Liðið gegn Arsenal

Liðið í dag er komið og það er nær óbreytt frá sigurliðinu í miðri viku, aðeins Mamadou Sakho kemur inn fyrir meiddan Dejan Lovren:

Jones

Touré – Skrtel – Sakho

Henderson – Gerrard – Lucas – Markovic

Lallana – Sterling – Coutinho

Bekkur: Jones, Enrique, Moreno, Manquillo, Can, Borini, Lambert.

Fínt mál. Sjáum hvað býr í þessu liði.

Lið Arsenal er sem hér segir:

Sjesný

Debuchy, Mertesacker, Chambers, Gibbs

Ox-Chamberlain, Flamini, Cazorla, Sanchez

Giroud – Welbeck

Mjög sókndjarft lið hjá gestunum í dag. Þetta verður hörkuleikur, koma svo!

82 Comments

  1. hefði viljað fa varnarmann inn fyrir coutinho held að okkar 3 manna vörn ráði engan veginn við welbeck sanchez og giroud en þar sem eg hef aldrei spáð mínu liði tapi þá spái eg 3-1 KOMA SVO !!!!

  2. Er sannfærður um að þetta verði upphafið að upprisunni. Arsenal eru flottir en verða jarðaðir 5-2
    Sterling 3 – Lallana og Touré

  3. Þessi leikur er gott tækifæri fyrir Sakho margir eru búnir að tala um að hann eigi heima í byrjunaliðinu og nú er kjörið tækifæri fyrir hann að sanna það.

  4. Já ég held að þetta sé í fyrsta skipti í vetur þar sem maður getur lítið gagnrýnt þetta liðsval. Jújú Jones er þarna en mér finnst hann töluvert betri hvað varðar úthlaup og svæðisstjórn heldur en Mignolet. Spennandi að sjá Markovic líka.

    Sterling ætti að geta splúndrað þessari Arsenal vörn því miðverðirnir hjá þeim eru mjög hægir. Hann á að festa sig bara á Mertesacker.

  5. Það er helst neikvætt að bekkurinn er ekkert sérstaklega spennandi í rauninni enginn þar sem er líklegur til að breyta leiknum

  6. Það sem er jákvætt við liðsuppstillinguna er að Jones er í markinu og á bekknum og mun skora sigurmarkið.

  7. Jæja eg bið bara um eina jólagjöf þetta arið og það er að okkar menn taki fullt hus stiga yfir hátíðarnar en byrjum a 3 stigum i dag 🙂

    Spai 4 -1 fyrir okkur.

  8. Mignolet er ekki góður en hann er svona hundrað sinnum betri en Jones sem að er í raun alveg skelfilegur markmaður og furðulegt að hann skuli vera að spila leiki fyrir lið eins og Liverpool. Þetta er þrjóska í Rodgers sem að ég vona að eigi ekki eftir að koma í bakið á honum

  9. Jæja strákar og stelpur. Eins og seasonið er búið að vera þá er þetta besti hlutinn af leiknum…rétt áður en hann byrjar ….svo njótum á meðan við getum 🙂

  10. Flott spilamennska til þessa. Hef ekki tekið eftir Giroud, Ox, Welbeck, Sanchez og Cazorla til þessa í leiknum.

    KOMA SVOOOO!

  11. Algjörir yfirburðir í possession, en nú er bara að nýta þetta og setja mörk !

  12. fokk já! Vá hvað þetta var góð tilfinning, hef ekki fengið svona gæsahúð síðan í Tottenham leiknum.

    FOKKINGS KOOOMA SVOOO!!

  13. Stórskemmtilegur fyrri hálfleikur í gangi hjá okkar leikmönnum. Yfirburðar posseion og sóknarleikurinn hefur verið virkilega jákvæður miðað við allt haustið hjá okkur. Adam-Lazar-Couthino hafa verið góðir í fyrri, Coutinho með flott mark, Enn Svo Tekst Arsenal að jafna í næstu sókn. Enn stórskemmtilegar 45 min liðnar.. Verst að fyrsta færið hjá Arsenal skilaði þeim mark :S

  14. hvað er að þessu liði geta þeir ekki haldið forustu i 1 minótu djöfull er þetta fúlt

  15. Kann ENGIN að spila vörn í þessu liði ??????? Guð minn góður ! ! !

  16. Mikið djöfull eru það miklir aumingjar sem spila í varnarlínu Liverpool. Skömm að þessu jöfnunarmarki.

  17. Hvað er Skrtel að gera? Hann lætur hægri bakvörð taka sig á styrkleika og lætur hann hoppa yfir sig.

  18. Hann hékk reyndar á öxlunum á Skrtel en samt sem áður handónýtt.

  19. Klárlega bestu 45 mínúturnar í vetur…en shit hvað þetta var ömurlega ódýrt jöfnunarmark.

    Klaufabrot hjá Gerrard, léleg vinna hjá Lucas í bolta tvö og svo á Skrtel að koma þessum bolta frá allan daginn, eða markmaðurinn jafnvel. Slæmur fókus varnarlega sem við höfum séð áður í vetur, en….

    Dásamlegt að sjá sóknarflæðið sem maður hefur saknað í allan vetur, mikið vona ég að þetta haldist svona allar 90 mínúturnar!

  20. Þetta er nú meira helvítis bullið.

    Stórkostlegar 45 mín hjá Liverpool. Barátta, dugnaður og skynsemi. Liðið átti leikinn og var held ég að Bournmouth litu betur út gegn Liverpool í vikuni. en +1 mín fast leikatriði og mark.

    Þetta á sko ekki að vera okkar tímabilið og þessi fótbolti er sko ekki sangjörn íþrótt. Fyrirhálfleikur virkaði eins og þegar liðið okkar var uppá sitt besta á síðustu leiktíð. Allir á fullu, vinna bolta, keyra á vörnina en í staðinn fyrir að vera yfir þá fáum við á okkur þetta bull mark.
    Ef þessi leikur fer illa þá er ég viss um að menn tala um að reka Rodgers o.s.frv og menn eru fljótir að gleyma góðum leik.

    En nú eru bara 45 mín eftir og vona ég að þeir halda þessu áfram og vinna þennan helvítis leik.

    p.s Markovich 20 ára snillingur í þessum leik.

  21. Menn sem átta sig ekki á lögmálum heimsins. Átta sig á því að Skrtel er allan tíma að baka og þegar hann stekur upp er sóknarmaður Arsenal með hendurnar á honum og er að hoppa fram á við sem er c.a 87% auðveldara heldur en að stökkva aftur.

    Maður setur samt en og aftur spurningu um Jones í markinu. Staðsetning? og hvort að hann á ekki að reyna við boltan í staðinn fyrir að bara teygja sig í hann.

  22. Mignolet hefði varið þennan skalla….og allir hinir markmenn í EPL. Nýr markmaður og sóknarmaður hljóta að koma inn í janúar.

    Annars flottur leikur hjá Liverpool í dag…halda þessu áfram í seinni og við vinnum þennan leik.

  23. Fínir sóknartilburðir og frábært mark hjá Coutinho.

    En… það er til lítils þegar vörn og markmaður halda áfram að vera drasl. Leik eftir leik.

    Alltaf sami aumingjaskapurinn í þessari vörn okkar.

    Gríðarlega svekkjandi að halda þetta ekki út fram í hálfleikinn. Alltaf alltaf alltaf þarf þetta að vera svona; ódýr aumingjamörk sem við fáum á okkur og oftar en ekki úr föstum leikatriðum.

    Rodgers bara virðist ekki getað þjálfað þetta upp í mönnum. Ég meina, hversu erfitt er það að dúndra helvíti tuðrunni í burtu.

    Skrtel var gjörsamlega jarðaður af Debuchy och Jones bjargar engu þegar hann er eins og karföflupoki á línunni.

    Markið okkar var frábært en þessi helvítis vörn er ekki lengi að henda okkur back to reality.

    En hey, við eigum alltaf Lambert og Borini á bekknum.

    Ekki bjartsýnn 🙁

  24. Finnst annars kommentin hérna fókusa full mikið á þessi mistök. Leikurinn hefur verið spilaður glæsilega af okkar hálfu. Arsenal hefur ekki verið með, hápressan er að virka gríðarlega vel og við höfum fengið nokkur færi og eitt dauðafæri hjá Markovic.

    Ef fram heldur sem horfir að þá vinnum við þennan leik og nú er bara að senda kátar hugsanir á Anfield og kýla á þetta!

    Risa munur á þessum leik og síðustu mánuðum er hvað allir eru til í slaginn. Við getum sótt bæði frá hægri og vinstri og líka upp miðjuna. Markovic er að sýna að hann er eldklár leikmaður með hraða og kunnáttu á að nota líkamann á frábæran máta. Sama á við um Coutinho sem er gjörsamlega að blómstra í þessari stöðu þarna á bak við Sterling.

    KOMA SVOOO!

  25. jæja, nú kemur í ljós úr hverju þetta lið er gert. Allt annað en sigur úr þessum leik er óásættanlegt.

  26. Flottur hálfleikur, magnað að hryggjarstykkið í þessu skuli vera leikmenn um tvítugt. Markovic og Coutinho mjög sprækir. Ferlegt að fá þetta mark beint í bakið samt, þvílíkt gegn gangi leiksins.

    Merkilegt líka að Flamini hafi sloppið með síðara brotið, t.d. miðað við hvað Markovic fékk beint rautt fyrir gegn Basel.

  27. Vörnin enn og aftur ball watching og ok mignolet er slakur en brad jones er ekki boðlegur 1.deildarleikmaður hvað þá úrvalsdeildarleikmaður

  28. slökum á í neikvæ?ninni. Li?i? er a? spila flottan sóknarbolta og spilamennskan gerir þa? a? verkum a? ma?ur nýtur þess a? horfa á leikinn. Vi? tökum þetta í seinni, KOMA SVO, YNWA !!!

  29. @Snæþór #40:

    Málið er að það til lítils að spila glæsilega í sókn þegar vörnin er með allt niðrum sig.

    Reiknisdæmið er mjög einfalt: Þú verður að skora meira en andstæðingurinn.

  30. Lúkkar bara vel, þetta fellur okkar megin í dag því LFC er bara betra.
    YNWA

  31. Dude: Það er víst lögmálið. Það þýðir samt ekki að menn þurfi að láta eins og að þetta klúður hafi verið það eina sem gerðist í leiknum. Virkilega flott spilamennska á löngum köflum og við erum í virkilega góðu færi með að vinna þennan leik með þessu áframhaldi.

  32. Taktíkin hjá Arsenal augljós, halda í 60 mín og keyra svo, synist þetta ganga ágætlega, sjaldan séð okkur svona agaða í að sækja bara á 3-4 mönnum, sjáum til.

  33. Giroud glæsilegur, olnbogi í hnakkann og svo stígur hann á hausinn á skrölta. Er svo voða sorrí.

  34. Skrtel að sýna það að hann er ekki næginlega traustur í vörninni. Bæði mörkin skrifast á hann.

  35. Hvar eru Snæþór og hinar pollýönnurnar núna?

    Erum við ekki að fara að taka þetta, því við sýnum svo flotta sóknartilburði?

  36. Heimskulegt hjá Brendan að vera ekki með hægri kantmann “””” setja Can inn fyrir Henderson og setja líka Lambert í boxið ….

  37. Þessi vörn er rannsóknarefni, algerlega yfirgengilega lélegur varnarleikur hjá okkur.

     

  38. Skrtl maður leiksins á eftir Jones. Ég elska Liverpool. YNWA . Rodgers á líka launahækkun skilið.

  39. Dude: Ég er hérna. Færðu mikið út úr því að sjá spádóminn þinn rætast? Pínulítið kick fyrir egóið?

    Sorglegur “stuðningsmaður” Dude.

  40. Ef ég ætti að velja milli þess að spila glæsilegan bolta og skíttapa alltaf eða spila ömurlegan bolta og vinna þá held ég að ég veldi það síðarnefnda!

  41. Þessi ákvörðun Rodgers með að setja Jones inn fyrir Mignolet er í alvöru fáránlegasta ákvörðun sem hægt er að gera. Það er gjörsamlega fáránlegt að setja verri markvörð inn í þessa ömurlegu vörn okkar og vona það besta. Jones hefur ALDREI varið mikilvæga vörslu fyrir okkur á meðan Mignolet hefur bjargað mörgum stigum fyrir okkur í gegn um tíðina. Þrátt fyrir að vera ekki upp á sitt besta er hann milljón sinnum betri markvörður!!

  42. @Snæþór #60:

    Ok, ef þér líður betur með að kalla aðra stuðningsmenn sorglega.

    Mæli þó með því að þú og þínir líkir fari að koma út úr sápukúlunum og sjáið hlutina eins og þeir eru.

  43. #65

    Æji kommon, að láta eins og þú sért einhver Nostradamus því að Arsenal skorar úr sínum færum og við getum ekki klárað okkar. Sama hvað þau eru mörg.

    Maður sér alveg að Szcezny er úrvalsdeildarmarkmaður, en Jones ekki. Það er dapurt.

  44. Dude: Hvað gerir það að verkum að þú heldur að ég og mínir líka sjáum ekki stöðuna eins og hún er? Ég hef einfaldlega allt of lítinn tíma í lífinu til þess að eyða því í að rausa tóma neikvæðni á internetinu.

    Hvað fæst úr því að sjá einungis það neikvæða í lífinu? Lofa þér að þér mun líða betur ef þú reynir að sjá líka það jákvæða.

  45. Tetta er ekkert annad en hefnd hjá Borini gegn Rodgers og Lpool, ég bara trúi ekki ödru!

  46. Snilld!!!!

    Halda þessu jafntefli. Þó spilamennskan verðskuldi 3 stig að mínu mati.

    Glatað að sjá Borini klúðra tækifærinu.

  47. Glæsilegt marka hjá Skrtel!

    En gott að sumir hér elska Pollýönnu og jafntefli á heimavelli í 6 stiga leik.

  48. Dude: Það hryggir mig að þú þekkir ekki muninn á ignorance og jákvæðni.

  49. Djöfull er Lucas Leiva fokking vonlaus leikmaður. 1. priority í janúar á að vera að fá fokking almennilegan CDM inn í janúar.

  50. ÚFF !

    Er hægt að hafa meiri drama……!?!
    :O)

    Hörkuleikur:
    Mig grunar að BR segi…..Outstanding

Arsenal á sunnudag

Liverpool 2 – Arsenal 2