Hvar þarf Liverpool helst að styrkja sig?

Undanfarið hefur Fótbolti.net verið með könnun á síðunni þar sem spurt er hvar Liverpool þurfi helst að styrkja sig. Sjaldan hef ég fengið eins slæman valkvíða við að svara krossaprófi og langar að velta þessu betur upp hérna þar sem stutt er í langþráðar janúarútsölurnar á leikmannamarkaðnum.

Markmaður
Augljósa svarið er auðvitað markmaður, Liverpool myndi ekki halda hreinu þó Mignolet og Jones fengju að vera báðir í rammanum. Mignolet þurfti augljóslega þá hvíld sem hann er að fá núna og persónulega var ég búinn að gefast upp á honum fyrir þetta tímabili. Hann er allt of svifaseinn og slakur í boxinu til að vera markmaður Liverpool til langframa. Það að hann sé núna búinn að missa sæti sitt til Jones fyrir erfiðasta leikjaprógramm tímabilsins segir allt sem þarf. Engu að síður hef ég smá samúð með þeim báðum því að enginn markmaður í heiminum myndi koma vel út með eins gagnslausan varnarleik fyrir framan sig. Þetta er alveg það sama og maður var að velta fyrir sér á síðasta tímabili og þótt ótrúlegt megi virðast er varnarleikur Liverpool ennþá verri í ár.

Bakverðir
Þetta er klárlega staða sem við þurfum að hafa áyggjur af en ekkert sem þarf að laga í janúar líkt og aðrar stöður. Johnson og Enrique eiga ekki mörg ár eftir hjá Liverpool á meðan Moreno og Manquillo eru eðlilega ennþá að taka út sín mistök líkt og ungir leikmenn gera. Okkar stærsta vandamál er ekki þarna og rétt eins og með markmennina er bakvörðum Liverpool smá vorkun í því að þeim er uppálagt að sækja en þeir geta ekki treyst þeim sem eiga að leysa þá af varnarlega á meðan og koma því oft ansi illa út. Rodgers er augljóslega ekki að treysta þeim sem hann hefur í þessum stöðum og spilar núna án bakvarða, vandamál sem hann hefur skapað töluvert sjálfur að mínu mati.

Miðverðir
Félagið hefur keypt Lovren, Toure, Sakho og Ilori á tæplega 50m undanfarin tvö ár og við eigum fyrir Skrtel og Wisdom. Eitthvað þarf að skoða innkaupastefnuna þó allt hafi þetta litið ágætlega út á pappír fyrir fram og fyrir mitt leyti er þetta ekki okkar aðalhöfuðverkur. Eða réttara sagt mér finnst ekki ennþá vera búið að láta reyna almennilega á það. Lausn Rodgers eftir afleitan varnarleik allt þetta ár var að bæta þriðja miðverðinum inná og fyrir mér er þetta leikkerfi sem er aldrei að fara endast lengi og ég hef ennþá minni trú á því. Sjáum það líka á því að að United og Arsenal skoruðu nánast úr öllum færunum sínum, samtals fimm mörk í tveimur leikjum og við fáum eitt stig þrátt fyrir flotta takta sóknarlega. Bournemouth voru svo bara aular að skora ekki meira. Þetta er aldrei lausnin og rétt eins og bakverðina finnst mér lausnin alls ekki vera sú að versla einn miðvörðinn enn. Þessir sem við eigum hafa aldrei fengið að spila í Liverpool liði með eðlilega holningu. Reyndar er finnst mér þetta farið að verða fullreynt með Martin Skrtel. Það er í tísku að drulla frekar yfir Lovren en guð minn góður hvað Skrtel gerir af mistökm líka. Hann hefur verið fastamaður undanfarin 3-5 ár og liðið míglekur ennþá.

Varnartengiliður.
Hérna er lykillinn af öllu hinu í liðinu og okkar langstærsta vandamál enn eina ferðina að mínu mati. Það er auðvitað engin ein patent lausn á öllum vandræðum okkar manna en hér held ég að hægt væri að hafa mest áhrif á allt liðið. Þetta er staða sem var í topplagi alveg frá því Houlller var við völd þar til Lucas meiddist á fyrsta tímabili Rodgers og hér er rót okkar helstu vandamála að mínu mati, sérstaklega varnarlega en líka sóknarlega. Alvöru varnartengiliður lætur allt annað tikka á vellinum.
Gerrard hefur spilað þessa stöðu mest allt þetta ár og Liverpool hefur sjaldan í sögunni lekið eins oft tveimur mörkum eða meira. Sóknarleikurinn náði að hylma yfir oft hlæilegan varnarleik liðsins en sú er alls ekki raunin núna þó ég skrifi það auðvitað ekki allt á varnartengiliðinn.
Gerrard hefur líka bara verið mikið þyngri eftir sumarið og oftar en ekki verið í besta falli skugginn af sjálfum sér. Hann er alls ekki og hefur aldrei verið varnartengiliður. Hann hefði leyst það frábærlega eins og allt annað fyrir 10 árum en alls ekki núna. Vandamálið er að mér finnst hann ekki besti kostur sem sóknartengiliður heldur en þó mjög vel nothæfur auðvitað sé hann notaður sparlega. Honum til varnar þá hefur Rodgers ekkert plan fyrir hann og spilar honum svo gott sem alla leiki frá upphafi til enda. Hann var alveg sigraður í leiknum gegn Arsenal en var látinn skrölta áfram að venju. Annar leikur hans á nokkrum dögum og hann spilar eflaust á föstudaginn líka.

Lucas er einnig bara skugginn af sjálfum sér áður en hann meiddist og var orðinn verulega þreyttur í lok Arsenal leiksins einnig. Hvorugur hefur nálægt því þann kraft sem þarf til að spila þessa stöðu svo það hjálpi vörninni nægjanlega og sóknarlega hjálpa þeir bakvörðunum alls ekki nóg, eins og áður segir koma þeir oft illa út í sóknarleiknum með engan að vinna skítverkin varnarlega fyrir þá á meðan. Gerrard á ekki að vera í skítverkunum og alls ekki 34 ára gamall. Lucas miklu frekar, hann er bara ekki nærri eins góður og hann var.

Annað stórt vandamál er að sökum hraðaleysi Gerrard og Lucas situr liðið dýpra en (vonandi) er lagt upp með og þeir brjóta óeðlilega oft af sér klaufalega á vallarhelmingi Liverpool. Þetta er ekki eitthvað sem við ættum að gera lítið úr því liðið hefur fengið á sig 14 mörk úr föstum leikatriðum í vetur, síðast í leiknum gegn Arsenal eftir klaufalegt brot hjá Gerrard. Seinna markið kom eftir enn eina slæma Hollywood sendinguna hans í þeim leik.

Það hjálpar svo ekki að sóknarlega eru þeir ekki að gera mikið gagn heldur. Gerrard tekur auðvitað föst leikatriði og hann getur opnað varnir andstæðinganna þó þessum skiptum fari hratt fækkandi. Lucas er hinsvegar án vafa allra versti skotmaður ensku úrvalsdeildarinnar, það væri fróðlegt að sjá tölfræði yfir nýtingu hjá honum því ekki vantar að hann fær ósjaldan færin.

Alvöru varntengiliður kemur í veg fyrir það 90´s rugl að spila með þrjá miðverði, hann opnar vonandi aftur fyrir að liðið geti spilað með bakverði og gerir liðið allt bara mun þéttara.
Emre Can er mögulega þessi leikmaður en meðan hann fær ekki einu sinni sénsinn í leik eins og gegn Arsenal þá efast ég um það. Rodgers fyrir mitt leyti tók ranga menn útaf í þeim leik og hefði mátt skoða Gerrard eða Lucas fyrst. Það dró engu minn af þeim en t.d. Markovic og þeir hafa spilað mun meira undanfarið en hann. Já og Markovic var að spila helmingi betur en þeir félagar. Sóknarleikurinn var vægast sagt tilviljanakenndur í restina þó liðið hafi vissulega grísað inn hornspyrnumarki í uppbótartíma.

Miðjumenn
Annað sem fær mig til að efast stórlega um núverandi 3-4-3 kerfi er sóunin á Jordan Henderson sem vængmaður. Hann er smá í sama veseni og Gerrard var á upphafsárum ferilsins að geta leyst mörg hlutverk en guð minn góður hafðu Henderson á miðjunni frekar en alla aðra í okkar hópi. Emre Can er vonandi í einhverju aukaprógrammi eins og sagt að Markovic hafi verið og kemur sterkur inn von bráðar. Tilgang Joe Allen er ég síðan hættur að skilja, þetta er ágætur leikmaður, hann er duglegur og getur pressað ágætlega en alls engin hetja varnarlega. Hann er góður að senda til hliðar eða til baka á næsta mann og halda posession tölunum góðum en sóknarlega er hann með öllu gagnslaus. Það er bara enginn tilgangur með miðjumönnum sem hvorki skora mörk né leggja þau upp. Ég myndi fyrirgefa honum þetta ef hann væri okkar aftasti miðjumaður en hann er það svo sannarlega ekki.
Þetta er samt staða sem þarf alls ekki að styrkja þó ég sé ekki sammála því hvernig Rodgers er að stilla þessu upp núna.

Sóknartengiliður.
Ef að við viljum ekki Gerrard sem varnartengilið þá er þetta næsti kostur og vissulega er þetta hans staða. Hérna ætti að vera hægt að nýta hann líkt og Frank Lampard hefur verið notaður undanfarin ár. Hinsvegar eigum við einnig Lallana sem er að koma sterkur inn undanfarið. Coutinho sem getur opnað hvaða vörn sem er á góðum degi. Raheem Sterling sprakk síðan út í þessu hlutverki á síðasta tímabili. Þetta eru allt menn sem ég myndi ekkert frekar vilja Gerrard framyfir í núverandi formi. Hér er a.m.k. mjög góð breytt.

Vængframherjar
Sterling og Markovic eru mjög spennandi kostir hérna báðir ef Rodgers stillir liðinu áfram upp sóknarlega í líkingu við það sem hann hefur verið að gera í síðustu þremur leikjum. Það er ekkert að fara gerast í þessum sparka og vona fótbolta sem við höfum séð mest allt þetta tímabil með Lambert og/eða Balotelli frammi. Lallana og Coutinho geta báðir leyst þessar stöður ásamt Balotelli og svo eigum við Ibe á láni. Hér er alls ekki okkar helsta vandamál.

Framherjar
Hér er svo eitt risavandamálið enn hjá okkar mönnum. Daniel Sturridge meiddist í ágúst og er ekki væntanlegur næstu 5-6 leiki í það minnsta. Honum er ekki hægt að treysta eins frábær og hann nú er. Balotelli hefur ekki skorað deildarmark ennþá þó ég trúi ekki öðru að hann sé aðeins betri en við höfum fengið að sjá í liði sem spilar mun betur en það lið sem hann hefur spilað með. Hann var sprækur gegn United og óheppinn að skora ekki þar. Vonandi er það hálmstrá sem hægt er að byggja á en rétt eins og maður byggir ekki hús á sandi þá treystir maður ekki á Balotelli, bara aldrei.
Þá eru eftir tveir. Rickie Lambert er annar þeirra og líklega sá leikmaður sem ég hef pirrað mig hvað mest á síðan Emile Heskey var notaður sem batti fyrir Owen. Það er reyndar ekki mikið við Lambert að sakast, hann gerir það ágætlega sem hann getur og er meira en allur af vilja gerður, Heskey hafði þó Owen til að hlaupa í kringum sig. Vandamálið er bara að Lambert er ekki einu sinni nálægt því að vera nógu góður fyrir Liverpool og hentar með ólíkindum illa inn í það leikkerfi sem Rodgers vill spila. Það sem hann hefur gjaldfellt sig að lána dýrasta leikmann í sögu félagsins og fá engan í staðin á þeim forsendum að hann hentaði svo illa leikkerfi liðsins og fara svo í það að kaupa Rickie Lambert tveimur árum seinna, svakalegt. Auðvitað var ekki planið að spila Lambert svona mikið en meðan hann þrjóskaðist við að spila honum alltaf alla leiki frekar en Borini eða þá Sterling gróf Rodgers bara undan sjálfum sér. Liðið er fyrir vikið í tómu rugli í deildinni og fallið úr leik í Meistardeildinni. Markatalan í deildinni er -3 mörk.

Ég fagna því auðvitað eins og aðrir að hann hafi loksins tekið bandið frá augunum og sett Lambert á bekkinn en er ennþá brjálaður yfir því að hann hafi ekki gert þetta í það minnsta áður en liðið féll úr leik í Meistaradeildinni. Það þurfti engan vísindamann til að komast að þessari niðurstöðu eftir því sem Lambert spilaði fleiri leiki. Gott og vel hann skoraði 1-2 mörk og átti þátt í öðrum tveimur en horfið á sóknarleikinn sem liðið var að spila fyrir vikið og/eða pressuna hjá okkar mönnum á síðasta þriðjungi. Þetta hamlaði bara því að liðið skoraði meira. Með Sterling fáum við loksins hlaup innfyrir varnir andstæðinganna og smá pressu á þeirra öftustu menn sem ekki er hlegið af.

Eins rosalega heimskur og Fabio Borini var um helgina þá hefði ég kosið hann alla daga alltaf fram yfir Lambert undanfarna mánuði. Borini er auðvitað auðvelt skotmark eftir síðasta leik og þvílíkur hálfvitagangur hjá honum en gleymum ekki að við fyrirgefum mönnum jafnan eftir getu. Það hefur enginn verið að úthúða Markovic sem á risa sök á því að liðið er úr leik í Meistaradeildinni. Luis Suarez var síðan frammi hjá okkur síðast í maí!

Niðurstaða.
Niðurstöður könnunarinnar á Fótbolta.net sína að ég syndi fast á móti straumnum. Helst af öllu myndi ég vilja nýjan alvöru varnartengilið og trúi því statt og stöðugt að slíkur leikmaður myndi hafa mest áhrif á allar aðrar stöður í liðinu. Lið er ekki sterkara en veikasti hlekkurinn og þrátt fyrir að markmennirnir okkar geri sannarlega tilkall held ég að þessi staða sé okkar veikasti hlekkur. Ég hef reyndar ekki verið mjög hrifin af mannavali í þessa stöðu allt þetta ár. Chelsea keypti Nemanja Matic fyrir ári síðan, nákvæmlega þannig kaup vantar okkur mest af öllu núna finnst mér.

Ef að ég fer fram á varntartengilið fyrst og fremst er ljóst að kaupa þarf tvo leikmenn í janúar því markvarðavandræði liðsins eru vægast sagt vandræðaleg. Líklega er ekki gott að kaupa markmann í janúar en á meðan flestir andstæðinga okkar eiga betri varamarkmann en við bjóðum uppá er ljóst að þörf er á panic kaupum.

Sóknarmann set ég í þriðja sæti hérna. Sterling er framtíðarkostur í þessa stöðu og ég hef verið á því allt þetta tímabil. Hann er að stíga stórt skref í þessa átt núna og mögulega verður hægt að prufa hann með Sturridge eða Balotelli þegar þessari 3-4-3 tilraunastarfsemi lýkur. Sturridge er í þriðja skipti á þessu tímabili væntanlegur úr meiðslum og hann myndi auðvitað leysa okkar allra mesta vanda sóknarlega, ég man ekki eftir að Liverpool hafi saknað eins leikmans svona mikið áður. Satt að segja sé ég ekki fyrir mér að liðið kaupi sóknarmann en þar sem Lille er úr leik í Evrópu og getur ekkert heimafyrir sé ég ekkert því til fyrirstöðu að fá Origi strax til Liverpool. Þó ekki væri nema flýta fyrir því að hann aðlagist enska boltanum.

Hryggsúlan í liðnu er aðalvandamálið núna og það er mjög alvarlegt áhyggjuefni. Markmaður er ekki nógu góður, miðverðir eru ekki nógu góðir, miðjan er veik á köflum og frammi er liðið farið að spila án eiginlegra sóknarmanna, svo lélegir hafa þeir verið.

Eins og einn setti á twitter fyrir leik „Ég skil falska níu en ég hef aldrei heyrt um falska bakverði og hvað þá falskan markmann“.

Liverpool keypti ekkert í síðasta janúarglugga en bætti sig töluvert eftir áramót. Núna er staðan stigalega jafn slæm og hún var hjá Roy Hodgson og eins og á fyrsta ári Brendan Rodgers. Eftir síðasta tímabil var einfaldlega hægt að gera miklu hærri kröfur en það og því ljóst að gera þarf eitthvað róttækt. Þetta er enganvegin nógu gott og agalegt að fara með þetta inn í jólin þó blessunarlega séu töluverð batamerki á liðinu.

Svona horfir þetta við mér núna þegar tímabilið er rétt tæplega hálfnað. Hvað finnst ykkur, hvar þarf Liverpool helst að styrkja sig.

35 Comments

 1. Aftur klikkum við á podcast þætti enda margt annað í gangi þessa dagana, heljarinnar hátíð á miðvikudaginn og hvaðeina. Einar Örn var að taka á móti Íslensku þjóðinni heima í stofu, Kristján Atli var að velja gjöf handa Steina, Maggi var að kenna kúrekadans o.s.frv. Hlöðum í þátt um leið og við getum.

  Finnum lausn á meðan hvernig við lögum þessa blessuðu vörn okkar.

 2. Flott grein Babu og ég er sammála ansi mörgu sem þú setur fram. Hryggjarsúlan í liðinu er ekki nógu sterk, langt í frá meira að segja og að mínu mati heilinn ekki heldur, hvort sem hann fær að lifa fram á sumar eða ekki þá þarf þar breytingu einnig að mínu mati.

 3. Liverpool þarf nauðsynlega að versla leikmenn sem geta afgreitt færin sín…. bæði frammi og á miðjunni, leikmenn sem geta sett boltann, afgreitt hann, innanfótar, FINISHER…. ekki fara í panic þegar þú kemur inn í teig og dúndra í boltann með ristinni í næsta flóðljós.
  Ég er ekki sammála með vörnina, ég tel vandamálið frekar vera holningin á liðinu frekar en einstaklingarnir í vörninni. Annars er ég sammála um varnartengiliðin og markvörðin….. 🙂

 4. Ég er ekki sammála með vörnina, ég tel vandamálið frekar vera holningin á liðinu frekar en einstaklingarnir í vörninni.

  Já en ég er einmitt að segja það? Ekki málið að bæta einum varnarmanninum við í viðbót heldur leyfa þeim sem við eigum að spila í liði með góða holningu og miklu betra cover en þeir hafa fengið undir stjórn Rodgers.

 5. Ok, las þetta aftur yfir, við erum þá sammála um allt, nema ég vil bæta við 2 til 3 einstaklingum sem hafa þroska og hæfileika til að afgreiða færin 🙂

 6. Skemmtilegar pælingar hjá þér Babu. Held ég geti bara verið sammála þér í öllu sem þú segir í pistilinum. Nánast eins og talað frá mínu hjarta!

  Við þessu má kannski bæta að það væri sterkur leikur hjá Brendan Rodgers að viðurkenna það að hann kann engan vegin að stilla upp varnaleik. Varnaþjálfari gæti kannski gert smá kraftaverk með ýmsa leikmenn okkar. Enn kannski þarf meira enn það.

  Enn annarrs er fátt sem er hægt að bæta við pistilinn hjá Babu..

  Langar annarrs að þakka Pistlahöfunum hjá Kop.is fyrir frábært ár. Fyrirhlutinn allveg magnaður þar sem við áttum frábæran tíma og seinni hlutinn gjörsamlega andstæðan.

  Gleðileg jól pistlahöfundar þið hafið svo sannarlega gert mikið fyrir mig í ár 🙂

 7. Markmaður og senter eru algjört forgangsmál!

  Ef við værum með Cech eða einhvern svipaðan þá værum við með í það minnsta 5 stigum meira.

  Ef allir framherjar eru heilir þá erum við með Sturridge, Balotelli, Lambert og Borini. Með fullri virðingu þá eru þetta ekki nægjanlega sterkir framherjar. Þegar Sturridge er meiddur… Þá er þetta eins og það er.

  Við vorum með Suarez og Sturridge næstum heila allt síðasta tímabil og spiluðum nær eingöngu í deildinni. Núna erum við með fleiri leiki engan Suarez og varla séð Sturridge. Mun Sturridge verða heill fram á vor? Vonandi en það er ekki öruggt.

  Það er forgangsmál að fá alvöru striker og markmann í janúar. Mjög gott að fá leikmenn í aðrar stöður en það er alveg ljóst hvað er mikilvægast.

 8. Sammála því að 2 mikilvægustu stöðunar á vellinum að styrkja hvort sem er í janúar eða í sumar er markvörður og varnartengilið. En mér finnst þú vera fullgóður við Borini þetta var einstaklega klaufalegt rautt spjald og fyrir utan hvað hefur hann nákvæmlegt gert til að eiga skilið fleiri tækifæri með liðinu hann er búinn að spila 18 leiki og skora 1 mark þannig ekki er hann markaskorari. Ég gef honum það að hann er duglegur og væri þokkalegur leikmaður fyrir lið eins og Sunderland en langt frá liverpool gæðum.

 9. Okkur vantar fyrst og fremst aðstoðarþjálfara sem hefur eitthvað vit á varnarleik (helst Carrager – hann hefur verið ótrúlega naskur að koma auga á veikleika liðsins og benda á lausnir). Svo varnartengið!

 10. Okkur vantar einfaldlega King Flanno. Ég grínlaust held að fá hann aftur inn úr meiðslum jafnvirði það að fá nýjan öflugan varnarmann, hann var frábær á síðasta tímabili.

 11. Mignolet, Manquillo, Kolo, Sakho, Moreno, Can, Lallana, Henderson, Sterling, Sturridge, Balotelli.

  Þetta lið yrði að ég held alls ekki svo slæmt, og með Coutinho, Markovic, Gerrard, Borini, Lambert, Flanagan og fleiri tilbúna til að koma inn af bekknum. Við sjáum að það eru hellings gæði í þessu liði, og góð breidd, og því er óskiljanlegt að hún skuli ekki vera notuð.
  Það er alvg hægt að kenna mönnum um slakar ákvarðanir, enda gerist slíkt eðlilega í leikjum en þetta eru allt frábærir knattspyrnumenn og það er bara eitthvað að hrjá þá, það er ekki allt í einu sem menn verða bara slakir í fótbolta. Þetta tengist mjög líklega því að leikmenn finna ekki fyrir trausti þjálfarans.
  Þegar De Gea kom fyrst til United þá var hann mjög líkur Mignolet í dag. Slakur í teignum en átti fínar vörslur af og til þrátt fyrir að gera fullt af mistókum. De Gea fékk samt alltaf 300% traust frá stjóranum og vann sig inn, hægt og rólaga og það tók hann einhver 3 tímabil að sanna að hann væri heimsklassa markvörður. Þetta er eitthvað sem Mignolet fær ekki frá Liverpool, það er traustið, og margir leikmenn virðast ekki njóta þess og það er að kosta okkur núna. Rodgers verður að treysta hverjum og einasta leikmanni sínum og bara spila þeim í gang!

  Við getum snúið blaðinu við, og líklegast mun það gerast, en þetta tekur allt tíma, og menn verða að fara hysja upp um sig áður en það er of seint.

 12. Flott grein.

  Varðandi Lovren þá væri nú fróðlegt að sjá einhverja úttekt á því hvað gerðist hjá kauða. Fór að rifja upp það sem rætt var um síðsumars þegar fréttist að LFC væri á höttunum á eftir honum. M.a.:

  “Lovren made 84 interceptions last season, with his average of 2.71 per game being the 3rd highest for a centreback in the entire league. His quick thinking and brilliant reading of the game will be imperative for Liverpool.
  Also he won more tackles than any other Liverpool defender with 48, 12 more than Martin Skrtel despite playing five games less. An average of 1.55 per game that was almost 50% that of Skrtel.”
  (http://eplindex.com/56450/lovren-improve-liverpool-defence-season-cost-title.html)

  “Most of the goals highlighted in these clips are scored from around, or at the very top of the 18 yard box, because the Reds are caught too deep and fail to close down. The issue concerns the team’s mentality, and perhaps, if Lovren continues to get time in the starting XI, problems with the team’s defensive shape will be resolved.” (http://worldsoccertalk.com/2014/08/14/how-dejan-lovren-is-the-remedy-to-liverpools-defensive-frailties-gifs/)

  “One thing I definitely like about Lovren is the frequency with which he intercepts opposition passes; on a per game basis he was the eighth best player in the Premier League for this in 2013/14, and better than everyone in the Liverpool squad.”
  (http://basstunedtored.com/2014/07/22/dejans-defending-the-look-of-lovren/)

  Þannig að breyttist Lovren skyndilega í lélegasta varnarmann í heimi, þolir hann ekki pressuna eða er leikkerfið/liðsheildin ekki að hjálpa honum? Hér er reyndar ein tilraun til svars: Ólíkt Southampton eru fáir á miðjunni hjá Liverpool sem eru góðir í að tækla andstæðinginn:

  “Liverpool have no players on the top tacklers list (Jordan Henderson at 19th is their highest). They’re not cutting out many opposition attacks higher up the pitch. Southampton’s midfield and full-backs are taking the pressure off their centre-backs. Liverpool’s midfield and full-backs are doing completely the opposite. Liverpool’s style of play, with more attacking, creative players across their midfield, is putting their centre-backs under far more pressure than Southampton do.”
  (http://gemsandrhinestones.com/2014/11/11/liverpool-southampton-and-dejan-lovren/)

  Það er auðvitað freistandi að skella skuldinni á Rodgers og þær áherslur sem hann leggur á í leik liðsins. Og spurningin þá hvort hann hafi getu (eða vilja) til að laga þetta.

 13. 8#
  Er þessi tölfræði sem þú bendir á varðandi Borini 18 leikir í byrjunarliði eða 18 leikir í heild(þar sem líklegast 80% þeirra hefur verið innáskipting eftir 80 mín)?

 14. Markmann, varamarkmann celski helst , varnartengilið og sóknarmann/menn. Losa okkur við nokkra og við gætum komið út með nettó eyðslu uppá 40-50 mills punda.

 15. Hann hefur spilað samtals 19 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Liverpool byrjað inná í 6 af þeim og skorað 1. Hann spilaði 32 leiki með Sundarland og skoraði 7 mörk 2 af þeim mörkum var vítaspyrnur þannig að markatölfræðin hans er ekki merkileg.

 16. #14, Borini spilaði ekki frammi hjá Sunderland, allavega ekki þá leiki sem ég sá/skoðaði.

  Annars er held ég lítið hægt að tala um hann sem liverpool leikmann lengur, verð stórhissa ef hann verður enn í liverpool eftir Janúar.

  Varnartengilið og hugsanlegan markmann ef hægt er að fá góða í Jan. Zieler væri góður(Cech ef hægt er). Vitleysa að ætla sér að kaupa bara annan 20M Varnamann og halda að það lagi eitthvað.
  Lovren,sakho og skrtel eru ekki lélegir leikmenn, myndi ekki halda að nýr maður myndi bjarga miklu.

 17. Ef Cech hefur áhuga á að koma til Livrpool þá er engin ástæða afhverju við ættum ekki að tryggja okkur eitt af bestu markvörðum í sögu Úrvalsdeildarinnar.

 18. Ég hef sagt lengi að góður varnartengiliður skiptir mestu máli, þið getið flett fyrri færslum svosem en það nennir því náttlega enginn. Varnartengiliðurinn er eiginlega eins og gírkassi í bíl, sorrý strákar (og stelpur) en án þess að hafa góðan tengilið gerist nákvæmlega ekkert.

  You can fake it till you make it, er ágætis málsháttur, og það á við um árangurinn í fyrra, en maður vonaði að með breikkuninni á hópnum þá myndi þetta “lagast”. En vandamálið ágerðist, þ.e.a.s. hriplek vörn en núna bara engin mörk að ráði.

  Þannig að ef ég væri Brendan, ætti 30 milljónir myndi ég kaupa varnartengilið fyrir 25 milljónir og fá svo Origi til baka á þessar 5 sem það kostar að kaupa hann undan Lille.

  P.s. annars er allt annað að sjá liðið eftir hann breytti þessu í furðukerfið sitt.

 19. Nr. 8 Jan Martin

  Ekki skilja þetta sem svo að ég sé spenntur fyrir því að Borini leiði sóknarlínu Liverpool. Það er langt síðan ég talaði um að Sterling væri eini raunhæfi kosturinn sem við ættum í fjarveru Sturridge upp á hraða að gera. En ef valið er milli Borini og Lambert vill ég mun frekar sjá Borini og þá aðallega þar sem hann ætti að henta okkar leikkerfi mun betur. Satt að segja man ég ekki eftir því að Borini hafi fengið marga sénsa í röð í byrjunarliði Liverpool frá því að hann kom. Hann hefur reyndar ansi oft meiðst um leið og hann fær séns.

 20. Það gleymist að nefna að Liverpool þarf bráðnauðsynlega að bæta við sig varnarþjálfara. Spurning um að hafa samband við Hyypia og fá hann í þjálfarateymið. Getur örugglega komið með einhver góð ráð fyrir Brendan.

 21. Ég er ekki sammála því að vörnin hafi verið léleg í síðasta leik gegn Arsenal. Hún var ekki fullkomin en miklu skárri en hún hefur verið í langan tíma.
  Góður varnaleikur byggir á því að fækka marktæifærum fyrir framan markið og það tókst svo sannarlega. Vörnin var því heillt yfir alveg rosalega sterk og ef hún heldur áfram að halda marktækifærum í svona 4-5 í hverjum leik – þá er útlitið virkilega bjart.

  Það er ekki svo langt síðan að við vorum að fá miklu fleirri færi á okkur gegn liðum sem eru með miklu minni gæði en Arsenal. Ég er mjög bjartsýnn eftir síðasta leik og held að þetta sé allt á réttri leið. Varnaleikurinn líka.

 22. Tad vantar nyjan stjóra. Vid erum med marga flotta leikmenn, en tví midur virdist Brendan hafa trjóskast of lengi vid og vid erum dottnir ùr CL og eigum mjög veika Von um 4. Sætid. Sídan hefdi nùna verid gott ad hafa Reina í markinu.

 23. Það væri gaman að sjá góðan markaskorara mæta á svæðið. Ef Sterling meiðist þá erum við líklega komnir í fallbaráttu þannig að aukin breidd frammi er efst á óskalistanum hjá mér. Balotelli, Lambert og Borini eru búnir að leiða liðið í verstu byrjun Liverpool í 50 ár og kannski spurning um að selja eitthvað af þessum sjóðheitu snillingum áður en einhver er keyptur.

 24. Ég skil ekki þessa kröfu um varnarþjálfara með Brendan Rodgers. Til hvers eru Colin Pascoe og aðrir first team þjálfarar? Er allt í einu krafan á okkar knattspyrnustjóra að hann getur aðeins sinnt sóknarleiknum en getur ekki þjálfað lið sem getur líka varist? Brendan sagði það nú sjálfur að það væri auðvelt að þjálfa lið sem gæti lagt rútunni og varist, nú þarf hann bara að sýna að hann getur þjálfað vel balancerað lið sem getur bæði sótt og varist, öðruvísi verðum við aldrei stórveldi aftur.

 25. Maður fær einfaldlega kvíðakast þegar maður les þetta. Vantar svo mikið í þetta blessaða lið. Okkur vantar markvörð, miðvörð, tvo góða bavkerði, góðan varnartengilið og framherja. Þá vantar okkur ekki bara leikmenn sem geta spilað þessar stöður, heldur leikmenn sem gera það almennilega. Gæðaleikmenn!

  Vonandi náum við að fá gæðaleikmenn í tvær af þessum stöðum í janúar og í hinar stöðurnar í sumar. Það hlýtur einfaldlega vera komið að því að taka gæði frekar en magn. YNWA!

 26. Flottur pistill babu og ég er nú sammála vel flestu.

  Markmaður og varnartengiliður eru og munu verða höfuðáhersla líkt og talað var um í sumar. Ljóst að ekki var gert neitt til að bæta markmannsstöðuna í sumar en maður tengdi kaupin á Emre can við stöðu varnartengiliðar en slíkt á nú eftir að skýrast betur. Lucas er ágætur í þeirri stöðu en ekki heimsklassa. Það mun alltaf vanta nýjan markmann þar sem fæstir treysta Mignolet og síðan er það nottla tímaskekja að brad jones sé ennþá jafn nauðsynlegur hlekkur í liðinu.

  Klúbburinn hefur skitið stórkostlega upp á bak með kaupum á sóknarleikmönnum frá því að BR tók við ef frá er undanskilinn Sturridge. Kaupin á lambert eru í mínum huga óskiljanleg og merki um stórkostlegt metnarleysi klúbbs sem lenti í öðru sæti deildarinnar og var loksins kominn í CL. Eins og Babu orðar það svo vel þá gjaldfellti BR sig stórkostlega sbr þegar hann losaði sig við Carroll og þær ástæður sem voru þar að baki. Semsagt okkur vantar sárlega framherja en það mun aldrei gerast nema einhver að núverandi framherjum (balo, lambert, borini) verði seldir.

  Mín spá er að það komin inn nýr markmaður í jan….that´s it.

 27. Mjög flottur pistill, takk fyrir það.

  Ég held að flestir okkar séu meðvitaðir um þá stefnu sem FSG eru með og viðskiptamódelið þeirra að ala upp leikmenn til að selja.

  Ég vill meina að þetta plan gæti alveg gengið upp hjá þeim en á móti myndi ég segja að til þetta plan geti gengið almennilega upp þá eiga markmenn EKKI að vera í sama módeli.

  Það ætti á hverjum tíma að eyða stórum pening í kaupa mjög góða markmenn sem eru búnir að sanna sig algjörlega.

  Að hafa góðan markmann sem bókstaflega étur allt sem í teiginn kemur gefur öllu liðinu sjálfstraust og ég vill meina að DG hjá United sé einmitt að gera það núna.

  FSG ekki spara þegar kemur að markmannakaupum….. Fáum tékkann í markið í Janúar…næstum því hvað sem það kostar !!!!

 28. Skil ekki þessa svartsýnistal varðandi 3-4-2-1 aðferðinni. Hún hefur fyrir mér minnsta kosti bjargað jólanum eftir við höfðum spillað hugmyndasnauðan og hreint og beint leiðinlega fótbolta með að nota t.d. 4-2-3-1 aðferðina.
  Það hefur verið allt annað að horfa á liverpol spilla síðust þrjá leiki og leikmenn Liverpool hafa fundið leikgleðina á ný eftir slakt gengi undanfarið..
  Ég vill að Rodgers haldi sér við þessa leikaðferð og skipuleggur janúar gluggan að fá menn sem munu styrkja þessa nýja leikaðferð.
  Janúar glugginn er alltaf erfíður og fá topp leikmenn getur verið erfítt enn ég vill sá nýjan markvörð minnsta kosti og topp miðvörð vanan spilla í þriggja manna varnarlínu.

 29. Sælir félagar, fjær og nær í öllu universinu

  Ég er svo sammála Babú að það væri bara vandræðalegt að fara að bera í þann bakkafulla læk. Ég nota því bara tækifærið og óska öllum stuðningsmönnum Liverpool, af öllum kynjum og þjóðernum gleðilegra jóla, árs og friðar.

  Það er nú þannig

  YNWA

 30. Var að lesa nýlegt viðtal við Rodgers fyrir Burnley leikinn. Þar var hann spurður hvort hann ætlaði að styrkja sig í Janúarglugganum og hann sagðist gera það ef rétta týpan af leikmanni fengist.

  Þessari stefnu er ég hjartanlega sammála. Í raun á Liverpool að halda áfram sinni stefnu. kaupa unga leikmenn og byggja þá upp til framtíðar. Ekki missa sig í örvæntingu því hlutirnir eru að ganga upp í augnablikinu.

  Hann nefndi annan athyglisverðan hlut en það var að það hefði sýnt sig að það borgaði sig oft að taka menn úr liðinu og nýta tímann í að bæta spilamennsku þeirra. Það hyggjast þeir gera með Mignolet og eru væntanlega að gera slíkt hið sama með Marcovic og Emre Can og væntanlega báða bakverðina, Moreno og Manquillo.

  Mér sýnist þetta herbragð vera að virka hjá Rodgers.

  Hann talar stöðugt um að þróun leikmanna hafi gengið mjög vel á blaðamannafundum og geri ég ráð fyrir því að við erum að sjá afraksturinn á því núna. t.d með Marcovic sem er allur að koma til.

  Kannski er þetta bara spurning um tíma. Gefum Rodgers þetta tímabil og sjáum svo hvað gerist á því næsta. Allavega var ég ánægður með leikinn gegn Arsenal og er sannfærður um að við vinnum Burnley ef við spilum jafnvel í þeim leik.

  Ég er allavega komin með trú á þetta verkefni og trúi því að flest kaupinn skili sér að endingu. Sjáði t.d Henderson í dag og hvað hann hefur þróast mikið frá þvi að hann byrjaði að spila með Liverpool.

  YNWA

Liverpool 2 – Arsenal 2

Gleðileg jól!