Leicester City á nýársdag

Okkar menn hefja árið 2015 á heimavelli gegn Leicester City, botnliði Úrvalsdeildarinnar, og freista þess að vinna sinn þriðja deildarsigur í röð.

Umfjöllun um andstæðingana að þessu sinni er nokkuð borðleggjandi; þeir eru langneðstir í Úrvalsdeildinni og hafa verið vonlausir það sem af er tímabili. Eftir ágætis byrjun þar sem þeir lögðu Stoke á útivelli og náðu jafnteflum heima gegn Arsenal og Everton unnu þeir Man Utd í 6. umferðinni. Síðan þá töpuðu þeir 10 og gerðu 2 jafntefli í næstu tveimur leikjum, þar með talið 3-1 tap gegn Liverpool fyrir mánuði, og hafa virkað eins og lið sem er á leið lóðrétt niður. Nigel Pearson stjóri liðsins þótti nær öruggur sem fyrsti stjórinn sem yrði látinn hætta með Úrvalsdeildarlið í vetur.

Nema hvað, svo allt í einu náðu þeir að vinna Hull City á útivelli í síðasta leik og færðust aðeins nær fallbaráttupakkanum fyrir vikið. Svo var Neil Warnock rekinn, svo fór Alan Pardew (væntanlega, ekki staðfest enn) frá Newcastle yfir til Crystal Palace, og svo var Alan Irvine rekinn frá West Brom.

Og enn tórir Nigel Pearson, og enn er lífsmark með Leicester þótt það sjáist varla ljóstýran til þeirra.

Höfum það samt á hreinu að þetta er lið sem okkar menn eiga að vinna á Anfield og verða að vinna.

Af okkar mönnum er það helst að frétta að Martin Skrtel fékk 5. gula spjaldið sitt í deildinni gegn Swansea og verður því í leikbanni. Eftir frábæra frammistöðu gegn Swansea er viðbúið að Rodgers breyti liðinu ekki of mikið, helst spurningin hvort og hvar Steven Gerrard kemur á ný inn í liðið eftir að hafa verið alveg hvíldur gegn Swansea.

Ég ætla að skjóta á að Kolo Touré komi inn fyrir Skrtel (eða Dejan Lovren ef hann er orðinn alveg heill) og að Gerrard komi inn fyrir Javier Manquillo, og að Jordan Henderson færi sig á ný út á vænginn.

Mín spá: Í síðustu tveimur heimaleikjum mættu Arsenal og Swansea og reyndu að spila fótbolta og uppskáru bæði yfirspilun. Okkar menn höfðu öll svör við þeirra taktík (helvítis að gefa Arsenal þetta stig). Ég býst hins vegar við að Leicester mæti til að verja stigið á morgun og að okkar menn verði að brjóta það niður.

Það gera þeir líka. Við vinnum 2-0 sigur, þann þriðja af lágmark ellefu í röð núna. Koma svo!

(Ég minni að lokum á Podcast #74 og áramótauppgjör Kop.is í síðustu færslu hér fyrir neðan. Þessi upphitun er í styttra lagi þar sem við fórum gríðarlega vel yfir þessi mál öllsömul þar.)

17 Comments

  1. Þarf ekki alltaf að vera langt fínasta upphitun.

    Einfalt sigur og ekkert annað, ég ætla ekki að vakna þunnur og ógeðslegur til að horfa á Liverpool tapa. Ef þeir tapa dett ég í enn meiri þunglyndisbömmer yfir hve nýja árið byrjar illa og hugsa með mér að þetta gæti orðið slæmt ár.

    Gleðilegt nýtt ár og vinnum fokking Leicester á morgun 🙂

  2. Það dugar engin þynnka hjá okkar mönnum á morgun, sigur og ekkert annað og klifið upp töfluna góðu heldur áfram.

  3. Sælir félagar

    Kem bara hér inn í dag til að óska öllum Liverpool stuðningmönnum fjær og nær hvar er sem er um jarðarkringluna og þótt víðar væri leitað, af öllum kynjum og trúuðum og trúlausum, af öllu litrófinu og hver veit hvað, til hamingju með að vera stuðningsmenn okkar ástkæra liðs og óska þeim öllum og hverjum fyrir sig árnaðar og sigursældar nú og um alla framtíð.

    Sérstaklega vil ég þó þakka þeim snillingum sem halda þessari síðu úti fyrir óeigingjarnt og upplýsandi starf í okkar þágu og liðsins og heimsins alls.

    Það er nú þannig

    YNWA

  4. Mikið rosalega vona ég að Rodgers fari ekki að troða inn Gerrard svona af því bara. Mér finnst að liðið nái að halda betri pressu með hann á bekknum og ætti að fara notast sem supersub núna.

    [img]https://www.youtube.com/watch?v=vZCLyj9R9BY[/img]

    Hvar er þessi pressa og ákefð búin að vera í allt vetur?
    Ef við spilum með þessari pressu á morgun þá verður þetta slátrun.

  5. Haldiði að Sterling byrji ? (svona uppá fantasy) mikið álag búið að vera á honum

  6. Svo ég hætti nú að spamma þessa upphitun með “þráðránum” þá sá ég smá tölfræði um Lucas á reddit og vildi henda því inn fyrir þá sem enn hafa ekki áttað sig á mikilvægi Lucasar(já þeir eru víst nokkrir).

    ” In the BPL our record with Lucas reads P9, W6, D2, L1. The one loss he played 45mins against West Ham. Without him it reads P10, W2, D2, L6. If that isn’t damning enough lets go a bit deeper.
    Who shall we compare him to? Gerrard, Henderson and Allen seem the logical choices to me.
    Lucas makes 2.1 interceptions a game. Gerrard-0.7, Henderson-0.8, Allen-1.3.
    The Brazilian makes 3 tackles a game. Gerrard-2, Henderson-2.4, Allen-2.
    He wins four times as many headers than Gerrard (2 to 0.5 a game) and 10 times more than Allen! Yes 10! Henderson comes in with 1.3.
    He also makes more blocks and clearances than the other three but most interestingly he commits more fouls than the other three. For me this is a very important part of his game, he makes the foul, holds his hands up straight away, apologises, smiles and usually doesn’t get booked.
    He commits roughly 3 times as many fouls than the others but has only been booked twice! Same as Hendo and Allen (Gerrard with one yellow).
    Now I think you can make stats say what you like, and the other three obviously offer more going forward but creative midfielders has not been our problem this season (or last). This season we’ve been crap defensively and we can’t finish our dinner but Lucas can at least help with half of that problem!”

  7. Gerrard byrjað pottþétt á morgun og verð ég alltaf sáttur að sjá fyrirliðan og Liverpool legend leiða sitt lið úr göngunum.

    Lucas hefur verið mjög misjafnt í sínum leikjum . Hann kom með stöðuleika til að byrja með en átti skelfilegan leik gegn Burnley og síðasti leikurinn í meistaradeildaleikirnir hans var skelfilegur.

  8. Hvernig sjá menn fyrir sér byrjunarliðið, geta menn á borð við Sterling, Lallana og Coutinho spilað eftir allt álagið sem hefur verið í desember?
    Ég myndi stilla upp eftirfarandi:
    Mignolet
    Can Touré Sakho
    Henderson Gerrard Lucas Moreno
    Lallana Markovic
    Balotelli

    Sterling kemur inn fyrir Balo eftir 60 mínútur.

    Þetta lið ætti að klára þetta Leicester lið án vafa, snýst allt um að fá sín 3 stig og komast sem auðveldast út úr því 🙂

  9. Villi ætlar þú að setja okkar besta mann í síðasta leik á bekkinn?
    Coutinho var yfirburðarmaður okkar á vellinum hversvegna?

  10. Ég hef hugsað það lengi, alveg frá því að stevie var uppá sitt allra besta að mig langaði til að sjá hann spila uppá topp, ég meina af hverju ekki að reyna það? gaurinn er með einna bestu sparkgetu í heiminum og hann hefur nú aldeilis hraða menn í kringum sig, auk þess að það eru ívið minni hlaup þar auðvitað en á miðjunni, hvíla hann svo eins og þarf, just a thought ^^

  11. Hann spilar með sitt sterkasta lið á morgun. Dterling ofl fá hvíld í bikarnum en á morgun skulu menn druslast til að pressa og berjast, þó það þýði að þeir æli morgunverði síðan 1.des!

    Þetta er leikurinn! Síðustu 3 hafa undirbúið þetta en þetta er leikurinn sem sker úr um það hvort við berjumst um 3-4 sæti eða ekki.

    Come on you reds, já og gleðilegt ár “fjölskylda”

  12. Totieltoro ég er ekki að taka hann úr liðinu ævilangt!
    Brendan þarf að dreyfa álaginu, getur líka hvílt Lallana og látið Coutinho spila en hvor sem verður hvíldur mun hann spila síðustu 30 mínútur.
    Getum ekki spilað í tveimur bikarkeppnum, evrópudeild og ensku deildinni á 12-13 mönnum.

Podcast #74 / Áramótauppgjör Kop.is – 2014

Liðið gegn Leicester