Swansea á mánudag

Nú er stutt stórra högga á milli því á mánudagskvöld koma Gylfi og félagar í heimsókn þegar Liverpool tekur á móti Swansea og hefjast leikar klukkan átta.

LOGO

Fyrri umferð deildarinnar klárast á mánudagskvöldið, en þetta er einmitt lokaleikur nítjándu umferðar. Liðin gætu ekki verið mikið jafnari, eitt sæti skilur liðin að í deild, markatalan svipuð og liðin eru með nánast sama stigafjölda í síðustu sex leikjum.

Þetta tímabil er samt bara þannig að ég er langt frá því að vera búinn að bóka einhver stig úr þessum leik. Swansea hafa verið nokkuð sprækir á þessari leiktíð, þó að útivallarformið hafi verið talsvert slakt.

Þessi tími árs hefur gríðarlega mikið um það að segja hvernig tímabilið kemur til með að þróast. Það eru spilaðir þrír leikir á einni viku og að þessu sinni þá eru flest liðin í kringum okkur að fara að mætast, og því tækifæri að klifra aðeins upp töfluna. Á sunnudag mætast:

Tottenham – Man Utd

Southampton – Chelsea

West Ham – Arsenal

Newcastle – Everton

Á nýársdag mætast svo

Southampton – Arsenal

Tottenham – Chelsea

M.ö.o það er hellingur af liðum í kringum okkur að fara að tapa stigum á næstu fjórum dögum, plís ekki láta það vera okkur – við eigum á sama tíma tvo heimaleiki, gegn Swansea og svo Leicester.

Við erum auðvitað búnir að mæta Swansea á tímabilinu, slógum þá úr leik í Carling Cup fyrr í vetur þegar bæði lið stilltu upp hálfgerðu varaliði.

Staðan í deild

Eins og ég kom inn á hér að ofan þá eru ekki nema þrjú stig sem skilja þessi lið að, Swansea situr í 8 sæti með 28 stig á meðan Liverpool er 9 sæti með 25 stig.

Staðan í deild

Þrátt fyrir að hafa verið að spila nokkuð vel fyrri hlutann af tímabilinu þá hafa Swansea menn verið slakir á útivelli. Hafa einungis náð í 8 stig af 24 mögulegum með markatöluna -4. Þeir hafa aftur á móti verið sterkir heim að sækja, tekið þar 20 stig af 30 mögulegum.

Form taflan segir ekki mikið eins og sér, á meðan síðustu sex útileikir Swansea hafa endað jafntefli – Tap – Jafntefli – Tap – Tap – Sigur (5/18) þá er heimavallarformið okkar úr sama leikjafjölda Sigur – Jafntefli – Tap – Sigur – Jafntefli – Jafntefli (9/18).

Form tafla

Það er því ekki mikið þarna sem gefur manni ástæðu til bjartsýni, helst er það formið okkar á heimavelli gegn Swansea. Það hefur verið talsvert gott, við tekið 14 stig af 18 mögulegum, fjórir sigrar og tvö jafnteli.

Swansea

Swansea er að koma inn í þennan leik með tvo sigra í farateskinu. Þeir voru nokkuð heppnir fannst mér gegn Aston Villa í síðustu umferð, þar sem að Gylfi skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu. Þeir hafa nánast úr öllum sínum leikmönnum að velja, einungis Montero sem verður líklega frá vegna meiðsla, hann hefur verið nokkuð sprækur það sem af er vetri. Líklega kemur Routledge inn í hans stað og Jonjo heldur sæti sínu.

Þeirra hættumenn eru tvímannalaust Gylfi og Wilfried Bony. Samanlagt hafa þeir komið að 91% af deildarmörkum liðsins (mörk/stoðsendingar). Nítíu og eitt prósent!

Gylfi og Bony

Rodgers talaði vel um þá félaga á blaðamannafundinum fyrir leikinn:

“Gylfi is a young player that I put in the team when I was manager at Reading,” said Rodgers in his assessment of their rise into the Barclays Premier League top half.”

“Then I took him on loan to Swansea when I was the manager there – he came back and had a great spell for me when we were in the Premier League together, from January through to the end of the season.”

“He’s a natural goalscorer, you have seen it with his country. The combination of Bony and Sigurdsson is as good as any in the league – they combine very well and both want to score goals.”

“Bony is strong and powerful, and he gets goals. But they have got other players as well; Wayne Routledge is a wonderful player, Nathan Dyer on the sides.”

Jonjo finnst mér einnig alltaf eiga stórleik gegn okkur, var frábær á Anfield í fyrra þegar við sigruðum þá 4-3 (Jonjo varð að fara af velli í hálfleik vegna meiðsla ef ég man rétt) og hann var auðvitað allt í öllu þegar við heimsóttum þá um haustið 2013, skoraði þá gott mark og lagði upp á Sturridge og Moses.

Ég ætla að skjóta á nánast óbreytt lið frá því í sigrinum á Aston Villa. Routledge kemur líklega inn í stað Montero og Swansea stillir þessu einhvern veginn svona upp:

Fabianski

Rangel – Fernandez – Williams – Taylor

Ki – Shelvey

Dyer – Sigurðsson – Routledge

Bony

Liverpool

Það þarf svo sem ekki mikið að ræða okkar menn, við erum að spila núna á þriggja daga fresti þannig að þetta er nú oftast krufið nokkuð vel í upphitunum, leiksskýrslum og kommentum fyrir og eftir leik. Það er ekkert nýtt að frétta af meiðslamálum okkar, Sturridge, Johnson, Lovren, Flanagan og Allan eru allir enn frá vegna meiðsla. Toure meiddist ekki gegn Burnley, þetta var taktísk skipting hjá Rodgers þegar hann kom með Can inn í hálfleik.

Fyrir blaðamannafundinn á laugardaginn þá hélt ég að Rodgers væri að fara rótera eitthvað af mannskapnum. Hann hrósaði aftur á móti ýmsum leikmönnum og þá sérstaklega fremstu þremur, þeim Sterling, Lallana og Coutinho. Get tekið undir það að miklu leyti, pressan og hraðinn í sóknarleik liðsins er allt annar í s.l. þremur leikjum miðað við hina 20 leikina þar á undan. Burnley leikurinn var reyndar afspyrnu slakur en það er ekki spurt að því í þessari íþrótt. Við tókum fjögur stig gegn Arsenal og Burnley, og eins og Maggi sagði í leiksskýrslu eftir Burnley leikinn þá hefði líklega verið sanngjarnara að víxla stigasöfnun þessara leikja, þ.e. hefðum átt skilið þrjú stig gegn Arsenal og eitt gegn Burnley (í mesta lagi) ef við horfum eingöngu á spilamennsku liðsins.

Rodgers hefur sýnt það í gegnum tíðina að þegar hann finnur lið sem er að spila ágætlega þá er hann frekar íhaldssamur á það. Ég sé hann ekki fara að breyta liðinu mikið. Spurningin sem ég spyr mig er samt hvort hann ætli í alvöru að láta Gerrard spila nítíu mínútur í fjórða sinn á tólf dögum?

Persónulega myndi ég taka Gerrard út, setja Manquillo í hægri bakvörð og Henderson inn á miðjuna. Það er samt ekki fræðilegur möguleiki að Rodgers taki þá báða út, Lucas og Gerrard, sérstaklega þá í fjarveru Allen.

Ég ætla að skjóta á þetta lið:

Liðið - spá

Rodgers gæti auðvitað haldið Can í miðverðinum, leit ágætlega út þar og er talsvert betur spilandi en Toure. Rodgers gæti auðvitað skipt Markovic út í stað Moreno en ég sé hann ekki fara í miklar breytingar á liðinu, eins og Henderson og Can inn á miðjuna í stað Lucas og Gerrard sem virka þreyttir.

Spá og pælingar

Þetta verður erfitt, virkilega erfitt. Mér finnst vera ár og aldir síðan við unnum „þægilegan“ sigur í deildinni. Utan sigurinn gegn Leicester (1-3), sem var alls ekki sannfærandi, þá var síðasti tveggja marka sigur liðsins í deildinni í þessum margumtalaða Tottenham leik….. í ágúst!

Ég bind smá vonir við að liðið sé að komast á smá skrið (ég veit, ég læri aldrei. Þetta er sjúkdómur held ég). Ég byggi þetta á spilamennsku liðsins í síðustu fjórum leikjum sem og þeirri staðreynd að lið Rodgers eru ávalt talsvert öflugri í stigasöfnun síðari hluta tímabilsins en í þeim fyrri:

Rodgers - fyrri og síðari hluti tímabils

Ég ætla að vera villtur. Ég ætla að skjóta á að við höldum hreinu annan leikinn í röð og vinnum með tveimur mörkum! 2-0, Lallana og Sterling með mörkin.

Koma svo!

YNWA

34 Comments

  1. Liverpool eiga bara að kaupa sigurðsson og bony í einum pakka næsta sumar, það er eithvað sem myndi virka.

  2. Ég vill bara 3 stig. gylfi sig eða mig skiptir engu máli, tækla hann bara og láta hann finna til te vatnsins. 2-1 fyrir LFC, LUCAS og BALO með mörk LFC, já LUCAS.

  3. Ég sá þessa síðu í fyrsta sinn fyrir einu ári og hef verið fastur á henni síðan. Þessi síða hefur gefið mér nýja sýn á að vera stuðningsmaður Liverpool. Ég hef alltaf verið harður stuðningsmaður Liverpool og horft á flest alla leiki með þeim frá því ég man eftir mér,
    samt er þetta fyrsta athugasemdin mín. Pistlarnir, virknin, umhaldið, athugasemdir, allt á þessari síðu er til fyrirmyndar. Takk fyrir.

    Ég varð bara segja hvað það er rosalega þæginlegt þegar það er sett inn mynd af stöðunni í deildinni fyrir upphitunina, sérstaklega þegar efstu liðin eru að keppa á móti hvort öðru.

  4. Hef furðumikla trú á sigri á morgun, Sterling heldur áfram að skora og þetta endar 1-0

    YNWA

  5. 2-0 fyrir LFC ég ætla að kíska á að Gerrard verði hend á bekkinn og hendo inn á miðju og markovic á hægri kantinn og morene kom inn til að vinna á móti hröðu köntunum hjá Swansea.. það mun reynast vel að hafa marko og morene á köntunum og við skorum eftir 2 skyndisóknir Lallana og Sterling en ég held að hendo verði færður á miðjuna til að djöflast æi Gylfa endalaust

  6. Svakalega mikilvægur leikur á móti góðu liði. Hef trú á okkar mönnum, 3-1. Lallana, Sterling og Coutinho. Gylfi skorar fyrir Gylfa og félaga.

  7. Gylfi á eftir að eiga stórleik, skorar eitt og leggur upp tvö.

    0-3 tap á morgun því niður????

  8. Gott jafntefli hjá Tott og Manutd. Bæði lið missa þar með 2 stig og með sigri hjá okkur á morgun þá vinnum við upp 2 stig á þessi lið. VERÐUM bara að vinna…

  9. Er hægt að hita betur upp heldur en að horfa á Aston Villa – Sunderland í dag?

  10. Flott leiksýrsla hjá Eyþóri.
    Halda áfram þróa þessa leikaðferð og það verður fróðlegt sá hvernig hún virkar gegn Gylfa og félögum. Eins og fram kom hjá Eyþór þá þarf Liverpool greinalega stoppa Gylfa og Bony sem eiga þátt i 91% marka og stoðsendinga Swansea.
    Ég fannst vörninn eiga flottan leik gegn Burnley sem áttu sinn besta leik undir núverandi þjálfara. Ég var hrifinn innkomu Can sem hægri miðvörður og langar sá hann byrja gegn Swansea. Ég fannst Lucas eiga misjafnan leik gegn Burnley. Spurning færa Henderson i miðjuna furir Luca og setja Manqullio í hægri vængstöðuna. Óska úrslit væri vinnan öruggan 2-0 sigur.

  11. Sælir félagar

    Ég hefi svo sem ekki miklu að bæta við góða upphitun Eyþórs, Þó held ég að BR breyti meiru en Eyþór reiknar með. Þar sem Svanirnir reykna með að sama uppstilling verði á Liverpool liðinu eins og flestir munu reyndar gera þá mun BR bregðast við því með tigul miðju og tveimur framherjum (Sterling og Balo). Það mun þýða mikið af mörkum og mjög fjörugan leik. Því er mín spá 4 – 2.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  12. Jæja mörg lið fyrir ofan okkur að gera jafnteflu og tapa stigum. Ætli það þýði ekki að við töpum líka stigum á morgun því það virðist vera undantekning ef við nýtum okkur mistök annara liða.

  13. Toure tæpur og því vil ég að E.Can fái einfaldlega tækifæri á hans kostnað.
    Einnig væri fróðlegt að láta Henderson á miðjuna með Gerrard, Sterling á hægri og Balo fremstan. s.s Lucas út (sem var skelfilegur í síðasta leik) og Balo inn.

  14. Vill svo minna þá sem voru að gera grín af Burnley andstæðingnum þá var Burnley að gera 2-2 jafntefli við Man City og það á útivelli.

  15. shiiit það munaði svo litlu að þetta yrði drauma umferð fyrir okkar menn ef WH hefðiu náð að drulla inn jöfnunarmarki í lokinn…

  16. Vinnum við Swansea eða ekki ? það stendur og fellur á því hvort við náum upp okkar spili eins og við gerðum gegn Arsenal eða ekki. Ef við spilum eins og gegn Burnley er ég ekkert svo bjartsýnn.
    Ég trúi því að Liverpool er á réttri leið en mér finnst þetta snúast um hvort þeir nái að spila sinn bolta og domenara í leiknum. Gæðin eru til staðar og er því Liverpool í raun að keppa við sjálft sig í því að ná fram þeim styrkleika sem á að vera í liðinu.
    Gæti trúað því að það væri sniðugt að láta Can byrja í miðverðinum í stað Toure því við þurfum að ná fram okkar spili og mér fannst boltinn haldast betur innan liðsins þegar Can kom inná gegn Burnley.

    Segi það tæpitungulaust að við mölum Swansea ef við náum að spila okkar leik. Held samt að Swasea er ekki gefin veiði og ef Liverpool spilar ekki af sínum besta styrkleika þá munu þeir tapa þessum leik. Swansea er hörkulið.

    YNWA

  17. Takk fyrir þessa frábæru upphitun meira svona. Ef við vinnum swansea eru aðeins 5 stig í fjórða sætið ! og sturluð staðreynd en öll 7 liðin fyrir ofan okkur töpuðu stigum hvernig sem það er nu hægt ég ætla að spá okkur 3-1 sigri þar sem mér finnst swansea hafa verið 0 spennandi í síðustu leikjum og sterling hefur ótakmarkaða orku og setur 2 mörk og balo 1 ! gylfi er í jólaskapi og setur hann úr aukaspyrnu og gefur mér nokkur stig í fantasy

  18. Flott upphitun. Takk. Fyrir. Mig.
    :o)

    Spài hörkuleik med naumum sigri okkar manna….Gylfi skorar eitt en vid fleiri !!

    YNWA

  19. Gylfi kallinn, hann er búinn að standa sig vel á tímabilinu, af honum verður það ekki tekið.

    Höfum samt á hreinu, þrátt fyrir 91% tölfræði, þá hefur hann aðeins skorað eitt mark og gefið eina stoðsendingu á útivelli á þessu tímabili. Bæði markið og stoðsendingin komu í fyrsta leik tímabilsins, gegn ManUtd á Old Trafford.

    Gylfi er því meira “heimavallarmaður” en nokkuð annað.

    Þá er ég búinn að jinx-a þetta í drasl, og nú skorar hann væntanlega eitt mark og leggur upp eins og tvö mörk gegn okkar mönnum á Anfield 🙂

    Flott upphitun, en það eru svo sem engar fréttir hjá Kop.is. Það telst til tíðinda ef upphitanirnar eru ekki upp á 10 stig af 10 mögulegum!

    Annars hefur því verið slúðrað í Liverpoolborg í dag, að Gerrard fái hvíld á morgun, sem og Markovic. Eins að Emre Can muni taka stöðu Toure eftir góða innkomu í síðasta leik. Liðið verði því svona:

    Mignolet
    Can – Skrtel – Sakho
    Manquillo – Henderson – Lucas – Moreno
    Coutinho – Sterling – Lallana

    Ef af verður, þá líst mér ekkert illa á. Emre Can hefur víst verið í sambærilegu prógrammi og Markovic hefur verið – sérstökum æfingum til að koma þeim upp í hraðann sem þarf í þessa deild. Þess vegna hafa þeir lítið komið við sögu hingað til þar til nú upp á síðkastið, sérstaklega Markovic. Eins þykir mér kominn tími til að Moreno fái tíma til að eigna sér stöðuna vinstra megin, enda gæðaleikmaður þar á ferð. Og Henderson á alla daga að vera inni á miðjunni, og hvergi annars staðar.

    Spái sjaldan úrslitum leikja, enda er Homer afburða lélegur spámaður. Mér er þó illa við að tala mína menn niður, og tel því þetta borðleggjandi vinnusigur okkar manna, og gott ef Sterling, Lallana og Lambert verða ekki meðal markaskorara 🙂

    Homer

  20. ——————————Mignolet——————————
    Manquillo———Skrtel———–Sahko————Moreno
    ——————————–Lucas——————————–
    ———–Henderson———————Allen——————
    —————————–Coutinho——————————
    ——————-Balotelli———–Sterling——————–

    Er samt frekar svartsýnn, Liverpool hefur, eins og svo oft áður, möguleika á að vinna inn stig á liðin fyrir ofan sig og við fáum það yfirleitt beint í smettið.
    2-1 tap á morgun, þar sem við komumst snemma yfir og missum þetta svo niður á síðustu 10 mín.

  21. Jæja núna fáum við að sjá virkilega hvar við stöndum. Við erum að mæta að liði sem er svipuð að getu og við. Let’s just face it. Basl og vitleysa í þessum leik þá eigum við heima í 10 sæti eða neðar. Góður sigur 10 sæti eða ofar.

    Kannski með fáránlega góðum kaupum í janúar og algjöru upprisu hjá leikmönnum Lfc þá er pínu séns á þessu blessuðu fjórða sæti.

    Ég veit og skil Eyþór þegar hann talar um að við séum að komast á pínu skrið. En eftir fínan Arsenal leik beint niður í sömu skítaspilumennskuna á móti nýliðunum næsta leik á eftir þá er þessi bæting lítil sem engin hjá okkur.

  22. Verðum að vinna i kvold og aftur 1 januar, nuna er séns a að na nokkra leikja sigurhrinu og koma liðinu i gang. Eg vil setja Markovic a bekkinn og setja Balotelli inn i hans stað, færa þa Lallana i stöðu Markovic og sterling fyrir aftan Balo asamt coutinho.

    Spai 2 -1 i kvold, sterling og Balo skora mörkin

  23. Væri til í að sjá liðið svona í dag:
    Mignolet í markinu.

    Manquillo og Moreno sem vængbakverðir

    Can, Skrtel, Sakho sem miðverðir.

    Henderson og Lucas á miðjunni.

    Lallana, Sterling og Balotelli frammi.

  24. Fyrir mér þá hefur Balotelli ekkert sýnt að hann eigi skilið að fá að byrja þennan leik og ég er sammála honum Homer með byrjunarliðið.

    ———————–Mignolet
    —————Can—–Skrtel——Sakho
    Manquillo———————————–Moreno
    ——————-Hendo—–Lucas
    ——Coutinho———————Lallana
    ————————-Sterling

    Ég vona svo að hann Suso fari nú að verða heill, það er stórskemmtilegur leikmaður sem gæti vel gert góða hluti með þessu liði.
    Einnig kæmi það mér ekki á óvart ef að Borini færi hreinlega í stöðuna sem að ég stillti Manquillo upp.

  25. Ég er drullu smeykur fyrir þennan leik, held að þetta verði brölt með óásættanlegum úrslitum????

    Ég vil að Can og Marcovic verði í byrjunarliðinu og Balo byrji á bekknum.

  26. Það sem ég óttast mest er að Lucas fari að brjóta af sér klaufalega fyrir utan teig sem er eins og vístaspyrna fyrir Gylfa. Lucas hefur kostað okkur annsi mörg mörk með þeim klaufaskap.

  27. Smá ábending .. það stendur að á síðunni að næsti leikur sé Burnley 🙂 mér finnst svo hentugt að kíkja á síðuna ykkar og sjá klukkan hvað leikirnir eru!

  28. Komumst í 3-0 og þeir minnka muninn í 3-2. Gylfi setur boltann í stöngina úr aukaspyrnu í uppbótartíma og verður andvaka í nótt.

  29. Smá útirdúr.
    Muniði eftir
    Mohamed Salah sem liverpool voru að gera allt til þess að ná í síðasta janúarglugga. Chelsea stal honum frá okkur á 15m punda.
    Þess má geta að þessi 15 m punda leikmaður hefur tvisvar sinnum komið inná sem varamaður í vetur í ensku úrvaldsdeildinni og spilað rétt rúman hálftíma. Ætli hann sjá nokkuð eftir því að hafa valið Chelsea fram yfir Liverpool?

  30. Liverpool’s XI: Mignolet, Can, Skrtel, Sakho, Manquillo, Moreno, Lucas, Henderson, Lallana, Coutinho, Sterling.

    Substitutes: Ward, Toure, Gerrard, Markovic, Balotelli, Lambert, Borini.

Burnley 0 – Liverpool 1

Liðið gegn Swansea