Crystal Palace – Liverpool 1-2

Rodgers stillti þessu svona upp á þessum ágæta laugardegi, þegar við fórum á okkar “uppáhalds” völl, Selhurs Park:

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Markovic – Allen – Henderson – Moreno

Lallana – Sturridge – Coutinho

Bekkurinn: Ward, Lovren (Coutinho), Johnson, Manquillo, Borini, Lambert (Sturridge) & Balotelli (Markovic).

Liverpool byrjaði leikinn vel en lenti samt snemma undir. Það kom tiltölulega einföld sending af miðjunni, Gayle stakk sér á milli Can og Skrtel en Skrtel fannst mér fara upp í þennan bolta frekar aumlega, skallaði til baka þegar Gayle stjakaði við honum, Mignolet kom á móti og varði skalla Gayle vel – frákastið barst til Campbell sem kom Palace yfir 1-0.

Eftir þetta fór leikurinn nánast eingöngu fram á vallarhelmingi heimamanna. Þeir fengu þó ágætisfæri þegar Gayle komst einn innfyrir en Mignolet varði vel frá honum.

Liverpool var í reitarbolta fram að hálfleik. Sköpuðu sér eitt dauðafæri, þegar Lallana átti skot beint á markvörð Palace nánast úr markteig, svo átti Sturridge að fá klárt víti þegar Souare braut á honum, en rétt eins og í leiknum gegn Spurs þá vildi dómarinn ekki flauta (aðstoðardómarinn sem dæmdi vítið gegn Tottenham).

Rodgers gerði breytingu í hálfleik, útaf fór Markovic og inn kom Balotelli, skiljanleg skipting þar sem að Markovic hafði ekki náð sér á strik.

Það tók Liverpool liðið ekki langan tíma að jafna. Henderson átti FRÁBÆRA sendingu yfir flata vörn heimamanna þar sem að Sturridge tók gott hlaup og skaut í fyrsta, 1-1. Nánast nákvæmlega eins mark og það sem Sterling skoraði gegn Boltin í FA bikarnum um daginn, nema nú voru Sturridge og Hendo í aðalhlutverkum í stað Can og Sterling.

Lallana skoraði svo sigurmarkið átta mínútum síðar. Balotelli fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan teig heimamanna, tók spyrnuna sjálfur – átti fínt skot sem Speroni varði en Lallana mætti fyrstur á staðinn og skoraði úr frákastinu, 1-2.

Þrátt fyrir að fá svona sextán hornspyrnur og fjórtan aukaspyrnur fyrir utan teig þá var nánast aldrei nein veruleg hætta við okkar mark. Mignolet át þetta allt saman og ef eitthvað var þá hefðum við átt að bæta við frekar en heimamenn að jafna. Þeir fengu reyndar afskaplega lítið af boltanum lengi vel – og þá er frekar erfitt að skora.

Niðurstaða

Mjög sannfærandi sigur og nokkuð góð frammistaða hjá okkar mönnum. Þrátt fyrir að við höfum lent undir þá vorum við í raun alltaf með góða stjórn á leiknum – allt annað en t.d. leikur okkar á þessum velli fyrr á leiktíðinni.

Brendan Rodgers fær RISA hrós frá mér fyrir að snúa gengi liðsins við. Hann gerði þær breytingar sem þurfti að gera. Formið?

W-D-W-W-D-W-W-W-D-D-L-W-W-D-W-W

Eitt tap í síðustu 16 leikjum takk fyrir. Og við erum búnir að vera án Sterling í slatta af þessum leikjum, Sturridge verið í byrjunarliðinu í síðustu tveimur – og það vel frá sínu besta formi.

Hrós tvö frá mér, og tilnefninguna maður leiksins, fær Símon Mignolet. Hvað gerðist? Hann átti nánast hverja einustu fyrirgjöf í þessum leik, varði gegn Gayle á krúsjíal tíma í leiknum og var virkilega sannfærandi í öllum sínum aðgerðum. Ég var nú ekki sammála Rodgers með þennan Brad Jones brandara – en vá hvað þetta virkaði.

Hrós þrjú frá mér, Joe Allen. Ég hoppaði ekki hæð mína þegar ég sá hann í liðinu, viðurkenni það. En var líklega einn af okkar bestu 2-3 leikmönnum í kvöld.

Virkilega sterkur sigur á erfiðum útivelli. Komnir í 8 liða úrslit, dregið n.k. mánudagskvöld.

YNWA

64 Comments

  1. Þetta var öruggasti 2-1 útisigur í bikarkeppni sem ég hef séð…hafði eiginlega ekki áhyggjur þótt við værum marki undir í hálfleik.

  2. Allen stóð engan vegin undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans í kvöld – sem er að vera skúrkurinn í liðinu og má vænta þess að kop.is muni loga af þessu tilefni í vikunni.

    Annars bara fínn sigur og gott að vera komnir áfram í þessari keppni.

  3. Allt annað að sjá liðið eftir að Balotelli kom inn á þar sem Sturridge var alltof einangraður. Allen var frábær, en hann er engu að síður á seinasta séns og verður að fara sýna meiri stöðugleika. Líka gaman að sjá Mignolet halda áfram að standa sig, spurning hvort klúbburinn ætti að skella samningi á konuna hans.

    Annars flottur vinnusigur gegn erfiðum andstæðingum.

  4. Hef ekki verið mikill aðdáandi Joe Allen til þessa en tek hatt ofan fyrir honum kvöld. Hann þarf líklegast bara meiri spilatíma.

    Má til með að stela þessum bút af viðtali við Rodgers á BBC………

    “Daniel Sturridge is a natural goalscorer. The worry is that his team-mates are joining in with his dancing!”

  5. Eins og maður sagði í hálfleik þetta var leikur sem ég var sanfærður á að við munudum aldrei tapi og ég er þessi stressaða týpa sem er skíthræddur þegar Liverpool eru að vinna 2-0 og andstæðingarnir eiga markspyrnu og 3 mín eftir.

    Mér fannst við vera með þá allan leikinn og yfirspiluðum þá á köflum.

    Mignolet 8 – Hefur einfaldlega verið mjög góður í síðustu leikjum en ég var einn af þeim sem fannst hann ekki nógu góður fyrir jól en ef hann heldur svona áfram þá bið ég hann formlega afsökunar.

    Can 7 – Flottur leikur og gaman þegar hann tekur strauið fram en hann var stundum full fljótur allavega tvisvar í leiknum að hlaupa úr sinni stöðu og skilja pláss fyrir aftan sig.

    Skrtel 7 – já menn vilja tala um fyrsta markið en ég er ekki alveg samála því. Bjargaði okkur oft með góðum tæklingum og var mjög physical í dag.

    Sakho 7 – Flottur leikur og vona ég að meiðslin séu ekki alvarleg því að hann hefur verið að standa sig vel

    Markovitch 6 – svo sem lítið hægt að setja út á hann í fyrihálfleik var áræðin.

    Moreno 7 – aftur solid leikur hjá kappanum og er frábært að hafa fundið bakvörð vinsta megin(okey wing back í dag)

    Henderson 7 solid leikur. Vann vel eins og alltaf, lagði upp markið hjá Sturridge.

    Allen 8 – líklega hans besti leikur í Liverpool búning. Var á fullu, hélt boltanum vel, kom honum vel frá sér og náði að finna menn í fætur milli varnar og miðju. Duglegur að covera fyrir Sakho og Can og lítið hægt að setja út á hann í dag.

    Couthinho 5- Virkar þreyttur og er lítið sem ekkert að koma úr honum í síðustu leikjum. Við vitum hvað í honum býr en ég myndi hafa hann á bekknum á fimmtudaginn og gefa honum hvíld

    Lallana 7 – Átti það til að týnast í leiknum en skoraði flott mark og þegar hann var með boltan þá var hann ógnandi og vinnslan var frábær(snilld að sjá hann pressa þarna á fullu á 90 mín)

    Sturridge 7 – Hann er greinilega ekki kominn á fullt og er ekki að fara í mikla snertingu en maður sá nokkra gamla Sturridge takta og svona gerði hann auðvita það sem hann gerir best skoraði flott mark.

    Balo 7 – Manni fannst hann stundum latur en svo inná á milli tók hann smá pressu. Hann átti samt flottar 45 mín og var mikilvægur í restina þegar við vorum að halda boltanum. Átti líka flott spil og var ekki Balo sem var sjálsfselskur og tekur 30 metra skot heldur var þetta Balo team player og vona ég að þetta sé það sem koma skal

    Lovren og Lampert 6- Mjög solid báðir tveir. Gerðu engin misstök á þessum stutta tíma og var flott að fá hæðina í föstu leikatriðinn í restina.

    S.s Liverpool að spila en einn flottan leikinn. Mignolet að eiga flottan leik, Joe Allen að eiga mjög flottan leik, Sturridge að komast í meiri leikæfingu, Balo með flotta inná komu og við unnum Palace á útivelli í stórleik og er ekki hægt að byðja um meira.

    Áfram Liverpool og vona ég að liðið fari bara alla leið í vetur

  6. Ég tel að síðustu 15 mín leiksins hafi sýnt okkur ástæðuna fyrir því að Allen var fenginn til liðsins. Þetta leit út eins og það sem Rodgers talaði svo fallega um fyrst eftir að hann tók við, nefnilega”death by football”. Við gjörsamlega drápum leikinn síðasta korterið og þar fór Joe Allen fremstur í flokki. Síbjóðandi sig út um allan völl, skilandi stuttum sendingum í fætur á mönnum og snúa þreytta andstæðinga af sér eins og að drekka vatn.

    Verst fyrir hann að svona spilar Liverpool bara ekkert alltof oft.

    En mig vel spilaður leikur. Gaman að sjá Sturridge og Balo spila saman og svo er frábært að sjá breytinguna á Mignolet.

  7. Móment leiksins er klárlega

    [img]http://giant.gfycat.com/FinishedFemaleChrysomelid.gif[/img]

  8. Ég hef miklar áhyggjur af því hvað Emre Can er góður, það vilja örugglega öll önnur lið hafa svona leikmann í sínu liði, frábær Leikmaður. Fær 9,

  9. Akkúrat núna eru flestir ef ekki allir leikmenn að sanna ágæti sitt. Gæti ekki verið betri tímapunktur til upprisu 🙂 Liðið sem er ungt virkar ógnvekjandi og ef fram fer sem horfir þá erum við að fara að eignast sanna sigurvegara að nýju.
    YNWA

  10. Palace hefur verið dálítið bógíe-lið hjá okkur og gott að sigra þessa grýlu án Lucasar. Allen stóðst prófið nokkuð vel, en ég vil sjá stjórann gefa Can sjensinn í stöðunni og sjá hvernig hann plummar sig. Er alltaf meir og meira imponeraður af honum.
    Sturridge er að berja af sér ryðið hægt og rólega og gaman að sjá að Baló er að taka hausinn út úr rassgatinu á sér og kominn smá bolti í hann 🙂

    Game on, þetta er að smella.

  11. Frábær sigur. Svo bara heimaleik næst, skiptir engu hvert næsta fórnarlamb er. Virkilega flottur karakter i liðinu okkar.

  12. Aftur orðið gaman að horfa á Liverpool-liðið!!!!!!!!!!! Inná koma Balla breytti leiknum. Frábært.

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!

  13. en mikið er ég sáttur og hissa var 95% á því að þessi leikur yrði jafntefli eða tap var með ogeðslega tilfinningu fyrir þessum leik sem gerist ekki oft komnir í 8 liða úrslit ásamt wba blackburn reading og reading þvílíkt dauðafæri eina liðið sem eftir er sem eg sé stöðva okkur er arsenal !

  14. Dett inn í þennan leik þegar staðan er 1-0. Það segir margt um gengi okkar manna undanfarið að ég var ekki hið minnsta stressaður á að tapa þessum leik.
    Fyrir tveim mánuðum hefði ég verið frekar pirraður og haft litla trú…fyrir tveim mánuðum hefðum við bara einfaldlega tapað leiknum. Allt annar fílingur í gangi núna.

  15. Horfði bara á fyrrihálfleik, en hafði litlar áhyggjur eins og margir hérna. Það segir kannski meira en mörg orð hvert þetta lið er komið hjá honum BR.

  16. Þegar maður sér þéttan leik og menn á bekknum sem geta komið inn þá er stressið minna. Þrátt fyrir eitt flipp flopp í vörninni.

    Sanngjarn sigur, menn stóðu sig vel.
    YNWA

  17. Áttum að láta Kristján Atla um skýrslu í kvöld, vonlaust að láta Eyþór á skýrslu á lokakvöldi Eurovison 🙂

  18. Þvilíkur sigur, magnað hvað við erum að spila öflugan fótbolta.
    Þetta Crystal Palace lið er drulluerfitt við að eiga, gjörsamlega pökkuðu fyrir framann teigin eftir að þeir skoruðu og okkar menn hengdu ekki haus heldur þjörmuðu á andstæðingin af yfirvegun sem skilaði okkur 2 mörkum.

    Mignolet frábær í kvöld, varði svakalega vel frá Gayle þegar hann var allt í einu kominn í gegn þar að auki kýlti hann allar hornspyrnur eða greip þær frá Palace enn einn solid leikur hjá honum.

    Can var enn og aftur algjörlega frábær.

    Skrtel fannst mér frekar shaky á köflum í kvöld, þannig er það bara menn eiga ekki alltaf góðan leik.

    Sakho klárlega bestur af þremengunum í vörninni það fór nákvæmlega ekkert í gegnum Frakkann.

    Moreno var bara frekar rólegur í kvöld Og það sem ég man best eftir af hans leik er tilraun hans að herma eftir dansi Sturridge 🙂

    MarkoVic tekinn óvænt útaf fyrir Balo þar sem hann var bara búinn að vera fínn í fyrri hálfleik.

    Allen fékk upprisu í þessu leik var virkilega góður og vonandi kveikir þetta í honum.

    Henderson að mínu mati maður leiksins hljóp upp og niður miðjuna í allt kvöld Og lagði upp frábært mark fyrir Sturridge.
    Drifkrafturinn er ótrúlegur algjör framtíðar fyrirliði.
    Sýndist hann eitthvað vera að malda í móinn við Balotelli um að taka aukaspyrnuna sem Balo fékk en Ítalinn hlustaði ekkert á þetta 🙂

    Lallana virðist vera farinn að finna taktinn og nýtti sínar 90 mín vel og skoraði markið sem skildi að.

    Cotinho var minna áberandi en oft áður, hvort sem það er þreyta eða einhver smá meiðsli að hrjá hann, en þegar hann fékk boltann þá er ekki séns að ná boltanum af honum þótt hann náði ekki úrslita sendingum í kvöld.
    Óskandi væri að hægt væri að senda hann í viku frí til Brasilíu einsog BR gerði við Sterling svona rétt til að hlaða batterín.

    Sturridge geggjaður í kvöld, auðvitað reynir hann að forðast klafs við menn það bara tekur smá tíma að treysta líkamanum 100% eftir svona langa fjarveru vegna meiðsla. Í teignum er hann deadly þessar gagnhreyfingar og tippl með boltann inní teig ásamt staðasetningum, og frábæra færanýting.
    það hreinlega er að kikka inn aftur hversu hrikalega góður hann er í raun og veru, tilhugsuninn um að hann er ennþá að nálgast sitt form er ómotstæðilegt.

    X Faktorinn Balotelli, ég hélt hreinlega að hann væri orðinn 4 framherji Liverpool.
    Greinilegt að markið á móti Tottenham losaði 4 tonn af herðum hans.
    Hann pressaði vel, hljóp í eyður og reyndi að búa til pláss fyrir félaga sína, og tók menn á.
    Þarna sést enn og aftur hvað aukið sjálfstraust gerir fyrir leikmann.
    Hann kann þá list vel að pirra andstæðinginn á lokamínutum leikja gerði þetta líka á móti Tottenham, þarna kemur upp Ítalinn í honum þeim er kennt þetta í 7 flokk hvernig á að tefja leiki.

    Þá að sjálfum BR aftur gengur allt uppí skipingum hans, að taka Marko út fyrir Balo til að setja meiri kraft í sóknina vikaði frábærlega og á hann hrós skilið algjörlega frábær stjóri.

    BR er líka búinn að gera vel einsog t.d með Mignolet setti hann aðeins í pásu frá byrjunarliðinu til að ná áttum, Balo ekki einu sinni í hóp marga leiki í röð en er að henda honum inn og verðlaunar hann með 45 mín eftir markið sitt á móti Tottenham.
    Það er vonandi að Lovren fari að finna fjölina líka enda er það nauðsynlegt vegna leikjaálags.

    Yndislegt að vera Púllari.

  19. It’s a very small sample BUT Liverpool have scored 5 goals in the 94 mins that Sturridge and Balotelli have been on the pitch together.

  20. Góður leikur og öruggari sigur en tölurnar segja til um. Vörnin öruggari en oft áður og allt spil með ágætum.
    Verð að kvarta yfir þessum dómara, en leikmenn CP komust upp með endalausan leikaraskap og síðan sleppti hann augljósu víti þegar brotið var á Sturridge í fyrri hálfleik.
    En frábær skemmtun þar sem skiptingar BR voru óaðfinnanlegar og liðið spilaði sem ein heild. Breiddin er að aukast og núna er BR í fyrsta skipti í verulegum vandræðum með að velja í lið.

  21. Góðu verki lokið. Emre Can er að verða besti leikmaður Liverpool ef hann er ekki orðinn það nú þegar. Glæsilegur. Ef maður hugsar til þess að á þessu tímabili hefur liðið verið án eins besta leikmanns heims (Suarez), Sturridge meiddur í nánast allan vetur, Sakho mikið frá vegna meiðsla sem og Adam Lallana, John Flanaghan og Glen Johnson þá verður maður að vera sáttur við liðið í vetur. Auk þess sem liðið ,, missti” á rúmu ári Jamie Carragher og Daniel Agger. En aðallega er ánægjulegt að sjá aldur leikmanna sem eru að vera liðið áfram þessa dagana. Emre, Lazar, Moreno, Coutinho, Sterling, Ibe allir um tvítugt. Henderson, Mignolet, Lovren, Sakho, Balotelli rétt um 25 ára aldur. EF okkur tekst að ná í 2 öfluga miðjumenn og einn sóknarmann í sumar þá verðum bara helvíti góðir held ég næsta season…

  22. Getum við ekki keypt Gayle bara og grafið hann í einhverja holu, gaurinn skorar ALLTAF á móti okkur.

  23. ahhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhh nei. Næstum því tvisvar samt 🙂

    Miðað við frammistöður hans vs okkur seinasta árið þá væri alveg fínt að eiga hann samt.

  24. #37 – Smá heilamix, var að hugsa hvað Gayle er alltaf góður á móti okkur á sama tíma og ég var að horfa á highlightsin og þeir skoruðu 🙂

  25. Mikið var fínt að Liverpool ákvað að gera góðan afmælisdag enn betri með því að vinna þennan leik!

    Liðið heilt yfir nokkuð gott fannst mér. Við stýrðum leiknum ágætlega mest allan tíman, fengum á okkur þetta óheppilega mark en annars stóðumst við sóknir Palace ágætlega og Mignolet var afar traustur í markinu þegar þeir sluppu í gegn.

    Joe Allen hefur verið að koma flott inn í liðið eftir að Lucas meiddist og var frábær í dag. Balotelli átti góða innkomu, Lallana er að finna taktinn og Markovic heldur áfram að komast í góð hlaup og stöður þó ögn vantar enn smá upp á loka touch-ið hjá honum. Sturridge heldur áfram að skora og skapa hættu þrátt fyrir að vera ekki í sínu besta standi.

    Lið okkar er farið að líta mjög vel út. Við erum að skapa okkur færi, erum að verða heilsteyptir á miðjunni og í vörninni og eigum líklega bara eftir að verða sterkari þegar líður á. Mjög flott.

  26. Það sem mér finnst skemmtilegast við að horfa á liðið í dag er leikgleðin sem skín af nánast hverjum einasta leikmanni, trúi ekki öðru en að andinn í liðinu sé verulega góður. Minnir mig á sama tímabil í fyrra.

  27. Svona leikir hafa venjulega reynst okkar liði erfiðir. Útivöllur, FA cup og andstæðingur sem hefur trú á því að geta náð í úrslit. Erfið byrjun, liðið fær á sig mark og andstæðingurinn getur pakkað í vörn. Oft hefur þetta verið ávísun á tap.

    Núna er greinilegt að okkar leikmenn eru fullir af sjálfstrausti og þrátt fyrir erfiða byrjun stjórnuðu þeir leiknum og spiluðu þangað til markið kom. Ég var sérlega ánægður með hvernig leikurinn þróaðist eftir að Lpool var komið yfir. Oft hefur vantað þessa yfirvegun sem liðið sýndi í dag, boltinn gekk lengst af manna á milli og Palace átti ekki séns og virtust fljótlega missa trúna á því að geta náð í úrslit.

    Að lokum er frábært að sjá að jafnvel Balotelli virðist geta orðið nothæfur, fín innkoma 2 leiki í röð…og hann brosir, framtíðin hlýtur að vera björt.

  28. Er hægt að finna leikinn í heild sinni á netinu, langar að horfa á hann allan, sá bara fyrri hálfleik.

  29. Virkilega gott að klára þetta bara í einum leik.

    Ekki síður að sjá yfirvegunina í mannskapnum þó við lentum undir og allt liðið brást vel við því sem CP henti í áttina að okkur. Þó mér hafi á köflum fundist menn pínu áræðnir í að hlaupa út úr stöðunni sinni þá reddaði Mignolet eða CP menn klikkuðu…og það var bara fínt.

    Annars er ég afskaplega sammála skýrsluhöfundi hér að öllu leyti…gleðst sérstaklega yfir frammistöðu fyrrnefnds Mignolet og Allen sem ég hef gagnrýnt en átti afar góðan dag í dag og það gleður mig mjög mikið að sjá brosið á andliti Mario míns, ég el ennþá vonina í brjóstinu um að hann muni finna sál sína í borg Guðanna og nýtast liðinu mínu.

    Sigurmark í síðasta leik, fiskaði aukaspyrnuna og átti stoðsendingu með neglunni úr henni – mikið sem ég held að BR og þjálfarateymið sofni kátir í kvöld eftir gott dagsverk þar sem stöðugt verður ljóst að breiddin okkar er að aukast og þessir ungu menn sem voru sóttir í sumar er hver öðrum að verða líklegri til að verða hluti af okkar framtíð.

    Eitt skref frá Wembley, sem væri virkilega flottur áfangi að ná, nú vill ég heimaleik næst.

  30. Ég er rétt að byrja að horfa á leikinn, var að mynda fimleikamót frá 9 til 19:45, með bylmingstónlist meira og minna allan tímann – hressandi!

    Það sem Joe Allen getur sem t.d. Jordan Henderson hefur ekki á takteinum, er að taka ekki flatur á móti boltanum. Allen er byrjaður á snúningi, oftast búinn að líta um öxl, svo hann á meiri möguleika á að sjá fram völlinn og gera eitthvað meira. Þetta er hálfgert meginlandstouch, hence velski Xavi. Henderson (og margir aðrir) eru alltaf býsna square og lenda því í vandræðum ef þeir eru með mann í bakinu, þurfa þá að senda til baka o.s.frv.

    Nú er Joe Allen alls ekkert tæknitröll. Hann sólar t.d. lítið, ber boltann ekki vel fram völlinn og hefur til þessa slúttað afleitlega (þó lítið hafi á það reynt hjá LFC, fyrir utan Everton í fyrra, sælla minninga). En hann pressar, les leikinn, “recyclar” boltann hátt á vellinum og getur unnið sem hluti af nánast hvaða heild sem er.

    Í versta falli er Joe Allen virkilega góður squad player, í besta falli leikmaður sem gæti orðið fínn starter. Að hafa slíkan leikmann í hóp er alltaf kostur, aldrei galli. Að úthúða slíkum leikmanni án þess að átta sig á eiginleikum hans er hins vegar galli, jafnvel persónuleikabrestur. 🙂

    Hér er annars leikurinn í heild sinni: http://www.reddit.com/r/footballdownload/comments/2vvtwj/request_crystal_palace_vs_liverpool_140215/

  31. Hvernig er það, getur Liverpool ekki fengið Blackburn eða Reading í 8 liðað á heimavelli. Væri gott að sleppa við Arsenal og Man Utd, gefið að þau klári sína leiki.

  32. Strákarnir sem voru að steikja borgarana hjá Tomma í kvöld spurðu mig hvernig leikurinn hefði farið. Þeir hrópuðu háværar hvatningar til Studge og Balo og vildu fá Arsenal í heimsókn í úrslitunum.

    Eigum við ekki bara að láta það eftir þeim?

  33. Þetta var flottur leikur hjá okkar mönnum en dómarar verða að þora að refsa mönnum og Coutinho er nánast alltaf rifinn niður eða sparkað í hann. Gerrard segir að við eigum eftir að sjá miklu meira af hanns tækni og finnst mér hún ansi mikil nú en koma svo LIVERPOOOOOOOOOOOL

  34. Þvílíka rönnið á okkar mönnum, maður er næstum því búinn að gleyma fyrstu 3-4 mánuðunum af tímabilinu.
    Long may it continue.

    Þessi leikur spilaðist einhvernveginn þannig að sigurinn var aldrei í hættu, yfirburðir Liverpool á vellinum voru meiri en markatalan vill viðurkenna.

  35. Enn einn frábær sigur hjá okkar mönnum. Liðið allt saman er að spila vel og virkilega gaman að sjá leiki með Liverpool í dag í öllum keppnum. Menn voru komnir á kaf í það að reka ætti Rodgers og ráða nýjan stjóra hér fyrir ekki svo löngu síðan. Menn hreinlega misstu sig. Sjálfur hef ég stutt manninn alla leið og geri auðvitað enn. Bara svo miklu auðveldara þegar vel gengur. Vona samt að þetta kenni mönnum smá þolinmæði og að gefa stjóranum tíma til að vinna úr hlutunum. Björninn er auðvitað ekki unninn enn þetta tímabilið og það gæti endað með engum titli og engu meistaradeildarsæti. Engu að síður er framtíðin virkilega björt og menn mega vera stoltir og þolinmæðir þegar illa gengur líka 🙂

  36. Skemmtilegur leikur. Á síðasta tímabili var ég ávallt sallarólegur þó að við lentum undir því liðið var þannig spilandi og trúin svo sannarlega til staðar. Mér hefur ekki liðið svona í vetur fyrr en í þessum leik. Trúin og sjálfstraustið er komið aftur. Gæðin voru alltaf þarna.

  37. Aðeins off topic. Spurning til síðustjórnenda:

    Þangað til fyrir nokkrum vikum var hægt að komast inn í athugasemdirnar með því að smella á til þess gerðan link efst í haus viðkomandi greinar/umfjöllunar. Núna eftir breytingarnar þarf að skrolla niður eftir þessum link. Er eitthvað sem mælir á móti því að hafa þennan link uppi? (Því eftir að greinin er komin inn og lesin, þá er nýnæmið að finna í umræðunni á eftir 😉 )

  38. Glæsilegt run hjá okkar liði…vonandi fáum við Arsenal í 8-liða og völdum þeim smá sársauka.

  39. jæja drengir nu er maður farinn að verða gífurlega spenntur fyrir leiknum á fimtudaginn og svo southampton er podcast á dagskránni ? 😉

  40. Gríðar mikilvægur dráttur í kvöld í bikarnu. Það væri ótrúlega gaman að fá leik á Wembley í undanúrslitum bikarsins, kannski á móti ManU.

    En ætli við fáum ekki ferð á Emirates í drættinum í kvöld, það væri eðlilegt.

  41. Ég væri bara til í að fá Preston í næstu umferð, sama hvort það er heima eða úti.

  42. Eitt athyglisvert varðandi næsta leik. Á móti Basiktas. Þeir spila með þriggja manna vörn eins og Liverpool. Munurinn liggur í að þeir eru með tvo varnartengiliði, einn sóknartengilið og tvo sóknarmenn, á meðan Liverpool með einn sóknarmann, tvo sóknartengiliði og einn varnartengilið.

    http://www.bjk.com.tr/en/brans/1/futbol.html

    Það verður fróðlegt að sjá hvernig sá leikur fer með okkar menn. Það er mikið leikjaálag á þeim þessa dagana og því erfitt að sjá hvernig þessi leikur kemur ekki niður á árangrinum í deildinni því næsti leikur um helgina er annar stórleikur á móti Southamton.

  43. Svo er nú líka ákveðinn kostur að liðið fái að spila oft saman og spila þétt. Manni fannst stundum í fyrra að liðið ætti að njóta þess að koma ferskt inn í tiltekna leiki, en þá voru menn bara stirðari fyrir vikið. Ég er samt sammála því að auðvitað á að rótera skynsamlega, og passa að menn ofreyni sig ekki né detti í álagsmeiðsl.

  44. Varðandi mögulega andstæðinga okkar í bikarnum vil ég helst að United og Arsenal komist bæði í undanúrslitin – því þá eykst leikjaálagið á þau. En þar sem ég hef staðið mig vel í þessari keppni þá vil ég endilega vinna þessa keppni og ég vil því ekki fá ARS og Manure næst. Draumadráttur væri að fá United í undanúrslitum á Wembley.

  45. Sælir félagar

    Ég sá ekki leikinn en af athugsemdum að dæma þá var hann hin besta skemmtun. Mér er alveg sama hvaða lið við fáum í næstu umferð. Þegar liðið okkar er á þessu róli getur það unnið hvaða lið sem er.

    Ég við benda á að MU er ekki komið áfram. Þeir eiga eftir Preston úti og einhvernveginn finnst mér MU liðið vera að spila svo ömurlegan bolta að það tapar þessum leik og verður því ekki í pottinum þegar dregið verður.

    Það er nú þannig

    YNWA

Liðið gegn C. Palace

Aukasæti í Hópferð Kop.is!