Everton – Liverpool 0-0

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD!
SJÁ UPPLÝSINGAR HÉR!

Everton tók á móti Liverpool á Goodison Park í einum leiðinlegasta nágrannaslag sem ég man eftir.

Liverpool liðið var svona:

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Ibe – Henderson – Lucas – Moreno

Gerrard – Sterling – Coutinho

Á bekknum voru: Ward, Johnson, Lovren, Sturridge (Coutinho), Allen (Lucas), Lambert (Sterling) og Markovic.

Á meðan Martinez stillti þessu svona upp hjá heimamönnum:

Robles

Coleman – Jagielka – Stones – Oviedo

Besic – McCarthy – Barry

Mirallas – Lukaku – Naismith

Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik. Liverpool sótti þó meira og áttu tvö ágætis færi. Það fyrra var eftir aukaspyrnu Gerrard á 7 mínútu sem var varin í horn. Það síðara kom eftir frábæran sprett frá Jordon Ibe, sem var að spila sinn fyrsta nágrannaslag. Strákurinn fékk boltann hægra meginn við miðju, keyrði á Oviedo og átti líka þetta fína skot í stöngina. Þvílíka markið sem þetta hefði verið.

Lucas varð að fara útaf eftir fimmtán mínútna leik. Hann var tæpur fyrir þennan leik og var greinilega ekki tilbúinn. Inn kom ekki síðri markaskorari, Joe nokkur Allen.

Síðari hálfleikur var örlítið líflegri en sá fyrri. Coutinho átti frábæran bolta inn á Sterling 5 mínútum eftir hlé, Sterling komst einn í gegn vinstra meginn, en ákvað að skjóta beint á markvörð Everton í stað þess að senda út í teiginn á Gerrard sem kom á ferðinni og var ódekkaður. Óskiljanleg ákvörðun hjá Sterling, minnti óþægilega mikið á Milan Baros þarna með hökuna alveg límda við bringuna.

Liverpool fékk hornspyrnu í kjölfarið, þar sem að boltinn barst að lokum á Gerrard sem reyndi klippu í miðjum teig Everton, boltinn fór í höfuðið á Naismith og yfir. Líklega hefði hann þó farið beint á markvörð þeirra bláklæddu.

Coutinho fór útaf á 55 mínútu, held að hann hafi verið að glíma við meiðsli síðan í lok fyrri hálfleiks. Inn kom Daniel Sturridge.

Rétt eins og í fyrri hálfleik þá var lítið um opin færi. Manni fannst eins og Everton hefði stillt þessu upp með það að leiðarljósi að tapa leiknum ekki. Það var ekki einu sinni hiti í mönnum, voðalega rólegt tempó eitthvað m.v. það sem maður á að venjast.

Everton menn hefðu getað stolið þessu undir lokinn. Þeir náðu sínu fyrsta skoti á markið á 88 mínútu þegar Emre Can missti boltann nálægt vítateig þeirra bláklæddu. Boltinn barst til Barkley, sem hefði komið inn á sem varamaður rétt áður. Hann átti frábæra skiptingu yfir til hægri á Coleman sem kom á miklu skriði, tók snertingu og skaut, en Mignolet varði frábærlega.

Þremur mínútum var bætt við, en þar gerðist lítið rétt eins og í 90 mínútunum þar á undan.

Nokkrir punktar

-Fyrst things first. Vonbrigði. Arsenal tapaði gegn Tottenham í dag, með sigri hefðum við því getað farið í 41 stig, stigi frá Arsenal og tveimur stigum frá Tottenham sem koma á Anfield í næstu viku. Ef við ætlum að ná í CL sæti (og það er stórt ef) þá megum við ekki tapa mikið fleiri stigum. Við vorum að mæta Everton liði í talsverðri lægð og stigin þrjú voru þarna, við gerðum bara ekki nóg til að hirða þau. Með hverju töpuðu stigi minnkar möguleikinn (djúpt á þessu, ég veit).

-Ég held ég sé ekkert með allt of þykk Liverpool gleraugu þegar ég segi að Everton spilaði upp á jafntefli. Lukaku var aaaaaaleinn fram á við, ekki einu sinni nálægt varnarmönnum Liverpool enda alltaf rangstæður – en það er önnur saga, og það var langt langt á milli miðju og sóknar hjá þeim bláklæddu og lítið um utanáhlaup eða hlaup miðjumanna úr djúpinu. Helstu vandræði sem Liverpool lenti í komu í kjölfar klúðurs í öftustu línu okkar. Varnarmönnum okkar, og þá sérstaklega Sakho, var afskaplega illa við að losa boltann nema það væri í fætur. Þar af leiðandi misstu þeir boltann á slæmum stöðum í nokkur skipti í leiknum. Thats it eiginlga, Everton gerði svo ekkert í þessum leik utan þetta eina skot tveimur mínútum fyrir leikslok.

Sakho er sem sagt mannlegur. Hefur verið algjörlega frábær síðustu tvo mánuði eða svo. Var aðeins “sheikí” í dag. Ég veit ekki hvort að sendingarkostirnir fram á við hafi verið svona takmarkaðir, en hann var í smá basli að losa boltann.

-Liverpool liðið var þreytt. Það sást greinilega á leik liðsins að þeir voru að spila erfiðar 90 mínútur á miðvikudaginn. Sterling fannst mér taka rangar ákvarðanir mest allan leikinn, Coutinho náði sér einhvern veginn aldrei á strik og Gerrard var svolítið týndur. Þar fyrir aftan var Henderson mjög aftarlega í fjarveru Lucas og Allen sem gæti ekki skorað á …… í Amsterdam. Ég var því ekki alveg að sjá hvaðan markið (eða stoðsendingin) ætti að koma í lokinn með Sterling & Coutinho fjarverandi og Sturridge ryðgaðan.

-Okkar besti maður í dag (að mínu mati) var hinn 19 ára gamli Jordon Ibe. Hann var frábær, og sá líklegasti til að láta eitthvað gerast. Átti nokkra fína spretti í leiknum og alltaf líklegur. Þessi strákur getur náð eins langt og hann vill. Hefur ansi mikið í sínu vopnabúri.

-Ég man ekki eftir svona ungu Liverpool liði í nágrannaslag. Ibe 19 ára, Sterling 20 ára, Can 21 árs, Coutinho 22 ára og Moreno 22 ára. Þarna erum við með fáránlega efnilega leikmenn. Ég man ekki eftir Liverpool liði sem var með jafn mikið af spennandi leikmönnum. Orðnir þetta góðir í dag og eiga talsvert mörg ár í að toppa sem leikmenn. Að halda í þá er svo annað mál…. ummm humm….. undirskrift helst í kvöld takk. Henderson og Sterling. Framtíðarfyrirliði og okkar MVP. Eins og Gerrard sagði, þar sem er reykur…… klárið þetta bara.

Leiðinleg úrslit í afar leiðinlegum leik. Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði….. Tottenham á þriðjudaginn. Í algjörum úrslitaleik!

YNWA

46 Comments

  1. Þó þetta hafi verið seinasti derby leikur Gerrards á hann ekki að vera eitthvað stikkfrír. Fannst hann slakastur í dag og er bara ekki með skrokkinn lengur til þess að byrja. Hefði viljað sjá Markovic koma inn fyrir hann.

  2. Er ekki eitt stig betra en ekkert stig, það er aldrei hægt að reikna með þremur stigum gegn Everton.
    Gott að halda hreinu í þessum leik.

  3. Við erum sennilega að verða efstir í töflunni yfir það að halda hreinu, spáið í það!!!

    Annars fúlt að klára ekki þennan leik, vorum miklu betri, ef að Coutinho hefði ekki fengið þetta högg held ég við hefðum klárað þetta í lokin. Annars frábært að sjá Ibe í þessum leik, sá er kominn til að vera í þessu liði maður…algerlega óhræddur við þessar aðstæður, svo hann getur allt held ég.

    Allen má alveg eiga það að þetta var það besta sem ég hef séð til hans lengi, nú þarf hann bara að stíga upp, menn hafa áhyggjur af alvarlegum meiðslum hjá Lucas sýnist mér.

    Sturridge ryðgaður og margir nýir að læra inn á hann, en þeetta kemur.

    Unnum hér stig á Arsenal og nú er að vinna Tottenham á þriðjudagskvöldið takk fyrir drengir mínir.

    Glaðastur með að sjá okkur stjórna þessum leik frá a-ö lengst af…sýnir bara nákvæmlega það að liðið er svo fullt af sjálfstrausti að við getum verið spennt áfram.

  4. skiptir voða litlu að vinna 1 stig á arsenal við viljum vinna stig á utd og southampton veit ekki hversu oft ég hristi hausinn yfir þessum leik, frá fyrstu mínotu reyndu everton að drepa niður allan hraðann sem gerir þessa leiki svo skemmtilega til að reyna að halda í jafntefli svo tekur rodgers sterling útaf fyrir lambert ?? og leikurinn endaði þannig að mignolet var farinn að tefja og 2-3 leikmenn píndu sig í að hlaupa fram í lokasóknina. ég hefði frekar vilja sjá hvern einasta mann fara framar á völlinn þótt það myndi kosta okkur tap djöfull er þetta fúlt og jagielka svífandi á bleiku skýji í viðtali eftir leik

  5. Varnarhlutinn fór minnst í taugarnar á mér. Ég hafði gaman af því hvað hann Can (sem er að verða uppáhalds) pakkaði Lukaku saman. Sóknarvinnan slöpp eftir að Coutinho fór af velli. Vona að hann verði klár fyrir Spurs.

  6. Vonbrigði.

    Einn þreyttasti Mersyside-derby sem maður hefur séð í mörg ár – og kenni ég aðallega spilamennsku Everton um það, þeir ætluðu aldrei að vinna þennan leik. Sorglegir.

    Jákvæður punktur: Jordon Ibe, mikið efni þar á ferð. Maður leiksins.

    Annar jákvæður punktur: Héldum hreinu (þó ógnin frá Everton hafi ekki verið mikil).

    Ég hef oft séð okkur spila verr, en þetta var eins og aðrir leikir á þessu tímabili; það vantar allt bit í sóknina.

    En Everton vann þetta 0-0, þannig að heilt yfir… vonbrigði.

  7. Ibe óheppinn, Sterling með eina/tvær rangar ákvarðanir, Mignolet með eina góða vörslu, rest bara 0-0.

    Ætla rétt að vona að Lucas og Coutinho verði ekkert frá eftir þennan leik.

    On the long run er gott að taka stig í þessum leik en hrikalegt að nýta ekki tækifærið og hala inn öllum þremur.

    Það hlýtur að styttast í að BR færi Can inn á miðjuna með skiptingu á 60 mín. til að auka kraftinn þar, ég held að Can hafi ekki úthald í fullar 90 mín. ennþá á miðjunni.

    En ef Lucas er meiddur þá held ég að Can verði að fara í DM og Lovren inn ef BR heldur sig áfram við back 3. Það mun ekki ganga að droppa Gerrad niður.

    Það allra versta í leiknum var að Everton náði að sparka Coutinho út úr leiknum en hann var alger lykilmaður til að vera inná þegar Sturridge kom inn.

    Lambert er flottur inn síðustu 15 ef vantar mark þó það hafi ekki gengið í þetta sinn.

    Var helst fyrir vonbrigðum með Sterling en það litast bara af því hvaða óraunhæfu kröfur maður gerir til hans. Hann má fara að líta aðeins meira upp og lesa samherjana aðeins betur. Það kemur þegar hann þarf ekki að bera ábyrgð á top front stöðunni.

    En þá er það bara næsti stórleikur og stutt í hann. Tottenham á þriðjudaginn og þar er ekkert annað en sigur í boði.

    YNWA

  8. Mér fannst þetta vera alveg hræðinlega leiðinlegur leikur, enn það er svosem líka að miklu leyti því að ég leyfði mér að vonast eftir leik í sama klassa og north london derby’ið í hádeginu.

    Annars finnst mér nú erfitt að setja mikið út á leikmennina, sem að lögðu sig alla fram og hefðu léttilega getað unnið með smá heppni. Ég var hins vegar ekkert sérstaklega sáttur við mr. rogers, sem að mér fannst gera alveg hörmulegar skiptingar. Allen er einfaldlega ekki nógu góður fyrir liverpool og lítur satt að segja ekki út fyrir að hafa ástríðu fyrir fótboltanum eða liðinu okkar. Það að taka coutinho út af fannst mér líka alveg fáránlegt, sérstaklega eftir síðasta leik. Verst var síðan Lambert inn í endan… ég skil alveg að hann hafi ástríðu fyrir liðinu og þess vegna gæti það gefið eitthvað að setja hann inná, en mér fannst ekki eins og að viljan vantaði og hefði þess vegna miklu heldur viljað sjá Markovich koma inná þarna í endan.

  9. Setti Allen in fyrir Lugas, ok gat ekkert gert við þvi en það veikti liðið klárlega, setti svo riðgaðan Sturage fyrir besta mann undanfarna leiki Cutinio, það veikti liðið umtalsvert, síðan enhver vitleysasta skipting sem maður gat hugsað sér, Sterling út fyrir bitlausna Lambert, með þessum skiptingum mætti maður halda að Rogers hafi verið staðráðinn í að vinna ekki þennan leik.

  10. Ég er búin að sjá 2 og hálvan leik í 2015.
    Seinni hálfleik Liverpool – Leicester, Liverpool – Bolton og Everton – Liverpool.

    Géta þeir ekki unnið fyrir mig? Allavega skorað mark? Plís!

    Ég held mér sem lengst frá skjánnum það sem eftir er að tímabilinu.

    En verð að viðurkenna að ég er sáttur við vörnina. Mignolet komin með 4 klín sjít í röð í deildinni!

  11. Það var voða lítið sem okkar menn gátu gert. Þegar maður lítur heilt yfir leikinn að þá var Martinez alltaf að fara spila upp á jafntefli og tel ég það hafa verið skynsamleg ákvörðun hjá honum. Mér fannst vörnin spila vel þrátt fyrir að þurfa ekki að taka á stóra sínum. Sóknarleikurinn var voðalega daufur þar sem Everton pakkaði í vörn og héldu skipulaginu vel.

    Miðjan var ekki nógu góð, ég velti fyrir mér hvort Rodgers selji Allen í sumar. Drengurinn hefur ekkert þróast á þessu tveimur og hálfu ári síðan hann kom. Það er athyglisvert að sjá hversu margar sendingar hann á til baka í samanburði fram á við. Lucas einmitt þorir að spila fram og taka áhættur, einnig les hann leikinn mun betur. Ég velti fyrir mér hvort Can ekki að taka þessa stöðu ef Lucas meiðist.

    Annars set ég spurningarmerki við skiptinguna þegar Lambert kom inn á. Þessi skipting gerði 100% út um þennan leik. Af hverju setti hann ekki Markovic inn á og Ibe fram? Ef við erum ekki að ná að þræða okkur í gegnum vörn Everton, hvernig á hægur Lambert að gera það? Ég væri alveg til í að sjá Ibe í stöðunni hans Sterling, drengurinn getur vel skotið.

    Annars var þetta leiðinlegasti grannaslagur sem ég hef séð, þökk sé rútutaktík Martinez sem gekk fullkomlega upp.

  12. Það er smá törn í gangi og sást það að menn voru ekki alveg 100% ferskir í þennan mikla slag. Derby leikir við Everton á útivelli er gríðarlega erfitt verkefni og þótt að maður hefði viljað fá 3 stig þá fannst mér 1 stig sangjart þótt að við vorum betri meiri partinn af leiknum.

    Mignolet 8 – Það reyndi lítið sem ekkert á hann en svo allt í einu þurfti hann að eiga frábæra vörslu sem hann gerði.

    Can 7- var með Lukaku í vasanum og var mjög sterkur en kannski smá kærulaus á tímabili.

    Skrtel 8 – frábær allan leikinn og ekkert hægt að setja út á hann

    Sakho 6 – lét mann fá nokkur hjartaáföll í þessum leik. Var oft mjög tæpur að missa boltan og viti menn hann missti nokkrum sinnum boltan á skelfilegum stöðum en varnarlega var hann solid.

    Lucas 6 – spilaði lítið en það sem hann gerði var solid

    Henderson 7 – var á fullu allan leikinn og held ég að menn taki ekki alltaf eftir öllum hlaupunum sem þessi maður tekur fyrir liðsfélagana bæði fram og tilbaka

    Moreno 6 – Átti ágætan leik en ekki meira en það. Létt Colman plata sig tvisvar sinnum mjög illa

    Ibe 8 – Maður leiksins hjá okkur. Frábært að fá enn einn unga leikmenn sem er að blómstra undir stjórn Rodgers. Áræðinn en jafnframt líkamlega sterkur leikmaður sem var góður framávið og sterkur varnarlega.

    Couthino 6 – náði sér enga vegin á strik en á von á meiru í næsta leik.

    Sterling 6 – kom lítið úr honum í þessum leik og gjörsamlega týndist á köflum

    Gerrard 6 – átti ekki merkilegan leik en þegar maður hugsar tilbaka þá var hann kannski okkar mesta ógn í leiknum. Aukaspyrnan, hjólhestarspyrnan og svo skotið rétt framhjá undir lokinn.

    Joe Allen 7 – menn voru sko tilbúnir að hakka hann í sig en eina ferðinga en eftir smá skrekk fyrstu 5 mín eftir að honum var hent inná óvænt þá vann hann sig mjög vel inní leikinn og vann boltan og skilaði honum vel frá sér trekk í trekk.

    Sturridge 6 – kom sér í eitt hálfæri en fékk c.a 30 mín til þess að gera eitthvað en eins og aðrir í framlínuni náði sér ekki á strik(en flott að hann sé hægt og rólega að komast í gang).

    Lambert – lítil tími til þess að gera eitthvað en fékk samt fínt skotfæri sem ekki hnýtist.

    Þetta var dálítið þungur leikur og þótt að liverpool náðu nokkrum ágætum sóknum þá var þetta leikur sem báðir stjórarnir ætluðu ekki að taka neina áhættu með.

    Nú er bara fullt af leikjum framundan og verður fróðlegt að sjá hvaða leikmenn halda sæti sínu fyrir næsta leik. Ég spái að Gerrard dettur á bekkinn og spurning um hvort að Rodgers lætur Ibe halda sætini sínu eftir góðan leik eða hvort að hann lætur Markovitch byrja.

  13. stig í hús og ég tek því þó svo að við hefðum átt skilið þrjú. Finnst holningin á liðinu vera flott, sumir aðeins betri en aðrir í dag. Við erum með ungt lið í höndunum og sveiflur verða alltaf einhverjar á milli leikja. Everton fengu að spila fast á okkar liprustu menn og það virðast reyndar aðrir andstæðingar okkar fá líka, ekki skrýtið þó svo að þessir strákar fara eitthvað hnjaskaðir af velli. Geri akkúrat engar athugasemdir við skiptingar BR. Allen átti bara fínan leik og ekkert yfir honum að kvarta, Couthino eflaust meiddur eða í það minnsta laskaður og Sterling greinilega þreyttur. Allt snýst þetta svo um ef, þá, hefði. Njótið svo helgarinnar 🙂
    YNWA

  14. Núna verða menn að anda með nefinu, við erum á þrælerfiðu leikjaprógrammi og slaka á óánægjunni. Frá þann 17.01 erumvið búnir að spila Þann 20,24,27,31,04,07 og framundan er þann 10,14 og svo kemur smá pása þangað til spilað er þann 19 við erum ekki einsog sum lið einsog mánud, Southampton eða everton sem eru að spila um einu sinni í viku.
    Þetta leikja álag fer að segja til sín með þreytu og jafnvel meiðslum.

    Ok við tókum 1 stig, en við héldum hreinu en einn leikinn sem er jákvætt.

    Nú reynir á BR að dreifa álaginu á hópinn.

    Nú er bara að vona að þú renni á rassgatið á morgun og þá eru eingöngu 4 stig í meistaradeildar sæti.

  15. Fjandans autocorrection.

    Núna verða menn að anda með nefinu, við erum á þrælerfiðu leikjaprógrammi og slaka á óánægjunni. Frá þann 17.01 erumvið búnir að spila Þann 20,24,27,31,04,07 og framundan er þann 10,14 og svo kemur smá pása þangað til spilað er þann 19 við erum ekki einsog sum lið einsog mu, Southampton eða everton sem eru að spila um einu sinni í viku.
    Þetta leikja álag fer að segja til sín með þreytu og jafnvel meiðslum.

    Ok við tókum 1 stig, en við héldum hreinu en einn leikinn sem er jákvætt.

    Nú reynir á BR að dreifa álaginu á hópinn.

    Nú er bara að vona að mu renni á rassgatið á morgun og þá eru eingöngu 4 stig í meistaradeildar sæti.

  16. Martinez fékk liðsrútu Mourinho lánaða og niðurstaðan varð ömurlegur leikur sem Everton hafði ekki minnsta áhuga á að gera skemmtilegan. Þetta er leiðinlegasti derby leikur sem ég man eftir.

    Ibe stóð sig vel og Can átti góða takta í vörninni. Everton menn fengu að sparka Coutinho út úr þessum leik og taka þar með út þann litla möguleika á að leikurinn yrði áhorfshæfur.

    Núna dugar ekkert annað en 3 stig gegn sterku Spurs liði í vikunni. Það verður strembið.

  17. Sælir félagar

    Það eru klár vonbrigði að vinna ekki þennan leik. Það er lítið að vinna 1 stig á Arsenal og sjá Tottenham taka tveimur stigum meira. Með svona spilamennsku höfum við lítið í Tottenham að gera eins og þeir voru að spila í dag. Í þeim leik voru liðin að spila til vinnings en ekki að spila svæfingarleik. Sá leikur var jafnskemmtilegur og þessi var leiðinlegur. Meira að segja Aston Villa var skemmtilegra en Liverpool í dag á móti helmingi erfiðari andstæðingi.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  18. Enn og aftur er Gerrard að sanna það að hann er bara ‘out of touch’ og á ekkert erindi í byrjunarliðið, Bolton leikirnir og svo þessi sanna það fullkomlega. Færa Can upp á miðju og Kolo inn í miðvörð og þá erum við með okkar sterkasta lið.

  19. Mér finnst að menn megi alveg slaka aðeins á, mikið álag á mönnum. Sé ekki alveg hvað Sterling var að gera svona merkilegt á vellinum t.d. mannig að það mætti ekki taka hann útaf. Markovic svo tæpur svo það voru ekkert alltof nargir kostir á bekknun.

    Everton lögðu einfaldlega upp með því að halda í stigið og náðu því, alls ekki okkar besti leikur en ekkert voðalega mikið við leikmennina (eða stjórann) að sakast.

  20. Ég veit ekki alveg hvað menn eru að fara fram á, það voru ekki Liverpool sem reyndu að gera þennan leik leiðinlegan en augljóslega mikil þreyta í okkar hóp miðað við stíft prógramm undanfarið.
    Cutinho og sterling virkuðu þreyttir enda búnir að spila hverju einustu mínutur undafarið mjög eðlilegar skiptingar að mínu mati miðað við leikjaprógrsmmið frammundan.
    Við tökum bara tottenham og færum okkur nær okkar markmiðum, þetta var engin dauðadómur í baráttu okkar um 4 sæti.
    Og allt þetta tal um að færa Can á miðjuna og setja lovren eða kolo í vörnina er bara algjör vitleysa loksins þegar við erum búnir að finna okkar blöndu í vörninni .
    YNWA.

  21. Sammála því að þetta voru hrikaleg vonbrigði. Þarna vantaði okkur einhvern matchwinner til að klára þetta. Munaði engu að Ibe hefði gert það með frábæru skoti.

    Að öðru leyti virkaði liðið okkar þreytt eins og menn hafa bent á. Ekki er ég hissa á því. Gríðarlegur fjöldi af leikjum sem okkar menn eru að spila þessa dagana. Liðið er búið að spila að ég held 42 leiki það sem af er tímabili, sem er held ég jafn mikið og liðið spilaði allt síðasta tímabil.

    Ég er samt ekki sammála því að það hafi verið bara Everton sem spilaði upp á jafntefli í dag. Vissulega hélt Liverpool boltanum betur en bæði lið sóttu sjaldan á fleiri en 4-5 mönnum og voru ALLTAF með backup plan til að koma í veg fyrir að fá skyndisókn í bakið (utan færisins sem Everton fengu í lok leiks). Fannst einfaldlega bæði lið leggja upp úr því að halda hreinu og spila leiðilegan bolta. Þessi leikur var hreinlega hundleiðinlegur.

    Ljósi punkturinn í dag samt klárlega Ibe. Vonandi fær hann fleiri mínútur restina af tímabilinu. Björt framtíð sem Liverpool á í sínum leikmönnum, ef við náum að halda þeim…

  22. Nr 9 einn sá lélegasti sem hefur borið þetta númer í rauðu treyjunni í tugi ára. Burt séð frá ást sinni á Liverpool þá myndi hann sóma sér vel í markasnauðu liði Aston Villa. Karlanginn……..

  23. #22 að færa Can í DM er neyðarráðstöfun ef Lucas verður frá næstu leiki.

    Við viljum ekki setja Gerrard þarna niður, held að það sé fullreynt.

    Kannski gefur það honum fleiri færi á að taka box 2 box en mér finnst hann hrikalega spennandi í þeirri stöðu.

    Tekur til sín eins og flugmóðurskip og opnar fyrir orrustuþoturnar.

    Kolo ætti þá að detta inn frekar en Lovren ef hann fer að skila sér frá Afríku.

    Hendo má ekki vera í þessari stöðu sem aðalmaður, aðeins backup ef Can tekur á rás.
    YNWA

  24. Menn tóku eftir að Sakho var shaky í dag.

    Getur það haft eitthvað með það að gera að hann vinnur best með Lucas?
    Ekkert cover fyrir vörnina eftir að hann fór útaf.

    Hef ekki mikið vit á taktík, bara mín tilgáta 🙂

  25. Þetta klúður hjá Sakho hafði ekkert með það að gera að Lucas var ekki inná. Hann var að klúðra þessu af því að hann var of lengi á boltanum og fór að reyna hluti sem hann réði ekki alveg við.
    Það reyndi lítið sem ekkert á vörn Liverpool í leiknum enda Everton menn ekki að sækja neitt það var aðeins klúður hjá Sakho og svo Can í restina sem skapaði smá hættu.

  26. Ég held að ég verði að gefa Martinez og Everton leikmönnum smá credit fyrir leikinn. Gerðu nákvæmlega það sem þurfti að gera og ekki vitund meira en það til að fá eitt stig.

    Liðsheildin hjá þeim gaf þeim þetta stig og rútan er sennilega ennþá inn á Goodison.

    Ljósir punktar hjá okkur: Ibe og Can. Ibe áræðinn og þrusu skotamður greinilega. Mjög svipaður Sterling nema stærri og sterkari.

    Held svo að ég sé með smá “mancrush” gagnvart Can. Átti Lukaku í dag og það eru ekki margir sem fara öxl í öxl við hann og koma út á toppnum en hann gerði það í dag. Þvílíkur skriðdreki sem drengurinn er og vonandi fer Lovren að fara að sýna eitthvað á æfingum þanning að hann komist í vörnina því þá er Can kominn á miðjuna.

  27. Svekkjandi að ná bara einu stigi en mjög mikilvægt að tapa ekki Can og Skrtel voru frábærir sérstaklega Martin Skrtel sem fær að mínu mati alls ekki nógu mikið hrós fyrir frábæran varnaleik ekki stigið feilspor síðan að við breyttum um leikkerfi

  28. Þarf engann speking til að sjá að Liverpool var helmingi betra fotboltalið í dag heldur en Everton. Áttum klárlega að vinna þennan leik.Stig á útivelli er alltaf gott, alveg sama hver mótherjinn er.

  29. Nafnarnir Carragher og Redknapp fóru yfir Sakho-málið í hálfleik. Það var greinilegt að leikmönnum Everton var skipað að gera “árásir” á Sakho í hvert skipti sem hann fékk boltann í vörninni á meðan þeir pressuðu ekki Skrtel og Can. En um leið og þeir pressuðu Sakho, gættu þeir þess að hann gæti ekki sent á hina miðverðina.
    Þetta var í rauninni sóknarleikur Everton í hnotskurn. Það átti að reyna að ná skyndisókn framarlega til að þurfa ekki að færa of mikið af liðinu fram, því eins og menn vita þá bakkar maður ekki rútu á núll-einni.
    Mikið er ég samt feginn að Liverpool sé ekki með leikmannahóp Everton. Ég fékk oftar einu sinni einhvers konar Hodgson-hroll yfir Everton liðinu.

  30. Þetta gekk upp hjá Everton í dag, ekki Liverpool. Fáir sénsar fengust í leiknum sem nýttust ekki. Ekkert nýtt í þessu. Everton spilaði upp á að fá 1-2 sénsa og liggja annars í vörn þannig að þetta hefði getað dottið með þeim, en gerði það sem betur fer ekki. Vont að missa Coutinho og Lucas út af, það voru meiðsli hjá þeim báðum, alveg augljóst. Skiptingarnar voru allt í lagi hjá Rodgers, ekkert meira, ekkert minna. Lambert hefði getað klárað leikinn þarna í lokin ef skotið hefði verið betra. Sturridge fékk ekki mikla þjónustu fyrst Coutinho var farinn út af.

    Þið sem eruð að drulla yfir Steven Gerrard segi ég þetta: Steven Gerrard er búinn að vera einn besti leikmaður liðsins í vetur. Eruð þið strax búnir að gleyma jólatörninni þar sem hann skoraði einhver fjögur mörk í röð? Auðvitað á hann að vera í liðinu, hann er einn af þremur mikilvægustu leikmönnum liðsins. Hann þarf að ná sér í gang eftir smávægileg meiðsli núna. Fyrirfram var aldrei spurning um að hann ætti að byrja þennan leik en ekki frekar en þið veit Rodgers fyrirfram hvernig menn eiga eftir að spila þann daginn. Ekki vissi hann heldur að Sterling yrði slakur, er það? Slakiði á.

  31. #34 Hann átti ágætis spretti hér og þar í Desember, en síðustu tvo mánuði er liðið búið að spila mjög vel, og það að mestu án Gerrard, svo kemur hann inn gegn Bolton og í dag og liðið skorar ekki og er mjög hægt og leiðinlegt þegar það er með boltann, tilviljun? Svo sannarlega ekki, hann hægir mikið á leiknum og skapar lítið sem ekkert og er nánast fyrir mönnum, hann er fínn til að koma inn af bekknum en á ekkert erindi í byrjunarliðið.

    Það er leiðinlegt að segja þetta, og auðvitað elskar maður hann, en hann er bara búinn.

  32. Hvers vegna var Lambert að koma inn á?
    Og gétur einhver sagt mér hvað hann er góður í?

    Ég hef heyrt fólk segja að hann sé góður í loftboltum sem er bara lýgi… Hann kann ekki einusinni að hoppa.
    Fólk hefur líka sakt það að hann sé með hjartað í þessu, enn þetta er heldur ekkért satt. Hann meiri að segja nokkuð latur.

    Ég er ekki mjög hrifin af honum og finnst hann ekki einu sinni nógu góður í Úrvalsdeildina á Englandi. Let alone 9’an hjá Liverpool.

  33. Sheyi Ojo kom inná af bekknum hjá Wigan í dag í fyrsta skipti eftir að hann fór þangað að láni. Var kosinn maður leiksins! 🙂

  34. Jæja, vildi ekki tjá mig strax eftir leikinn því ég var svo brjálaður í skapinu. Allavega, stig á útivelli á móti Everton er engin heimsendir. Við vorum hins vegar í dauðafæri til að færast almennilega upp töfluna, arsenal að tapa og united á erfiðan útileik á móti sam allardyce og félögum í dag þar sem ég spái þeim tapi.

    Ibe var mjög flottur í dag. Nú verðum við bara að taka okkur saman í andlitinu og rúlla spurs upp á Anfield.

  35. Leikur LFC bar öll merki mikillar þreytu. Leikjaálagið undanfarið, kuldinn og harðir vellirnir eru farnir að bíta hressilega á okkar menn. Það verður nóg að gera hjá sjúkraþjálfurunum að nudda auma vöðva næstu daga.

    Leikurinn við Tottenham er núna orðin móðir allra leikja.

    Það jákvæða við leikinn var Jordan Ibe. Ekki að furða að hann hafi verið kallaður heim. Það virðist líka einstaklega gott efni í Emre Can sem spilaði af fullum krafti allan leikinn. Loks er Mignolet orðinn að þeim markmanni sem við viljum að hann sé.

    Loks verður að segja að hafi einhver haft efasemdir um að komið sé að tímamótum hjá Gerrard okkar hljóta þær að vera á bak og burt.

  36. Coutinho, Lallana, Markovic og Lucas orðið fyrir hnjaski síðustu daga eins og Bjarni Fel. myndi orða það. Það er vonandi ekki alvarlegt…þurfum á öllum löppum að halda til að vinna Europa League!!!!!!! ( hef alltaf verið mjög hrifinn af þeirri keppni eftir að við tókum Alaves 9-7 í næstbesta úrslitaleik allra tíma á eftir Ýstruböll.

  37. Ég held að Emre Can sé að fara að verða einn af mínum uppáhalds í þessu liði, þvílíkt sem er gaman að fylgjast með þessum dreng. Og ekki má gleyma því að hann er að spila stöðu sem hann þekkir lítið sem ekki neitt.
    Hann hefur spilað í þýskalandi í vinstri bakverðinum og miðjan er auðvitað hans staða en hægri miðvörður í 3 manna vörn er nýtt og hann er að mastera þetta og erfitt fyrir Rodgers að henda honum á miðjuna.
    En ef að Lucas verður eitthvað frá þá væri ég samt til í að sjá Can á miðjunni að verja vörnina í stað Gerrards.

    Svo er það hinn ungi Jordan Ibe, hann spilaði þennan leik og þessa stöðu eins og hann hefði ekki gert annað á ferlinum og hann er ekki nema 19 ára gamall. Rosalegt efni í þessum dreng.

    Rodgers virðist vera búinn að bæta varnarleikinn hjá liðinu rosalega vel og ég er meira að segja farinn að velja varnarmenn Liverpool í fantacy deildinni og þá er nú mikið sagt.
    Núna þarf að koma betra jafnvægi á milli varnar og sóknar og bæta hægt og rólega í sóknarleikinn og Sturridge bætir vonandi úr því.

    Stig á móti Everton er svo alls engin heimsendir og mörg lið sem eiga eftir að tapa stigum þarna, núna þarf bara að klára Tottenham á Anfield og koma okkur nær 3-4 sætinu þar sem liðið á að vera.

  38. Það var nokkuð ljóst að hvorugt liðið var til í of mikla sénsa, mikilvægt fyrir okkar menn að ná í stigið á útivelli, Everton vissulega búið að vera í lægð en jafntefli við stóra liðið úr Manchester í þar síðasta leik og sigur á útivelli í síðasta leik gefur til kynna batamerki á þeim bænum og með okkar menn á heilsuverndarmörkum sökum leikjaálags tel ég að þetta hafi svo sem ekki verið nein slæm úrslit.
    Glasið er líka alltaf hálffullt hjá mér og frábært að sjá Ibe fá sénsinn í svona stórum leik og Mignolet eiga svona vörslu þegar svona er liðið á leikinn.
    Spurs eru á mega siglingu með heitasta mann deildarinnar og ég tel að ef að við siglum þeim leik í 3. stig séu menn komnir með sjálfstraustið frá síðustu leiktíð á fullt steam og við náum að landa 4. sætinu. Áfram Liverpool !!!!!…..og áfram Andy Carrol, megi hann setja a.m.k. 3 mörk í dag ( að því gefnu að hann sé ekki meiddur,,,, hef ekki fylgst með því )

  39. Eitt breytist ekki hjá BR og bara Liverpool síðustu árin að það virðist ekki vera hægt að vinna lið sem ætlar sér bara 0-0 jafntefli

  40. “en síðustu tvo mánuði er liðið búið að spila mjög vel, og það að mestu án Gerrard”

    Staðreynd:
    Síðustu tvo mánuði, frá 29. nóvemer hefur Liverpool spilað 12 leiki. Þeir hafa unnið 7, gert jafntefli í fjórum og tapað einum. Steven Gerrard hefur misst af þremur leikjum, vissulega allt sigurleikir, gegn Swansea og West Ham heima og Aston Villa á útivelli. Hvort Liverpool hefði sigrað með hann innanborðs er ómögulegt að segja til um.

    Í allri statistík er hann mjög ofarlega, bæði hvað varðar sendingar, mörk, lykilsendingar, sköpuð færi og svo framvegis. Ekki gleyma því að hann er markahæsti leikmaður liðsins í deildinni ásamt Raheem Sterling.

    http://www.squawka.com/players/steven-gerrard/stats#performance-score#liverpool-%28current%29#english-barclays-premier-league#8#season-2014/2015#126#all-matches#1-24#by-match

    Hann, eins og aðrir leikmenn Liverpool, þjást vegna framherjaleysis og eiga erfitt gegn rútubílaliðum eins og í gær, meðan enginn er Suarez til að klára sóknirnar. Ég trúi því ekki að menn séu svo gleymnir að þeir telji hann búinn á því. Við skulum bíða aðeins í nokkrar vikur og sjá hvort hann eigi ekki eftir að smella saman við Sturridge og koma með slæðing af stoðsendingum.

  41. Þessi leikur fer ekki í sögubækurnar en ekkert hræðileg úrslit þannig séð en því miður náði LFC lítið að sýna í þessum leik sem gaf til kynna að við gætum farið að dreyma um topp 4.

    Everton ætlaði sér aldrei neitt annað en að verja stigið sem í raun sýnir kannski frekar hversu langt þeir hafa fallið milli ára.

    Jákvætt er að sjá hversu góður varnarleikur liðsins í heild sinni er orðinn og alveg ljóst að lið munu ekki hápressa lfc jafnmikið í kjölfarið. Menn eins og Sakho hafa gjörsamlega blómstrað og étið upp hvern leikmanninn á fætur öðrum. Reyndar fannst mér Sakho verulega óöruggur í öllum sendingum og uppspili í dag en flottur maður á móti manni í vörn.

    Sóknarleikurinn var hinsvegar ekki jafn skemmtilegur og hvort það var þreyta eða sú staðreynd að everton var með 20 leikmenn á sínum varnarhelmingi eða amk 11. Sterling var einmanna upp á topp og fékk úr litlu að moða og þegar hann var í boltanum þá tók að manni fannst yfirleitt slæmar ákvarðanir. Coutinho sem hefur að mínu mati verið einn besti leikmaður liðsins síðustu tvo mánuði fann sig ekki og fór því miður meiddur út af. Einnig fannst mér Gerrard, henderson og allen ekki ná að bjóða upp á neitt sóknarlega.

    Aðeins varðandi umræðuna um Gerrard. Ég segi þetta með fullri virðingu fyrir captaininum en hann er að mínu mati ekki fyrsti kostur í neina stöðu hjá liðinu ef við værum með fullskipaðan hóp. Ég tel jafnframt að stjórinn spili honum of mikið. Staða varnartengiliðs var ekki góð fyrir hann, það held ég að allir geti verið sammála um. Hans styrkleiki hefur verið framar á vellinum en þó finnst mér hann ekki ná sér vel á strik í þessum hraða bolta sem liðið vill spila og mér finnst hann oft bara pínu týndur á milli coutinho og henderson og í raun ná ill að staðsetja sig. Hann er hinsvegar okkar langbesta víta og aukaspyrnuskytta og sést það vel á því hvaðan mörkin hans koma. Án þess að vera að taka út þennan leik sérstaklega þá verð ég að viðurkenna að ég man ekki eftir mörgum ef einhverjum leik í vetur þar sem Gerrard hefur átt bara heilt yfir mjög góðan leik. Vissulega er maður alltaf pínu ósanngjarn í samanburði því menn gera svakalegar kröfur til Gerrards. Ég hugsa samt að ef þetta væri einhver annar leikmaður liðsins þá væri þessi spilamennska ekki ásættanleg.

    Það er risaleikur á þriðjudag og þetta jafntefli verður ekki jafn súrt ef menn ná að landa stigunum þremur þá.

    YNWA
    al

Liðið gegn Everton

Hype í kringum Ibe