Liðið gegn Ludogorets

Byrjunarlið kvöldsins er komið og er það sem hér segir:

Mignolet

Manquillo – Skrtel – Touré – Johnson

Henderson – Lucas – Gerrard – Allen

Sterling – Lambert

Bekkur: Jones, Lovren, Moreno, Can, Lallana, Coutinho, Borini.

Ég teikna þetta upp sem 4-4-2 en það verður alveg að koma í ljós hver spilar hvar á vellinum. Annars er þetta nokkuð áhugavert lið; á pappírnum er þetta gífurlega varnarsinnað og ljóst að áherslan verður lögð á sterka miðju og (loksins) alvöru varnartengilið (að því gefnu að Lucas spili þar en ekki framar). Sterling og Lambert eiga svo að reka smiðshöggið á (vonandi) sterka stöðu okkar á miðjunni.

Vonandi virkar þetta. Ég er sáttur við að sjá Lovren víkja fyrir Kolo Touré en að sama skapi svekktur að sjá Johnson valinn aftur fram yfir Moreno í vinstri bakverði. Hefði einnig frekar viljað sjá Lallana en Allen á miðjunni.

Liverpool er annars í þeirri undarlegu stöðu í kvöld að ef Real vinnur Basel í Sviss skiptir engu hvort við vinnum, gerum jafntefli eða töpum í kvöld, liðið þarf alltaf að vinna tveggja marka sigur á Basel á Anfield í lokaumferðinni til að komast áfram. Það er spes staða og við verðum að vonast eftir greiða frá Madrídingum í kvöld.

Hvað sem því líður er ömurleg tilhugsun að tapa fimmta leiknum í röð. Plís strákar, vinnið bara!

Áfram Liverpool!

106 Comments

 1. Andy Heaton orðaði þetta ágætlega

  BRENDAN RODGERS LIVERPOOL,
  WE’RE ON OUR WAY TO GLORY,
  GONNA SMASH DEM LUDOGORETS
  COS WE’VE GOT KOLO TOURE

 2. Næ ekki þessum leik, verð á hljónstrængu.

  Man að ég náði t.d. ekki fyrstu 20 mínútunum gegn Arsenal á Anfield. Missti líka af megninu af Everton leiknum, kom akkúrat á réttum tíma til að sjá Sturridge klúðra vítinu.

  Kannski ætti ég bara að hætta að horfa?

 3. Brendan er greinilega stressaður, ég er líka stressaður svo ég er sáttur með þessa uppstillingu. Núna múrum við bara fyrir helvítis markið, laumum einu kvikyndi inn og sigrum þessi Razzgöt.

  YNWA

 4. Blendnar tilfinningar.

  Skil ekki þetta Joe Allen mál…bara skil það ekki…alla daga allan daginn vill ég sjá Can eða Lallana í hans stað. Miðja með honum, Hendo og Lucas er nú seint að fara að skora mörg mörk…og svo skil ég ekki það að hafa Moreno á bekknum og Johnson á öfugum kanti.

  Vona óskaplega að ég sjái þetta 4-4-2 kerfi en ég er eiginlega bara ekki neitt viss um það…Spái því að Lucas, Hendo og Allen verði þriggja manna miðjan og Gerrard eigi að fara í Coutinho hlutverkið….

  Súr eiginlega, en mikið vonast ég eftir gulrótinni.

 5. Og alltaf fær Lallana að dúsa á bekknum. Einnig fær Allen að byrja enn eina ferðina.

 6. það getur ekki staðist ef real vinnur basel skiptir engu máli hvað við gerum í kvöld ef real vinnur og við gerum það líka þá verðum við og basel jöfn að stigum. þá skiptir ekki máli hvort við vinnum þá með einu eða fleiri mörkum okkur myndi þá duga að vinna í loka umferðinni. Er það ekki eða er eg að bulla eitthvað.

 7. Já, nokkuð áhugaverð uppstilling á liðinu. Reikna með að uppleggið sé að vera þéttir fyrir, sbr. það að við erum með fjóra miðjumenn inn á. Líklega verður þetta annað hvort í formi tígulmiðju með Lucas aftastan og þá Gerrard eða Henderson fyrir aftan Sterling og Lambert. Líklegra þykir mér þó að Gerrard verði á miðjunni með Allen og Lucas, í frjálsara hlutverki en undanfarið og Henderson og Sterling verða í kringum Lambert.

  Kominn tími á að vinna loksins, skyldusigur fyrir liðið ef það ætlar að halda áfram í þessari keppni. Ludogorets mæta tilbúnir í kvöld, við verðum að mæta tilbúnari!

 8. Eins myndi líka skipta máli ef Real vinnur og Liverpool tapar, þá eru Ludo menn komnir með 6 stig, jafnir Basel. Ef svo færi að Ludo myndu svo leggja Real í lokaumferðinni þá væru þeir komnir áfram ef Basel vinnur ekki á Anfield.

 9. Er btw mjög sáttur með að sjá Kolo í liðinu, hefði mátt gerast fyrr og vonandi að þetta sé ekki bara hann að gefa ‘varamanni’ mínútur heldur meti Rodgers stöðuna þannig að hans tækifæri til að vinna sig inn í liðið sé komið – sama með Lucas.

 10. Það skiptir bara engu máli hvort Real vinnur Basel eða ekki. Ef við getum ekki unnið Ludogorets frá Búlgaríu, þá eigum við ekkert erindi í 16-liða úrslit hvort sem er.

  Höfum tvennt í huga:

  1 – Enginn hafði heyrt um þetta lið fyrir þetta tímabil. Enginn. Það er ekki eins og þetta sé eitthvert Evrópustórveldi.

  2 – Liverpool FC er allan daginn, alla daga með betra lið en þetta Ludogorets lið.

  Ergo – þetta er skyldusigur!

  Myndi teikna þetta upp sem 4-2-3-1 með Lucas og Allen fyrir framan vörnina, og Gerrard í holunni. Það er þó kannski meiri óskhyggja fremur en nokkuð annað 🙂

  Þetta er skyldusigur, Lambert skorar eina mark leiksins í seinni hálfleik.

  Homer

 11. Ef menn þetta er tígull miðja þá eiga mennn að gleðjast yfir því enda mikið búið að biðja um það kerfi. Persónulega held ég að tígullmiðja sé ekki sú töfralausn sem margir halda en engu síður fínt kerfi og um að gera prófa.

 12. Það er alltaf betra a allann hátt að vinna helvitis leikinn i kvöld þó það væri ekki nema bara til að fa sma sjálfstraust og stemmningu.

  Eg er ekki bjartsynn a þetta en spai samt að við vinnum 0-1 og Gerrard með markið.

 13. Úrslitaleikur í meistaradeildinni fyrir okkur og…

  Kolo Toure kemur inn með Skrtel og það kemst ekki á topp 3 yfir það sem er helst vont við þetta byrjunarlið.

  Glen Johnson fær enn einu sinni að byrja leik og það í vinstri bakverði! Við eigum tvo heila bakverði sem eru báðir mun betri en Johnson.

  Lucas kemur á miðjuna með Allen og Henderson sem gerir hana jafnvel ennþá minna ógnandi sóknarlega en hún var fyrir. Vonandi þéttir þetta eitthvað varnarlega samt.

  Gerrard er ennþá að spila alla leiki. Reyndar ekki óvænt að hann spili svona leik og vonandi er hann komin úr skítverkunum á miðjunni fyrir fullt og allt.

  Lambert er sóknarmaður Liverpool í svona mikilvægum leik.

  Fyrir utan er Lallana sem voru okkar stóru kaup í sumar. Markovic sem kostaði 20m og var lykilmaður Benfica sem fór í úrslit EL er ekki í hóp. Moreno er heill heilsu en er ekki treyst, það er hægt að skilja það en alls ekki ef Johnson er hinn kosturinn.

  Emre Can er líklega betri að öllu leiti en Joe Allen.

  Já og 20m miðvörðurinn sem kom í sumar dettur úr liðinu, Kolo Toure kemur inn í staðin.

  Eins og sést á þessu þá þarf þetta blessaða lið að rífa mann upp í kvöld. Það er komið nóg af skitum í þessari viku frá Liverpool F.C.

 14. Af hverju að láta einn slakasta varnarmann(Johnson) okkar á leiktíðinni spila út úr stöðu í stað fyrir einn skásta varnarmann okkar á leiktíðinni í sinni eigin stöðu situr á bekknum enn eina ferðina(Moreno)?

 15. Ósammála þeim sem segja að Ludogorets sé skyldusigur. Þetta eru 32 gríðarlega sterk lið úr Evrópu sem taka þátt í þessari keppni og menn verða að átta sig á því. Sumir segja að ef við töpum fyrir þeim. Þá eigum við ekkert erindi í 16-liða úrslitin. Gott og vel. Áttum við þá að gugna á því að halda áfram inn í 16-liða 04/05 eftir tap gegn Olympiakos á útivelli? Í flestum bókum hefðu það átt að vera skyldusigur.

  Það skemmtilega við þessa keppni er að hún er galopin og allt getur gerst. Það er einmitt varðvirðing í gerð minni liðanna sem verður þeim stóru að falli.

 16. Ég vona að Gerrard sé að spila fremst á miðjunni og eigi að mata Sterling og Lambert með stungusendingum. Þannig held ég að hann virki best eins og staðan er í dag.

 17. Ég er sammála að Emre Can er betri en Allen en ef við erum að spila tígullmiðju þá getur held ég að emre can geti bara spilað djúpur, til að spila vinstra eða hægra meginn í tígull miðju þarftu að hafa mikinn dugnað og hlaupa getu sem hentar þá held ég Allen og Hendersson betur en Can. Síðan skil ég að hann vilji frekar nota Lucas djúpan en Can þar sem hann er töluvert reynslumeiri og spilaði vel á móti madrid.

 18. Lýkt og um helgina mun ég taka lærdóminn framyfir Liverpool-leikinn. Forgangsröðunin hefur breyst heilmikið frá því í vor, en ég vona að ég eigi eftir að sjá eftir því að hafa ekki horft á leikinn, annað en um helgina.

  Ég er spenntur að vita hvort Kolo muni ekki standa sig vel, þá væri hægt að henda Lovren í varaliðið og Toure leysir hann af hólmi í nokkrar vikur. Lovren ekki þessi leikmaður sem við héldum að við værum að kaupa.

  Ég er mjög vonsvikinn yfir liðsuppstillingunni að öðru leiti.

 19. Einn af síðustu nöglum Rodgers er að halda tryggð við Allen. Hvílíkt djók. Dýrustu kaup okkar Lallana og hann er á bekknum. Skorum ekki og náum jafntefli. Æði

 20. Sæll öll,

  Ég er mjög vonsvikinn með þetta liðið að því leiti að mér finnst Lovren betri en Skertl og svo þetta mál með Allen. Liverpool lendir í miklum vandræðum ef Gerrard á að vera djúpur með Lucas og Hendo við hlið sér. Þetta verður speeennnnandiiiiiii. ÁFRAM DRENGIR BERJAST!!!

 21. Kolo Toure mun skora fernu og bjarga þrisvar á marklínu, vinna Ballon d’Or og fá heiðursbótina besti leikmaður sögunnar en Rodgers mun samt taka hann út í næsta leik í deildinni.

 22. ,,Liverpool er annars í þeirri undarlegu stöðu í kvöld að ef Real vinnur Basel í Sviss skiptir engu hvort við vinnum, gerum jafntefli eða töpum í kvöld, liðið þarf alltaf að vinna tveggja marka sigur á Basel á Anfield í lokaumferðinni til að komast áfram. Það er spes staða og við verðum að vonast eftir greiða frá Madrídingum í kvöld.”

  – Hmm…er það ekki þannig að ef Real vinnur Basel og Liverpool vinnur eða gerir jafntefli í kvöld þá nægir Liverpool eins marks sigur gegn Basel í síðasta leik? Liverpool yrði þá ofar á stigum, með 7 eða 9 stig, en Basel bara 6 stig. Eða er ég að misskilja eitthvað?

 23. Við munum hafa þetta. Þetta verður sætur sigur. Menn munu koma dýrvitlausir til leiks þar sem allt er undir! Áfram Liverpool!

 24. Sammála ykkur flestum hér að ofan. Finn fyrir vonbrigðum og vonleysi með þessa liðsuppstillingu. Rodgers……… my dear boy, hvað ertu að hugsa núna??

 25. Hefði ég keypt mér smellovision hér um árið, fyndi ég lyktina af ótta þeirra rauðklæddu.

 26. Ég er nú að leyfa mér að vona að Gereard verði geymdur í rólegheitum á hægri kanti, og fái þaðan að vhippa inn boltum á köllun á Lambert, nú eða stungur á Sterlingspund.

 27. Flott ef Lambert er að hitna og eg spai að við vinnum þennan leik..

 28. Afhverju er í hel……er Lucas inná ? hann átti þetta mark skuldlaust, drullaði á sig á miðjunni og leit út eins og ??? en og aftur þurfum meira “stál” á miðjunna, menn með greddu og pung !!

 29. Afhverju ekki að prófa Joe Allen í varnartengilið? Skilar boltanum vel frá sér, vinnur boltann vel og gerir óskaplega fá mistök.. Skil ekki þetta Allen hatur, Flottur leikmaður.

 30. Gott stream? Einhverjar tillögur að síðum? Takk.

  Hef trú á að Liverpool klári þetta í kvöld.

 31. Hvað er Skrtel að gera í þessum leik? Hann er aldrei nálægt manninum sínum og Kolo þarf að hreinsa upp eftir hann.

 32. Gott fólk, ég finn hvorki þumalskrúfurnar mínar né pungstrekkjarann en mig langar samt í alvöru sjálfspíningu. Getur einhver bent mér á leið til að streama leikinn á iPad?

 33. Ludo eru bara bunir að fá 5 horn á fyrstu 20… við erum glæsilegir..

 34. Ef það verður ekki keyptur markmaður í janúar þà verð ég undrandi.

 35. Bíllinn minn fer ekki i gang, tölvan mín biluð, takkinn neðst a símanum dottinn af, bara plis, liverpool nennið þið að vinna.

 36. Guð minn almáttugur hvað okkur vantar nýjan markmann. Án efa slakasti markmaður sem að við höfum haft í áratugi. Ég vil fá Jones í markið fram að áramótum og nýjan markmann 1. janúar!

 37. Fæ bara í magann þegar við fáum a okkur hornsp. Mignolet skelfilegur í teignum.

 38. Er Gerrard ekki að spila sem sóknarmaður í þessum leik? Hann er allavega mjög framarlega.

 39. Tók eftir því að boltinn skoppar alveg stórfurðulega inn í teignum, langt frá því að vera eðlilegt og gæti útskýrt markið sem við fengum á okkur.. hef aldrei séð svona áður, Völlurinn er greinilega mjög ójafn og vel vökvaður.

 40. Það sést glitta aðeins í Sterling, vonandi eitthvað sem við fáum að sjá meira af.

 41. Var á börmum allra taugaáfalla eftir þetta mark, þakka Fowler fyrir Rickie Lambert þessa dagana.

  Flott að vera yfir en finnst vanta tvennt, samheldni í pressunni, erum ekki að pressa sem lið á neinum stöðum á vellinum og svo þarf miklu meira stál og ákveðni inni á miðsvæðinu, erum þar að tapa boltum og missa menn framhjá okkur.

  Annars á Snæþór punkt leiksins hingað til, þennan með sársaukaþröskuldinn.

 42. Viðundandi frammistaða í fyrri hálfleik, vonandi er Hendo að koma aftur með þessu marki, það sást allan tímann hvað hann var að hugsa!!
  Svo finnst mér alltaf jafn athyglisvert með Kolo, t.d. á fyrstu 5 mínútunum virtust allir vera að deyja úr stressi nema hann. Getur verið að við séum með svona HRIKALEGA óreynt lið?

 43. Skil ekki þessa Kolo ást sem er hérna.

  Hann er hægari en Lovren/Skrtel/Sakho.
  Hann er lélegri á boltanum en Lovren/Skrtel/Sakho

  Hann tók þá frábæru ákvörðun að tækla lélega sendingu Ludo manna aftur til þeira þegar engin var nálagt honum. Mignolet sannaði en einu sinni að hann er skelfilegur markvörður c.a 5 sek síðar.

  Mér finnst Joe Allen hafa verið mjög flottur, mér finnst Lambert hafa staðið sig vel, mér finnst Sterling vera að vinna á fullu. Ég er samt ekki að fýla þetta 4-4-2 með Henderson á hægri og Sterling á vinstri.

  Ég er ekki mesti aðdáandi Lucas en hann kemur með ákveðin stöðuleika þarna fyrir framan vörnina. Gerrard er orðinn ótrúlega hægur og kraftlaus og veit maður ekki hvort að hann getur spilað sem annar framherji (eða rétt fyrir aftan Lambert)

  Jæja klárum bara þennan leik og látum Basel þurfa að ná í stig á Anfield þar sem stuðnigsmenn liverpool munu sýna þeim hvernig á að styðja sitt lið þegar mikið liggur undir en saga liverpool í evrópukeppnum er eiginlega ótrúleg á Anfield.

 44. Og já, svo virðast skilaboðin vera einföld til Lúdómanna:
  Spörkum Sterling niður og látum okkur detta við allar snertingar…

 45. Gott að vera yfir í hálfleik. Nú er bara að fá sér te í hálfleik og láta þá síðan finna fyrir tevatninu í seinni hálfleik. Þeir kannski ná að standa í lappirnar í eins og 5 mínútur. Meira að segja Sterling virkar eins og varnartröll þarna inná 🙂 Þeir hrynja af honum.

 46. Voðalega er Henderson ragur við að bruna fram (veit hann er búinn að skora) en oftar en ekki snýr hann við og spilar til baka. Kannski er þetta bara skipun sem hann er að fylgja , trúi því varla.Með smá trú á sjálfum sér til að bruna fram yrði hann flottur 🙂

 47. Ég vona að við þurfum aldrei aftur að sjá Gerrard spila sem varnarsinnaður leikmaður, hann er einn af þeim betri í að búa hluti til með útsjónarsemi sinni og á að fá að spila frjálsara hlutverk enda hefur hann alltaf verið frekar villtur í staðsetningum og þá er hann ekki að virka sem cover fyrir vörnina.
  En Lambert að stinga Balotelli af í markaskorun miðað við fjölda mín á vellinum og á skilið að byrja næsta leik, hvort sem að Balo verði klár eða ekki.

  En vonandi klárum við þennan leik og komum okkur í betri stöðu.

 48. Mér finnst þetta flott lið inná vellinum og hugsanlega Lallana inn fyrir Gerrard í seinni hálfleik.

 49. Þá er það fullreynt, KT ekki að heilla mig. Annars finnst mér menn vera að reyna að vinna vinnuna sína við mjög svo lélegar að stæður sýnist mér. Ludo menn veikburða í fótunum og dómarinn fellur aðeins fyrir því. Held að Brendan hafi rétt fyrir sér að fyrsta markið skipti máli og því vinnum við þennan leik 3-1 🙂

 50. Sterling út, hefur gott af smá hvíld og alls ekki búinn að vera sannfærandi þrátt fyrir að hafa skilað góðri stoðsendingu.

 51. Groundskeeper Willie virðist hafa búið til nokkrar þúfur á vellinum. Boltinn er oft að skoppa á allsérstakan hátt (fór t.d. merkilega hátt upp m.v. feril boltans í fyrsta markinu).

 52. Er það bara ég en er þessi dómar ekki buin að haga sér eins og fáviti sleppir aukaspyrnum á Rassgat fyrir tæklingar en í hvert einasta skipti sem Rassgat menn falla í grasið dæmir hann bara automatískt

 53. Það er búið að dæma á okkur 20! aukaspyrnur það sem af er leik og enn eru 20 mínútur eftir.

  Annars vil ég hrósa Lambert fyrir góðan leik. Vinnur skallabolta, heldur boltanum ágætlega og skoraði. Maður leiksins fyrir mína parta. (það sem af er)

 54. Já hvernig væri það að hressa aðeins upp á þetta og gera breytingar fyrir 80 mínútu og taka t.d. menn eins og Gerrard sem hefur spilað marga leiki í röð!?

 55. Jesús María… við getum ekki varist….þetta er alveg svakalega slappt.

 56. Við farnir að bakka allt of mikið og þeir jafna. Skelfileg vörn , ENN OG AFTUR ! ! ! ! !

 57. Engin svör frekar en venjulega, um að gera að leggjast í vörn á móti búlgörunum…Er að missa allt álit á Rodgers

 58. Hvernig er þetta hægt, á 88. Mínútu og Glen Johnson fer að sofa í miðri hornspyrnu, hvað er maðurinn að gera?

 59. jæja, hvernig var þetta aftur…máttum við gera jafntefli þarna svo lengi sem við vinnum Basel með 2 mörkum heima?

 60. Á maður ekki bara að leggjast í hýði þar til í haust. Það er bara búið að vera núll gaman að horfa á fótboltann í vetur.

 61. Okkur dugir bara sigur gegn Basel núna þar sem þeir töpuðu í Madrid

 62. Það hlýtur að vera skelfilegt að verjast með þennan Dracula fyrir aftan sig.

 63. ohh….ég er hættur …get ekki meira af þessu….fer núna bara upp í rúm að sjúga puttann

 64. Hefði ekki skipt máli þótt LFC hefði unnið, jafntefli hefði ekki dugað gegn Basel.
  Engu að síður slappt… mjög slappt.

 65. Jæja, jafntefli eða sigur skipti svo sem litlu máli. Basel að tapa þannig að eins marks sigur dugir á Anfield á móti Basel.

 66. Þar fór það. Við þurftum svosem alltaf að vinna Basel, en það er að ég held aldrei að fara að gerast.

 67. Þetta Liverpool lið á ekki skilið að komast áfram úr þessum riðli, erum bara hrikalega lélegir það er bara ekki flóknara en það.

 68. Fáránlegt að nota ekki skiptingar af neinu viti í seinni hálfleik. Brendan er að drulla upp á bak eina ferðina.

 69. Þurfum bara að vinna Basel, sem var alltaf það sem þurfti þannig að það skiptir í raun engu þótt Ludogorets hafi jafnað.

  Liverpool fékk færi til að klára þetta og hefði klárað þennan leik ef dómarinn hefði ekki verið pulsa allan leikinn. Ekki misskilja mig Liverpool átti samt að klára þetta þrátt fyrir dómarann en hann var herfilegur.

  Núna er það bara næsti leikur í deild sem verður að vinnast!

  Áfram Liverpool!

 70. Fín barátta og gríðarleg mikilvægt stig. Lambert góður og Toure fínn.

  Skiptir öllu að við eigum möguleika í síðasta leik á móti Basel.

  Lítið en gott skref fram á við.

  Áfram Liverpool!

 71. Förum úr tapi í jafntefli og þaðan í sigur…..skref fram á við í kvöld og vonum að núna verði skrefin bara í rétta átt. Við getum hraunað yfir markmanninn, en hann verður að hafa vörn fyrir framan sig og vörninþarf á miðjunni að halda. Mér fannst bæði miðja og sókn vera í plús ef mið er tekið af síðustu vikum, það er jákvætt. Núna vona ég og trúi á að liðið mitt veiti mér á ný ánægju og gleði af enska boltanum 🙂
  YNWA

 72. Leiðin að dollunni 2004-2005 var ekki sannfærandi,kannski síðuhaldarar fara yfir þetta fyrir Basel leikinn heima á Anfield.

Ludogorets á morgun

Ludogorets 2 Liverpool 2