allir mistök. Life goes on, gleymum þessu.

  Sammála að Balotelli átti alltaf að taka þessa spyrnu.

 81. Frábær leikur og frábær úrslit. Mikilvægt að halda hreinu. Balotelli náttúrulega snillingur og sá þroskaði í vítadæminu!! Svo hefur komið í ljós að hann er vítaskytta nr. 2 … auðvitað!! Hann sýnir því ábyrgð og festu þegar hann sér í hvað stefnir og sækir bara boltann í fangið á Henderson. Gerrard gerir upp á bak með því að vera að gaspra þetta í sjónvarpinu.

  Það sem stendur upp úr er þáttur Ibe. Þvílíkur leikmaður. Þvílíkt efni. Ekki dónaleg tilhugsun að vera með Sterling og Ibe á köntunum!! Langar líka að nefna Sakho. Magnaður í þessum leik. Trukkur í vörninni. Er mikið í boltanum og mikið leitað til hans að taka boltann upp og alveg magnað sjá hversu oft sendingarnar hans rata rétta leið.

  Næst.. Southampton… Bring it on!! 🙂

 82. Hef bara eitt um þessi viðbrögð Gerrards í imbanum!!!
  Hann er greinilega hættur að spila fótbolta. Allavega er hausinn á honum ekki rétt skrúfaður á.
  Hann var ekki í liðinu og hefur ekkert um þetta að segja í “sjónvarpi”. Verður gaman á næstu æfingu þegar hann mætir á svæðið.
  Rogers verður vonandi búinn að lesa yfir mönnum.
  Næsti leikur takk.

 83. Málið með þetta víti finnst mér ekki snúast um frekjuna í Balotelli. Við vissum alveg þegar hann kom að hann er með sitt egó og það hjálpar honum í svona stöðum. Hann er viss um að hann sé bestur og geti klárað svona mál.
  Sturridge er núy ekki með minna egó og fannst mér fyrst að hann væri að rífast um að taka spyrnuna sjálfur en það virðist vera vitleysa. Eitthvað segir mér að hann sé nú ekki með minna egó en Balotelli.
  Ummæli Gerrards eru að mínu mati ekki svo slæm og finnst mér þau vera rétt ef röðunin er eins og hann segir í viðtalinu. Ef sjálfur Steven Gerrard hefur ekki rétt á að gagnrýna liðið þá hver… Spurningin er reyndar sú að hvort þetta hafi akkúrat verið staður og stund en mér fannst hann ekkert vera að grafa Balotelli í viðtalinu. Þó er það sérstakt vegna þess að Rodgers virðist bakka Balotelli upp í öllum viðtölum eftir leikinn. Ef Balotelli spilar ekki á sunnudaginn þá vitum við hver hefur rétt fyrir sér í þessum málum.
  Sá sem kemur verst út úr þessu öllu er Henderson. Ég tel að það sé innan við 5% líkur á því að hann verði aðalfyrirliði á næsta ári. Alvöru fyrirliði sem telur að hann eigi að taka þessa vítaspyrnu skv. fyrirmælum frá þjálfaranum læturt engan annan taka af sér boltann og tak spyrnuna. Ég er mjög ánægður með Henderson og hef fundist hann drífandi á vellinum með að peppa samherja sína áfram en þarna sýndi hann að hann sé kannski ekki nógu sterkur sem fyrirliði.
  Leikurinn sem slíkur fannst mér frekar lélegur í heildina. Vörnin og markvarsla stóð sig vel nema sendingar frá Can voru slæmar. Ég er sammála því að vilja sjá Lovren þarna inni núna í stað Can og færa hann upp á miðjuna. Hef litist vel á hans innkomur upp á síðkastið.
  Miðjan var fín til baka yfir heildina en Coutinho, Lallana og Sturridge voru mjög slæmir í dag. Coutinho orðinn þreyttur, svipað og Sterling var í vetur og þarf að fá pásu. Sturridge ekki kominn í æfingu og sést vel að hann er ryðgaður. Lallana var bara slæmur frá a-ö.
  Ibe…… hvað er eiginlega hægt að segja um þenna gutta. Sammála því að hann er eins og Sterling var þegar hann kom upp nema Ibe er með skrokk sem fullorðnir menn væru stoltir af. Styrkur hans og hraði er eitthvað sem lætur mig slefa yfir.
  Hefði viljað fá annað mark inn og tel að seinni leikur verði erfiður og fari 2-1 og við áfram á marki á útivelli.
  Þakka þeim sem nenntu að lesa þetta 🙂

 84. Þeir sem tala um að Gerrard hafi verið pirraður eftir leikinn á ITV , eða hann hafi hraunað yfir Balotelli þurfa að fara á enskunámskeið hjá Mími. Það hefst nýtt námskeið á morgun takk fyrir.

 85. Rogers með skýr skilaboð til Balotelli. Hann er ekki ánægður með frammistöðu Balotelli á móti Besiktas. Það þurfa allir að vinna fyrir liðið allan leikinn ef þeir ætla að komast í liðið. Balotelli hætti að vinna fyrir liðið eftir að hann skoraði. Það þarf hann að hafa í huga framvegis ef hann ætlar að vera með!!

 86. Alltaf gaman af Gerrard ruglinu í AEG # 86. Ég var farinn að óttast að kappinn væri orðinn uppiskroppa með kóngablót og útlistanir á því hversu afleitur fyrirliði Gerrard er. Án reglulegra áminninga gæti maður fallið í þá gryfju að halda að Gerrard væri ekki skítseiði sem níðir skóinn af mönnum sem honum er í nöp við og jafnvel örlaði á leikskilningi hjá honum. Gott að vera minntur á mannkosti hans reglulega því framboðið á lofgreinum um kappann er slikt að maður gæti auðveldlega hrifist með og villst af leið.

  Balotelli þótti mér komast ansi vel frá Evrópuleiknum, hélt boltanum vel og link up spilið afbragð. Af síðustu leikjum að dæma er hann að lifna hressilega við og það hlýtur að styttast í að hann byrji leik, þ.e.a.s. ef menn tapa sér ekki í einhverju vítaspyrnu- og fyrirliðadrama.

 87. hahahaha hætii að vinna fyrir liðið eftir að hann skoraði ? #97 það voru 6 min eftir af leiknum og við láum i vörn mætti halda að sumir hérna séu búnir að horfa á knattspyrnu í 2 vikur

 88. Kæri Svefnormur ég hefði að sjálfsögðu átt að nefna heimildir fyrir minni færslu. Það sem ég birti er tilvitnun í Brendan Rogers. Þessi tilvitnun er tekin af “www.liverpool.no” sem er heimasíða norska klúbbsins. Þeirri síðu hef ég fylgst með frá því skömmu fyrir síðustu aldamót og get því vottað að þeir eru trúverðugir og ekki vanir að birta bull. Ég trúi því að þetta sé haft eftir Rogders enda finnst mér þetta líka dæmigerður Rogders frasi og kannski tilraun til að flytja fokus á hluti sem skipta meira máli en títtnefnd vítaspyrna.

 89. Brendan sagði í viðtali í gær að Mario væri vítaskytta nr 2, og hann kom inná og átti þarafleiðandi að taka vítið, alveg eins og þegar Gerard kemur inná þá lætur Hendó hann hafa fyrirliðabandið, þetta er ekkert flókið, hættið þessu röfli og snúum okkur að næsta leik.

 90. Í öllu þessu “fári” er það verst að Hendo skyldi ekki rétta boltann strax til Balotelli, þú er bestur í þessu og málið dautt, þarna skorti Hendo skynsemi, er að velta því fyrir sér að taka spyrnuna sjálfur, sem aftur býr til alla þessa dramatík, algerlega óþörf ef hann hefði verið fljótur að hugsa.
  Þetta er í raun það sem Gerrard er að segja, hann ver Hendo með ummælunum, en klúðrar þeim um leið.

 91. Hvert í veröldinni er Brendan að fara með þessum síðustu ummælum um Balotelli.
  Er hann algjörlega að tapa sér?

  Hvað var Gerrard t.d. að gera í sjónvarpi á meðan leiknum stóð en ekki að styðja liðið?

  Margt skrítið við stjórn Brendan núna.

 92. #100 já afsakið mig misskyldi þetta aðeins i gær að sökum nokkra mjólkurglasa

 93. Er ekk’ kominn tími á upphitun? Spái ótrúlegum úrslitum.

 94. Gerrard talar og menn ættu að hlusta. Innanborðs ágreiningur er merkjanlegur hjá félaginu. Hvað það á eftir að kosta eða gefa verður tíminn að leiða í ljós.

Byrjunarliðið gegn Besiktas

Southampton á morgun