Liðið gegn Stoke

Fyrsta skýrslan mín í tvo mánuði. Áður fyrr voru menn stressaðir þegar þeir sáu að ég var með skýrslu en miðað við gengið að undanförnu held ég að það geti ekki versnað mikið við að ég taki skýrslu. Eða hvað?

Eftir 2 jafntefli og 5 töp í síðust 8 leikjum getur ástandið orðið mikið verra?

Liðið gegn Stoke er svona.

Mignolet

Johnson – Touré – Skrtel – Enrique

Henderson – Lucas – Allen

Coutinho – Lambert – Sterling

Ég er ekkert að missa mig úr spenningi fyrir þessu byrjunarliði en vonum það besta. Við eyddum 100 m punda í sumar og af þeim kaupum byrjar Ricku Lambert. Það er erfitt að vera jákvæður.

73 Comments

 1. Þetta er ekki spennandi lið á skjá. Það verður að viðurkennast. Hef samt trú á mínum mönnum. Trú á þeir nái í stigin þrjú. Rosalegt að miðvarðarpar Liverpool saman standi af Toure og Skrtel.

 2. Finnst miðjan alltof varnarsinnuð. Samanlagður leikjafjöldi hjá Allen og Lucas í deild eru um 240 leikir – en saman hafa þeir skorað aðeins tvö deildarmörk. Held svo að Allen sé ekki með eina einustu stoðsendingu en þori ekki að fara með stoðsendingarfjölda Lucas.

  Finnst Gerrard og Lovren hafa gott af því að setjast á bekkinn. Skil hinsvegar ekki þessa frystingu á Lallana sem hefur verið langbestur af þeim se kom í sumar.

 3. Athyglisvert að Gerrard er bekkjaður á 16 ára afmælinu.
  Hvernig lesa menn í það. Statement frá BR? Ég er með p…, harkan á þetta.

  Annars fær Allen örugglega pillur hér á síðunni.

  Ég held að menn haldi leiknum inni fram í 60 og SG og Lallana komi inn og klári þetta.

  YNWA

 4. Góðan leikdag

  Hvað er málið með Lallana afhverju fær hann ekki spilatíma? Og um að gera að hafa sama leikkerfið áfram ekki prófa að vera með 2 frammi.

  Vonum það besta en þetta fer 2-2

 5. Úff – Enrique?

  Kafteinninn hvíldur og Belginn í marki
  og klárlega megum ei við svona djóki.
  Í dag gæti laskast minn gargandi barki,
  mig grunar við töpum gegn helvítis Stóki!

  Amen

 6. King Kolo mættur, mjög gott. Lovren má pakka saman og taka næstu rútu aftur til Southampton mín vegna.

 7. Flott að bekkja Gerrard. Eins og hann er búinn að spila þá er Lucas betri í hans stöðu. Hart mat en því miður rétt. Fyrirliðinn verður að bæta spilamennskuna sína.

 8. Enrique , Lucas og Johnson ?? hvað skita er þetta, strax búið að henda inn handklæðinu. Það er þó bót í máli að hafa bekk sem er sterkari en byrjunarliðið. Ætli það verða einhverjar skiptingar í dag ? kannski ein á 90 mín….

 9. Engar áhyggjur, ég er kominn í Flanagan-treyjuna þannig að þetta er öruggur 3-1 sigur!!

 10. Gerrard var náttúrulega búinn á miðvikudaginn, fullkomlega eðlilegt að hvíla hann. Samt magnað að sjá Borini ekki á bekknum, og að Lallana fái jafn lítinn séns í byrjunarliðinu og raun ber vitni.

  Vona það besta en bý mig undir það versta.

 11. 60 -70 mil punda bekkur sæmilegt það.Líst enganveginn á þessa uppstillingu spái 0-0.

 12. Það er mjög merkilegt að sjá Steven Gerrard byrja á bekknum í deildarleik án þess að hann sé meiddur held það hafi gerst frá þvi steven gerrard var ungur leikmaður undir stjórn Gerard Houllier. Held að flestir hljóti að gleðjast yfir því að Rodgers er loks að gera það sem margir hafi verið að biðja um að taka stóru nöfnin úr liðinnu og spila mönnum eftir spilamennsku en ekki eftir verðmiða eða nafni.

 13. Þetta líst mér nú ekkert á. Mjög óspennandi.
  433 og þetta lið nei takk. Mín ósk frá síðasta leik. Sama kerfi 442, markvarðar skipti og Lallana í stað Gerrards og Moreno í stað Johnson. En hvað veit ég?

 14. þessi miðja, er fall kandidat miðja, staðreyndir: getur ekki ógnað maður á mann, getur ekki ógnað með skoti, getur ekki ógnað með skalla og geta ekki ógnað með löngum boltum !!. en eru allir duglegir og góðir án bolta….þessir 3 gátu ekki haldið miðju á móti liði frá Búlgaríu ! hef misst trúna á Rodgers, en samt gott að fá Coutinho inn

 15. Èg er óvænt bjartsýnn. Þetta lið gæti komið okkur à óvart og skilað þremur stigum í hús.
  Koma svo!

 16. úff hvað skal segja. þetta lítur vægast
  sagt skelfilega út , mig langar
  ekkert voðalega mikið að horfa á þetta. Er bara ejkeet
  soennandi við þetta lið. Eftir alla þessa eyðslu erum við með gömlu glötuðu bakverðina, sóknarlega geld miðja og enn einu sinni bara eibn
  framherji. Já en eitt er ljóst ef ílla fer þá er þetta lokaleikur Brendan.

 17. Alltaf gott að hrista aðeins upp í þessu. Er með sjónvarp á klósettinu og horfi bara af dollunni, held þetta verði skita 🙂
  YNWA

 18. Líklega mest óaðlaðandi byrjunarlið LFC í langan tíma. Spái öruggum 3-0 sigri.

 19. Ég skil ekki hversvegna Lallana fær ekki að vera í byrjunarliðinu.

 20. Er einhver með sæmilegan stream link sem brúka má í macintosh tölvu ? væntanlega bara flash.

 21. Þetta er bara flott! Nánast allt menn sem tóku þátt í frábæru tímabili liðsins í fyrra og kunna að spila boltann hans Rodgers. Veit ekki yfir hverju fólk er að kvarta, kannski helst að Johnson og Enrique séu í liðinu. Manquillo og Moreno hafa hins vegar verið langt frá því óaðfinnanlegir.

  Svo er búið að kalla eftir því að Gerrard og Lovren séu bekkjaðir – þannig að sé ekki af hverju fólk getur ekki bara verið sátt við þetta. Rodgers er virkilega að reyna eitthvað nýtt núna til að snúa taflinu við, flott hjá honum!

 22. Back to basic.

  Rodgers vex í áliti hjá mér með þessari liðsuppstillingu. Ánægður með varnarlínuna. Höldum hreinu og skorum eitt. Lambert setur hann 3ja leikinn í röð.

  Áfram Liverpool!

 23. Held ég viti hvað Rodgers er að hugsa. Á ca sama tíma í fyrra meiddist Gerrard og Sturridge sömuleiðis. Lucas, Allen og Henderson voru settir saman á miðjuna og liðið í dag er eins líkt því liði og það getur orðið. Afraksturinn: Ótrúlegur sigur á Tottenham og nánast samfelld sigurganga út tímabilið.

  Rodgers hefur mikið talað um tímabilið byrji núna – og hann er greinilega að vonast eftir kikkstarti í dag.

 24. Tekið af BBC….Troggy, Kent: Strong, expensive bench for Liverpool today, shame about the starting 11! Surely everyone except Rodgers would even play Gerrard at right-back over Glen Johnson.

  Gott að maður er ekki einn í heiminum að vilja Gerrard í hægri bakk!

 25. Nú sjáum við hvort það er þess virði að selja Gerrard í janúarglugganum og jafnvel reyna fá menn eins og Khedira, Fernandinho eða Busquets í liðið okkar.

  Annars vil ég fá Lallana inn í þetta lið..skil ekki þessa fjarveru hans úr liðinu.

 26. Er einhver með ágætt stream? Það eru allir góðu streamer-arnir hættir að stream-a Liverpool leikjum..

 27. Finnst alltaf jafn fáránlegt að horfa töfluna. 50% tap eftir 12 leiki. Vonandi að þeir tapi ekki fleiri það sem eftir er leiktíðar

 28. Er leikurinn örugglega á Anfield?? Þvílíkt stemmningsleysi á vellinum, ég man varla eftir öðru eins.

 29. Þetta er nánast það lið sem 95% allra hérna inni hafa verið biðja um. Samt kvarta margir og kveina. 🙂

  Sýnist þetta byrjunarlið sennilega merki um eitt. Það virðist ýmislegt í gangi bakvið tjöldin sem við vitum ekki af. Óeining og uppreisn mögulega í hópnum og Rodgers þá að berjast fyrir því að sýna hver ræður á Anfield. Kannski. að Moreno, Lallana og fl. séu vaðandi uppá dekk rífandi kjaft við skipstjórann.

  Var að lesa að Kop-stúkan á leiknum er líka núna 2.leikinn í röð með hávær mótmæli að kvarta yfir of háu miðaverði á Anfield. Ekki gott merki. Ansi mörg vandamál sem FSG þurfa að vinna sig í gegnum.

  Annars á þetta lið sem er að spila í dag alltaf að vinna Stoke = djók á Anfield. Þetta verður 2-1 sigur okkar manna.

 30. Ekki eitt færi eftir 25 mín leik, okkar menn eru steingeldir fram á við. Þetta miðjumoð er alls ekki spennandi.

 31. Munar oft mjög litlu að sendingarnar rati á Lambert, hlýtur að enda með því að við náum góðri sókn. Coutinho líður ekki vel inná vellinum, er bara í fílu.

 32. Eru menn að átta sig á að við erum að spila við Stoke og á heimavelli.

 33. Ef að þessi Coutinho getur ekki gert annað en að vera í fýlu á vellinum þá á bara að taka þennan aumingja af vellinum.
  Hann hefur ekkert sýnt í vetur til að fá að vera inná þessum velli.

 34. Þessi fyrri hálfleikur er nú eiginlega bara búinn að vera slakur, lítið fæði, ekki mikil hreyfing án bolta osfrv.

 35. Ég hef alltaf verið hrifinn af Allen en plís við þurfum styrk, inná með Can, það væri líka snilld að fá Lallana inn fyrir Coutinho.

 36. Hörmung enn og aftur. Hálft Stokeliðið er ónýtt eftir flensu og við getum ekki átt skot á markið. AFLEITT. Rodgers burt. Þetta er algert rugl sem okkur er boðið upp á. Bekkurinn í dag kostar c.a. 5000000 M punda

 37. Allavega að hafa hreðjar til að skipta í hálfleik ekki 63 mín eða 82,09 mín

 38. Það markverðasta úr fyrra hálfleik er að maður tekur eftir því að grasið er grænt og veðrið er… jamm hvílíkt veður.

 39. Mér finnst þetta vera talsvert betra heldur en oft áður á þessu tímabili, Við erum að spila ágætlega og búnir að fá einhver tækifæri til að skora. Lambert hefði kannski mátt “strauja” inn að markinu þegar boltinn kom fyrir markið frá Enrique og líka Sterling. Vonandi höldum við pressunni uppi og þrýstum á þá og setjum 1-3 mörk.

 40. Ég lagði pening undir á Liverpool sigur í dag….spurning um að ég láti kíkja á mig eftir leik.

 41. Það er eitt komið sem hefur vantaði í undanfarna leiki og Carragher var að benda á í vikuna og margir hér tóku undir.

  Helvítist baráttan er kominn á fullt. Liðið er að berjast, vinna 50-50 bolta og virka eins og þeim sé ekki sama og það er það jákvæða sem ég sé. Liðið er enþá aldrei líklegt að skora en það er gaman að sjá menn gefa sig í verkefnið en það hefur vantað.

  P.s Skrtel fær 10 fyrir fyrstu 45 mín. Algjört skrímsli það sem af er.

 42. Ofboðslega er þetta sorglegt, 60 mín liðnar og ekki eitt einasta skot farið á mark Stoke.

 43. Þetta er bara grín með lucas. Hef sagt áður, með þennan mann í liðinu er ekki von á góðu.

 44. Áhugaverðar staðreyndir;

  1. Liverpool hefur ekki tapað gegn Stoke í 51 leik í röð á Anfield. Hæsta rönn nokkurs liðs í efstu deild gegn nokkrum mótherja.

  2. Liverpool hefur ekki fengið á sig mark í þessari viðureign í 8 ár í röð.

  3. Gerrard er á bekknum, nákvæmlega 16 árum eftir að hann lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool.

  4. Glen Johnson hefur fengið £540,000 í laun frá Liverpool síðan við unnum síðast leik.
  #The horror, the horror…#

 45. Núna verður að fara að gera einhverja skiptingu, setja Gerrard og Lallana inn til að mynda fyrir Allen og Leiva. Verðum að fá þrjú stig út úr leiknum.

 46. Hææ! Flott spil, testosterón og smá meira stál.en.maður hefur séð.í vetur.

 47. Allen verið flottur í leiknum. Hvernig væri það nú að henda Lallana og hugsanlega einhverjum öðrun inn og reyna að ná þessum 3 stigum.

  Come on you reds!!

 48. Alltaf sagt að Johnson er vandaður maður eins og öll hans fjölskylda…

 49. Væri ekki ráð að skipta Lambert út og fá inn fríska fætur fram á við til að halda uppi pressu ofar á vellinum.

 50. Kolo – madur leiksins! Glenda nr. 2 og auk tess Simon nokkud agaetur bara.

Stoke koma í heimsókn

Liverpool 1 – Stoke 0