Liðið gegn Swansea

Liðið er komið:

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Manquillo – Henderson – Lucas – Moreno

Lallana – Sterling – Coutinho

Bekkur: Ward, Lambert, Markovic,Gerrard, Toure, Balotelli, Borini

Manquillo kemur inn í stað Gerrard og Henderson fer því væntanlega inn á miðjuna. Moreno kemur inn í stað Markovic og Can byrjar sinn fyrsta leik síðan 8 nóvember. Danny Ward (21) er svo varamarkvörður okkar í kvöld í fjarveru Jones.

Sem sagt sama lið og lak út í gær.

Þrjú stig takk!

97 Comments

  1. 3 framherjar á bekknum en enginn í byrjunarliðinu.. Slap in the face by Brendan much? 😉
    Tökum þetta 2-1

  2. Finnst þetta frekar miklar breytingar á liðinu, en Rodgers hlýtur að vita hvað hann sé að gera. Þetta lið á að vinna Swansea 2-1 fyrir Liverpool.

  3. Haldið þið að það sé ekki verið að fara í 4-3-3 aftur fyrst Moreno og Manquillo, týpískir bakverðir, eru komnir inn í liðið?

    Verður gaman að sjá hvort Can er á miðju eða vörn!

  4. Gæti verið hvorttveggja Bjöddi, verður spennandi að sjá. Gott að sjá að hann róterar mannskap líka, er svo ekki næsti leikur á fimmtudaginn?
    Sáttur, verður gaman að sjá hvernig þeir takast á við þá hvítklæddu 🙂

  5. Tökum þetta af því að hin sem eru fyrir ofn okkur gerðu flest jafntefli.
    Næg rök 🙂
    YNWA

  6. Nauðsynlegt að rótera töluvert á milli leikja um þessar mundir. Það verður áhugavert að sjá hvort að uppstillingin verði 3-4-2-1, 4-3-3 eða jafnvel 4-2-3-1. Þessi leikur verður töluvert ólíkur leiknum á föstudaginn. Swansea betur spilandi lið og reyna meira að sækja upp kantana enda með eldfljóta og tekníska kantmenn. Svo eru þeir náttúrulega með töluverða ógn af Gylfa fyrir utan teiginn. Helsti veikleiki 3-4-2-1 eru að svæðin fyrir aftan kantbakverðina eru oft berskjöldið og bjóða uppá tækifæri fyrir andstæðingana að sækja í. Það mun væntanlega reyna meira á samvinnu kantbakvarða og miðvarða í þessum leik heldur en á móti Burnley. Hinn valmöguleikinn gæti verið 4-2-3-1 sem hugsanlega hentar betur á móti Swansea þar sem sú tektík ætti að loka betur á helstu ógnir Swansea liðsins.

    Annars finnst mér þetta liðsval nokkuð rökrétt miðað við það sem á undan hefur gengið uppá síðkastið.

  7. Mér finnst það áhyggjuefni að byrjunarlið Liverpool sé að leka út oft sólarhring fyrir leik.

    En 3 stig í kvöld, ég bið ekki um meira en það.

  8. Sæl öll,
    Ég hef það á tilfinningunni að Liverpool tapar í kvöld. Er sannfærður núna þegar ég sé að Arnar Björnsson á að lýsa leiknum.

  9. Eins og þetta lítur út fyrir mér þá eru 6 varnarmenn í byrjunarliðinu. Fróðlegt að sjá hvort þetta virki – því fjórir af þessum varnarmönnum búa yfir afbragðsgóðri sendingargetu, Manquillo,Moreno,Lukas og Can. Svo er Sakho ekkert slæmur heldur hvað sendingargetu varðar þó hann virki stundum tæpur. Núna er Henderson allavega í stöðu sem hann þekkir mjög vel og það gæti þvi komið meira úr honum en í síðustu leikjum.

    Mér þykir þetta byrjunarlið fróðlegt og virka á mig sem eitthvað sem hefur verið í þróun á æfingarsvæðinu eða það er mögulega verið að bregðast við því hvað Swansea er sterkt sóknarlega.

  10. Ef ég hefði þurft að velja liðið þá hefði ég líklega valið þetta lið. Svo ég held að ég muni a.m.k. ekki skammast út í Brendan ef illa fer varðandi liðsvalið. Þetta verður fróðlegt og mun snúast um hvort LFC vilji þetta meira. Einnig forvitnilegt að sjá Henderson “standa á eigin fótum” í kvöld, þ.e. berandi fyrirliðabandið og Gerrard á bekknum. Mér líður betur með að hafa Can í vörninni og með tvo nokkuð fljóta kannt/varnarmenn í Moreno og Manquillo

    Lallana, Sterling og Couthino svo saman frammi enn og aftur og mér finnst þeir vera farnir að spila betur saman svo gott mál bara

  11. Rosalega sakna ég þess að fá aldrei skot á mark hjá okkur utan teigs. Það er bara eins og það sé algjörlega bannað hjá okkur.

  12. Við reynum alltaf að spila í gegnum vel þéttan varnarpakka, þó það sé ekki séns að komast í gegn.

  13. Can er fínn í vörninni en fullmikið að vera með 2 bakverði á vængjunum.

  14. Mikið svakalega er ég ánægður með þessar fyrstu 18 mínútur.
    Flott spil og menn að vinna hver fyrir annan og virka á mig óttalausir.

    Velkomnir til baka Liverpool 🙂
    Núna er bara að hafa gaman af þessu og skora nokkur mörk

  15. Þetta er ansi ungt byrjunarlið. Fjórir eldri en 24 ára (Skrtel, Lucas, Lallana og Mignolet). Svo Henderson og Sakho 24 ára og restin meira og minna kjúklingar. Yrði auðvitað stórkostlegt ef stór hluti þessara ungu leikmanna nær að vaxa og dafna almennilega á næstu 1-2 árum.

  16. Gylfi í strangri gæslu hjá Lucas og Hendo, þar af leiðandi er lítil ógn frá Swansea

  17. Vá! Bjútufúl, alveg frá sendingunni frá eigin teighorni upp á Moreno vinstra megin frá Sakho. Falleg sókn!

  18. Virkilega góður leikur hjá okkar mönnum. Svakaleg vinnsla og leikgleðin skín af þessum drengjum.

    KOMA SVO!

  19. Þetta mark minnti mig dálítið á síðustu leiktíð. Einfalt og þægilegt mark, ekki séð mikið af þeim undanfarið. Vonandi að sjálfstraustið sé á uppleið hjá strákunum.

  20. Æðislegt að sjá Liverpool í fyrri hálfleik. Við erum virkilega verðskuldað yfir í hálfleik. Spilið búið að vera frábært og mörg færi skapast. Það besta er að vörnin er eins og klettur. Swansea hefur varla fengið færi.

    Brendan er greinilega á réttri leið.

  21. Verð að segja að þetta er einn besti fyrri hálfleikur sem ég hef séð hjá Liverpool í vetur með tilliti til varnarleiks. Varnarleikur liðsins alls hefur verið afar traustur og mikil yfirvegun í uppspilinu.

    Þessi taktík hentar Moreno sérstaklega vel þar sem hann hefur næmt auga fyrir sóknarhlaupum og hefur mikla hlaupagetu.

    Shelvey átti klárlega að fjúka útaf með rautt spjald fyrir olnbogaskotið á Can.

    Swansea leikmennirnir hafa virkað frekar þreyttir og þungir, sérstaklega fram á við. Mikilvægt að byrja seinni hálfleikinn af fullum krafti.

  22. Flottur fyrri. Sterling alveg haldið niðri en aðrir duglegir að skapa sér pláss. Vona að menn haldi pressunni í seinni og sigli þessu í höfn.

  23. Allt annað að sjá þetta. Sérstaklega í öftustu línu. Þá er bara að finna djobb í mötuneytinu handa Lovren 😀

  24. er bara sáttur við okkar menn eru bara að spila vel
    nú vill maður bara fleiri mörk

  25. Markvörður Swansea heldur þeim inni í þessum leik.

    Vona að Shelvey fái bann fyrir þetta olnbogaskot.

  26. Bíð með að tjá mig. Mànudagskvöld og Arnar Björns að lýsa er einhvernveginn ekki gott. Þetta lítur þó óneitanlega vel út 🙂

  27. Sælir félagar

    Ég er mjög sáttur við leik okkar manna það sem af er. Það glittir í gamla góða hraða spilið og menn eru að hlaupa sig lausa í öllum svæðum. Skemmtilegt á að horfa og gott að vera yfir í hálfleik.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  28. úff þessar endalausu spurningar um linka, bookmarkið þessa síðu http://www.wiziwig.tv og náið í forrit sem heitir acestream, finnið svo bloodzeed linkinn og þetta er komið

  29. Vængbakvörðurinn er fullkominn staða fyrir Moreno, hann er eins og raketta upp og niður kantinn og er að spila þetta mjög mjög vel. Hann gæti auðveldlega spilað sem kantmaður í 4-4-2.

  30. hvaða fæðingarhálfviti fer í hvítar þríhyrnings brækur nú til dags

  31. Frábær barátta í byrjun síðari, liðið er að recycla boltann (Hendo, svo Skrtel með stuttu millibili) hátt á vellinum. Hef saknað þess mikið í vetur.

    Spauilegt þetta stuttbuxnamál annars, heheh! Pointless hjá Skrölta þar.

  32. Jahérna, þvílíkar mínútur! Passið að óska ekki of mikið eftir öllu frá síðasta tímabili… 🙂

  33. #43
    Eða bara kaupa áskrift að einhverri stöð sem sýnir boltann……

  34. og við náum ekki að halda hreinu 🙁 , en óheppnir að bæta ekki við þriðja

  35. Hrikalega svekkjandi að fá á sig svona ódýrt mark, sérstaklega vegna þess að það var ekkert í stöðunni að Swansea væri að fara gera nokkurn skapaðann hlut í þessum leik.

    Ekkert annað í stöðunni en að ná þriðja markinu og klára þá.

  36. Þvílík frammistaða hjá Coutinho og Lallana í kvöld! Magnaður síðari hálfleikur í gangi.

  37. Lallana er einstaklega skólaður leikmaður með ótrúlega flotta boltatækni, Coutinho á sínar rugl stundir eins og þessi sending, og við erum að spila mjög vel sóknarlega síðustu mínúturnar, yes!

  38. Það er ekki boðlegt hvað Sterling er lélegur undir pressu fyrir framan markið… =(

  39. Glæsilegt mark!

    Greinilegt að fæturnir á Swansea eru orðnir þungir í öftustu víglínu. Tók líka eftir að Gylfi veigraði sér við að fara í pressu eftir að þeir misstu boltann í sókninni. Þetta verður að nýta og keyra enn frekar á þá og ná fjórða markinu.

  40. Elsku drengir! Velkomnir til leiks, þetta er stórfengleg spilamennska. Dauðlangar annars í Balotelli núna inná fyrir Sterling.

  41. Annars er maður að fá allsvakalegt blóð í liminn af þessari spilamennsku!

  42. Eins gott að JoJo Shelvey hékk inná kallinn komin með 1 stk skálfsmark 😉

  43. 75# Sennilega til að hafa hann eins ferskann og hægt er fyrir næsta leik.

  44. Lallana virkar þreyttur og 3 dagar í næsta leik. Flott að hvíla hann.

  45. Ef að Fernandez hefði hent sér niður þarna eins og 95% af leikmönnum þessarar deildar hefðu þá gert þá hefði Sterling fengið rautt.

  46. Hvernig væri að gefa Balo séns núna,fínn rythmi í leiknum til þess?

  47. Helsáttur við þessa skiptingu. Fair game líka að reyna ekki að gera sér mat úr þessu shove frá Sterling áðan.

  48. Sterling heppinn að fjúka ekki útaf.

    Koma svo Balo settu 1 kvikindi í netið plííís.

  49. Hvers vegna spilar Coutinho ekki eins og engill í fleiri leikjum! Er gjörsamlega búinn að vera unaðslegur á að horfa í dag!

  50. Verður virkilega erfitt að velja mann leiksins en ég kýs Lallana útaf augljósum ástæðum.

  51. Eru fleirri að lenda í vandræðum með Ace forritið, hættir alltaf þegar 10-20m eru eftir af leiknum.

  52. Coutinho er einhver albesti leikmaður Liverpool síðan ég fór að halda með liðinu ( sem var þegar yfirvaraskegg voru í tísku)

  53. WE ARE BACK !!!! :):)

    Kaupa svo markaskorara og markmann í Janúarglugganum og þá verður þetta í lagi.

  54. Get ekki gert upp á milli Lallana og Coutinho upp á MOTM. Can, Henderson og Moreno líka flottir. Þvílíkur munur að sjá þetta miðað við margar leiki í vetur!

Swansea á mánudag

Liverpool – Swansea 4-1