A.F.C. Wimbledon

Sjónvarpsstöðvarnar hata það ekkert þegar litlu liðin stíða þeim stóru og líklega er það aðalástæðan fyrir því að þessi leikur er settur á mánudagskvöldi, seinna en flest allir aðrir leikir í þessari umferð. Liverpool hefur verið afskaplega óstöðugt undanfarin ár í þessum bikarkeppnum og þessi tvö lið eiga sér svo sannarlega sögu í þessari keppni, þó reyndar ekki beint þessi lið. Líklega er þetta gott tækifæri til að rifja aðeins upp hvað varð um “Crazy Gang” fautana í Wimbledon, liðinu sem m.a. vann Liverpool í úrslitum FA Cup 1988.

Endalok Wimbledon F.C.
Wimbledon var stofnað árið 1889 og spilaði í SV-London á heimavelli sínum Plough Lane. Liðið var 88 ár í utandeild eða til ársins 1977 er þeir fengu boð um að spila í deildarkeppninni. Á níu árum fóru þeir úr 4.deild í þá efstu og tveimur árum eftir það vann liðið bikarinn gegn Liverpool. Ótrúlegur uppgangur og stemming á Plough Lane sem var ennþá völlur ætlaður áhugamannaliði árið 1991 þegar Lord Justice Taylor gaf út Hillsborough skýrsluna sem kvað á um að stæði væru ekki lengur leyfileg á deildarleikjum á Englandi. Plough Lane tók um 7-8.þús ef það var alveg pakkað en stemmingin þar var einstök og félagið gríðarlega mikið fjölskyldufélag og samheldnin mikil innan sem utan vallar. Fyrir utan bikarinn var félagið aldrei í fallhættu fyrr en tímabilið 1997/98 og oftast í efri hluta deildarinnar.

Wimbledon varð að flytja og deildi velli með Crystal Palace á Selhurst Park í 10 km fjarlægð. Þetta átti að vera tímabundið á meðan Wimbledon myndi gera nýjan heimavöll en entist í 12. Á þeim velli fór ég á minn fyrsta leik á Englandi er Wimbledon og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli árið 1997. Vinnie Jones og félagar í fullu fjöri þarna en í þessum opnunarleik tímabilsins var Michael Owen að mig minnir í fyrsta skipti í byrjunarliði Liverpool og strax orðinn vítaskytta.

Wimbledon var eins og áður segir áhugamannalið í utandeild allt fram til ársins 1977 og spilaði fótbolta sem lætur Tony Pulis og Sam Allardyce líta út eins og Brasilíumenn. Þeir áttu því aldrei marga stuðningsmenn og gerðist það iðulega að stuðningsmenn gestanna á Selhurst Park væru með ca. 2/3 af stúkunni á heimaleikjum Wimbledon. Stuðningsmenn liðsins voru hinsvegar grjótharðir eins og liðið sem þeir studdu og tóku því ekki þegjandi þegar norskir eigendur liðsins ákváðu árið 2001 að færa heimavöll félagsins 100 km út fyrir London til Milton Keynes. Það er tiltölulega ný borg sem varð til upp úr 1960. Á svæðinu búa um 300.þús manns en þangað vantaði alvöru fótbolta lið. Eigendur Wimbledon voru búnir að velta upp þeim kosti að fara með liðið til Dublin sem og víðar á Englandi en enduðu þarna og mættu eðlilega mikilli andstöðu frá stuðningsmönnum, FA og flestum áhugamönnum um knattspyrnu. Leyfi fyrir flutningnum fengu þeir þó árið 2002 sem varð til þess að reglurnar um flutning knattspyrnuliða hafa nú verið hertar til muna. Liðið myndi spila eitt tímabil í viðbót á Selhurst Park og flytja svo.

Þannig varð A.F.C. Wimbledon til.

A.F.C. Wimbledon
Stuðningsmönnum Wimbledon hugnaðist eðlilega ekki svona NBA style flutning norsku eigendanna á sínu liði og svöruðu með því að hætta alveg að mæta á leiki, nánast hver einn og einasti hætti að mæta í mótmælaskyni tímabilið 2002/03. Samþykki fyrir flutningi Wimbledon kom 28.maí 2002. Tveimur dögum seinna gáfu stuðningsmenn Wimbledon það út að stofnað yrði nýtt lið og þann 13.júní var búið að hanna búninga, merki félagsins og finna nýjan heimavöll.

Heimavelli deila þeir með utandeildarliðinu Kingstonian sem var í miklum fjárhagsvandræðum og fór það svo nokkrum árum seinna að A.F.C. Wimbledon keypti völlinn og leigir þeim hann á lítinn sem engan pening. Kingstonian er í um 10 km fjarlægð frá Plough Lane, upprunalega heimavelli Wimbledon og ennþá eru uppi plön um að byggja nýjan völl í nágreni gamla heimavallarins en sá völlur var seldur og breytt í íbúðahverfi. Það er samkeppni um lóðir í þessum hluta London en þeirra plön eru að byggja 12.þús manna völl sem hægt verði að stækka í 20.þús.

Nýtt lið hóf leik í Combined Counties League sem er níunda efsta deild á Englandi og til að smala í lið var óskað eftir samningslausum leikmönnum sem töldu sig nógu góða í trial. 230 manns mættu og þar með voru stuðningsmenn Wimbledon komnir með nýtt lið til að styðja við.

Wimbledon F.C. var þá þegar komið í fjárhagsvandræði og fallið niður í Champinonship deildina. Það hjálpaði ekki þegar stuðningsmennirnir hættu að mæta og liðið var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2003. Áhorfendatölur skánuðu hjá liðinu á nýjum heimaslóðum (Milton Keynes) en þrotabúið seldi hvern þann leikmann sem eitthvað fékkst fyrir og liðið féll sannfærandi um deild árið 2004. Þá var þrotabúið keypt og nafni félagsins, búningum og merki breytt í MK Dons.

wimbeldon

Fótbolti er ekkert án áhorfenda er slagorð þeirra sem vilja sjá lægra miðaverð á leiki á Englandi og líklega sýnir saga Wimbledon okkur að knattspyrnulið er ekkert án áhorfenda. Það sem eftir var af leikmönnum Wimbledon og starfsfólki fór með til Milton Keynes og liðið hélt sínu sæti í deildinni en stuðningsmenn liðsins fylgdu ekki með og var á tímabili stríð milli félaganna hvort hefði meira tilkall til sögu gamla félagsins. Það fór þannig að eftirlíkingin að FA bikarnum sem Wimbledon vann sem og önnur verðlaun urðu eftir í London og A.F.C. Wimbledon fær að sýna þá gripi á sínum heimavelli. Líklega mun þetta verða þrætuepli milli stuðningsmanna þessara liða næstu öldina.

Meiri vitleysan.

Uppgangur A.F.C. Wimbledon
A.F.C. Wimbledon var ekki lengi að skrifa nafn sitt í sögubækurnar og hefur uppgangur félagsins verið magnaður. Félagið fór upp um fimm deildir á 9 árum og náði á þessum tíma lengsta kafla í sögu enska boltans fyrir taplausa hrinu leikja. Frá febrúar 2003 til desember 2004 spilaði félagið 78 leiki án þess að tapa. Þetta er einnig eina liðið sem var stofnað á þessari öld til að komast í deildarfyrirkomulagið á Englandi (efstu fjórar deildirnar) en það var takmarkið til að byrja með og voru stuðningsmenn bjartsýnir á að ná því á 10-15 árum.

Fyrsti leikur félagsins var mánuði eftir stofnun eða í júlí 2002. Æfingaleikur gegn Sutton og mættu rúmlega 4500 manns sem er magnað fyrir þetta level. Fyrsta tímabilið endaði liðið í þriðja sæti og komst ekki upp um deild þrátt fyrir að vinna ellefu síðustu leiki tímabilsins. Þar byrjaði þessi óslitna sigurganga og unnu þeir fyrstu 21 leiki tímabilsins á eftir eða 32 leiki samtals þar til þeir gerðu jafntefli.

Árið 2011 komst liðið aftur í deildarkeppnina (fjórðu efstu deild) eftir dramatískan sigur á Luton í vítaspyrnukeppni sem allir tengdir A.F.C. Wimbledon líkja hreinlega við sigurinn í FA Cup 1988. Liðið hefur verið í þessari deild síðan og barist í neðri hluta deildarinnar. Þeir bjargaðuðu sér m.a. frá falli á lokadegi tímabilsins 2012/13 þrátt fyrir að hafa byrjað daginn í fallsæti.

MK Dons og Wimbledon hafa aldrei verið í sömu deild en hafa þó mæst þrisvar. MK Dons unnu fyrstu tvo leikina sem voru í FA Cup og deildarbikarnum en A.F.C. Wimbledon lagði þá loksins í Neðrideildarbikarnum árið 2013. Stuðningsmenn MK Dons kalla þessa erkifjendur sína jafnan AFC Kingston enda liðið nýtt og staðsett þar. Heldur langsótt samt enda hefur ekkert Wimbledon lið spilað í Wimbledon síðan 1991. Chris Perry fyrrum leikmaður Wimbledon og stuðningsmaður lýsir MK Dons svona.

Heimavöllur

Kingsmedow heimavöllur félagsins tekur tæplega 4.850 manns en aðeins um 2.300 í sæti. Þetta er 4.deildar lið sem er að berjast fyrir því að halda í sögu Wimbledon af öllum liðum og leigir utandeildarliði völlinn sinn, ofan á það fer þessi leikur fer fram í janúar. Þessi völlur bara getur ekki verið í góðu standi og ég efast um að meiðslahætta hafi nokkurntíma verið meiri fyrir okkar menn.

Fólkið á bak við A.F.C. Wimbledon er samt spennt fyrir leiknum enda stór áfengi fyrir þau að fá Liverpool í heimsókn. Þau vilja sannarlega gera þetta vel eins og stjórnarformaður og einn af stofnendum félagsins sagði

https://www.youtube.com/watch?v=abhkt-cS00A

Barátta og árangur stuðningsmanna Wimbledon er aðdáunarverður og þessi tæplega 13 ára saga þeirra er mögnuð. Þeir eru líklega með allra minnstu veltuna af öllum liðunum í deildarkerfinu á Englandi en hafa samt náð því að búa til atvinnumannalið á ný. Wimbledon og stuðningsmanna þeirra hef ég reyndar ekkert saknað en það hljóta allir knattspyrnuáhugamenn að fagna þeirra árangri. Það er vel hægt að skilja að þessi leikur er líklega einn af hápunktum stuðningsmanna Wimbledon sem hafa í 13 ár byggt félagið upp frá grunni. Þrautarganga þeirra er mun meiri en t.d. stuðningsmanna Leeds og Rangers sem lentu í svipuðum vandræðum fjárhagslega. Jonn Scales fyrrum leikmaður Wimbledon og Liverpool lýsti þessu vel í viðtali við FourFourTwo:

“When you add in all the dynamics of the classic FA Cup tie, it’s got the ingredients of a great, great game.

“The fans are going to absolutely relish this match and it will bring back so many great memories of ’88.

“It will be the culmination of this incredible journey that they’ve been on and the steps they took on Wimbledon Common so long ago when they formed the new club.

“I can’t wait to be down there to take in that atmosphere within the whole context of revisiting ’88, which I haven’t done that much over the past 25 years or so.”

Þetta er nákvæmlega eins og hann segir leikur þar sem Liverpool hefur ekkert að vinna. Allt annað en sigur gegn 4.deildar liði er skandall. Fyrir þeim er það eitt að fá að mæta til leiks stórsigur og stór áfangi á þeirra ferðalagi, þeir hafa aldrei komist svona langt í bikarnum.

Liverpool
Það er alveg ljóst að félagið stefnir á bikar og sérstaklega núna þar sem ljóst er að þetta er síðasta tímabil Steven Gerrard. Liverpool er reyndar að mínu mati ekki með nógu sterkan hóp til að keppa til verðlauna í fjórum keppnum en það er önnur umræða og á ekki við fyrir þennan leik.

Þetta er eins mikið skyldusigur og hægt er að hafa það en á sama tíma tækifæri til að hvíla þá leikmenn sem mest hafa spilað það sem af er þessu tímabili. Byrjunarliðið miða ég þó við að þeir sem hafa verið meiddir séu það áfram, þetta væri fínn leikur fyrir Flanagan, Suso, Allen og Balotelli sem allir hafa verið á meiðslalistanum.

Ég sé ekki þörf á þremur miðvörðum í deildinni og því alls enga þörf á því gegn 4.deildar liði A.F.C. Wimbledon. Ég skil alveg hvernig þetta er hugsað sóknarlega en hef áfram ekkert meiri trú á þessu kerfi en þeim sem Rodgers hefur áður náð árangri með. Það er mjög erfitt að giska á byrjunarliðið fyrir þessa viðureign og er ég því að skjóta duglega út í loftið. Þetta er hægt að útfæra sem 4-2-3-1 / 4-3-3 / 4-4-2.

Mignolet

Manquillo – Toure – Skrtel – Enrique

Rossiter – Gerrard

Borini – Lallana – Markovic

Lambert

Ætli Mignolet sé ekki búinn að vinna sæti sitt aftur í markinu og eins held ég að Jones sé meiddur. Helst myndi ég vilja að þetta væri fyrsti leikur nýs markmanns.

Líklega spilar Rodgers með sama kerfi áfram 3-4-3 en ég ætla samt að setja þannig upp að Sakho og Can fái hvíld í þessum leik ásamt Lovren. Sakho er með svipaða meiðslasögu og Sturridge og þarf að koma varlega inn að mínu mati. Can virðist líka vera meiðslapési en reyndar hefur álagið á honum ekkert verið svo mikið undanfarið. Lovren hefur síðan verið tæpur undanfarið. Líklegast verður einhver af þeim þó með í þessum leik. Skrtel spilar nánast alla okkar leiki og er að koma úr banni á meðan Toure ætti að vera okkar fjórði kostur í vörninni núna og því sá sem spilar leikinn gegn 4.deildar liði A.F.C. Wimbledon. Ef Enrique er svo heill heilsu myndi ég halda að hann fái þennan leik.

Þessi leikur ætti að vera gott tækifæri til að gefa ungum leikmönnum séns og ég tippa á að bæði Rossiter og Ojo komi við sögu í þessum leik og mögulega Brad Smith líka. Þetta gæti verið eitt af síðustu tækifærunum til að leyfa Rossiter að spila með Gerrard og það er hugsunin á bak við þessa uppstillingu hjá mér. Hann stóð sig vel þegar hann fékk séns í deildarbikarnum fyrr í vetur gegn sterkari andstæðingi. Henderson og Lucas þurfa hvíld eins og aðrir og Allen er meiddur.

Framar á vellinum vona ég að Sterling fari ekki einu sinni með til London nema þá til að hitta ættingja. Coutinho myndi ég hvíla líka en sé annað hvort hann eða Lallana byrja þennan leik. Markovic tippa ég á að verði á kantinum eða áfram sem vængbakvörður. Hinumegin tippa ég á Borini þó ég útiloki ekki að Rodgers prufi hinn 17 ára Ojo en sá leikmaður kom frá MK Dons og hefði líklega gaman af því að spila sinn fyrsta leik gegn A.F.C. Wimbledon. Hann hefur verið á bekknum undanfarið og er líklega lagt upp með að gefa honum séns ef vel gengur, jafnvel frá byrjun.

Frammi eru Balotelli (að ég held) og auðvitað Sturridge meiddir, raunar held ég að Lambert myndi byrja þennan leik hvort sem þeir væru meiddir eða ekki. Það er raunar alveg sama hver af tríóinu (Balotelli, Lambert, Borini) sem kemst ekki lengur í liðið deildinni byrjar þennan leik. Ráði þeir illa við þetta verkefni höfum við ekkert við þá að gera, raunar hefur enginn þeirra verið nálægt því að sannfæra mig um að þeiri eigi framtíð hjá Liverpool og fréttir þess efnis að Orgi verði kallaður heim úr láni strax í janúar eru ekki góðar fyrir þessa kappa.

Spá:
Þetta er leikur á litlum kartöflugarði gegn liði sem ber nafnið Wimbledon. Ekkert heillandi við það en munurinn á þessum liðum er það mikill að ég trúi ekki öðru en að okkar menn taki þetta alvarlega og sigri nokkuð sannfærandi. MK Dons vann United 4-0 í fyrra en ég vona nú að við tökum A.F.C. Wimbledon, spái 1-3 sigri. Við höldum ekki hreinu, það er á hreinu.

36 Comments

 1. Ég vill sá Rodgers spilla áfram 3-4-2-1 því hún hefur bara reynst okkkur betur enn hinar núorðið. Núna væri fínn tími að fínpússa hana áfram. Sé enga ástæðu breyta henni þótt við erum að fara mæta 4 deildar liði.
  Ég er sammála að gefa ungu strákanum séns. Prufa Brad Jones í vinstri vængbakvarðastöðunni og Rossiter í miðjuna með Can. Ojo í sóknina
  Hvíla Sterling og Lallana og setja Coutinho og Henderson á bekkinn. Vil sá Gerrard og Markovi? sem sóknar miðjuparið og annaðhvort Lambart eða Ojo fremstan
  Migno
  Skrtel—–Toure——Sakto
  Manquillo—Rossiter—Can—–Smith
  Gerard—Markovic
  Lambert(Ojo)

 2. bíð eftir öflugum varnarsinnaðum miðjumanni.. trúi ekki að BR ætli ekki að stoppa uppí þann leka….

 3. Flottur pistill, vona samt að Balo byrji ég þráast ennþá við að hann verði nytsamlegur leikmaður fyrir LFC og mark fyrir hann kveikir vonandi smá neista í honum.

 4. Takk fyrir klassa upphitun????

  Þetta verður ekki auðveld ganga um kartöflugarðinn frekar en vanalega hjá okkar mönnum, vonandi dettur þetta okkar megin.

 5. Flott upphitun! Það er samt skrifað Wimbledon ekki Wimbeldon 🙂

  Innskot Babu: Frábært, kom nokkrum sinnum inná þetta Wimbeldon lið í færslunni 🙂
  En takk fyrir þetta, búinn að laga
  .

 6. Þetta verður hörkurleikur.

  Þeir sem spá einhverjum stórsigri á útivelli í FA CUP hafa ekki verið að fylgjast með þessari frábæru keppni. Þetta er ótrúlega stór keppni og fyrir fram minni lið gefa ekkert eftir.

  Mér er alveg sama hvernig en ég vill bara að Liverpool komast áfram í næstu umferð en til þess er leikurinn gerður.

 7. Það er svo HRIKALEGA mikilvægt að komast áfram í þessari keppni. Steven Gerrard vill enda ferilinn með titli og þetta er einn af þeim stærstu sem við getum náð í. Ég verð mjög svekktur ef menn ætla að taka einhverja stóra sénsa annað kvöld. Vil bara keyra þetta í gegn með góðum útisigri!

  Segjum 1-3 og við fáum stórleik í næstu umferð á Anfield.

 8. Sælir félagar

  Það er nú svo að ekkert er víst í þessum fótbolta. Fæst orð hafa minnsta ábyrgð en þó ætla ég að spá okkar mönnum sigri í baráttu leik 2 – 4.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 9. Dúkkulísufótbolti mun ekki ganga.
  Þeir eru að fara að spila í kulda á blautum kartöfluvelli á móti mönnum sem myndu sóma sér vel í rugby deildinni og það verður ekkert auðvelt.

  Vonandi meiðist enginn og vonandi koma menn án hiks inn á völlinn.
  Ætti að vera í lagi að setja einhverja þrjá spennta U21 gaura inná.
  Hvíla Sterling, Lallana og Sakho að minnsta kosti, þurfum þá í næsta deildarleik.

  1-4 aldrei clean sheet.
  YNWA

 10. Ekki mikið spenntur fyrir þessum leik, með fullri virðingu fyrir Wimbledon. Það er bara sorglegt ef við getum ekki haldið hreinu gegn þessu liði sem er með einhvern kraftlyftingagaur í sókninni hjá sér. Það er auðvitað meiðslahætta, en ekki bara hjá leikmönnum Liverpool, heldur báðum liðum.

  Ég geri kröfu um að við höldum hreinu og vinnum þetta 0-4. Mig langar að sjá eins og tvo unga leikmenn spila hjá okkur og hafa Lambert og Borini frammi. Þeir ættu að vera klárir í svona “leðjuslag”

 11. Skv. @DamienLFCp þá á þetta að vera byrjunarlið kvöldsins:

  Mignolet – Emre Can, Škrtel, Sakho – Manquillo, Henderson, Lucas, Markovi? – Gerrard, Coutinho – Lambert.

  Ef satt reynist þá er augljóst að þessi keppni er tekin af fullri alvöru. Finnst samt skrítið að einn eða tveir ungri leikmenn skuli ekki fá sénsinn.

 12. Nr. 15

  Þetta lið kæmi mér ekkert svo mikið á óvart heldur þó ég sjái ekki betra tækifæri til að nota hópinn en í þessum leik. Aðalatriði að þarna fengi a.m.k. Sterling smá hvíld.

 13. Öll helstu lið Englands eru ekki að misstíga stig og það hefur ekki verið neitt svona FA cup Shock, plís ekki láta það koma fyrir okkur.

  Annars er möst að Gerrard spili þennan leik!

  YNWA

 14. Afsakið þráðrán – en veit einhver á hvaða stöð Afríkukeppnin verður sýnd?

 15. Ný sýnist mér margir hér vera nokkuð sigurvissir og þá er nánast hægt að bóka úrslit sem munu valda okkur vonbrigðum. Yfirleitt eru þeir skelfilegir gegn þessum slöku liðum svo ég held að menn ætti að temja aðeins bjartsýnisspár sínar.

 16. Sælir félagar

  Af hverju ættum við að temja (hemja) bjartsýnisspár okkar. Mér finnst eðlilegt að gera þá kröfu til liðsins að það vinni þennan leik og það nokkuð örugglega. Það skiptir ekki nokkru máli hvort þar verða tröll eða dvergar, kartöflugarður eða flosteppi. Þennan leik á Liverpool einfaldlega að vinna og það nokkuð örugglega. Annars eru hlutirnir í meira ólagi en maður heldur.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 17. Tek undir með Sigkarli, ég veit að það getur allt gerst í boltanum og okkar menn sýna það reglulega en daginn sem ég verð ekki frekar bjartsýnn (heldur en svartsýnn) fyrir leik Liverpool gegn 4.deildarliði verður líklega dagurinn sem ég hætti að fygljast með þessu sporti.

 18. Ég tek undir með þér Sigkarl um að þetta sé lið sem Liverpool eigi að vinna alla daga ársins en ef menn hafa kannski ekki fylgst með frammistöðu liðsins að undaförnu er vel skiljanlegt að biðla til fólks um að búast ekki við of miklu.

  Hvað áttum við aftur að vinna Leicester fyrir nokkrum dögum síðan með mörgum mörkum? eða Ludogoretz heima og úti? Basel heima? Sunderland? Crystal Palace úti?. Eins og þú sérð er engann veginn hægt að bóka öruggan Liverpool sigur miðað við frammistöðu liðsins á tímabilinu.

 19. Þetta verður erfiður leikur á móti liði sem kemur til með að hlaupa úr sér lungun, auk þess sem vallaraðstæður eru erfiðar. Hef ekki trú á öðru en að menn mæti mótiveraðir til leiks enda hafa menn margoft orðið vitni af óvæntum úrslitum í þessari keppni. Þetta er hins vegar ekki flókið. Allt annað en sigur gegn Wimbledon er einfaldlega skandall.

 20. Mjög flott upphitun…takk fyrir það !
  :O)

  Þetta gæti orðið hörkuleikur með óvæntum uppákomum og vító..

  Spái okkur sigri að lokum !!

  YNWA

 21. Þegar Jones fékk tækifærið í markinu þóttist ég viss um að Liverpool væri komið langt með að ganga frá kaupum á nýjum markverði. Ég er mjög svekktur með svo er ekki og því miður virðist ekki líklegt að það gerist.

 22. Janúar glugginn opnaðist fyrir 48 tímum svo að menn ættu nú ekki að vera hissa að engin sé kominn. Mestu lætinn eru alltaf síðustu vikuna.

  P.s Lallana frá í mánuð 🙁

 23. Sælir félagar

  Ég er sammála þér Davíð#23 að mörg hafa vonbrigði okkar verið og við um sárt átt að binda þegar leikir hafa ekki farið að vonum. Það hefir gerst oftar en einu sinni og oftar en tvisvar og víst getur það gerst oftar þrisvar. Hitt er annað, og vil ég árétta það, að kröfur okkar sanngjarnar eru að liðið okkar vinni þennan leik aðöllum vonum og líkum

  Það er nú þannig

  YNWA

 24. Skelfilegt að heyra þetta með Lallana, þetta er ekki eitthvað sem þurfti núna og liksins þegar hann var byrjaður að smella með liðinu.
  Núna þurfa aðrir að stíga upp.

 25. Þetta er víst lið kvöldsin Skv Twitter
  Mignolet – Emre Can, Škrtel, Sakho – Manquillo, Henderson, Lucas, Markovi? – Gerrard, Coutinho – Lambert.

 26. Er ekki hægt að gefa einhverjum ungum séns í þessum leik? Finnst lélegt að vera að nota næstum því okkar besta byrjunarlið í þessari keppni gegn þessu lélega liði. Hvar eru þessi wonderkid sem eru að gera það gott með unglingaliðunum?

 27. Nú þar sem wiziwig hefur lokað síðunni hjá sér, veit einhver um opna síðu með þessum leik -og leikjum í enska boltanum almennt…?

 28. Ég held að menn væru nú ansi fljótir að taka hausinn af Rodgers ef hann myndi mæta með 2-3 kjúlla í þennan leik og hann myndi tapast.
  Hann er einfaldlega að fara the save way og ná vonandi öruggum sigri og hleypa smá sjálfstrausti í hópinn.

 29. Ég er að vonast til þess að liðsuppstyllingin verði svona. Gerrard komi inn fyrir Lallana, Henderson fari á miðjuna og markcovic og Manqullo eru í -Kant/bakvarðarhlutverkum.

  Mignolet –

  Emre Can, Škrtel, Sakho –

  Manquillo, Henderson, Lucas, Markovi? –

  Gerrard, Coutinho –

  Lambert

  Leiðinlegt að Lallana meiddist, því hann virtist vera kominn loksins í gang.

 30. Liverpool XI: Mignolet, Manquillo, Sakho, Skrtel, Can, Markovic, Lucas, Henderson, Gerrard, Coutinho, Lambert.

  Substitutes: Ward, Enrique, Toure, Moreno, Borini, Balotelli, Williams

STEVEN GERRARD Á FÖRUM! – UPPFÆRT

Byrjunarliðið á Kingsmeadow – UPPFÆRT