Dregið í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar

Uppfært: Mótherjar Liverpool verða Besiktas frá Tyrklandi. Fyrri leikurinn fer fram á Anfield, sá seinni á Atatürk-leikvanginum sem er okkur að góðu kunnur. Stjóri Besiktas er Króatinn geðþekki Slaven Bilic og þeir hafa leikmenn á borð við Demba Ba, Gökhan Töre og Kerim Frei. Þetta verða hörkuviðureignir.

Í hádeginu í dag verður dregið í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Liverpool er í þessum drætti. Við munum uppfæra þessa færslu um leið og mótherjarnir liggja fyrir.

europaleagueDrættinum er skipt í tvo potta. Í potti 1 eru þeir sem unnu sína riðla í Evrópudeildinni nú í haust/vetur og þeir sem komu úr Meistaradeildinni með betra gengið. Í potti 2 eru þeir sem náðu öðru sæti í sínum riðli í Evrópudeildinni nú í haust/vetur og þeir sem komu úr Meistaradeildinni með lélegri árangurinn.

Liverpool er í potti 2. Jamm. Það þýðir að Liverpool fær að öllum líkindum einhverja af sterkari mótherjunum í drættinum og spilar seinni leik 32-liða úrslita á útivelli.

Hér eru liðin í potti 1 sem Liverpool getur mætt (öll nema Everton sem eru enskir og við getum ekki fengið þá):

Borussia Mönchengladbach, Club Brugge, Besiktas, FC Salzburg, Dinamo Moskva, Internazionale, Feyenoord, Napoli, Dynamo Kiev, Fiorentina, Legia Varsjá, Olympiacos, Sporting Lisbon, Athletic Bilbao, Zenit St Pétursborg.

Þetta er ansi sterkur pottur. Óskamótherjar? Rafa og Napoli? Mancini og Inter? Villas Boas og Zenit?

53 Comments

 1. Heyri marga Poolara tala þessa keppni niður. Sennilega þeir sömu og fögnuðu þegar við unnum Cardiff með harmkvælum í úrslitum deildarbikarsins 2012.

  Bikar er bikar, sama hver keppnin er. Þegar horft er til baka skipta bikarar máli.

  Europa League gefur Liverpool kærkomið tækifæri til að afsanna það getuleysi sem sendi liðið úr Meistaradeildinni í síðustu viku. Kannski verður þessi keppni kærkominn vettvangur fyrir leikmenn, sem lítið sem ekkert hafa spilað undanfarið. Leikmenn sem flestir eru sammála að ættu að spila mun meira, ef ekki vera í byrjunarliðinu.

  Óskamótherji? Feyenoord.

 2. Okey – er kominn út úr svartnættinu.

  Rodgers er alltaf betri þegar líður á tímabilið.
  Sturridge kemur aftur.
  Nýju leikmennirnir komast inn í hugmyndafræði Rodgers – sem er að að verjast illa en skora fleiri mörk en andstæðingarnir.

  Við stuðningsmennirnir hlökkum aftur til næsta leiks og þá er gott að hafa Evrópudeildina.

 3. Væri til í að fá Feyenoord. Það er lið með flotta fótbolta akademíu og hefur innanborðs mikið af ungum og efnilegum leikmönnum sem væri gaman að sjá kljást við Liverpool.

  Myndi helst vilja sleppa við ferðalög til Tyrklanda eða Rússlands.

 4. Siggi liðið var að klúðra Meistaradeildinni í síðustu viku og eftir nokkur tímabil í Europa League vitum við vel hversu stjarnfræðilega mikill munur er á þessum keppnum. Held svo sannarlega áfram að sætta mig mjög illa við þessa keppni enda ekkert nema orkusuga frá þeim ensku liðum sem taka þátt. Bölvaður vítahringur að festast í þessari keppni enda þau ensku lið sem keppa þarna sjaldnast með nógu stóran/góðan hóp til að spila 10+ Evrópuleiki og gera alvöru atlögu í deildinni á sama tíma.

  Ég gjörsamlega hata það að hafa Liverpool í Evrópudeildinni og saknaði hennar nákvæmlega ekki neitt á síðasta tímabili.

 5. Þetta er betri séns að komast í CL á næsta ári en nokkurn tíman deildin. Erum aldrei að fara að ná inn í topp 4 en gætum “grísað” á þetta. Kærkomið að því leytinu að CL sæti er í boði

 6. Nr. 6 Oddi

  Þessi nýung er bókstaflega það eina sem gerir þessa keppni þess virði ef búið er að klúðra deildinni. En meðan Liverpool ræður ekki við Ludogorets og Besel er ég ekkert að halda niðri í mér andanum að liðið sé að fara vinna þessa keppni í ár.

  Vissulega góð reynsla fyrir unga leikmenn að spila í Evrópu en ég óttast að því oftar sem Liverpool gefur þeim þessa reynslu í EL verði það til þess að þeir nýti þessa reynslu svo í öðrum liðum sem einmitt eru í Meistaradeildinni.

 7. Örlaganornirnar segja að við fáum: Zenith og töpum fyrir þeim 7-núll og BR verður rekinn.

  Villa Boas var rekin frá Tottenham eftir tap á móti…….?

  :O)

  Urður, Verðandi og skuld ?elska Liverpool ? meira en öll önnur lið í heiminum. Við þurfum ekki annað en að hugsa um vítaspyrnukeppnina frægu til að staðfesta það !

  YNWA

 8. Deili sorgum þínum Babu en er að reyna að horfa á þetta með jákvæðum augum. Þarna er kannski meira keppni við okkar hæfi í stöðunni og möguleiki (langsóttur reyndar) að komast inn í CL í gegnum hana. Sammála því að þetta er orkusuga en er CL það ekki líka?

 9. CL er fullkomlega þess virði enda peningurinn töluvert meiri þar og sú keppni opnar fyrir miklu betri markað af leikmönnum. Ekki hægt að líkja þessu saman í rauninni.

 10. ohhh… svo dregst Basel á móti Porto. Eitt af fáum liðum sem við hefðum hugsanlega með naumindum slysast til að merja. Ég er enn of svekktur yfir falli úr meistaradeildinni til þess að vera tilbúinn að sjá björtu hliðarnar við Europa League.

  Er að spá í að skrá mig í keilu- eða pílu-deild á fimmtudagskvöldum. Miðað við spilamennsku í Evrópu undir Rodgers eigum við eftir að gera fátt annað en að líta mjög illa út!

 11. Við höfum bara ekkert í neina Evrópukeppni að gera miðað við spilamennskuna í CL riðlinum. Ég held að það sem hópurinn og Rodgers þarf mest á að halda núna er tími á æfingarsvæðinu en ekki ferðalög til lítt spennandi staða. Evrópudeildin er ávísun á leiðinlegan fótbolta ef eitthvað er að marka frammistöðu liðsins í þessari keppni undanfarin ár.

 12. Mér finnst það vera hroki að tala þessa keppni niður og hroki sem að við Liverpool menn höfum ekki efni á.
  Við höfum ekkert erindi í CL, það sást nokkuð vel á seinustu úrslitum en ég vona að liðið verði betra eftir því sem að líður á veturinn og að við náum langt í þessari keppni.

  Fyrir mér er mikilvægara að sigra þessa keppni en nokkurn annan bikar sem við eigum möguleika á í vetur.

  Að sigra þessa keppni gefur okkur sæti í CL á næsta ári og það er okkar eini séns á að komast í hana með þessu móti því að ég held að við munum ekki ná þessu 4 sæti í vor.

 13. “CL er fullkomlega þess virði enda peningurinn töluvert meiri þar og sú keppni opnar fyrir miklu betri markað af leikmönnum.”

  Þetta hélt ég, svo kom sumarið 2014. Opnaði fyrir svakalega leikmenn!

  Höfðu reyndar fæstir reynslu á hæsta leveli. Og flestir bara með eina til tvær leiktíðir undir beltinu í efstu deild. En við fengum þá á gjafaprís!

  200 milljónir punda og við erum búnir að fylla liðið af Sunderland og Southampton mönnum. Hefðum kannski átt að kaupa þennan blessaða sundbolta bara af Sunderland, væri ekkert verri en margir hverjir þarna.

  Sorry með mig, það er mánudagur eftir tap á Old Trafford.

  Að efninu, ég væri til í Borussia Mönchengladbach eða Club Brugge. Þægilegt ferðalag.

  Æji, ég get ekki peppað mig upp í þessa keppni núna. Sjáum til þegar nær dregur.

 14. Líst vel á Besiktas…og BR örugglega líka !
  :O)

  “They are outstanding”

 15. Ég vill að liðið gefi allt í þessa keppni. Þeim vantar þetta “winner” hugarfar og ég held að Europa league gæti hjálpað til við að auka það.

 16. Þetta er nákvæmlega málið, Eyþór.

  Þessi mýta um að þátttaka í Champions League opni einhverjar flóðgáttir fyrir heimsklassaleikmenn, er akkúrat bara mýta.

  Hvað gerði Liverpool í sumar? Kaupin voru þessi:

  Lovren
  Lambert
  Lallana
  Balotelli

  Þetta eru allt leikmenn sem við þekktum áður, allir nema Mario komu frá Southampton sem var spútniklið síðasta tímabils. Þeir þrír höfðu átt eina góða leiktíð í efstu deild á Englandi, annars var reynsla þeirra af toppbaráttu hverfandi. Mario var svo meira þekktur fyrir að hafa sóað hæfileikum sínum hjá hverjum einasta klúbbi sem gaf honum tækifæri. Nú er hann meira þekktur fyrir að vera framherji sem skorar ekki – hljómar kunnuglegt.

  Can
  Markovic
  Moreno
  Manquillo – á láni
  Origi – í láni

  Eru allt leikmenn sem fæstir vissu eitthvað um, nema þá kannski helst um Moreno. Einn efnilegasti vinstri bakvörður Spánar, þannig þetta voru klassakaup á þeim tíma. Augljóslega hefur hann átt erfitt uppdráttar, en hann fær þó að njóta meiri vafa en flestir aðrir miðað við frammistöður sínar á þessu tímabili og það orðspor sem fer af honum.

  Þetta færði þátttaka í CL okkar klúbbi í sumar. Og það jafnvel þótt Liverpool hafi vakið verðskuldaða athygli langt út fyrir England fyrir stórkostlegan fótbolta á löngum köflum, og verið hársbreidd frá því að verða meistarar á síðasta tímabili.

  Svo er það náttúrulega Manchester United, sem átti sitt versta tímabil frá árinu 17hundruðogsúrkál á síðasta tímabili. Þeir keyptu meðal annars Angel Di Maria, sem var burðarrás í liði Real Madrid síðustu ár. Einnig Blind og Rojo, sem stóðu sig vel á HM síðasta sumar – Blind hefur sennilega verið þeirra besti maður á tímabilinu, áður en hann meiddist. Og svo kórónuðu þeir þennan ömurlega leikmannaglugga – þið vitið, af því þeir voru ekki að fara að taka þátt í CL – með því að kaupa Falcao, sem í sínu besta formi er “by far” striker í heimi.

  Nei, gefið mér frekar leikmannaglugga eins og Liverpool átti. Betra að bæta við “gæðum” á bekkinn heldur en að styrkja byrjunarliðið, sérstaklega þegar besti leikmaður heims yfirgefur félagið. Okei, þetta er kaldhæðni.

  En já, svo ég kannski tengi þessa athugasemd mína við efni þráðarins, þá tek ég bara undir með Babú og fleirum. Mér gæti varla staðið meira á sama með þessa evrópudeildarkeppni. Það má vel vera að sigur í henni gefi sæti í CL, en ég hef bara 0 áhuga á því. Fengi ég einhverju um þetta ráðið, þá fengi varaliðið að spila þessa keppni, og aðalliðið einfaldlega yrði að hysja upp um sig brækurnar og ná í CL sæti með því að taka eitt af 4 efstu í vor.

  Ég skil samt vel að menn séu búnir að gefa slíkt upp á bátinn, því frammistaða vetrarins hefur ekki verið upp á marga fiska. Þessi evrópudeild er því síðasta hálmstráið sem menn eru að grípa í til þess að eiga möguleika á að komast í keppni þeirra bestu á næstu leiktíð. Það skil ég vel, en mér er samt sama um þessa Mikka-músar-evrópukeppni. Þetta er ekki staður sem ég vil að Liverpool sé að keppa á.

  Já, og það er mánudagur eftir tap gegn Manchester United. Þessi athugasemd mín lesist því í því ljósi.

  Homer

 17. Haldið þið í fullri alvöru að það skipti engu máli þegar verið er að kaupa leikmenn hvort liðið sé í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni? Bæði upp á að fá þá til liðsins og eins bara upp á að hafa efni á þeim.

  Alveg burtséð frá því hvernig okkar menn fóru með síðasta leikmannaglugga.

  Hélt ekki.

 18. Ekki get ég séð að eigendur Liverpool hafi eytt mikið meiri pening við það að komst í í CL.
  Þá er ég að tala um netto eyðslu.

  Var ekki eyðslan um 40 mp ?

 19. Manni sýnist nú á þeim leikmannagluggum sem eru komnir frá því að kanarnir í Boston tóku við að við séum ekki á markaðnum fyrir neinar stórstjörnur eða leikmenn sem hafa sannað sig í Ensku Úrvaldeildinni á annað borð, þannig að ég fyrir mitt leyti er ekkert sérstaklega bjartsýnn á komandi tímabil undir þeirra eignarhaldi.

  Kannski og vonandi breytist eitthvað í innkaupamálum eftir stækkun Anfield en ég er ekki að sjá það á næstu árum allavega að þeir fari í einhver stórkaup með auknum launapakka, það hefði þá byrjað síðasta sumar eftir að hafa lent í öðru sæti í deildinni og komnir í Meistaradeildina eftir nokkura ára fjarveru þaðan.

 20. Þetta snýst ekki um leikmannakaupin í sumar því í fyrra vorum við að spila frábæran fótbolta. Plís einhver láta Brendan vita að það er komið nýtt tímabil.

 21. Kannski þeir í FSG séu bara líka í stífri lærdómskurvu eins og BR……

  “Velkomnir í enska boltan vinir” ( Welcome to england sucker 🙂

  Það verður spennandi að sjá hvað þeir gera í Janúarglugganum…..

 22. Halló halló, er ekki í lagi með ykkur?

  Ég fagna því að Liverpool er ennþá með í 4 keppnum og hefur möguleika á að vinna 3 bikara, ég skil ekki hvernig hægt er að tala niður til EL þegar við erum stuðningsmenn liðs sem á bara ekki heima í CL eins og staðan er í dag – Við erum ennþá að tala um Evrópukeppni og að vinna Evrópukeppni er mjög góður árangur, sama hvaða Evrópukeppni það er.

  Þið sem ekki viljið sjá Liverpool í þessari keppni, hefðuð þið þá frekar viljað sjá Liverpool enda í 4. sæti í riðlinum en því 3. og minnast þess í mörg ár þegar Ludogorets Razgrat endaði fyrir ofan okkur í riðlinum?

  Hugsiði skýrt og hlakkiði til þess að horfa á Liverpool í Evrópukeppninni andskotinn hafi það.

 23. Þessi keppni á að ganga fyrir að mínu mati enda ekki fræðilegur möguleiki á að ná 4. sætinu í deildinni. Það eru einfaldlega 5-6 lið sem eru miklu sterkari en við þar. Ofan á það erum við búnir að hhellast úr lestinni.

  Ég sé okkur nefnilega alveg vinna Europa League og tryggja okkur CL sætið þannig. Við höfum nú séð hið ótrúlega gerast í svona Evrópukeppnum.

  P.S. Hrikalega er samt svekkjandi að sjá Basel dragast gegn Porto. Fari það grábölvað!

 24. Jú vissulega Babú, sérstaklega í ljósi þess að peningarnir í CL eru að hækka umtalsvert 2015/16. Sú hækkun nær ekki til í EL.

  Þetta var meira kannski í gamni en alvöru því menn vildu jú kenna landfræðilegri legu um skort á kaupum á gæða leikmönnum. Ég vil frekar heimfæra það á skort á vilja til að borga það sem til þarf. Þeir setja sér víst eitthvað þak sem þeir fara ekki uppfyrir. Virkar líklega vel þegar þú ert í íbúðarleit, en hæpið að heimfæra yfir á fótboltann með alla sína verðbólgu.

  Nei ég fagna því annars ekkert sérstaklega að vera í EL. Ef við erum ekki í CL þá vil ég frekar geta einbeitt mér að deildinni heima fyrir og fengið hvíld/tíma til að æfa saman í stað þess að ferðast út um alla EU með tilheyrandi leikjaálagi, meiðslum, æfingarofi osfrv. Ekki síst í ljósi þess hvernig við notum okkar leikmannahóp (Gerrard & Lambert spila þrjá leiki í viku) og þeirrar staðreyndar hvernig liðið bregst við meiðslum lykilmanna (Sturridge).

  Að minnast þess að Ludo hafi endað fyrir ofan okkur er ekkert verri minning sem slík en sú að við náðum í einn sigur í uppbótartíma í riðli með Real, Basel og Ludo. Sex leikir, fimm stig.

  Ég fagna því heldur ekkert sérstaklega að vera enn með (ó)raunhæfa möguleika á að vinna þrjár keppnir. Því:

  1) Ein af þremur er Europe League, sem þýðir að við duttum út úr CL.

  2) Önnur er FA cup, ástæðan fyrir því að við erum ennþá í henni er einfaldlega því við erum ekki búnir að spila leik í henni ennþá.

  3) Við erum jú í League cup, sem er minnsta keppnin sem við vorum skráðir í þetta tímabilið, utan æfingarmótið í USA. Jájá, bikar er bikar og allt það – þetta er engu að síður keppnin í neðsta sæti á forgangslistanum.

  Mér finnst þetta ekkert sérstakt fagnaðarefni, því við erum að upplifa verstu byrjun frá upphafi í þeirri keppni sem ég vildi komast lengst í (EPL). Sú sem ég vildi komast næst lengst í vorum við niðurlægðir í (CL). Þannig að þið verðið að afsaka að ég bíði aðeins með að opna kampavínið.

 25. Verð að hrósa Homer, Babú og Eyþóri fyrir flottar athugasemdir. Mín meginástæða fyrir því af hverju ég vill að liðið berjist í þessari Europa league keppni er sú að reyna koma mönnum eins og Moreno, Markovic og Can í form. Can hefur staðið upp úr af þessum leikmönnum og er mér óskiljanlegt af hverju hann hefur spilað svona lítið. Þessir leikmenn þurfa engu að síður fleiri leiki og reynslu.

  Þar sem leikmenn liðsins þekkjast varla og það liggur við að þeir séu að spila allt aðra íþrótt, er þá ekki kjörið að fá eins marga leiki og mögulegt er til að spila sig saman?

  Ég er að reyna að rembast við að sjá það jákvæða í þessu öllu saman.

 26. Afsakið meðan ég æli er vinsælt orðatiltæki á þessari síðu, fyrirgefið en mér finnst hræsni sumra sem hér skrifa, m.a. sumra síðuhaldara, alveg ótrúleg. Í síðustu viku þráðu menn ekkert annað en áframhald í CL, þrátt fyrir ferðalög í miðri viku. Nú þegar keppnin heitir EL er allt í einu viðkvæðið að menn vilji ekki sjá að liðið sé að ferðast í miðri viku þegar liðið þyrfti að vera að æfa milli leikja, keppnin sé „orkusuga“ o.s.frv., sem CL er þá ekki eða…?. Ég hélt að Alfa og Omega stuðningsmanna væri að sjá liðið sitt spila, menn eru nógu andsk. fúlir margir þegar landleikjahlé koma inn í leikjadagskránna, einnig grétu margir hástöfum í fyrra þegar hver vikan leið á fætur annarri þar sem liðið lék eingöngu um helgar. En nú kveður við nýjan tón, menn vilja ekki sjá að liðið sé að spila í þessari keppni. Með fullri virðingu þá tel ég UEFA bikarinn talsvert merkilegri en deildarbikarinn. Við erum með stóran hóp leikmanna, fyrst þessi keppni er svona djö… ómerkilega er þá ekki tilvalið að leyfa minni spámönnum að spreyta sig? Hey, varla geta þeir gert meira að betur í buxurnar en þeir sem hafa átt sviðið til þessa. Ég fagna því að gera horft á liðið mitt spila sem oftast. Hvet þá sem ekki þola keppnina að sleppa því bara að fylgjast með henni.

 27. Við eigum einfaldlega ekkert í þessi stóru lið sem eru á toppnum. Þú mætir bara ekkert með hníf í byssubardaga.

  Það hljómar voðalega krúttlegt að ætla sér að versla litla óslípaða demanta og gera úr þeim meistalið með einhverjum töfrabrögðum sem gengu upp fyrir 25 árum síðan.
  Jújú við erum Liverpool og allt það, en ef planið hjá klúbbnum er það að ætla sér ekki að eyða jafnmiklu og liðin sem við miðum okkur við. Þá verðum við bara í þessu hjakki áfram.

 28. Við skulum bara læra að “venja” okkur við að vera bara í Evrópudeildinni þetta árið, og kannski líka næsta ef við verðum heppnir.

  Liverpool er skelfilega lélegt lið eins og staðan er í dag, með allt of marga, allt of dýra miðlungsleikmenn.

  Ef spilamennskan batnar hjá okkur gætum við náð 5-6 sæti næsta vor, efast samt um það.

 29. Ég held að við þurfum ekkert að springa úr gleði eða pirringi yfir EL, eins og sakir standa erum við að fara detta út úr þeirri keppni fyrir flesum liðum ( fyrir mitt leyti er ég mjög ánægður að sjá liðið mæta nýjum liðum í staðinn fyrir WBA )

 30. Sé ekki að keppnirnar sem liðið tekur þátt í hafi nein áhrif á leikmannakaup ef menn ætla sér ekki að borga kaupið sem stjörnurnar vilja.

  United hefur heldur betur sýnt að þetta snýst bara um það sem er lagt inn á þessa spaða vikulega – ekki hvaða keppni er í boði.
  Monaco keypti James Rodriguez, Falcao og félaga án þess að vera í neinni Evrópukeppni og með ömurlega aðsókn á sinn litla heimavöll.

  Ef Liverpool ætlar ekki að borga þessi laun þá er liðið alltaf að fara að kaupa 10 leikmenn á ári, kanski rætist eitthvað úr sumum – kanski ekki. Munurinn á að kaupa Sergio Aguero eða Andy Carroll: LAUN.

 31. CL er búið hjá okkur í ár en þessi Evrópubikar er enþá möguleiki og því ekkert til fyrirstöðu en að reyna að vinna kvikyndið.

  Ævintýrið 2001 var stórkostlegt. Það var ótrúlega skemmtileg tímabil og að vinna 3 bikara og ferðalagið gerir þetta að skemmtilegasta tímabili fyrir utan 2005 síðan að við urðum Englandsmeistara 1990.

  Ef við tækjum 1 bikar í ár þá væri það einfaldlega ótrúlega gaman og vona ég að liverpool vinni allar þær keppnir sem þeir taka þátt í. Ég geri mér samt grein fyrir því að Rodgers mun hvíla menn í næsta leik og fáum við að sjá 1-3 unga leikmenn spila í bland við leikmenn sem hafa verið að spila lítið undanfarið.

  Í sambandi við dráttinn þá fengum við sterkt lið. Það er alltaf erfitt að fara til Tyrklands og ég sá þá spila leik fyrr í vetur og verður þetta stempið verkefni.

 32. Andri M. og Sverrir Björn – Alveg eins og talað út úr mínum kjafti, takk!

 33. Held það sé komi tími á að vera raunsæir og átti sig á því að líklegast sé besti mökuleikinn á að komast í meistaradeildinna að vinna þessa Uefa keppni. Breyttir því ekki að þessi keppni er erfið og liðið þarf að spila vel til í að eiga möguleika á að vinna hana en það sama gildir með að ná top 4 í deildinni við munum ekki ná því nema spilamennskan stórbatni. Finnst menn vera orðnir fullneikvæðir þegar þeir segja að það sé útilokað að við vinnum þessa keppni eru við virkilega komnir á þann stað að það sé útilokað að vinna uefa cup. Þótt að liðið sé að spila illa núna er ekki þar með sagt að við séum í sama gír í lok febrúar það getur margt breyst á þeim tíma.

 34. Eyþór, þetta eru bara alltof háar kröfur sem þú ert að setja á liðið. Það hefur ekki verið í CL í mörg ár og er þá ekki bara ágætt að reyna að ná langt í EL fyrst liðið datt úr úr CL?

  Kröfurnar þurfa að vera raunhæfar, annars verðuru aldrei ánægður.

 35. Árið 1973 vann Liverpool UEFA Cup í fyrsta sinn í sögu liðsins en það árið unnum við deildina líka. Þetta voru fyrstu titlar LFC frá 1966 og fyrsti Evróputitill liðsins. Shankly þótti sú keppni ekki orkusuga eða tímasóun og áhangendur voru í skýjunum með árangurinn. Árið eftir hætti Shankly með sigri í FA Cup og þetta var því eini Evróputitillinn hans á ferlinum.

  Árið 1976 unnum við UEFA Cup aftur með okkar nýja stjóra, Bob Paisley, en samhliða því þá unnum við deildina líka en þetta voru fyrstu titlar Paisley og skiptu miklu máli fyrir hann sem arftaka Shankly. Þessir tveir UEFA Cup titlar gáfu tóninn fyrir hina fjóra Evrópumeistaratitla sem komu í kjölfarið árin 1977, 1978, 1981 og 1984. Liðinu varð ljóst að það gat keppt við þá bestu í sterkustu heimsálfunni og haft betur. Velgengni og titlar ala af sér meiri velgengni og fleiri titla. UEFA Cup átti sinn sögulega þátt í því.

  Árið 2001 unnum við UEFA Cup í þriðja sinn (sigursælastir ásamt Juventus, Inter og Sevilla) og sælla minninga unnum við einnig deildarbikarinn og FA Cup líka. Enginn kvartaði yfir orkusugu og þetta er mér eitt eftirminnilegasta tímabil sem ég hef upplifað. Var alltaf með freyðivín á klaka tilbúið til að fagna næsta bikar! Náðum 3.sætinu það tímabil og þar með CL árið eftir (komumst í 8 liða úrslit 2002). Nokkrir lykilmenn fengu þarna mikla reynslu sem átti eftir að koma þeim til góða í CL árið 2004-05. Og velgengnin og titlarnir í UEFA Cup bjó til vinningshefð sem kom liðinu á æðri stall.

  Segið svo að þessi keppni skipti ekki máli.

  Respect!

  YNWA

 36. Þegar fótboltalið getur ekki sýnt eina góða frammistöðu í 25 leikjum þá getur það varla átt skilið að komist áfram í meistaradeild eða hvað þá að enda í topp fjórum í sterkustu deild heims. Allavega finnst mér það ekki raunhæfar kröfur.

 37. Þessi keppni gefur okkur möguleikann á að ná báðum markmiðum tímabilsins að ná meistaradeildarsæti og vinna titill. Staðan er þannig í deildinni núna að við ættum að taka þetta tækifæri.

 38. Já Eyþór, hræsni, hér er liðinu okkar hleypt bakdyramegin inn í eina keppni í verðlaun fyrir lélegt gengi í annarri og menn geta vart notað nægilega sterk orð til að lýsa fyrirlitningu sinni á því að liðið fái annað tækifæri í Evrópu. Þá finnst mér hroki vera orð sem á ágætlega við líka, eftir þessa sneypuför í CL virðast sumir telja EL fyrir neðan okkar virðingu og sumir ganga jafnvel svo langt að segjast kæra sig kollótta um gengið í keppninni og þar fram eftir götunum. Eins og liðið hefur spilað sé ég ekki að við höfum efni á þess konar yfirlæti. Ég vona að leikmenn liðsins beri gæfu til að nálgast komandi verkefni af meiri auðmýkt en kemur fram hér, því annars er ekki von á góðu.

 39. Arftaki Gerrards er þarna í hinu liðinu í Liverpool borg og skoraði frábært mark í kvöld.

 40. Kjaftæði er þetta um hroka og yfirlæti þó að menn séu ekki sammála þér Andri M.

  Horfðu á árangur þeirra ensku liða heimafyrir sem eru að sóa orku í Evrópudeildina. Til að spila í þessari keppni þarftu ekki minni hóp en liðin eru með í Meistaradeildinni en gallinn er að þú færð bara brota brot af peningunum sem Meistaradeildin gefur. Bestu leikmönnum í boltanum gæti ekki verið mikið meira sama um Evrópudeildina enda allir menn með metnað með fókusinn á Meistaradeildina og aurinn þar. Eðlilega.

  Það að sigurvegari Evrópudeildarinnar fái sæti í Meistaradeildinni er nýjung tilkomin vegna þess að mörg af stóru liðunum litu á þessa krefjandi keppni sem tækifæri fyrir þá leikmenn sem ekki eru í aðalhlutverkum.

  Það skiptir engu máli hvernig Liverpool kemst í þessa keppni núna, reglurnar eru þannig og hafa verið lengi að liðin í þriðja sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni fara á Evrópudeildina og það er ekkert fyrir neðan okkar virðingu að vera sjóðandi pirruð yfir því að horfa á eftir Basel í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar meðan við þurfum að sóa tíma í Evrópudeildinni.

  Það væri gaman að vinna þessa keppni rétt eins og aðrar. En takist það ekki sem er afar líklegt er erfitt spinna það þannig að þessir 6-12 leikir sem venjulega fara í Evrópudeildina hjálpi liðinu í deildinni heimafyrir. Meira að segja Chelsea endaði í 6.sæti í deildinni þegar þeir unnu keppnina 2012.

  Endi Liverpool í Evrópudeildinni aftur á næsta tímabili óttast ég að þetta verði sami vítahringur í töluverðan tíma líkt og Liverpool, Everton og Tottenham hafa verið í undanfarin ár.

 41. Var sagt hérna “Munurinn á að kaupa Sergio Aguero eða Andy Carroll: LAUN. ” Er ekki hægt að segja þetta betur og mun orsaka að topp 4 mun alltaf vera 15/1. Þetta getur skeð (sjá árangur i fyrra) en sjaldan og þangað til að við aðlögum okkur að nútíma landslagi i atvinnuíþróttum að borga topp laun =topp leikmenn veður þetta alltaf 15/1 i staðinn 4/1. Eins og við erum að spila i ár með 1 góðan leik af 23 verðum við ekki nálægt að fara vinna þessa Evrópu keppni. Mitt mat 20/1 getur skeð en líklegast ekki. Vona að Rogers sýni úr hverju hann er gerður og vinnur gegn þessum likum svo við heyrum þetta fallega meistaradeildar lag á næsta season þó að það sé mjög ólíklegt. YNWA

 42. Babú, Chelsea vann CL 2012. Held að þeim sé skítsama um deildarárangur, enda gáfu þeir deildina upp á bátinn útaf hörmulegu gengi AVB í þeirri deild.
  Árið 2013 unnu þeir svo Evrópudeildina eftir að hafa náð skelfilegum árangri í riðli sínum. Þeir komu inn sem lið úr þriðja sæti fóru alla leið og unnu. Samt enduðu þeir í 3 sæti í deildinni og tryggðu sér sæti í evrópudeildinni. Þetta eru einnig einu tveir evróputitlar í sögu Chelsea, ég held að þeir séu bara sáttir með þetta.

 43. Nr. 51
  Það sagði ég ekki og var heldur ekki að saka neinn um að vera með hroka eða yfirlæti. Nenni þessari umræðu annars ekki lengur og vill helst ekki vita af Evrópudeildinni fyrr en hún byrjar á nýjan leik eftir áramót.

Man U 3 – Liverpool 0

Bournemouth – Eddie Howe’s Barmy Army