Opinn þráður – Gúrkutíð

Hæ,

það er ekkert að frétta,

bæ.

(Ég nenni ekki slúðri um Lavezzi eða einhvern ástralskan markvörð í Belgíu eða James Milner. Talið við mig þegar stóru miðlarnir eru með þetta. Svo er ég svo helvíti dapur eftir tölfræðina hjá Óla og Babú í síðustu færslu.)

Þetta er opin færsla, ræðið það sem þið viljið.

55 Comments

 1. Af hverju getur Liverpool ekki verið eins og Man City á leikmannamarkaðnum? Það liðu 2-3 dagar frá því að slúðrað væri um Bony til Man City þar til þeir staðfestu kaupin.

  Finnst alltaf eins og það taki okkar lið 2-3 vikur að klára kaup og missa þar af leiðandi yfirleitt af þeim því önnur lið(Chelsea) eru búin að frétta af áhuga Liverpool.

 2. Smá pæling, nú rámar mig eitthvað í að Liverpool hafi verið undir einhverri rannsókn hjá UEFA um FFP eftir sumar gluggan, voru komnar eitthvað frekari fréttir um það?

  Annars er ég svekktur að Suso skyldi fara og langar mjög mikið í nýjan markmann.

 3. Ég vil ekki hugsa um City og Bony. Það er eitthvað svo rotið við þetta í glugganum eftir að þeim var refsað fyrir að brjóta Financial Fair Play, og þeir hafa engan selt síðan þá.

 4. Er ekki fjárhagsárið frá janúar? Þá þurfa þeir ekki að selja fyrr en í sumar fyrir þessum Bony kaupum. Og svo geta þeir hæglega gert nýjan auglýsingadíl við Etihad eða eitthvað olíufyrirtæki furstanna til að græja innkomu á móti.

 5. “Af hverju getur Liverpool ekki verið eins og Man City á leikmannamarkaðnum?”

  Viltu fá svar við þessari spurningu?

 6. Einar ég vill fá svar við spurningunni sem fylgdi þessum litla bút sem þú tókst.

 7. Þ.e.a.s af hverju það tæki Liverpool nokkrar vikur að klára kaup á leikmanni á meðan það tækk City örfáa daga?

 8. “Þ.e.a.s af hverju það tæki Liverpool nokkrar vikur að klára kaup á leikmanni á meðan það tækk City örfáa daga?”

  Vegna þess að Manchester City er ríkasta knattspyrnufélag í heimi. Þarf virkilega að útskýra það nánar?

 9. Meðan samningamenn Liverpool reyna að dempa niður launin hjá leikmönnum sem þeir hafa áhuga á þá biðja samningamenn City leikmennina um að skrifa sína draumatölu á blað. Það er skýringin.

 10. #3 Kristján Atli

  Í ljósi umræðunar um City þá er nátturulega algjört djók að lið sem fylgir ekki FFP og er í eigu ríkustu manna veraldar sé sektað – er það einhver refsing?

  Hvað verður það næst? Láta þá borga í olíu?

 11. Þessi lið taka ekkert mark á FFP fyrir en sektin verður í töpuðum stigum en ekki peningum.
  Held að það hefði komið meira við City að byrja td. með -30 stig en að borga 30 millj. punda í sekt.

 12. það ætti auðvitað að draga stig af þeim liðum sem brjóta þessar reglur, í stað fé sektar.

  Annars finnst mér vel athugandi að taka upp svipað launaþak og þekkist í Bandarískum íþróttum. Lið meiga td hafa fjóra menn á ótakmörkuðum launum held ég í MLS, restin verður að fylgja þaki. Svo er líka eitthvert launaþak Í NBA.

  Ég geri mér grein fyrir að það er yfirleitt hægt að fara einhvernveginn framhjá þessu en eitthvað verður að gera. Þetta er hundleiðinlegt eins og á Spáni og Þýskalandi þar sem 1 til 2 lið sitja ein að kjötkötlunum og kaupa svo bara upp bestu menn mótherjanna.

  Svo ég bæti við þetta raus þá er líka einkennilegt að það sé hægt að kaupa menn frá helstu keppinautunum í janúar. ManU gæti td bara keypt bestu/besta mann Southampton til að losna við þá úr samkeppninni um 4 sætið. Í raun ætti enginn Janúargluggi að vera til, þú undirbýrð bara þitt lið áður en keppnistímabilið byrjar og thats it. Ekkert hægt að skipta um bíl í miðri á.

 13. Tökum Gylfa sem dæmi, hvað var Liverpool langan tíma að eltast við hann árið 2012? 3-4-5 vikur? Frá því fyrstu frættir um “Gylfi til tottenham” fóru að poppa upp þá var hann staðfestur ca. Viku seinna.
  Einar ég er ekki bara að tala um hæg leikmannakaup Liverpool miðað við Man City heldur miðað við flest lið í deildinni. Af hverju eru þeir svona lengi að öllu? Varla var tottenham að rétta Gylfa óútfylltan launaseðil og leyft honum að skrifa sín óskalaun.

 14. Davíð, þú getur fundið helling af dæmum þar sem hlutirnir voru kláraðir á snöggan hátt og fjöldan allan af dæmum þar sem hlutirnir drógust á langinn, hjá ÖLLUM liðum. Þetta snýst alltaf um virðið og hvað menn eru tilbúnir að greiða í kaupverð og laun í hvert og eitt skipti. Auðvitað hjálpar það að eiga botnlausar hirslur af peningum, en þrátt fyrir slíkt, þá geta hlutirnir tekið laaaangan tíma eins og í dæmi Man.City síðasta sumar þegar kom að kaupum á Mangala.

  Í tilfelli Gylfa þá var hann að dómi Rodgers value for money fyrir þær fjárhæðir sem var búið að semja um til Swansea, bæði hvað varðar kaupverð og laun, en svo komu Spurs inn með langtum hærri upphæð, upphæð sem LFC taldi hann ekki standa undir og því hækkuðu menn ekki og hann fer til Spurs. Bara ofur eðlilegt dæmi það.

 15. Það er eðlilegt að menn svekki sig á þessu, það eru furðuleg tilhugsun að toppbaráttan (1 -2 sæti) er gríðarlega spennandi en þrátt fyrir það eru allra augu og öll umfjöllun á baráttunni um 3 – 4 sætið sem er náttúrulega alveg galið ef út í það er hugsað.

  Því skal haldið til haga að ég er náttúrulega LFC stuðningsmaður og því er mín sýn á þetta nokkuð þröng þar sem ég fókusera mikið á þá baráttu sem þeir eru í hverju sinni og í dag snýst hún um 4 sætið en engu að síður er þetta tilfinning mín þ.e. að PL titillinn er bara eitthvað sem annað hvort chelsea eða city eiga að vinna útaf peningunum sínum og þeim yfirburðum sem þau öfl veita þeim á leikmannamarkaðinum og það sé í raun engin sérstakur árangur hjá þeim heldur bara formsatriði.

  Nákvæmlega það sama er hægt að segja um Barca og Real. Ég var ávalt mikill Barca stuðningsmaður en mín passion gagnvart því liði hefurð gjörsamlega dofnað síðustu ár og í dag er mér í raun slétt sama hvernig fer hjá þeim. Í raun vona ég alltaf að Atletico vinni svona útfrá einhverri underdogs ásthyggju. En hver veit kannski hefur þetta alltaf verið svona. Þýska deildin er sömuleiðis afar furðuleg og glæsileg uppbygging Dortmund síðustu ár hefur beðið hræðilegan brotsjó eftir að þeir missa ítrekað sína bestu menn til Bayern, sem er afar sorglegt þ.e. þegar leikmenn eru tilbúnir að fara frá ríkjandi meisturum til helsta samkeppnisaðilans. Reyndar hafa Dortmund leikmenn líka farið annað. Bayern til hrós má þó virða við þá að þeir virðast ekki ofrukka á leikina sína.

  Í dag virðist FFP ekki almennilega virka en þó held ég að rétt sé að gefa þeim reglum aðeins meiri tíma áður en maður dæmir virkni þeirra. Það verður þó áhyggjuefni ef deildin er bara búin áður en hún hefst og ekkert nema kraftaverk (LFC 2013/2014) gerir það að verkum að önnur lið en þau sem eru í eigu olíufursta komist nálægt því að vinna blessuðu dolluna. Slíkt dregur þessa ágætu íþrótt niður til lengri tíma.

  Who´s the bitterest man in the living room.

 16. Fótbolti er um sigra og stigasöfnun. Ekki að skila hagnaði. Rodgers og nefndin skeit upp á bak í Gylfa málinu þar sem að þeir klárlega mátu hann rangt, value for money. Og hafa þeir gert ótal mörgum sinnum sbr Mikahytrian, Konoplyanka, Willian ofl.

 17. Það er alltaf sama ruglið á lfc ì transfer glugganum. Eigendur liðsins hafa nùna 2 vikur til að sýna fram á hvort einhver metnaður sé til staðar. Það þarf augljòslegan nýjan gk. Það þarf sòknarmann. Það er ekki hægt að stòla á að Sturridge spili alla leiki fram ì maì auk þess að hinir sòknarmennirnir eru vita vonlausir.

  Svo vill ég að Wisdom, Coates, Ibe og Aspas verði kallaðir til baka ef það er hægt.

 18. Mig langar bara til að segja að þessi frammistaða hjá Markovic á móti Sunerland var virkilega áhugaverð. Mér fannst ég sjá töluvert af Suarez einkennum í honum. Sívinnandi fram og til baka, klafsaðist í gegnum og skoraði og hljóp úr sér lungun. Mikið rosalega vona ég að þetta sé það sem koma skal frá þessum unga dreng!

  Varðandi leikmannagluggann þá tel ég mikilvægt að fá eitt stykki góðan markmann og helst að sækja Origi ef það kostar ekki of mikið. Annars eru menn að koma til baka hjá okkur, Flanagan, Sturridge og Lallana koma á næstu vikum. Höfum góðan og breiðan hóp en fyrst og fremst markmann til að keppa við Mignolet.

 19. Það sem mér datt strax í hug varðandi kaup City á Bony var að ef við hefðum keypt hann í haust hefðu eflaust margir talið að verið væri að kaupa stóran fisk úr lítilli tjörn fyrir mikinn pening…nú er hann hinsvegar talinn réttlæta hátt í 30 milljón punda verðmiða. Well, the moral of this story…m.a. að það er erfitt að meta þessa hluti og við verðum bara að treysta BR og co til að finna almennilega menn sem fúnkera í Liverpool hraðlestina.

 20. #21
  Úff hvað ér er hræddur um að hann eigi eftir að meiðast aftur áður en að fyrsta leik kemur.
  Vefja hann í lavendervættan bómul og banna honum að koma á æfingar takk :/

 21. Búið að innkalla Ibe, ætli bremsurnar í honum hafi verið eitthvað gallaðar?

 22. Liverpool and Chelsea are both interested in the 25-year-old winger, who reportedly has a £20million release clause in a contract that expires in 2017.

  Reus was subject to heavy transfer speculation in the summer but Dortmund held on to the Germany international in effort to build a new team around him in the post-Robert Lewandowski era.

  Ef þetta er rett, að reus se með 20m klásúlu, þá eiga stjórnarmenn við einhver alvarleg vandamál að stríða ef þeir leggja ekki fram boð í hann….

 23. ef að reus er með 20 milljóna klásúlu á bara að drullast til að hætta með þetta endalausa bull eitt skipti fyrir öll og borga 30-40 fyrir hann !

 24. Þetta er frábært, ef Reus er með klásúlu upp á 20 milljónir, á þá bara að drullast til að borga 30-40 fyrir hann 🙂

  Er nú ansi hræddur um að það væru nú nokkur lið búin að setja boð í hann ef það sé rétt að hann sé með klásúlu upp á 20 milljónir punda. Í fyrrasumar var því haldið fram að hann væri með 35 milljón punda klásúlu, en þá var hann meiddur til langs tíma og þá var einnig sagt að sú klásúla myndi lækka verulega sumarið eftir. En allt svona klásúlutal er voðalega mikið skot út í loftið og sjaldnast neitt að marka það.

 25. Hversu mikil breidd er hjá Liverpool í dag og hvaða stöður þarf helst að styrkja? FSG er að ég held mjög umhugað um að styrkja veikasta hlekkinn hverju sinni og því langar mig aðeins að skoða hvaða möguleika við eigum í öllum stöðum. Margir leikmenn geta leyst margar mismunandi stöður og gerir það úrvalið bara betra í umræddum stöðum.

  Brjótum saman hvað við eigum í hverja stöðu fyrir sig og notum Football Manager orðalag fyrir hverja stöðu. Unnið út frá lista opinberu heimasíðunnar yfir leikmenn félagsins:
  GK: Mignolet, Jones.
  DR: Johnson, Flanagan, Manquillo
  WBR: Johnson, Flanagan, Manquillo, Markovic, Henderson, Sterling, (Ibe, Can).
  DL: Moreno, Enrique, (Johnson, Flanagan, Can, Smith).
  WBL: Moreno, Enrique, Markovic, (Johnson, Flanagan, Can, Smith, Sterling).
  DC(L): Sakho, Lovren, (Skrtel, Toure, Can).
  DC(R): Skrtel, Lovren, Toure, (Sakho, Can).
  DM: Lucas, Can, Gerrard, (Henderson, Allen, Rossiter).
  MR: Markovic, Henderson, Sterling, (Ibe, Johnson, Manquillo).
  MC: Henderson, Gerrard, Can, Allen, Coutinho, Lallana, Lucas, (Rossiter).
  ML: Lallana, Markovic, Coutinho, Moreno, (Sterling, Enrique).
  AMR: Sterling, Markovic, Ibe, Lallana, (Balotelli, Borini, Origi).
  AMC: Coutinho, Sterling, Lallana, Gerrard, (Henderson).
  AML: Markovic, Sterling, Coutinho, Lallana, (Ibe, Borini, Balotelli, Origi).
  S: Sturridge, Balotelli, Origi, Borini, Lambert, (Sterling, Markovic).

  Þetta er auðvitað ekkert heilagur sannleikur hjá mér en byggt á því sem við höfum séð undir stjórn Rodgers og huglægu mati hjá mér. Svona verður líklega breiddin núna eftir janúargluggann.

  Umræða um leikmannakaup er oft undarleg og mjög misjafnt hvernig menn greina í sundur slúður tengt sínu liði. Það virðist stundum nægja að leikmaður sé orðaður við Liverpool, nánast sama frá hversu ótrúverðugum miðli til að búa til spenning sem seinna verður vonbrigði þegar umræddur leikmaður fer annað (eða fer ekkert yfir höfuð). Því síður skiptir það öllu máli hvort umræddur leikmaður spili stöðu sem þarf að styrkja.

  Liverpool fékk sl. sumar bæði vinstri og hægri bakvörð og á fyrir uppalinn heimamann sem getur spilað báðar stöður sem og reynda leikmenn til vara í Johnson og Enrique. Allir miðverðir liðsins hafa komið sl. tvö sumur nema Skrtel sem er að fá nýjan samning. Hér er ekkert að fara gerast í janúar a.m.k.

  Emre Can var keyptur sem miðjumaður og þá líklega varnartengiliður þó hann hafi ekkert spilað þá stöðu. Eigum Lucas þar einnig sem og Gerrard.

  Henderson og Gerrard eru svo á miðjunni með Allen, Can og Lucas þannig að hér gerist líklega ekkert núna en gæti orðið stóra málið í sumar.

  Lallana og Markovic kostuðu 45m í sumar og fyrir eigum við Coutinho, Sterling og Ibe. Þarna eru fjórir af efnilegustu leikmönnum deildarinnar og góður enskur landsliðsmaður. Gerrard hefur svo verið að bætast í hópinn undanfarið. Góð breidd þarna, ný búið að styrkja þessa stöðu og alls ekki okkar stærsta vandamál. Þetta gerir slúður um Shaqiri og Lavezzi núna í janúar svona ótrúverðugt, enda líkast til ekkert á bak við það nema ólíklegt slúður.

  Endurkoma Sturridge gerir það líklega að verkum að ekki verður keypt nýjan sóknarmann í janúar. Fyrir erum við með þrjá sem komu til liðslins í sumar (tel Borini með þar) og Rodgers staðfesti í dag að félagið væri að reyna fá Origi strax frá Lille. Ekki spennandi að treysta á 19 ára strák sem hefur gengið illa en þetta er samt eitt mesta efni Evrópu í dag.

  Fréttir í dag herma að félagið sé að reyna að fá Origi aftur og að búið sé að kalla Ibe heim úr láni. Sé þetta rétt efast ég um að fleiri útileikmenn komi í janúar. Helst myndi ég því hlusta á slúður tengt nýjum markmanni þó ég efist um að það gerist heldur.

 26. Vitiði eitthvað afhverju Ibe var kallaður úr láni? Er hann að fara fá einhvern spilatíma?

 27. Spennandi að fá Ibe heim aftur. En veit einhver hvernig hann hefur verið að standa sig undanfrið ?

 28. Ibe er að koma útaf af mörgum ástæðum.
  1. Leikjaálag liverpool. Deildinn, Evrópukeppni, deildarbikar og FACup -það geta ekki öll lið verið Man utd og fengið viku frí – já mér finnst gaman að skjóta á Man utd þótt að við vorum í sömu málum í fyrra(með miklu betri árangur en þeir)

  2. Hann er einfaldlega búinn að standa sig vel hjá Derby 20 leikir 5 mörk og búinn að vera að spila á kanntinum. Þetta er hraður og áræðinn strákur sem ég er spenntur fyrir.

  Annars er það að frétta að sakvæmt Rodgers í dag þá verða Sterling og Glen báðir með gegn Aston Villa.
  Sturridge og Lallana eru að vera klárir og verður Lallana líklega með gegn Chelsea í deildarbikarnum

 29. Allt i lagi eftir maður fer yfir listann hjá Babu þá getur maður ekkni nema verið sammála mati hans að ef við fáum Ibe og Origi úr láni og seljum engan(nema Assaidi) þá kemur liklega enginn i janúar.
  Ég vona samt eftir einum markverði til veita Magnolet keppni og fá Coates einnig úr láni til að auka breidd i miðvarðastöðunni.

 30. Babú segir:

  “Lallana og Markovic kostuðu 45m í sumar og fyrir eigum við Coutinho, Sterling og Ibe. Þarna eru fjórir af efnilegustu leikmönnum deildarinnar og góður enskur landsliðsmaður.”

  Og einnig:

  “félagið væri að reyna fá Origi strax frá Lille. Ekki spennandi að treysta á 19 ára strák sem hefur gengið illa en þetta er samt eitt mesta efni Evrópu í dag.”

  Er þetta ekki full vel í látið hjá þér að telja Markovic og Ibe meðal efnilegustu leikmanna deildarinnar? Ibe, sem á hvorki meira né minna en TVO leiki með aðalliðinu í deildinni (samtals um 90 mínútur í PL) og Markovic sem hefur byrjað 5 leiki í PL og 6 sinnum komið inn á sem varamaður.

  Origi er efnilegur leikmaður, en eitt mesta efni Evrópu? Það er ekki nóg að eiga 2-3 góða leiki á HM, sérstaklega ekki þegar mönnum gengur jafn illa og honum með félagsliðinu.

  Coutinho er svo annar kapítuli út af fyrir sig. Fyrir mér er hann ekki lengur efnilegur leikmaður. Hann er, hvað, 22 eða 23 ára gamall, og hefur aldrei getað ná einhverjum stöðugleika í sinn leik. Hann er góður leikmaður á góðum degi, world class þegar hann er upp á sitt besta, en þarf virkilega að bæta stöðugleika í sinn leik, og skora meira.

  Annars er þetta kannski bara hártoganir hjá mér, en samt sem áður finnst mér það hálf skrítið að sjá menn tala leikmenn svona upp til skýjana, þegar það ætti að vera öllum ljóst að flestir okkar leikmanna hafa verið svo afspyrnuslappir á þessari leiktíð.

  Það er munur á að hafa næga breidd eða góða breidd. Við getum alveg talið upp Ibe, Rossiter og Smith með í þessa upptalningu, en þeir eru nánast algjörlega óreyndir í aðalliðinu. Þetta er líka orðið fullreynt með Mignolet, Enrique, Allen, Borini, Balotelli og jafnvel Lovren – þeir eru allir númeri eða tveimur of litlir fyrir klúbb sem ætlar sér toppbaráttu.

  Ef við tökum þessa leikmenn frá listanum sem Babú hendir hér fram, þá er orðið fátt um fína drætti í þessari umræddu breidd.

  Bottom-line-ið hjá mér er það, að liðið þarf virkilega á nýjum leikmönnum að halda í stað þeirra sem eru núþegar hjá félaginu. Við erum mögulega með tvo leikmenn sem kæmust í liðin fyrir ofan okkur – Sterling og Sturridge – og það er ekki einu sinni hægt að treysta á að Sturridge haldist heill lengur en um það bil 18 mínútur. Og gengi þessarar leiktíðar sýnir okkur það að félagið er bara ekki nægilega vel mannað.

  Homer

 31. Sælir félagar

  Mikið er það gott að hafa menn eins og Hómer#33 þar sem hann segir nákvæmlega það sem ég vildi sagt hafa. Það er takmarkað hægt að tala um breidd þegar hópurinn er ekki nógu góður. Við erum með býsna gott byrjunarlið þ.e. ef menn sýna stöðugleika í leik sínum. Það hefur vantað verulega upp á það. Markmanns-staðan er þar að auki illa mönnuð og verður ekki almennileg nema eigendur tími að kosta því til sem kosta þarf.

  Það er nú þannig

  YNWA

 32. Menn hljóta nú bara að vera að hugsa um þessa blessuðu markmannsstöðu… Rodgers hlítur að hafa verið að horfa á sömu leiki og við hin, er það ekki?

 33. Fyrir það fyrsta er ég ekkert endilega að segja til um hvort hver staða er nógu vel mönnuð eða ekki. Svona eru þessar stöður mannaðar í dag og þær sem nýlega er búið að styrkja verða líklega ekki styrktar núna í janúar. Ég er að velta fyrir mér janúar glugganum og hvað sé líklegt frá okkar mönnum þar.

  Hómer

  Er þetta ekki full vel í látið hjá þér að telja Markovic og Ibe meðal efnilegustu leikmanna deildarinnar? Ibe, sem á hvorki meira né minna en TVO leiki með aðalliðinu í deildinni (samtals um 90 mínútur í PL) og Markovic sem hefur byrjað 5 leiki í PL og 6 sinnum komið inn á sem varamaður.

  Þetta er auðvitað bara huglægt mat hvers og eins en leikjafjöldi í efstu deild er ekki endilega mælikvarði á það hvort menn eru efnilegir eða ekki. Efnilegir leikmenn eru jafnan einmitt það, efnilegir. Markovic er búinn að vera lykilmaður í tveimur liðum sl 4 ár og af flestum talinn eitt mesta efni Evrópu. Hann er 20 ára og ég væri til í að heyra skilgreininguna á efnilegum leikmanni ef hann er ekki þar? Eru margir meira spennandi á hans aldri í EPL, Evrópu, heiminum?

  Svipað með Jordon Ibe eru margir 19 ára leikmenn efnilegri en hann í deildinni? Hann er klárlega einn af þeim efnilegri á Englandi í sínum aldursflokki og þó hann hafi ekki spilað með Liverpool í vetur má ekki gera lítið úr framlagi hans hjá næst besta liði Championship deildarinnar. Mögulega erum við bara ósammála hérna, það er þá bara í góðu lagi. Ibe hefur minnt mig á Sterling í þau skipti sem ég hef séð hann spila.

  Origi er efnilegur leikmaður, en eitt mesta efni Evrópu? Það er ekki nóg að eiga 2-3 góða leiki á HM, sérstaklega ekki þegar mönnum gengur jafn illa og honum með félagsliðinu.

  Fyrir það fyrsta var ekki tilviljun að hann fór með á HM og nei ég held að leikmaður sem spilar fyrir mjög gott lið Belgíu á stærsta sviðinu (fram yfir Lukaku) flokkist sem einn sá efnilegasti í Evrópu í dag. Hann er 19 ára og því eðlilegt að hann sé óstöðugur en hann er klárlega ennþá eitt mesta efnið í boltanum í dag. Sterling var alveg efnilegur þegar hann var ekki að spila vel í öllum leikjum.

  Coutinho er fyrir mér ennþá efnilegur, þ.e.a.s. ekki ennþá flokkaður sem góður einmitt vegna óstöðugleika. Hann fer samt vonandi að springa almennilega út og er farinn að sýna merki þess efnis.

  Fyrir mér eru þetta allt með efnilegri leikmönnum deildarinnar, hvort það rætist úr þeim öllum er annað mál.

  Ég eins og allir aðrir myndi vilja proven sóknarmann núna til að veita Sturridge samkeppni frekar en efnilegan 19 ára leikmann en met þann kost afar ólíklegan ef verið er að kalla Origi heim núna strax. Sitjum auðvitað uppi með þrjá sóknarmenn sem lítið gagn er af í hópnum sem hindrar kaup á einum til viðbótar.

  Stefna FSG er að treysta á potential í bland við reyndari leikmenn og hópurinn í dag ber þess nákvæmlega merki. Matsatriði svo hjá hverjum og einum hvar breiddin er nógu góð og ekki en þetta er alveg nógu stór hópur.

 34. Fyrst þetta er opinn þráður þá langar mig að koma frá mér nokkrum staðreyndum:

  * Everton er 5 stigum frá botnsæti Premier League.
  * Við eigum 10 stig á Everton.
  * Torres vaknaði í kvöld og það gladdi mig.
  * Dortmund er jafnt á botninum í Bundesligunni.
  * Henderson er með flestar stoðsendingar okkar manna í vetur eða 5.
  * Mignolet er búinn að halda hreinu 6 sinnum í deildinni í vetur!!
  * Suso er búinn að skora fleiri mörk fyrir okkur í vetur en Borini. Annar þeirra fékk að fara
  * Gerrard er markahæstur og hann er líka að fara (fyrsti maðurinn til að nefna það)
  * Homer hér að ofan gerði lítið úr því hve efnilegur Jordon Ibe er. 5 mörk í 20 leikjum í næst efstu deild fyrir strák fæddan 8 des 1995. En það er kannski ekki efnilegt….

  Nenni ekki að bíða lengur eftir næsta leik….

 35. Það sem Styrmir segir #12 er eins og talað úr mínum munni. Þú getur ekki keypt stig fyrir svartagull. Það þýðir ekkert annað en að dæma stig af liðum sem fara ekki eftir FFP reglunum.

  Annars var ég alltaf að vona/dreyma um að það væri fjarlægur möguleiki fyrir okkur að fá varamarkmann celski í janúar, ég held samt að móri mundi frekar lána hann á kassa í bónus en að selja okkur eða lána okkur hann, bölvaður portúgalski hrokagikkurinn, með engri virðingu fyrir honum.

 36. var ekki origi i öðru sæti a eftir sterling um golden boy sem eru bestu ungu leikmenn i heimi svo ja eg myndi segja ad origi se med efnilegri leikmonnum i heimi. markovic var einnig tilnefndur til þessara verdlauna eftir ad hafa verid lykilmadur i benfica lidi sem nadi i urslit i europe league og vann deildina i portugal svo ja hann er lika med efnilegri leikmonnum i evropu

 37. Efnilegur….. efnilegur…… efnilegur…….. mikið djö…. er maður orðinn leiður á þessu orði!

  Endilega hressið upp á minnið hjá mér, hvenær keypti Liverpool síðast “stjörnu” sem allir voru spenntir fyrir, fór beint í liðið og stóð undir væntingum??

 38. Haukur J….var það ekki bara þegar Suarez var keyptur…og þar á undan Torres?

  Sakho, Lovren og fleiri hafa bara ekki verið stjörnur sem fóru beint í liðið með sama hætti þó svo að þeir hafi verið mikilvægir á einhverjum tímapunkti hjá sínum gömlu liðum

 39. Ibe er ólöglegur í báðum bikarkeppnunum þannig þetta snýst bara um premierleague og evrópudeild hjá honum.

 40. nú er bara komið að því að stækka völlinn og svo eftir það hækka miðaverð aðeins.

  Byggja upp meira peningaflæði…. Þetta er bara númer eitt tvö og 3

 41. Heyrði orðróm í leigubíl að Liverpool er að undirbúa tilboð í Kasper Smeichel, myndi vera í 3 team trade þar sem Ivanovic myndi fara til Leicester og Chelsea myndi fá Joe Allen. Frekar háværð umferð og gæti hafa misheyrst.

 42. Ég hef engar áhyggjur af því að Origi hafi verið slakur með Lille í vetur. Hann var magnaður á HM með Belgíu og hefur líka verið frábær í leikjum Belga eftir HM. Það verður að setja þetta aðeins í samhengi. Lille er bara í dag sultulélegt lið. Ef hann kemur núna í janúar þá er hann ekkert að fara að leysa öll vandamál liverpool en hann er samt klárlega mun meiri teamplayer en frændurnir Balotelli og Borini. Það er ekki verið að gera honum neina greiða með því að láta hann vera áfram í þessu Lille liði.

 43. það væri óskandi að maður væri ekki buinn að heyra slúður um einhvern leikmann i 2-3 vikur og signa hann svo heldur vakna einn morguninn og sjá staðfest ! afhverju er alltaf verið að draga þetta a langinn og fara i panic kaup siðasta daginn. það hljota að vera menn sem eiga að gera svona mal klár undir borðið fra september til 1 januar og klára þetta fyrir 4 januar einfaldlega skil þetta ekki

 44. Origi er næst efnilegasti leikmaður Evrópu – ef við förum eftir verðlaununum sem viðurkenndu Sterling sem efnilegasta leikmann deildarinnar. http://www.7sur7.be/7s7/fr/1510/Football-Etranger/article/detail/2158870/2014/12/20/Divock-Origi-deuxieme-du-Golden-Boy.dhtml 🙂

  Annars kemur það mér smá á óvart að við skulum kalla Ibe til baka úr láni enda var hann að gera rosa fína hluti hjá Derby og núna þegar Sturridge er að detta aftur í hóp (vonandi), Lallana að koma til baka fljótlega úr meiðslum, Markovic að finna taktinn og svona þá er spurning hve margar mínútur hann mun koma til með að fá hjá okkur út leiktíðina.

  Ibe kom frábærlega inn í hópinn í sumar og sýndi mjög fína takta fannst mér. Ég grunaði meira að segja að hann yrði í hópnum hjá okkur á leiktíðinni og myndi spila einhverja rullu. Alltaf fundist hann vera svona Bale, Ronaldo týpa – stór, sterkur, fljótur og með mikla tækni. Vonandi spilar hann rullu hjá okkur.

  Spurning hvort þetta hafi eitthvað með Origi að gera og hvort þetta gæti þýtt að einhver sé á leið út.

 45. Við eigum að forðast að tala niður félagið okkar og leikmenn þess af ástæðulausu. Þetta neikvæða umtal um strákana okkar er hvimleitt og að það skuli virkilega fara í taugarnar á einhverjum að Origi, Ibe, Can, Markovic o.s.frv. séu kallaðir “efnilegir” er ekki alveg eðlilegt. Skiljanlegt kannski að þessi innkaupastefna LFC raski viðkvæmu taugakerfi einhverra og að höfnunartilfinningin hellist yfir en áður en að menn hefja niðurrifsskrifin væri ágætt að telja upp á 10.

  Það talið líklegt að Marco Reus fari frá Dortmund fyrr en síðar. Það væri stórkostlegt ef LFC nældi sér í kappann en ég sé það ekki gerast því miður. Reus er leikmaður þeirrar gerðar sem myndi smellpassa í kerfið hjá Rodgers og auk þess selur nafnið Reus helling af treyjum. Ég er vitanlega fúll yfir þeirri niðurstöðu minni að Reus passi ekki inn í innkaupamódelið en ætla ekki að láta þá fýlu birtast í að tala óvirðulega um þá leikmenn sem koma inn samkvæmt formúlunni.

  Annars er sá leikmaður sem mest er rætt um í Þýskalandi hvorki í Bayern eða Dortmund heldur Roberto Firmino hjá Hoffenheim. Firmino er magnaður ungur framherji af úr sama efni og Suarez. Skorar mörk í öllum regnbogans litum og leggur annað eins upp fyrir aðra.

 46. það er soldið gaman að velta fyrir sér af hverju það tekur svona langan tíma að semja við leikmenn sem við erum orðaðir við…. en ef maður pælir aðeins í því hvar þessir leikmenn eru staddir í dag…. eða á þeim tíma sem þeir ákváðu að fara EKKI til LFC.

  GYLFI fór til tottenham og fékk ekkert að spila… endaði á að vera seldur til swansea þar sem hann sprigur út… það skal enginn segja mér það að hann hafi ekki fengið stærri sénsa hjá lfc en tottenham.

  SALAH fór til chelsea og er frystur á bekknum og fær ekkert að spila… hann hefði klárlega fengið veigameira hlutverk hjá lfc og mun meiri spilatíma.. plús það að núna er hann orðaður við sölu frá chelsea.

  MIKITERYAN fer til dortmund og ef okkur finnst coutinho vera óstöðugur hvað er hann þá???
  hann er í botnbaráttu með sínu liði og er engan veginn að standast væntingar þar..

  WILLIAN er reglulegur byrjunarliðsmaður hjá chelsea og kostaði eftir því.. erfitt að sjá á eftir honum..

  KONOPLYANKA vildi koma en var neitað af sínu liði… get ekki sagt að ég sjái eftir honum þar sem við erum með hans stöðu coveraða… get ekki séð að hann sé eftirsóttur í dag.

  REMY er súpersub hjá chelsea en var neitað um samning hjá liverpool klárlega eitthvað klúður þar

  kannski er þetta ekki einhver seinagangur hjá okkar mönnum að semja og vilja ekki láta eftir einhverjum duttlungum hjá leikmönnum sem ofmeta sig og biðja um milljónir í staðinn fyrir að byrja á að skrifa undir og sanna sig áður en þeir fá alminnilegan tékka.

  hópurinn hjá liverpool í dag er alls ekki svo slæmur þó það verði erfitt að missa gerrard í sumar en ég hef fulla trú á að það verði maður í manns stað og allt það…

 47. Jordon Ibe og Raheem Sterling á vængjunum næstu 10 árin er draumi líkast, vonandi fær Ibe slatta af leikjum til að komast inn í byrjunarliðið hjá okkur eins og Sterling fékk á sínum tíma.

  Þvílíkt combo samt sem áður, vonandi klúðrum við þessu ekki eins og við höfum verið duglegir að gera áður.

 48. Fáranlegt. Liverpool er augljóslega ekki nógu gott sem stendur – eru í 8. sætinu – og þurfa að komast í fjórða. Og ekkert er að gerast? Er þetta ekki skýrt dæmi um metnaðarleysi? Man City eru í öðru sæti og eru fáránlega vel mannaðir en samt kaupa þeir Bony. Ég er ekki að biðja um einhver mega kaup – en samt. Eru FSG ekki að skilja tapið fjárhagslega á því að fara ekki inn í CL? Vonbrigði.

4.sæti – Tölfræði tíu síðustu tímabila

Aston Villa – úti.