Liverpool 2 – Arsenal 2

Jólin eru komin og leikur dagsins í ensku deildinni var jólagjöf fyrir fótboltaáhugamenn.

En ég var nálægt því að láta þessa skýrslu verða 100 orð max…það skulum við hafa á hreinu!

Byrjum á byrjuninni, liðsskipan dagsins:

Jones

Touré – Skrtel – Sakho

Henderson – Gerrard – Lucas – Markovic

Lallana – Sterling – Coutinho

Bekkur: Jones, Enrique, Moreno, Manquillo, Can, Borini, Lambert.

En kannski þarf skýrslan ekkert að vera svo löng…bara tölfræðin sýnir okkur leikinn í hnotskurn:

Posession: Liv 62% – Ars 38%
Skot: Liv 27 – Ars 7
Á rammann: Liv 11 – Ars 4 (þar af tvö á 9.mínútu uppbótartíma).

Þetta var einfaldlega langbesta frammistaða sóknarlega hjá Liverpool í deildinni í vetur ef þið spyrjið mig. Flæðið í leiknum í 85 mínútur af þessum 100 sem voru spilaðar var bara magnað, á köflum flottur einnar snertingar fótbolti þar sem Coutinho lét allt tikka og hlaup Sterling, Lallana og Markovic sköpuðu endalausa hættu.

En varnarleikurinn er jafn slæmur og alltaf.

Við komumst yfir á 44.mínútu þegar Coutinho fékk sendingu á D-bogann, tók “body-fake”, skildi varnarmann eftir negldi stöngin inn fjær, óverjandi fyrir hörkugóðan Szchezny í marki gestanna. Þvílíkt sem manni létti…en þetta stóð í alveg 57 sekúndur. Gerrard braut klaufalega af sér rétt utan teigs, sendingin kom inní var skölluð upp í loft, Lucas á hælunum svo Flamini skallaði til baka og þar gleypti Debuchy hann Skrtel karlinn og skallaði í markið framhjá helfrosnum Brad Jones.

Hálfleikur og meira að segja Shrek tvítaði um hversu ósanngjarnt þetta var, en týpískt fyrir tímabilið…staðan 1-1.

Seinni hálfleikur og sami gangur, Gerrard skallaði yfir eftir flottan undirbúning Raheem (sem reyndar nýtti hendina til þess) en svo aftur. Slök sending hjá fyrirliðanum var étinn og Arsenal komu upp völlin þrír á móti sjö. Hvaða máli skiptir það, enginn lokaði sendingu á Giroud sem flikkaði á Cazorla, Kolo karlinn lokaði ekki á hann, sending til baka á Giroud sem var óvaldaður með fjóra okkar menn í kringum sig og hann klobbaði Brad Jones. Veit ekki hvort maður á að nenna að svekkja sig á þessu, þriggja ára ferill enn á sama gangi og orðið ljóst að sagan frá í fyrra að endurtaka sig, þrjú mörk þarf til að vinna.

Eftir þetta var bara eitt lið á vellinum. Gerrard átti skot sem var varið, Lucas sleikti utanverða stöngina, Borini kom inná og átti frábæran skalla og svo skot sem var varið. Þá ákvað hann að gleyma hausnum og lét reka sig útaf fyrir tvö heimskuleg atvik á stuttum tíma…og virtist svo garga á þjálfarateymið þegar hann hljóp í klefann. Semsagt, þess vegna er hann ekki notaður, kollurinn augljóslega ekki í lagi og ég spái því að hann spili ekki meir.

Enn var varið frá Gerrard en nú í horn. Og uppúr því kom jöfnunarmarkið og hver mætti þar. Jú, varnarmaðurinn sem átti að gera betur í báðum mörkum gestanna, helvafinn og vankaður um hausinn, við erum að tala um Martin Skrtel sem loksins komst á bragðið í markaskoruninni úr hornum.

Arsenal fengu síðustu færin en þá fann hanskana, á twitter var sagt að þetta væru fyrstu skot sem hittu rammann frá Arsenal sem voru varin, 6 síðustu skot á rammann höfðu öll farið inn…ég veit ekki hvort það var rétt, en stuttu seinna var flautað, eitt stig fengum við í hús en hefðum auðvitað átt að fá fleiri.

Á meðan þú verst svona geturðu auðvitað ekki reiknað með því, EN….

Loksins er gaman að horfa á liðið aftur, alveg frábært flæði og það að hafa 62% posession í heilan leik gegn Arsenal er frábær árangur. Liðið tikkaði frábærlega að öllu leyti sóknarlega öðru en því að hafa “out and out” striker, ég held að þetta leikkerfi gæti alveg virkað með hann Balo uppi á topp og nú væri hægt að hvíla Lallana/Coutinho/Sterling eitthvað.

Lucas og Gerrard rúlla flott saman inni á miðjunni, Markovic hlýtur að vera farinn að þagga niður í mörgum og þetta var besta frammistaða Hendo í þessari stöðu fannst mér.

Sakho bar af í varnarleiknum og Kolo var fínn, var þó augljóslega orðinn þreyttur og búinn á því þegar honum var skipt útaf…ég veit ekki einu sinni hvaða leikkerfi var þá, þá vorum við held ég farnir að spila 2-5-3. Ég var á góðri leið með að slátra Skrtel sem átti afleitan varnardag þegar hann skoraði þetta dásamlega jöfnunarmark.

Svo bara tvö orð…Mignolet inn.

En virkilega vona ég að þessi frammistaða og þetta jöfnunarmark dreifi áfram jákvæðninni sem hófst í vikunni. Allan daginn vil ég sjá liðið svona og endirinn þennan í stað þessara 0-0 og 1-0 leikja sem við höfum séð á Anfield hingað til.

Maður leiksins hjá mér er Philippe Coutinho, ég var farinn að örvænta með þennan strák en hann var stórkostlegur í dag og lét allt tikka í kringum sig. En margir voru góðir…sem er nýbreytni.

Alvöru rússibani og allavega eitt stig í hús…þetta kemur…Y.N.W.A.!!!

77 Comments

 1. Stórkostleg skemmtun. Eitt skulum við þó hafa á hreinu kæru bræður, Wenger er jafn ömurlega lélegur að skipuleggja varnarleik úr föstum leikatriðum og okkar maður Brendan Rodgers – Það bjargaði okkur í þessum leik.

  YNWA

 2. Það á að reka Rodgers, þó það sé ekki nema bara fyrir það eitt að þrjóskast með Brad Jones í markinu.

  Ég er búinn að missa alla trú á honum. Hann bara getur ekki skilið það einfalda lögmál að sterk vörn er það sem skilar langtíma árangri, EKKI sóknarbolti (sem btw skilar nánast engum mörkum).

  Það er gjörsamlega til einskis að vera með einhverja sóknartilburði þegar þú ert með vörn og markmann sem ekkert geta.

  Ég er þó ekki á því að það eigi að reka Rodgers strax. Ég vill gefa honum séns á að sigra Evrópudeildina og koma okkur þannig í Meistaradeildina. Ef það tekst ekki þá á hann að fjúka.

  Eftir þetta jafntefli er deildin í ár ónýt fyrir okkur. Tilganslaust að leggja áherslu á hana.

  Ömurlegt lið sem við erum með en við verðum að styðja það og þá sérstaklega í Evrópudeildinni.

  Áfram Liverpool!

 3. Giska á að skýrsla Magga verður, frábær leikur og allir sáttir með 1 stig gegn Arsenal á heimavelli. Við eigum ekki að vera sáttir með 1 stig á heimavelli, búnir að tapa 14 stigum nú þegar.
  Úr því sem komið var 1-2 undir og manni færri þá var þetta hins vegar gott að taka eitt stig. Barnalegur varnaleikur og lélegur markmaður er að kosta Liverpool mikið.

  Borini var að tryggja sér sölu frá félaginu í Janúnar, þvílíkur bjáni.

 4. Frábær leikur. Punktur :).

  Coutinho var frábær, Lallana og Sterling öflugir. Punktur :).

  Okkur vantar striker, alvöru striker, það liggur fyrir. Punktur :).

  Áfram Liverpool. Punktur :).

 5. Fáránlegt að taka Markovic svona snemma út af. Búinn að vera dúndur flottur. Og hverjir komu inn á í staðinn? Borini bjálfi og Lambert langhægasti. Rodgers þarf að fá nýja reiknivél í skóinn takk.

 6. Svona án gríns samt, var Sterling látinn í vinstri bakvörð þegar Lambert kom inná. Það eitt og sér er stórfurðuleg ákvörðun.

 7. Coates, er hann búinn að vera að spila með Stoke ?, þekkið þið það ?,

  og þá hvernig hann er búinn að spila ? En þetta er náttúrulega þráðrán !

 8. Fínn leikur, yfirburðir á köflum. Borini burt. Einn öflugan varnarmann og einn alvöru markaskora og þá er þetta bara lóðbeint upp 🙂
  YNWA

 9. Eftir vægast sagt ömurlega byrjun finnst mér ég vera að byrja að kannast við liðið mitt aftur. Að sjálfsögðu ekki ánægður með úrslitin en svona fótbolta er alla vegana hægt að horfa á. Treysti því að markið hans Skrölta geri mikið fyrir sjálfstraustið í liðinu og stigini fari að rúlla inn á næstu vikum.

 10. Hvað er svona frábært? Stig á heimavelli? Að sitja í 10 sæti? 22stig eftir 17 leiki, hreint frábært.
  Þarf ekki mikið til þess að gleðja miðlungsliðin í deildinni. Afsakið orðbragðið en þetta er óásættanlegt, Arsenal ekki uppá marga fiska en ömurleg og vanhugsuð leikmannakaup sumarsins enn og aftur að koma í bakið á okkur. Var bjartsýnn fyrir leik og er alls ekki sáttur

 11. Ég horfi ekki á Liverpool þessa daga enda eytt alltof mörgum tímum í að horfa á þá málningu þorna en var þetta semsagt annar character sigur? Það eru vissulega tvær leiðir til að koma sér út úr lægð, önnur er að byrja að sigra og hin er að setja standardinn á plan lægðarinnar. Ég hugsa að Rodgers hafi tekist hið síðara ef fólki er alvara þegar það kallar jafntefli á anfield frábærat. Good for him.

  Getum við núna rekið hann?

 12. Þeir sem hafa ekki trú á liðinu ættu að laxera og taka svo vel á skötunni,,,,

 13. 1. Skrtel er skúrkurinn.
  2. Skrtel er hetjan.
  3. Brendan Rodgers þarf að ráða varnarþjálfara.
  4. Brendan Rodgers þarf að ráða varnarþjálfara.
  5. Brendan Rodgers þarf að ráða varnarþjálfara…….ef hann heldur vinnunni.
  6. Brendan Rodgers með inná skiptingar gerðar í örvæntingu.
  7. Henderson kominn í vörnina, halló Brendan!?
  8. Ósýnilegur Lambert í sóknina, hefur ekkert getað á tímabilinu.
  9. Daniel Sturridge, þín er sárt saknað.
  10. Fabio Borini búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Liverpool!

 14. Fæ alveg nóg af þessum “You always walk alone” stuðningsmönnum, fagnandi meiðslum á mönnum í manns eigin liði og kallandi brottrekstur hægri vinstri. Hvað með að bara styðja liðið í stað þess að rífa það alltaf niður?

  Leikurinn í dag var betri á mörgum sviðum miðað við fyrri vikur og því ber að fagna, ekki að rífa það niður því að liðið sé ekki jafn gott og í fyrra.

 15. Til hamingju DUDE – hér að ofan

  Þú færð frí ferð til Afganistan aðra leið fyrir að vera stuðningsmaður ársins, skelfilegur póstur.

  Þetta var frábær leikur hjá Liverpool. Við stjórnuðum leiknum í 90 mín. Fengum fullt af færum og áttu auðvita að vinna þennan leik en þegar lið er marki undir á 97 mín þá tekur maður jafnteflið.
  Einhverjir sama hafa talað um að Rodgers hafi tapað klefanum geta étið það ofaní sig. Þvílíkur dugnaður, barátta og andi í þessu liði í dag. Liverpool vann nánast alla 50-50 boltana og skapaði fullt af tækifærum til þess að skora.

  Jones 6 – Greip vel inní og tók anti Mignolet markvörslu þegar hann kom úr rammanum og náði að hreinsa rétt áður en Arsenal voru að sleppa í gegn. Maður vildi sjá hann gera betur í fyrsta markinu(s.s reyna í boltan) en 2 markið er mjög erfitt. Ég vill sjá Mignolet í næsta leik.

  Toure 7 – átti flottan leik
  Skrtel 7 – menn vilja kenna honum um fyrsta markið en hann er að baka og á ekki séns í að vinna þennan skalla. Hann tekur svo nærhornið í öðru markinu(sem fyrsti varnamaður á mann með bolta) og átti Sakho að loka á manninn. Stórkostlegt mark
  Sakho 7 – mér fannst hann eiga góðan leik og vona ég að hann haldi sæti sínu í næsta leik.

  Markovitch 7 – okkar besti maður í fyrirhálfleik en týndist dálítið í síðari. Þessi 20 ára strákur var samt áræðinn og sýndi afhverju við keyptum hann.
  Henderson 7 – spilar í stöðu sem honum líður ekki vel í en skilar sínu með dugnaði og elju en er lítil ógn fram á við

  Lucas 6 – Hann hefur komið með stöðuleika í liðið en var samt í dálitlum vandræðum og braut tvisvar klaufalega á sér og tapaði boltanum klaufalega á hættulegum stað. Ég vill samt halda honum í liðinu
  Gerrard 8 – stjórnaði miðjuni frá A til Ö flottur leikur

  Lallana 8 – Ógnandi allan tíman og líklega hans besti leikur í liverpool búning
  Coutinho 8 – Alltaf ógnandi skoraði flott mark og hefði átt að skora fleiri.
  Sterling 7 – tapaði stundum boltanum klaufalega en eins og aðrir leikmenn alltaf að ógna.

  Borini 1 – Kom með kraft en heimskulegt rautt spjald
  Lambert 6- kom með hæð inní liðið en var ekki mikið í boltanum

  Rodgers 9 – Þetta 3-4-3 kerfi er að svínvirka. Liðið stjórnaði leiknum gegn Arsenal allan tíma en þeir eru þekktir fyrir að halda bolta vel og stjórna leiknum. Liðið hans var mótiverað allan tíma og var helvíti flott að sjá í restina að bara Skrtel og Sakho í vörnini með Henderson á hægri kannt og Sterling á þeim vinstri í pressu. Mér finnst að það er ekki hægt að kenna honum um skallabolta klafs inní teig eða að leikmenn voru ekki að skora úr þessum færum.

  Það var mjög mikilvægt fyrir liðið sem var búið að gefa svona mikið í leikinn að tapa honum ekki og hefði það verið helvíti fúlt.
  Liðið okkar er að lenda í mótlæti leik eftir leik og hefðu mörg lið sem hafa verið að standa sig illa með ekkert sjálfstraust og lent ósangjart 1-2 undir einfaldega minkað kraftinn en okkar menn gáfu bara í.
  Vendipunkturinn var auðvita markið á 46 mín
  Mér fannst líka að Flamini átti að fá annað gula fyrir að fara með hendurnar í andliðit á Lallana.

  Ég er sáttur við framistöðu liðsins í dag en ekki úrslitin.

  Nú vona ég að liðið haldi áfram á þessum krafti í næstu leikjum en leikjaprógramið er þungt og á ég von á því að Rodgers þurfi að gera einhverjar breyttingar í næstu leikjum.

  YNWA – Gleðileg Jól Liverpool stuðningsmenn á Íslandi

 16. Ég var bara þrælánægður með okkar menn í dag. Það var sjaldséður kraftur í liðinu, pressa og boltinn gekk að mestu vel á milli manna. Það eina sem varð okkur að falli var þessi vanalegi athyglisbrestur í vörninni og lélegur markvörður. Jones var ekkert vandræðanlega lélegur, en við þurfum miklu betri markvörð en hann og Mignolet. Rodgers setti þetta einnig vel upp í dag og verður ekki kennt um tvö töpuð stig.
  Í 95 mínútur átti liðið skilið að sigra, og e.t.v. nokkuð stórt, ég tek það með mér og horfi bjartsýnn fram á veginn.

 17. Geta menn ekki áttað sig á því í eitt skipti fyrir öll að Brad Jones er ekki í markinu vegna þess að hann er betri markmaður en Mignolet, heldur vegna þess að Mignolet hefur verið í lægð sem verið er að reyna að ná honum út úr. Með því að taka hann út í nokkra leiki fær hann tækifæri til að núllstilla hausinn, æfa vel, losna við óttann og stressið sem var komið í hann og verður vonandi talsvert sterkari þegar hann kemur til baka.

  Annars gaman að sjá liðið sprækt. Lallana verður lykilmaður næstu ár, Coutinho var frábær, Markovic duglegur. Okkur vantar bara gæðasenter þ.a. Sterling fái hlutverk við hæfi. Gæti trúað að það opnaði flóðgáttir framávið.

 18. Neikvætt,, Að vinna ekki þennan leik.
  Neikvætt,, fyrir mitt leiti þá gengur ekki og hefur aldrei gengið að hafa vitringana 3 saman í sama leiknum ( Gerrard/Henderson/Lucas.
  Neikvætt,, Henderson ræður alls ekki við stöðu hægri kantsmans því miður.
  Neikvætt,, Þó að ég hafi viljað fá alvöru markmann í liðið þá er ekki lausninn að setja annan slappan markvörð í staðinn.

  Jákvætt, núna vorum við með 4 leikmenn í byrjunarliðinu sem geta tekið menn á , oftast höfum við bara byrjað með 2 til 3 þannig leikmenn , enda sást það í dag að við héldum betur boltanum og gatum skapað nokkuð oft alvöru hættu.
  Jákvætt, það stittist í janúar gluggan og þá verður algjört möst að versla ALVÖRU gæða leikmenn.
  Ég sá Coates spila flottan leik með Sunderland í dag, mikið hefði ég vilja hafa hann í okkar liði í dag,,
  Neikvætt,, Neikvætt,,Neikvætt núna getum við gleymt Meistaradeildarsætinu mikilvæga
  Neikvætt, Ég hef ekki trú á Brandan lengur því miður, td átt Gerrard ekki átt að byrja síðasta leik og mæta hvíldur/sptækur í þennan, hann var ansi dapur í dag.
  Neikvætt. Það eiga allir Púlarar að geta sagt sína meiningu hér og Dude á að geta það eins og allir aðrir, ÞAÐ er einginn einn betri eða verri stuðningsmaður Liverpool, annað hvort eru Púlari eða ekki.
  YNWA

 19. HAHA

  Eru menn í alvöru að setja útá Lambert þessar fáu mín 🙂
  Menn eru að tala um Sterling í vinstri bak? voru menn ekki að horfa á leikinn í restina. Skrtel/Sakho voru bara tveir í vörn. Sterling var á vinstri kanntinum og hann var 95% af sínum tíma upp við vítateig Arsenal, þótt að hann bakaði einu sinni alveg niður og Gummi Ben fór að tala um hann í vinstri bakverði.

  Toppurinn er samt JÓN hérna að ofan.
  Maðurinn horfir ekki á Liverpool leiki en er mættur strax eftir leik tilbúinn að gagnrína liðið = Dude því miður þrátt fyrir góða tilraun þá fékkstu ekki stuðningsmaður ársins, Jón stal því á síðustu stundu.

  Það er engin sáttur við 1 stig á heimavelli. Eina sem þjálfari og leikmenn geta gert er að taka einn leik í einu. Þeir geta ekki breytt lélegum leikjum sem búnir eru þótt að glaðir þeir vildu.
  Liverpool liðið fór í þennan leik af 100% krafti í 90 mín og taktístk voru þeir yfirburðar og áttu Arsenal menn engin svör útá vellinum. Það vita það allir að Liverpool vantar framherja en í dag er bara hægt að spila með þá leikmenn sem voru á svæðinu og framistaða liðsins var góð en hægt er að spyrja Jón hér að ofan um nánari lýsingar um leikinn og helstu atvik.

 20. þið sem grátbáðuð Brendan um að spila Borini meira, til hamingju……Skrtel, er lélegasti varnarmaður Liverpool, sjáið hann í báðum mörkunum ? Skrtel, svæði hefur aldrei skorað mörk, hættu að dekka það, dekkaðu manninn ! kemur akkúrat ekkert út úr Markovic…Coutinho bestur í dag

 21. Það er greinileg bæting á fótboltanum sem Liverpool spilar núna eða fyrir þremur vikum síðan.
  Ef þetta er það sem koma skal þá liggur leiðin upp töfluna er ég sannfærður um.

  Hlakka til að lesa skýrsluna.

 22. Það var margt gott við þennan leik og 2-2 ekkert voðalega pirrandi fyrir utan það að gengið hefur ekki verið gott.
  Flamini átti að vera farinn í sturtu.
  Markó,Sterling,Lallana og Cuto að ná betur sama. vonandi að hann nái að koma þeim sem flestum fyrir þegar sturri og balo mæta þá gæti liðið farið að tikka rétt.

  En mikið verðum við að fá markvörð og finna lausn á þessum varnarleik okkar. hann er og mun alltaf kosta okkur ef hann lagast ekki.

 23. Hvaða væl er þetta?

  Mér fannst frábært að horfa á liðið og bara svo allt annað í síðustu 3 leikjum en böglið fram að því! Svekkjandi að fá ekki öll stigin, en spilamennskan frábær.

  Við erum á réttri leið, það tók bara of langan tíma að finna lausnir við okkar vanda framan af tímabilinu.

  Ég sé okkur taka verulega mikið inn af stigum síðari hluta tímabilsins ef við höldum áfram á þessari braut.

 24. Jákvætt – Barátta, dugnaður og vilji
  Jákvætt – Sóknartilburðir liðsins – virkuðum stórhættulegir
  Jákvætt – Framistaða Lallana
  Jákvætt – Að stjórna leik gegn Arsenal í 90 mín – Wenger var pakkað saman taktíkst
  Jákvætt – liðið að spila ein af sínum betri leikjum á tímabilinu(þeir breytta ekki leikjum sem eru búnir).
  Jákvætt – Styttist í Janúar gluggan
  Jákvætt – Flanagan, Suso og Lovren eru allir að vera klárir
  Jákvætt – Að gefast ekki upp þrátt fyrir mótlæti og jafna á 97 mín
  Jákvætt – Þetta 3-4-3 kerfi virðist vera að virka nokkuð vel og fór þetta eiginlega í 2-4-4 í restina þegar okkur vantaði mark.

  Neikvætt – bara 1 stig
  Neikvætt – mark úr föstu leikatriði
  Neikvætt – kop.is spjallið en margir mjög fúlir
  Neikvætt – Vantar alvöru striker og markman

  En og aftur gleðilega Jól

 25. Frábær leikur og við vorum óheppnir að vinna ekki leikinn sannfærandi. Þessi leikaðferð 3-4-2-1 sem ég var búinn kalla eftir vegna meiðsla Daniel Sturridge og brottfarar Luis Suarez.
  Auk þess fannst mér alltaf vera brottalamir í varnarleik Liverpool með 4-3-3 og dímond aðferðinni. Helsta ástæðann hún virkaði svo vel í fyrra var útaf að S&S sóknarparið var sjóðheitt og gátu unnið leikinn fyrir okkur.
  Vonandi heldur Rodgers fínpússa nýju leikaðferðina sérstaklega varnarleik og föst leikatriði og jafnvel kaupa menn í jánúar glugganum eða fá menn úr láni eins og Origi og Coates.
  Ég tel við þurfum fjárfesta í markvörð sem spillar vel með þriggja manna varnarlínu. Einhvern reynslubolta.
  Annars meira um tölfræði úr leiknum. Við vorum með 27 marktilraunir móti 7, áttum helmings fleiri horn og voru með boltann 64%.
  Þvíllik viðsnúnigur frá fyrr í sumar þegar ekkert gekk að skora eða skapa færi.

 26. éli#
  Held að menn hafi frekar verið að reka augun í að dude vill láta reka BR og svo ekki reka hann í sama pistlinum. Það er frekar öðruvísi nálgun í gagnrýni 😉

 27. eins og í fyrra, Brendan kann ekki varnarleik,,erum að leka alltof mörgum mörkum. Eins með Brassana okkar, kunna/geta ekki skotið eins og menn þó að Coutinho slysist til að skora eitt og eitt. Ef hann hefði nú betra markanef. En ahverju var Lucas ekki tekinn útaf og Can settur inná, Lucas var alveg búinn á því?

 28. Helvíti er það orðið skítt á þessum annars frábæra vef, að það megi ekki orðið segja skoðun sína án þess að vera sagt að þegja – og ég veit fyrir víst að margir eru sammála minni skoðun.

  Við erum ekki öll sammála og öll höfum við okkar skoðun.

  Ég kalla eftir því að fólk haldi sig við málefni – og að stjórnendur síðunnar fylgi eftir reglum þeim er gilda um spjallið hér – og vísa ég þá sérstaklega í reglu #2.

  Áfram Liverpool!

 29. Svekkjandi að fá ekki þrjú stig miðað við hvað liðið var miklu sterkara á vellinum. Það er samt búinn að vera annar bragur á liðinu sl. tvo leiki (bikar meðtalinn). Meiri áræðni og hraði í liðinu. Lallana, Markovic, Coutinho, Sterling eru að ná vel saman ásamt Gerrard/Henderzon. Vörnin er hinsvegar áfram ákveðið áhyggjuefni og þá fyrst og fremst fyrir klikk úr föstum leikatriðum. Mér finnst einnig vanta upp á gæði hjá Lucas. Held að þar þurfi sterkari mann ásamt mun sterkari manni á milli stanganna en við höfum yfir að ráða í dag.

  Nú er bara að vona að bragur liðsins verði áfram með þessu móti yfir jólin og þá fer sjálfstraustið virkilega að kikka inn. Koma svo.

 30. Góð skýrsla Maggi. Ég hef haldið því fram áður, eins og svo margir aðrir, að meðan Skrtel er lykilmaður í vörn Liverpool þá verður alltaf vandræðagangur á okkur. Við sáum það glögglega í mörkum Arsenal í dag að hann er eilíflega illa staðsettur og hálf á hælunum, en bjargar sér vissulega oft með hetjulegum tæklingum og stælum.

  Ég held að Rodgers geri sér fulla grein fyrir þessu vandamáli, Lovren var jú keyptur til þess að vera höfuðið í vörninni. Hann hefur bara verið fullkomlega vonlaus, þannig að staða okkar er erfið þarna aftast. Það er líka skelfileg staða að eiga ekki skárri varamarkmann. Jones er alveg vonlaus.

  En annars er mitt glas eiginlega alveg stútfullt, ég skil ekki alveg þessa neikvæðni hérna. Það hafa verið mikil batamerki á liðinu í undanförnum leikjum og ég held að við ættum bara að gleðjast yfir því. Auðvitað vill maður 3 stig í leik þar sem við erum 65% með boltann (samkvæmt Sky), en svona er boltinn bara. Þegar Skrtel og Jones eru lykilmenn aftast á vellinum þá er viðbúið að við fáum á okkur 2 mörk. En margt jákvætt við leik okkar manna í dag, það er alls ekki hægt að horfa fram hjá því.

  YNWA

 31. Er Brendan Rodgers samt ekkert að grínast í sínum viðtölum eftir leik? Talandi um dýfur og að liðið hafi verið betra en í 5-1 sigrinum? Vonandi er þetta vitlaust eftir honum haft, annars er hann svakalega vitlaus.

 32. Liðið er að koma til og byrjað að spila bolta eins og í fyrra. Nú vantar bara senter til að mörkunum fari að rigna. Svo vantar okkur markmann til að stýra vörninni (og verja eitthvað af skotum). Ef kostur er mætti svo koma varnarmaður í hópinn sem getur stýrt öftustu línu og varist á sama tíma.

  En jákvætt að sjá að Markovic er byrjaður að ná áttum og Lallana sömuleiðis. Spurning hvort mætti ráða varnarþjálfara og svo einn til að kenna mönnum að slútta. Ef við hefðum þetta þá hefðum við slátrað þessu arsenal liði og eins united um síðustu helgi. En eins og ég segi þá er allt annað að sjá spilamennsku liðsins síðustu átta daga heldur en september-nóvember.

  Koma svo rauðir!

 33. Menn fatta alveg a? Jones er í markinu til a? refsa Mignolet, hinsvegar eru menn kannski ósammála því a? þa? komi á þessum tímapunkti eftir a? Mignolet stó? sig ágætlega gegn Basel og vi? vorum a? spila 2 risaleiki gegn Arsenal og United. Þa? liggur augljóst fyrir a? þa? komi nýr markvör?ur í Janúar.

 34. Fínn spilamennska enn auli dagsins er samt klárlega Fabio Borini, margir eru að hneykslast á því að hann spili ekki meira en hann er með 1 mark fyrir liverpool í 18 leikjum. Síðan tekst honum að fullkomna dapran liverpool ferill með því að láta reka sig út með einstaklega klaufalegum hætti vill ekki að hann fái aðra mínútu með liverpool.

 35. Mörgu leiti sammála þessari leikskýrslu. Þessi þriggja manna vörn gerir það að verkum að við virðumst dómenra meira á miðjunni i en áður með fimm menn þar. Henderson og Marcovic skila ágætlega bakvarðarhlutverkinu þegar liðið er í vörn. Sýnist þetta vera hreifanleg vörn – þar sem Marcovic er bakvörður þegar sótt er að vængnum þar sem hann er á og Henderson er síðan bakvörður þegar sótt er að honum. Virkilega sniðug útfærsla á vörn sem ég hef ekki séð áður.

  Fyrir vikið erum við með fimm virkilega góða miðjumenn inn á vellinum þegar við sækjum og því kemst meira flæði á boltann. Það sem vantar núna er betri klárari og er Sturrdige er kærkomin viðbót í liðið í Janúar. Ef Balotelli myndi sýna sinn raunverulega styrk þá erum við allt í einu komnir hressilega í gang.

  Ef Borini hefur verið að sýna svona hálfvitaskap á æfingum og hann gerði í þessum leik þá skil ég Rogers ágætlega að hafa hann fyrir utan hópinn. Seinna brotið var ekki réttlætanlegt með neinu móti.

  Jákvæðu fréttinar eru að núna hef ég orðið jákvæða tilfinningu fyrir liðinu. Ef liðið heldur áfram að spila á þessum styrkleika þá er bókað mál að við eigum enn góðan möguleika á að berjast um meistaradeildarsæti. Það sem þarf núna er stöðugleiki. Þá fara mörkin að koma líka.

  Reyndar verður að segjast eins og er að Sterling og Marcovic eru ekki bestu klárar í heimi. Hafa í raun allt annað heldur en gullboltaskotfót að hætti heimsklassa sóknarmanna.

 36. Mig grunar að Borini hafi endanlega gengið frá sölu á jálfum sér til Sunderland í janúarglugganum.
  Nýtti fáséð tækifæri til að stympla sig inn í “framherjalaust” liðið alveg hrikalega illa.

 37. L'pool have 22 pts from 17 games. No team in P Lge history with that record has finished higher than 6th.— Richard Keys (@richardajkeys) December 21, 2014

  Þetta var 2-2 tap, eins og Babu segir gjarnan. Sammála mörgu í leikskýrslu Magga en langt því frá jafn jákvæður og hann eftir þennan leik, þrátt fyrir yfirburði og mikla sókn. Þessi varnarleikur er bara ekki hægt og þetta er þriðja árið í röð í þessu veseni.

  Vonandi er liðið hægt og rólega að rétta úr kútnum en tölfræðin sem ég vísa í hér að ofan segir okkur að Meistaradeildarsætið sé nær örugglega farið þetta árið. Ég bara sé ekki ástæðu til að fagna því, né því að hafa haft svona ótrúlega yfirburði gegn Arsenal og samt verið hársbreidd frá því að tapa.

  Djöfull leiðist mér að vera svona neikvæður, ég er að pirra sjálfan mig hérna, en ég get ekki að því gert. Þetta var 2-2 tap.

 38. Sælir Félagar. Þetta var einn skemmtilegasti leikurinn sem ég hef horft á síðan við tókum Tottenham 3-0 fyrr á leiktíðinni. Flæðið var mikið í sóknarleiknum og gaman að sjá nokkra leikmenn ná virkilega vel saman. Lazar – Adam – Couthino voru allir mjög sprækir gaman að sjá þá spila í kringum Sterling. eina sem maður setur út á er þessi blessaða færanýting :S

  Enn Varðandi Vörninna þá er margt búið að gerast á þessum 2 og hálfum árum sem Brendan Rodgers er búinn að vera stjóri. Fyrsta tímabilið sem hann er stjóri þá var hann með flotta hryggjarsúlu þarna aftast. Árið áður hafði Steve Clarke verið Varnaþjálfari liðsins og Rodgers naut þannig séð góðs af því. Ásamt því að hafa Pepe Reina í markinnu og Carra Með alla sína reynslu. Við myndum ekki segja að Reina-Agger-Carra-Srtel. Vs Mignoelt-Toure-Srtel-Sakho sé svakaleg framför? Skrtel var Afleiddur á fyrsta tímabilinnu undir stjórn Rodgers og endanum gafst Rodgers upp á honum og hendi Carra í liðið! Varnaleikurinn Batnaði mikið við það. ef menn skoða tölfræðinna eftir að Carra kemur í liðið á því tímabili sést glögglega að liðið hélt oftar hreinu enn þegar Skrtel var í liðinnu. Ef Carra hefði spilað á síðasta tímabili þá hefðum við verið meistarar. ég þori fullyrða það hér og nú. Maður með 17 ára reynslu í þessum bolta hafði aldrei sætt sig við 50 mörk!

  Brendan Rodgers Hefur aldrei náð fylla hans skarð þrátt fyrir að kaupa Toure-Sakho-Ilori-Lovren. Allir hafa þeir staðið undir væntingum og í þokkabót hefur hann selt einn besta markmann í sögu Liverpool á slikk og sett Simon Mignoelt í staðin Bíddu hvaða djók er þetta?
  Tímabil 2 hjá honum hleypir hann 50 mörk á sig þriðja er í gangi 17 leikir búnir 24 mörk fengin á sig. Samkvæmt því er hann á sömu leið og í fyrra. Síðan Rodgers tók við hefur hann endurnýjað vörninna eins og hún leggur sig.. Mignoelt – Toure-Sakho-Lovren-Moreno-Manquillo Engin af þeim myndi komast í vörninna hja Rafa þegar hann var upp á sitt besta.

  Ef menn glögga í tölfræðinna og skoða menninna sem spiluðu fyrir Rafa. maður var hrifinn af 4-2-3-1 kerfinnu sem hann spilaði. hann var með 2 World Class leikmenn í þessari djúpu miðjustöðu Alonso-Macherano..þessar stöður hefur ekki náðst að fylla í síðan 2009. Enda ber varnaleikurinn allveg þá sögu. Þegar þessir 2 voru að verja vörninna Pepe-Arbelo/Finnan-Carra-Hyypia/Agger-Rise/Aurelio á gullaldartímanum hans Rafa þá hleypti þessi vörn 25-27 mörkum inn 4 tímabil í röð! Kannski gott að nefna það Rafa tekur við liðinnu af ákaflegum varnasinnuðum stjóra og hryggjarsúlan var til staðar þegar hann tók við liðinnu, Annað enn Rodgers sem tekur við liðinnu þegar Niðurrifsstarfseminn hefði tekið gríðarlegan toll. Kannski er óhætt að segja það að Liverpool hefur aldrei náð að fylla skörðinn sem ALonso-Macherano og Carra mynduðu þegar þeir fóru eða hættu.

  EF menn skoða síðustu ár þá lýgur taflan ekki
  2015 17 leikir – 24 mörk Clean Sheet 4
  2014 38 leikir – 50 mörk Clean Sheet 10
  2013 38 leikir – 41 mörk fyrsta tímabilið hjá Rodgers Clean Sheet 16 Carra Drjúgur í því
  2012 38 leikir – 40 mörk Clean Sheet 12
  2011 38 leikir – 44 mörk Clean sheet 14
  2010 38 leikir – 41 mörk síðasta tímabili hjá Rafa Clean Sheet 17
  2009 38 leikir – 27 mörk Clean Sheet 20
  2008 38 leikir – 28 mörk Clean Sheet 18
  2007 38 leikir – 27 mörk aðeins 7 á Anfield Clean Sheet 20
  2006 38 leikir – 25 mörk aðeins 8 á Anfield Clean sheet 22
  2005 38 leikir – 41 mörk Clean Sheets 7

  Það er óhætt að segja það að línuritið er ekki fallegt. Eftir stöðugt og flottan varnaleik í tæp 5 ár. Hefur varnaleikurinn versnað með hverju árinnu. og undir stjórns Rodgers Þá er svo sannarlega hægt að tala um mikla niðursveiflu. Hann hefur fengið peninganna til að kaupa. Flestir litu þeir vel út. Fyrirfram hefði engin sagt nei við Sakho-Lovren-Moreno Enn þeir hafa engan vegin náð að standast undir væntingum. Einn staðreynd sem er ekki hægt fela sig á bakvið Síðan Srtel komst í byrjunarliðið hefur vörnin verið stigversnandi ætli það sé tilviljun?

 39. Jones gat ekkert gert í fyrsta markinu. Fyrir leik hefði ég sætt mig við jafntefli, en miðað við færi leiksins áttum við að sigra. Mér fannst Coutinho ekkert spes fyrir utan þetta mark. Hann hefði auðveldlega geta skorað tvö til þrjú, engu að síður smá framför hjá honum. Annars vona ég að við kaupum DM í janúar, Gerrard er alveg búinn í þessari stöðu. Annars fannst mér Lucas og Lallana bestir. Var ánægður með stoðaendingu Hendo, hann á samt að geta gert meira í svona leikjum. Hann nýtur sín ekki vel út á kanti.

  Skrtel bjargaði andliti sínu og liðsins með markinu, hann var ekki nógu góður. Annars þurfum við að fara skora meira og verjast betur, þetta er ekki nógu gott.

 40. Spurning hvort Rodgers eigi erfitt me? a? mótivera leikmenn? Spilum ákaflega illa gegn litlum li?um en erum svo sprækir í stórum leikjum (Chelsea, United, Basel sí?ustu 11 mín, Real Madrid og Arsenal).

 41. Síðan Jones fór í markið hefur verið mikil bæting á spili liðsins og óhætt að segja að við höfum aldrei á þessari leiktíð séð spilið jafn gott og flæðandi. Tilviljun eða var mölbrotið sjálfstraust Mignolet að hafa svona svakaleg áhrif á spil liðsins að þegar hann er ekki lengur á milli stanganna þá líður öllum betur?

 42. Varnarleikur liverpool er enþá sama vandamálið en mér finnst skrtel oft sleppa ansi vel við gagnrýni á þessu tímabili, ef Dejan Lovren hefði sýnt sama varnarleik og skrtel gerði í fyrstu 2 mörkunum væri búið að taka hann af lífi. Vissulega sterkt hjá skrtel að ná að jafna leikinn en það breyttir því ekki að varnarlega séð var mjög dapur

 43. Sá ekki allan leikinn en af því sem ég sá þá var spilamennskan mjög góð og fannst mér og klárlega einn af betri spiluðum leikjum vetrarins. Virkilega gott að sjá að BR og leikmennirnir virðast vera að finna taktinn þ.e. rétta flæðið og góð hlaup ásamt fínni hápressu.

  Það eru hinsvegar gamlir draugar sem gera það að verkum að erfitt er að gleðjast of mikið þar sem slælegur varnarleikur er enn til staðar. Ótrúleg sókn í fyrra gerði það að verkum að stigin streymdu í hús þrátt fyrir lélega vörn, í ár vantar einfaldlega of mikið til þess að slíkt haldi áfram og í raun er það óskhyggja að við náum jafn öflugri sóknarlínu og í fyrra. Margir gagnrýna Skrtel og það er allt í lagi því hann hefur ekki átt solid tímabil í mörg ár (amk varnarlega). Hann var illskástur í fyrra en það er engin mælikvarði á gæði. Reyndar fannst mér Sakho líka alveg að skíta í báðum mörkunum.

  Það sem pirrar mig óstjórnlega með varnarleikinn er að BR hefur eitt langtum meiri pening í þessar stöður heldur en nokkur annar stjóri Liv sem ég man eftir og í raun gerir vörnin lítið annað en að versna og samt þurfti klúbburinn að gefa frá sér þá tvo menn sem ég hefði sett fyrst á blað í dag þ.e. agger og reina. Vissulega voru þeir ekki gallalausir og kannski skrifuðu þeir sitt uppsagnarblað sjálfir (amk reina) en guð minn góður hvað þetta er hryllilega dapurt eitthvað.

  Það mun alltaf vera þung gagnrýni útaf varnarleiknum meðan hann er svona slæmur. Við skulum ekki gleyma því að við domineruðum þennan leik nokkuð en engu að síður fengum við mark á okkur við nánast fyrsta mögulega tækifæri. Annað hvort er BR svona skelfilegur varnarþjálfari eða leikmannakaup hans (eða transfer nefndarinnar) varnarlega eru jafn slök og þau eru heilt yfir og því gangi illa að ná einhverju jafnvægi í hann.

  Það er jákvætt að liðið sé að spila betur og mun skemmtilegra að horfa á leikina núna undanfarið en manni finnst samt eins og liðið sé bara að spila á því leveli sem það var þegar BR kom til klúbbsins þ.e. 5 – 8 sætið. Það er þó feikinóg eftir að þessari leiktíð fyrir þjálfarann og leikmenn til þess að sýna eigendum og stuðningsmönnum að þetta lið eigi meira inni.

  YNWA

 44. Get alveg tekið undir með nokkrum hérna, það langskársta síðan á móti Tottenham.

  Vandamálið: Það er alltof langt síðan það var. Í millitíðinni er liðið dottið út úr meistaradeild og eiginlega meistaradeildarbaráttu í úrvalsdeildinni. Þó vissulega sé hægt að fara inn um bakdyrnar í gegn um Evrópudeildina – þá er það að mínu mati “long shot”.

  Vandamálið er og verður vörnin. Svo lengi sem menn fá á sig “standard” 2-3 mörk í leik er nánast ómögulegt að ætlast eftir sigri nema svona í ca. þriðja hverjum leik. Staðreyndin: sigur í ca. þriðja hverjum leik.

  Vissulega veit ég ekki hvað svarið er, en ég held að það sé fullreynt, Brendan hefur ekki hundsvit á varnarleik og hvernig á að þróa slíkt. Sumir hefðu sagt það augljóst mál eftir að hann lét okkar langbesta varnarmann fara í sumar á tombóluverði.

  Eitt er víst, lið sem geta ekki spilað sterkan varnarleik geta ekki átt mikla möguleika í nútíma knattspyrnu og ljóst að síðasta tímabil var algjörlega “one-off”.

 45. Eftir svekkelsi með jafnteflið verandi betra liðið à vellinum lengstum, einnig manni færri eftir fíflaganginn í Borini, þá er maður að nà áttum og verður að viðurkennast að það er eitthvað jákvætt að gerast. Sjáum til.

  Hitt finnst mér öllu verra þegar einstaklingar sem hér skrifa eru nánast teknir af lífi ef það sem þeir skrifa hljómar ekki sem svanasöngur í eyrum okkar hinna. Boðsferðir til Mið Austurlanda og hvað eina. Svo ég vitni nú í slagorð úr boltanum…….. Respect.

  YNWA

 46. Samanburður síðustu tveggja heimaleikja.

  Liv 63% – Ars 37%
  Liv 53% – Sun 47%

  Liv 13 skot – Sun 7 skot
  Liv 27 – Ars 7 skot

  Liv 2 skot á ramma – Sun 0 skot
  Liv 11 skot á ramma – Ars 4 skot.

  Þetta eru einfaldlega töluverðar framfarir í fótbolta. Enginn skal halda það að ég hafi verið glaður með eitt stig, en þennan leik áttum við að vinna…það sama verður ekki sagt um Hull eða Sunderland leikina ef þið spyrjið mig.

  Svo þeir sem heitast vilja rífa niður Rodgers. Eftir að við féllum úr meistaradeild hefur hann farið í að endurhanna liðið sitt og spilar nú 3-4-2-1 leikkerfi sem færi og spilar fullt af fótboltamönnum í einu, hefur droppað Allen og sett Lambert í það hlutverk sem átti að vera.

  Ég veit ekki með ykkur hin en fyrir mér er þetta fullkomið dæmi um stjóra sem þorir að hugsa út fyrir kassann. Að spila áfram 4ra manna vörn með Manquillo og Moreno hefðu margir reynt…og skallað veggi. Hann sýnir áræðni þessa dagana og ég er handviss um að stemmingin sem heyrðist á vellinum hafi skilað sér í því að hann haldi þessu áfram.

  Ef þið biðjið um breytingar þá hljótið þið að gleðjast þegar þær verða er það ekki…og svo núna vitum við út af hverju Borini t.d. kemur ekki nálægt aðalliðinu.

  Það hlýtur öllum að vera ljóst að 3 hafsentar og engir bakverðir býður upp á erfið svæði til að loka á…margir töluðu um “hara-kiri” að reyna þetta kerfi gegn Arsenal….en heldur betur annað kom í ljós.

  Allt í þessum leik var gríðarlega vel gert utan tvö aulamóment í varnarleik, sérstaklega í marki Arsenal númer eitt. Ég allavega fyrir mitt leyti skil ekki nokkurn mann sem ekki hefur séð framfarir í síðustu tveim leikjum…en auðvitað mega menn hafa allar skoðanir Dude…þú hefur alveg fengið “like” á þína færslu, þó ég gleðjist yfir því að þær færslur sem eru jákvæðar eftir leikinn fá fleiri slík…og það að ég sé ekki sammála þér í dag verður kannski bara mitt vesen á morgun…

  Það er aldrei gleði að ná bara 1 stigi á heimavelli. Hins vegar í þeirri stöðu sem var uppi var karakter hjá þessu liði að halda áfram, ekki síst eftir heimsku Borini!!!

 47. Ég eiginlega skil ekki að Liverpool menn séu svekktir með að ná jafntefli með marki á sjöundu mínútu í uppbótartíma.

  Frá mínum sjónarhóli var þetta frekar slakur leikur af beggja hálfu, en verð þó að viðurkenna að Arsenal voru hörmulega lélegir, Sanchez, Welbeck og Ox ekki með í leiknum.

  Og þó að Liverpool hafi verið meira með boltann þá var ekki eins og þeir væru að ógna markinu að neinu viti, afskaplega máttlaust þegar þeir komu upp að vítateig Arsenal. Eina sæmilega færið í fyrri hálfleik var þegar Markovic skaut laflaust yfir og svo kom mark Liverpool upp úr kæruleysis klúðri hjá Giroud, en Coutinho gerði það glæsilega – það verður ekki af honum tekið.

  Í seinni hálfleik skallaði Gerrard yfir, Lucas skaut framhjá, Borini með lausan skalla, svo þurfti Szczesny að verja tvisvar sem eitthvað hvað að. Ég man ekki eftir að Sterling hafi ógnað markinu nokkurn tíman, kannski vitleysa í mér. En mér fannst þetta ekki skemmtilegur leikur á að horfa, ekki mikil gæði í gangi þarna hjá hvorugu liði.

  Svo þetta tal hjá Rogers eftir leikinn, betri en í 5-1 leiknum, OK! Þá hljóta Arsenal að hafa verið enn betri að hafa haldið svona markamaskínuliði í skefjum allan þennan tíma… Og að tala um að Sanchez hafi verið að dýfa sér, hann ætti þá líka að skoða hvort Sterling hafi ekki dottið álíka auðveldlega í nokkur skipti á kantinum hinu megin.

  Bestu menn Liverpool fannst mér vera Lallana og Coutinho, og svo Markovic. En snillingurinn Rogers tók hann útaf, einn af sínum sprækustu mönnum.

  Vonandi fara bæði þessi lið að sýna betri leik en í dag, eiga bæði þónokkuð inni.

  Gleðileg jól.

 48. þAÐ ER ALLT ANNAÐ AÐ SJÁ LIÐIÐ. ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!

 49. Sammála Magga menn hjóta gleðjast yfir því að við erum hættir að spila 4-2-3-1 kerfið sem fáir voru að fýla. Brendan sýndi þarna að hann var sannarlega með plan b. Vandamálið í dag var að liðið var orðið þreytt en það voru engir leikmenn á bekknum sem voru líklegir til að breytta leiknum og það hefði verið gott að geta kallað á Balotelli.

 50. Eitt er augljóst.. við þurfum mjög góðan afgreiðara í framlínuna og góðan skotmann (menn) á miðjuna sem geta afgreitt færin sín vel og einfallt, sbr Markovic gerði á móti Bournemouth.. Svo væri ekki vitlaust að henda góðum pening í heimsklassa markmann.
  Það nefninlega þýðir ekkert að yfirspila andstæðinginn í tíma og ótíma en geta ekki afgreitt færin sín 🙂

 51. Ég græt þetta ekki, Brendan er og verður maðurinn. Hann þarf meiri tíma. Hann á eftir að skila bikurum í framtíðinni. Mark my words.

  Gleðileg jól kæru liðsfélagar sem og aðrir fótboltaáhugamenn sem elska að koma hérna inn þegar Liverpool gengur illa 😉

 52. Ég verð að viðurkenna að mér finnst erfitt að trúa hvað menn eru að missa sig yfir jafntefli sem við grísuðum á. Það er greinilega alltof mikið að hjá liðinu og þó að við höfum verið betri en arsenal í leiknum að þá skorti okkur bæði gæði til að verjast þessum fáu sóknum þeirra og til að skora. Það að hrósa Brendan fyrir að hugsa út fyrir kassann og núna koma með plan B er ekki rétt að mínu viti. Það á frekar að hrósa honum fyrir aðhafa að séð að lokum það sem allir voru búnir að sjá þ.e.a.s að hann var alveg taktískts séð út á túni með liðið. Það er hins vegar umhugsunarefni að núna er liðið að spila ágætlega og að í fyrra að þá spilaði það frábærlega og þá er hann ekki að nota kerfið sitt og maður spyr sig svolítið að því inn í hvaða hugmyndafræði hans kaup hafa verið gerð. Virðast ekki passa inn í hana.

 53. Miðað við þær hörmungar sem á undan eru gengnar er fullkomlega eðlilegt að menn séu jákvæðari þú úrslitin hafi ekki fallið með okkur. Það er þó a.m.k. hægt að segja að það hefur verið gaman að horfa á liðið í síðustu tveimur leikjum og m.a.s. góðir framá við í United leiknum líka. Fram að því var auðvitað ekki heil brú í þessu og maður sá ekki fyrir sér að liðið gæti spilað almennilegan fótbolta. Þetta er allt annað og betra og að yfirspila Arsenal í 90 mínútur í dag hlýtur að teljast framför því við höfum ekki náð að yfirspila Sunderland, Hull, West Ham og mörg önnur lið.

  Það sem er auðvitað vandmálið að við erum að fá fullt af skotfærum á frábærum stöðum í leiknum í dag en það eru bara engir skotmenn í liðinu. Lampard hefði sallað inn 3 til 4 mörkum úr þessum færum sem Coutinho var að fá. Leiva er auðvitað djók með þetta, Sterling getur ekki skotið fyrir utan teig o.s.frv. En þetta er upp á við og ég held að við séum að fara að safna nokkrum stigum núna.

 54. Heyri að margir eru að bölsóttast yfir varnarleiknum. Eins og þetta leit út fyrir mér Þá var Arsenal ekki að fá mikið af færum í þessum leik eins og tölfræðin sannar réttilega. það eitt og sér segir mér að varnarleikurinn hafi verið mjög góður.

  Það er óumflýjanlegt að lið eins og Arsenal fái – tvö til þrjú færi í hverjum leik og svo er það nú bara þannig að Oliver Giroud er framherji með það mikil gæði að hann nýtir mikið af þeim færum sem hann fær.

  Ef Liverpool heldur áfram að spila með þeim hætti að lið fá bara 2-3 færi í leiknum en Liverpool 10-15.- þá segi ég það og skrifa að við verðum Englandsmeistarar innan tveggja til þriggja ára.

 55. Frábær leikur en 2 – 2 tap, ekkert flóknara. Hefði frekar viljað spila illa og vinna heldur en spila vel og gera jafntefli. Þrátt fyrir að hafa jafnað í lokin er ég hundfúll og drullusvekktur, sorry svona líður mér bara, enda vorum við miklu, miklu betra en þetta Arsenal-lið.

  Enginn spurning samt að þetta var án efa besta frammistaða liðsins á tímabilinu og leikmenn eins og Coutinho, Sterling og Markovic mjög góðir. En varnarvinnan í báðum mörkunum var mjög döpur. Þeir voru 4 í kringum Giroud þegar hann skoraði. Ömurlegt.

  Það eru 9 stig í 4. sætið. 9 fucking stig! Þetta er bara farið að verða of mikið bil, sorry. Útileikur á móti Burnley á föstudaginn og síðan heima á móti Swansea nk. mánudag. Vonandi verðum við eitthvað búnir að klifra upp töfluna þegar nýtt ár gengur í garð. Félagar, reynum að brosa í gegnum tárin og höldum áfram að styðja okkar ástkæra lið. Gleðileg jól kæru þjáningabræður og systur. Sjáumst á ritvellinum nk. föstudag.

 56. Maggi (#51) segir:

  Svo þeir sem heitast vilja rífa niður Rodgers. Eftir að við féllum úr meistaradeild hefur hann farið í að endurhanna liðið sitt og spilar nú 3-4-2-1 leikkerfi sem færi og spilar fullt af fótboltamönnum í einu, hefur droppað Allen og sett Lambert í það hlutverk sem átti að vera.

  Ég er sammála þessu og hrósa Rodgers mikið fyrir að hafa litið á spilamennsku liðsins eftir Meistaradeildina og ákveðið að breytinga væri þörf. Við höfum verið að kalla eftir því í allt haust að hann hætti að þráast við kerfi sem hentar þessum mannskap klárlega ekki og því ekkert annað en jákvætt að hann hafi gert það.

  Sóknarspilunin hefur verið allt önnur frá og með Man Utd-leiknum og vonandi eru þetta fyrstu skrefin í átt að endurreisn liðsins. Maður sér alveg fyrir sér að t.d. þegar Sturridge og Balotelli eru vonandi báðir komnir inn eftir mánuð og eins t.d. Johnson í vængbakvörðinn í stað Henderson (sem spilaði hann þó feykivel í gær) að þá verði þetta kerfi enn sterkara fyrir vikið.

  Allavega, ég hrósa Rodgers fyrir þær breytingar sem hann hefur gert að undanförnu. Ég var orðinn úrkula vonar eftir Basel-leikinn, fannst eins og hann annað hvort hefði ekki kjarkinn eða hugmyndirnar í að gera jákvæðar breytingar, en hann hefur svarað gagnrýninni síðan þá.

  Ég er rólegur, í bili. Ógeðslega svekktur að hafa bara fengið eitt stig gegn United og Arsenal samanlagt en það eru lakari lið á dagskránni fram undan og ég vona að þessi bætta spilamennska fari að skila stigum.

  Hins vegar sé ég ekkert að því að halda áfram að gagnrýna Rodgers fyrir það sem hann er ekki enn búinn að laga. Ég er á því að Mignolet sé ekki nógu góður markvörður fyrir okkur en ég skil samt ekki hvað það lagar að setja enn verri Brad Jones í markið. Varnarleikurinn er áfram til skammar og bindur báðar hendur sóknarleiksins fyrir aftan bak, samt segist Rodgers engu þurfa að breyta í sínu þjálfarateymi til að laga það. Og enn finnast mér innáskiptingar hans í leikjum skrýtnar.

  Það má alveg gagnrýna það. Rodgers á heiðurinn af því að lífga sóknarleikinn við án framherja í síðustu þremur leikjum, það gætu ekki allir þjálfarar hafa fundið út úr þeim hausverk. En hann á líka sökina á því hvað varnarleikurinn og markvarslan eru ógeðslega léleg.

  En þetta er vissulega betra, ekki spurning.

 57. Meiðslalisti Arsenal: Özil, Ramsey, Walcott, Wilshere, Arteta, Rosicky, Koscielny, Diaby og Ox tæpur fyrir leik.
  Cazorla, Flamini og tæpur Ox áttu ekki séns í miðju Liverpool í gær. Alexis og Welbeck voru hræðilegir á köntunum. Og alltaf er Mertesecker hræddur að fara í boltann í hornum.

  Kv, svekktur Nallari
  Ps. Ánægður með kop.is, flottasta spjallið

 58. Meiðslalisti Liverpool: STURRIDGE, Allen, Lovren, Johnson og Balotelli í banni !

 59. Miðað við fyrr reynslu þá mun Borini byrja næsta leik.

  BR á það til að vera aumingjagóður………

  p.s. Balotelli er búinn í banni.#64 er það ekki annars…
  :O)

 60. Kiddi: þú gleymir bæði Flanagan og Suso. 7 hjá Liverpool, 8 hjá Arsenal. Sé ekki að munurinn sé eitthvað gríðarlegur.

 61. Fín lesning í morgunsárið finnst mér, af Teamtalk.

  …Opta began compiling individual match records in 2003 and since then, Arsenal have never faced so many shots (27) or been restricted to such little possession (35 per cent) as they did at Anfield…

  Breytir engu varðandi það að við þurfum að verjast betur, sérstaklega ömurlegt að vera að fá á sig mark númer 14 úr föstu leikatriði!!!

  En þetta leikkerfi virkar sóknarlega sýnist mér.

 62. Stóra fréttin af leiknum í gær var krafturinn og ákafinn sem ég hef ekki séð hjá liðunu síðan Suarez yfirgaf okkur.

  En það sást vel á leiknum í gær að leikmenn þekkja ekki eins vel inn á hreyfingar hvers annars og í fyrra og því fóru fleiri sendingar forgörðum. Eftir magninnkaup síðasta sumars á Brendan í erfiðleikum með að finna réttu uppstillinguna og það vottar fyrir örvæntingu. Þetta er farið að minna á sjálfan “Tinkerman” (Gerard Houlier). Segja má að eini leikmaðurinn sem hefur verið nokkuð stöðugt í sinni stöðu sé Martin Skrtl. Aðrir hafa ýmist verið inn og út úr liðinu eða hoppað stöðu úr stöðu. Hann verður að fara taka ákvörðun um lið sem hann ætlar að byggja á.

  Verð að segja að mér finnst algert “óverstatement” að lýsa uppstillingu Liverpool í gær sem 3-4-3. Nær væri að segja 3-6-1 og á tímabili 2-6-2; enda átti Liverpool miðjuna!

  Ég held að BR sé á réttri leið með 3 miðverði en hefði kosið bakverði á vængina og framherja á toppinn. Held að Stirling, besti leikmaður Liverpool um þessar mundir, nýtist betur aðeins aftar á vellinum eða með “sníkjusenter” með sér.

  Vil alls ekki dæma Borini eins hart og margir hér að ofan – hann kom inn með grimmd og ákafa þegar á því var þörf – rétt eins og Markovic í Basel leiknum. Því miður vill það gerast að ungir leikmenn sem koma inn af bekknum í þessari stöðu eiga það til að vera yfirspenntir. Borini á eftir að læra af þessu og verður mikilvægur á bekknum í framtíðinni til að hrista upp í leikjum þegar þörf er á auknum krafti og ákafa.

 63. Sælir félagar

  Takk fyrir góða skýrslu Maggi.
  Við höfum krafist breytinga og fengið þær.
  Við höfum krafist þess að Minjo fari úr markinu – og fengið það.
  Við höfum krafist Borini og fengið hann (!?!).
  Við höfum krafist sóknarleiks og fengið hann.
  Við höfum krafist betri varnar og – nei ekki fengið hana.

  Sem sagt maður getur ekki fengið allt en við höfum fengið flestar þær breytingar sem við höfum verið að kalla eftir og sjá, ég boða yður mikinn fögnuð því það er allt annað að sjá liðið spila.

  Skiptingar BR í restina orka tvímælis sérstaklega að taka ekki Lucas útaf. Hann var svo gersamlega búinn á því að menn gengu bara að honum og tóku af honum boltan. Þá hefði átt að setja þéttvaxinn Can inná og hann hefði getað böðlast síðustu 10 – 15 mínúturnar. Lambert (!?!) ég veit ekki en ef til vill hefði átt að taka einhvern anna en Lazar útaf fyrir hann eða sleppa þeirri skiptingu. Borini er vorkunn að koma inná með hausu-inn forskrúfaðan. Meðferðin á honum undanfarið er fádæma einkennileg.

  Annars bara sáttur með allt svo sem nema að vinna ekki leikinn. Það var slæmt en ég hefi trú á framtíðinni þrátt fyrir allt. Gleðileg jól kæru félagar og Kop-arar nú liggur leiðin upp á við.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 64. Ég skil ekki alveg alla þessa neikvæðni hérna. Núna er þetta þriðji leikurinn í röð þar sem Liverpool er að spila eitthvað í líkindum við seinasta tímabil. Ég sá ekki sjálfur Man. Utd leikinn en miðað við sem maður hefur lesið þá vorum við mjög góðir og ef til vill bara betri en United í þeim en nýttum ekki færin og var refsað fyrir það. Á móti Bournemouth vorum við flottir þó svo að það var á móti Championshipliði en það eru nú ekki fyrir svo löngu síðan að það hefði getað staðið í okkur miðað við spilamennsku liðsins. Svo var það leikurinn í gær. Menn voru pressandi um allan völl og fengu Arsenal engan tíma á boltanum. Rétt er það að við getum ekki varist ennþá en heildarspilamennska liðsins er mjög jákvæð. Við gjörsamlega yfirspiluðum þá og áttum sannanlega að vinna leikinn.

  Miðað við þessa þróun þá vona ég svo sannnalega að það versta á þessu tímabili sé liðið og við erum að reisa við skútuna og siglum seglum þöndum inn í nýja árið.

 65. Tek undir með flestum hér að það hefur verið stígandi í sóknarleik liðsins í síðustu þremur leikjum. Niðurstaðan er engu að síður einn, eitt jafntefli og eitt tap. Það ber að hrósa mönnum þegar þeir gera vel og gagnrýna það sem miður fer.

  Það má alveg hrósa BR og teyminu hans fyrir að hafa brotið upp hefðbundna uppstillingu og hafa farið í 3-4-3 eða 3-4-2-1. Liðið spilaði skemmtilegan fótbolta og menn komu ákveðnir til leiks. Vissulega er maður hundfúll með að liðið skildi ekki hafa náð þremur stigum en úr því sem komið var þá tekur maður einu stigi fegins hendi.

  Vissulega vill maður fara verða bjartsýnn og fara gæla við að liðið fari að komast á eitthvað skrið en ef maður á að vera raunsær þá er það ekki að fara gerast fyrr en liðið nær tökum á varnarleik sínum. Það einfaldlega næst enginn árangur ef liðið ætlar að vera fá á sig 2-3 mörk í hverjum einasta leik.

  Í ár hefur liðið fengið á sig 1,41 mark að meðaltali í leik. Árin þar á undan undir stjórn BR 1,31 og 1,13.

  Þau lið sem hafa farið í CL síðustu þrjár leiktíðir voru að fá á sig 1,01 mark að meðaltali.

  Þau lið sem hafa verið að ná 4. sæti síðustu þrjú árin hafa verið að fá á sig 1,04 mörk að meðaltali.

  Þetta segir manni að til þess að komast í CL þarf lið að spila sterkan varnarleik ef varnarleikurinn er ekki í lagi þá þarf sóknarleikurinn að vera þeim mun sterkari. Það gekk hjá Liverpool í fyrra enda liðið þá með eitt öflugasta sóknarpar í heimi.

  Fyrir mér er það forgangsatriði hjá BR að efla varnarleik liðsins, fyrr mun ekki nást neinn árangur. Lausnin liggur klárlega ekki í að skipta Jones fyrir Mignolet eða setja Johnson í hægri bakvörð fyrir Moreno. Vandamálið er víðtækara en einhverjir einn eða tveir leikmenn í öftustu víglínu, heldur liggur vandamálið í varnarleiknum allstaðar á vellinum. Fyrir mér lítur þetta þannig út að menn eru ekki klárir á hlutverkum sínum þegar liðið tapar boltanum.

  Ég hvet menn að horfa á þessi mörk sem liðið er að fá á sig á móti Arsenal. Í bæði skiptin eru Liverpool menn með fleiri leikmenn í kringum boltann en Arsenal. Takið eftir Í báðum mörkunum eru engin samskipti á milli manna, menn eru ekki klárir á hlutverkum sínum (hlaupaleiðum, dekkun í svæði og á mönnum, hikandi í öllum aðgerður sbr. Toure í seinna marki) og nánast allir leikmenn eru Ball Watching og ekkert að spá í mennina í kringum sig.

  Ég tek það fram að ég er ekkert krefjast þess að BR fari að fjúka en hann verður að finna lausnir á lélegum varnarleik liðsins. Hann hefur gefið það út að hann telur sig geta fundið lausnina sjálfur og telji ekki þörf á að fá nýjan aðila inní þjálfarateymið. Ég vona hins vegar að hann fari að endurskoða þá ákvörðun því síðan hann lét þessi orð falla þá hafa orðið ansi lítil batamerki á varnarleik liðsins.

 66. Burnley (A) Swansea (H) Leicester (H) Sunderland (A) Aston villa (A) West Ham (H) svona hljóma sex næstu leikir hjá okkur út janúar og ég KREFST þess að við náum 18 stigum úr þessum leikjum! Við eigum léttilega að geta það, verður gaman að sjá hvar við stöndum eftir þessa leiki því svo tökum við Everton, Tottenham, Southampton og City í einni törn.

 67. Dúddi ef við höfum eitthvað lært á því að horfa á Enskudeildinna og Liverpool í gegnum árinn þá er ekkert léttilegt við að vinna 6 leiki í röð og það gerist ótrúlega sjaldan.

  Mín spá
  Burnley ú – Þeir liggja með 11 menn í pakka og við verðum í vandræði með að opna þá en það tekst að lokun 0-1 sigur = 3 Stig

  Swansea H – Bæði lið sem vilja halda boltanum og við lendum undir en náum að jafna = 1 stig en við drullu ósátir

  Leicester H – Liðið spilar mjög vel og öruggur 3-0 sigur = 3 stig

  Sunderland Ú – þessi leikur verður erfiður gegn baráttuglöðum Sunderland mönnum en eftir mikla baráttu þá klárum við þetta 1-2 = 3 stig

  Aston Villa Ú – Erfiður völlur og þrátt fyrir góð tækifæri þá náum við ekki að skora en höldum hreinu = 1 stig

  Wes Ham H – Þar sem ég verð á þessum leik þá spá ég okkur 1-0 sigri en ég er viss um að hann verður gríðarlega erfiður þar sem þeir hafa verið að spila mjög vel og Carroll/Downing virðast leggja sig extra fram gegn Liverpool. = 3 stig

  = 14 stig af 18 og ekki tapað í 7 leikjum = ég tæki það alveg
  En á þessu tímabili vorum við líka búnir að spila FA cup leik og vinna, + spila tvo leiki við Chelsea í deilarbikarnur og farnir í úrslit þar gegn Tottenham.

 68. Ein pæling, af hverju var Giroud ekki rekinn útaf fyrir að húðfletta Skretl og nánast ganga endanlega frá honum?

  Menn tala um óvart þetta og hitt en þetta er lífshættuleg tækling sem á að refsa fyrir eins og hvað annað brot!

Liðið gegn Arsenal

Hvar þarf Liverpool helst að styrkja sig?