Liverpool – West Ham 2-0

Það er fátt meira gefandi en þegar liðið sem maður heldur með vinnur Sam Allardyce og hans menn. Liverpool gerði einmitt það í dag og leikur liðsins í heild var hlaðborð af jákvæðum hlutum.

Rodgers gat kallað til nánast alla okkar sterkustu menn í þennan leik fyrir utan fyrirliðann sem er smávægilega meiddur. Sakho var blessunarlega búinn að ná sér og liðið því svona í þessum leik.

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Markovic – Henderson – Lucas – Moreno

Lallana – Sterling – Coutinho

Balotelli var ekki í hóp en á bekknum var Daniel Sturridge mættur ásamt stórvini sínum Jordon Ibe.

Fyrri hálfleik vantaði herslumuninn í nánast allt, okkar menn voru mikið líklegri og áttu fullt af álitlegum sóknum en West Ham menn voru gríðarlega fastir fyrir og fengu að vera það.

Stuðningsmenn Chelsea eru (án gríns) grenjandi yfir einhverju sem þeir kalla #CampaignAgainstChelsea og eiga þar við bannið sem Costa fékk yfir að hoppa viljandi á Emre Can. Ef eitthvað er þá er um að ræða #CampaignAgainstCan því Andy Carroll sem hoppar með svipuðum hætti og þyrla í flugtaki fékk að slá hann kaldan niður á upphafsmínútum leiksins svo vel sá á Þjóðverjanum. Hendurnar á Carroll eru stórhættulegar hvort sem hann ræður við þetta eða ekki og hann sló Markovic einnig niður seinna í leiknum. Hvorugt atvikið eitthvað sem slappur dómari leiksins Andre Marriner sá ástæðu til að flauta á.

Okkar menn vantaði annars herslumuninn til að láta yfirburði sína telja, eitthvað sem við könnumst vel við á þessu tímabili. Lazar Markovic átti þó að skora á lokamínútu fyrri hálfleiks er hann komst inn í sendingu frá Downing og komst einn í gegn. Hann hitti ekki markið og lét ég tölvuna heyra það duglega í kjölfarið. Færið kom í kjölfar sóknartilburða Sterling sem átti að mínu hlutlausa mati klárlega að fá víti rétt áður en Markovic komst í gegn. Rodgers þarf að fara röfla yfir því í fjölmiðlum afhverju Sterling fær bara aldrei neitt hjá dómarastéttinni.

0-0 Hálfleik, frekar pirrandi.

Sterling og Coutinho náðu að brjóta ísinn strax í upphafi seinni hálfleiks en með smá heppni og góðri pressu náði Coutinho boltanum og kom honum á Sterling sem var kominn einn í gegn og kláraði færið eins og alvöru sóknarmanni sæmir. Frábært mark hjá okkar bestu mönnum.

Andy Carroll var ekki hættur í herferð sinni gegn Can og var heppinn þegar hann fór í tæklingu gegn honum með sólann á undan. Carroll fékk spjald fyrir en meiddist sjálfur við þessa tilburði sína og þurfti að fara af velli stuttu seinna. Gott að losna við hann enda stórhættulegur í öllum skilningi. West Ham er annars svo mikið undir stjórn Allardyce að meira að segja Downing reyndi að þenja sig í dag, við Lazar Markovic! Markovic er Serbíu! Frekar hlæilegt hjá Downing sem gat ekki blautan í dag frekar en vanalega á Anfield.

Daniel Sturridge kom LOKSINS LOKSINS inná á 68.mínútu fyrir Markovic við gíðarlegan fögnuð heimamanna. Hann hefur að ég held misst af síðustu 33 leikjum Liverpool í öllum keppnum og það hefur alveg munað um hann.

Þar með höfum við endurheimt Liverpool liðið okkar og Sturridge sem var haugryðgaður kláraði leikinn rúmlega tíu mínútum eftir að hann kom inná. Coutiho var enn og aftur arkitektinn og fann Sturridge í teignum sem slúttaði frábærlega. Jesús minn hvað er gott að sjá hann aftur inná vellinum skorandi mörk.

Þar með var Liverpool loksins svo gott sem búið að klára leik sannfærandi og gat Rodgers hvílt Coutinho síðustu tíu mínúturnar en hann fór útaf fyrir Ibe.

West Ham var búið með skiptingarnar og spiluðu með 10 menn í restina sökum meiðsla í vörninni hjá þeim. Fleira markvert gerðist ekki og frábær 2-0 sigur staðreynt. Liverpool hefur þá a.m.k. loksins náð West Ham í deildinni.

Frammistöður leikmanna:
Þetta var leikur sem ég hafði óttast lengi eða síðan ljóst var að Liverpool færi í tvo undanúrslitaleiki í deildarbikarnum. Frábært að vinna þetta lið svona sannfærandi og alltaf er ég að mýkjast gagnvart þessu leikkerfi. Það er að ná því besta út úr mjög mörgum leikmönnum og stóðst þetta West Ham próf vel í dag.

Mignolet hafði ekki mikið að gera þannig í þessum leik og það er allt annað að sjá hann í dag m.v. taugahrúguna sem hann hefur verið sem leikmaður Liverpool. West Ham spilar mikið upp á föst leikatriði og gera markmanni mjög erfitt fyrir og sleppa of oft með það. Skoruðu þannig gegn Liverpool í fyrra. Mignolet var ekki í neinum teljandi vandræðum í dag og hélt hreinu sem er frábært.

Vörnin var gríðarlega góð fyrir framan hann. Emre Can var reyndar í svolitlu basli og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Mögulega ennþá aðeins vankaður eftir höggið frá Carroll. Can óx þó ásmegin í leiknum og komst heilt yfir vel frá sínu. Skrtel var svipaður og hann hefur verið undanfarið, frábært að fá stöðugar og góðar frammistöður frá honum. Mikilvægasti hlekkurinn í keðjunni var hinsvegar Sakho sem var gjörsamlega frábær í dag og át þessa stóru kalla West Ham í dag. Frakkinn er heldur betur farinn að sýna sitt besta um þessar mundir og er okkar langbesti varnarmaður.

Á vængjunum fannst mér Markovic og Moreno vera í töluverðu basli í fyrri hálfleik. Þeir voru að vinna vel upp vængina og tóku virkan þátt bæði í vörn og sókn en sendingarnar hjá þeim báðum voru afleitar. Markovic átti svo auðvitað að skora undir lokin. Moreno var mjög flottur í seinni hálfleik á meðan Markovic var tekinn af velli. Þetta eru mjög mikilvægar stöður á vellinum og þeir eru að leysa sín hlutverk mjög vel.

Lucas er kominn aftur, það er bara svo einfalt. Frábær í dag og við sáum ekkert frá Downing eða Nolan sem hafa verið mjög góðir í holunni með West Ham í vetur. Henderson við hliðina á honum er mótorinn í liðinu og fyrir utan vinnsluna í honum eru sendingarnar hans farnar að minna töluvert á Gerrard. Næsta verk hjá honum er að ná aukaspyrnunum jafn góðum og þessum sendingum.

Lallana var ágætur í dag ekki mikið meira en það svosem en hinir tveir með honum voru okkar langbestu menn framávið. Coutinho er arkitekinn af mörkunum og var ógnandi allann leikinn. Sterling var hinsvegar bara hlægilega góður gegn vörn West Ham sem réð ekkert við hann. Loksins náði hann að klára færi sómasamlega og sérstaklega fyrir það set ég mann leiksins á hann.

Hápunktur leiksins var engu að síður endurkoma Sturridge.

73 Comments

 1. Velkominn elsku STURRIDGE, MIKIÐ hef ég saknað þín 🙂 Höldum hreinu og 3 stig. Bið ekki um meira.

 2. Þetta er eitthvert það mest fullnægjandi comeback leikmanns Liverpool í seinni tíð.

 3. Mikið höfum við saknað Sturridge. Frábært að sjá hann í dag!

 4. Sturridge er mættur aftur, og hver haldiði að hafi komið með stoðsendinguna? Coutinho að sjálfssögðu. 2 stosendingar hjá honum í dag. Held að sá gæji sé að nálgast world class statusinn.

 5. Súper frammistaða á móti líkamlega sterku liði sem valtar yfir þig ef þú djöflast ekki á móti. Sérstaklega góð í ljósi tveggja erfiðra leikja við Chelsea og vonbrigða í kjölfarið. West Ham náði varla skoti á markið í dag, við vorum beittir, héldum boltanum vel og fengum nokkur góð færi og fjölmargar góðar stöður.

  Finnst þetta að þroskast vel hjá okkur, miklu minni sveiflur í leik liðsins, miklu meira intensity í pressunni og nú þegar Sturridge er kominn til baka með slúttgetu á allt öðru leveli en aðrir ættum við að fara að skora fleiri mörk. Coutinho, Sterling, Henderson, Lucas og vörnin eru að spila leik eftir leik á háu leveli og gaman að sjá Ibe koma inn með fullt sjálfstraust. Nú er að komast áfram í bikarnum á þriðjudaginn og gera þetta að skemmtilegu vori á þremur vígstöðvum.

 6. Jess!
  Þessi stóri með taglið í sókninni hjá West Ham virkaði svolítið spennandi. Hefði ekkert á móti því að það yrði splæst í hann svona rétt áður en félagsskiptaglugginn lokar.

 7. Yess, við yfirspiluðum hamarana í þessum leik, og alltíeinu hefur kvíði manns yfir markskorti breyst í tilhlökkun.

  ps: Djöfull hef ég saknað dansins

 8. Úúú… Þetta fyrsta tödds og slúttið.
  Welcome back my dear my dear.
  YNWA

 9. Flottur sigur í dag, spurning hvort gamli liverpool leikmaðurinn han Rigobert Song nái að koma vitinu fyrir frænda sinn hann Alex Song fyrir næsta tímabil og reyna að koma til Liverpool, sterkur miðjumaður sem mundi sòma sér vel hjá Liverpool.

 10. Sælir félagar

  Andrei Mariner ákvað í seinni hálfleik að hann væri ekki lengur í aðalhlutverki í leiknum og þá fór allt að gerarst. Sterling og Sturridge með mörkin og Sturridge sýndi hvernig alvöru slúttari klárar færin sín.

  Það sem gladdi mig þó mest í þessum leik (fyrir utan endurkomu Sturridge og mörkin) var frammistaða Sakho í leiknum. Hann er að sanna það að kaup BR á honum er líklega mestu happakaup hans hingað til. Hann gersamlega át allt sem nálægt honum kom og átti beinlínis fullkominn leik. Hann er minn maður leiksins hvað sem öðru líður.

  En hvað um það. Frábær endurkoma Sturridge, gott mark hjá Sterling, tvær stoðsendingar frá Litla-Káti og allir að spila mjög vel. Þrjú stig í hús og við að mjakast upp töfluna í átt að takmarki okkar – þriðja til fjórða sæti.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 11. Hvernig í ósköpun endaði Alex Song í West Ham? Yfirburða maður í þessu West Ham liðið.
  En að okkar mönnum, mikið ofboðslega hef ég saknað þín elsku DANÍEL STURRDIGE vá hvað þú ert góður í fótbolta. Frábært og vonandi heldur þessi markskorun lengur hjá kappanum og hann helst heill.
  Coutinho var frábær í dag og lagði upp tvö mörk. Babu bara hlýtur að velja hann sem mann leiksins, enda allt í öllu. Sterling, Sakho og Henderson með mjög soild frammistöðu. Frábær liðssigur hjá Liverpool og allt virðist vera komast í lag 🙂

 12. Sá bara seinni hálfleik svo ég get litið sagt um fyrri hálfleik. Annars flottur seinni hálfleikur og öruggur 2-NÚLL sigur. Djöfulinn er þessi þriggja manna varnarlína að virka og þvílíkur léttir að við getum loksins spillað almennlega vörn. Meiriháttar sá STURRIDGE skora eftir erfíð meiðsli. Gaman sá hvernig hann fönkarar í þessu nýju leikkerfi(3-4-2-1). Annars er stutt í lok leikmanna gluggans og virðist vera að enginn mun koma. Hél i vonina að fá markvörð og kannski Coates úr láni. Þá væri ég sáttur.

 13. Pælið í því að Mignolet er núna kominn með 7 Clean Sheet, sem er jafn mörg og David De Gea, Liverpool samtals haldið 8 sinnum hreinum í 22 leikjum í deildinni.

 14. (Tekið af facebook)

  SAS REBORN

  [img]https://fbcdn-sphotos-e-a.akamaihd.net/hphotos-ak-xpf1/v/t1.0-9/10174858_927191050646238_449088248206348703_n.jpg?oh=edc7df1dbacdd078e478c0ddcebd42eb&oe=5563878F&__gda__=1431793742_deb7cbe12725d6210715121bb3e8f484[/img]

 15. Frábær leikur hjá okkar mönnum. Gaman að sjá STARRAN aftur!!!!!!!!!!!

  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!

 16. Getum vid samt plís farid ad kalla Coutinho bara sínu nafni, ekki litli kátur eda kúturinn, litla lambaskinn eda hvad sem tad er

 17. Sturridge sýnir hvernig á að slútta þrátt fyrir 5 mánaða fjarveru, afskaplega hressandi. Sterling og Cautinhio aftur mjög flottir og Sahko er orðinn yfirburðarmaður í vörninni. Ég var fyrir mestum vonbrigðum með hann Lallana, hann er því miður ekki að heilla.

 18. Fínn leikur og sannfærandi sigur..En…Það væri glapræði að treysta á að Sturridge haldist heill út tímabilið..Við VERÐUM að kaupa alvöru slúttara aður en glugginn lokar..Það hljóta allir að sjá það..Hvað er maður búinn að sjá marga svona leiki í vetur?…Liðið mikið með boltann,skapar slatta af færum…En…..getur ekki nýtt sér það…Af hverju tóku þeir ekki td. bara Defoe? Gæi sem skorar ALLTAF ef hann spilar…Ég hef áhyggjur af þessu, ég verð að segja það..

 19. Er ekki kominn tími til að Coutinho sé kallaður Coutinho ekki Kútur, Kátur, litli Kátur mætti halda að hann sé einhverskonar lukkutröll eða hálfgerður jólasveinn í liði LFC.

 20. Frabært að fa sturridge aftur og eg spaði þvi her i gær að hann kæmi inna og myndi tryggja 2 -1 sigur en ekki var það verra að hamm trygði 2 -0 sigur 🙂

  Sturridge klaraði þetta færi frabærlega og það er unaðsleg að fa hann til baka .

  Siðistu 11 deildarleikir eru 7 sigrar, 3 jafntefli og eitt tap. Halda svona afram.

  Næstu 4 leikir eru Everton úti, Tottenham heima, Southampton úti og Man City heima. Þurfum að komast vel fra þessum 3 leikjum með allavega 8 stig en helst fleiri og þa er bullandi sens a 4 sætinu…

  er ekki málið að klára 4 sætið og vinna að auki bæði FA CUP og UEFA evropu tiillinn.

  Eg er allavega rosa glaður i dag og jakvæður a framhaldið

 21. Það er ágætt að röflararnir finna sér eitthvað að röfla um, þegar þeir geta ekki röflað yfir tapi.

  Í alvöru, þarf að röfla yfir gælunöfnum? Mér finnst Litli Kútur bara stórskemmtilegt og passa glettilega vel við þennan frábæra leikmann, hann sannar að margur er knár, þótt hann sé smár.

  Í guðana bænum gleðjist bara yfir sigrinum og hættið að láta allt fara í taugarnar á ykkur.

 22. Coutinho maður leiksins að mínu mati og gaman að sjá liðið í dag.

 23. Coutinho, Sterling og Sakho óviðjafnanlegir í dag. Ótrúleg frammistaða hjá þeim öllum. Þvílík sæla að Daniel Sturridge sé kominn aftur og sá var ekki lengi að minna á sig! Frábær móttaka og slútt, það sem við höfum saknað þessa í vetur!

  Það er orðið býsna langt síðan liðið leit illa út á vellinum. Stöðugleikinn er aðalatriðið, frekar en að vera að sjá einhverja stórsigra. Verðum í flottum málum ef DS helst heill út tímabilið.

  Coutinho með betra end product væri mögulega leikmaður í algjörum sérflokki – heimsklassa án nokkurra varnagla eða fyrirvara. Fáránlega skemmtilegur leikmaður.

  En ég verð að enda þetta með: SSSTTTUUURRRRRRIIIDDDGGGEEE!!!

 24. Rosalega er gott að fá STURRIGTE aftur í liðið, værum að berjast um toppsætin ef hann hefði verið með frá byrjun, mjög sáttur.

 25. Tók leikinn á Andys pub í Osló.

  3 stig, hreint mark, Sturridge hristir á 10 mínútum af sér allt rið, allar tilraunir fyrrverandi Liverpool manna til að sýna Anfield og Kop eitthvað kaffærðar, Sterling slúttar á góðri stund.

  Þankar: Núverandi vörn er spennandi. Markvörðurinn nýtur góðs af því og er líka í góðum gír, samt umhugsunarefni að þrátt fyrir fjölda hreinna marka hvaða gagnrýni hann hefur fengið. Styrkari vörn og maðurinn er sannfærandi, var það ekki bara málið? Miðjan er gífurlega sterk, ekkert nema BR getur klúðrað henni. Framlínan er eitruð ef Sturridge er inn á, en það þarf tvennt til að til að viðhalda ógn hennar. Fá inn 1-3 framherja sem geta leyst Sturridge af í meiðslum eða unnið með honum. Hitt atriðið að kenna fremstu mönnum í miðjunni að slútta betur. Skotæfingar, aukaspyrnuæfingar, plís þessir menn hljóta geta lært eitthvað frá Gerrard og Sturridge, bara eitthvað smávegis, bið ekki um annað.

  Hef á tilfinningunni að næsta tímabil verði ekkert annað en stórt.

 26. Missti af leiknum en stórkostleg niðurstaða 🙂
  Veit einhver um hlekk þar sem ég get séð highlights (í það minnsta) 🙂

 27. Frábær leikur. Varnaleikur Liverpool er miklu betri um þessar mundir en hann var í fyrra og stigaöflun undanfarinna leikja er í anda sannra stórliða.
  Sóknarlega er liðið einnig firnasterkt fyrir utan hvað það hefur verið arfaslakt í því að klára færin.

  Það tók Sturridge 20 mínútur að skora fleirri mörk en Balotelli í deildinni og ef Sturridge nær fyrri gæðum þá erum við komnir með sannkallað gjöreyðingarvopn í okkar hendur sem getur rústað hvaða vörn sem er án mikillrar fyrirhafnar.
  Það sást mjög skýrt í leiknum að sóknartengiliðirnir okkar höfðu mjög mikla tilhneigingu að spila Sturridge uppi í stað þess að spila sín á milli. Líklega vegna þess að Sturridge hefur verið að domenara á æfingum og þeir virtust vita að hann er líklegastur til að klára færin.

  Ef Sturridge nær að spila sig í form núna – er Rodgers í vissu luxus vandamáli.

  VIð erum með 4 af 7 bestu mönnum okkar að berjast um tvær stöður inn á vellinum. Lallana, Gerrard, Coutinho og sterling eru þá væntanlega í baráttu m stöðurnar fyrir aftan sturridge, sem er mjög gott mál því þá er t.d hægt að hvíla Gerrard meira og nota hann í vissum leikjum og sem hágæða varamann. Breiddin mun því dreifa leikjaálaginu til muna því núna þarf Gerrard aðeins að fokusera á leikinn gegn Bolton og kemur vonandi fullfrískur í þann leik:

  Ég man ekki eftir svona rosalega mikillri breidd innan raða Liverpool síðan þeir urðu Englandsmeistar fyrir meira en 20 árum og hún er klárlega miklu meiri en hún var nokkurn tíman í fyrra og ef við hefðum byrjað þetta tímabil á þessum nótum – þá værum við í baráttu við Man City og Chelsea um meistaratitilinn.

  Eins og allir hef ég bara áhyggjum framherjum okkar. það er aðeins einn af þeim sem rís undir væntingum. Við vitum öll hver það er 🙂

  YNWA

 28. Sorry f?lagar en Sturridge er madur leiksins. Kemur ur meiðslum eftir halft ar og hvad skorar strax eh sem balo lambert og borini mættu læra af.

 29. frábært að sjá Ibe, klárlega orðinn nógu góður til að spila hlutverk í liðinu. Unnum leikinn í dag örugglega eftir að alvöru framherji kláraði erfitt færi. Balotelli,Lambert og Borini eru ekki alvöru framherjar.

 30. Sælir félagar

  Kútur, Kátur, Litli-Kútur eða Litli-Kátur? Hvað er málið? Hvað er verið að finna að því að kalla leikmenn gælunöfnum. Hendo, King Kenny, Kafteinn Fantastic, El Nino o.s.frv. Stuðningsmenn kalla þá leikmenn gælunöfnum sem þeim líkar við og halda upp á.

  Hinir eru kallaðir sem menn þola ekki eru kallaðir ónefnum. Kæru samstuðningsmenn Liverpool; ekki vera með leiðindi þó einhverjir séu svo ánægðir með leikmenn liðsins að þeir kalla þá gælunöfnum eins og vini sína. Finnið ykkur eitthvað annað til að nöldra útaf.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 31. Síðan sakho kom í liðið, hef ég ekki EINU sinni séð mann fara framhjá honum. Gæjinn er í ruglinu

 32. Sælir

  Mikill Arsenal maður hér á ferð !
  Orðinn skíthræddur um þið séuð komnir á beinu brautina og miðað við leikina í dag og móti fuc**in chelski þá lítið þið vel út.
  Það sem Rodgers lærir vonadi EKKI af þessum leik er að kaupa ekki Alex Song.
  Sem fótboltaunnandi segi ég Arsenal og Liverpool í 3 og 4 og Man utd og Southampton þar fyrir neðan.
  Var gaman að horfa á ykkur í fyrra og gaman að horfa a ykkur í síðustu 3 leikjum !

 33. Skýringin á því að Coutinho er oft kallaður eitthvað allt annað er sú að ….
  ÞAÐ ER ÓMÖGULEGT AÐ MUNA HVERNIG NAFIÐ HANS ER SKRIFAÐ!!!!

  án djóks!!!!

 34. Strákar og stelpur. Gæjinn er búin að vera frá í rúmt hálft ár. En eru þið ekki að f***ing grínast á þessari fyrstu snertingu?

  [img]http://giant.gfycat.com/BeneficialSnoopyAmericankestrel.gif[/img]

 35. jesús öllum er sama varðandi nafnið á coutinho, virkilega flottur leikur hjá okkar mönnum drífa sig strax í gær að klára langtímasamning á sterling búinn að vera yfirburða maður í þessu liði og er valinn maður leiksins í hverjum einasta leik liggur við!. ég vill ekki sjá sturridge í bolton leiknum það býður bara hættunni heim djöfull er maður orðinn paranoid á að hann meiðist

 36. en eins og ég sagði í upphituninni þá fór þetta 2-0 með mörkum frá sterling og sturridge þvílikur spámaður sem svefnormurinn er

 37. Já, fyrsta snertingin hjá Sturridge er World Class act! Mikið rosalega vona ég að hann haldist ómeiddur út tímabilið!

 38. Verulega glaður, eins og Babú kveið ég mjög fyrir þessum leik en fannst satt að segja aldrei annað líklegt en við sigruðum hann þennan.

  Liðið er greinilega mjög áræðið og ákveðið og var meira en til í að eyða minningunni af Brúnni sem hraðast og best.

  Frábært að fá Sturridge til baka, mér sýndist svo Rodgers hlaða í 4231 í lokin með Ibe og Sterling á köntunum og Daniel frammi, held við gætum alveg séð þetta eitthvað fram á vor, því þetta kerfi þarf þann hraða sem þessir þrír hafa.

  Rock on!

 39. Fyrsta snerting eða næstum þvi.

  Kúturinn hefur alltaf verið mikilvægur sbr. “Gísli-Eiríkur-Helgi, faðir vor kallar kútinn,”

 40. Ànægður með stigin 3 og gott að fá Sturridge til baka.
  En ég var að pæla í einu af hverju lét Roger, Can og Skirtl skipta um stöður eftir að við komust yfir mér fannst vörnin aðeins riðlast við þetta, ætli Can hafi orðið þreyttur eftir erfiða viku þvi hann og Sakho hlaupa aðeins meira fram heldur en miðju-hafsentin og Roger hafi leyst það svona ?

 41. Talandi um gælunöfn á Coutinho, miðað við töfrana í löppunum á honum þá finnst mér ekkert koma annað til greina en Houdinho

 42. Sælir kæru LIVERPOOL fylgjendur
  Ég sá ekki leikinn í dag en m.v. Comment hér þá var þetta nokkuð sanngjarnt og öruggt.
  Smá pæling samt, er hægt að fara fram á það við svona ungt lið að þeir vinni alla leiki sannfærandi? Rodgers hlítur að líða eins og föður að reyna að sannfæra 4 ára son sinn að hlíða sér. Er það hægt? Þessir drengir, og ég legg áherslu á DRENGIR eru bara 18-24 ára, munið þið hvernig það var? Rodgers þarf að vera alger alheimssnillingur til að fá hausinn á þeim til að virka rétt. LIVERPOOL er á rétti siglingu með þessa ungu menn og við skulum bara viðurkenna það að tímabilið í fyrra var blurb á langri siglingu okkar að titlinum. En Rodgers er maðurinn til að stýra okkur þangað. Við þurfum ekki enn ein stjóraskiptin til að ná þangað. Áfram Liverpool og hafið gaman af því að horfa á okkar menn þroskast!

 43. Brandari í boði Sam Allardyce í tilefni dagsins.

  Sam Allardyce says striker Andy Carroll would now be valued at around £70m (Daily Express)

 44. Frábær leikur og virkilega vel spilaður, West Ham fengu varla færi.

  Svo er þetta nátturulega rannsóknarefni með þessa dómgæslu. Carroll tvisvar með olnbogann á lofti og var í raun keppinn að slasa ekki Can eða Markovic. Tekur sig svo til og sparkar í Sakho í mittishæð. Fær svo loks gult spjald fyrir að koma með sólann á undan sér í Sakho í ca. 30 cm hæð. Gjörsamlega fáránlegt að hann hafi ekki verið fokinn út af með rautt. Svo hefði aðstoðardómarinn átt að sjá þegar Adrian sparkaði á efti Coutinho þegar boltinn var úr leik – stórhættulegt hreinlega. Þarf svo vart að minnast á Sterling, sem augljóslega þarf að fótbrotna til að fá eitthvað frá þessu dómaragengi…

  Annars var frábært að sjá Sturridge koma inn sem og Ibe. Ótrúlegt hvað spilið breytist þegar það eru komnir þrír leikmenn fremst sem hafi mikinn hraða, sbr. SAS og Ibe. Væri gaman að sjá Rodgers stilla upp í 4-2-3-1 með Sturridge fremstan og Sterling, Coutinho og Ibe/Markovic fyrir aftan og Henderson og Luacs á miðju.
  Svo verð ég að lýsa ánægju minni með að hápressan er “back”. Eitthvað sem maður hafði saknað fyrr í vetur.

 45. Ég er að spá.
  Gæti Can spilað sem hægri bakvörður ?
  ————–Mignolet
  Can—-Skrtel—Sakho—Moreno
  ———Hendo—-Lucas
  Marcovic—————–Sterling
  ————–Coutinho
  ————–Sturridge

  Svo eigum við Gerrard. Lallana. Balo og Ibe á bekknum

 46. Flottur leikur þar sem Rodgers á algjöran heiður af því. Það var alltaf vitað mál að West Ham yrðu erfiðir fyrir og var ég ekkert alltof bjartsýnn á þennan leik. Mér fannst við hana nokkuð góð tök á leiknum og enginn spilaði illa. Persónulega fannst mér Sakho vera maður leiksins, hann steig ekki eitt feilspor og var duglegur í að bakka aðra upp. Hann fær ekki nærri því eins góða aðstoð frá Moreno og Can frá Markovic. Einnig fannst mér Sterling góður, hann var vinnandi útum allan völl og var að skapa. Mér fannst einnig mjög athyglisvert þegar Can skipti við Skrtel í miðju varnarinnar, það virtist virka mjög vel.

  Ég er ánægður með formið á Lucas, en drengurinn verður að fara að hætta gefa ódýrar aukaspyrnur rétt fyrir utan teig. Einnig hlítur Mignolet að eiga tvíburabróður, það er allt annað sjá hann. Hann er farinn að lesa leikinn mun betur, fer í úthlaup og hann er farinn að sína leiðtogahæfni.

  Annars er ég virkilega sáttur og vona ég að við sjáum meiri stöðugleika í næstu leikjum.

 47. Jordan Ibe er fràbært efni, hann mun verda okkar besti madur mjög fljótlega!

 48. Flott frammistaða í gær og tónninn var gefinn, við ætlum ekki að gefa neitt eftir í baráttunni um 3.-4. sætið. Til þess að komast þangað þarf liðið að ná góðum úrslitum í næstu 4 umferðum, sem eru allt saman erfiðir leikir. Með 8-12 stig útúr þeim leikjum þá eigum við enn góða möguleika.

  Mér finnst allir leikmenn verða betri og betri með hverjum leiknum núna og virðist ekki skipta máli hver taktíkin er eða með hvað leikmönnum þeir spila, þeir eru allt í einu farnir að spila af miklu sjálfstrausti og bara farnir að minna á liðið eins og það spilaði fyrir tæpu ári síðan.

  Nú er bara að taka Bolton easy, helst ekki tæma orkubyrgðirnar, á ekki að þurfa gegn því liði.

 49. Missti af leiknum í gær, en var að horfa á hann núna. Það er allt annað að sjá liðið. Vörnin miklu rólegri og les leikinn betur. Miðju- og sóknarmenn með sjálfstraust. Síðan bara gerbreytist allt þegar Sturridge kemur inná. Þessi drengur er alveg frábær. Ibe kom líka mjög ferskur inn. Lítur vel út og þessir strákar eru vaxandi.

 50. Hvílíkt úrval af sóknar- og miðjumönnum sem LFC á allt í einu.
  Sterling og Coutinho eru vaxandi með hverjum leiknum og eru algjörlega unplayable á köflum. Eins eru Lallana og Markovic að bæta sig hratt og að fá meira og meira sjálfstraust.
  Þá er Jordon Ibe greinilega algjörlega úr sama móti og Sterling.
  Svo eru nokkrir úr varaliðinu eins og t.d. Ojo og Sinclair sem eru mjög lofandi og Origi á eftir að koma úr láni.
  Eins hefur manni heyrst að Luis Alberto hafi verið að spila mjög vel hjá Malaga, þannig að aldrei að vita hvort hann eigi einhverja framtíð hjá LFC.

 51. Flottur leikur á móti liði sem hefur þótt nokkuð sterkt á tímabilinu, en mér fannst okkar menn láta þá ekki líta neitt stórkostlega út. (Song er alger yfirburðamaður hjá þeim.)

  Þetta er svo bara farið að verða nokkuð líkt liðinu sem maður var að horfa á í vor.

  Það vantar reyndar bitvarginn núna, en í staðinn er breiddin orðin þeim mun betri og vörnin virðist bara loksins vera komin með sjálfstraust!
  Held að Sakho sé stór partur af því.

  Það eru bara 4 stig í fjórða og 5 stig í þriðja…….. It is on!

  Gífurlega mikilvægir leikir framundan t.d. tottaranir að koma á anfield 10 feb.

  Þetta tímabil á eftir að enda með brjáluðu rönni! (fjórða og bikar!)

 52. Jonjo Shelvey var að tryggja Swansea sigur gegn Southampton með frábæru langskoti.
  Þá eru aðeins 4 stig í fjórða sætið og fimm í það þriðja 🙂

  Þetta er svo sannarlega hægt 🙂

 53. tottenham vs arsenal og everton vs liverpool i næstu umferð og svo liverpool vs tottenham á eftir því og svo southampton vs liverpool svaðalegir leikir framundan góðir hálsar

 54. #67

  Maður trúir varla að þetta sé allt úr sama leiknum! Fáránlega góð frammistaða.

Liðið gegn West Ham

Komdu með Kop.is á Anfield!