Bolton á morgun

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD!
SJÁ UPPLÝSINGAR HÉR!

Það er hálfpartinn óbragð í munninum á manni yfir því að þurfa að spila þennan leik inni í svona mikilli leikjatörn. Menn hefðu svo sannarlega mátt við því að klára þetta um daginn á Anfield. En það fór sem fór og hér erum við að gera okkur klár í næsta leik. Ef maður hugsar um hag liðsins, þá er þetta bara slæmt, hefði verið mun betra að ná að einbeita sér algjörlega að leiknum gegn Everton um helgina. En svo er önnur hlið á málunum, hún er sú að maður fær einn leik enn til að horfa á og ég veit um margt leiðinlegra en að horfa á Liverpool leiki þessa dagana. Annað jákvætt í þessu er að líklegast fá einhverjir tækifæri sem minna hafa spilað undanfarið. Þó svo að maður vilji ekki breyta um of og taka allan rythma úr liðinu, þá er þetta engu að síður tækifæri á að nota hópinn aðeins og koma sér yfir í næstu umferð þar sem Crystal Palace bíður í ofvæni.

Ég sá lítið af fyrri leik liðanna, skilst að markvörður Bolton hafi átt ansi hressan dag og að eins og svo oft áður, höfum við verið klaufar að klára ekki dæmið. Yfir tveggja leikja einvígi eigum við samt sem áður alltaf að komast í gegn. Það getur alltaf allt gerst í one off leik við lið úr neðri deildum, en yfir tvo leiki, þá á ekki að vera til umræðu annað en að komast áfram, getu og gæðamunurinn er það mikill. Leikmenn sem ekki komast í hóp alla jafna væru algjörir byrjunarliðsmenn hjá Bolton, menn sem við viljum helst nota sem minnst ef völ er á. Við erum í alvöru að tala um lið sem stillir upp Emile Heskey og Eið Smára Guðjohnsen í fremstu víglínu árið 2015. En eins og svo oft áður, þá þarf að hafa fyrir hlutunum, það vinnst akkúrat ekkert á pappír. Ég býst þó ekki við að menn verði í einhverju vanmati, við erum búin að gera jafntefli á heimavelli gegn þessu liði þannig að menn verða að tækla verkefnið á alvarlegan hátt.

Ég er nú á því að greiningarteymi Liverpool vinni ekki neina suddalega yfirvinnu fyrir leikinn, þetta snýst jú fyrst og síðast um að okkar menn mæti til leiks bæði andlega og líkamlega. Stóra spurningin í mínum huga er hvaða kerfi Brendan ætlar að nota í leiknum. Mun hann halda sig við þriggja miðvarða kerfið eða dettur hann yfir í 4 manna vörn, hefðbundna bakverði og verði með jafnvel tvo framherja. Persónulega myndi ég vilja gera það einmitt, fara aftur í hálfgerða 442. Ég er þó nokkuð viss um að Brendan komi ekki til með að gera það og muni halda áfram kerfinu sem gengið hefur svo vel upp á síðkastið. Svona myndi ég vilja stilla þessu upp:

Mignolet

Johnson – Skrtel – Lovren – Enrique

Markovic – Can – Allen – Lallana

Lambert – Balotelli

Já, miklar breytingar, kannski of miklar, en gæðin í þessum leikmönnum eiga að vera feykilega nógi mikil til að klára þetta Bolton lið. Í mínum huga er lykilatriði að hvíla menn eins og Lucas og Sakho, við VERÐUM að hafa þá klára í slaginn gegn Everton um helgina. Stevie var víst eitthvað meiddur, þannig að ekki á að taka sénsinn með hann. Sturridge er að koma til baka úr meiðslum og svo hafa þeir Henderson, Sterling og Coutinho spilað gríðarlega mikið og þétt undanfarið. Það er nefninlega stór munur á að nota hópinn eða senda varalið til leiks. Liðið sem ég stilli upp hér að ofan telst seint vera varalið þó svo að sannarlega megi segja það að þetta sé ekki sterkasta uppstillingin. Væri þetta áhætta? Já, en það er sama hvernig stillt er upp, það er alltaf einhver áhætta í gangi. Áhættan á meiðslum út af of miklu álagi, áhætta af því að þeir sem eru hluti af sterkasta liðinu okkar reyni að hlífa sér eitthvað í svona leik (sem ætti samt ekki að þekkjast). Notum hópinn, leyfum þessum leikmönnum að sýna það og sanna að þeir geri tilkall til sætis í liðinu það sem eftir lifir tímabils.

Ég er samt á því að þessi uppstilling verði nær því sem Brendan komi til með að nota á morgun:

Mignolet

Can – Skrtel – Lovren

Johnson – Henderson – Allen – Enrique

Lallana – Lambert – Coutinho

Það er sem sagt fullkomlega ómögulegt að ráða í það nákvæmlega hvernig liði verður stillt upp, og er það vel að mínu mati. Það á að vera samkeppni um stöður í liðinu. Við eigum að geta horft fram á það að á milli leikja geti ýmislegt breyst til að halda mönnum ferskum og á tánum. Ég er bara heilt yfir ansi bjartsýnn fyrir þennan leik og er á því að við tökum hann nokkuð örugglega bara. Mignolet heldur enn og aftur hreinu og við setjum 2 góð mörk á þá. Eigum við ekki að segja að Lallana og Lambert setji mörkin (Balotelli setur hann alveg 100% ef Brendan stillir upp eins og ég vil hafa liðið, prófaðu bara Brendan). Svo eftir þennan leik fáum við svo færi á því að leiðrétta allt þetta Crystal Palace rugl í eitt skipti fyrir öll í næstu umferð bikarsins.

23 Comments

  1. Er það ekki komin tími á að vinna þessa dollu aftur?
    Úrslitin verða 30. Mai, sem er afmælisdagur Gerrards. Væri svakalegt að vinna bikar á afmælisdegnum hans OG í síðasta leiknum hans.
    En ég þori ekki verða of spenntur. Byrjum allavega með því að sópa Heskey og félaga til hliðar.

  2. Sælir piltar. Hvar hittast Kaupmannahafnar-Koparar? Eg er nyfluttur i bæinn og þarf að finna retta barinn. Áfram Liverpool.

  3. verð að vera mjög ósammála þér með byrjunarliðið að hafa Lampert og Ballotelli saman hjómar mjög illa. Við verðum að hafa einhvern hraða framalega á vellinum og síðan er líka ósammála að vera skipta um kerfi núna þó ég sé sammála því að við verðum að gera ákveðnar breytingar á liðinu.

  4. Synd að Ibe sé cup tied, hefði verið fullkominn leikur til að leyfa honum að spreyta sig í.

  5. Þessi lína, drengir og stúlkur, neglir þetta Bolton-lið eins vel og mögulegt er:

    “Við erum í alvöru að tala um lið sem stillir upp Emile Heskey og Eið Smára Guðjohnsen í fremstu víglínu árið 2015.”

    Emile Heskey og Eiður Smári eru samanlagt 74 ára gamlir!

    Heskey fór frá Liverpool árið 2004.

    Eiður Smári fór frá Chelsea árið 2006.

    Í dag er árið 2015.

    Bolton er í 14. sæti fyrstu deildar, búnir að skora 33 mörk en fá á sig 39 mörk.

    Heskey hefur skorað í deildarkeppni (reyndar í 1. deild) á Englandi á þessari leiktíð. Balotelli hefur ekki náð því ennþá.

    Ég hlusta ekki á neitt múður, Liverpool á að geta stillt upp varaliði sínu og samt unnið.

    Spái því 0-2 sigri, og Lambert skorar bæði. Við munum svo furða okkur á því að hann hafi ekki fengið fleiri tækifæri í vetur í kjölfarið.

    Homer

  6. Vona að BR stilli upp sterku liði, við verðum að taka þetta. City, Chelsea, Southampton, Tottenham ofl eru fallnir úr þessari keppni. Með smá heppni í drættinum gætum við átt góðan möguleika að komast á Wembley 30 Mai.

    Ef við vinnum þetta þá drögumst við auðvitað á móti Arsenal á útivelli meðan ManU fær Nothinghamshere á heimavelli.

  7. Getur einhver snillingur hent hingað inn liðunum sem eftir eru í bikarnum ?

  8. Sæll Ásmunur,

    Svona líta leikir næstu umferð út:

    Crystal Palace – Liverpool/Bolton
    Arsenal – Middlesbrough
    Aston Villa – Leicester City
    West Brom – West Ham
    Bradford City – Sunderland
    Blackburn Rovers – Rochdale/Stoke City
    Derby County – Reading
    Preston– Man Utd

    Eins og sést á þessu þá er góður möguleiki fyrir Liverpool, Arsenal og Man U. að ná í titil þarna. Eiga að vinna öll hin liðin sem eftir eru í 16 liða úrslitum.

  9. Við erum í dauðafæri á að taka þennan titil í ár. City og Chelsea dottin út og þá er í raun eini erfiði hjallinn eftir bara Arsenal. Ég heyrði að úrslitaleikurinn yrði á afmælisdegi Gerrard, lokaleikurinn hans, þetta er skrifað í skýin gott fólk!

    Varðandi bolton, þá eigum við að geta stungið þá af og unnið sannfærandi þó við myndum spila í 2. gír allan leikinn.. með fullri virðingu fyrir meistum Heskey og Eiði 😀

    Lambert og Balotelli frammi, leyfum Balo að skora nokkur svo hann hrökkvi í gírinn og fái sjálfstraustið í lag.

  10. @Röggi 13

    Þú vinnur ekki bikarleik með þessu hugarfari. Ástæðan fyrir því að City og Chelsea duttu út gegn mun slakari liðum er einmitt þessi sem þú nefnir hér að ofan.

  11. Vona heitt og innilega að Balotelli og Lambert byrji aldrei leik saman hjá Liverpool og lýst ekki vel á fyrri kostinn hvað byrjunarlið varðar. Ef að það á að gefa Balotelli einn séns enn myndi ég vilja sjá það í því leikkerfi sem aðrir leikmenn liðsins hafa verið að stórbæta sigundanfarið, ekki steingeldu 4-4-2 með Lambert við hliðina á sér og hvað þá Joe Allen fyrir aftan. Það er sama og engin ógn og nógu bitlaust var liðið í síðasta leik gegn Bolton.

    Bölvað að Ibe sé cup-tied því hann væri flottur í að leysa Markovic af, það er full mikið að spila með 3 miðverði, tvo varnarbakverði og Joe Allen á miðjunni.

    Erfitt að lesa í það hvernig Rodgers leggur þetta upp í kvöld. Þetta er síðasti séns til að hvíla lykilmenn í langan tíma.

  12. Væri til að sjá Ward; Johnson, Can, Lovren; Wilson, Enrique; Williams, Allen; Lallana, Brannagan, Balo með kanonur á bekknum a þetta alveg að hafast svona. En alltaf er maður hræddur víð vanmatið svo liklega stillum við sterku liði

  13. Þetta er klárlega leikur sem að Balotelli á að byrja. Ég myndi helst vilja sjá liðið svipað og þessu: Mignolet; Johnson, Skrtel, Lovren; Lazar, Henderson, Can, Enrique; Lallana, Borini, Balotelli.

    Þetta væri lið sem ég myndi sjá ganga yfir þetta Boltan lið, aðallega vegna þess að markvörður þeirra virðist ekki spila þennan leik. Alveg magnað hvað þeir eiga alltaf góðan leik á móti okkur.

    Ég hef trú á þessu…held samt að það verði stillt upp sterku liði.

    YNWA – Steven Gerrard.

  14. Byrja á fyrnasterku liði, skipta svo út í hálfleik þegar við erum þremur mörkum yfir 🙂

  15. Sælir drengir ekki viti? þi? um flottann pöbb í edinborg þar sem hægt er að tylla sér renna niður nokkrum köldum og horfa á sigurleik Liverpool ?

  16. Seinast þegar við spiluðum á þessum velli þá fór þetta 3-1 fyrir Bolton og sjálfur Grétar Rafn Steinsson skoraði 3 mark Bolton manna.
    Vonandi rífa menn þetta Bolton lið í sig í kvöld og klára þetta sannfærandi.

  17. Balotelli ekki í hóp í kvöld.

    Liverpool team vs Bolton: Mignolet, Can, Skrtel, Sakho, Allen, Gerrard, Moreno, Markovic, Lallana, Coutinho, Sterling

    Subs: Ward, Johnson, Lambert, Henderson, Sturridge, Manquillo, Borini

Kop.is Podcast #76

Kop.is Hópferð: Allt að fyllast!