Gluggavaktin: janúar 2015

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD!
SJÁ UPPLÝSINGAR HÉR!

Í dag er mánudagur og það er skemmst frá því að segja að félagaskiptaglugganum í Englandi verður skellt í lás í kvöld. Skemmst frá því að segja, segi ég, af því að það er ekkert að frétta hjá Liverpool þetta árið. Jordon Ibe kom til baka úr láni í miðjum janúar, Divock Origi verður áfram hjá Lille fram á sumar, Burnley neituðu boði í Danny Ings fyrir helgi þannig að það verður væntanlega engin hreyfing á honum fyrr en í sumar líka. Það er helst að einhverjir ungir strákar fari á láni, helst er talað um Sheyji Ojo til Wigan og mögulega Ryan McLaughlin til Rotherham.

Við uppfærum þessa færslu ef eitthvað gerist í dag, en ekki halda niðri í ykkur andanum.

39 Comments

 1. Hef án djóks aldrei verið eins lítið spenntur fyrir deadline day. Menn eiga ekki eftir að brenna yfir á F5 takkanum þetta árið.

 2. Af hverju ætti maður ekki að halda niðri í sér andanum? Það er nefnilega geðveikt gaman!

 3. Má ekki bara henda inn athyglisverðum sögusögnum/staðfestum félagaskiptum hérna líka? 🙂

  Manchester United buðu að sögn 35 milljónir punda í Marquinhos, varnarmann PSG. Tvítugur spaði, sem er reyndar alveg ótrúlega góður varnarmaður. Því tilboði var hafnað. Júnæted er einnig að skoða Mads Hummels, en ólíklegt að hann verði seldur núna í þessum glugga.

  Chelsea eru nálægt því að ganga frá kaupum á Cuadrado frá Fiorentina fyrir 26 milljónir punda.

  Seydou Doumbia er farinn frá CSKA til Roma fyrir 10 milljónir punda – það var leikmaður sem ég hefði sannanlega viljað fá til Liverpool.

  Það er eitthvað verið að slúðra um að Ricky Lambert sé mögulega að fara, einhver lið hafa áhuga á að fá hann en ég verð fyrir miklum vonbrigðum er hann fer á undan Borini eða Balotelli.

  Þetta er svona það helsta sem er að gerast akkúrat þessa stundina.

  Ég held ekkert í mér andanum yfir því hvað Liverpool ætlar ekki að gera. Ég vil bara fá smá góðar fréttir frá okkar mönnum í dag – ég fer ekki fram á mikið en í Fowlers bænum tilkynnið nú að Sterling hafi skrifað undir nýjan langtíma samning við Liverpool!

  Þetta verður líklega rólegasti leikmannagluggi í manna minnum hjá LFC… sem er allt í lagi, því það er ekki eins og önnur lið í kringum okkur séu að styrkja sig neitt ….. 🙂

  Homer

 4. Hvað er eigilega með þessa eigendur. Er enginn peningur til? Vantar breydd í þetta lið okkar. Aðeins einn framherji hjá liðinu. Tel ekki Balotelli frekar en aðra sem eru innan liðsins þar sem þeir hafa ekki þau gæði sem við þurfum hjá þessu liði okkar.

 5. Er ekki við hæfi að renna yfir þetta blessaða bréf sem JWH sendi okkur 2012 þegar þeir voru með buxurnar á hælunum og endurnota það bara þar sem ég get ekki séð að það hafi neitt breyst.

  http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/john-henry-s-open-letter-to-fans

  smá svona preview

  But a summer window which brought in three young, but significantly talented starters in Joe Allen, Nuri Sahin and Fabio Borini as well as two exciting young potential stars of the future – Samed Yesil and Oussama Assaidi – could hardly be deemed a failure as we build for the future.

  Framtíðin er “björt”….

 6. Mér finnst okkar mönnum sárlega vanta annan sóknarmann því Balotelli og Lamberd eru ekki nálægt því að vera næginlega góðir til að spila fyrir Liverpool. Borini má þó eiga það að hann leggur sig ávallt mikið fram og hleypur og berst eins og hann eigi lífið að leysa. Það sama verður ekki sagt um Balotelli sem spilar ávalla með hangandi haus. Leikjaálagið á liðinu kemur til með að vera gífurlega mikið á næstu vikum þar sem við eigum tvo leiki á viku næstu vikurnar. Óskandi væri að hægt væri að fá Dzeko að láni fram á sumar. Hvernig er staðan á varaliðinu/unglingaliðinu hjá Liverpool? Það fer að verða kominn allt of langur tími síðan einhver þaðan skilaði sér í aðalliðið.

 7. Henda Borini eitthvert í lán og reyna að hækka verðmiðann á honum og selja Lambert fyrir 2-3 kúlur, ætti að vera lítið mál.
  og fá svo Dzeko lánaðan gegn því að kaupa hann í sumar. Það ætti að hjálpa City liðinu að lána hann til okkar því það myndi styrkja okkur á móti Chelsea sem er í baráttu við City.

  Þá værum við með
  1. Sturridge
  2. Dzeko
  3. Sterling
  4. Balotelli

 8. Hvað eigum við að gera við þriðja target senterinn? Dzeko er ekki fljótur og enginn pressuvél. Við getum ekki notað Balo og ekki Lambert, sé ekki að Dzeko ætti eitthvað að passa betur en þeir inn í þetta kerfi ( sem er að svínvirka )

 9. Ekki bera Dzeko saman við Balotelli eða Lambert.
  Þessir 2 leikmenn komast ekki nálægt Dzeko á neinum sviðum fótboltans.

  En þetta er svo sem aldrei að fara að gerast svo það er til lítils að ræða þetta svo sem. Bara smá pælingar hjá mér sem gaman væri ef myndi rætast.

 10. Bara víst að bera saman Dzeko við þessa leikmenn, hann er sama týpan og passar ekkert betur inn í þennan hlaupaleik sem við ætlum í. Hann myndi aldrei starta frekar en Sturridge held ég.

  Málið með senter er að eiga bara pening í sumar og losa Suarez úr prísundinni á Nou Camp…

 11. Sama týpa en ef þér finnst þessir menn vera af svipuðum gæðum Maggi, þú hefur þú minna vit á fótbolta en ég hélt.
  Liðið á ekki pening virðist vera en ef þessi leikmaður fengist á láni þá myndi ég ekki slá hendinni á móti því.

 12. Mér finnst okkar mönnum sárlega vanta annan sóknarmann því Balotelli og Lamberd eru ekki nálægt því að vera næginlega góðir til að spila fyrir Liverpool. Borini má þó eiga það að hann leggur sig ávallt mikið fram og hleypur og berst eins og hann eigi lífið að leysa. Það sama verður ekki sagt um Balotelli sem spilar ávalla með hangandi haus. Leikjaálagið á liðinu kemur til með að vera gífurlega mikið á næstu vikum þar sem við eigum tvo leiki á viku næstu vikurnar. Óskandi væri að hægt væri að fá Dzeko að láni fram á sumar. Hvernig er staðan á varaliðinu/unglingaliðinu hjá Liverpool? Það fer að verða kominn allt of langur tími síðan einhver þaðan skilaði sér í aðalliðið..

 13. Skelltu Balotelli með Aguero og hann verður heldur áfram að vera glataður…. eða nei Balotelli var bara nokkuð góður með Aguero. Við erum bara að spila þessum manni kolrangt, hann skoraði hjá city og Milan en þar var hann líka með annann mann frammi með sér. Það að ætla fara dæma Balotelli eftir þessa leiki sem hann hefur spilað EINN frammi hjá okkur er út í hróa hött., hann er ekki svoleiðis leikmaður og mun aldrei verða það.

  Efast stórlega um að Messi yrði mjög góður sem target senter.

  Ef hægt er að kenna einhverjum að hve lélegur Balotelli er búinn að vera er það skipulagið sem við erum að spila. Maðurinn missir ekki þessa hæfileika sem hann hefur haft þótt klikkaður sé.

  Balotelli er með 64 mörk í 163(0,39) öllum leikjum á meðan Dzeko er með 92mörk í 211(0,43) leikjum og þar inni eru leikir í þýskalandi þar af eru 177 leikir í með city með 70 mörk. Balotelli með 30 mörk í 80 leikjum hjá City sem gefur svipaða stat.

 14. Það er nokkuð ljóst að nýju F5 takkarnir sem ég pantaði fyrir fjórum árum lifa enn góðu lífi og víst að ekki þarf að skipta eftir þennan glugga.

 15. Sama hvað þið segið, Steinríkur er þrælspenntur fyrir glugganum og ætlar ekki að draga andann fyrr en honum lokar!

  [img]http://en.gtwallpaper.com/fondecran/asterix/asterix_10.jpg[/img]

 16. Sælir félagar

  Ég er sammála ansi mörgum stuðningsmönnum að við þurfum annan senter. Þó við séum með Balo og Lambert þá hefur það sýnt sig að þeir duga ekki. A.m.k. dugir Balo ekki í því kerfi sem hann er látinn spila (einn frammi). Lambert er því miður svo hægur að hann smellur hvergi inn nema sem uppfyllingar- (squad) leikmaður í unnum leikjum þar sem ástæða er til að hvíla aðalsenterinn eða eitthvað slíkt.

  Ég ætla ekki að taka þátt í rifrildi um Dzeko en er á því að þar hafi Maggi rétt fyrir sér. Hann er samkonar leikmaður og Balo og svo geta menn rifist um gæði þeirra ef menn vilja. Við þurfum að mínu viti snarpan hlaupagikk og sem getur skorað og hefur hraða. Borini getur hlaupið heilan leik en hann skortir einfaldlega leikskilning og hraða til að koma að gagni. Þá er enginn eftir nema Sterling sem er ekki framherji að upplagi. Hann slúttar heldur ekki vel að öllu jöfnu þó markið hans í síðasta leik hafi verið frábært.

  Svo hef ég ekki fleiri orð um þetta. Mér sýnist á öllu að ekkert sé í gangi því miður. Hugmynd Magga um að fá Suarez til baka er góð en mun ekki verða að veruleika nema í einhverjum besta heimi sem við lifum ekki í nú um stundir. Þó hefi ég þá trú að það muni koma að því að snillingurinn snýr til baka og þá verður nú lag á Læk get ég sagt ykkur.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 17. verð steinhissa ef einhver verður signaður því það væri búið að leka út eftir rottuns sem er í herbúðum lfc. Það væri betra að skipta á gary martin úr kr og balotelli þá gæti hann líka fengið fengið ser á broddinn hérna og hætt þessu instagram þvaðri

 18. Aston Villa bid £5m for Lambert. His decision to leave would purely be based on the promise of regular first-team football. (Independent)
  Take da money and run. LFC 😀

 19. Hvaða óskapa neiðkvæðni er þetta. Minnir mig á síðasta janúar-glugga. Enginn keyptur þá og við bara myndum hrapa niður töfluna. BR sagðist treysta þeim leikmönnum sem hann hafði. Segi eins og Forrest Gump “That´s all I have to say about that”.

  Síðasti gluggi var einnig alveg ömurlegur eða hvað! Can, Moreno, Markovic og Origi. Allt ungir menn sem verða betri og ættu að geta staðist öllum öðrum snúning.

  Nei, þetta voru góð kaup að mínu viti sem og kaupin á Lallana. Spurning um Manquillo en hann er nú ungur og verður eflaust betri. Vonbrigðin voru vissulega Lovren og Balotelli þó svo ræst gæti úr þeim. Sjaldnast tekst allt.

  Við með þennan mannskap (án Sturridge) höfum verið að spila mjög vel undanfarið, vorum t.d. betri í heildina en hið olíufyllta lið Lundúna. Ef Sturridge helst heill er framtíðin björt!

  Nóg að sinni. Rýnum til gagns.

 20. chelsea að signa cuadrado sem er á svipuðu caliberi og sanchez þetta mátti alls ekki gerast djöfulsins kjaftæði

 21. Þessi hópur okkar lítur vel út að mér finnst. Mikið af ungum mönnum ásamt frábærum ungum drengjum í Coutinho og Sterling. En nú ríður á að halda þessum mönnum hjá liðinu. Vonlaust að vera alltaf að byggja upp og finna hentugustu leikaðferðina langt fram eftir vetri. Hvernig standa samningamál hjá Sterling, og var Coutinho ekki nýbúinn að skrifa undir samning ?

 22. Aston Villa hafa ekki skorað í sex deildarleikjum í röð, hvert leita þeir? Jú, til Rickie Lambert! Segið svo að enginn hafi trú á honum!

 23. Svakaleg kaup hjá Chelsea, skemmtilegur og góður fótbolta maður sem þeir fengu.

  Mér finnst það vanta annan striker í liðið og holding- midfield leikmann. Kaupa frakkann hjá Lyon og sissoko hjá Newcastle og við berjumst um 3 sætið.

  Annars takk fyrir frábæra síðu og skemmtulegar umræður.

 24. Chelsea á eftir að spila við utd, Southampton, Arsenal og West Ham og megi þeir vinna þá alla.
  Reyndar eigum við svo eftir að fara á brúnna en what the heck. Chelsea verða búnir að tryggja sér titilinn og easy game.

  Það kæmi verulega á óvart ef eitthvað dytti inn í kvöld hjá okkar mönnum. Ég held að það sé bara fínt. Keyra á þessum strákum. Auðvitað geta menn meiðst en það verður bara að hafa það.

  Það verður svo fín uppfærsla á hópnum í sumar og með stækkandi velli vex dæmið smátt og smátt.

  YNWA.

 25. #15 siffi
  Bara svo þad sè à hreinu þà spilaði hann einn frammi hjà Milan með Kaka í holunni. Èg (àskrifandi à San Siro síðasta vetur) og fleiri sem horfðum à Baló reglulega ì fyrra voru búnir að nefna ad hann myndi aldrei fitta í pressu lpool. Hvort hann virki með öðrum frammi er annad màl þvÍ ekki hefur reynt à það hjà lpool, Milan í fyrra eda ítalíu à hm í sumar.

 26. Aumingja Mohamed Salah að velja Chelsea á sínum tíma. Hefur fengið að spila í ca. eina og hálfa mínútu með þeim – og nú er búið að henda honum á lán til Ítalíu.

  Þú hefðir átt að koma til Liverpool, kallinn minn!

 27. Henda í markmann og punktur punktur komma strik. Marc-André ter Stegen og opinn samkeppni næstu árin á milli hans og Mignolet.

 28. Ha ha ha Mohamed Salah leigður til Fioretina. Þegar ég sá myndbönd af honum sá ég strax að hann fittaði hundraðprósent fyrir spilamennsku Rodgers og Liverpool en engan veginn fyrir Chelsea. Meira að segja margbendi aðdáenda Chelsea á þetta.

 29. græja langtíma samning við sterling,henderson og hver er staðan á sakho ? þá förum við að líta vel út !, hefði samt viljað sjá origi koma til okkar núna í janúar þar sem hann fær engan spilatíma hjá lille og er púað á hann þegar hann spilar, horfði á barcelona ,villareal í gær og þá byrjuðu stuðningsmenn barca að púa á suarez afþví hann átti 1 misheppnaða sendingu og klúðraði færi skil ekki hvernig leikmenn nenna að spila hjá þessum rónaklúbbi.

 30. Menn tala auðvitað um það í hálfkæringi að fá Suarez aftur, en ég geri þá kröfu á eigendurna að þeir tékki reglulega hvort einn besti leikmaðurinn í sögu LFC sé á lausu. Maður veit aldrei.

 31. Það fór sem mig grunaði; að gott gengi í undanförnum leikjum yrði til þess að BR hefur fyllst sjálfstrausti um of. Það vita allir að það þarf að fá annan stræker, við þurfum annan markvörð og þétta varnarmenn. Ekkert var gert í þessum málum og ég óttast að það eigi eftir að koma í bakið á liðinu, þegar líður að lokum deildarinnar.

 32. #34 Brynjar
  Bara það að Salah hefði passað Rodgers og Liverpool 100% var næg
  ástæða fyrir Morinho að kaupa hann, jafnvel þótt hann hefði ekkert
  við hann að gera eins og kom á daginn.

Komdu með Kop.is á Anfield!

Kop.is Podcast #76