Byrjunarliðið gegn Besiktas

Jibbí.

Evrópukvöld á Anfield!!!

Svona er liðinu stillt upp í kvöld.

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Ibe – Allen – Henderson – Moreno

Lallana – Sturridge – Coutinho

Bekkurinn: Ward, Lovren, Manquillo, Borini, Lambert, Balotelli, Sterling.

Einfalt mál….sterkasta mögulega liði stillt upp í kvöld!

76 Comments

  1. 4 strikerar á bekknum! Það á greinilega að sækja til sigurs í kvöld

  2. Hefði viljað einhvern annan en Studge á toppnum þar sem hann var bara að koma úr meiðslum,
    Hugsanlega Can á miðju og Lovren fyrir allen
    En Studge settur 2 og svo kemur Balo inná fyrir hann og setur 1

  3. Flott lið og sterkur bekkur.

    Vinnum 3 -0
    Sturtidge með 2 og Lallana 1

  4. Flott lið

    Ég persónulega hefði gefið Sturridge smá hvíld en ánægður að sjá Allen byrja aftur eftir góða framistöðu síðast.

  5. Ég hefði viljað sjá Can strax á miðjuna og Lovern þarnaí vörnina.. 2-0

  6. Sælir félagar hvað getur maður gert til að streama leikinn á iphone þarsem ég er út á sjó???

  7. Nú er YB og everton í opinni dagskrá á sport.
    Á maður að halda í vonina um að Liverpool leikurinn verði það líka 🙂

  8. nei liverpool leikur er aldrei i opinni dagskrá svo þeir græði viðskiptavini þeir hafa everton yfirleitt í opinni því það er öllum sama um þá leiki en varðandi að streama leiki útá sjó þá reyndi eg það einu sinni og mun ekki eyða tímanum mínum í það aftur það tók hjá mér 10 min að loada mbl.is og eg hef ekki fundið neitt app í síma sem streamar..

  9. Er einhver hérna sem veit hvar sé hægt að streama í gegnum smartsímann?

  10. Ansi sterkt byrjunarlið. Hefði kosið meiri róteringu þá aðallega með Southampton leikinn í huga. Hræddur um að þessi leikur geti tekið ansi mikla orku úr liðinu fyrir sunnudaginn.

  11. Er bara stemmning hjá Tyrkjunum eða hvað ? Eitthvað eru Evrópukvöldin að breytast þarna á Anfield, vantar alla stemmningu í hjá heimamönnum.

  12. Mætti hreinlega halda að við værum á útivelli miðað við áhorfendur.

  13. Hvílíkt efni … Ibe… magnað alveg. Og Sakho… maður minn lifandi… Maðurinn er ekki bara trukkur í vörninni… hann er frábær playmaker!! Með sendingar sem minna á Xabi Alonso. 🙂

  14. Getum við höndlað það að vera pressaðir, eins og við pressum önnur lið ? Það er spurningin.

  15. Mikið er Henderson búinn að vera flottur í kvöld. Hornspyrnurnar hjá honum eru líka mjöög góðar.

  16. Allen er eins og nýr leikmaður. Afskaplega góð samvinna hjá honum og vörninni. Þetta er annars allt að koma, tökum þetta í seinni.

  17. Sæl og blessuð.

    Margt firnagott í þessu spili. Allir hressir en hormónarnir mættu pumpast meira út í blóðið, í vítateignum. Æðislegt spil á köflum, góð pósessjón pg taktar. Samt – þetta er áhættuspil og þeir geta verið hnífskarpir í skyndisóknum.

    Ef Mignólet hefði nú afgreitt Ba í fyrra eins og hann gerði núna… tjah…

    Allen? Já, er hann ekki bara búinn að standa nokkurn veginn fyrir sínu? Vann nokkur einvígi, hefði mátt vera fljótari að spila honum frá sér.

  18. Allen og merkilegt nokk Coutinho eru að aðstoða ytri miðverðina vel þegar liðið tapar boltanum með vængmennina hátt á vellinum. Crucial í þessu kerfi og gaman að sjá það.

    Ibe og Sakho flottir í fyrri, líka Can, Allen og Mignolet (þessi eina varsla var eðal, boltinn lenti á vondum stað).

    Það er ekkert grín að brjóta þetta lið niður, eru agaðir og sterkir. Hef fulla trú á að það takist samt og við skorum a.m.k. tvö mörk í seinni hálfleik!

  19. #18
    Livestream er android app a Google play. Virkar ótrúlega vel. Search Liverpool og leikurinn kemur upp.

  20. verðum að klára þennan leik plís god annars er ibe búinn að vera okkar besti maður sturridge slakastur að mínu mati ábyggilega of háar væntingar til hans í þriðja byrjunarliðsleik sínum kallinn hlýtur að fara að detta inn

  21. Frábært að fá Sturridge aftur… ekki síst þegar hann fer að sinna sínu hlutverki!

  22. Það er allt of mikið af feil sendingum hjá okkur og það er ekki í fyrsta sinn.

  23. Jæja nú hlýtur þetta að fara að detta.

    Annars steindauð stemning á pöllunum, heyrist nánast bara í tyrkjunum 🙁

  24. Nú fer Can væntanlega á miðjuna og þríhyrningnum fremst snúið við.

  25. Please Sturridge og Henderson….látið Balotelli taka þessar aukaspyrnur

  26. of margar slæmar sendingar á síðasta fjórðung er það sem er að og það gæti sett okkur úr þessari keppni.

  27. loksins fór lallana út af. Hefði samt kosið að Sturridge væri ekki inn á allan tímann…

    baló minnir á sig

  28. IIIiiiiiiiiiiiiiibeeeeeeeee og Mario! Að hugsa sér að þetta sé Evrópudebut hjá Ibe. Djöfull er hann búinn að vera góður, mamma mia!

  29. baló átti þessa sókn… vann boltann, kom honum á ibe og sýndi síðan dásamlegan ótuktarskap er hann dissaði fyrirliðann, tók vítið og skoraði eins og enginn væri morgundagurinn!!!

  30. Og Balotelli er búinn að vera stórkostlegur síðan hann kom inn á. Búinn að fá, hvað, 3 aukaspyrnur á ágætum stöðum? A.m.k. tvær. Kemur boltanum fljótt og vel fram, gott hold up play og fleira. Og þessi vítaspyrna var auðvitað beint af Norðurpólnum.

  31. Hvaða ruglerjur voru þetta á punktinum? Voru menn virkilega byrjaðir að rífast um hver ætti að taka vítið? Leit út eins og Sturridge væri eitthvað pirraður á frekjunni í Balo.

  32. Sorry Hendo…..Balo er alltaf að fara taka þetta víti 🙂

    Nú skiptir öllu að halda hreinu….helst að pota inn einu í lokinn.

  33. Balo a bara allan timann ad taka vitin þegar gerrard er ekki inna þu finnur ekki mikid betri vita skyttu veit ekki allveg hvad henderson var ad reyna þarna

  34. Super Mario öruggur á punktinum.

    Og Sturridge fór í fýlu því hann fékk ekki að taka vítið og fagnaði ekki með Baló, eins og smákrakki!

    Auðvitað átti Balotelli alltaf að taka þetta mikilvæga víti.

  35. Henderson drulladu ter burtu frá boltanum. Balo á ad eiga allar aukaspyrnur inn 30m 🙂

  36. Henderson er ömurlegur dead ball leikmaður…..

    Auðvitað átti Balotelli að taka þessa spyrnu og hann á líka að taka aukaspyrnur

  37. Vonandi lærir Henderson á þessu vítafýludæmi, að taka af skarið næst sem fyrirliði. Hann lúffaði fyrir Balotelli í stað þess að ákveða bara hvor þeirra tæki þetta.
    En auðvitað átti Balotelli alltaf að taka spyrnuna, það er ekki spurning.

  38. ÉG ELSKA BALOTELLI. <3

    Gerrard er núna brjálæður yfir þessu í viðtali við sjónvarspsstöð út af þessu.

    Fyrir mér er þetta bara Ballotelli. Óþekkur en stígur fram og tekur ákvarðanir.

    Við vissum þetta áður en við keyptum hann og ég verð að viðurkenna að ég stend með Balotelli í þessu.

Be?ikta? á Anfield

Liverpool 1 – Besiktas 0