Liðið gegn Sunderland

Hér er byrjunarlið dagsins gegn Sunderland:

Mignolet

Johnson – Skrtel – Touré – Moreno

Henderson – Lucas – Coutinho

Lallana – Lambert – Sterling

Bekkur: Jones, Lovren, Enrique, Gerrard, Can, Allen, Markovic.

Coutinho og Moreno koma inn í liðið í stað Manquillo og Gerrard, en fyrirliðinn er greinilega hvíldur fyrir risaleikinn gegn Basel á þriðjudagskvöld.

Þetta lið okkar á að vinna Sunderland í dag. Koma svo!

69 Comments

  1. Fínast lið og skynsamlegt að hvíla Gerrard. Sérstakt að Borini sé ekki á bekknum, en Liverpool á að vinna þetta lið. Spái 2-0 þægilegum sigri, Sterling og Lambert með mörkin.

  2. Mér sýnist að ég sé búinn að fá Costa til að hætta að skora, ég keypti hann í Fantasy liðið mitt fyrir tveimur vikum og hann safnar bara gulum spjöldum núna.

    Btw – Sterling skorar allavega tvö í dag

  3. Já tek hattinn ofan fyrir Rodgers að vera loksins farinn að spara Gerrard og láta hann ekki spila alla leiki frá a-ö.
    Sáttur við þetta lið þó ég hefði viljað sjá Manquillo fyrir Johnson.

  4. Ánægður með Rodgers. 11 bestu í augnablikinu f.u. Gerrard.

    3-0 sigur.

    Áfram Liverpool!

  5. Newcastle seigir, fyrstir til að vinna hið óvinnandi vígi, Chelsea. Hins vegar slæmt fyrir okkur í baráttunni um 6 sætið.

  6. Vantaði restina af kommentinu mínu… hér kemur það:

    Er sáttur við liðið hjá okkur í dag. Verður erfitt en við vinnum þetta 2-1. Dýrðlingarnir Lambert og Lallana með mörkin.

    Áfram Liverpool!

  7. Liðið í dag er nokkuð flott finnst mér. Það er nóg af krafti og sköpun í kringum Lambert og vonandi mun það njóta sín í dag. Flott að Kolo og Lucas haldi sætum sínum og Gerrard sé hvíldur gegn Basel og Man Utd.

    Tökum þetta!

  8. Það hlýtur að vera magnað fyrir Lambert að fara frá því að skipta yfir til Liverpool til að koma inn af bekknum fyrir Sturridge, og yfir í það að vera aðalframherjinn leik eftir leik. Þó hann sé sá ekki hraðasti þá hefur hann samt verið að finna sig betur og betur í þessu hlutverki.

  9. Borini meiddur? Ef ekki þá skýr skilaboð, vilja losna við hann í janúar….

  10. Virðist vera ákefð í liðinu. Líst ljómandi vel á þetta. KOMA SVO!!!

  11. Er Sterling orðinn bara svona freebe sem allir mega brjóta á án þess að það sé dæmt ? -.-

  12. Ég er bara farinn að vorkenna Borini, hann stendur sig vel þegar hann fær tækifæri, en er síðan frystur í margar vikur, ekki einu sinni á bekk ??? wtf ?

  13. Höddi B

    Hefur Borini staðið sig vel, þetta er hörmulegur framherji, fín barátta í honum og það er það eina sem hann hefur uppá að bjóða.

  14. Það er nú lítið að frétta. Lítil gæði í Sunderland og Liverpool að spila undir getu. Hvers vegna er Borini ekki á bekknum? Er hann meiddur? Mér finnst hrikalegt að hafa ekki annan framherja á bekknum. Á síðasta tímabil var meira segja Aspas á bekknum flesta leiki.

  15. Þetta kemur. Erum með þetta alveg í höndunum og tökum 1-0 baráttusigur.

    Getum allavega hrósað happi núna að vera ekki stuðningsmenn Arsenal. 🙂

  16. Finnst leikurinn vera að spilast þokkalega, hef trú á sigri í dag. Markovic mætti fá tækifæri, eins nokkuð gott að hafa Gerrard til taks.

  17. Í dag snýst þetta bara um úrslit. Náum í þessi helvítis 3 stig.

    Sunderland byrjaði betur en þegar á leið þá náðum við völdum á miðjuni. Mér finnst Sterling nýtast illa á kanntinum og vill ég hafa hann rétt fyrir aftan Lambert að skapa hættu.

    Sunderland gefa fá færi á sér eins og við vissum, varnarlínan og miðjumenn eru þéttir og það er lítið pláss. Það þarf bara þolimæði og taka svo smá sén síðustu 20 mín ef við erum ekki komnir yfir.

  18. Mourinho kvartaði mikið yfir því að Newcastle gerði lítið annað en að tefja leikinn, fannst þetta ekki að eiga sér stað í svona “high level” deild. Er hann búinn að gleyma hvernig þeir spiluðu á Anfileld á síðasta tímabili.. hræsnari

  19. Við getum líka hrósað “happi” að vera ekki stuðningsmenn Halifax. Mér er reyndar skítsama um önnur lið, er ekki að horfa á þau og hef ekki áhuga á að fylgjast með þeim. Ég styð Liverpool og vill fá betri frammistöðu en þetta frá þeim.

    Fyrirsjáanlegur sóknarleikur og hægur, leiðinlegur fótbolti og hægur. Við virðumst hafa hæfileika til þess að láta flest lið líta út eins og heimsklassa lið þegar þau koma að spila á Anfield. Hvernig væri að spila þá allavega meiri sóknarbolta á móti þessum liðum á okkar heimavelli ?????

  20. Ætla að viðurkenna það að ég skil ekki alveg umburðarlyndið fyrir Coutinho hjá liðinu okkar…

  21. Mætti nú alveg fara að huga að breytingum. Vantar smá spunk í þetta núna.

  22. Alveg sammála Maggi, hann er ekki að spila eins vel og á síðasta tímabili, langt því frá. Hvernig væri nú að skipta inná. Við erum skelfilegir í að verjast hornspyrnum, og mér finnst eins og við séum að fara að tapa þessum leik, en vona það besta. Væri gott að hafa BORINI á bekknum núna. Meira ruglið

  23. Jæja er ekki kominn tími á skiptingar, annars erum við að fara tapa þessum leik.

  24. Ef við vinnum ekki þennan leik og dettum út í meistard. í vikunni eru dagar Br taldir.

  25. Agalegt að horfa á þetta. Sóknir liðsins líta út eins og sókn hjá hugmyndasnauðu handbolta liði, ef það væri til leiktöf í fótbolta væri Liverpool að fá hana dæmda á sig í hverri sókn, það er hreinlega ekkert að frétta. Allir eitthvað andlausir inná vellinum, vantar alla greddu í þessa gaura.

  26. Magnað að Henderson sé “besti” maðurinn í aukaspyrnurnar þegar Gerrard er útaf…

  27. Látiði ekki svona, BR er að spara skiptingarnar fyrir Basel leikinn!

  28. Er þessi leikur á leiðinni í sögubækurnar? 65 min og ekki eitt skot á markið hjá báðum liðum!

  29. Ég ætla að segja það … það sem má ekki segja og allir hugsa…. Hrikalega sakna ég Suarez.. Mig langar að leggjast í gólfið hérna og garga…. eins og frekur 4 ára … og sjá hvort hann komi ekki aftur til okkar!

  30. Skrítið að taka Lallana út af….. eða hvað?

    Finnst hann einna líklegastur til að skora fyrir okkur.

  31. Hefði frekar viljað sjá Coutinho fara út af fyrir Gerrard.

    Án Suarez, þá kemur lítið sem ekkert út úr Coutinho.
    Eða öllu heldur, án Suarez, þá kemur lítið sem ekkert út úr liðinu eins og það leggur.
    Sorglegt en satt.

  32. Frábært hlaup hjá Sterling.

    En djöfulsins rusl skot hjá Coutinho. Loksins fer hann út af, ca 77 mínútum of seint.

    Djöfull er maður að verða pirraður á þessu!

  33. Báðar skiptingarnar sem eg óskaði eftir orðnar að veruleika, nú vantar bara markið.

  34. Eigum við enga góða skotmenn í liðinu? Skjóta alltaf eitthvert lengst yfir stúku.

  35. Það er ákafi og góð pressa í liðinu. Vantar smá gæði þarna fram á við til að geta klárað þetta

  36. Henderson er búinn að vera ömulegur í þessum leik eins og þeim síðustu.

  37. Vandamálið er framherji….Lambert er ekkert að gera fyrir þetta lið.

  38. Jákvæða í þessu er að liðið er að pressa og stjórna leiknum betur. Sterling er að sýna formið frá því í fyrra.
    Neikvætt er að liðið nær ekki að skora.

  39. Okkur sárvantar alvöru framherja, lambert varla með í leiknum
    Það jákvæða ; Lucas mjög góður í dag og þegar Gerrard kom inná þá breyttist leikur liðsins til hins betra. Og svo fannst mér Marcovich ágætur

  40. jæja, eitt stig i hus. Sækja Origi i januar og svo vonandi kemur Sturridge tilbaka. Leidin liggur bara upp a vid!

    YNWA!

  41. Djöfull var Henderson lélegur í þessum leik. Gerrard breytti þessum leik algjörlega. Coutinho mjög slakur, lítið kemur útúr Moreno og Lambert var varla með í dag. Fannst Lazor sýna það að hann kann eitthvað í knattspyrnu, en Liverpool á alltaf að vinna Sunderland, sérstaklega þegar Arsenal er að tapa stigum.

  42. “Pési 06.12.2014 kl 12:42
    Flott upphitun, það er eitthvað sem segir mér að þetta verði strembinn leikur! Jafnteflis bjöllurnar óma í hausnum á mér, en vonandi hef ég rangt fyrir mér og við höldum áfram á sigurbraut 🙂
    Balotelli greyið er nottlega með greindarvísitölu á við tannstöngul ætli það sé ekki þess vegna sem þeir eru að kæra hann!!!!”

    Nú er bara að sjá hvað kemur útúr IQ testinu hjá Balo svo að ég geti reynst sannspár 🙂

  43. “Við eigum náttúrlega að vinna svona lið.”

    Það er nefnilega ekkert sem styður svona alhæfingar annað en söguleg skírskotun. Sunderland gerði markalaust jaftefli við Chelsea um síðustu helgi og hefur sérhæft sig í jafnteflum í vetur, þetta var það níunda í finmtán leikjum.

    Gleymum því ekki að Liverpool hefur skorað sjö mörk í átta heimaleikjum í deildinni. Sjö.

    Hvert stig, hver 1:0 sigur telur á meðan liðið er framherjalaust að heita má. Við getum svo rökrætt endalaust ástæður þess að svo er þótt ég skilji ekki frekar en flestir aðrir af hverju Borini er ekki í hópi leik eftir leik.

Sunderland á morgun

Markalaust jafntefli gegn Sunderland.