Liðið gegn West Ham

Liðið er klárt, Rodgers stillir þessu svona upp í dag:

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Markovic – Henderson – Lucas – Moreno

Lallana – Sterling – Coutinho

Sakho er s.s. orðinn góður og Lallana kemur inn í stað Gerrard. Á bekknum? Daniel nokkur Sturridge!

Koma svo!

68 Comments

 1. Góðar fréttir að Sakho sé heill og ég er sammála því að hvíla Gerrard eftir 120 mínútur í miðri viku.

  Það vekur einnig athygli að það eru þrír framherjar á bekknum en enginn þeirra heitir Mario Balotelli. Eru sumir ykkar ennþá á því að hann hafi staðið sig vel gegn Chelsea? Ég stend við mín orð, innkoma hans þar var til skammar og það er ástæða fyrir því að hann er sá sem víkur fyrir Sturridge í dag, ekki Borini eða Lambert.

  Já, og S T U R R I D G E in the house! Loksins!

 2. Ég get ekki beðið eftir að fá Sturridge inn á eftir og sjá hvernig hann stendur.

 3. Balotelli hentar bara ekki Liverpool og væri sniðugast að reyna losna við hann sem fyrst og mætti gera sama við Johnson. Lovren á að vera á bekknum í stað Johnson.

 4. Hef væntanlega horft á síðasta leik, þar sem balotelli spilaði. Mér fannst hann koma skemmtilega inn í leikinn og var bara “óheppinn” að hafa ekki framherja fyrir framan sig,.. þar sem mér fannst honum spilað úti á kanti, með engan framherja fyrir framan sig…

  :o)

 5. Eg se alltaf liðið a facebook 1-2 dogum fyrir leik og það klikkar aldrei. Hópurnn þar heitir Liverpool aðdáendur og Hrafn Kristjánsson setur liðið alltaf inn 1-2 dögum fyrir leik. Það eru vist einhverjir gaurar sem eru að horfa a æfingar hja Liverpool með þvi að horfa yfir veggina a melwood. Alveg ótrulegt að menn leyfi þessu að gerast að liðið leki alltaf svona út.

  Annars er maður alveg hættur að skilja þetta Balotelli mál. Er engin sens að losa hann bara út. Rodgers ætlar greinilega alls ekkert að nota hann.

  En ja verðum að vinna leikinn i dag og vonandi faum við að sja sturridge i 20 – 30 mínútur i dag.

 6. Af hverju þá ekki að reyna að loa okkur við hann Balo fyrir mánudaginn. Það er bara spurning hvort einhver vilji hann. Gætum allavega þá losað hann af launaskrá, og keypt mann í staðin.

  Ég veit það ekki, kannski er það bara ég, en ég hef alltaf einhverjar áhyggjur þegar GERRARD er ekki í byrjunarliðinu.

  Koma svo rauðir, ekki enn eitt helv jafnteflið á heimavelli ! ! !

 7. Síðan virðist reyndar liggja niðri núna, hefur verið góð hingað til.

 8. Þessir ensku dómarar eru algjört drasl, ef hann sá ekki þennan olnboga á hann að skella sér í frí.

 9. Nr. 14 Þetta var nú bara óviljaverk, og maðurinn hefur spilað mjög vel á tímabilinu. Vona að þessum ummælum verði eytt, þar sem þau eru mjög ósmekkleg.

 10. Þetta var aldrei óviljaverk. Svo held eg að það þurfi ekkert að deila um það að Carroll sé helvítis ruddi og algjör miðlungs leikmaður.

 11. Guð minn góður hvað okkur vantar einhvern sem getur klárað færi 🙁

 12. Hvað fengum við háa upphæð fyrir Carroll?

  Hvað borguðum við fyrir Balotelli?

  Annar þeirra er að pressa vörn Liverpool frekar vel.

 13. Allt of staður og hægur sóknarleikur hjá okkur sem hentar west ham vel.

 14. Menn virka ekkert mjög orkumiklir í dag, vonandi kemur það.

 15. Hver einasta dómaraákvörðun fellur með West Ham, Mjög léleg dómgæsla finnst mér.

 16. Björn #19 ef ég man rétt þá var talað um að við seldum Carroll á 16-18 milljónir punda og talað um að balo hafi annaðhvort komið á kringum 14/15 milljónir eða a 7+ addons

 17. Maður er drullu stressaður alltaf þegar west ham fær horn, en býst ekki við neinu þegar við fáum horn. Inná með Sturridge bara strax, annars skorum við ekki.

 18. á hvaða leik er þessi trúður að horfa sem er með flautuna, markmaðurinn að sparka á eftir leikmanni.

  Óþolandi samt hvað við erum með mikið af lélegum sendingum en ég hef fulla trú á að okkar með fari nú að setjann

 19. Skorað í öllum leikjum í deildinni……… nema á Anfield.

  Týpískt að þessi leikur endi í jafntefli eða 0 – 1!

 20. Marriner er að fara i minar taugar, get rett ymindað mer hvernig okkar mönnum a vellinum liður.

 21. Klárlega brotið á Sterling innan í teig þarna í endan á hálfleiknum

 22. Er hræddur um að Marriner rústi þessum leik…..hallar mjög á okkur í dómgæslunni og greinilegt að það er að hafa pirrandi áhrif á leikmenn. Annars erum við að spila eins og þeir sem valdið hafa og ég bara trúi ekki öðru en að þrjú stig komi í hús að leik loknum 🙂
  YNWA

 23. er Sturridge ekki farin að hita upp ? Þvílíkur munur á tímabilum hjá okkur, frá því að vera gríðarlega skemmtilegt sóknarlið sem gat næstum skorað mörk að vild með þá Sturridge og Suraez, í það að vera eitthvað reitaboltalið sem getur varla skorað.

  Við getum sleppt að því að pirra okkur endalaust á enskum drullu slöppum dómurum, þeir eru bara svona. Eins og þeir séu bara rétt komnir af pöbbnum enn fullir með “double vision”

  Við VERÐUM bara að skora á móti þessum frumbyggja fótbolta.

 24. Þessi dómgæsla minnir á leikina hjá Qatar í handbolta, fáránlegar ákvarðanir hjá dómaranum og flautar á allt ef west ham maður fellur í grasið.

  En það lýtur út fyrir að við þurfum að kalla á Sturridge fljótlega því þessir 3 frammi + markovic gætu ekki sett boltann í netið þó þær stæðu inní því.

 25. Sælir félagar

  Það er enn og aftur að koma í ljós að okkur vantar alvöru framherja inn á völlinn. Slúttin hjá mönnum eru ömurleg svo ekki sé meira sagt. Ekki bætir frammistaða Mariner úr skák. Enn eitt óbermið í dómarastétt Englands sem heldur að hann setji reglurnar í leiknum og sé í aðalhlutverki á vellinum sem er algengur misskilningur hjá enskum dómurum.

  Það er nú þannig

  YNWA

 26. Er engar skotæfingar á æfingum hjá Rogers? Þetta er sorglegt lélegt!

 27. 3-4-3……… er ekki gert ráð fyrir að í þessu kerfi sé einhver sem getur skorað mörk?

  (fyrir utan Sturridge)

 28. Skil ekki hvernig mönnum dettur í hug að hrósa Allardyce og hans liði. Slakt og leiðinlegt.
  Segir bara meira um hvar við erum í dag að geta ekki sett mark á þá. Núna 5 hálfleikurinn í röð sem ekkert er skorað.
  Til lukku með janúarglugann sýnir metnað eigenda okkar sem er núll.

 29. Bara ótrúlegur dómari. Sér fljótlega í leiknum að Carrol er að meiða menn. Talar ekki einu sinni við hann. Allur vafi fellur West Ham í vil. Og svo var þetta alltaf víti þegar Sterling var tekinn niður.
  Samt nokkuð ljóst að við vinnum, Sturridge kemur inn á og vinnur þetta.

  Samt.. þá skil ég ekki af hverju Balo er ekki á bekknum, því eini leikurinn sem ég hef séð hann geta eitthvað í rauðu, þá var það akkúrat með Sturridge á móti Tottenham. Ég vill semsagt sjá þá 2 saman frammi

 30. Þreytt að vera að væla yfir dómaranum, þó ömurlegur sé.

  Við erum alveg bunir að fá færi – og það dauðafæri.

  Vandamálið liggur i því að við erum ekki einn einasta markaskorara inni a vellinum.

 31. #48, Kútur heppin að fá boltann frá varnarmanni wh. Hann náði ekki að hreinsa.

 32. jæja.

  Maður er búinn að bíða ansi lengi eftir þessu. Plís, ekki meiða þig meira í vetur!

 33. Það má alveg búast við aðeins hægari hreyfingum frá Sturridge og “touch-ið” mun kannski ekki vera upp á 10.. Hann þarf smá tíma til að komast í leikform og þá mun hann vonandi hrökkva aftur í sitt gamla form, gleðitíðindi ef hann er loksins búinn að ná þessum meiðslum úr sér samt.

 34. Sýndist Jordan Ibe vera að gera sig kláran, verður gaman að sjá hann fá sénsinn hérna seinustu tíu mínutunar

 35. Djöfull var þetta fullnægjandi tilfinning! Velkominn aftur elsku kallinn! KOOOOMA SVOOO!! 😀

 36. Jæja, við erum LOKSINS að fá sóknarmann 🙂 VELKOMINN ELSKU KALLINN 🙂

 37. Ibe inn fyrir coutinho sem hefur verið flottur, tvær stoðsendingar hjá honum

West Ham á morgun

Liverpool – West Ham 2-0