Burnley 0 – Liverpool 1

Það er sagt að þegar horft er til heils fótboltatímabils þá jafnist oft út stig og frammistöður. Ef við horfum til síðustu tveggja frammistaða Liverpool þá átti liðið fjögur stig skilin…en þau komu kannski þvert á gang leikjanna.

Ég skrifaði síðustu skýrslu þar sem Liverpool gerði bara jafntefli gegn Arsenal í sennilega besta leik okkar manna í vetur…en í dag unnum við Burnley í alveg ferlega slökum leik.

Rodgers stillti liðinu svona upp:

Jones

Touré – Skrtel – Sakho

Henderson – Gerrard – Lucas – Markovic

Lallana – Sterling – Coutinho

Bekkur: Mignolet, Lambert, Moreno, Manquillo, Can, Balotelli, Ojo

Sama byrjunarlið og síðast en á bekknum tóku Balotelli og Sheyi Ojo sæti, 17 ára framherja sem hefur verið frábær fyrir yngri liðin í vetur og hefur verið að æfa með aðalliðinu að undanförnu.

Upplegg þessa leiks má líkja við svart og hvítt. Mér fannst stóra málið vera það að fremstu þrír náðu engum takti fyrstu 60 mínúturnar, í stað þess að pressa varnarmenn féllu þeir til baka, hlupu lítið boltalaust og gekk mjög illa að skýla boltanum fyrir andstæðingum sínum.

Ég sagði í byrjunarliðsfærslunni að við yrðum að vera tilbúnir til að berjast þennan daginn, það var skítkalt þó hætt væri að snjóa og völlurinn ekki rennisléttur. Sóknarlínan okkar og miðjan var sko ekki tilbúin í baráttuna í fyrri hálfleik og gríðarlega vinnusamt Burnleylið ráku okkar menn aftarlega á völlinn.

Annars vill ég ekki eyða miklum tíma í fyrri hálfleikinn, Burnley áttu stangarskot og stuttu seinna fór Brad Jones útaf meiddur og gaf enn eina ástæðu fyrir því að ekki verði hægt að stóla á hann, hann er mikill meiðslapési og kuldinn fór greinilega illa í hann. Svo að Mignolet var mættur í rammann á ný. Við áttum basically eina sókn í fyrri hálfleik en Lallana lét verja frá sér eftir skyndiupphlaup.

Í hálfleik varð önnur breyting þegar King Kolo var tekinn útaf. Twitter hvíslaði um að hann væri meiddur, ég eiginlega trúi ekki öðru en að skiptingin hafi verið til að bregðast við því eða til að hafa hann kláran í næstu leiki, því enginn alvöru hafsent var á bekknum og Emre Can var settur í þá stöðu. Tvær skiptingar á fyrstu 45 og þetta lið var semsagt á vellinum frá mínútu 46.

Mignolet

Emre Can- Skrtel – Sakho

Henderson – Gerrard – Lucas – Markovic

Lallana – Sterling – Coutinho

Burnley voru sýnilega aðeins þreyttari og smám saman fórum við að komast ofar á völlinn…það þýðir þó ekki að við höfum átt skilið að komast yfir, sem við þó gerðum á 62.mínútu. Þá vann Lucas Leiva (sem átti afleitan dag inni á miðju) skallabolta og boltinn barst til Coutinho (sem hafði verið ósýnilegur fram að því) og hann lagði boltann inn fyrir vörn Burnley á snilldarhátt þar sem Raheem Sterling fór í gegn, lék framhjá Heaton í markinu og setti hann í netið. Mikill léttir og fögnuðurinn töluverður innan vallar sem utan.

Sterling_BurnleyBurnley gerðu smá áhlaup næstu tíu mínútur án þess þó að búa sér til mikla hættu, þó við höfum hjálpað til með skrýtnum ákvörðunum og “yfirspili” í varnarsvæðunum, toppurinn þegar Mignolet karlinn ofmat stöðu sínu þegar sending til baka til hans fékk bara að rúlla yfir endalínu á meðan hann horfði fram völlinn.

Þarna gekk illa að halda bolta uppi á topp og Rodgers brást við með því að setja Lambert inná og upp á topp, tók Coutinho útaf og setti Sterling í hans stöðu. Lambert vanari en Balo að vinna í þeim aðstæðum sem voru þarna og við bara sjáum Ítalann gegn Swansea í staðinn. Lambert var naumlega dæmdur rangstæður þegar hann skoraði eftir snilldarsendingu Gerrard en það kom ekki að sök þar sem að við náðum ágætum kafla síðasta kortérið og héldum stigunum hjá okkur.

Upplegg og frammistaða

Kannski er fínt bara að taka svona “double-header” í skýrslum með svo stuttu millibili. Því nú getur maður hrósað hinum enda liðsins. Er búinn að fara yfir það að mér fannst efstu þrír eiga mjög erfiðan dag, Coutinho og Lallana allan leikinn en Sterling fór í gang eftir að hann skoraði.

Lucas og Gerrard áttu erfitt inni á miðju en mér fannst Markovic leysa varnarhlutverkið vel og Hendo fór töluvert upp kantinn.

Langbest líður mér með varnarleikinn í dag sem var mjög góður takk fyrir!!! og það höfum við svo oft sagt að þurfi þegar þú ert ekki að skora líkt því sem við gerðum í fyrra. Þá þarftu að fara í alla bolta, hreinsa frá og vera tilbúinn í fætinginn. Það gerðu allir þeir fjórir sem spiluðu hafsentinn í dag. Skrtel átti mjög góðan dag í sweepernum og Kolo/Can leystu hafsentinn vel, sérstaklega var ég glaður að sjá Can leysa þessa stöðu vel eftir vonda innkomu á miðjuna að undanförnu. Mignolet var stressaður í byrjun en vann á og tók tvö flott úthlaup undir lokin sem hafa gefið honum smá innspýtingu. Vöðvatognun hjá Jones þýðir að hann er að fara að spila aftur og það að halda hreinu hlýtur að gefa honum gott.

En bestur í dag fannst mér Mamadou Sakho – hann lítur ekki alltaf vel út inni á vellinum en sendingahlutfall hans er frábært og ekki veit ég hversu marga skallabolta hann eiginlega vann!

Þrjú stig takk vel þegin og við förum næst á heimavöll, gegn Swansea. Við munum pottþétt sjá róteringu á liðinu en þurfum þrjú stig þá líka!!!

64 Comments

 1. Ofboðslega er sókn Burnley slök að ná ekki marki gegn þessari vörn/markmanni Liverpool og þeirra sorglegu spilamennsku í dag.

 2. YESSSS!

  Loksins, loksins, VIRKILEGA ÓVERÐSKULDAÐUR SIGUR!

  Ekki var þetta nú merkileg frammistaða en sigur er sigur. Er svona 10 sinnum sáttari núna en ég var eftir Arsenal leikinn þó svo liðið hafi spilað 10 sinnum betur þá.

  Koma svo strákar, “bara” 7 stig í 4. sætið! Bring on Gylfa og félaga í Swansea!

  Bara frábært!

 3. Sigur er sigur og þrátt fyrir fínan leik Burnley manna þá er ég mest ánægður með varnarvinnu okkar manna og hirða öll stiginn. Sakto var flottur i vörninni og besti maður Liverpool i dag. Henderson og Markovitch skiluðu fínri vinnu sem vængmenn líka.

 4. Gott að ná sigri en hræðileg framistaða hjá leikmönnum Liverpool í þessum leik.

  Hvernig stendur á því að lið sem spilaði flottasta boltan á síðasta tímabili dettur svona niður eftir að hafa verslað leikmenn fyrir rúmlega 100 m punda í sumar.

  Ef ég ætti að gefa þessum leik einkunn þá yrði hún í mesta lagi 3

 5. Þetta var andlaust með eindemum, en hófst og það er fyrir öllu. Sáttur með stigin 3, en ekki leikinn. Og ekki bætir úr skák að öll önnur lið í kringum okkur unnu í dag. Maður á þó alltaf von á því að Arsenal klikki.

 6. Sakho motm hvað mig varðar. Lucas er klókur, það má hann eiga. Skólabókardæmi um hvenær á að brjóta upp á gult til að stoppa skyndisókn. Lallana er að komast í réttan takt, pressar á hárréttum augnalikum. Can getur spilað margar stöður, flottur leikmaður að hafa a.m.k. á bekknum.

  Mjög ósannfærandi sigur samt, markið upp úr moment

 7. Menn tala um ósanngjarna sigur, fyrir utan stangarskot Burnley ógnuðu þeir aldrei marki Liverpool og áttu ekki skot á ramman. Liverpool átti þennan leik í seinni hálfleik og Mignolet óx mjög ásmeginn eftir því sem á leið. En þegar hann missti boltan aftur fyrir verður samt lengi í minnum haft hjá mörgum 🙂

  Annars flottur sigur, allt á réttri leið og við ekki nema 7 stigum frá 4 sæti. 1-0 sigur og hreint lak allir sáttir.
  Gleðileg Jól

 8. …of brilliance hjá Coutinho sem Sterling gerði vel með að klára.

  Vantaði greddu og á köflum hörku á miðjunni. Flestir lausir og skoppandi boltar enduðu hjá Burnley mönnum. Vonandi var þetta bara jólasteikin!

  Þrjú stig í húsi, maður þiggur þau. 🙂

 9. #6 bæði West Ham og Newcastle töpuðu sínum leikjum þannig við fórum upp fyrir Newcastle og nálgust Big Sam og félaga. Þannig þetta er ekki alveg rétt hjá þér. Flest toppliðin svo búin að lenda í veseni með QPR þannig vonandi að Arsenal geri það líka, GO Charlie Austin 😉

 10. Ég er sáttur með sigur og miðað við comment-in hérna er ég einnig sáttur með að hafa misst af fyrri hálfleik.

 11. Flottur sigur!

  Ég veit ekki á hvaða forsendum menn voru að spá öruggum þriggja til fjögurra marka sigri fyrir þennan leik. Eflaust hafa þeir orðið fyrir vonbrigðum með “aðeins” 0-1 sigur.

  Aðstæður voru virkilega erfiðar og heimavöllur Burnley hefur reynst mörgum liðum erfiður heim að sækja.

  Persónulega fagna ég meira 1-0 baráttu sigri og en 2-2 samba jafntefli gegn Arsenal á útivelli.

  Hversu oft höfum við séð Chelsea, United og önnur sterk lið spila illa en hala inn 3 stig. Í dag gerði Liverpool það og því ber að fagna og njóta.

  Menn voru mikið að bölva og hneykslast á skiptingum BR. Það þarf ekkert að ræða fyrstu skiptinguna. Sorry, en önnur skipting fannst mér snilld hjá honum. Mér fannst Can koma með mikla yfirvegum í varnarleikinn og sérstaklega í uppspilið og fyrir mér breytti hún algerlega taktinum í Liverpool liðinu. Einnig má líta svo á ef að Liverpool hefði lent 1-0 undir hefði sú skipting gefið möguleika á að fara í tveggja hafsenta vörn og færa þá Can ofar á völlinn. Síðasta skiptingin fannst mér alveg eiga rétt á sér. Couthino var farinn að kveinka sér og Lambert er meiri target senter en Sterling. Pælingin var þá eflaust að fá inná senter til þess að halda boltanum uppi.

  Ég fagna í kvöld þremur góðum og sætum þremur stigum 🙂

 12. hef aldrei á minni ævi séð jafn ílla farið með skiptingarnar þetta var það tilgangslausasta sem eg hef séð en drullu sáttur með 3 stig og hreint lak

 13. Gleðjumst félagar, ekki mörg lið sem fara á heimavöll Barcelona og ná í þrjú stig með hreint lak.

  Áfram Liverpool!

 14. Ég bað um 3 stig , sama hvort það yrði ljót eða fallegt, ljót var það ! En 3 stig er það sem skiptir máli í þessu og þau komu í hús. En guð minn góður hvað leiðinlegt og erfitt að horfa á svona leiki. Dagskráin er þétt og vonandi náum við inn fleiri stigum í jólageðveikinni !!

  já og báðir markverðirnir okkar héldu hreinu 🙂

 15. Dude hættu þessu, þetta er orðið gott.

  Lélegur leikur hjá Liverpool en núna fengum við 3 stig og gerist það ekki oft.
  Mér fannst liðið vera ofatarlega til að byrja með og allt tempó var rosalega lágt. 45 mín voru skelfilegar en síðari var aðeins skári.
  3 stig er það sem menn eru að byðja um og þau komu í dag. Liðið hélt hreinu sem er alltaf gott.
  Ég veit ekki hversu oft maður hefur séð liverpool spila vel og fengið lítið út úr því og núna snérist dæmið gjörsamlega við. Sigur á útivelli í úrvaldsdeildinni er alltaf góður sigur og vona ég að menn verði tilbúnir á mánudaginn. Reikna með 2-3 breyttingum á liðinu vegna leikjaálags.

  Mér fannst skiptingarnar hjá Rodgers snilld.
  Maður þarf auðvita ekkert að ræða markvarðarskitpin.
  Can leyst hlutverk Toure snilldarlega.
  Couthinho var búinn að vera líflegur (allavega miða við flesta) en liðið var ekki að halda boltanum neitt og með komu Lambert fór það aðeins að gerast. Há sending fram Lambert kom honum nokkrum sinnum niður og liðið vann boltan ofarlega á vellinum og náði að halda honum. Lambert hjálpaði líka í föstum leikatriðum og tókst þessi skipting mjög vel.

  Maður leiksins: Eigum við ekki bara að gefa Sterling þetta fyrir að ná að klára færið sitt. Annars fannst mér Skrtel og Sakho virka mjög traustir í dag.

  p.s takið eftir því að þeir sem setja útá liðið þegar það leikur vel en fá ekki mörg stig eru þeir fyrstu sem drulla yfir liðið þegar það spilar illa og vinna leiki 😉 – vísindilegasannað

 16. Sælir félagar

  Þrjú stig í einum skelfilegasta leik sem liðið hefur spilað hlýtur að beina mönnum fram á við. Það sem þó hryggir mig er að BR virtist vera kominn á heimavöll Burnley til að halda stiginu. Enn og aftur orka skiptingar, uppstilling og leikskipulag tvímælis.

  Af hverju byrjaði Minjó ekki í markinu
  Hvaða hugarfar er það að skipta um miðvörð(?!?) í leikhléi? Átti aldrei að reyna að vinna þennan leik?
  Af hverju spilar Gerrard 90+ mín. í hverjum einasta leik.
  Afhverju breytir hann ekki 4-4-2 og setur Balo inná
  Af hverju Lambert í stöðunni 0-1 og það þurfti að tryggja stigið o.s.frv. O.s.frv.

  En en eins og áður sagði, þrjú stig í húsi en tæpara mátti það ekki standa gegn liði sem allir spá falli og hefur verið í fallsæti alla leiktíðina. Að leggja upp með neikvæðan varnarbolta og Gerrard og Lucas saman á miðjunni sem er ávísun á neikvætt framlag liðsins, allt þetta vekur furðu og margar spurningar.

  Þessi leikur setur upp ótalmörg spurningamerki og efasemdir um baráttuþrek BR. Er hans hugmynd bara að halda sér í deildinni eða að ná meistaradeildarsæti og berjast fyrir því. Ég er fullur áhyggju og efasemda eftir þennan leik en þakklátur fyrir 3 óverðskulduð stig.

  Það er nú þannig

  YNWA

 17. Já – þá var nú Arsenal leikurinn 10 sinnum skemmtilegri á að horfa – OMG hvað þetta lið getur dottið niður og að láta Burnley yfirspila sig í fyrri hálfleik þolir enga skoðun. En ef liðið hundskast til að spila vel og vinna næst leik þá eru þetta bara 3 góð stig sem allir gleyma hvernig voru unninn – bara skítavinnusigur.

  En er samt ekki eitthvað skrítið að fá ekki nema 1 marktækifæri í þessum leik eftir að hafa átt 27 marktilraunir á móti Arsenal?

 18. Ég sá nú ekki þessa baráttu sem þú ert að tala um (þó varnarmennirnir hafi sennilega verið skástu menn liðsins) en við bara áttum enga lausa bolta og mér finnst við geta þakkað Burnley meira en okkur sjálfum fyrir að hafa haldið hreinu.

  En stigin 3 ávallt vel þegin og vonandi er Sterling að fara í gang.

 19. #18 SigKarl

  Afhverju Jones í markinu? Af því að Rodgers setur hann þangað. Mignolet hefur verið skelfilegur og Jones fær tækifæri. Jones er bara á svipuðu level og Mignolet þótt að ég persónulega myndi vilja Mignolet þá er svarið augljóst. Rodgers telur hann betri þennan daginn.

  Afhverju að skipta um miðvörð í hálfleik? Undir lok fyrirhálfleiks þá fannst mér Toure meiða sig og tel ég meiðsli líklegasta kostinn. Ef hann var bara að skipta Toure fyrir Can til þess að fá betra spil frá vörninni, þá er hann snillingur. Því að það svínvirkaði og Can var flottur í varnarleiknum.

  Afhverju að spila Gerrard 90 mín í hverjum leik? Þetta er einfaldlega rangt hjá þér, Gerrard hefur verið hvíldur og hann hefur nokkru sinnum verið tekin útaf. Gerrard er dálítið drifjöðurinn í leik liðsins og þótt að hann er klárlega búinn með sitt besta, þá kemur ákveðinn ró í kringum hann og þegar hann fær boltan þá eru ótrúlega miklar líkur á að boltin rati á liverpool mann. Liðið átti ekki góðan leik í dag en mér fannst gaman að sjá Gerrard stíga upp í síðarihálfleik og halda boltanum innan liðsins og koma svo með þessa snilldar sendingu á Lambert(sem var rangstæður).

  Afhverju breytti hann ekki í 4-4-2 ? Af því í síðarihálfleik var vörninn bara nokkuð traust, liðið var marki yfir stóran hluta og hver á að vera bakvörður?
  Jones og Toure meiddir útaf og þá erum við að fara að byðja Henderson og Markovitch að detta í bakverðina fyrst að þú vilt Baloteli inná. Kannski hefði hann tekið meiri áhættu og farið í 4-4-2 eða 2-4-4- eins og í restinga gegn Arsenal ef liðið hefði ekki komist yfir en á meðan að Burnley fá varla færi þá er óþarfi að blása til sóknar marki yfir.

  Afhverju Lambert inná? Það var snilldar skipting. Maður uppá topp sem gat haldið boltanum eða skilað honum frá sér, Sterling fór í uppáhalds hlutverkið sitt og liðið náði nokkrum flottum spilaköflum framarlega á vellinum eftir að hann kom inná(sem hafði ekki gerst allan leikinn). Svo má ekki gleyma því að hann var betri en engin í föstum leikatriðum.

  Ég er viss um að Rodgers hefði viljað sleppa við því að skipta út Jones og Toure og átt skiptingar fyrir Balo eða einhvern annan en þetta er það sem hann gerði. Liverpool skoraði fékk 3 stig þrátt fyrir lélegan leik . Þetta er bara mín skoðun á þessu máli og mega aðrir hafa sína en mér fannst ekkert að skiptingunum sem hann þurfti að grípa til. Ég sá þetta Burnley lið spila á móti Spurs um daginn og voru þeir sókndjarfir gegn þeim marki undir og sköpuðu þeir nokkru sinnum mikla hættu. Mér fannst eina hætta þeira í dag vera hornspyrnur og ótrúlegt en satt þá náðu þeir ekki einu dauðafæri allan leikinn.

 20. Sá ekki leikinn, getur eh upplýst afhverju var skipt um markverði í byrjun leiks.
  3 stig þá á maður væntanlega að vera glaður ekki satt?

 21. Held að Liverpool sé nú ekki að fara gera miklar rósir á móti Gylfa og félögum á mánudaginn með þessari spilamensku.

 22. Gott að fá 3 stig en liðið er að spila eins og nördaliðið sem var á stöð 2 rosa lega slæmt og stefnulaust.

 23. #25,

  KF Nörd var kostulegt sjónvarpsefni! Man þegar þeir spiluðu við 3. flokk kvenna hjá Val (töpuðu að sjálfsögðu stórt) og einn snillingurinn tók flying tæklingu bókstaflega á sekúndunni sem stelpurnar tóku miðju, beint á þá sem fékk boltann. Alveg súrrealísk sjón. 🙂

 24. Sælir felagar

  Ian Rush gefur skyringar a skiptingum sem eru liklega rettar. Eg get alveg fallist a þær nema Lambert skiptinguna. Lambert er hægur og heldur og skilar bolta ekkert betur en Balo svo þeim rokum er eg ekki sammala. Gerrard hefur verið skipt utaf rett er það og honum skipt inna en það eru tveir eða þrir leikir svo þau rok eru dauf. Annars hafa menn bara mismunandi akoðanir a þessu sem oðru og það er bara i goðu lagi.

  Það er nu þannig

  YNWA

 25. Samkvæmt viðtalinu við Rodgers þá var Emre Can skipt inná til að bæta uppspilið og bregðast betur við afbragðs pressu heimamanna.

  Vel gert Brendan!!!

  Hvað sem hver segir þá er stjórinn búinn að fletta upp í allri taktíkbókinni sinni og kominn upp á tærnar. Það finnast mér frábærar fréttir!

 26. Ef Lambert tekst að sigra í baráttunni við króníska rangstöðu, verður hann skæður markaskorari????

 27. Var þetta ósanngjarn og hálgerður skíta sigur? Já!
  Er mér sama? Já
  Gilda stigin jafnt sama hvernig þau nást? Jáááááááá!

  Fannst margt jákvætt í dag. Boltinn frá Coutinho var fáranlega flottur, Sakho var solid og Emre Can kom flottur inn, langt frá því að vera í sinni fyrstu stöðu.

  Tveir dagar í næsta leik, getum komist upp að hlið Swansea með sigri, eitt skref í einu. Pakkinn er ennþá þéttur, þetta er ekki búið.

 28. hey strákar, við unnum leikinn!! Ég held að sumir hérna séu ekki enn búnir að fatta það.

 29. Smá þráðrán !! Jordan Ibe skoraði fyrir derby í dag sem er gott mál fyrir okkur , þar sem hann er að ná sér í spilatíma og reynslu sem mun vonandi nýtast okkur í framtíðinni 🙂

 30. Maggi: Sakho vann vissulega alveg slatta af skallaboltum, en mér fannst alveg vangefið hvað mikið af þeim voru stangaðir beint útúr teignum beint á teigbogann í lappirnar á burnley mönnum.

  Gegn liði með einhverja rosalegar skyttur þá hefði þetta verið uppskrift að marki.

  Annars var Markovic virkilega flottur varnarlega og á sínum kanti, eins og ég elska Henderson þá er hann samt svo óteknískur að það má ekki spila honum þarna, veit ekki hversu oft hann fékk boltann útá kanti og endaði svo bara í pattstöðu standandi kyrr að bíða eftir að einhver kæmi að sækja boltann.

 31. Frábær innkoma hjá liðinu í seinni hálfleik. Fengu greinilega skipun um að sækja bolta #2, því í fyrri hálfleik áttu Burnley alla þá bolta.
  Henderson er duglegur að hlaupa upp og niður kantinn og jafnframt aðstoða við miðjuspilið en hann er afleilddur í fyrirgjöfum, sendir alltof oft of innarlega sem endar yfirleitt sem auðveldur bolti fyrir markmanninn í boxinu.
  En Can fannst mér frábær sem hægri hafsent – hjálpaði mikið við að koma boltanum í spil og staðsetti sig vel þegar Burnley sóttu. Held að við eigum eftir að sjá meira af honum í þessari stöðu.

 32. Horfði á Arsenal – QPR… og vááá hvað Sanchez er góður!
  Hann er þvílíkur vinnuhestur, allaf hlaupandi, alltaf vinnandi, alltaf að angra varnarmenn andstæðingana, eins og geitungur – og svo leggur hann upp mörk eða skorar þau sjálfur.
  Algjör toppgæðaleikmaður!

  Og miiiikið sem maður verður pirraður þegar maður hugsar út í það að við fengum gullið tækifæri til að landa þessum snilling í sumar… en þvílík royal renniskita hjá klúbbnum varð til þess að svo fór ekki.
  Og ég kaupi ekkert kjaftæði um að konan hans vildi bara búa í London – það eru launakjörin sem ráða og það vita það allir.

  Vona svo sannarlega að klúbburinn sé með eitthvað á prjónunum og nái að landa einhverjum flottum leikmönnum í janúar.
  Topp-markmaður, topp-framherji, og topp-varnarmiðjurmaður er draumurinn 🙂

 33. sanchez er bara orðinn algjör svindlkall !!! þvílik skömm og skandall að hafa ekki náð þessum manni eða neita því að lata suarez fra okkur nema fyrir hann i staðinn en virkilega sterk 3 stig næsta umferð er must sigur þar sem öll liðin fyrir ofan eru að fara að mætast innbyrgðis !

 34. Ég er bara svo ánægður með að BÁÐIR markmennirnir okkar hafi haldið hreinu

 35. Afsakið ránið en getur einhver sagt mér afhverju við eigum næst leik 29. des. Það er heil umferð 28. des og (fyrir utan okkar leik) og síðan önnur heil umferð 1. jan.

 36. Ég bara skil ekki af hverju Brad Jones fór út af og Mignolet fór inná.
  Getur eitthver svarað því?

 37. í hvaða heimi hefur þú Dude lifað síðustu mánuði???? Það hefur marg oft komið fram bæði arsenal megin og okkar megin að við buðum honum miklu hærri laun en arsenal þannig að þessi rök þín halda engu vatni. En hvort Liverpool hefði ekki getað þvingað Barca til að lsannfæra hann um fylgja með í kaupunum á Suarez er svo allt annað mál.

  Sigur er sigur og þeim ber að fagna þennan veturinn 🙂

 38. 39# hef ekki grænan en við fáum allavegna einum degi meiri hvíld núna og svo 1 degi styttri hvíld á nýárs þannig þetta jafnast út.

 39. @Siffi #41:

  Hvar hefur þetta komið fram, opinberlega frá Liverpool eða Arsenal, eða öðrum svo áreiðanlegt sé, að við höfum boðið honum miklu hærri laun?

  Margoft segir þú… því finnst mér skrítið að ég hafi misst af svoleiðis statement-i.

  Geturðu nokkuð hent á mig link eða tveimur, þar sem þetta kemur fram, amk einhverja grein þar sem áreiðanlegur miðill með traustar heimildir heldur þessu fram?

 40. Dude það er alveg klárt að Sanchez vildi frekar spila fyrir Arsenal heldur en Liverpool og það er ekkert við því að gera líklega spila þar inní að Arsenal er lið sem er alltaf í meistaradeildini ólíkt liverpool. Finnst þessi hugmynd að þá hefðum átt að reyna múta honum til að koma frekar til Liverpool frekar tæp við erum ekki Manchester City.

 41. Lucas Leiva……. Frábært frammtistaða hjá honum, klárlega maður leiksins…..

 42. Nei, við erum ekki Manchester City, Momo. Lið sem að vinnur titla 😉 Við erum meira í þessum Joe Allen pakka.

 43. Ekki tengt leiknum:

  Er það bara lélegt slúður eða sagði Cech í dag að hann langaði til að færa sig yfir til Liverpool?

 44. #46

  Lucas var virkilega flottur í dag. Frábær leiklestur, brýtur taktískt (þar með talið að taka gult spjald “for the team”). Finnst hann mjög skemmtilegur knattspyrnumaður og mikilvægur fyrir LFC. Ef hann væri aaaðeins betri fram á við, væri hann gjörsamlega frábær… 🙂

 45. Er þetta bara eg eða tökum við bara þátt í leikjum nú til dags þar sem úrslitin er ósangjörn.

 46. Lucas átti skelfilegan dag.

  Hann var á hælunum allan leikinn fyrir utan flott gult spjald þegar 10 mín voru eftir. Menn voru að labba framhjá honum trekk í trekk.
  Menn tala um sölur eða að selja sig en Lucas var gjörsamlega gefins í dag. Mér finnst Lucas hafa verið flottur undanfarið en í dag var hann í ruglinu.

 47. Þetta var ógeðslega leiðinlegur leikur, en 3 stig, er það ekki það sem við viljum? Og gaman að vinna þegar maður á það ekki skilið hahahahahaha

 48. Nú er ég bara að pæla smá upphátt. Þegar Sturridge kemur aftur úr meiðslum hvernig yrði liðið ykkar, já og fyrst maður er byrjaður ef allir væru heilir, hvað væru ykkar fyrstu XI og hvaða leikkerfi? (Ekkert og/eða). 11 leikmenn ..(Punktur fyrir þá sem eru ekki í fimmaurunum).

  Fyrir mína parta: (Afsakið vonlausu uppsetninguna mína, vona að þetta skiljist)

  —————————————————–Mignolet————————————————————-
  ——————————-Toure————–Skrtel——————-Sakho———————————————–Manquillo———————————————————————Markovic——————————————————————–Can——————————————————————————————–Gerrard———————————–Coutinho—————————————————————–Sterling————————————Sturridge———————————–

 49. Þetta er verra en í ritlinum, afsakið það en hér kemur þetta á betra form (krossa fingur og vona að þetta virki):

  Svo er lineupbuilder snildar síða til að setja sitt lið upp.

 50. Hver var í treyju númer 8 í þessum leik? Þetta Liverpool lið lætur öll liðin í ensku úrvasdeildinni líta út fyrir að vera í sérflokki, hversu léleg sem þau eru og allir leikmenn úvalsdeildarinnar líta einnig út fyrir að vera miklu betri en leikmenn Liverpool. Þetta er ömurleg frammistaða hjá liðinu og spilamennskan á svo lágu plani að ég ætla að leyfa mér að krefjast þess að annaðhvort verði skipt um forrit í Brendan Rogers, eða að maðurinn verði látinn taka pokann sinn. Ég hef ekkert á móti manninum,per se, en hann á alltof erfitt með hlutverk sitt og við höfum bara ekki efni á því að vera með svona takta í brúnni. Því miður.

 51. @Agnar Freyr #42:

  Kannski skiptir þetta engu máli en ég get ekki verið alveg sammála.

  29. des Liverpool-Swansea = bæði lið koma úr 2 daga hvíld.
  1. jan Liverpool-Leicester = Liverpool kemur úr 2 daga hvíld en Leicester 3 daga hvíld.

  Finnst Liverpool og Swansea koma verst út úr þessu.

  Það má líka bæta við að heil umferð var 26. des og því voru öll lið sem spiluðu 28. des að koma úr jafn langri hvíld.

 52. Heyrði í manni sem er vinur sálfræðingsins sem Rodgers mætir til og samkvæmt honum kom flæði í spilið um leið og Rodgers tókst að létta á sér um skilnaðinn. Þetta snérist víst líka um einhverja óleysta duld gagnvart Sterling. Hann gat aldrei sett drenginn upp á topp vegna gamallar togstreitu gagnvart föður sínum …. allt hið furðulegasta mál!

 53. Geta menn hætt að mæra Lucas. Hann er dragbítur á þessu liði okkar. Góður DM þarf að hafa eftirfarandi:

  Góður að vinna boltann
  Hreinsa upp svæði og verja vörnina
  Líkamlega sterkur
  Góður að koma boltanum frá sér
  Jafnvel leggja upp eða skora eitt og eitt mark

  Lucas hefur nánast ekkert af þessu. Iðulega brýtur hann af sér þegar hann er að reyna að vinna boltann. Honum er auðveldlega ýtt af boltanum og er að missa hann á hættulegum stöðum (síðast á lokamínútunum á móti Arsenal). Hann gæti ekki skorað þó hann stæði einn fyrir opnu marki og úrslitasendingu á hann aldrei.

  Sjáið bara leikmenn eins og Matic eða Xabi Alonso. Það er himinn og haf á milli þeirra og Lucas. Ég vil að Can spili þarna eða jafnvel Henderson. Látum Lucas nú fara í janúar í guðanna bænum. Þoli ekki þetta væl um hversu frábær leikmaður og vanmetinn hann er.

  Hann býr til meira vesen en hann bjargar. Horfið nú einu sinni á leikina og fylgist með þessum aula. Þetta er ekki fyndið lengur. Við erum LFC.

 54. Gaman að sjá að það koma loksins menn eins og #59 Gutti, þá þarf maður ekki að spá í þessu leingur og upplifa sig eins og einhvern heilvítis aula. Takk Gutti nú leita ég bara uppi þín skrif til að líta ekki aulalega út og mynda mér þína skoðun.

  YNWA

 55. Sá ekki leikinn en er búinn að horfa á highlights…..fyrir utan markið sem var glæsilegt þá stóð Mignolet eiginlega upp úr. Hvað hefur eiginlega komið fyrir hann….hann á í mestu erfiðleikum með að sparka út úr markinu drengurinn.

 56. Mr. Maggi: Jones í bakverði? Er hann ekki nógu slappur markvörður fyrir?

Byrjunarliðið á Turf Moor

Swansea á mánudag