Kop.is Hópferð: Allt að fyllast!

Eins og lesendur/hlustendur Kop.is hafa tekið eftir höfum við verið að kynna nýjustu hópferð okkar sem farin verður helgina 30. apríl – 2. maí n.k. á leik Liverpool og QPR.
Allar frekari upplýsingar um þessa glæsilegu ferð má lesa hér.

Það er skemmst frá því að segja að viðtökurnar hafa verið betri en nokkru sinni fyrr. Það hefur verið opið fyrir pantanir í þrjá vinnudaga og ferðin er að fyllast! Þessi hópferð hefur ekki verið auglýst neins staðar nema á Kop.is og því er það ljóst að það eruð þið, lesendahópur Kop.is, sem eruð að bóka ykkur í þessa ferð og engir aðrir. Við þökkum kærlega frábærar viðtökur, það er þegar orðið ljóst að þetta verður fjölmennasta og glæsilegasta ferð okkar frá upphafi!

Fyrir þá sem eru ennþá tvístígandi segi ég bara ekki bíða lengur! Það er að fyllast í ferðina og við endum með biðlista, þannig að ekki missa af ykkar plássi!

Einnig, af gefnu tilefni þá höfum við fengið fyrirspurnir um hvort óhætt sé að koma með unga krakka í ferðina. Það er að sjálfsögðu í góðu lagi. Næturlífið stendur öllum þeim til boða sem vilja en borgin er mjög fjölskylduvæn og skemmtileg fyrir þá sem vilja njóta með fjölskyldunni, og ekki skemmir að njóta hennar í góðu veðri á vorin. Við fararstjórarnir hjálpum öllum með alls konar ráðleggingar, hvort sem stefnan er tekin á ölstofurnar, söfnin eða fjölskyldustaðina. Það er gott að miða við hvort þið teljið krakkana nógu gamla til að koma með á 45 þúsund manna knattspyrnuvöll með tilheyrandi hávaða og hasar. Ef þau ráða við það geta þau komið með.

Allt að fyllast, ekki bíða lengur. Sjáumst í vor!

Bolton á morgun

Liðið gegn Bolton