Liðið gegn Sunderland

Nú er einhver að gleyma sér og ég hendi þessu því inn

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Henderson – Gerrard – Lucas – Moreno

Markovic – Coutinho
Borini

Bekkur: Ward, Enrique, Lovren, Lambert, Manquillo, Balotelli, Rossiter.

Ekki alveg viss hvort að Gerrard er á miðjunni eða sóknartengiliður áfram líkt og gegn Wimbeldon. Grunar að Henderson verði á vængnum og Markovic í sinni stöðu, hann er sóknarmaður ekki bakvörður.

Borini er í liðnu á kostnað Lambert og Balotelli. Fyrsti leikur hans í byrjunarliði á þessu tímabili og ekkert hægt að gagnrýna það ef menn hafa eitthvað séð til Balotelli og Lambert í vetur. Borini þekkir leikmenn Sunderland ágætlega enda lék hann með þeim á síðasta tímabili. Hann er þarna sökum frammistöðu á æfingu skv. Rodgers og vegna þess að hann hentar betur en hinir tveir.

Sterling er í fríi áfram og er staddur á ströndinni á Jamaica, löngu planað að gefa honum smá frí skv. Rodges.

Koma svo

77 Comments

  1. Hvað ætli Balotelli hafi gert af ser
    Hann virðist vera orðinn 4 framherji

  2. Sterling ,ég hélt að við hefðum nú ekki efni að hvíla hann, af hverju notar BR ekki 2 framherja??

  3. Hefur enginn annar en ég áhyggjur af rottunni innan herbúða Liverpool. Nákvæmlega rétt byrjunarlið lekur nánast undantekningalaust út deginum áður

  4. Ekki getur Balotelli átt mikla framtíð hjá Liverpool ef Borini er tekinn fram yfir hann þegar Sterling vantar. Er ekki að skilja þessi kaup á Balotelli.

  5. Hvernig var þetta ekki víti ?
    Djofuls aumingi þessi dómari! !!

  6. Ég bara get ekki sætt mig við að hafa Lucas inná miðjunni. Eina sem hann gerir er að senda eins til tveggjametra sendingar á næsta mann en við erum þó komnir yfir og áttum að fá víti.

  7. Alveg er ég viss um að Markó geti orðið meistari, synd og skömm að þetta skot hafi ekki farið inn ????

  8. Marko að rifja upp takta frá nafna? sbr. Arsenal leikurinn, sællar minningar. Þvílíkt skot!

  9. Jol….ég get ekki verið sammála þér.

    Lucas er búinn að vera solid sem CDM….stoppað 3 sóknir Sunderland, sem er nákvæmlega það sem hann á að gera. Ekki reyna að meta hann eftir því hvert hann er að gefa, hvert hann snýr sér eða hvað. Hvert er hans hlutverk sem djúpur varnarsinnaður miðjumaður? Að aðstoða vörnina og það er nákvæmlega það sem hann er að gera.

    Lazar búinn að vera góður í þessum leik, einstaklega miklar framfarir þar á ferð. Og þetta skot….bara að reyna þetta og hitta á markið verðskuldar mark.

  10. Balotelli inn í hálfleik fyrir Borini helst. Hann er óskynsamur og held hann fái rautt ef hann verður ekki tekinn útaf.

  11. Markovic nálægt því að skora eitt af ótrúlegri mörkum sögunnar, Þvílíkt skot!

  12. Herra Markovic að troða óhreinum sokk upp í mig. Er það ekki örugglega LKL ?

  13. Wow hvad tetta var frábært skot hja Markovic í slánna. Eda eins og Gummi Ben ordadi tad “erfidasta” skot sem ég hef séd!” Okkar menn hafa litid vel ut fyrsta hálftímann og vængbakvördurinn Markovic verid okkar langhættulegasti madur. Vona ad Borini verdi ekki kominn med rautt í hálfleik.

  14. Hræddur um að okkur verði refsað í seinni hálfleik fyrir að nýta ekki þessi færi okkar. Væri svo týpiskt.

  15. Maður er ekkert rólegur fyrr en Liverpool er komið í 3-0.

    Og í því klúðrar Borini ????

  16. Markovic, Coutinho, Can og Lucas verid mjog godir, Gerrard, Henderson, Borini einnig verid gódir. Litid reynt á vörnina tar sem Lucas, Henderson, Can ofl. stoppa allt ofar á vellinum en Sakho og co virkad traustir

  17. Flottur leikur, meira svona í seinni hálfleik.

    Ekki sammála mönnum á Twitter og fleiri stöðum að Borini eigi að fara útaf í hálfleik. Hann minnir mig á Dirk Kuyt í þessum leik. Hleypur um allt, bendir mönnum að senda inní svæði sem eru opin. Hefur komið sér í góð færi en á erfitt með að klára þau.
    Sé miklar framfarir hjá honum og Lazar.

    Lucas búinn að vera solid til baka og vörnin í heild sinni mjög yfirveguð. Mignolet er búinn að taka tvær hornspyrnur með því að taka flott úthlaup.

    Flott flæði í leik okkar manna þar sem Coutinho er arkitektinn, sem og Henderson.

    YNWA – Captain Fantastic.

  18. Frábærar 45 mín búnar og er eiginlega ótrúlegt að við höfum ekki verið með meira forskot.
    Sunderland liðið kemst ekkert áfram og hafa ekki fengið tækifæri á meðan að við höfum fengið nokkur góð tækifæri til þess að bæta við(og já þetta var 100% víti í byrjun).

    Maður er alltaf hræddur í stöðuni 1-0 og er það týpískt liverpool að missa þetta niður en maður getur en ekki annað en hrósa strákunum fyrir góðan fyrirhálfleik.

  19. Frábærlega spilað, góð pressa og ákefð hjá mönnum og ótrúlega svekkjandi að aðeins sé komið 1 mark. Vörnin með besta móti þó lítið hafi reynt á hana reyndar. Ef við höldum þessu áfram í seinni tökum við þetta 3-0.

  20. Þetta hefur nú heilt yfir bara verið nokkuð gott. Eina neikvæða er að vera ekki með meira forskot í hálfleik, við höfum allavega fengið færin til þess. Bolta haldið vel innan liðsins og Coutinho stjórnar umferðinni vel.

    Mér finnst mjög gott að Sterling sé að sóla sig á Jamiaca. Drengurinn er búinn að spila ótrúlega mikið miðað við aldur og það verður að passa hann. Mér sýnist Rodgers vera að gera hárrétt með að gefa drengnum smá jólafrí.

  21. Sælir félagar
    Frábær leikur hjá okkar mönnum og allir að spila vel. Ættum að vera búnir að skora svo 2 -3 mörkum meira en svona er þetta. Áfram með þetta svona í seinni þá verður áfram gaman.

    Það er nú þannig

    YNWA

  22. Við erum aular að vera ekki 3-0 yfir allavega. Okkur verður refsað fyrir þetta ef við bætum ekki við marki fljotlega

    En sæll skotið hja Markovic atti svo skilið að enda i netinu.. sa er buin að eiga goðan fyrri halfleik

  23. Ef Balotelli hefði svona 25% af vilja og baráttu Borini þá væri Liverpool í toppbaráttunni…Team Borini!

  24. Ætla að fá far með Lucas lestinni, hver vill koma með?
    Borini er á hættusvæði, var það eiginlega um leið og BR valdi hann í byrjunarliðið! Þetta virðist vera einhver wannabe harðhaus með núll common sense! Maður fer nú svosem ekki framá að menn kljúfi atómið en hey.. Sýna smá skynsemi!!
    Það læðist að mér grunur að þetta verði erfitt í seinni hálfleik ef menn ætla sér bara að vera í comfort zone og halda að þetta sé komið, það þarf að nýta færin hvort sem staðan er 1-0 eða 5-0 !!!!!
    Ps. Er óendanlega pirraður að horfa á Borini inná og ég get ekki útskýrt afhverju!

  25. Bara frábær framistaða. Sunderland hefur mátt eiga það þeir verjast vel og hafa ekki gefið mörg færi á sér í þessum leikjum. En við erum að stúta þeim hvað eftir annað. En færin eru þó allavega að koma á færibandi en auðvitað spurning hvort við mætum í seinni hálfleikinn það er nú helsta áhyggjuefnið.

  26. Gerrard og Lucas saman í liðinu… getur ekki klikkað! Og Borini, klaufi að skora ekki en flinkur að ná færinu.

    Nú þarf að stilla miðið, finna jafnvægispunktinn milli fótanna og setja þann hnöttótta réttu megin stangarinnar. Gefa ekki tommu eftir á miðjunni og ég sofna glaður í kvöld.

  27. flottur fyrri hálfleikur, en áhyggjuefni að staðan skuli einungis vera 0 – 1. Þetta er lang, langt í frá með að vera í höfn. Virkilega gaman að sjá Marko, sá er að stimpla sig inn. Flestir leikmenn búnir að vera góðir og Gerrard loksins í sinni réttu stöðu!

    Hef samt áhyggjur af því að Borini fái rauða spjaldið fljótlega í seinni hálfleik. Rosalega klaufaleg og ljót brot hjá honum.

  28. Borini er samt að skila því að við erum að vinna boltan trekk í trekk framarlega á vellinum með dugnaði að setja pressu á Sunderland vörnina. Balo er aldrei að fara að nenna þessu og er eins og við séum með Henderson frami.

    Gerrard meiddur og Lovren inná

  29. Jæja ekki var Markovic frammi heldur áfram á vængnum, engu að síður okkar hættulegasti maður og með meiri spilatíma erum við meira og meira að sjá hvað hann getur. Frábær í fyrri hálfleik ásamt Coutinho.

    Miðjan er mikið traustari að mínu mati með Henderson þarna og Borini hefur gert meira í þessum fyrri hálfleik en Balotelli í vetur. Ekkert frábær en hann spurning hvort hann hefði gert betur fyrr í vetur þegar Balotelli og Lambert fengu allann þennan spilatíma án árangurs?

  30. jæja þurfum hvort eðer að fara að venjast því að spila án Gerrard.
    Nú er bara að bæta við mörkum því ég hef enga trú á að við höldum hreinu.

  31. Rosaleg spjaldagleði í þessum dómara! Hef bara sjaldan séð annað eins!!!!!

  32. Jæja, nú sér maður í hvað stefnir. Við þurfum að fara að setj’ann bráðlega ef við ætlum ekki að missa Sunderland í einhvern rugl meðbyr einu færri…

  33. Hvað er að gerast. Einum fleiri og þá komnir á hælana. Verðum að kaupa markmann nuna…

  34. Hvað vilja menn leggja mikið undir að Sunderland skori manni færri?

  35. Eru menn að missa haus einum fleiri. Couthino heppinn að fá ekki rautt spjald og Mignolet í ruglinu í sláarskotinu. Mikilvægt að ná að öðru markinu a.s.a.p. Nú þarf leiðtogi liðsins að stíga upp og fá menn til þess að fókusera á það sem skiptir máli.

  36. Jæja, kemur tengdasonur þjóðarinnar inn á. Nú er að duga eða drepast kæri Maríus. Láttu nú ekki deigan síga og farðu í sturtu sveittur en ekki svekktur.

  37. einare – Coutinho er að fara frá boltanum og að reyna að forðast það að fá hann í sig úr aukaspyrnunni, aldrei spjald. Ef að leikmaðurinn er viljandi fyrir þá er það spjald, sbr fyrra spjaldið.

    En djöfull er Can góður! Andskotinn hvað ég er spenntur að sjá þann strák á næstu leiktíð!

    YNWA – Captain Fantastic.

  38. sfinnur – tek undir það, en miðað við hvernig dómarinn hefur dæmt í þessum leik þá er hann hreinlega að bjóða hættunni heim.

  39. Stórhættulegar aukaspyrnur hjá Sunderland…þarf Liverpol alltaf að brjóta af sér?

    …annars fínn leikur hjá okkar mönnum. Plís ekki eitthvað John O shea mark.

  40. Hef það á tilfinningunni að ef við skorum annað í þessum leik að þá verði það bara óvart!

  41. Sammála því, dómarinn hefur sett einstaklega furðulega línu í þessum leik.

    Er þó hræddari um að Lovren fái rautt, svona úr þessu.

    YNWA – Captain Fantastic.

  42. Sæl öll,
    Óþolandi að Liverpool skuli ekki keyra upp hraðann og klára leikinn þeir eru einum fleiri. Alveg dæmigert að Sunderland jafni.

  43. Er að horfa á leikinn á Stöð2Sport2 og á 83 mínútu er búið að setja á upphitun hjá Chelsea! Að þetta sé boðlegt!
    Ekki einu sinni hægt að segja þessu upp ASAP!!!

    Er eitthvað að gerast í þessum leik?

    YNWA – Captain Fantastic.

  44. Virkilega sterkur utisigur i dag og mikilvæg 3 stig en vid attum ad skora 3 mørk amk!

    Allt i retta att thratt fyrir stirdleikann.

  45. Erfiður seinni hálfleikur en virkilega sanngjarn sigur Liverpool. Þrjú stig í hús, það skiptir öllu máli.

  46. Númer 21…. þetta var einmitt mjög sannfærandi. Voru mjög þéttir, unnu flesta “annan bolta” og gáfu nánast engin færi á sér. Áttu 21 skot á móti 5 – ekki sannfærandi. Come on!!

Sunderland á morgun

Sunderland 0-1 Liverpool