Liðið gegn Leicester

Gerhard kemur inn fyrir Manquilo en annars er liðið óbreytt frá sigrinum gegn Swansea

Mignolet, Can, Toure, Sakho, Moreno, Gerrard, Lucas, Henderson, Coutinho, Lallana, Sterling

Balotelli er ekki í hópnum.

Á bekknum: Ward, Lovren, Lambert, Manquillo, Borini, Markovic, Ojo

114 Comments

 1. Rodgers neyðist til að rótera í þessari leikjatörn, en maður kemst ekki hjá því að hugsa hvort þetta lið sé betra með Henderson inná miðjunni og Manquillo í wing-back?

  Og það sem má ekki segja: Gerrard á bekknum!

 2. Að breyta liðinu bara til þess að troða Gerrard inn er ég alls ekkert hrifinn af. Manquilo út og Hendo í RWB er ekki sniðugt finnst mér því Hendo eru gríðarlega öflugur í pressunni á miðjunni.

  Og enginn Balotelli? Ætli þetta sé vísbending um að hann sé að fara í Jan? Skil það vel því hann hentar engann veginn í þetta lið sem einkennist af pressu frá fremsta manni.

 3. Vona bara að við dettum ekki í það að spila á sama leveli og Leicester. Ef við spilum okkar pressu bolta að þá vinnum við þennan leik þægilega. Annars fer þett illa.

 4. Annað hvort er Ballotelli eitthvað smá meiddur sem ég hef ekkert heyrt eða hann er pottþétt að fara

 5. Stærsta frétt dagsins hlýtur þó að vera að Rodgers hyggst ekki styrkja leikmannahópinn í janúar…

  Kanski hann hafi verið að horfa á einhverja aðra spila í vetur en við?

 6. Daginn og gleðilegt ár..
  Nú er illt í efni.. Búið að leggja niður Wizwig.. 🙁
  Er einhver með slóð á góða síðu þar sem er hægt að streama leikjum í góðum gæðum?

  Kv.

  Ari

 7. Ekkert að marka hvað Rodgers segir í einhverju viðtali fyrir leik um leikmannakaup. Hann sagist heldur ekki ætla að kaupa Balotelli…

 8. Nafni minn nr. 7 bókstaflega sagði allt um málið sem ég vildi koma að.
  Pressan allt önnur með Henderson inn á miðju og hann einn okkar mikilvægasti maður og sóun að hafa hann á kantinum.

  Tökum þetta samt örugglega, hef góða tilfinningu fyrir því að liðið sé að komast á run.

 9. Jæja Stoke náðu 1-1 jafntefli á móti United,
  Núna verða menn að peppa sig upp og ná 3 stigum á eftir.

 10. Búið að breyta endurkomu Sturridge, var alltaf skráður tilbaka 10 jan á meiðslalistanum enn nú er búið að breyta því í 31 jan. Veit einhver hvað málið er þar??????

 11. Hefði alveg viljað sjá Manquillo áfram í vængbakverðinum og Henderson áfram á miðjunni. Annars missi ég svo sem ekki svefn yfir því þar sem Gerrard gat hvílt allan síðasta leik og kemur vonandi ferskur inn.

  Hins vegar þá er það afar athugaverð staða ef Balotelli er ekki meiddur að hann skuli ekki vera í hóp fyrir leikinn en til að mynda menn eins og Borini og Ojo eru þar. Verst að Ojo var ekki með og hefði getað komið inn á í nokkrar mínútur gegn Swansea, hrikalega efnilegur og flottur strákur sem við eigum þar.

  Annars líst mér ágætlega á þetta, vonandi að okkar menn hafi verið spakir í gær og taki leikinn af fullum krafti á eftir.

 12. Hjálp, búið að loka Wiziwig a.m.k. í bili. Veit að þetta er óþolandi en getur einhver hent inn síðu sem er með acestream-linka á leikinn ef einhver finnur. Takk fyrir og gleðilegt árið.

 13. Þetta er nákvæmlega eins og maður átti von á.
  Auðvita kemur Gerrard í liðið og þótt að Henderson átti góðan leik síðast á miðjuni(gegn galopnu Swansea liðið) þá datt hann ekki úr liðinu og þarf bara að skila inn framistöðu sem Wing back .

  Það sem hræðir mig mest er fjarvara Skrtel sem mér finnst vera okkar besti varnamaður nánast leik eftir leik. Fjarvera hans í föstum leikatriðum og alment í loftinu gæti gefið gestum tækifæri.

 14. Hvar eru menn að horfa á þennan leik (á netinu) víst að það sé búið að loka fyrir Wiziwig? Veit einhver um góð stream eða góðar streamsíður?

 15. sportcategory.tv – Ekki góð gæði en ekki stakt hökt og enskir lýsendur.

 16. Enginn hérna með update á Balotelli? Eða hvort það stemmir að Sturridge komi ekki inn fyrr en 31jan

 17. Takk fyrir þennan Siggi. #33 – fínn linkur

  Og gleðilegt nýtt ár, allir.

 18. Óverðskuldað víti. En maður tekur þetta auðvitað. Fyrirliðinn alltaf pottþéttur á punktinum.

 19. fór í andlitið á gaurnum en dómarar sja þetta ekki hægt og í endursýningu en hann rendi sér með hendur úti og þetta leit þannig út.

 20. Staðsetningarnar hjá Mignolet eru ótrúlegar. Að stilla 2 í vegg og standa svo úti við fjarstöng er að biðja um mark.

 21. #42 satt er það set stórt spurningamerki við hvernig hann stillti upp í vegg.

 22. enginn með Acestream linka?
  allt þetta flash og in browser linkar eru oftast nær bara drasl…

 23. #44

  Þessi er frábær. það póstaði honum einhver hér að ofan. megi hann hafa þökk fyrir 🙂

 24. Er ekki sakho búinn að margbætta sig í sendingargetu síðan á síðasta tímabili?

 25. Sakho er afbragðs spyrnumaður. Elska þessa föstu bolta upp kanntinn hjá honum til að kickstarta sóknum

 26. Þessi markmaður minnir mig mikið á Reina með svona flott útspörk sem eru ósjaldan bara hreinar stoðsendingar fyrir mörk. Mikið sakna ég þess að hafa svona sterkan markmann.
  Vá aftur víti 🙂

 27. Menn sem eru að koma þvílíkt til núna:

  Sakho – gæðlaleikmaður sem les leikinn frábærlega og er með geggjaðar sendingagetu

  Can – Algjör nagli sem virðist vera 100% tilbúinn í slaginn og les leikinn einnig rosalega vel – hugrakkur

  Moreno – hraði, hraði, hraði og aftur hraði. Góður á boltanum

 28. Glæsilega spilað í þessum leik hjá Coutinho, varnarvinnan til fyrirmyndar.

 29. Það eru þrír tiltölulega einfaldir hlutir sem skipta sköpum í þessu öllu

  * Sterling kominn upp á topp. Þannig nýtist Coutinho líka betur, en hann er miðjumaður sem verður að hafa snöggan mann frammi sem getur fundið hlaup í eyðunum.
  * Þriggja manna vörn með djúpan miðjumann fyrir framan sig. Ekki áferðarfallegt en er vissulega að fækka mörkunum!
  *Lovren er kominn á bekkinn og Sakho er að spila eins maður sem hefur “point to prove!”

  Meistardeildin, hér komum við! (aftur)

 30. Það er nú allt í lagi að Gerrard sé inná að taka þessi viti. Og þessi sending á Henderson úr horninu var allt í lagi.

 31. Árið ! Hálf vorkenni Lester mönnum .. þessar vítaspyrnur algjört grín, en fínt að vera á þessum endanum þetta skiptið.

 32. Jæja dómarinn heldur betur að aðstoða okkur í þessum leik, erum að spila þokkalega en dómarinn hefði léttilega getað sleppt þessum vítum sérstaklega þessu fyrsta.

 33. Ekkert frábært, Mignolet stálheppinn og svo síðbúin jólagjöf frá dómaranum.

  Erum samt 2 – 0 yfir í hálfleik og því ber að fagna! Margir jákvæðir punktar. Sakho, Couthinho, Can og Moreno allir frábærir. Sérstaklega fagna ég því sérstaklega hvað Sakho er að eflast. Ekki bara naut í vörninni heldur hefur hann frábæran leikskilning og á flottar sendingar fram á við.

  Miklu meiri yfirvegun yfir vörninni en oft áður. Þetta er samt langt í frá búið og við þurfum helst að skora snemma í seinni hálfleik og loka þessum leik. Koma svo LFC!

 34. eru Can og Sakho ekki bara framtíðar miðvarðapar? Báðir með góða boltatækni og panikka ekki ef það kemur maður í þá, góðir spyrnumenn og hávaxnir. Loksins hægt að spila úr vörninni en ekki bara sparka endalaust fram

 35. Mér sýnist bara að menn séu byrjaðir að smella mikið betur saman og því ber að fagna.

  Maður hefur beðið eftir því eftir vonbrigðin í byrjun tímabils en það er ekkert mál að fara aftur í meistaradeildina með þessari spilamennsku sem við höfum séð í síðustu leikjum.

  Og menn meiga ekki gleyma að það styttist í Sturridge og hann er aldrei að fara minnka gæðinn inni á vellinum en vonandi mun strákurinn halda sér heilum allavega út tímabilið.

 36. 2-0 yfir og maður er sáttur.
  Spilamenska liðsins er nú samt ekki frábær en staðan er góð.
  Gestirnir voru miklu grimmari í byrjun leiks og var allt í tómu tjóni hjá okkar mönnum en gefins vítaspyrna róaði taugarnar(eftir að gestirnir voru tvisvar nálagt því að komast yfir). Svo var leikurinn nokkuð vel í járnum þegar mér fannst við fá aðra vítaspyrnu gefinst(fer í hendina en fyrir mér aldrei víti).

  45 mín Sterling/Lallana sprækir en Couthinho að deyja úr sjálfstrausti og er bestu í fyrirhálfleik. Gerrard búinn að koma mjög sterkur inn á meðan að mér finnst Lucas var að drulla á sig(og nei ég er ekki einn af þeim sem hata Lucas) hann er búinn að vera að selja sig, hlaupa úr stöðu og tapa boltanum.
  Toure þarf alltaf smá tíma áður en hann sendir boltan og hægir það aðeins á spilinu þarna aftast en djöfull var ég sáttur við hann síðustu 5 mín þegar hann var að skipa öllum fyrir og róaði leikinn.
  Sakho frábær varnarlega en stundum eru sendingarnar hjá honum og ákvörðunartakan með boltan ekki alltof góð.

  Jæja nú vona ég að við höldum bara áfram að halda boltanum, reyna að finna Couthino eða Lallana í fæturnar(þá gerist alltaf eitthvað). Svo er greinilega mikið pláss fyrir Henderson sem Gerrard og Hendo eru að vinna með. Vera þéttir fyrstu 15-20 mín og þá þurfa þeir að fara að opna sig og þá eigum við mann sem kallast Sterling sem fær fullt af plássi til þess að hlaupa í.

 37. Ég vill halda Can áfram þarna í vörninni en hann seldi sig tvisvar alveg skelfilega sem skapaði mikla hættu og voru þeir nánast búnir að skora þarna í byrjun.

 38. Það er klárt mál að þetta lið er á réttri leið miðað við framistöðuna í seinustu leikjum.
  Can og Sakho hafa komið virkilega sterkir í vörnina og svo er hættan af þeim Lallana, Sterling og Coutinho mun meiri heldur en að hafa verið með Lambert eða Balotelli þarna frammi.

  Vonandi heldur þetta áfram og liðið fari nú að klifra upp töfluna.

 39. Koma svo Borini þú ert næstfyrsti maður sem ég sé í dag. Gleðilegt þunnt ár!

 40. Með réttu ætti því miður staðan að vera 2-0 fyrir Leicester miðað við þessi víti sem Liverpool fékk í byrjun.

 41. Hálfleiksræða Leicester var að minna leikmenn á að skot á ramman þýðir mark.

 42. Þeir áttu þetta skilið að jafna leikinn eftir gjöf frá dómaranum, nú hefur liverpool tæpar 30 mín að gera eitthvað

 43. bíddu.. var að horfa á gömul atriði úr gömlum skaupum í smástund.. setti mute á leikinn og alltíeinu orðið 2-2 .. skaup á Anfield ..?

 44. Sæl öll,
  Óþolandi hvað BR er hrikalega seinn ef hann gerir það að bregðast við breyttum aðstæðum. Fabio Borini er ekki næganlega góður, inn á með Manquio og Henderson inn á miðju og Gerrard í stöðuna hans Lallana. Taka Borini út af strax Leicester eru búnir að eiga miðjuna og Borini hefur aldrei getað neitt fyrir Liverpool.

 45. Grínlaust finnst mér koma til greina að taka Mignolet útaf fyrir útileikmann. Öll skot á rammann eru inni hvort eð er.

 46. Ég kalla hér með á Markovich….. BR gerðu eitthvað af viti maður…. koma svo.

 47. Staðan er jöfn og það er verið að setja varnarmann inná? Er BR að fara halda jöfnu?

 48. Fáum vonandi nýjársgjöf frá liðinu síðustu mínúturnar. Koma svo.

 49. Hvernig í ósköpunum er hægt að vera 2-0 yfir á móti versta liði deildarinnar og gera 2-2 jafntefli og það á heimavelli? Burt með BR helst í gær!

 50. Hvað er hægt að segja? Ömurlegt að horfa á neðsta lið deildarinnar jafna í jafn mikilvægum leik og þetta er! Þvílík vonbrigði! Ömurleg byrjun á árinu og bjartsýnin sem kom eftir leikinn á móti Swansea er horfin.

  Okkar menn eru reyndar þreyttir, enda prógrammið stíft í desember.

  Verðum við heppin að halda stiginu???

  Það liggur sogurmark í loftinu en það gæti komið báðu megin!

 51. Í alvöru talað. Hvað kemur Mignolet því við að liðið leyfir sér að slaka á varnarvinnslu niður í 1. gír og Leicester menn fá tvö frí og óverjandi skot frá vítateigslínu? Fyrra markið snilldarskot, seinna í hornið sem varnarmaðurinn á að dekka.

  Þetta kallast vanmat, ekkert annað. Menn ætla að dúlla sér í gegnum seinni hálfleikinn, halda forskotinu og, í deild eins og þeirri ensku, er refsað á staðnum.

  Ef það er eitthvað sem Rodgers hefur ekki náð góðum tökum á þá er það að svæfa leiki. Það er eins og við þurfum að vera í overdrive til að fúnkera. Og það er áhyggjuefni, sérstaklega með 3 leiki á viku.

 52. Markovic bjargar marki frá Borini og Borini bjargar marki frá Coutinho. Borini er allstaðar!

  Koma svo YNWA!

 53. Tryggvi #87

  Ertu að segja það að Mignolet eigi að verja þessi skot í þessum tveimur mörkum??

  Þú ert örugglega einn af þessum moðhausum sem heimtaði að Mignolet myndi verja wondergoal-ið frá Jagielka fyrr í haust.

 54. BR þú varst að tapa fyrir neðsta liðinu, erum ekki einu sinni komnir yfir 30 stiga múrinn, úræðarlaust.
  BR OUT.

 55. Er það bara ég, eða stjórnar Liverpool aldrei miðju þegar Gerrard spilar?

 56. Rodgers versti mapur leiksins, hvernig honum dettur í hug að stilla ekki upp sömu miðju og í síðasta leik er rannsóknarefni.

  Gerrard tekur allt flæði úr spili Liverpool og er alltof hægur varnarlega

 57. Newcastle vantar stjóra.
  Mike Ashley þú færð Rodgers, Allen, Lovren og Balotelli á 35 pund og fötu af KFC.
  Make it happen Mike

 58. Mér er öllum lokið!! Sammála #100 hér að ofan… Var að horfa á endursýningu á þessum mörkum og í seinna markinu öskrar á mann getuleysi og sofandaháttur. Gerrard fremstur í flokki sem lætur Leicester leikmenn dingla framhjá sér eins og þeir séu í jólaboði. Ljóta hörmungin. Svona skellur skrifast bara á andleysi. Nýársteikin hefur verið einum of þung í maga. Ég hallast að því að það þurfi að skipta um mann í brúnni. Svona kraftleysi og kæruleysi skrifast á þjálfarann allann daginn. Það er hans hlutverk að halda mönnum á tánum. Menn með fleiri milljónir í vikulaun eiga ekki að geta leyft sér svona sofandahátt.

Leicester City á nýársdag

Liverpool 2 – Leicester 2