Hópferð Kop.is: Dagskrá ferðar

UPPFÆRT: Það er uppselt í ferðina! Við erum að vinna að því að fá fleiri miða þannig að þeir vilja geta bókað sig á biðlista hjá ÚÚ (sjá fyrir neðan) og þá verður selt af þeim lista ef/þegar fleiri pláss losna.

Við þökkum fólki gríðarlega góðar viðtökur!

Enn eru örfá pláss eftir í þessa stærstu ferð Kop.is og Úrval Útsýnar til þessa. Ef þið eruð að spá í að koma með, ekki bíða lengur heldur bókið núna! Allar helstu upplýsingar má finna í þessari færslu eða með því að hafa samband við Sigga Gunn hjá Úrval Útsýn í s. 585-4102 eða e-mail siggigunn@uu.is.

Það hefur borið svolítið á því að þeir sem hafa pantað og aðrir áhugasamir séu að spyrja um dagskrá ferðarinnar. Við birtum hana því hér í eins nákvæmu formi og við getum. Þetta er allt háð breytingum þegar nær dregur, til dæmis tími skoðunarferðar á Anfield og svona, en þetta er dagskráin í dag:

FIMMTUDAGUR 30. apríl

 • – Flug til Birmingham kl. 7:50:
 • – Flugtími 2klst 35 mín.

 • Rúta frá Birmingham til Liverpool:
 • – Tími keyrslu 1klst 40mín.
  – Pub-quiz Kop.is í rútunni, verðlaun í boði.

 • Innritun á Titanic Hotel við komu eftir hádegi.
 • Viðtalstími fararstjóra milli 15-17 (fer eftir komutíma á hótel).
 • Út að borða um kvöldið á stað í vali fararstjóra, þeir koma með sem vilja.
 • (ekki innifalið í verði)

FÖSTUDAGUR 1. maí

 • Viðtalstími fararstjóra milli 9-11 (eða eftir morgunmat).
 • Áætluð skoðunarferð á Anfield í hádeginu:
 • – Farið með leigubílum upp á Anfield.
  – Verð 16,5 pund á mann, greiðist á staðnum.
  – Búið verður að bóka hópinn fyrir fram.
  (ekki innifalið í verði)

 • Frjáls tími (kjörið að kíkja á t.d. The Cavern Club eða Bierkeller á föstudagskvöldi).

LAUGARDAGUR 2. maí

 • Rúta flytur hópinn á The Vines-pöbbinn í morgunverð um kl. 10.
 • – Verð 20 pund á mann, greiðist á staðnum.
  – Búið verður að bóka pláss fyrir hópinn fyrir fram.
  – Innifalið er English Breakfast og heimsókn frá Liverpool-legend sem hitar upp fyrir leik dagsins.
  (ekki innifalið í verði)

 • Miðar á leik afhentir á The Vines.
 • Farið með leigubílum frá The Vines upp á Anfield & The Park-pöbbinn.
 • Leikur Liverpool – QPR milli kl. 15-17.
 • Miðum skilað til fararstjóra á The Park eftir leik.
 • Frjáls tími.

SUNNUDAGUR 3. maí

 • Frjáls tími.
 • Hópferð út að borða á Bem Brasil um kvöldið.
 • – Verð á hlaðborð 26 pund á mann, greiðist á staðnum.
  – Búið verður að bóka hópinn fyrir fram.
  (ekki innifalið í verði)

MÁNUDAGUR 4. maí

 • Morgunmatur og útritun af hóteli.
 • Rúta til Birmingham.
 • – Tími keyrslu 1klst 40mín.

 • Flug til Keflavíkur kl. 13:25.
 • – Flugtími 2klst. 45mín.

Tekið skal fram að fararstjórar verða til taks alla helgina og ráðleggja og aðstoða fólk við það helsta í Liverpool-borg. Ef þeir eru ekki á hótelinu verður hægt að ná í þá í símanúmer sem verða gefin upp við komuna út.


Þvílík dagskrá! Endilega komið með, við hlökkum til að sjá ykkur öll!

5 Comments

 1. Eruð þið Steini með auglýsta viðtalstíma hér heima líka?

  Möguleiki frá 8-10 á föstudaginn t.d.?

 2. Það hryggir mig að komast ekki með ykkur í þessa ferð. Ég mun einhvern tíma láta sjá mig samt, það er öruggt.

  Mín spá fyrir þessa ferð:

  Jordon Ibe fær að heyra “Good game, son!” frá einhverjum úr hópnum. 🙂

 3. Af hverju á að skila miðunum eftir leikinn??

  Og fyrir forvitnis sakir, hvað er hópurinn stór?

 4. Sæl Dísa,

  það þarf að skila miðunum af því að þetta eru margnota miðar (eins og debetkort með lesanlegri rönd sem þú skannar til að komast inn).

  Við erum með 40 manna hóp í dag og bíðum eftir að sjá hvort við fáum aukamiða. 🙂

Liverpool – Tottenham 3-2

Crystal Palace á morgun