Bolton í bikarnum

Á morgun verður spilaður knattleikur á Anfield í Liverpool og meðal þátttakenda verða Emile Heskey, Jay Spearing, Steven Gerrard og Eiður Smári Guðjohnsen. Nei, ég er ekki að tala um Liverpool gegn Chelsea árið 2004 heldur eru það Bolton Wanderers sem mæta í heimsókn með þessar fyrrverandi Liverpool-hetjur og íslensku stórstjörnuna innanborðs.

Byrjum á byrjuninni; jólasveinninn Barry Glendenning fór í heimsókn til Heskey og hlustaði á hann tala um … Liverpool. Nema hvað? Heskey er rauður í gegn, þótt hann spili gegn okkur á morgun:

Gamli, góði Emile. Ég hafði aldrei neitt mikið á móti honum, jafnvel þegar hann var alveg hættur að skora fyrir okkur og ljóst varð að leiðir urðu að skilja (það eru ellefu ár síðan hann fór, ef þið trúið því). Að sama skapi hef ég alltaf fílað Jay Spearing, ekki síst eftir að við Kop.is-gengið sáum hann dansa uppi á borðum á Bierkeller vorið 2013. Þetta eru miklir snillingar sem verða ávallt velkomnir á meðal okkar Kop.is-manna. Passið bara að Babú nái ekki í Heskey, hann hefur víst einhverja uppsafnaða gremju til kauða sem gæti fengið óvænta útrás. Slakaðu á, Babú.

Smá útúrdúr til Selfyssinga: nennir einhver að passa Babú á morgun, ef ske kynni að Heskey setti eitt á Anfield? Ég óttast að hann geri eitthvað fljótfært ef það gerist.

Allavega. Ég veit voða lítið um þetta Bolton-lið annað en að þeir ráku heimamanninn Dougie Freedman í október og réðu Neil Lennon í staðinn. Síðan þá hefur gengi liðsins ekki beint rokið í gang og þeir eru enn fyrir neðan miðju Championship-deildarinnar. Fyrir nokkrum vikum brugðu þeir á það ráð að láta Eið Smára og Heskey fá samning og það skilaði strax einu marki, og svo litlu öðru:

https://www.youtube.com/watch?v=CBZLphnuk2U

Annars er það af Bolton helst að frétta að þeir mæta væntanlega með sitt sterkasta lið á Anfield og munu selja sig grimmt til að reyna að ná úrslitum. Þannig er bikarinn og okkar menn mega ekki við neinu vanmati hér þótt andstæðingurinn sé ekki á háflugi þessa dagana.

Hvernig munu okkar menn annars stilla upp? Ég tel nokkuð víst að Rodgers róterar liðinu sínu í þessum leik til að hvíla lykilmenn fyrir útileikinn gegn Chelsea á þriðjudag. Þetta er svo sem algjört skot út í loftið en ég ætla að giska á að Sterling, Coutinho, Gerrard, Markovic og Moreno spili þennan leik ekki. Ef Lovren er orðinn leikfær gæti einnig einn af miðvörðunum þremur fengið hvíld, en þar sem ég veit ekkert um það giska ég á eftirfarandi lið:

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Manquillo – Lucas – Henderson – Enrique

Lallana – Lambert – Borini

Þá ættum við einhverja af Coutinho, Sterling, Gerrard, Markovic, Moreno, Lambert og jafnvel fullfrískan Balotelli á bekknum. Þetta byrjunarlið ætti að mínu mati að ráða við Bolton á heimavelli og ef það dugir ekki til má kalla á 2-3 hetjur af bekknum til að klára djobbið í seinni hálfleik.

MÍN SPÁ: Heskey eða Eiður Smári skora alltaf á Anfield í þessum leik þannig að ég segi 4-1. Borini og Balotelli skora báðir og hana nú.

17 Comments

  1. Ég hef smá áhyggjur af álaginu á Lucas. Sæi líka alveg Allen spila þennan leik, en á hinn bóginn þá langar mig líka til að leikurinn vinnist. Svo held ég að Johnson verði líka látinn spila.

  2. Ég ætla að vona að við náum að vinna þetta bolton lið og líka vona að við getum hvílt einhverja leikmenn fyrir baráttuna við chel$ki. Ég gæfi ansi mikið fyrir sigur í næstu tveimur leikjum 🙂

    Ég spái þessu 3-1 fyrir LFC, Lambert og Balotelli skipta þessu á milli sín. Heskey með mark bolton 🙂

  3. Okkar menn eru í góðum gír og eg spái 5 -0
    Balotelli skorar og lika lambert og borini ásamt lallana og skrtel ..

  4. shiiiiit hvað ég fucking hata seinnipartsleiki.. dagurinn er svo sjúklega lengi að líða.. En ég er 220% viss um að við vinnum þennan leik og eigum við ekki að segja 3-0 Balotelli 2 lallana 1…

  5. Heskey og Eiður frammi…maður er eiginlega bara orðlaus. Er þetta lið í B-deildinni?

  6. Menn læra nú sjaldan í þessum FA Cup spádómum sínu.
    Þetta verður hörkuleikur og vinnst á einu marki. Bolton liðið kemur dýrvitlaust til leiks og verður erfitt að brjóta þá á bak aftur.
    Liverpool 2(Lallana og Balo) Bolton 1 (Heskey)

  7. Balotelli hlýtur bara að byrja þennan leik – það þarf að fara að spila hann í gang !

  8. Vona að uppstillingin verði ekki svona eins og spáð er. Þetta er alveg taktlaust og út í hróa.

  9. þetta væri fínasti kveðjuleikur fyrir joe allen , KOMA SVOO !! ég ætla að spá þessu 2-2 því miður

  10. Veit ekki með ykkur, en er West ham ekki til í að losa okkur við Johnson. Þótt hann hafi skorað sigurmark af miklu harðfylgi, þá skil ég ekki þessa ást sem sumir hafa á honum . Er ekki að sjá hann standa undir launakostnaði nú frekar en fyrri daginn.

  11. Eiður og Heskey eru alltaf að fara að skora, við erum Liverpool og þess vegna mun þetta hreinlega gerast.

    Annars er ég nokkuð bjartsýnn og spái 3-2 fyrir okkar mönnum. Maður á aldrei að vanmeta neðri deildar liðin í þessum bikarkeppnum. Ég sá Cambridge gera 0-0 við Man Utd í gærkvöldi í virkilega bragðdaufum leik.

  12. Mjög spenntur að sjá byrjunarliðið, verður gaman að sjá Rossiter og vonandi fær Ojo að koma inná í seinni hálfleik einhverntímann. Annars þurfum við á sterku liði að halda þó svo að Bolton sé að rembast einhversstaðar í deildinni fyrir neðan okkur, Heskey þekkir Anfield betur en flestir sem munu spila fyrir Liverpool í dag.

    4-1 í fínum leik.

  13. Við lendum undir í þessum leik og þetta verður bölvað streð allt til enda. En við höfum sigur, 2-1. Eiður skorar fyrir Bolton en Henderson og Skrtel fyrir Liverpool.

  14. Chelsea,city, spurs, soton, Swansea öll dottin út!!!!!!

    Ekkert öruggt í þessari keppni

Aðeins af taktík…og sjálfsmynd

Byrjunarliðið gegn Bolton