Aston Villa – úti.

Þá er komið að næstu tröppu í enska deildarstiganum þennan veturinn, nú ætla okkar menn að beina rútunni til suð-austurs og halda á hinn glæsilega völl annars heimaliðs Birminghamborgar. Völlurinn heitir Villa Park og andstæðingurinn hinir fjólurauðu Aston Villa – liðar.

Það er með þennan leik eins og aðra…við þurfum þrjú stig!!!

Mótherjinn

Það er í raun erfitt að ætla að finna eitthvað skemmtilegt að segja um þá Villa-menn.

Þessi grein hér kemur fram með ansi magnaða statístík.

AlyC_astonAston Villa liðið árið 2014 / 2015 er það lið allt frá stofnun Úrvalsdeildarinnar sem talið er leiðinlegast samkvæmt tölfræðinni. Sú tölfræði gengur út á hvað mörg mörk eru skoruð að meðaltali í þeim leikjum sem liðið spilar, þá eru bæði lið semsagt tekin inní. Við erum að tala um 1,65 mörk að meðaltali…sem er samkvæmt því sem ég kann að reikna 0,825 mörk á hvort lið.

Alvöru getspekingur myndi örugglega bara tippa á 0-0 eða 1-0 fyrir annað hvort liðið, færi aldrei ofar en 1-1.

En hvað með tölfræði! Maður vonar alltaf, alla daga, að liðið manns sé að fara að vinna epískan stórleik, kannski 3-4 með marki í uppbótartíma og við skulum ekki velta of mikið fyrir okkur þessari tölfræði, við höfum átt ansi skrautlega leikina í vetur og ómögulegt að vita hver stefnan verður. Hvað þá að ég nenni að velta mér upp úr þeirri staðreynd að þetta hrútleiðinlega lið hefur á undanförnum árum strítt okkur of oft til að ég geti hugsað mér að tala um, síðast með því að koma á Anfield og vinna okkur í haust. Sá leikur var heldur betur “wake-up-call” fyrir mann og því miður ávísun á það sem framundan var…en er vonandi á réttri leið.

Í Villa liðinu eru ágætis fótboltamenn eins og Brad Guzan, Ron Vlaar, Jonas Okore, Leandro Bacuna, Fabian Delph, Gabi Agbonlahor og Christian Benteke og ég hélt lengi vel að stjórinn þeirra væri býsna spennandi eftir að hafa snúið Norwich City í gang um sinn…en nú verður maður að viðurkenna það bara að þetta er lið a-la-Stoke/Wimbledon gamla tímans. Þéttir til baka og beita hit-and-hope skyndisóknum. Bið Villa-drengina og vini mína þá Tobba og Benna afsökunar, ég þoli ekki liðið þeirra og uppsetningu þess.

Okkar menn

Það hefur verið í raun talsvert að frétta af okkar mönnum frá sigrinum gegn Sunderland. Þeir sem eru með aðgang að opinberu síðunni ættu að kíkja á þetta viðtal við stjórann frá blaðamannafundinum hans í gær en svona í helstu fréttum er þetta:

Við höfum kallað Jordan Ibe til baka úr láni frá Derby og reiknað er með að hann fái spilmínútur fyrir okkur, þó frekar í bikarleikjunum sem framundan eru. Derby er mitt lið númer tvö í enska boltanum og ég hef séð leiki með þeim í vetur. Hann hefur verið klárlega í topp fimm bestu leikmönnum liðsins sem er í öðru sæti í Championship, það er MIKIÐ svekkelsi hjá Derby að missa hann á þessum tímapunkti, ég sé hann jafnvel í hóp á morgun en varla í byrjunarliði.

Meiðslalistinn þynnist en er þó enn óvissa með nokkra. Adam Lallana virðist hafa náð sér ansi hratt og hefur æft alla vikuna af krafti. Johnson og Sturridge eru byrjaðir að æfa en eru enn ekki komnir á fullt skrið. Stóra spurningin er Gerrard sem fór útaf í hálfleik gegn Sunderland og hefur lítið getað æft…auk þess sem við skulum ekki gleyma því að við erum að fara í undanúrslitaleiki gegn Móra í vikunni framundan..sem ég hef trú á að menn vilji að fyrirliðinn spili.

Því er mitt skot á byrjunarliðið þetta.

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Markovic – Henderson – Lucas – Moreno

Lallana – Coutinho
Sterling

Bekkur: Ward, Manquillo, Lovren, Gerrard, Lambert, Balotelli, Ibe/Borini

Vel má vera að Gerrard verði látinn byrja ef Lallana er ekki alveg í standi, ef hvorugur þeirra er fær til að byrja spái ég að annar þeirra verði tekinn út úr hóp, Sterling settur með Coutinho og Lambert eða Borini í senter.

Hvað gerist

AlyC_liverpÞrátt fyrir allt þá höfum við tapað einum af síðustu níu leikjum okkar og erum í dag með betri útivallartölfræði en á sama tíma í fyrra, spá aðeins í því. Það hafa verið batamerki á leik liðsins og margar fínar frammistöður. En við bara getum heldur ekki stólað á að það sé kominn regla á þær frammistöður, hvað þá að við séum að fara að yfirkeyra lið sem hefur höktað.

Ég hef samt trú á því að vikan hafi nýst vel, Rodgers líður best eftir nægan undirbúning og ég spái okkar mönnum 1-2 sigri í hörkuleik.

Að lokum

Bara gat ekki hamið mig….

Prince Aly, faboulously, Aly Cissokho – Runs down the wing, his hips in a swing…casually!!!

26 Comments

 1. Sælir félagar

  Ég spái okkar mönnum sigri. Sakho tekur Benteke úr umferð þegar Villa fer að kýla öllum boltum fram til hans þá vinnum við þennan leik. Mín spá 2 – 4.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 2. “Við höfum kallað Jordan Ibe til baka úr láni frá Derby og reiknað er með að hann fái spilmínútur fyrir okkur, þó frekar í bikarleikjunum sem framundan eru.”

  er hann ekki búinn að spila með Derby í þessum bikar og þess vegna ónothæfur fyrir okkur þar?

  Einhver undarlegasti gluggi hálfnaður ef það eina sem við gerum er að taka til baka ungling sem er að fá góða reynslu, get ekki séð hann spila marga deildarleiki hjá okkur en ef svo erum við í vanda ef hann 19 ára og Sterling 20 ára eiga að hysja okkur upp í 4 sæti….

  FSG þarf virkilega að seta á pásu, gera eitthvað róttækt eða pakka saman og fá reynslu þar sem þeir eru fastir í skólanum þar sem reynslan sem þeir eiga að vera komnir með er ekki að festa sig í hausnum á þeim, einnig put up or shut up þar sem við erum ekki að keppast við bestu bitana á markaðinum, langt því frá.

 3. Það er bara EINN ALVÖRU Villa Park og það er Vilhjálmsvöllur á Egilsstöðum! Varist ódýrar eftirlíkingar!!

 4. Ég held að við hljótum að taka þá í þetta skypti ég bara trúi ekki öðru !

  en eitt off topic hérna, við vorum að fá Jordon Ibe til baka úr láni, ég er virkilega spenntur fyrir þessum 19 ára dreng ! hérna er youtube af honum hjá Derby

  https://www.youtube.com/watch?v=HC3qlJAbWMM

 5. Ég er afar svartsýnn fyrir þennan leik, vægt til orða tekið. Við unnum á Villa Park í fyrra með hundaheppni og við höfum sé lið eins og Man Utd lenda í vandræðum hjá þeim. Ef sóknarmenn Liverpool ákveða að mæta til leiks og jafnvel skila okkur eins og einu marki þá vinnum…annars óttast ég jafntefli.

  YNWA

 6. #6
  Þetta eru náttúrulega geðveik mörk sem Ibe er að skora fyrir Derby. Vonandi hittir hann grundina á sprettinum.

 7. Þetta er nákvæmlega sama lið og spilaði gegn,Swansea. Mér fannst það okkar besti leikur . Annars kom Gerrard líka vel út í þessari hálfgerðu 10 hlutverki gegn Sunderland svo að það gæti vel verið að það væri fínt ef hann byrjaði ef Lallana er ekki alveg heill.

  Eina sem ég vill vara við er að þetta er ASTON VILLA og einhverra hluta vegna þá hefur Liverpool verið í miklum vandræðum með þá undanfarið ár. Töpuðum síðustu viðreign og gerðum jafntefli við þá í fyrra á svipuðum tíma á Anfield.

 8. Mér er alveg sama þó Gerrard sé gulur í fantasíinu! Ég keypti hann bara samt og hann ver?ur í li?inu mínu út tímabili?. Sí?asti séns.

 9. Loksins einhver sem hatar Aston Villa jafn mikið og ég. Tek ofan fyrir þér Maggi. Er búinn að tala um þetta lið í 3 ár sem gjörsamlega það lið sem gerir mig mest gráhærðan. Leiðinlegt lið, Liverpool gengur illa með þá og Man Utd á oftast stórleik gegn þeim, sem er alveg skelfilegt. Ég hef spáð þeim síðustu 3 ár og vonandi rætist sú ósk í ár

  Að leiknum sjálfum held ég að Brendan nái loksins að hafa betur gegn Paul Lambert. Til að mynda síðan Lambert kom á sjónarsviðið hefur Liverpool aldrei unnið hans lið á Anfield sem er skelfilegt. Rodgers hefur tapað 2 af 5 leikjum og eitt jafntefli. Við vonum að 4 sigurinn komi á morgun. Tölfræðin segir að okkur gangi betur á Villa Park með Aston Villa en á Anfield 🙂

 10. Þrátt fyrir að ég sé búinn að bölva Balo allt seasonið þá væri ég til í að sjá hann byrja með Sterling með sér frammi.

 11. Ekta 1-0 leikur, spurning hver skorar sigurmarkið? Lambert, Balotelli og Borini eru náttúrulega allir funheitir og erfitt að velja á milli….tippa samt að Balotelli vinur minn nái einhvern veginn að redda þessu með sleggju í meðvindi sem verður eitt af mörkum ársins.

  Koma svo Balo!

 12. Tilviljun að Heskey og Aly Cissokho séu að fara að taka í lurginn á okkur núna með stuttu millibili? Alheimurinn er að senda okkur skilaboð, kaupa þá strax til baka enda tveir albestu knattspyrnumenn sem að klæðst hafa rauðu treyjunni. Þvílíkir leikmenn, ýmindið ykkur þennan vinstri væng Cissokho-Heskey-Lambert. Raðfullnæging..þarf að segja meira? 🙂

  King Emil = sá besti sem að hefur skartað áttunni hjá LFC

 13. Flott upphitun, takk fyrir mig 🙂

  Thad er svo skritid med thetta gengi okkar manna nuna ad manni finnst vid ekkert vera ad gera neitt mot en engu ad sidur erum vid a finasta rønni. Til ad mynda eru sidustu 7 leikir:
  S-S-J-S-S-J-S.

  Eg hef fjallatru a okkar lidi og spilamennskan fer bara batnandi. Ef Lallana, Markovic, Sterling, Sturridge og Coutinho eru i formi tha eigum getum vid horft bjartir fram a vid. Midjan okkar er sterk og vørnin er øll ad koma til. Vonandi mun Mignolet finna fjølina sina og bæta sig. Vona samt innilega, hans vegna ad hann fai sterkari samkeppnisadila i hopinn nuna i januar.

  Ad minu mati thurfum vid ekki ad versla eitthvad stort nuna, heldur snyst thetta fyrst og sidast um ad stilla strengina saman, likt og a sidasta timabili. Eg ætla ad taka stort upp i mig og spa Markovic miklum frama hja okkur og sem næstu superstjørnu. Thviliki leikurinn hja honum a moti Sunderland.

  Vid vinnum thetta i barningi, 1-2 med mørkum fra Sterling og Markovic.

  YNWA!

 14. Ágætis spurning inn á fótbolta.net hver væri draumaviðskiptin í enska. Ég held ég verð að svara því hér að ef Zlatan kæmi í framlínuna þá myndi ég kaupa mér ársmiða.

 15. Eigum við Liverpool bara ekki að koma með þvílikt statement í sumar og bjarga Bale frá Real þar sem er púað og baulað á hann í hverjum leik. Gerum eitthvað sem enginn býst við einu sinni..

 16. Sælir fellow Poolarar. Long time reader, first time writer.
  Veit einhver hvernig maður ber sig að í dag að nálgast alla þessa acestream strauma sem maður hafði greiðann aðgang að þegar Wiziwig var og hét. Það var nánast undantekningarlaust acestream eða sopcast straumur í góðum gæðum í boði þó ekki væri nema á russnesku, en núna finnur maður bara lélegar flash player útsendingar.
  Það eiga að vera grunnmannréttindi að fá að fylgjast með uppáhaldsliðinu sínu, líka þegar maður er bara aumur námsmaður og hefur ekki efni á ásrkift. 😉

  Kv Óli

 17. vantar sma hjalp. eg kaupi tv2sumo sem synir enska i norge. en their syna ekki liverpool i dag …. veit einnhver hjerna um stad i norge sem synir liverpool leiki ?

 18. Nú fáum við gott tækifæri til að fylgjast með Fabian Delph ef hann spilar, veit ekkert hvort ég eigi að vera áhugasamur eða ekki eins oft og við erum orðaðir við hann, einhver sem getur sagt mér hvort það sé vit í kappanum eða ekki?

 19. Liðið hefur að vanda lekið út fyrir nokkru: Sama og Maggi tippar á, nema Borini inn fyrir Lallana. Spennandi að sjá hvort það verði staðfest lið eftir, ja. einar 5 mínútur.

 20. Ég er 1 af þeim sem er mjög spenntur fyrir Ibe , en hefði viljað hafa hann samt áfram í láni þar sem hann var að fá spilatíma og gekk vel. Fá hann svo aftur eftir sumarið , reynslunni ríkari. Er pínu hræddur um að nú taki við bekkjarseta hjá honum.

  Varðandi leikinn í dag er ég nokkuð bjartsýnn spái 1-3 !!

Opinn þráður – Gúrkutíð

Byrjunarliðið gegn Villa