Byrjunarliðið gegn Bournemouth

Klárt hvernig liðið er í kvöld:

Jones

Toure – Skrtel – Lovren

Henderson – Gerrard – Lucas – Coutinho – Markovic

Lallana – Sterling

Bekkur:Mignolet, Lambert, Sakho, Moreno, Manquillo, Can, Borini.

Held þetta verði allavega svona…þetta verður eitthvað!

KOMA SVO!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

90 Comments

  1. Er einhver skýring til á því af hverju Can hefur ekki fengið mínútu síðan í Chelsea leiknum?

  2. Það hafa komið fréttir um að Emre Can sé ekki í nógu góðu formi plús það að Rodgers vilji frekar nota leikmenn sem hafa verið þarna lengur

  3. Nú er ekki hægt að grenja yfir “same old shit, different day”. Finnst þetta áhugavert og verður gaman að sjá hvernig muni spilast úr þessu hjá herra BR!

  4. Mjög áhugavert. Allen ekki í hóp en hefði viljað sjá Can, Sakho og Borini fá tækifæri að byrja þennan leik og koma sér í leikform fyrir jólavertíðina. Þetta þýðir væntanlega að Gerrard er að fara spila þrjá leiki á 7 sólarhringum. Áhugaverð þjálffræði.

  5. Engir bakverðir? Sérstakt.

    Þrír hafsentar? Veit hreinlega ekki.

    Þetta hringl á liðinu er farið að fara all verulega í taugarnar á mér

  6. Hressandi að hafa engan nátturulegan framherja í framlínunni og enga bakverði í bakverðunum. Elska að vera Liverpool aðdáandi þessa dagana.

  7. Haha maður veit eiginlega ekki við hverju maður á að búast, áhugaverð uppstilling í meira lagi. En það er ljóst að Brendan ætlar ekki að detta út í kvöld. Verður hörku leikur því að Bornemouth ætla sér pottþétt að eiga leik lífs síns í kvöld.

    Koma Svo!!!!!!

  8. Borini hlýtur bara að hafa lamið Rodgers á einhverri æfingunni. Af hverju ekki að leyfa einhverjum unglingnum að spreyta sig þar sem þetta getur ekki versnað á neinn hátt hvort sem er?

  9. Drepur það Rodgers að leyfa Can og Borini ad spila eitthvað? Can var maður leiksins gegn Chelsea en svo er hann frystur. Hvað í veröldinni er í gangi í hausnum á Rodgers?

  10. Stjórinn búinn að henda 100m punda í leikmenn, m.a. vinstri bakvörð í Alberto sem kostaði okkur 12m punda. Samt þurfum við að burðast með Henderson og Markovic í þessum stöðum.

    Hljótum samt að vinna þennan leik. Ef ekki – guð hjálpi Brendan Rodgers.

  11. Við vitum auðvitað ekkert hvað er í gangi á bakvið tjöldin. Það geta verið 100 ástæður afhverju Can og Borini fá ekki sénsinn.

  12. nú þegar ég sé liðið er eg fyrst kominn alfarið á rodgers out vagninn. finnst þetta bull Can Borrini í frost rugl hans get ég því miður bara ekki sætt mig við lengur.

  13. stórfuðrulegt upplag en ég segi nú bara eins og sumir þetta verður forvitnilegt að sjá..

  14. Þetta er nýjasta nýtt í knattspyrnunni. Leikaðferðin 3-7.

    Ég myndi stilla þessu einhvern veginn svona:
    Jones
    Toure – Skrtel – Lovren
    Henderson – Lucas – Markovic
    Lallana – Gerrard – Coutinho
    Sterling

    Eða kannski eru Lucas og Gerrard djúpir og Markovic og Lallana á köntunum með Henderson fyrir framan G og L. En held samt að Henderson verði úti hægra megin. Verður fróðlegt að sjá.

  15. Mitt lið

    Mignolet
    Manquillo-Toure-Shako-Moreno
    Can
    Marcovic – Lallana- Sterling
    Borini – Lambert

    Mér finnst svo tilangslaust að taka Mignolet úr markinu til þess eins að setja Jones
    afhverju ekki að hafa slæmt út fyrir verra.

  16. Las einhverstaðar að stjórnin væri búin að ákveða að gera fullkomlega allt til að Borini fari frá Liverpool í janúarglugganum. Hann mun því ekki fá að spila eina sekúndu í viðbót fyrir okkur.

    Áhugaverð uppstilling. 3-4-2-1 sýnist mér þetta vera með Lallana og Markovic fyrir aftan Sterling fremmstan. Mér varðar ekkert um hvort Can sé í formi eða passi ekki inní uppáhalds leikkerfið hans Rodgers, það er bara fáránlegt að hann skuli ekki hafa spilað neitt undanfarið. Mögulega var þessum leikmanni þröngvað á Rodgers af transfer nefndinni hrikalegu.og hann neitar að nota hann.
    Alltaf þarf þessi klúbbur okkar alltaf að flækja hlutina útí hið óendanlega með allskonar rugl innherjadeilum.

    Spái þessu 2-2. Gerrard setur eitt úr víti og Markovic opnar loksins markareikninginn fyrir Liverpool með einhverju poti. Annaðhvort Skrtel eða Lovren skorar sjálfsmark.

  17. Jákvætt að nota hópinn í þessum leik og hafa með því síðustu leiki og það næsta í deildinni í huga líka enda rosalegt prógramm framundan.

    Joe Allen verður þetta slíka ferskur.

    Við skulum heldur betur biðja fyrir því að ekki fleiri lykilmenn meiðist í kvöld.

  18. En hver er ykkar skoðun á Sterling sem pjúra framherja, haldiði að það væri ekki bara hægt að gera úr honum reglulega flottann framherja, gaurinn er náttúrulega fáránlega snöggur og með skemmtilegar truflandi hreyfingar?

  19. KOMA SVO elsku hjartans drengirnir mínir!

    Strákar og stúlkur. Reynum að hafa þetta á málefnalegu og smellnu nótunum í kvöld. Það er ekkert meira gefandi en að reyna að sjá björtu hliðarnar.

    Ágætis regla er að segja ekkert ef maður hefur ekki eitthvað uppbyggilegt að segja.

  20. Ánægður að sjá Markovic inná því hann var frábær áður en að hann fékk rauða spjaldið um daginn.

  21. og her er bloodzeed 2000k acestream://e8f810a29314aaa176d9c0de6d70fe9e301233a0

  22. @rh

    Það kemur bara “Error message: bad bencoded data” og “Error message: wrong final block length”

  23. Er að horfa á leikinn í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Gáfulegra en að horfa á hann á netinu hafi fólk kost á því.

  24. Ok skrítið. Aldrei hef ég verið með áskrift að Stöð 2 Sport en samt sé ég bæði Bournemouth – Liverpool og Tot – New í opinni núna.
    Well lucky me 🙂

    Annars virðist í augnablikinu klassamunur á þessum liðum og Rodgers hafa hitt á góða uppstillingu. Liverpool miklu meira með boltann þó Skrtel hafi tekist að láta klobba sig illa áðan og næstum búa til mark fyrir Bournemouth.

    0-1 ! Raheem Sterling. Flott mark með nýrökuðum skalla!

  25. STÓRKOSTLEGT MARK.

    Liverpool hélt boltanum í 5 mín og galopnaði vörnina og skoraði frábært mark.

  26. Jáááá!!! Koma svo klára þennan leik og byrja svo að spila eins og lið frá og með núna!!

  27. Hvað í ansk…… er í gangi í hausnum á Brendan Rodgers?? Stevie G stöðugt fyrir framan vörnina að sækja boltann með Lucas fyrir framan sig! Og Henderson týndur á kantinum.

    Já já……. flott fyrirgjöf frá Henderson! :0)

  28. Liverpool miklu miklu betri. Kannski rétt hjá Rodgers að breyta lítið liðinu og fá sjálfstraust í byrjunarliðið

  29. Marcovic er að brillera, hann á eftir að verða drullugóður, hann og Sterling gefa hraða og tækni ég veit að þetta er bara Bournmouth en ég vona að þessi leikur verði til þess að það komist eitthvað sjálfstraust í liðið og við tökum svo Arsenal líka!

  30. Markovic virkilega flottur í þessum leik! Hraði og ákefð fram á við. Annars er Marko náttúrulega ekki vængbakvörður að upplagi og því fara Bournem. mjög reglulega upp þeim megin.

  31. Verst að það er ekki hægt að taka sóknarmenn útaf til að halda en þetta er víst ekki búið enn, klárum en mörkinn verða miklu fleiri

  32. Þetta er ekki bara Bournemouth. Bournemouth er sennilega betra lið en Leicester.

  33. Markovic Coutinho og Sterling vonandi verða þetta Liverpoolguttar í mörg ár. Gaman að horfa á svona snillinga.

  34. 0-2! Alveg grunaði mig þetta og spáði því að ofan að Markovic myndi opna markareikninginn sinn fyrir Liverpool í kvöld. Þessi maður mætti alveg hafa fengið fleiri mínútur í vetur.

    Vonandi hættum við ekki að pressa núna og hleypum þeim inní leikinn. Þessi vörn okkar má ekki við miklu. Lítur mjög vel út í augnablikinu og Rodgers mögulega búinn að finna vísi að einhverskonar liðsheild. Coutinho verið sprækur og við þéttari en áður á miðjunni svona. Gæti verið fínt að nota þetta kerfi á heimavelli.

  35. Enginn smá afterburner sem Sterling getur kveikt á í sprettunum. Lykilatriði með núverandi mannskap að ná að nýta hraða hans betur.

  36. Ofboðslega er það hressandi að sjá framherja sem hleypur úr sér lungun á bakvið varnir og er í þokkabót drullusnöggur.

  37. Með Sterling uppá topp þá er meiri ógn af liðinu og er allt annað að sjá þá. Bæði sóknarlega gegn Man utd og í dag.

    Markovitch búinn að vera frábær fyrstu 45 mín. Held að menn sem hafa verið að drulla yfir þessi kaup ættu aðeins að telja uppá 10 og átta sig á að gaurinn er 19 ára og býr yfir miklum hæfileikum.

  38. já hann er reyndar 20 ára en já það er satt virkilega ungur og gæti orðið virkilega góður

  39. Nú má Markovic fara byrja næstu leiki, kominn med mark, sjálfstraustid meira. Vid erum med marga mjög spennandi unga leikmenn!

  40. Êg vona að sá dagur sem renni aldrei upp sé sá dagur að sterlingur yfirgefi lfc þá erum við dauðadæmdir djöfull dýrka ég þennan strák

  41. Lazar Markovic heldur betur að kíkja í jólapakkana!!

    Loksins, loksins fær maður að sjá þennan strák spila…

  42. Virkilega flottur hálfleikur hjá Markovich. Þvílík sending í fyrra markinu og frábært mark hjá drengnum. Vonandi er hann að komast í gang, það gæti orðið himnasending.

    Flottur fyrra hálfleikur hjá okkar mönnum gegn liði sem hefur verið á fljúgandi siglingu.

    Það eru 45 mín eftir og enn getur allt gerst eins og við vitum.

    Líka gaman að heyra í stuðningsmönnum, góð stemning og hefur heyrst ágætlega í þeim.

    Meira svona!!!

  43. bournemouth hljóta að koma með annað strategy í seinni hálfleik veit ekki allveg hvað planið þeirra var í fyrri hálfleik í stöðunni 2-0 við hljótum að vera með 95 % possesion í þessum leik

  44. Vúhú! Glæsilegt hlaup og úrvals mark frá pattanum. Skipti greinilega sköpum að skipta yfir í hógværari klippingu. 😉

  45. Sterling loksins að detta í gang? Erum að halda hreinu og ég veit ekki hvað.. Væri óskandi ef þetta myndi halda svona áfram í einhverjar vikur, þurfum stöðugleika og vonandi fer þetta að koma hjá okkur.

  46. Markovic er að sýna að hann er efni í klassa leikmann. Les leikinn afskaplega vel og er að skila þessu vængbakvarðarhlutverki afskaplega vel.

    Verð að minnast líka á Lallana. Hefur ekki stigið feilspor og er greinilega með svalan haus, bíður rólegur eftir tækifærinu og klikkar ekki á sendingu.

  47. Óh Bjé #68:

    “Erum að halda hreinu og ég veit ekki hvað..”

    Takk fyrir jinxið.

  48. Þessi varnarleikur. Heppnir að vera bara búnir að fá 1 mark á sig! Gætu ekki haldið hreinu gegn Víði í Garði með fullri virðingu fyrir því ágæta liði.

  49. Ég talaði kannski aðeins og snemma, en Brad Jones ætlar klárlega að sýna okkur að hann á ekkert erindi í þetta lið og þetta er ömurleg tímasetning hjá Rodgers að fara skipta Mignolet út.

  50. Ég þurfti að skreppa og Bournemouth komst yfir, verið slakir, ég er kominn aftur.

  51. Við erum ekkert öruggir áfram nema við förum að nenna að spila vörn

  52. Jones sá boltann reyndar ekki fyrren hann kom undan Toure, þannig að þetta var kanski ekki alveg hans, var allavega nálægt að verja

  53. Úfff, er annað “Crystal Palace fiasko” framundan????

    Allavega mun ég ekki vera róleg fyrr en eftir lokaflautið!

    Nenni ekki annarri vító langt frameftir þegar það er mikilvægur leikur á móti Arsenal um helgina.

  54. Hann hlýtur að fara skipta einhverjum leikmönnum inná, ég tippa á CAN og Lambert

  55. Úfff.. það er svona mánuður síðan ég kom á síðuna síðast… ég bara GET ekki kíkt hingað inn eftir tapleiki… EN núna er ástæða fyrir því að sjá eitthvað jákvætt..

  56. Vel gert. Sigrinum siglt í höfn í rólegheitum. Einn leikur í viðbót og svo fáum við bikarúrslit 🙂

  57. Finnst bara ekkert að því að Brendan skipti út Mignolet fyrir Jones. Hvað með það þó að Jones sé ekki frábær markvörður, Mignolet er það ekki heldur og það á enginn að vera öruggur með sæti sitt og sérstaklega ekki ef hann spilar eins og hann sé blindur maður. Mignolet hefur verið arfaslakur allt tímabilið og á bara ekki skilið að spila meira og þá er um að gera að breyta til, þó svo að við eigum Man Utd og Arsenal, það skiptir bara engu máli. Maðurinn búinn að vera ömurlegur og þá er hann tekinn úr liðinu. Punktur.

Jólaveisla í ReAct [auglýsing]

Bournemouth 1 – Liverpool 3