Liðið gegn C. Palace

Jæja, þá er liðið komið.

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Markovic – Allen – Henderson – Moreno

Lallana – Sturridge – Coutinho

Bekkurinn: Ward, Lovren, Johnson, Naquillo, Borini, Lambert & Balotelli.

Can heldur s.s. áfram í miðri vörninni og Allen kemur inn á miðjuna í stað Gerrard. Ibe má ekki spila í bikarnum og kemur Lallana inn í hans stað, á þó von á því að Markovic leysi “wing-back” frekar en Lallana. Sturridge áfram á toppnum.

Síðustu tvær heimsóknir okkar á Selhurst Park hafa verið skelfilegar. Hefnd í dag, takk!

YNWA

95 Comments

 1. Liðið nkl eins og eg vildi hafa það nema hefði sett can a miðjuna i stað Allen og þa Lovren i vörnina.

  Spai annars 1 -2 og sturridge með bæði

 2. Hefði viljað sjá Johnson/Manquillo, Lovren og Balo fa sens i dag og hvila aðeins en gott mal leta win today

 3. Hefði viljað sjá Lovren koma inn og færa Can á miðjuna með Hendo, fannst Lovren koma sterkur inn gegn tottenham.

  Er ekki enn að fýla Allen sem gerir ofskaplega lítið fyrir vörnina og líka sóknarlega. Kannski hann lætur mann éta hattinn eftir þennan leik en finnst það ólíklegt.

 4. Algerlega ljóst að það er lögð mikil áhersla á að vinna FA cup þetta árið, haldið í kjarnann og bara þær breytingar sem voru nauðsynlegar vegna meiðsla og leikbanna.

  Eitt af því sem ég horfi til þegar ég gleðst yfir því er að ég vona að þetta lið verði nógu sterkt til að hægt verði að kveða niður einhverja þá grýlu sem verið er að búa til úr Selhurst Park.

  Augljóslega gleðst ég ekki yfir að sjá Joe Allen í liðinu en vona, eins og ALLTAF, að hann nái sér á strik og sýni okkur meira en það sem við höfum séð hingað til frá honum, eitthvað í líkingu við það sem við sáum til hans hjá Swansea.

  KOMA SVO!!!!!!!!!!!

 5. Mér finnst þetta rökrétt byrjunarlið m.v. hvernig vörnin hefur verið að spila sig saman upp á síðkastið. Er sjálfur ekki mikill Allen aðdáandi, en vil fremur hafa sömu þrjá öftustu og hafa verið að spila vel upp á síðkastið fremur en að gefa Lovren “séns” í þessum leik og færa Can up. Ég vil a.m.k. sjá hvernig þetta fer af stað áður en Lovren kemur inn og Can verður færður upp á miðju.

 6. #1 Viðar, nákvæmlega sama lið og ég var að hugsa, er Allen ekki fullreyndur sem varnartengiliður.

 7. Ég hefði eins og margir viljað sjá Lovren fá sjensinn á kostnað Allen.

  Allen er búinn að fá nóg af sjensum án þess að sýna að hann eigi skilið að fá mikið fleiri. Lovren var refsað fyrir hrikalegar frammistöður og ég er á því að hann eigi nú skilið að fá tækifæri til að sýna að hann geti eitthvað, það er búið að frysta hann nógu lengi og vonandi fáum við endurkomu frá honum líkt og Mignolet.

  Allen hins vegar er alltof of oft búinn að fá tækifæri og aldrei gripið það finnst mér, hugsa að það sé óumflýjanlegt að hinn velski Xavi þurfi að finna sér nýjan klúbb í sumar. Ég vona það allavega innilega.

 8. Same old story, á einhver link á leikinn ?

  Annars er ég sáttur með liðið að ákveðnu marki þó hefði ég viljað sjá Coutinho hvíldan og Balotelli frammi með Sturridge.

 9. Og þið eruð alveg ennþá á því að hafa þennan Naquillo á bekknum?

  Þessi leikur verður ströggl, 0-1 eða 1-2 sigur með sigurmarki á lokamínútum (Balotello aftur)

 10. Getið tékkað á http://www.drakulastream.eu/football-live-streaming-video.html

  Þessi síða hefur hingað til gefið mér fín gæði miðað við margar aðrar síður og sama og ekkert hik, annars hefur blabseal.de/foot/ verið alger snilld og lykilorð hefur við “bls” ef það hefur verið beðið um það, gæði rétt eins og í sjónvarpi og alveg hikstalaust. Aftur á móti hefur verið eitthvað misjafnt hvernig menn eru að komast inná þetta, og kann ég ekki ráð við því. Vonandi nýtist þetta eitthvað.

 11. Allen er tilgangslausasti leikmaður sem ég veit um. Hann er bara þarna. Gerir ekkert sérstakt inni á vellinum. Hann skilar engu af sér sóknarlega og engu varnarlega. Hljótum að geta haft einhvern inni á vellinum sem skilar meira af sér

 12. Úff eitt sem að ég vissi ekki og kom held ég ekki fram í upphitun, gæti þó verið. Liverpool hefur ekki unnið í síðustu 6 já 6 leikjum á Shelhurst Park. En ég hef fulla trú á sigri, KOMA svo !!

 13. Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað það nákvæmlega er sem Allen getur …
  – hann getur ekki sent langa bolta
  – hann getur ekki skorað
  – hann getur ekki tæklað
  – hann getur ekki skallað
  – hann getur ekki tekið manninn á
  – hann getur ekki dregið liðið áfram á andanum einum saman

  hvað getur hann????? Hvað er málið

 14. Skrifast á belgann. Aldrei að kýla helvítis boltann inn í teig! Hreinsa hann langt út, grípa eða slá til hliðar…

  Vonandi hrökkva okkar menn í gang =/

 15. Nú kemur í ljós hvort að þessi brottför hjá Rodgers í 3 daga til Ítalíu fyrir þennan mikilvæga leik muni koma niður á liðinu.

 16. Þarf að setja menn í betri takkaskó þarna. Alltaf á rassgatinu upp við vítateig Palace.

 17. engan vegin að spila sama boltan og við höfum séð á síðustu vikum þetta er ekki boðlegt þurfa fara koma sér í gang,.

 18. Segja á BT að selhurst hafi verið vökvað vel ofaní rigningarnar undanfarið, skýrir þunglamalegann völlinn….

 19. Joe Allen næstum því búinn að búa til mark með frábærri sendingu.

  Það er það sem að hann getur Ibbirabbi#18

 20. Allen út, Lovren inn og Can á miðjuna.
  Vil að þetta sé í síðasta skipti sem Allen er í liðinu. Lítill og slakur varnarlega, skorar ALDREI, leggur ekkert upp og er ekki teknískur. Útaf með hann núna.

 21. Okkar menn mjög slakir það sem af er.

  Verðum að spila miklu miklu betur ef við ætlum okkur eitthvað i þessum leik

 22. Þetta lítur ekki vel út. Rodgers virðist hreinlega ekki vera með þetta þegar það kemur að bikarkeppnum. Ef þetta verður svona í hálfleik, þá væri ég til í að sjá hann taka áhættu með að taka Allen útaf og setja Can í hans stöðu og Lovren í vörnina.

 23. Það hefði nú verið fallegt af dómaranum að dæma víti þegar Sturridge var tekinn niður í teignum.

 24. Finnst nú liðið vera spila vel og eiga leikinn gjörsamlega. Bara ömurlegt að vera undir. Ef við höldum þessum dampi áfram, þá hlýtur þetta að detta.

 25. djöfull er dómarinn algjörlega með það á hreinu að palace eigi að vinna þennan leik… ódýrasta spjald í sögu knattspyrnu gefið á henderson áðan… þvílíkur skíthaus

 26. og lappir í sturridge tóku hann niður hefði átt réttilega dæmi víti á þetta en svona er boltinn

 27. Tek undir það að fá Lovren inn fyrir Allen og færa Can upp á miðju. Einnig vil ég fá Balotelli inn fyrir Lallana og spila honum og Sturridge saman frammi með Coutinho í holunni.

 28. Fara menn ekki að verða þreyttir á að kenna dómurum um allt sem aflaga fer hjá Liverpool eða trúa menn því að dómarastéttin eins og hún leggur sig hafi ákveðið á leynifundi að knésetja Liverpool Football club?

 29. Ef þetta væri handbolti þá væri dómarinn kominn upp með hendina…

 30. Væri til í að sjá johnson eða manquillo inn fyrir allen og balotelli eða lambert inn fyrir markovic. Fara í 4-1-2-1-2. Allavega að fá inn annan framherja, þurfum meiri ógn fyrir framan markið.

 31. Gayle með dýfu og gerir sér svo upp meiðsli líka…. Flottur fír

 32. Þessi dómari maður vá. Ætlar þessi dómarastétt að henda okkur út úr annari bikarkeppninni. Ótrúlegt hvað hann fellur fyrir þessum endalausu dýfum í palace liðinu og sleppir augljósum vítaspyrnum eins og brotið á Sturridge.

 33. djohnnson… þú værir semsagt ánægður að fá spjald fyrir þetta “brot”…???
  þeir eru að spila undir getu og allt það en dómarinn er að eiga herfilegan leik.. burtséð frá öllum leynifundum og fleira rugli sem þú hefur smíðað í hausnum á þér

 34. Liverpool er einfaldlega miklu betra. Liverpool lenti undir eftir varnarmistök sem geta alltaf gerst hjá hvaða liði sem er. Í kjölfarið erum við búnir að fá fjögur til fimm dauðafæri. Ef þetta heldur svona áfram í seinni hálfleik hljótum við að jafna.

  Eina sem gæti sett strik í reikningin er að skyndisóknir Palace geta verið hættulegar.

 35. Palace náðu eh heppnis marki og liggja svo í vörn , jafna þetta fá þá framar á völlinn og klára þá í seinni takk fyrir.

 36. nákvæmlega eins og eg spáði töpum þessum leik i dag þvi miður ! helviti held að malið se að henda balo inn i halfleik sakar ekki

 37. Ég vil sjá Coutinho út bráðlega, hann þarf einfaldlega að fá hvíld drengurinn.
  Ég vil fá Lovren og Balotelli inn fyrir Allen og Coutinho.

 38. Það vantar allt tempó í leik okkar manna. Palace nær alltaf að parkera liðinu við vítateig. Hreyfanleiki manna lítill og lítið tempó gera okkur erfitt fyrir.

 39. Hvað er að mönnum? Er Allen ástæða þess að við séum undir? Þetta mark var algjörlega Skrtel að kenna að geta ekki tekið Gayle sem er ógeðslegur leikmaður í skallaeinvígi. Skrtel átti líka sendinguna á Gayle sem bjó til besta færið þeirra?

  Slakiði á Allen. Hann er bara búin að vera flottur þarna á miðjunni í Lucas-ar hlutverki. Erum að stjórna þessum leik og með yfirburða possession. “Getur ekki skorað” “Getur ekki lagt upp” Hvað er Coutinho, Sturridge, Lallana og Markovich allir búnir að gera í leiknum? Allavegana hvorki skorað né lagt upp.

 40. Erum miklu, miklu betra en þetta Palace lið. Staðan er óbreytt, þ.e. við þurfum að skora mark, það er ekkert flóknara. Hef enga trú á að Palace geti varist með þessum hætti í 45 mínútur til viðbótar. Óttast samt að það verði replay á Anfield úr því sem komið er.

 41. Flottur fyrihálfleikur hjá Liverpool.
  Við stjórnum þessum leik frá A-Ö , sjaldan sem maður er eins lítið stressaður að liðið sé undir.

  Þessi Allen hatur er svo bara kominn út í rugl. Hann er einfaldlega búinn að vera flottur í dag. Vinnur boltan, skilar honum frá sér , tekur hlaup fram á við, var þrisvar sinnum mættur til þess að covera þegar Can fór úr stöðu. Átti frábæra sendingu á Henderson inn fyrir vörnina, átti flotta sendinu á Sturridge sem komst í gott færi, átti skot á lofti rétt framhjá. Hann átti eina sendingu sem klikkaði rétt fyrir lok hálfleiks og er ég þá viss um að menn hafa verið fljótir að setja út á hann og vilja hann af vellinum.

  Ég kalla þetta að ákveða áður en leikurinn byrjar að menn eigi lélegan leik. Miðsvæðið er alls ekki vandamálið í þessu leik. Við eru c.a 80% með boltan og eru miklu hættulegri.

  Sturridge var skelfilegur fyrstu 20 mín en hefur innið sig inn í leikinn en er samt svo langt frá sínu besta(skiljanlega), Henderson er sá sem hefur verið að tapa boltanum og er kominn með spjald.

  Liverpool áttu svo allan daginn að fá víti þegar brotið var á Sturridge og Lallana átti auðvita að skora.
  Mér finnst erfitt að leita að sökudólgi í markinu. Þetta er há sending sem er að fara bakvið Skrtel. Hann er að horfa á boltan allan tíman og hopar uppí hann og þegar hann er kominn í loftið þá fær hann smá snertingu á bakið sem tekur hann úr jafnvægi og nær hann þá engum kraft. Mignolet ver svo vel og auðvita dettur boltinn fyrir fætur eina Palace mannsins á svæðinu.

  Ég hef trú á liðinu og ég er sanfærður að við töpum ekki þessum leik.

 42. neita að trúa því að þeir ætli að tapa þessum leik það er svo mikið dauðafæri á þessum bikar !

 43. Algjörir yfirburðir en okkur vantar mörk. Trúi ekki öðru en að úr rætist í seinni hálfleik. Hvað sem hver segir þá er dómgæslan ekki alveg að falla með okkur en vonandi komumst við í gegnum þennan varnarmúr sem fyrst og klárum þetta svo með stæl.

 44. Bara einn maður sem getur red dáð þessu……hann er með mottu !

 45. Alltaf jafn hrifinn af Emre Can………

  ……. spilar bæði vörn og miðju til bakka upp getuleysið í Allen.

 46. djöfull er þetta eitthvað erfitt, við erum með boltann nánast allann tímann og við ströglum við að komast í gegn, og síðan er alltaf stórhætta þegar Palace kemst í sín örfáu skipti í sókn.

 47. Moreno bráðfyndinn 😀 glæsilegt mark! Er ekki frá því að Allen hafi verið arkitektinn hr #18

 48. Frábær sending hjá Hendo og frábær afgreiðsla hjá D-Studge sem er algjör ekta framherji, frábær. Mikið vona eg að hann haldist heill 7-9-13!

 49. Flott skot ´hjá balo ! og flott hvernig lallana fylgdi eftir frábært vissi þetta !

 50. Úff, meigum ekki við því að missa Sakho. Það er engu líkara að það sé kolólöglegt að fara framhjá honum, það gerir það enginn.

 51. Lallanaaaaaaaa 😀

  Og Balo með “assist”, glæsilegt.

  Valta nú yfir þetta helvítis skítalið! *No-Jinx*

 52. Glæsileg skipting hjá Rodgers, nú er bara að viðhalda þessari forystu.

 53. Sakho greinilega fengið högg í þindina. Tekur smástund að hrista það af sér

 54. Er þetta ég eða er Sturridge að hlífa sér svakalega mikið í þessum leik.

 55. Sattur við leik okkar manna,miklir yfirburðir spil à köflum mjôg flott Can góður Allen fínn Sturridge allur að koma til ,það þar ekki undan neinu að kvarta eg sàttur það sem af er leik.

 56. sakna Reina þegar það kemur að útspörkum og að koma boltanum á samherja 😛

 57. 78# Dassinn.
  Sakna Reina?
  Mignolet er búinn að vera frábær í þessum leik, varði í dauðafæri hjá Gayle og hefur annaðhvort gripið eða kýlt allar hornspyrnur Palace í messu leik.

 58. #79 Keli, ef þú lest kommentið aftur þá sérðu að ég er ekki að tala um að ég sakni Reina né að ég sé að segja að Mignolet sé ekki búinn að vera góður í úthlaupum og verja skot heldur það að hann er ekki nálægt því eins góður og Reina í útspörkum og að koma bolta í leik á samherja. Það er ekki bara í þessum leik heldur almennt

 59. Migno bara búin að vera virkilega SOLID undanfarið ..megi það halda áfram lengi þannig.

 60. Allen eins og kóngur í ríki sínu þarna á miðjunni. Hann er búinn að vera mjög flottur í þessum leik.

 61. Mikill munur á Balo markið í síðasta létti greinilega á honum pressu, núna er hann að pressa, reynir að hlaupa î eyður, og meira að seigja farinn að brosa og hafa gaman að leiknum.

 62. Gríðar ánægður með Allen í kvöld. Góðar sendingar, vel staðsettur og vel útfærðar hreyfingar,

 63. Kvitta undir það sem nefnt er hér að ofan…….. Allen hefur sýnt lit í seinni hálfleik.

 64. Joe Allen átti miðjuna í dag. Hann átti mjög góðan leik í dag.

  Hann var sá sem hélt boltanum , vann bolta og kom honum vel frá sér.
  Hann var sá sem var að finna leikmenn í fætur á milli varnar og miðju trekk í trekk
  Hann var sá sem var á fullu allan leikinn og fannst mér frábært að sjá hann covera vel fyrir Sakho og Can þegar þeir fóru upp þá var hann oft fljótur að detta niður í þeira stöðu.

  #18 – Þetta gat hann (en ég er viss um að þú sér löngu búinn að ákveða þig að hann sé ömurlegur og mun halda áfram að tala um hann sem lélegan leikmann)

 65. Skil ekki þetta raus með að tala niður Allen. Hann er að spila varnartengilið og er því meira í því að verja vörnina en að vera dútla eitthvað með boltan. Sama og Lukas var að gera. Fannst hann fínn í þessum leik. Held að hann gæti verið fín lausn fyrir Lucas. Við verðum að átta okkur á því að Emre Can er orðinn lykilmaður í þessu liði í annarri stöðu.

 66. Gaman að sjá þegar menn stíga upp.

  Virkilega góður leikur hjá Allen í dag. Maður leiksins mögulega.

 67. Crystal Palace er bogey lið. Það voru einmitt þeir sem slógu okkur út úr FA Cup tímabilið 89-90 (sama tímabil og við unnum þá 9-0 í deildinni). Það var einmitt Alan Pardew sem skoraði sigurmarkið í framlengingu þess leiks. Crystal Palace hafa oft gert okkur skráveifu. Ég man eftir því á lokametrunum í fyrra þegar ógeðið hann Dwight Gayle gerði út um titilvonir okkar.

  Þetta var sæt hefnd og okkar menn sýndu mikinn karakter. Palace spiluðu tveggja rútu vörn a la Chelsea og þetta var virkilega ánægjulegt að brjóta hana á bak aftur. Takið eftir því að þetta gerist allt án Gerrard. Það er kannski líf eftir Captain Fantastic.

Crystal Palace á morgun

Crystal Palace – Liverpool 1-2