Byrjunarliðið gegn Villa

Mignolet, Can, Skrtel, Sakho, Markovic, Moreno, Lucas, Henderson, Sterling, Coutinho, Borini

Á bekknum. Ward, Enrique, Lambert, Manquillo, Lallana, Ibe, Williams

94 Comments

  1. Held að þetta sé okkar lang sterkasta byrjunarlið. Fyrir utan Sturridge auðvitað.
    Vonandi að Ibe fái einhverjar mínútur í dag.

  2. Manni líður a.m.k. núna aftur eins og liðið gæti alveg unnið þennan leik, og ætti auðvitað að gera það. Vonum það besta.

  3. Alltaf lekur rétt byrjunarlið úr sólarhring fyrir leik.

    #stóralekamálið

  4. Ef þu lýtur framhjá Borini þá er þetta mjög sterkt lið en framherjastaðan skiptir miklu máli

  5. Já og svo þætti manni það meika mest sens að ef einhver sóknarmaður kæmi inn af bekknum, að þá væri það Ibe. Lambert eins og hann er, Lallana nýkominn úr meiðslum, Williams bara kjúklingur, og svo er Ibe auðvitað bollabundinn (e. cup tied) í bikarkeppnunum og spilar því ekkert þar.

  6. Fínt að Balotelli sé ekki í hóp, glataður leikmaður sem hefur bókstaflega ekki sýnt neitt

  7. Vonandi náum við 3 stigum. Gott að Lallana virðsit hafa náð sér fyrr en talið var af meiðslum, hann var kominn á got skrið og heldur vonandi áfram þar sem frá var horfið.

    Spennandi að sjá Ibe sem er víst búin að vera flottur fyrir Derby á láni, væri gaman að sjá hann eitthvað í dag.

    Hljótum að vera að reyna að losna við Ballotelli, uppí einhvern díl eða eitthvað, maðurinn kemst ítrekað ekki einu sinni á bekkinn.

  8. Er einhver með góðan link fyrir leikinn? Ég ætlaði að fara út að horfa á leikinn en þá vakna ég með helvítis flensuna..
    Ég man að það var einhver með mjög flottan link á HQ gæði á ensku eftir að wiziwig hætti.

  9. Fyrir ykkur sem vilja Balotelli í byrjunarliðið fram yfir Borini.

    [img]http://giant.gfycat.com/SmallRashAltiplanochinchillamouse.gif[/img]

  10. Afar óspennandi bekkur verður að segjast.. fyrir utan auðvitað Ibe!

    Samt sem áður sterkt byrjunarlið, veit ekki afhverju ég hef ennþá trú á Borini. Hann er bara svo duglegur að maður getur ekki annað en vonað að eitthvað fari nú að virka hjá kallinum, annað en balotelli.. burt með hann, latari maður hefur ekki sést lengi.

    Spái tæpum sigri þar sem liðið á erfitt með að skora!

  11. Davíð Nr. 15 súmmar alveg upp hversu vitlaust það var að kaupa Balotelli ef stefnan var að halda áfram frá síðasta tímabili, úff.

  12. Geri ráð fyrir að þetta sé uppstillingin

    Mignolet,

    Can, Skrtel, Sakho,
    Markovic Moreno
    , Lucas, Henderson,
    Sterling, Coutinho,
    Borini

    Hefði viljað Borini út og Lallana inn og Sterling upp á topp. Geri ráð fyrir því að Rodgers hefði viljað það líka en Lallana er greinilega ekki alveg búinn að ná sér af meiðslunum sem hann varð fyrir.

  13. Borini what? Minnir mig á kallinn í búðinni á Seyðisfirði sem hrópaði: Útsala, útsala, útsala!!!

  14. Balo kostaði 16 millj og hefur hæfileika en borini 10 millj og er alveg gerilsneyddur af þeim. Tek Balo fram yfir Borini alla daga.

  15. Var hann með einhvern valkvíða þessi línuvörður? Flaggaði u.þ.b. 10 árum eftir að Moreno var kominn í gegn

  16. Ekkert skrítið að Aston Villa er ekki búið að skora í 15 leikjum í röð…fara þeir einhvern tímann fram yfir miðju?

  17. FABIO FANTASTICO! FABIO MAGNIFICO! OLÉ OLÉ!! Elska the travelling KOP

  18. Honum veitti nú ekkert af þessu marki, vona að hann fái smá sjálfstraust á þessu ????

  19. Frábær sending. Vel tímasett hlaup og klassaafgreiðsla hjá Borini!

  20. Þetta getur Borini, en hann fær þetta í gjöf frá Hendo og þeim sem gaf sendingu á Jordan. En svona mörk er frábær og sóknarmaðurinn þarf að vera með staðsetningar á hreinu og fína greddu.
    Borini virðist ágætur þannig og því mun betri kostur en Balotelli. En Borini, fyrir mér á aldrei að vera neitt meira en varaskeifa hjá Liverpool. Gæðin eru ekki meiri en það. Vantar Sturridge eða striker í þannig gæðaflokki pronto.

  21. Eruði samt að sjá hvað þetta er ungt og spennandi lið! Og Coutinho shet sjálfstraustið sem er komið í þennan dreng! Hann stjórnar allri miðjuni, ímyndið ykkur þetta lið plús Sturridge frammi.

  22. Sterling !! kannski í stöðunni 4-0 og 5 min eftir , EN ekki í 1-0 com on !!

  23. Ágætur fyrirhálfleikur búinn. Við höfum náð að láta boltan ganga nokkuð vel á miðjuni fyrir markið og fannst mér við líklegir til þess að skora. Eftir markið þá var Aston Villa meira með boltan án þess að skapað sér mikið.

    Það er pláss fyrir aftan vörnina hjá Aston Villa og væri ég til í að hafa Sterling fremstan gegn þeim með Lallana eða Ibe á kanntinum. Því að þeir eru ekki að ráða við hraðan.
    Borini skoraði fínt mark eftir frábæra sendinu frá Henderson en hann hefur ekki hraðan né kraftin til þess að stinga varnamenn Aston Villa af.

    Ég á von á erfiðum síðarihálfleik og þetta er langt í frá búið því mér sýnist A.Villa menn vera að selja sig dýrt og eru fastir fyrir í þessum leik.

  24. Allt í lagi fyrri hálfleikur, en Sterling á alla daga að klára svona færi, kærulaust hjá honum, á meðan er celski að rúlla yfir heillum horfið lið swansea þar sem Gylfi nokkur Sigurðss gaf þeim fyrsta markið og svei mér þá ef vörn þeirra lítur ekki verr út en vörn okkar.

    Sterling þarf að bæta þetta upp í seinni hálfleik, því Villa þó svo þeir spili ógeðslega leiðinlegan fótbolta sem snýst um að dæla háum boltum á benteke, geta alltaf jafnað.

    Sakho mjög góður í fyrri hálfleik.

  25. Ég skammast ekki oft út í leikmenn Liverpool en skammaðist út í Markovic þegar hann var arfaslakur í haust.
    Tek það allt til baka. Sjálfsagt eftir ómanneskjulegar æfingar þá hleypur hann endalaust, verst eins og maður sem skal eða falla á sverðið ella, og er sífellt hugsandi frammávið.
    Respect ungi maður.

    Annað mark takk.
    YNWA

  26. Borini og Sterling gætu kostað okkur þennan leik, með því að hafa ekki hausinn í lagi, við ættum að vera löngu búnir að klára ARFAslakt villa lið, þvílíkt og annað eins. Þeir eru enn inní leiknum.

    Sterling kærulaus í opnu færi í fyrri hálfleik og Borini að gefa ekki boltann á Couthini núna, hann einn á móti markmanni, DJÖFFF

  27. Djöfull er Borini lélegur, mér er alveg sama þó hann hafi skorað þetta mark sem hann fékk á silfurfati. Útaf með hann.

  28. Eitt sem ég átta mig ekki alveg á sem Liverpool stuðningsmaður… Þarf ég að velja á milli að vera með Borini eða Balotelli? Get ég ekki bara stutt þá báða? Tel t.d. Borini henta betur í þessu leikkerfi en væri þokkalega til í að sjá Sturrige og Balotelli saman frammi þegar Sturrige verður orðinn heill.

  29. Mark hjá liði sem er búið að skora 11 mörk á leiktíðinni liggur í loftinu. Þvílík hörmung, Migno að halda okkur á floti.

  30. Finnst eins og við séum bara að bíða eftir jöfnunarmarki til að byrja sækja aftur

  31. Finnst nú eins og markið liggi í loftinu fyrir Villa. Langar að sjá breytingar á liðinu.

  32. Eitt lið í einu, liverpool yfir tottenham eins og staðan er núna. Vissulega West ham líka en þeir eiga leik til góða..
    Verða að halda hreinu núna!

  33. Skrtel og Sakho virðast ekki geta ákveðið hvort þeir ætli út í mennina eða bakka.

  34. Liverpool er held ég eina liðið í EPL sem getur látið Villa líta út eins og heimsklassa lið. Ætlar BR ekki að gera neina breytingu ?????

  35. Jesús Pétur…. Þetta er umsátur um mark okkar…..

    Á ekki að gera neinar breytingar……

  36. Díses og á síðan bara að henda Lambert inná? Jesús af hverju Lambert?

  37. Djöfull er hann Gaupi leiðilegur sem lýsandi. Hann á að halda sig við að lýsa handkastinu.

  38. Jæja, Rodgers að reyna að gera eitthvað í umsátrinu. Tvöföld skipting. Röng tvöföld skipting að mínu mati en það er eitthvað verið að reyna.

  39. leiðinlegt að vera ekki búnir að klára þetta .. en líka spennandi ! Koma svo .. halda þessu rönni !

  40. Svo eru þið að tala um að Borini spili ekki boltanum…. Guð minn góður Sterling.

  41. Skrítið að hann skyldi ekki taka Kútinn útaf…hann er búinn að vera þreyttur allan seinni hálfleikinn.

  42. Núna eru framherjarnir okkar búnir að skora fleiri mörk í þessum leik en á öllu tímabilinu hingað til 🙂

  43. Sokkurinn er bragðgóður ekki satt kæru félagar? Rickie svarar kallinu eins og algjör fagmaður.

  44. Flott mark. Sýnir mikilvægi á skiptingum þegar anstæðingur er með svona momentum eins og AV var með. Hægja á leiknum, kæla menn niður og keyra svo á þá þegar þeir eru komnir á hælana.

    Rothögg.

  45. Á leiðinni að hlaða í komment um þessa svokölluðu breidd okkar manna, þegar Lambert og Enrique koma inn á til að bjarga málunum. Svo skorar Lambert og þvílíkt sem ég samgleðst með honum. Innileg gleði og ánægja hjá honum og langþráð mark hjá honum. Frábært. Vonandi sigla okkar menn þessum þremur stigum í höfn, eftir stórskotahríð Villa manna i byrjun seinni.

  46. Klassi ! Frábær útisigur og þessi Delph getur voða lítið, hlýtur að vera grín að menn séu að spá í honum.

  47. Mjög þroskuð frammistaða á móti liði sem hefur reynst okkur erfitt. Flottur útivallaárangur heldur áfram og framherjarnir að skora. Bara jákvætt!

  48. Flottur sigur!

    Allt að gerast og styttist í Sturridge. Má alveg vera jákvæður núna eftir magra mánuði.

  49. Góður sigur sem var nú ekki mikið fyrir augað en að halda hreinu og skora tvö er bara flott.

  50. Eins sárt og það er að segja það að þá er Liverpool ekki að fara lenda í topp fjórum í vor því miður.
    En fínn útisigur engu að síður.

Aston Villa – úti.

Aston Villa 0 Liverpool 2