Liðið gegn Leicester

Liðið sem mætir Leicester er svona.

Mignolet

Manquilo – Touré – Skrtel – Johnson

Henderson – Gerrard – Lucas

Lallana – Lambert – Sterling

Á bekknum: Jones, Lovren, Coutinho, Moreno, Allen, Can, Markovic

Semsagt Manquilo inn fyrir Enrique og Johnson fer þá væntanlega í vitlausan bakvörð. Lallana kemur inn fyrir Coutinho og Gerrard fyrir Allen.

Moreno er áfram á bekknum og Sterling & Lambert spila áfram frammi en fá Lallana fyrir Coutinho.

Þetta er enn svolítið skrítin uppstilling, en þetta gæti alveg verið nóg gegn botnliðinu á útivelli.

141 Comments

 1. Mignolet, Manquillo, Skrtel, Toure, Johnson, Lucas, Gerrard, Henderson, Lallana, Sterling, Lambert

  Líst vel á þetta.

 2. Væri gaman að hafa Sterling og Lambert með líka. Flott lið.

 3. Ofboðslega slow miðja og mjög lítil sköpun í boði þarna. En það ætti að vera erfiðara fyrir Leicester að skora.

 4. Vonandi er þetta 4-4-2 með tígulmiðju sem Lucas aftasta og Lallana fremstan og Sterling uppá topp.
  Besta byrjunarlið sem völ er á segi ég 🙂

 5. #4 Valdimar Kárason
  Þú segir: slow miðja og mjög lítil sköpun í boði þarna

  Ertu þá að meina að þú hefðir viljað hafa Gerrard á bekknum fyrir Allen 🙂
  Lucas sér að verja vörnina og Gerrard og Hendao dreifa boltanum.

 6. Ut með gerrard inn með allen eða can

  Sorry brendan gerrard er bara orðin of gamall????

 7. Já, verður ekki Lambert þreyttur í seinni hálfleik? Maður hefði haldið að það væri gott að hafa sóknarmann til að geta skipt inná, og þá einhvern sem er ekki búinn að spila 3 leiki á 10 dögum eða eitthvað álíka.

 8. lýst vel a liðið, við tökum þetta skorum 3 😉 mikið vona ég að Captain Fantastic skori eitt good times 😉

 9. Æji ég veit ekki. Gaman að sjá Lallana en af hverju að breyta sigurliði?

 10. Spái þessu 4-0 kominn tími á veislu gerrard x2 og sterlingur með 2

 11. Flott lið glæsilegt að sjà Lucas inni lokksins er Gerrard kominn fram þar sem hann er bestur

  Koma svo 0-2

 12. Ónotakennd í skrokknum. Heilinn segir sigur. Kviðurinn hrópar, jafntefli. Hjartað segir rétt að vera við öllu búinn.

 13. Ég er nokkuð sammála #4 Valdimar,, þessi miðja er of slow og vantar mann sem getur brotið upp og skapað einhvað upp á eigin spýtur, ég hefði viljað hvíla Gerrard alveg einn leik en og fá Can inn, eins hefði verið snigugt að láta Borini byrja og hamast eins og enginn væri morgumdagurinn… en vonandi mun þetta lið okkar klára þennan leik, ég hef sagt nokkru sinnum að Gerrard /
  Lucas og Henderson er þenna sem ég vil ekki hafa alla saman inn á vellinum í einu.

 14. Gerrard virkar fremstur á miðjunni, strax búinn að koma sér inn í boxið. Verður áhugavert að sjá hvernig hann nýtist.

 15. Það er einhver afar bjartsýn tilfinning yfir mér hérna. Þetta verður fjandi gott kvöld.

  Já og góða kvöldið drengir og stúlkur!

 16. Þetta virkar næstum jafnvarnarsinnað og gegn Stoke. Alvöru CM með sprækan leikmann með sér og kantmenn duglegir að að hjálpa bakvörðunum. Virðist svolítið back to basics til að reyna að rétta kúrsinn og ná áttum. Get ekki sagt að ég sjái neitt að því.

  Lucas átti sinn besta leik eftir meiðslin gegn Stoke, virðist búinn að endurheimta tölverða snerpu og “sharpness” frá því sem sáum hann síðast fá alvöru tækifæri. Finnst flott að BR leyfi honum að spreyta sig aftur. Með Joe Allen með sér var hann líka að hætta sér býsna framarlega og kroppa í boltann/vinna hann hátt á vellinum. Lucas og Allen eru auðvitað báðir mjög þefvísir á lausa bolta. Svolítið önnur dýnamík í gangi núna, en áþekkt upplegg.

 17. Þvílíkur stjörnuleikur hjá dómaratríóínu. Er planið að ræna aumingjans Sterling af öllum hornunum sem hann vinnur..?

 18. Áhugavert að Borini sé ekki í hóp, annan leikinn í röð. Þrátt fyrir að Balotelli og Sturridge séu meiddir. Greinilega verið að bola honum í burtu.

  Annars úff Mignolet! Þú mátt nú ekki við þessu!

 19. þvílíkt klúður hja migno ..hvernig skoraði þessi gaur ekki…það er ráðgáta.

 20. Mingolet sennilega versti markmaður heims. Það vantar bara að hann snúi sér við og sparki sjálfur í markið.

 21. Hvað er hægt að segja um svona ?
  Ég á allavega ekki til orð sem hægt er að setja hingað inn.

 22. Af hverju er maður ekki hissa á að vera undir gegn neðsta liði deildarinnar?

 23. Held að við séum með einn slakasta markmann deildarinnar, hann átti allan daginn að verja þetta á nærstönginni. Það má þó ekki gleyma því að Leicester liðið sótti með þremur mönnum á fimm og vörnin átti því allan daginn að geta stöðvað þetta.

 24. Staddur erlendis að streama leikinn, hvers vegna sleppi ég því ekki?

 25. Menn hérna virðast alveg gleyma því að það var brotið á Johnson í upphlaupinu sem olli því að hann var algjörlega út úr stöðu. Mignolet varði vel og er óheppinn að fá boltann úr stöng í bakið. Ekki hægt að kenna honum um þetta. Kenni lélegum dómara leiksins um.

 26. Lallana!

  En já, mistökin í sendingunni hjá Mignolet voru herfileg. Markið var samt bara pjúra óheppni.

 27. Laaaafokkingllana! Frábært að svara strax og koma svo með ÁKEFÐINA OG GREDDUNA strákar!

 28. Held við ættum að hvíla Lallana næstu 6 leiki út af þessari frammistöðu.

 29. Mér finnst tímabært að spyrja að þessu en er Skrtel örugglega miðvörður? Getur ekki hugsast að þetta sé allt einn stór misskilningur?

 30. Rosalega eru menn alltaf snöggir með hendurnar í boltann um leið og þeir detta, og þá ekki síst Sterling!

 31. Mér finnst það vera ansi hart að kenna Mignolet um þetta mark. Hann ver vel fyrsta skotið og er óheppinn að fá boltann í bakið af stönginni.
  Menn að krossfesta hann hérna eins og að hann hafi gert einhver svaka mistök.

  Shape up guys!

 32. Sælir félagar

  Ég skil ekki uppleggið á leiknum hjá BR. Það er eins og miðverðirnir eigi að leika endalaust sín á milli og neyða svo markmanninn til að senda einhverja bjálfa háloftasendingu fram á völlinn uppá von og óvon. Ef BR hefur ekki þrek til að stjórna sóknarleik hjá liðinu verður hann að segja upp og það strax í hálfleik. Þetta er bara ekki mönnum bjóðandi svona helv. . . framsetningu á leiknum.

  Ég er kominn með æluna upp ní kok af því að horfa uppá svona frammistöðu, svona upplegg, svona leikskipulag og skort á þreki til að leika til sigurs.

  Gersamlega óþolandi.

  Það er nú þannig.

 33. Skil ekki afhverju Moreno fær ekki að spila. Er hann ekki framtíðin?

 34. Virkilega flottur fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum. Menn mjög skapandi fram á við. Boltinn gengur hratt á milli manna fram á við. Sjálfstraustið skín af hverjum einasta leikmanni. Vörnin rock solid með sköllóttu stríðshetjuna í fararbroddi. Svo erum við náttúrulega með heimsklassa markmann sem elskar að fá boltann til sín undir pressu. Þetta er alveg æðislegt. Tökum þetta 6 – 1. Skrtel með þrennu , Lucas með tvö og Mignolet fær að taka víti í blálokin sem hann setur í samúel. Þetta steinliggur, já, já.

 35. Ætlar í alvöru enginn að tala um Captain Morgan í vörninni hjá Leicester?

 36. Stjáni #63 markmaðurinn á alltaf að taka nærstöngin í svona færi þannig að þetta er mjög aulalegt hjá honum fyrir utan að þá var hann nú bara heppinn að Leicester var ekki búið að skora eftir herfilega sendingu frá honum. En er það ekki týpíkst að lið sem hefur ekki skorað nema 2 mörk í síðust 8 leikjum skorar einmitt á móti Liverpool. Annars mætti halda að það væri Liverpool sem væri í 20sætinu miðað við spilamenskuna í þessum leik,

 37. Það er ekki hægt að kenna Mignolet um markið, Brotið á Johnson við vítateig andstæðingana svo fá þeir uppúr því að ekkert er dæmt hraða sókn sem þeir sækja í stöðu Johnsson sem er nátturulega ekki í stöðu, þar á Mignolet stórkostlega markvörslu en er óheppin með að boltinn dettur fyrir báan kall sem setur svo boltann í stöng því Mignolet hefur lokað markinu, en Mignolet fær þá boltann i bakið.

  annars vonar maður það sem er liklegt að það dragi af þeim bláu og við námum góðum sigri.

 38. Meira líf í þessu en fyrstu 45 mín gegn Stoke um daginn. Mér finnst okkar menn stjórna leiknum ágætlega og virka hættulegir.

  Ég er orðinn þreyttur á þessari Mignolet umræðu, ef markvörðurinn okkar er til umræðu nánast eftir hverng einasta leik og oftast útaf einhverju klúðri þá er hann einfaldlega ekki að standa sig. Ég vill gefa Jones tækifæri það getur varla verið mikið vera en þetta.

 39. Sælir félagar

  Þetta endar með ósköpum ef BR breytir ekki upplegginu í leiknum. Að leggja leikinn upp þannig að hann ætlar að hirða stigið og sigur bara bónus ef andstæðingurinn gefur mark er svakaleg strategía. Eina leiðin til að vinna þennan leik er að leggja upp sóknarleik en ekki endalaust spil á milli miðvarða og markmanns. Boltinn tapast bara á slæmum stöðum á vellinum eins og hefur gerst ítrekað í fyrri hálfleik. Leicester komst einmitt yfir eftir svoleiðis tap á boltanum og það á eftir að gerast aftur með svona leikskipulagi. Ég æli ef þessu verður ekki breytt.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 40. Sigkarl #64. Mikið djö…. er ég sammála þér. Þessar andsk…… “hliðar saman hliðar” sendingar í vörninni eru gjörsamlega óþolandi. Hægja svakalega á leiknum og vörnin og BR greinilega löngu búinn að gleyma hvað “direct” fótbolti er.

  Svo bara verð ég að segja það sem er bannað……. með Sturridge og Suarez í framlínunni í kvöld væri staðan 0 – 3 í hálfleik. Það sjá það allir sem vilja sjá að að Lambert er ekki með þetta nema þá kannski að fiska sem flestar rangstöður.

  Að vera í strögli með Leicester er ekki ásættanlegt!!

 41. Lögum þetta asap, Mignolet út, Petr Cech inn í jan plús Sturridge og Balotelli ferskir og heilir.

  Tökum svo þriðja sætið á flottu runni eftir áramót

  Vinnum þetta 1 – 3 í dag. Cmon u Reds!!

 42. Smá pæling,,,,,, eru bara tveir leikmenn í Liverpool í dag sem geta tekið menn á ( Lallana og Sterling) , þetta er ÓTRÚLEGA óspennandi lið hjá okkur í dag ótrúlega, koma svo í seinni hálleik og klára þetta mjög svo lélega Leicester lið.

 43. Ég skil þetta ekki… hitt liðið er með PAUL KONCHESKY í vinstri bakverði og við eigum í vandræðum með að finna veikleika í vörninni hjá Leicester.

 44. Mikið rosalega er ljúft að sjá gamla manninn skora 🙂 STEEEEVE GERRARD GERRARD!

 45. Djöfull er gaman að sjá Gerrard skora og heyra stuðningsmenn syngja “we are liverpool”

 46. Heh, ég sem ætlaði að fara að hrósa Mason fyrir að hafa sett linsurnar í sig í hálfleik…

 47. Jæja rodgers, hvað um að henda smá hraða eins og Markovic inná til þess að klára þetta?

 48. Djöfull erum við slappir.

  Það er án gríns gjörsamlega ótrúlegt að horfa á vörnina okkar í ruglinu, aftur og aftur og aftur og aftur.

  Það er eins og við séum einum færri en ekki þeir.

  Vonandi höldum við þetta út.

 49. OK, hvað sem segja má um Steven Gerrard, þá er hann aldrei hægur. Bæði spretturinn þar sem hann braut upp á gult og spretturinn inn í stunguna sýndu það glögglega.

 50. Held að það sé bara allt gott að frétta. Auðvitað á að setja Allen inná í þessari stöðu.

 51. Þetta er ekki víti, Gerrard hleypur inn í hlaupið hjá Schmeichel. Í þokkabót var Gerrard rangstæður.

 52. Þessi dómgæsla er til skammar í efstu deild enska boltans!

  En vá hvað okkar menn eru taugatrekktir. Ekki að sjá að við séum einum fleiri og að auka að spila á móti liðið á botni deildarinnar.

  Ég óttast hið versta, að það liggi í loftinu að við fáum á okkur annað mark.

  Eins og staðan er núna, eru langar 15 mín eftir af leiknum.

 53. Langt frá því að vera pjúra víti.

  Hefði verið hægt að dæma víti en þetta var vafasamt.

 54. Okkar menn verða að fara að rífa sig upp af rassgatinu. Þeir eru manni fleiri fjandinn hafi það!

 55. Bíð eftir að Lucas kosti okkur mark. Hann er altaf að brjóta af sér á hættulegum stöðum.

 56. Leikmaður potar bolta áfram, þá kemur markmaður inn í hlaup leikmanns, markmaður ekki nálægt bolta…… og þið segið ekki víti??????

 57. Vúhú! Mikið rosalega er gaman að vinna 😀

  Aaaarfaslök markmannsvinna hjá Smeichel.

 58. Af hverju hatar þessi dómari Sterling!!! ég bara spyr, þetta hlítur að vera persónulegt.

 59. #132

  Jebb, Gerrard er MOTM að mínu mati. Búinn að vera virkilega góður. Vísa í athugasemd #19. 🙂

 60. Lee Mason er sannarlega lélegasti dómari deildarinnar – og er þá af nægu að taka! Sterling sparkaður pósta á milli. Aldrei séð annað eins

 61. Mikið rosalega eru þetta góð úrslit, sérstaklega eftir að hafa spilað hálftíma einum færri…

Kop.is Podcast #73

Leicester – Liverpool 1-3