Liðið gegn Chelsea

Byrjunarliðið kemur svo lítið á óvart að SSteinn var með það 100% sem er nokkuð gott fyrir deildarbikarleik. Gerrard kemur inn fyrir Borini og spilar með Coutinho fyrir aftan Sterling.

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Markovic – Henderson – Lucas – Moreno

Gerrard – Coutinho
Sterling

Bekkur: Ward, Enrique, Lambert, Manquillo, Lallana, Borini, Rossiter

Eina sem er athyglivert við varamannabekkinn er að Rossiter er í hóp og Balotelli er ennþá frá vegna meiðsla/veikinda.

78 Comments

 1. Jæja, nú verð ég frekur og heimta Íslenskan Liverpool sigur í afmælisgjöf. Hef trú á mínum mönnum, bæði í handbolta og fótbolta.
  YNWA

 2. Sæl og blessuð.

  Megi rauðara liðið vinna.

  Stream? einhver? I scream for stream.

 3. Þarf alltaf að downloada ivid… geri það en ekkert gengur? Kunna menn einhver ráð?

 4. Greinilegt að dómaratuðið í Móra er að skila sér – aldrei víti!

 5. Ég held að Liverpool spili einfaldlega betur án Gerrard og Sterling, Sterling er alltof lengi á boltanum, klappar honum of mikið, klárar ekki færin sín og er oft eigingjarn.

  Spiluðum mjög vel fannst mér þegar Sterling var í fríi.

 6. Hvernig eigum við að vinna leiki með engan framherja. Mikill munur á þessu liði frá þvi þegar S-in tvö voru frammi.

 7. Svo er Sterling aldrei framherji, alltaf þegar hann er fremstur þá er enginn í boxinu og það sárvantar helst mann eins og Borini inná.

 8. Erum að spila stórfínan bolta. Kvarta ekki ef þetta heldur áfram, en þarf líklega smá heppni líka.

 9. @Viðar Skjóldal ég er hvorki að kenna Gerrard né Sterling um, heldur er ég einfaldlega að segja það að mér finnst leikur liðsins mun betri þegar Sterling er ekki frammi. Þá vantar eitthvað inn í teig andstæðingsins og er eins og við séum manni færri.

 10. Helsti munurinn á tessum lidum er Nemanja Matic, madur sem er ALLTAF fyrir

 11. Liverpool að spila mjög vel í þessum leik það er bara klaufalegt brot hjá Sjan-Tjan-Can sem að skilur liðin að.

  Koma svo rauðir!!!!

 12. Móri kann þetta uppá tíu, liverpool að spila vel, það er ekki nóg að vera með boltan

 13. Stórkostlegt spil hjá okkar mönnum, hvernig sem leikurinn fer. Halda þessu áfram.

 14. Er það bara ég eða? en ég gjörsamlega þoli ekki þetta f….. Chelsea lið. Taka þennan Diego pappakassa og strauj’ann uppí stúku!!

 15. Ekkert út á þessa spilamennsku að setja, en það er bara dýrt að vera ekki með finisher a la Sturridge.

 16. Það kann ekki góðri lukku að stýra að byrja ekki með framherja inná, svona rétt þegar þeir eru farnir að skora á þá að senda þá í “kælingu” ???

 17. Þetta snýst ekki um neitt annað en að gera fleiri mörk en andstæðingurinn. Að það hafi ekki verið fjárfest í sóknarmanni er rugl. Eigendur sem vita að liðið er ennþá í öllum keppnum en hafa ekkert frammi vilja ekki vinna

 18. Heh, þetta var mjög svipað og rauða sem Markovic fékk um daginn (sem var auðvitað MJÖG soft).

 19. Í fyrra hafði maður trú á að liðið myndi skora í hvert einasta skipti sem það komst yfir miðju. Í dag hefur maður varla trú þó leikmaður okkar sleppi einn gegn einum.
  Spilum vel 2/3 af vellinum en það er einfaldlega ekki nóg – einsog staðan gefur til kynna.

 20. Þetta fannst mér víti því það er eins og Costa dragi boltann til sín með höndinni og kemur svo honum burtu með löppunum.

 21. Diego Costa er einkar ógeðfeldur leikmaður, græt mig í svefn ef hann skorar í kvöld.

 22. Er ég einn um það að vera orðinn þreyttur á því að í föstum leikatriðum virðist oft ekki vera haegt að drífa yfir fyrsta varnarmann

 23. Alls ekki slæmur leikur hjá okkar mönnum og margt mjög jákvætt. Þeir ætla greinilega að selja sig dýrt. Eg vil alls ekki vera svartsýni gaurinn en er ég sá eini sem fékk það á tilfinnininguna eftir að Chelsea skoraði þá væri þetta game over?

  Það er gersamlega óþolandi að lenda undir á móti þessu liði. Þeir bara pakka í vörn og beita síðan stórhættulegum skyndisóknum.

  Stóri munurinn á þessum liðum er að þeir eru með frábæra framlínu……við ekki.

 24. Ekki mikið að falla með Liverpool. Manndurgurinn hann Costa fær að klappa boltanum vel og vandlega inn í teig og ekkert víti dæmt. Takk. Svo er fróðlegt hvort einhverjir eftirmálar verða af hægri króknum sem hann gaf Can.

  Koma svo í seinni!!!!

 25. Fín fyrihálfleikur hjá Liverpool.
  Voru betri þegar Chelsea fengu réttilega vítaspyrnu. Can einfaldlega alltof hægur þegar Fabregas(sem er hægur) hleypur framhjá honum og svo gefur hann þeim víti.

  Við héldum samt áfram og höfum við verið að ná upp ágætu spila á köflum og koma okkur í stöður til þess að skapa eitthvað en ég hef verið að fylgjast með Chelsea og þeir bjóða ekki oft uppá þá í sinni varnavinnu.
  Sterling, Coutinho og Gerrard ná stundum saman skemmtilegur spili og spurning munaði 2 sinnum litlu að Sterling væri kominn í gegn.

  Við erum að sækja á mörgum mönnum og er það ágæt en við verðum að átta okkur að þetta er aðeins fyrrileikurinn og 0-1 tap þýðir að við erum enþá inní þessu en 0-2 eða stærra gerir það að verkum að þetta er nánast búið.

 26. Hugsa að vallarstjórinn þurfi að skipta um gras á miðjum vellinum fyrir framan teiginn miðað við áráttuna að reyna að sauma sig endalaust í gegnum miðja vörnina þeirra

 27. Það er fyndið hvað costa minnir á suarez, þ.e ekki í hæfileikum, heldur að þetta er leikmaður sem þú elskar að hafa í þínu liði, en fowler minn góður hvað hann er óþolandi mótherji!

 28. Vonum bara að þetta víti sem Can gaf fari beinustu leið í reynslubankann og nýtist honum til framtíðar.. óttarlega klaufalegt.

  Erum betri, sé hélst að Gerrard sé að missa boltann of oft, annars bara vonum það besta í seinni þegar við sækjum á Kop hlutann.

  kv

 29. Móri, Chelsea, Costa allt saman ekki minn kaffibolli. Sá ég rétt að Can gaf Costa gúmoren til baka sem var til þess að hann datt og tók boltann með hendinni. Tökum þetta í seinni í mínum viltustu.

 30. Þetta er kannski gömul tugga en ég vona innilega að BR nái að halda öllum þeim mönnum sem hann vill á næsta tímabili. Við erum að spila hörku bolta en við megum ekki gleyma því að við töpuðum tveim bestu framherjum deildarinnar í fyrra, og bættum engum í staðinn. Það er ekki nokkurt lið sem gæti lifað við það. Við erum að spila vel með enga framherja, las einhverstaðar að 17 leikmenn væru búnir að skora mörk okkar í vetur, það gengur reyndar ekki upp.

  Semsagt, ef við höldum þeim mönnum sem við erum með í dag í þessu unga liði, fáum eina tvær sterkar viðbótir plús Sturridge og Origi og við gætum verið með hörku lið á næsta ári.

 31. Liverpool mikið með boltann en ekkert í gangi. Það vantar miklu meiri hreyfingu og vilja að fá boltann. Chelsea gerir vel varnarlega eins og svo oft áður má móti Liverpool. Chelsea gefur L’pool lítinn tíma á boltann og Costa má eiga það að hann vinnur gríðarlega mikið varnarlega, fyrir utan það að pirra andstæðingana.

  Það er alveg ljóst að liðið verður að gera miklu betur sóknarlega ef þeir ætla að eiga séns. Chelsea eru gríðarlega þéttir varnarlega, verjast með alla leikmenn fyrir aftan bolta. Þar af leiðandi skiptir miklu að fá meiri hraða í sóknarleikinn og sérstaklega meiri vinnslu inná miðjusvæðið. Finnst Gerrard og Lucas hafa orðið undir í baráttunni á miðjunni.

  Það er alveg spurning hvort að stundum megi ekki brjóta upp leikinn öðru hverju og taka Big Sam á þetta þ.e. að negla boltanum ofar á völlinn og setja pressu á anstæðinginn ofar. Eins og þetta hefur þróast núna er leikur liðsins alltof fyrirsjáanlegur og Chelsea hefur greinilega unnið heimavinnu sína þar sem Liverpool kemst lítið áleiðis.

 32. Jahérna, hvaða glímutak var þetta hjá Terry? Meira ruglið. 🙂

 33. Var ekki Suarez keyptur í janúar 2011, og Sturridge í janúar 2013? Mér finnst kominn tími á ein svona kaup í viðbót.

 34. Frábær barátta, flestir að skila flottri vakt. Algjör synd ef það næst ekki a.m.k. jafntefli út úr þessu.

 35. F R Á B Æ R. ……. spilamennska hjá okkar mönnum í kvöld hvernig svo sem leikurinn fer!

 36. Eina áhyggjuefnið er hversu mörg færi Liverpool þurfa til að skora, annars frábært

 37. Ég bara skil ekki hvers vegna það ekki keypur senter, það er það sem vantar til að gera þetta lið gott.

 38. Chelsea er ekki búið að eiga skot á markið, fyrir utan vítið. Yfirspilaðir. Þetta er allt að smella hjá Liverpool.

 39. Erum ad yfirspila lið sem er efst í ensku úrvaldsdeildini og tad er med sitt allra sterkasta lið. Djöfull get ég ekki beðið eftir Sturridge

 40. Omg, þetta er magnaður leikur. Svakaleg varsla hjá Courtois frá Lallana þarna. En þetta er einfaldlega stórbrotin frammistaða hjá okkar mönnum. Einu skiptin sem Chelsea hafa verið hættulegir, er eftir að vinna boltann hátt úr hápressunni. Og hvað gera þeir eftir að skora? Jú, auðvitað hætta þeir að pressa! Dæmigert.

 41. Djöfull er þessi sláni snöggur að hugsa í markinu hjá bláliðum!

 42. Flottur leikur hjá okkar mönnum. Besta lið deildarinnar í vörn meirihlutann af leiknum. Markvörðurinn þeirra besti maður.

Kop.is Podcast #75 & Chelsea-upphitun

Liverpool – Chelsea 1-1