Upphitun: Man Utd – Liverpool

Það eru ekki svo margir mánuðir síðan Liverpool var að fara yfir á Old Trafford að mæta Manchester United og fyrir leik var maður ekki mikið að spá í því hvort Liverpool tækist að vinna, maður velti frekar fyrir sér hve stórt Liverpool myndi vinna þann leik. Nei, í alvöru. Ég meina það, Liverpool mætti á Old Trafford sem líklegri aðilinn.

Ég vildi að maður gæti verið eins spenntur og jákvæður fyrir þessum leik sem er núna í kringum hádegið á sunnudaginn næst komandi. Í hreinskilni sagt þá er maður bara nokkuð svartsýnn á að liðið fái eitthvað úr þessum leik og miðað við tilfinningarnar fyrir leikina á síðustu leiktíð þá er þetta rosalegur skellur.

Málið er samt ekki að Man Utd sé eitthvað mikið sterkara lið en Liverpool, svona heilt yfir þá finnst mér það ekki en þeir eru klárlega á betri stað en Liverpool og eflaust mikið tilbúnari í þennan leik en Liverpool.

Leiktíð Liverpool svipar mikið til síðustu leiktíðar hjá Man Utd, svona svo maður beri þetta smá saman. Bæði lið höfðu leiktíðina áður verið eitt sterkasta lið deildarinnar áður en þau tóku dýfu niður á við og virtust tapa öllu sem þau höfðu unnið að og nýtt sér leiktíðina áður.

Hægur og fyrirsjáanlegur sóknarleikur, andleysi í leikmönnum sem virðast ekki vera fullir sjálfstrausts eða hreinlega bara alls ekki að spila fyrir stjóra sinn og liðið, ósannfærandi varnarleikur og það virðist hreinlega ekkert ganga upp hjá Liverpool í ár og Man Utd í fyrra.

Eins og segir þá finnst mér munurinn á liðunum ekki vera mikill og þegar uppi er staðið þá eru þessi sjö stig sem skilja liðin að á þessum tímapunkti kannski ekki sannur munur á liðunum það sem af er liðið leiktíðar. Varnarleikur Man Utd hefur ekki verið sannfærandi á leiktíðinni og kannski má skrifa það á mikil og tíð meiðsli en so what. Sóknarleikur þeirra hefur ekki, líkt og hjá Liverpool, verið yfirþyrmandi fyrir mótherja liðsins líkt og tíðkaðist ekki fyrir svo löngu síðan.

Helsti munurinn á liðunum er að mínu mati einfaldlega sá að Louis van Gaal hefur tekist að berja sjálfstrausti og kjarki í sína menn. Það er kominn meiri karakter og pungur í þetta Man Utd lið þó enn vanti kannski meiri sannfæringu í spilamennsku þeirra. Ólíkt Liverpool þá hefur Man Utd verið að vinna ósannfærandi og jafnvel ósanngjarna sigra með því að sýna þrautseigju og nýta þau tækifæri sem leikmenn fá til að breyta einu eða engu stigi í þrjú stig. Við horfum bara til leikja þeirra gegn Everton, Chelsea, Stoke og Southampton þar sem að þeim tókst að halda út eða kreista fram sigra. David De Gea hefur farið á kostum hjá þeim á og unnið fyrir þá slatta af stigum – Spánverjinn sem hefur átt erfitt uppdráttar er að mínu mati að sanna sig sem einn besti markvörður deildarinnar, það munar um hann hjá Man Utd. Bjarganir á línu á lokamínútum leiksins, sein jöfnunar/sigurmörk og svona, þetta sýnir að það er mikill kjarkur og hjarta komið í þetta Man Utd lið.

Því miður er ekki auðvelt að segja það sama um Liverpool, liðið er að missa niður forystur trekk í trekk og gengur afar erfiðlega að ná að vinna sig úr jafnteflis eða tapstöðum í leikjum sínum. Liðið hefur nú dottið út úr Meistaradeildinni og mun taka þátt í Evrópudeildinni… afsakið mig í smá stund meðan ég grenja aðeins… og tapað óþarfa stigum í deildinni sem gæti hreinlega þýtt að liðið sé komið of langt á eftir í kapphlaupinu um eitt af fjórum efstu sætunum í deildinni. Tap gegn Man Utd kæmi á hrikalegum tímapunkti og gæti svo gott sem gert út um vonir liðsins um að ná þessum sætum og mun alveg örugglega rugga stólnum hans Rodgers all svakalega.

Á sinn hátt ætti viðureignin á sunnudaginn líklega, að mínu mati, að vera líklega ein sú jafnasta á milli liðana frá því að Rafa og Ferguson leiddu saman hesta sína þegar bæði liðin voru í titilbaráttu fyrir nokkrum árum síðan. Því miður er hvorugt liðið á þeim standard sem þau voru á þeim tíma og í milli tíðinni hefur annað liðið verið ívið sterkara en hitt – og í öllum tilfellum nema núna í fyrra þá var það Man Utd sem kom inn í viðureignina sem sterkari aðilinn. Hefur einhvern tíman verið jafn “óspennandi” viðureign þessara liða síðustu ár, ég meina við höfum ekki einu sinni Evra vs. Suarez til að æsa okkur yfir! Hallar sér aftur í stólinn og horfir á ormagryfjuna sem þessi síðasta setning gæti hafa opnað

Dýfa okkar manna á þessari leiktíð hefur verið hreint út sagt ömurleg og gífurleg vonbrigði. Sérstaklega í ljósi þess að allt sem að liðið hafði skapað sér orð fyrir er farið. Samlíkingin á pressunni hjá Liverpool og því hvernig úlfar veiða í hjörð, hvar er það núna? Greddan sem einkenndi leikmenn, allir vildu vinna og skora – hvar er það? Hraðinn, fjölhæfnin og krafturinn í sóknarleiknum, hvar er það? Hvar er pungurinn á Brendan Rodgers og ákvað hann allt í einu að gleyma öllu sem hann lofaði þegar hann tók við og minnir okkur reglulega á – hann ætlaði að leggja líf sitt að veði til að gera klúbbinn aftur sigursælan, ja eða svona kannski ekki bókstaflega en hann ætlaði að leggja allt í sölurnar. Hvar er það Brendan? Af hverju virkarðu svona ráðalaus, hræddur og svona allt að því áhugalaus?

Ég meina Liverpool voru það góðir í fyrra að meira að segja Alex Ferguson sagði það. Ef það er ekki nógu ágæt staðfesting á því þá veit ég ekki hvað.

Ferguson: ‘From my perspective they (Liverpool) were definitely the team of the year,’ writes Ferguson, who retired in May 2013 after 26-and-a-half highly-successful years at Old Trafford.
‘They made their leap forward the right way: they played positive football.’
‘Even a United fan, seeing them as the nemesis, couldn’t begrudge Liverpool their surge up the table – their form was amazing, brilliant.’

Ég hef nú ekki það djúpa þekkingu á hugsunum Louis van Gaal eða því hvað er í gangi hjá Man Utd að ég geti komið með eitthvað geirnelgt byrjunarlið en ég gæti alveg trúað að það myndi líta nokkurn veginn svona út:

De Gea

Valencia – Evans – Blackett – McNair – Rojo

Fellaini – Carrick – Herrera/Mata

van Persie – Rooney

Hvort þeir leggja upp í 3-5-2, 4-3-3, 4-4-2 eða hvað það er hef ég ekki hugmynd um en flestir þessar leikmanna held ég að muni byrja leikinn, kannski Young komi í vinstri vængbakvörð en æ ég veit ekki. Læt aðra sjá um að koma með líklegra byrjunarlið en þetta.

Hvað Liverpool varðar þá tel ég mig aðeins fróðari um þessi mál. “Ég tel mig” er lykil punktur í þessari setningu. Ég trúi ekki að Rodgers byrji með Lambert inn á í enn einum leiknum á engum tíma, það er greinilega farið að sjást smá þreytu merki á hans leik. Balotelli er byrjaður að æfa aftur og ef hann verður í standi þá gæti ég séð fyrir mér að hann komi inn í liðið ásamt Coutinho, Moreno og hugsanlega Kolo Toure og/eða Lallana. Ég spái því að þetta muni líta nokkurn veginn svona út:

Mignolet

Johnson – Skrtel – Toure/Lovren – Moreno

Henderson – Gerrard – Lucas

Coutinho – Balotelli – Sterling

Persónulega langar manni að sjá Sakho aftur í liðinu ásamt kannski Can á miðjunni eða Markovic úti á vængnum en líklega er Sakho ekki í nógu góðu standi til að byrja þennan leik og Markovic er líklega í smá skammarkrók fyrir heimskulegt rautt spjald á ögurstundu í mikilvægum leik. Skamm Markovic, þetta var heimskulegt af þér!

Eins og ég kom inn á hérna áðan þá tel ég að hæfileikalega séð eru liðin á nokkuð svipuðu kalíberi heilt yfir en momentum-ið er klárlega Man Utd meginn og heimavöllurinn gæti endað á að spila inn í. Ég er alls ekki bjartsýnn á að Liverpool komi með stig út úr þessum leik og reikna ég með tapi, því miður gæti það alveg verið tveggja eða þriggja marka tap ef okkar menn mæta ekki almennilega til leiks.

Rodgers og lærisveinar hans eru nú komnir með bakið upp við vegg, þeir eru særðir (eða eiga að vera það) og við munum komast að ýmsu um Rodgers og leikmenn á sunnudaginn. Verða þeir hættulegir eins og sært ljón sem er búið að króa af og reyna að berjast til að halda lífi eða munu þeir hreinlega kúra sig saman út í horn og bíða dauða?

Liðið hefur klikkað á mörgum mikilvægum þolraunum síðastliðnar vikur og mega ekki við því að falla á annari á sunnudaginn. Liðið sem vinnur þennan leik mun líklega fá góða vítamínsprautu inn í jólatörnina og það er því mikið í húfi fyrir bæði lið. Leikurinn ræðst af því hvort liðið mætir reiðubúnara til leiks og því eins gott að Púllararnir mæti dýrvitlausir til leiks og sæki til sigurs.

Hausinn segir 3-1 tap þar sem að Mata, van Persie og Falcao komast á blað hjá Man Utd og Gerrard fyrir Liverpool. Hjartað segir 2-1 sigur þar sem að Gerrard og Balotelli skora sitthvort markið en van Persie fyrir Rauðu djöflana. Við sjáum til hvort hefur rétt fyrir sér hausinn eða hjartað, blind faith vs. gut feeling.

Ég er drullu spenntur, skíthræddur, svartsýnnn en alltaf óþægilega vongóður. Hvað segið þið, hvernig leggst leikurinn í ykkur?

42 Comments

 1. Maður er alltaf að spenntur að sjá Utd og Liverpool spila en miðað við markaskorun liverpool á þessu tímabili og í síðastu leikjum er erfitt að vera bjartsýn. Við höfum skorað eitt mark í siðastu 2 leikjum og það mark var úr aukaspyrnu. Síðan finnst mér stemming fyrir þennan leik vera full neikvæð með því að lýta a þennan leik á morgun sem dómsdag og úrslitaleik tímabilsins þá er þessi leikur dæmdur til að vera vonbrigði

 2. Þú spyrð hvernig mönnum lítist á?

  Mér líst vel á alla leiki Liverpool fyrirfram og hlakkar til leiksins á morgun eins og lítið barn til jólanna. Ég býst fastlega við að við vinnum þennan leik eins og alla aðra leiki.

  Ef svo ólíklega fer að við vinnum ekki ManU verður bara að taka því eins og hverri annarri skuldaleiðréttingu:-)

 3. Sælir félagar

  Takk fyrir fína upphitun ÓH. Ég tek undir með Guderian hér fyrir ofan. Égreikna alltaf með að liðið mitt vinni og tek því eins og hverju öðru hundsbiti ef svo verður ekki. Ég get ekki tekið því eins og hverri annarri skuldaleiðréttingu, svo brjálaður er ég ekki. Leikir tveggja liða sem eru í basli geta farið á hvorn veginn sem er. Það er jafnlíklegt að Liverpool vinni eins og MU þegar ástandið á liðunum er eins og það er. Því spái ég sigri 1 – 3.

  Það er nú þannig

  YNWA

 4. Það sem fer meira í taugarnar á mér en sóknarleikur Liverpool er ömurlegur varnarleikur. Það er ekki hægt að ætlast til að við spilum sömu sókn og í fyrra (Suarez og Sturridge ekki með). En það er bara ekki til afsökun sem er hægt að gúddera fyrir þessari vörn.

 5. Mér líst allavega betur á þennan leik en skuldaleiðréttinguna og býst við sigri þar til annað kemur í ljós.

  0-2 = höldum hreinu og alles.

 6. Bæði lið mega muna fífil sinn fegurri. Það er ekki langt síðan að júnæted bar höfuð og herðar yfir öll önnur lið á Englandi, og bara á síðasta tímabili þá var Liverpool liðið sem menn óttuðust mest að mæta. Hversu mikið hlutirnir geta breyst á ekki lengri tíma …

  Þarna mun versta og fyrirsjáanlegasta sókn Liverpool í áraraðir mæta án vafa verstu varnarlínu júnæted í áraraðir.

  Það er ekki furða að maður er ekki jafn spenntur fyrir þessum leik og þegar liðin væru bæði virkilega góð og meira undir en bara heiðurinn.

  Að því sögðu er maður þó vissulega spenntur fyrir leiknum, líkt og Guderian segir svo réttilega. Þannig hefur það verið fyrir hvern einasta leik tímabilsins, en sú spenna hefur horfið eins og dögg fyrir sólu þegar í leikina er svo komið.

  Spenna dagsins felst einkum í því hvernig Rodgers ætlar að stilla upp liðinu. Taktíkin – verður hún 4-3-3, sem hefur ekki gefið góða raun í vetur? Eða verður hún hefðbundin 4-4-2, þar sem Liverpool hefur enga sérstaka kantmenn á sínum snærum? Eða fer Rodgers þá leið að vera með demantsmiðju og hentir Sterling upp á topp?

  Og eins er spennandi hvaða leikmenn spila þennan leik. Mikið hefur verið talað um hversu mikilvægt það sé að vera í Meistaradeildinni svo hægt sé að laða góða, betri, bestu leikmennina til félagsins. Liðið keypti enga heimsklassaleikmenn í sumar, þannig þær röksemdir flugu út um gluggann um leið. Það er þó spurning hvort það sé við Rodgers að sakast í þeim efnum, en engu að síður er ljóst að Liverpool/Rodgers tókst aðeins að laða meðalgóða leikmenn til liðsins í sumar. Í besta falli.

  Ef það er vilji til þess að vinna þennan leik, þá á Lallana að spila á kostnað Allen. Lallana er víst búinn að vera eitthvað meiddur undanfarið, en hefur samt veirð um það bil 97% betri á tímabilinu en Allen. Lucas verður einnig að spila, sérstaklega ef Toure er ennþá meiddur og Lovren er í byrjunarliðinu.

  Þá má Can alveg fá tækifæri, og Gerrard á að spila í holunni fyrir aftan Lambert.

  Vona hið besta og segi 1-1 í bragðdaufum leik, en býst samt við hinu versta, 3-0 fyrir júnæted.

  Annars vil ég líka koma einni ábendingu áleiðis til Ólafs pistlahöfundar, að vera ekkert að eyðileggja svona annars ágæta upphitun með því að koma með tilvitnun í einhvern gamlan fausk sem þjálfaði eitthvað “wannabe”-lið í alltof mörg ár 😉

  Homer

 7. Úff strax komið að öðrum leik.
  Ég vona að Allen og Lambert komi ekki nálægt þessum velli á morgun því þeir hafa ekkert fram að færa í þennan leik.

  …………..Balotelli…..Sterling
  Lallana
  Gerrard…….Hendo
  Lucas
  Moreno Toure Skrtel Johnson
  Mignolet

  Ef að við fáum að sjá Lambert einan frammi þá skorum við ekki í þessum leik, það er nokkuð öruggt mál.
  Jafnvel myndi ég vilja sjá Can inná fyrir Hendo eða Lallana og þá færi Gerrard í holuna.

  Ég óttast að menn eigi eftir að mæta í þennan leik máttlausir og áhugalausir eins og undanfarið og spái þessu 2-0

 8. Ef hann sýnir ekki smá balls núna þá er Rodgers búinn að missa það. Ef að Johnson byrjar inná þá slekk ég á sjónvarpinu.

  Ég vill sjá:

  ——————–Mignolet
  ———- Skrtel — Lovren — Toure
  —————-Lucas—–Can
  Sterling ——- Lallana —– Markovic/Moreno
  —————Borini/Balotelli

  Fuck it og gera eitthvað nýtt.

 9. Balotelli springur út í þessum leik og setur þrennu og við vinnum…………. nei, annars þetta verður andlaust hjá okkar mönnum , töpum 2-1 og verðum sennilega bara ánægðir með það , hefðum örugglega átt að fá víti og svona venjulegt rugl. EF menn geta ekki gírað sig upp fyrir úrslitaleik í CL , af hverju í ósköpunum ætti það að breytast á morgun.

 10. Ég er vonandi sá eini sem er búinn að sætta mig við það að liðið okkar var “one man team” á síaðsta tímabili og liðinu því ekki viðbjargandi á þessu tímabili. Suarez var bestur og gerði alla hina í liðinu fáránlega góða, núna er hann farinn og allir góðu leikmennirnir orðnir meðalleikmenn og því er liðið að dansa um miðja deild. Sé þennan leik ekki vinnast, sennilega ekki einu sinni jafntefli. Liverpool er með eina af 5 verstu vörnum á Englandi á meðan að ManUtd getur stilt upp 5 fremstu sem kosta meira en allt liðið okkar ætti að kosta, það er frábær staðreynd.

  Guð blessi okkur á morgun.

 11. Flestir Liverpool aðdáendur óska eftir orðinu staðfest eftir þennan leik. Hinum örfáu sem eru í hinu liðinu er bent á að hætta að míga upp í vindinn.

 12. Ég kaupi mér áritað eintak af Musclebells ef Liverpool vinnur þennan leik

 13. Vil helst af öllu fá að sjá bæði Slapovic og Sterling inná með Borini fremstan og helst Can inn fyrir Lucas (captain Fantastic og captain Handsome svo memm á miðjusvæðinu auðvitað).
  Það vantar bara miklu meiri greddu og ég vil sjá okkur byrja að rústa og skíttapa leikjum oftar, frekar en að vera í 1-2 marka varkárnishnoði.
  Það sem hefur orðið okkur að falli hingað til á þessu tímabili er hræðsla við að tapa.
  Ef við hættum því og förum að nota ungu, fljótu og flinku mennina gætum við jú tapað oftar en við myndum klárlega byrja að vinna oftar, og óháð úrslitum, notið flottari tilþrifa og betri skemmtunar.

 14. 3-1 júnæted. Skorum úr víti og eigum 2 skot á mark. Rodgers hefur engan framherja í hópnum og gerir fyrstu skiptingu á 81 mínútu, Touré fyrir Lallana. Eftir leik segir hann að leikmenn hafi verið “magnificent” og allir lagt sig 100% fram. Same old…

 15. Ég er með hugmynd sem kannski gæti virkað hvernig væri að spila 2 framherjum.Ef hann stillir upp lampert í byrjunarliðið einu sinni enn þá er ég kominn með nóg af þessu aumingjaskap.Ég vill sjá sóknarlið í þessum leik en látið einhvern spila með lambert frammi og látið can og couthinho spila í guðana bænum út með allen,henderson og lovren.Ég spái 2-1 sigri ef hann rodrers verður með smá pung ef ekki þá er það 3-0 fyrir united sorry

 16. Maður er ekki að farast úr bjartsýni en síðan skoðar maður andstæðinginn og þeir eru hreint slakir þrátt fyrir ágæta sigurleikjahrinu. Voru heppnir á móti Stoke og líka á móti Southampton. Voru mjög heppnir á móti Arsenal. Þegar maður horfir á þetta svona þá lyftist aðeins brúnin á manni.

  Annars höfum við verið að skora meira á útivöllum en á Anfield. Við höfum ekki skorað nema 7 mörk á heimavelli í 8 leikjum sem verður að teljast skelfilegt. Í fyrra skoruðum við 53 mörk á Anfield sem gera tæplega 3 mörk að meðaltali. Höfum skorað 12 á útivelli sem gefur manni von fyrir þennan leik.

  Og það versta er að jafntefli er ekki að gefa okkur mikið þó svo að ef mér væri boðið það núna myndi ég klárlega þiggja það.

 17. Okkar menn mæta auðvitað brjálaðir í þennan leik eins og vera ber, og uppskera sannfærandi 0-2 sigur.
  Sterling og Captain Fan-fokking-tastic með mörkin.

  Staðfest 🙂

 18. Þegar allt er búið að fara á afturfótunum og það kemur að stórleik þar sem annað liðið er á leiðinnu upp og er á heimavelli og hitt liðið að fara niður. Þá fer maður oft að pæla í væntingum.

  Hverjar eru væntingar og vonir fyrir svona stórleik.

  Ég vona að liverpool vinni leikinn en væntingarnar eru þær að liðið þori að sækja á móti þeim, þoli að stjórna leiknum og að leikmenn gefa sig 100% í verkefnið.
  Engin krafa á 3 stig eða 1 stig. Bara vilja, dugnað og smá kjark.

  Það er ástæða fyrir því að Man utd eru mun sigurstranglegri en það þýðir ekki að Liverpool munu gefa þeim þennan leik.

  Ég veit ekki hverjir eru samála mér en þetta er liðið sem ég myndi stilla upp.
  Markvörðru : Mignolet – menn tala um hver sé munurinn á þessum liðum og held ég að DeGea vs Mignolet sé annsi stór partur. Annar hefur verið frábær og hinn lélegur.

  Hægri bakvörður: Johnson – hefur ekki verið að hrífa mig í vetur en við þurfum reynsluna hans.

  Miðverðir Skrtel/Lovren – já menn eru æstir í Toure en ég er á því að ef liðið okkar á að komast á run þá þurfa þessir tveir að ná að vinna saman.

  Vinstri bakvörður : Moreno – okkar besti kostur.

  Varnamiðjumaður : Lucas hann getur passa uppá vörnina
  Miðjumenn: Henderson/ Gerrard Þetta verður opinn leikur og ég tel að við prófum Gerrard einfaldlega í sínu gamla hlutverki.

  Hægri sóknarkanntur: Sterling – hraði hraði og áræðni
  Vinstri sóknarkanntur: Lallana – Getur skapað
  Fyrir framan miðjuna og í frjálsuhlutverki: Couthinho – Skapandi

  Sóknarmaður: Baloteli – Er týpan í að skora 3 mörk eða fá rautt. Miða við ástandið þá tek ég áhættuna í dag.

 19. Sorglegt er það en mér er orðið slétt sama um þetta Liverpool lið í auknablikinu, eða svona hér um bil. Get vel hugsað mér að missa af þessum leik á morgun td, eitthvað sem var óhugsandi í fyrra.

  En svona er þetta með þessum ömurlega árangri og vonleysi sem einkennir þetta lið. Frekar vildi ég vera að spila skemmtilegan sóknarbolta með mikið af ungum spennandi leikmönnum og vera um miðja deild, en að vera með þessi ömurlegheit eins og staðan er í dag. Og kannski það versta er, að maður sér enga framtíð í þessu hjá BR, ekki nokkra framtíð í þessu hjá honum.

  Mutd 3-0 Liv

 20. Ian Rush af hverju segiru a Ballotelli sé týpan til að skora 3 eða fá rautt spjald, á þessu tímabiili í deildinni hefur hann skorað 0 mörk og fengið 0 rauð spjöld

 21. Jæja.
  Eru litlu strákarnir að missa áhugann?
  Á að halda bara með efsta liðinu á hverjum tíma?

  Þetta virkar ekki þannig.

  Sama hvað okkar menn eru vængbrotnir, niðurlútir, andlausir…
  Við erum að fara að spila við Utd og alvöru stuðningsmenn gíra sig einfaldlega upp og trúa að það sé hægt að klára þetta.

  BR má eiga það að hann skilur hvað þessi leikur þýðir.

  Ég hef alla trú á að menn mæti dýrvitlausir í leikinn og láti vörn Utd svitna hressilega. Ræðst mikið á byrjunarliðinu en ef það verður eins og í Basel leiknum þá verða það mikil vonbrigði.

  Á von á smá breytingum. Lambert og Allen út. Balotelli kemur inn. Túri verður inni með Skrölta. GJ réttu megin og Moreno.
  Lucas Gerrard Hendo, Sterling uppi.
  Held að hann setji Lallana vinstra megin.

  Þetta dugir til að knésetja þessa gömlu traðarkotspilta.
  Enda voru þeir eins og hauslausar hænur á móti sunnanhampinum og kláruðu lukkuna þar.

  1-2 málið dautt.
  YNWA

 22. Ég er ansi hræddur um að hvorki Balo né Lambert verði í framlínunni á morgun. Rodgers er orðinn svo ringlaður að hann ætlar að setja fyrverandi konuna sína fram, því sú feita hefur ekki sungið sitt síðasta!

  Sterling verður hægra meginn við hana … og níu mánuðum seinna eignast hann fjórða barnið sitt.

  Þetta er allt í tómu rugli

 23. Ég man hvað ég var taugastrekktur fyrir Tottenham leikinn í fyrra… og hann fór eins og hann fór.
  Ég man hvað ég var taugastrekktur fyrir Arsenal leikinn í fyrra… og hann fór eins og hann fór.
  Ég man hvað ég var sultuslakur fyrir Chel$ea leikinnn í fyrra… og hann fór eins og hann fór.

  Nú er ég taugastrekktur fyrir þennan djöf… Scum leik eins og enginn sé morgundagurinn. Elsku Fowler minn viltu láta þennan leik fara okkur vil.
  0-1 er mjög ásættanlegt, en þú hefur þetta bara í þínum höndum.

  Með fyrirfram þökk,

  Þessi taugastrekkti

 24. Jones er sagður byrja á morgunn og liðið:

  Jones
  Skrtel – Lovren – Johnson
  Henderson – Gerrard – Allen – Moreno
  Lallana – Coutinho
  Sterling

  Bekkur: Mignolet, Toure, Enrique, Can, Markovic, Borini, Balotelli

  áhugavert verð ég að segja.

 25. Mér finnst Rodgers vera kominn í akveðið hugmynda þrot. Honum tókst gríðarlega vel upp á síðasta tímabili og hann virtist vera eins og Mídas. En þegar vindar hafi blásið á móti honum virðist hann hafa verið algjörlega hugmyndalaus um hvernig á að leysa málin og alltaf virðist hann hamast við að svara á sama hátt þó augljóst sé að svarið sé rangt. Það er mikið sem þarf að laga og ég hreinlega efast um að hann sé maðurinn til að laga þessa hluti. Ég tel að Rodgers eigi að víkja. Ég vil fá Gerrard sem spilandi manager hjá Liverpool. Hver var það sem fékk Suarez til að spila lengur hjá LFC samkæmt LS sjálfum var það ekki BR heldur SG hann er einstaklingur sem nýtur ómældrar virðingar hjá Liverpool og í knattspyrnuheiminum eitthvað sem Rodgers virðist ekki njóta. Allir virðast bera ómælda virðingu fyrir honum og hann er maðurinn sem mun snúa gengi LFC við. Væri það ekki ljúft að sjá Steven Gerrard við stjónvölinn með Jamie Carragher sér við hlið. Það er kombó sem myndi virka. BR virðist vera ótrúlega þver og ætlar gjörsamlega að negla sýnum hugmyndum áfram sama hvað. Það mun því miður ekki skila neinum árangri. ef við berum þessa þrjósku saman við t.d. Alex Ferguson hjá Manure sem menn telja nú hafa verið einhver þrjóskasta andskota allra tíma í boltanum. En ég tel það ekki rétt á sínum árum hjá Manure var AF með 7 aðstoðarmenn í brúnninn og þá eru ótaldir allir þeir þjálfarar sem fóru þarna í gegn. Það sem einkenndi stjórnartíð AF hjá Uniteda að hann var alltaf til í að skoða nýjar hugmyndir og endurnýja í kringum sig. BR er hinsvegar ófær um að sjá að hann gæti mögulega haft rangt fyrir sér. BR er sannfærður um að hann sé fær um að snúa gengi LFC við og laga vörnina þó að öll tölfræði sé á öðru máli ég meina komon Skrtel er lykilmaður hjá okkur hann kæmist ekki í lið í top 10 klúbbum í heimunum. BR virðist ekki vera til í að líta í eigin barm og viðurkenna mistök og þar með þroskast og þróast sem Manager, því eigum við að losa okkur við hann og ráða Steven Gerrard og Jamie Carragher til að stjórna skipinu

 26. Koma svoooo !! spái þessu 1-2 fyrir okkur vill sjá sterling frammi með balotelli og lallana coutinho , henderson og lucas á miðjunni eina sem hægt er að gera er að sækja stíft á þeirra vængbrotnu vörn 4.5 stuðull á liverpool sigur 80 dollarar á það !

 27. Þetta er jú skríllinn frá Salford. Hlýtur að þýða að menn mæti æstir og mótiveraðir til leiks. Maður sleppir ALDREI Steven Gerrard gegn Man Utd eða Everton, það er svo einfalt. Hann verður á 110% gasi.

 28. Vá er þetta manutd.is???
  Það hlýtur að vera að meirihlutinn af þessum kommentum séu utd menn að trolla….
  Höfum trú á okkar liði!!
  Come on you Reds!!!

 29. Ef Rodgers breytir ekki út af vananum fer þessi leikur 2-0. Ég vill sjá aðra uppstillingu en þetta blessaða 4-3-3 sem hefur ekki gert rassgat fyrir okkur seinustu mánuðina.
  Man einhver hvernig seinasti leikur endaði í demantsuppstillingunni? 0-3 sigur gegn Tottenham sem vill vill skemmtilega til að var líka okkar besti leikur tímabilsins. Gerðu það Rodgers og settu í demantinn aftur.

 30. Tilfinningin mín er sú sama og síðast – þetta verður pottþétt sigur.

  Vissulega höfum við ekki verið sannfærandi í síðustu leikjum, en formið hefur aldrei skipt neinu þegar við spilum á móti Everton eða United – við gírum okkur alltaf upp – það er bara þannig.

  United hefur ekki verið sannfærandi upp á síðkastið – skítheppnir eiginlega. Þeir eru án blind, Di Maria, Jones, Rafael, Smalling og frekari leikmanna sem mynda að venju byrjunarliðið þeirra. Og ekki eru gætu þessi leikmenn, að Di Maria kannski undanskildum, komist í byrjunarlið okkar.

  Eftir sitja að mestu lélegar og óreyndar varaskeifur þeirra. Ég sá leik með þeim um daginn og ég hafði ekki heyrt um leikmenninna í vörninni áður.. eitthver Rojo, Blackett og McNair sem hefðu frekar átt heima í neðri deildum miðað við framistöðu þeirra.

  RVP er útbrunninn greyið og svo töluðu United vinir mínir um að “endurkoma” þeirra að undanförnu megi að miklu leiti þakka Carrick – hvað er hann 45 ára og búinn að vera meiddur? Snilld.

  Þeir standa í okkur framan af svo siglum við öruggum sigri í höfn í seinni hálfleik, 1-4

  YNWA

 31. Utd eru reyndar búnir að vera einkennilega heppnir, ef það er hægt að tala um heppni í fótbolta. Meira að segja Neville átti varla orð yfir spilamennskunni hjá þeim. En stigataflan lýgur ekki og þeir eru með 7 stig á okkur, þrátt fyrir verri byrjun en undir stjórn Moyes. En þessi staða sýnir líka að hlutirnir eru ótrúlega fljótir að breytast í fótbolta og smá run, með kannski 5 sigrum í röð og staðan er gjörbreytt allt í einu.

  Svo vil ég líka segja að menn eiga að fara varlega í að dissa Europa league. Að komast í úrslitaleik í þeirri keppni, og kannski vinna hana og komast þannig í CL á næsta ári væri óborganlegt. Mun skemmtilegri tilhugsun en að vera teknir út úr CL 15-0 á móti Barca í tveim leikjum í febrúar.

 32. “Eins og ég kom inn á hérna áðan þá tel ég að hæfileikalega séð eru liðin á nokkuð svipuðu kalíberi heilt yfir” … Bíddu aðeins á meðan ég Lolla……

  Sérðu sóknarlínuna og miðjuna sem þeir geta stillt upp í samanborið við okkar? Sorry, en við eigum ekki breik..

 33. LIVpro appið var eitthvað að gefa upplýsingar frá ýmsum heimildum að Brad jones mui standa í markinu á eftir og sterlig verði framherjinn í leiknum.. en ég myndi vilja sjá þetta lið á eftir

  Mignolet
  miquillo skrtel toure/sakho moreno
  Lucas
  Can Hendo
  Coutinho/Lallana/gerrard
  Marchovic Sterling

 34. The big rumour today – isn’t there always one before United away? – is Brad Jones’ inclusion ahead of Simon Mignolet. It would be a big call from Brendan Rodgers, that’s for sure.

  As always, a pinch of salt is required for all team talk until the teamsheets are handed in.

  Kristian Walsh Liverpool echo

 35. myndi ekki í mínum villtustu martröðum spá utd sigri gegn okkur þó svo að þeir séu á aðeins meiri siglingu. ps eins gott að meistari gummi ben sé að lýsa

 36. Confirmed #LFC XI to face Manchester United: Jones, Skrtel, Lovren, Johnson, Moreno, Henderson, Allen, Gerrard, Coutinho, Lallana, Sterling.

  Confirmed #LFC substitutes: Mignolet, Toure, Lambert, Lucas, Can, Balotelli, Markovic.

  What?

 37. Dæs, Hvað hefur Allen á Rodgers ??? Gott að sjá Lallana í startinu. Púff hvað þetta verður erfiður 3-1 sigur fyrir LFC 🙂
  YNWA

Opinn þráður: Transfer-nefndin

Liðið gegn Man U – Mignolet á bekknum!