Var Damien Comolli rekinn of snemma?

Innkaupastefna Liverpool undir stjórn FSG er orðin nokkuð skýr enda þeir búnir að eiga félagið í rúmlega fjögur ár. Þeir halda því ennþá fram að Liverpool geti keppt við hvern sem er þegar kemur að kaupverði og launum sé réttur leikmaður í boði en segja á sama tíma að stefna Liverpool sé að vera snjallari en andstæðingurinn og kaupa óslípaða demanta áður en þeir springa út. Þetta er reyndar stefna flest allra toppliða Evrópu nú þegar, ríku liðin kaupa þá bara og stjórna því svo hvert þeir eru lánaðir þar til þeir verða nógu góðir.

Liverpool gefur ungum leikmönnum samt séns og uppaldir leikmenn hafa í rúmlega áratug ekki átt eins mikinn séns á spilatíma hjá aðalliðinu en undir stjórn FSG og Brendan Rodgers. Þetta sáum við í fyrra og einnig á þessu tímabili. FSG hefur einnig sannað að þeir eru alveg tilbúnir að berjast við stóru liðin um unga og efnilega leikmenn og borga það sem þarf fyrir þá. Þeir landa eðlilega ekki alltaf þeim leikmönnum sem reynt er að fá og því síður eru öll þeirra leikmannakaup vel heppnuð en hvað þetta varðar skortir þá ekki kjark.

Ef við skoðum þá 25 leikmenn sem keyptir hafa verið undir stjórn Rodgers kemur í ljós að aðeins fjórir þeirra voru meira en 25 ára þegar þeir komu. Það eru Lallana og Lambert ásamt Iago Aspas og Kolo Toure. Þrír síðastnefndu voru aldrei hugsaðir sem annað en varaskeifur. Ef við tökum lánsmenn með þá bætist Aly Cissokho við. Þetta er svosem gott og blessað og ekki kvörtuðum við mikið í fyrravetur og ekki heldur í sumar þegar haldið var áfram á nánast sömu braut. Fyrir hjá félaginu voru menn á ágætum aldri.

Þegar nánast eingöngu er keypt inn leikmenn sem eiga það sameiginlegt að vera frekar óreyndir og eiga allir eftir að springa almennilega út á því plani sem Liverpool vill spila á verður að gera ráð fyrir því að þessi uppbygging eigi eftir að hitta á veggi. Það er allt að því gefið að það komi kaflar þar sem sýna þurfi meiri þolinmæði en kannski gengur og gerist. Liverpool er að ég held í miðjum svona kafla og þessi hugmyndafræði Liverpool sem gekk svo vel í fyrra hitti svo sannarlega á vegg núna.

Hvað er til ráða? Eftir gærdaginn er ég feginn að vera ekki í stjórn FSG því ég hef sjaldan séð mína menn svona lélega og andlausa. Þetta er reyndar sama sagan leik eftir leik og nánast sama lið leik eftir leik.

Er ráðið að reka stjórann strax og byrja upp á nýtt?
Er málið að halda áfram á sömu braut með nýjum stjóra sem á þá eftir að setja inn sínar áherslur og krefst síns 2-3 ára aðlögunartíma?
Er málið að breyta alveg um innkaupastefnu?

Erfitt að segja en enn sem komið er hef ég alls engan áhuga á að gefast upp á Brendan Rodgers og svei mér ef áhugi minn á fótbolta myndi ekki dvína verulega yrði það niðurstaðan núna.

Það var talað um það í sumar að þetta yrði óvenju stór leikmannagluggi enda þyrfti að stækka hópinn verulega, hér eftir yrði svo meira miðað á stór leikmannakaup sem myndu styrkja byrjunarliðið. Með því að lesa á milli línanna var nánast verið að segja að hér eftir verði reynt að kaupa frekar gæði heldur en magn líkt og gert var í sumar. Þetta er sama lag og við höfum heyrt í 1-2 áratugi og ekkert breytist. Af og til hittum við á Alonso, Torres, Macherano eða Suarez en kaupum aldrei leikmenn í sama klassa og þeir eru þegar þeir yfirgefa Liverpool.

Gott og vel Liverpool er núna með gríðarlega efnilegt lið sem þarf ekki að breyta mjög mikið á næstunni en þessi innkaupastefna miðast við það að félagið haldi sæti sínu í Evrópukeppninni, eitthvað sem er að verða allt að því útilokað á næsta tímabili fyrir okkar menn. Loksins þegar liðið komast í Meistaradeildina og að við héldum í næsta klassa á leikmannamarkaðnum var farið í enn ein magninnkaupin og í ofanálag misstum við okkar langbesta leikmann og einu stórstjörnu.

Það sér það hver heilvita maður að detti Liverpool úr Meistaradeildinni á ný náum við ekki að halda þessum ungu og efnilegu leikmönnum sem eru að taka út þroska hjá Liverpool núna. Þeir fara um leið og þeir geta eitthvað. Skoðið bara Arsenal, þeir gátu ekki haldið þeim þrátt fyrir að vera bæði í London og Meistaradeildinni. FSG hefur varla haldið vatni yfir módeli Arsenal.

Það er sannarlega óþolandi að loksins þegar Liverpool kemst í Meistaradeildina og gerir alvöru atlögu að titlinum sé það aðeins til að vera svo lélegt í keppninni sjálfri að félagið er að skíta í sig af stressi fyrir útileik gegn Ludogorets, liðs sem enginn hafði nokkurntíma heyrt um fyrir rúmlega ári síðan. Formið í deildinni er ennþá verra og atlaga að titlinum á ný búin að snúast í vonir um að lenda í topp 10 í deildinni.

Kjarni þeirra leikmanna sem eru eftir frá því áður en FSG keypti félagið eru Gerrard, Johnson og Skrtel. Þetta eiga að vera mennirnir með reynsluna og þeir sem draga vagninn. Þetta tríó er eitt af stærstu vandamálum Liverpool í dag og hafa líklega verið það lengur en margir vilja viðurkenna. Varnarleikurinn var mjög dapur í fyrra með þessa þrjá í aðalhlutverkum þar. Hann er ennþá verri núna.

Fyrirsögnin er mögulega smá villandi hjá mér en eins og við munum þá er hægt að skipta tíð FSG í tvo hluta. Fyrri hlutinn er tími sem Damien Comolli sá um innkaupin hjá Liverpool í samráði við þáverandi stjóra liðsins. Seinni hlutinn er stjóratíð Rodgers og nefndarinnar alræmdu sem sér um leikmannakaupin.

Við veltum því fyrir okkur þegar Comolli var rekinn hvort sagan myndi dæma hann jafn vel hjá Liverpool og hún gerði hjá Tottenham. Honum var sýnd svipað mikil þolinmæði hjá okkur og hjá Tottenham en eins og staðan er núna þá held ég svei mér þá að ég myndi treysta honum betur fyrir leikmannakaupum Liverpool heldur en núverandi hópi, þ.e.a.s. Rodgers og nefndinni.

Hjá Tottenham landaði hann Bale, Modric og Berbatov og var að kaupa leikmenn að meðaltali 23 ára gamla. Þetta heppnaðist misjafnlega eins og gengur og gerist en þessir þrír eru líklega með betri leikmannakaupum í sögu Tottenham, engin spurning með að Bale er sá besti í þeirra sögu. Þeir sprungu þó flestir ekki almennilega út fyrr en Comolli var farinn árið 2008.

Hjá Liverpool var Comolli í rétt tæplega tvö ár og skilur að mínu mati eftir sig bestu leikmannakaupin í tíð FSG, þá Luis Suarez og Jordan Henderson. Luis Suarez er einn af betri leikmönnum sem hafa spilað með Liverpool.

Kenny Dalgish var stjóri Liverpool þá og auðvitað sá sem ber mesta ábyrgð á innkaupum félagsins enda hafði hann úrslitaatkvæðið. Þeir voru báðir reknir og líklega fyrir innkaup á leikmönnum eins og Carroll, Downing, Adam og á þeim tíma Henderson. Allt eru þetta leikmenn sem hentuðu á pappír grunnsamlega vel inn í leikskipulag Dalglish. Comolli virtist í það allra minnsta vera að landa þeim leikmönnum sem honum var gefið grænt ljós á að hjóla í og hvorugur fékk mikinn tíma þegar þessir leikmenn hittu á vegg og liðinu gekk illa. Áhugavert að þegar verst gekk var leikjaálagið ekki ósvipað og það er núna og Liverpool skilaði sér í tvo úrslitaleiki á Wembley þrátt fyrir að hafa rétt svo hóp til að takast á við deildina.

Ég var sammála því að halda ekki áfram með þá leikaðferð sem Dalglish var að leggja upp með og skildi það að FSG vildi breyta til. Þeir byrjuðu á Comolli og Dalglish fór sömu leið nokkrum mánuðum siðar. Niðurstaðan var handónýtur og illa undirbúin sumargluggi sem var sóað í Joe Allen og Fabio Borini eftir að ekki var hægt að landa Gylfa fokkings Sig. Andy Carroll var lánaður á lokametrunum og ekkert fengið inn í staðin. Eftir á að hyggja hefði Damien Comolli sannarlega mátt vera ennþá að stýra þessu það sumarið enda ekki hægt að gera mikið verr. Við höfum gefið þeim leikmönnum sem komu inn í þessum glugga séns á að springa út en sá tími er liðin, þetta (Borini, Allen, Assaidi) eru ekki menn í þeim klassa sem við viljum sjá hjá Liverpool.

Eini leikmaðurinn sem kemst enn sem komið er í sömu deild og Suarez og Henderson er Daniel Sturridge sem kom loksins í janúar 2013. Ef ekki væri fyrir 13 meiðsli frá þeim tíma væri hann fyrir ofan Henderson. Coutinho hefur hinsvegar ekki sýnt nálægt því nægan stöðugleika til að teljast með ennþá.

Mögulega þarf ný nefnd sem tók til starfa fyrir janúargluggann 2013 meiri tíma rétt eins og við erum að tala um að Comolli hefði þurft vorið 2012. Þeir hafa keypt mikið af leikmönnum sem sannarlega geta sprungið út á næstu árum fái þeir tækifæri og rétt umhverfi til þess. Rétt eins og það kom sér mjög illa fyrir leikmannakaup Dalglish þá gæti það orðið mjög erfitt, tímafrekt og dýrt að snúa frá hugmyndafræði Brendan Rodgers núna og byrja enn á ný upp á nýtt. Hann hefur úrslitaatkvæði núna þegar kemur að lekmannakaupum Liverpool og á meðan verðum við að treysta því að hann viti hvað þarf í liðið. Líka núna þegar illa gengur.

Sumarglugginn 2013 var mikill vonbrigðagluggi, ekkert af stóru skotmörkunum skilaði sér og enn spyr maður sig hvort Comolli hefði gengið betur að landa þeim? Hann hefur “track record” til að styðja það. Mignolet verður ekki almennilega dæmdur fyrr en hann fær nothæfa vörn fyrir framan sig en staða hans er vægast sagt veik. Mamadou Sakho er ýmist meiddur eða ekki í byrjunarliðinu, Kolo Toure var hafður á bekknum framyfir hann fyrir stuttu hjá liði sem fær á sig 1,5 mörk að meðaltali í leik. Hann er sá eini sem ég hef ennþá trú á frá sumarglugganum 2013 en ég efast um að það verði hjá Liverpool mikið lengur, því miður.

Ilori, Aspas og Alberto plús Moses og Cissokho á láni kostuðu félagið ígildi 1-2 góðra og nothæfra leikmanna. Eins má horfa til þess að sumarið 2013 keyptum við líkt og sumarið 2014 inn 3-4 varnarleikmenn, liðið fékk á sig ennþá fleiri mörk en tímabilið á undan og sama saga virðist vera að endurtaka sig núna.

Miðað við þessa tvo fyrstu sumarglugga í stjóratíð Rodgers má skrifa janúar 2014 sem ágætan glugga en þá kom ekki neinn leikmaður.

Þá er það þessi gluggi, sumarglugginn 2014. Lambert verður aldrei annað en það sem hann er í dag, þetta er í besta falli 4. kostur sem sóknarmaður hjá Liverpool ef þú spyrð mig. Balotelli höfum við ekki séð spila leik með Liverpool liði sem sækir svo heitið geti og því erfitt að afskrifa hann alveg strax en hann hefur sannarlega verið hluti af vandamálinu það sem af er tímabili. Hann er ekki týpan sem rífur liðið upp þegar illa gengur öfugt við sóknarmann liðsins í fyrra. Það er oft talað um gríðarlega hæfileika Balotelli en ég hef enn sem komið er ekki séð svo mikið sem sýnishorn af þeim.

Dejan Lovren hefði ekki getað byrjað mikið verr þó hann hefði sleppt því að æfa fyrir tímabilið. Honum er vorkun að koma inn í lið þar sem varnarleikurinn er fullkomlega í molum og hefur verið lengi. Rodgers getur ekki haldið áfram að skilja miðverði liðsins eftir svona gjörsamlega óvarða leik eftir leik, leikur Lovren mun skána er vörnin fær einhverja örlitla hjálp.

Lallana er reyndur leikmaður sem hefur staðið sig vel undanfarin ár. Vonandi stígur hann upp hjá Liverpool og það er ekki rétt að afskrifa hann strax en maður spyr sig óneitanlega hvað var hægt að fá fyrir 45m í staðin fyrir Lallana og t.d. Markovic?

Markovic, Can og Origi eru reyndar einhver mestu efni í boltanum í þeirra aldurshópi og allt mjög spennandi leikmenn sem er ánægulegt að sjá Liverpool landa. Slæmt gengi er ekki hægt að skrifa mikið á þá þó vissulega vilji maður mun meira frá Markovic sem kostaði 20m.

Moreno og Manquillo er síðan báðir mjög efnilegir bakverðir og með þeim betri í sínum aldurshópi.

Damien Comolli reglan segir okkur að kannski er of snemmt að dæma Allen, Mignolet og Sakho alveg strax. Meira að segja Luis Alberto gæti sprungið út líka, eitthvað sáu þeir í honum. Eins er allt of snemmt að dæma leikmannakaup sumarsins strax þó þeir eldri og reyndari fái ekki eins mikla þolinmæði.

Þetta tímabil gæti ekki hafa byrjað mikið verr, þetta er verra en það allra versta sem ég óttaðist fyrir mót og glasið hjá mér er sannarlega brotið og var hálf tómt fyrir þennan Palace leik. Núverandi leikmenn Liverpool eru svo sannarlega komnir með bakið upp við vegg og stjórinn er með það ennþá þéttara upp við vegginn. Núna verður botninum að vera náð.

Leikmannakaup Liverpool er Comolli sá um þau dæmi ég betur núna en þegar hann var rekinn frá félaginu. Vissulega hugsaði maður út í það þá hvort Liverpool væri að gera sömu mistök og Tottenham. Eftir að þessi ábyrgð færðist yfir á svifaseina nefnd undir handleiðslu Rodgers er ég ekki frá því eins og staðan er í dag að ég sakni Comolli.

50 Comments

 1. Ja ágætis grein ég er alveg klár á því að ef við rekum Rodgers þá munu mörg af þessum kaupum sanna sig eftir hann er farinn rétt eins og gerðist hjá Commolli. En það er alveg klárt hvað varð Commoli að falli það er 35 milljóna kaupin á Andy Carrol stærstu kaup í sögu liverpool sem misheppnuðust alveg fullkomlega .

 2. Flottur pistill. Mér finnst hreinlega menn vera á algjörum villigötum ef þeir vilja reka BR núna. Ég er ekki einu sinni sammála að það sé að hitna undir honum. Við eigum heilan helling af ungum flottum strákum sem eru að koma upp, eða að venjast ensku deildinni.

  Sé fyrir mér BR með ungt og mjög spennandi lið á næsta ári. Finnst að hann ætti hreinlega að nota tímabilið ef áfram heldur sem horfir og byrja að undirbúa næsta ár. Byrja að nota ungu mennina meira, byrja hægt og rólega að losa okkur við Gerrard, Johnson, skirtle, Toure, Enrique osfr ofl og einblýnum á flínka unga stráka sem eru með pung og eru óhræddir.

 3. Að reka Brendan eða ekki reka Brendan? Shakesperíska spurningin um efann sem nagar alla menn þegar þeir standa frammi fyrir tveimur kostum þar sem hvorugur virðist góður.

  Þetta er vitanlega ógeðfellt umræðuefni í sjálfu sér þ.e. hvort reka eigi fólk en það er líka kalt á toppnum. Enginn efast um heilindi Brendan Rodgers. Þetta er drengur góður og heillandi maður en er hann nógu góður fótboltastjóri fyrir Liverpool?

  Þar liggur efinn.

  Ég skil ekki þá staðhæfingu í greininni að það taki 2-3 ár fyrir stjóra að skipa málum eins og hann vill. Guardiola vann allt með Bayern nema CL á sínu fyrsta tímabili, Klopp vann titil á sínu fyrsta tímabili með Dortmund, Ancelotti er á sínu öðru tímabili með Real og ég gæti lengi talið áfram. Leikmannahópur LFC er frábær en menn sem voru að spila frábærlega með fyrri liðum og spila vel með sínum landsliðum eru ekki nema skugginn af sjálfum sér undir stjórn Rodgers.

  Ég fer ekki í grafgötur með það mikla álit sem ég hef á Þjóðverjum enda dvel ég ávallt hluta úr ári í Þýskalandi vinnu minnar vegna. Hér er málið mjög einfalt; þú stendur þig í starfi eða leitar þér að öðru. Frá þessu er ekki yfirleitt ekki hvikað.

  Er þetta rétt eða rangt? Ég held að harka og óbilgirni Þjóðverja í garð fótboltastjóra sem ekki skila sínum markmiðum sé árangursrík á margan hátt. Engum myndi detta í hug að fara í einhverjar söguskoðanir og fabúleringar um aðstoðarmenn. Ef undirliggjandi vélin er í lagi er áhættan við að skipta um stjóra sem er búinn að missa það minni en sú að fá nýjan sem gæti dugað betur.

  Schalke er dæmi um félag sem tekur enga fanga í þessu tilliti. Félagið rekur umsvifalaust þjálfara sína ef þeir duga ekki. Ekki er að sjá að Schalke sé í sérstökum vandræðum þrátt fyrir þessa stefnu. Þeir eru yfirleitt í toppbaráttunni og spila reglulega í CL, eru moldríkir og með frábært unglingastarf.

  Ég er ekki endilega að mæla með þýsku aðferðinni en ef Brendan Rodgers væri að þjálfa þýskt stórlið hvar væri hann þá?

  Því miður er sú sjón að sjá Brendan samanbitinn og rennblautann í rigningunni á laugardaginn ekki eitthvað sem maður vill sjá aftur. Hvað þá sá ringlaði og niðurbrotni maður sem mætti í viðtöl eftir leikinn. Það verður að segja hlutina eins og þeir eru ekki eins og maður vildi að þeir væru.

  Það er a.m.k. einnar messu virði að skoða Rafa.

 4. Flottur pistilll. Var einmitt að hugsa í dag í vinnunni. Kaup hjá okkur síðan FSG eignaðist Liverpool fyrir 4 árum. Það er alls ekki hægt að segja að þeir hafi verið nískir á peninga og ekki leyft dýr leikmannakaup ganga í gegn. Enn það sem nátturlega svíður mest að þrátt fyrir að eyða yfir 300 milljón pund síðan 2010 þá eru sárafá kaup sem eru heppnuð.

  Í raun má segja að það séu aðeins 2 lið sem hafa eytt meira enn við á þessum tíma. Meðal annars hefur Chelsea átt mjög farasæl kaup- Courtosis – Cesar – Cahill – Matic – Oscar – Hazard – Fabregas- Mata – Willian – Lukaku – Costa – Kannski rétt að benda á Eyðslan þeirra er tæpir 470 milljón punda meðan okkar er 350 milljón punda. Á sama tíma hefur MAn City eytt tæpum 390 Meðal helstu kaupa hjá þeim er Dezko – Aguero – Nasri – Silva – Toure – Fernandinho – Það sem Skekkir kannski þetta aðeins að bæði þessi lið hafa spilað í meistaradeildinni undanfarin ár og léttara að fá leikmenn, Enn Engu að síður verður að viðurkennast að Leikamannakaup undanfarin ár eru vægast sagt skelfileg. Þegar Liverpool hefur eytt svona gríðarlegum upphæðum í leikmenn þá Geri ég nú kröfu að liðið sé á svipuðum stall og Man city – Chelsea. Viljið þið virkilega detta í sama gír og Arsenal var í mörg ár? Við erum með ungt lið og efnilegt næsta tímabil verður kannski okkar? Kaupum Næsta Suarez ? Líkurnar á það heppnist eru mjög litlar.

 5. Ef það er verið byggja lið til framtíðar og samningar við núverandi leikmenn eru þannig gerðir að þeir geta ekki hlupið burt frá klúbbnum á næstu misserum – þá getur vel verið að þolinmæði sé lang besti kosturinn og það sé best að Rogers fái að halda sæti sínu.

  Ekki gleyma því að Ferguson þurfti ansi langan tíma til að gera sitt lið að meisturuum og hann fékk um fjögur ár til þess.

  En ef Liverpool fer ekki að landa sigrum á næstunni – þá er ég allavega búinn að missa þolinmæðina.

 6. Þetta er búið að vera svona síðan ég byrjaði að halda með þessu liði. Ég man eftir þremur tímabilum þar sem liðið spilaði frábærlega og náði 2. sæti deildarinnar. Þetta eru að sjálfsögðu tímabilin 01/02, 08/09 og 13/14. Öll eiga þau það sameiginlegt að tímabilið sem á eftir kom var langt á eftir væntingum vegna aulalegra ákvarðana á markaðnum.

  Víð áttum kannski ekki skilið að vinna deildina 01/02 en liðið var klárlega á uppleið. Sumarið á eftir var sú skelfilega ákvörðun tekin að sleppa því að kaupa Anelka til að fá El-Hadji Diouf. Klárlega ein verstu kaup félagsins frá upphafi. Önnur kaup voru svo ekkert heldur til að hrópa húrra fyrir sem endaði með því að liðið endaði í 5. sæti leiktíðina á eftir og missti Meistaradeildarsæti sitt.

  Tímabilið 08/09 var frábært og áttum einfaldlega að taka titilinn þá en mikill fjöldi jafntefla eyðilagði það á endanum. Glugginn sem á eftir kom var hinsvegar skelfing. Misstum einn besta miðjumann heims. Hvað gerðum við til að fylla upp í það skarð? Jú, við keyptum meiddan leikmann með mikla meiðslasögu. Einungis til að spara okkur peninga. Næsta tímabil á eftir endaði svo auðvitað með ósköpum.

  Í fyrra vorum við svo ennþá nær því að landa þessum blessaða titli og hreint með ólíkindum að okkur hafi tekist að klúðra þessu svona. Maður þurfti samt að sætta sig við þetta á endanum og huggaði sig við það að nú væri hið eina sanna Liverpool loksins komið til baka.
  Nei, svo var ekki. Klúbburinn gerði nákvæmnlega sömu mistök og hann hefur gert svo oft áður. Klúðraði málunum í leikmannaglugganum enn og aftur eftir gott tímabil. Misstum okkar besta mann, eyddum 100m punda en fengum grátlega lítið fyrir þá upphæð.

  Gjörsamlega óþolandi hvað þessi klúbbur hefur verið laginn við að hringsóla í kringum byrjunarreitinn ár eftir ár. Loksins þegar skútan virðits vera á réttri leið – þá er öllu rústað aftur með slæmum ákvörðunum.

  Hvað Comolli varðar. Þá átti hann auðvitað frábær kaup sem og slæm kaup. Það hefur fylgt honum allan hans feril, hvort sem um St. Etienne, Spurs eða Liverpool er að ræða. Hinsvegar man ég ekki eftir jafn slæmri nýtingu á markaði og undanfarin þrjú sumur, ekki hjá nokkru liði.

 7. Það eitt að hugsa um að reka B.R. á þessum tímapunkti er að mínu mati algerlega fáránlegt.
  Ég er sammála því hinns vegar að hann þarf að bakka út úr þrjóskunni og setja Allen og líka fyrirliðann okkar á bekkinn.

  Ég hef nánast undantekningaleust verið heillaður af því sem Guderian hefur skrifað hér í kommentum í gengnum tíðina, en þessu verð ég að vera ósammála:

  “Ég skil ekki þá staðhæfingu í greininni að það taki 2-3 ár fyrir stjóra að skipa málum eins og hann vill. Guardiola vann allt með Bayern nema CL á sínu fyrsta tímabili, Klopp vann titil á sínu fyrsta tímabili með Dortmund, Ancelotti er á sínu öðru tímabili með Real og ég gæti lengi talið áfram. Leikmannahópur LFC er frábær en menn sem voru að spila frábærlega með fyrri liðum og spila vel með sínum landsliðum eru ekki nema skugginn af sjálfum sér undir stjórn Rodgers.”

  Ok, ég get náð góðum árangri með þessum liðum sem hér er listað upp.
  Enda enginn venjulegur mannskapur innanborðs hjá Bayern og Real Madrid t.d.

  Klopp gerði auðvitað vel á sínu fyrsta ári hjá Dortmund, en B.R. gerði líka vel á síðasta tímabili og Liverpool spilaði laaangt yfir væntingum enda með tvo markahæðstu menn deildarinnar innanborðs, eitthvað sem er svo fjarlægt í dag. Og hver er staða Klopp í dag?

  Það sem ég er að reyna að segja er að þrátt fyrir að það sé sársaukafullt að horfa á Liverpool spila þessar síðustu vikur eru heil fimm stig í meistaradeildarsæti.
  Miðað við allt sem maður hefur lesið frá B.R. og heyrt hann segja í viðtölum þá gerir hann sér fyllilega grein fyrir stöðunni, en spurningin er samt sú hvort hann viti hvernig bregðast skuli við.

  Það er allavega alveg klárt í mínum huga að hann á okkar stuðning skilinn og þarf að fá vinnufrið til að rétta skútuna við.

  Y.N.W.A.

 8. #7 Fair enough – hugsanlega átti ég að nefna önnur dæmi en Bayern eða Real en ég nefndi líka t.d. Schalke.

  Punkturinn minn er einfaldlega sá að við Púllarar erum hrifnir af Brendan Rodgers. Eftir þessa löngu eyðimerkurgöngu sjáum við hann sem stjórann sem hefur sjarma Shankly’s og skipulagsgáfu Paisleys. Við viljum Brendan en sú hugsun er hættuleg.

  Ég skal viðurkenna hreinskilnislega að eftir síðasta leik held ég að Brendan Rodgers sé ekki nógu góður fyrir Liverpool. Hann hefur hæfileika en við blasir að hann er í tómu tjóni með alla skapaða hluti. Ekki eitt heldur allt! Skora á þið #7 að kíkja á viðtölin við hann eftir leikinn þ.e. ef þú ert ekki búinn að því.

  Þessi pæling fékk mig til að hugsa um hvort hugsanlega sé hlutverk fótboltastjórans ofmetið í Liverpool? Í Þýskalandi eru félögin vel skipulögð frá rót en fótboltastjórar koma og fara and no fuzz.

  Með örfáum undantekningum dettur ekki nokkrum manni hér í hug að fótboltastjórinn sé upphaf og endir allra hluta. Hvað þá að nýr maður þurfi 2-3 ár til að ná árangri. Menn myndu hreinlega ekki skilja hvað átt væri við. Fótbolti er ekki það flókinn leikur myndu Þjóðverjarmsegja hvað þá með menn með það sem aðalatvinnu að spila hann.

 9. Guderian þú segir að leikmannhópurinn hjá okkur sé frábær, hver er í liðinu er afgerandi góður leikmaður fyrir utan Sturridge ?

 10. Momo án þess að telja upp einstaka leikmenn eru í núverandi leikmannahópi leikmenn sem mörg lið myndu slefa yfir. Þeir eru á hinn bóginn óþekkjanlegir þessa stundina undir stjórn Rodgers. Fyrirliði franska landsliðsins fékk refsingu fyrir agabrot vegna pirrings út í Rodgers rétt áður en hann meiddist. Gerrard er heilög kýr þó að hann geti ekki neitt o.s.frv. Svona er þetta búið að vera í vetur.

  Vandamál LFC er ekki skortur á góðum leikmönnum að mínum dómi en það eru margir á annarri skoðun. Þá skulum við bara vera sammála um að vera ósammála.

  Amen

 11. Þessi fyrirliði franska landsliðsins er yfirleitt meiddur því miður þannig að hann nýtist okkur ekki mikið. Fyrirliðinn er því miður búinn á því og síðan eru flestir hinir mjög ungir eða ný komnir til englands og þurfa tíma. Annars skil alveg að þú sért að kvarta yfir því að þetta taki of langan tíma hja Brendan, hann var nær því að vinna úrvalsdeildinna en nokkur annar sem hefur þjálfað liverpool og það bara á sínu öðru tímabili. Liðið er vissulega í erfileikum nuna en hann hefur að minu mati unnið sé það inn með glæstum árangri í fyrra að fá lengri tíma til að byggja þetta upp enda ekkert grín að missa sína tvo bestu leikmenn frá því í fyrra

 12. Momo það er auðvitað fullgilt og virðingarvert sjónarmið að gefa Rodgers lengri tíma. Það langbesta væri að honum tækist að koma hlutunum af stað aftur.

  Ekki nein spurning um það.

 13. Takk og kvitt fyrir góðan pistil Babu.

  * Ég man nú ekki hvar ég las það (nenni ekki að fletta því upp) en á sínum tíma þegar Lyon jarðaði Frönsku deildinna, var gefið fullkomið frat í þær hugmyndir sem viðgangast (á Englandi allavega) um starf og hlutverk knattspyrnustjóra. Það var stjórn félags sem sá um allt utanumhald, þmt leikmannakaup. Stjórinn hafði vissulega tillögurétt og gaf reglulega skýrslur um ástand hópsins. Leiktímabilinu var svo skipt um 10 leikja seríur. Stjóranum voru fyrir hverja seríu svo gerð grein fyrir hvaða árangur væri ásættanlegur og væri markmiðunum ekki náð gat fékk stjórinn gula spjaldið osfrv… Í sem stystu máli þá var hlutverk stjórans að halda mönnum í formi og mótiveruðum. Annað ekki. Þetta system færði Lyon sjö Frakklandsmeistaratitla í röð og á þeim tíma voru stjórar hjá félaginu. Það komu engir menn inn með “5 ára plan” og með einhverjar grillur um að “móta” liðið og þ.a.l. þurfti ekki að sýna neina “þolinmæði”

  Ég er ekkert að segja að þessi hugmyndafræði sé sú eina rétta en hún hlýtur að sýna að knattspyrnustjórinn þarf ekkert nauðsynlega að vera alpha og omega alls! fótbolti er “short term results” bransi, það er kannski kominn tími til þess að menn viðurkenni það.

 14. Momo í #9 spyr hver sé afgerandi leikmaður fyrir utan Sturridge í okkar hóp.

  Svarið við þessu finnst mér vera að það skiptir í raun ekki öllu máli hvort við eigum marga leikmenn sem eru afgerandi góðir, við eigum fullt af afgerandi leikmönnum- jafnvel frábærum leikmönnum sem eru í einhverju bölvuðu slori það sem af er liðið leiktíðar og vandamálið felst held ég frekar í nýtingu og uppsetningu hópsins heldur en kannski það að við eigum uppsafn af ekki nógu góðum leikmönnum.

  Hópurinn hjá okkur er gífurlega sterkur. Líklega sterkari en hann hefur verið í mörg, mörg ár. ‘Liðið’ er bara ekki nógu gott. Hópurinn er það. Við eigum helling af leikmönnum sem eru betri en mjög margir aðrir leikmenn í efstu deildum Evrópu og aðrir þarna hafa alla burði til að vera betri en margir.

  Við erum með einn sterkasta hópinn í deildinni og sterkari hóp en mörg önnur lið í Evrópu en við erum ekki að láta hann smella og virka fyrir okkur. Hópur okkar er betri en hópar hjá West Ham, Newcastle, Southampton og þar eftir götunum – alveg á pari við Arsenal, Spurs og Man Utd finnst mér hvað hóp varðar. Við erum bara ekki að nýta hann nægilega vel, kannski er það Rodgers, kannski samsetningin á hópnum eða kannski er það Balotelli eða Lovren. Það veit í sjálfu sér enginn.

  Við erum ekki eina liðið sem er að ströggla þrátt fyrir að hafa mjög sterkan hóp í höndunum. Dortmund, Monaco, Utd, Arsenal og Spurs hafa líka verið að spila undir væntingum – ekki eins slæmt og við kannski en engu að síður.

  Hópurinn er flottur, frammistaðan ömurleg.

 15. Ja breiddin er fín vandamálið er bara að hópurinn er ekki að smella saman af því að það eru alltof margir nýjir leikmenn sem þekkja ekki hvorn annan. Eina skiptið að við hefum séð merki um að leikmenn þekki inná leikstíll hvors annars er markið hjá lampert um helginna sem sýndi hversu vel hann og lallana þekkja hvorn annan. Og ef við myndum fá Sturridge aftur inn þá myndi það breyta svo miklu upp á þetta því sterling, coutinho, gerrard og meira segja lallana sem hefur spilað með honum í landsliðinu vita nákvæmlega hvað Sturridge ætlar að gera.

 16. Hef velt þessu mikið fyrir mér og ég held að lausnin sé að færa Gerrard í hægri bakvörðinn. Hann er eiginlega bara fyrir á miðjunni, hann er valdaður í köku og uppspilið okkar er í einhverju rugli á meðan. Ef hann reynir að hrista menn af sér þá er enginn til að passa upp á vörnina lengur þannig að ég held að lausnin sé að færa hann.

  Hann er miklu betri en G.Johnson og Manquilo, hann er sennilega með bestu krossana í allri deildinni og þótt víða væri leitað. Hann byrjaði ferilinn í hægri bakverðinum ef mig misminnir ekki og hefur nokkurn veginn spilað hverja einustu stöðu á vellinum.

  Ég sé hann ekki endast í nokkur ár til viðbótar í varnarmiðjuhlutverki í okkar liði en ég sé hann hinsvegar taka nokkur tímabil í hægri bakverðinum.

  Málið leyst…Brendan heldur starfinu og allir sáttir.

 17. Já þetta er ansi áhugaverð grein og þegar maður fer að hugsa þetta þá erum við með marga leikmenn sem gætu náð langt en eru þeir nægjanlega sterkir til að bera þetta lið uppi eftir 4-5 ár en það mun tíminn leiða í ljós en þeir líta margir útfyrir að geta það eftir ákveðin tíma ef þeim tekst það er sumarglugginn góður (að hluta) ef ekki er þetta versti gluggi Liverpool í langan tíma og fer þar á svipaðan stað og Tottenham glugginn.
  Varðandi gengið þá kemur Óli Haukur inná það að við eigum einn besta hóp deildarinnar og á það get ég fallist. Það sem ég fór að hugsa um er auðvitað að það eru margir nýir menn komnir til liðsins og í hverjum leik eru að meðaltali 4-5 nýir leikmenn í first 11 í hverjum leik ( Lovren, Manquillo/Moreno, Can, Lallana) Þetta er auðvitað svakalega mikið en við verðum að gera okkur grein fyrir að þeir eru að spila kerfi sem enginn þeirra hefur spilað áður og nú hugsa einhverjir þetta eru atvinnumenn og þeir eiga að aðlaðast í 3 leikjum en það er bara ekki þannig.
  Eftir gengi Liverpool í haust hef ég oft hugsað til besta tölvuleik allra tíma Football Manager þar er það þannig ef keyptir eru of margir leikmenn fer ekkert að ganga (hjá mér allavega) fyrr en eftir áramót þannig ég hef tekið Ferguson stílinn á þetta og keypt að hámarki 2 byrjunarliðsmenn í liðið á hverju ári!
  Er kannski aðalmálið að breytingarnar urðu of miklar?

  Sorry ef ég hef farið út fyrir efni!

 18. Með örfáum undantekningum hefur Brendan þrjóskast við sama leikkerfið allt þetta tímabil með vægast sagt skelfilegum árangri.

  Það sorglega er að Brendan hefur haft tíma og peninga til að þróa þetta kerfi en samt er er alltaf eins og þrír eða fjórir leikmenn séu ekki að finna sig í þeim hlutverkum sem þeim er ætlað.

  Við erum flest öll sammála um að hann getur ekki þrjóskast við þetta lengur.

  Nú er bara að sjá hvaða spil Brendan á í ermi sinni til að snúa genginu við. Hann er einfaldlega neyddur til að gera breytingar og stuðningur minn við hann mun ráðast af því hvernig hann bregst við núna.

 19. Ég tek heils hugar undir með Guderian hér að ofan, skil ekki hví það þarf að vera reglan að það taki 2-3 ár fyrir nýjan mann að ná árangri. Leikmannahópurinn er til staðar, vissulega er árangurinn það sem af er tímabili óásættanlegur svo ekki sé fastar að orði kveðið, en ég blæs á allt tal um að okkur vanti breidd.

  Í markinu er varamarkvörður belgíska landsliðsins, maður sem var keyptur með record sem frábær shot stopper þó vitað hafi verið að hann var ekki besti spyrnumaðurinn, sem hefur og sýnt sig. Í dag háir honum að mínu mati skortur á sjálfstrausti, en það vandamál er reyndar gegnum gangandi í liðinu. Varamaður hans, Jones hefur skilað sínu þegar hann hefur fengið sénsinn þó flestir séu reyndar sammála um að þarna þurfi að vera öflugri maður.

  Miðverðirnir fjórir sem skipa hópinn eru allir landsliðsmenn sinna þjóða og hafa sannað sig sem slíkir. Í vinstri bakverði eigum við spænskan unglingalandsliðsmann og annan Spánverja sem er reyndar kominn yfir sitt besta, og hægra megin Johnson og Manquillo, sem báðir hafa sannað að þeir geta gert vel þegar hugarfarið er í lagi.

  Miðjan, Gerrard sem er frábær leikmaður sem er því miður notaður rangt í dag og er fyrir vikið búinn að eldast mikið undanfarið og hratt. Allflestir eru þó sammála um að hann eigi enn talsvert inni sé leikið upp á styrkleika hans. Fyrir utan hann eigum við Allen, velskan landsliðsmann, Henderson, enskan landsliðsmann sem var einn besti maður liðsins okkar í fyrra en verið skugginn af sjálfum sér í ár, Lucas og Coutinho sem hafa verið viðloðandi brasilíska landsliðshópinn og loks Can sem þykir mikið efni.

  Í fremstu víglínu getum við svo telft fram Sterling, Markovic, Balotelli, Lambert, Borini og (vonandi einhvern tímann) Sturridge. Fyrir utan þessa upptalningu eru allir þeir sem eru úti á láni sem og þeir unglingaleikmenn sem hafa fengið sénsinn á einhverjum tímapunkti.

  Vandamálið hjá þessum hópi er ekki breiddin heldur hugarfarið, sjálfstraust leikmanna virðist einfaldlega vera í molum eins og staðan er í dag og virðist það sama gilda um Rodgers. Það er engin óskastaða að reka stjórann en ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvort nýr maður gæti hugsanlega blásið lífi í leikmenn og lagað hugarfarið. Að því sögðu ætla ég ekki að þykjast vita hver væri best til þess fallinn og örugglega erfitt að finna rétta manninn. En dæmin sanna að nýr maður þarf fráleitt alltaf 2-3 ár til að koma liði í gang.

  Sjáið Koeman, hann tók við liði sem var nánast nýtt og vel flestir spáðu að færi beinustu leið niður í Championship deildina. Annað hefur komið á daginn. Klopp er annað dæmi um mann sem náði árangri strax á fyrstu leiktíð. Já og hvað um Rafa, man ekki betur en að hann hafi unnið meistaradeildina með Liverpool á sinni fyrstu leiktíð.

 20. Þetta er flottur pistill Babu og margt áhugavert.

  Varðandi Comolli þá finnst mér hans helsti kostur hafa verið hvað hann gekk ákveðið í að sækja skotmörkin og landa þeim. Vissulega hefur það verið á kostnað þess að við borguðum einhverjum milljónum hærra kaupverð og greiddum hærri laun en það er vissulega hættuleg blanda en guð minn góður hvað það hefði verið vel þegið ef hann hefði landað Mykhitarian, Costa og Sanhcez en reyndar held ég að því miður sé ekki hægt að sakast við klúbbinn um að landa ekki þessum leikmönnum, þeir vildu einfaldlega ekki koma.

  Óumdeilt er að Suarez var snilldarkaup hjá honum og Henderson var stórkoslegur í fyrra en hefur bara verið skugginn af sjálfum sér í ár og því kannski aðeins hik komið á mann að stimpla þau kaup sem hreina snilld.

  Kaup BR og nefndarinnar hafa jafnframt verið skelfileg og hafa skilað ævintýralega litlu til klúbbsins. Þetta var alveg ljóst í fyrra líka og menn hafa ítrekað talað um. Glugginn núna er bara bensín á þá umræðu en hinsvegar verður hún ekki kláruð fyrr en eftir nokkur ár þegar menn ná að meta Can, Markovic og Origi ásamt Moreno og Manquillo. Ég man ekki eftir því að klúbburinn hafi fjárfest jafnmikið í framtíðinni og í síðasta glugga og það er það eina sem gefur mér von að við séum ekki jafnilla stödd og staða klúbbsins í deild og CL gefur til kynna.

  Eldri leikmenn liðsins hafa hinsvegar gjörsamlega brugðist og nkvl engu skilað á þessu tímabili og því geri ég ekki kröfur til þess að þessir kornungu leikmenn beri upp skelfilega spilamennsku reynsluboltana. Í ofanálag virðist stjórinn þrjóskast við spila t.d. arfaslökum Gerrard í stöðu sem hentar honum skelfilega og kostar liðið mörk (ft.) leik eftir leik. Glen johnson hefur ekki virkað áhugasamur um fótbolta í mörg ár en reyndar er stjórinn að spila honum hægt og bítandi út úr liðinu held ég og það er vel. En hvað um það það eru mörg atriði sem hægt er að setja út á en burtséð frá því hvað stjórinn gerir þá virðist leikur liðsins alltaf vera á mjög lágu plani þannig að erfitt er að greina hvar nkvl vandræðin liggja en ég held að flestir séu sammála um að það er krafa á að stjórinn nái meira út úr þeim leikmönnum sem í dag eru í hópnum.

  Ég held líka að ömurlegt undirbúningstímabil þar sem leikmenn kepptust við að afgreiða subway samlokur og leika í auglýsingum hafi ekki hjálpað nægjanlega mikið og gæti haft áhrif á það sem menn tala um að liðið sé bara ekki í nægjanlega góðu formi (andlega og líkamlega).

  Bottom line: BR verður að ná miklu meira útúr núverandi hópi áður en hann fjárfestir í fleirri leikmönnum. Mér finnst að hann eigi að fá mun meiri tíma, helst út tímabilið. Ef hinsvegar hann lendir í því sem KD lenti í að leikur liðsins sýni enginn batamerki komandi inn í vorið þá er erfitt að verja hans stöðu.

 21. Gerrard í hafsent með Skrtel og Lucas á miðjuna með Lallana og Henderson fyrir framan sig.

 22. Hópurinn er ágætur.
  Það vantar hinsvegar leiðtoga og þennan “afgerandi” leikmann sem getur breytt leikjum uppá sitt einsdæmi. Það er rannsóknarefni þetta and-karaktersleysi sem hefur einkennt leikmenn liðsins í vetur. Ef við skoðum tímabilið so far af hreinskilni þá er óhætt að segja að Liverpool hafi í raun bara spilað vel í útisigri gegn Tottenham í ágúst. Jafnvel núna á útivelli gegn slöku liði Palace þar sem við komumst yfir eftir 1 mínútu þá brotna menn niður eftir að þeir ná að jafna. Eðlilegt? Nei.

  Vissulega er hópurinn okkar sterkari en ég hef aldrei skilið þessi “magn” kaup í stað gæða kaupa. Sjáum t.d hvað kaup Di Maria hafa gert fyrir United. Þeir eru í mikilli krísu en þarna kemur þó inn heimsklassa leikmaður frá Real Madrid. Svoleiðis kaup segja bara svo margt. Af hverju í andskotanum reyndu menn ekki betur við að ná inn svona manni? Eftir árið þar sem við vorum grátlega nálægt því að vinna titilinn.

  Brendan Rodgers skilur eftir sig urmul af spurningum núna. Eg eins og þið flestir var viss um að hér væri framtíðar maður okkar. Eðlilega eru efasemdir komnar, meira að segja hann sjálfur er í vafa ef dæma ber viðtölin við hann. Leikmenn Liverpool, það er svo augljóst að eitthvað mikið er að.. Hrunið okkar er svo gígantískt. Við hlógum af United í fyrra, þeirra krísa var glens í samanburði við þetta.

  Er lausn að reka Rodgers? Ekki núna en það verður óumflýjanlegt tapi liðið t.d gegn Stoke og Ludo í þessari viku. Þá er félagið bara í þeirri stöðu að annað sé ekki hægt, þá er ekki mögulegt að snúa þessu við.
  Vonandi koma tveir sterkir sigrar i vikunni – vonandi. Hef þó afar takmarkaða trú á því enda er staðan bara þannig að maður gerir ekki ráð fyrir sigri gegn einum einasta andstæðing þessa dagana.

 23. Langar til að benda á eitt. Southampton hafa farið frábærlega af stað. Þeirra stærsti veikleiki á síðasta ári var vörnin, þar sem að Boruc og Fonte voru gjörsamlega eins og klaufabárðarnir inni á vellinum – Lorven undantekningin á því. Nú er Foster komin í markið frá Celtic – Southampton hefur fengið á sig fæst mörk allra í deildinni eða 6 talsins.

  Þess má geta að það er 5 mörkum færra en Chelsea, sem þó hafa þá félaga Cahill, Terry og Belgann ótrúlega. 7 mörkum færra en City sem hafa tröllið Kompany og Hart.

  Ég held að menn vanmeti stórlega þátt markvarðar við að stjórna vörn. Mignolet er að mínu viti einfaldlega of lítill karakter til að segja mönnun eins og Skrtel og Lovren hvar þeir eiga að vera og garga menn áfram, hvað þá Steven Gerrard. Við þurfum karakter í markið, eitthvað sem Reina var þó allavega – þó hann hafi vissulega haft sína galla.

 24. Aðeins varðandi þessi 2-3 tímabil þá er þetta alls ekkert lögmál en man ég ekki eftir mörgum stjórum sem tala ekki um að þurfa a.m.k. 2-3 ár til að koma sínum hugmyndum almennilega að og raunar töluðu Benitez og Houller um 4-5 ár. Rodgers og FSG voru að hugsa þetta í a.m.k. þremur árum (gefið að hann nái ákveðnum takmörkum á þessum fyrstu árum).

  Houllier vann til verðlauna áður en hann var búinn að fullmóta liðið að hans mati, Benitez vann Meistaradeildina á sínu fyrsta ári og fór aftur í úrslit tveimur árum síðar. Hann var samt ekki búinn að fullmóta sitt lið almennilega fyrr en 4-5 árum seinna.

  Rodgers hefur ítrekað talað um að hann hafi verið á undan áætlun í fyrra. Satt að segja held ég að góður árangur “of snemma” hafi ekki hjálpað þessum mönnum til lengri tíma litið enda pressan mun meiri og hópurinn kannski ekki tilbúinn.

  Punkturinn er samt ef að það kemur enn einu sinni inn nýr stjóri förum við í ferli þar sem nýr stjóri fer í það að selja þá leikmenn sem fyrri stjóri ætlaði að byggja liðið á og kaupa inn sína menn.

  Benitez tók góða U-beygju frá innkaupastefnu Houllier. Hodgson fékk ekki tækifæri til að kaupa inn sína leikmenn, guði sé lof og Kenny Dalglish fór í allt aðra átt en Benitez var að vinna með. Brendan Rodgers kom svo inn og ákvað strax að hann vildi ekki nokkra af þeim leikmönnum sem félagið var nýbúið að kaupa undir stjórn Hodgson og Dalglish. .

  Nýr stjóri og við byrjum enn á ný á þessari vitleysu og tökum 2-3 ár í magninnkaupum til að fá inn þá menn sem henta nýjum stjóra á meðan félagið losar sig við þá sem fyrir eru. Þess vegna langar mig að gefa stjóranum einu sinni almennilegan séns í alvöru mótvindi enda Rodgers búinn að vinna sér inn smá tíma og traust með síðasta tímabili.

  Eins og ég sagði í færslunni, það er ekki hægt að búast við því að uppgangurinn verði stöðugt betri með svona ungan kjarna án þess að hitta stundum á veggi á leiðinni. Hvað þá þegar félagið selur sinn besta mann og missir hinn í meiðsli.

 25. Bara svo ég ítreki Babu

  Þessi hugmynd um 2-5 ára aðlögunartíman á bara við ef fylgt er þessu enska módeli um “sterka stjórann” Þennan sem kemur inn og rífur grunnelement klúbbsins upp og mótar nýtt, a la Van Gaal, Benitez, Mourinho osfrv. Það er svo sem ekkert skrítið að þeir séu hrifnir af þessu kerfi enda margir frábærir stjórar komið og farið: Shankley, Clough, Robson, Paisley, Ferguson osfrv osfrv. Það sem ég var að benda á er að þetta þarf ekkert að vera neitt náttúrulögmál.

  Núna er til staðar frábær grunnur til að byggja á: Sakho, Moreno, Flanagan, Manquillo, Can, Markovic, Sterling, Origi svo ég nefni einhverja. Þar að auki eru slatti af efnivið í akademíunni. Spurningin sem menn eiga að spyrja sig, er hver er bestur til að ná árangri með þennan efnivið? Fyrir mína parta þá er ekkert, nákvæmlega ekkert sem gefur mér tilefni til bjartsýni til að sá maður sé Rodgers. Þvert á móti þá bendir sífellt fleira til að hann hafi alls ekki það sem þarf til.
  Megi ég hafa rangt fyrir mér.

  P.s.
  Ég tók eftir því að í fyrri áthugasemd vantar að á 7 samfelldum sigurárum Lyon í frönsku deildinni fóru þeir í gegnum 5 stjóra. afsakið það

 26. Það skiptir held ég ekki máli hvort Damien var rekinn eða ekki, í dag er vandamálið að það er ekki neitt sjálfstraust í liðinu okkar. Það er ótrúlegt að sjá hrunið frá því fyrra og horfa upp á leikina að undanförnu.

  Það var fyrirliði sem talaði hjá Sky á sunnudaginn og í gær. Hann heitir Carragher. Gaurinn í treyjunni númer 8 sem spilaði á sunnudaginn hengdi haus og hætti að nenna þessu. Sorry en þetta er staðan í dag.

  Brendan hefur ekki púng í að setja Steve á bekkinn hann hefur heldur ekki púng í að breyta kerfinu sem þarf að spila og spila með djúpa miðjumenn sem vernda vörnina. Þetta er því miður staðan í dag, við þurfum að hætta að leka mörkum. Það þarf sjálftraust og sjálfstraust kemur með árángri!

  Það er enginn stærri en klúbburinn og ef menn eru ekki að ná árangri inni á vellinum eða við stjórnvölin, þá er það bara þannig. Þetta er harður heimur – sorry.

 27. spurning að fá Salah að láni eða á cut price frá Chelsea. Hann hefurspilað í 14 mínútur það sem af er af þessari leiktíð. Eflaust ekki í leikformi en hvað veit maður?

 28. Að mínu mati er stóra vandamál liðsins þrjóska stjórans varðandi leikskipulag. Okkar leikur gengur út á possesion, þ.e. að halda boltanum og byggja upp sóknir frá aftasta manni. Stór hluti sendinga okkar leikmanna er til baka. Byggist upp á því að hafa gæði í leikmannahópnum til að búa til færi í þröngum stöðum. Á meðan sjáum við lið eins og C.Palace sem hefur verið arfaslakt í allan vetur spila “direct” á okkur, þ.e. langar sendingar fram og sækja hratt. Lið eins og Real Madrid, Barcelona, jafnvel Man. City hafa leikmenn og gæði til að spila leikkerfi eins og Rodgers leggur upp með en við höfum það því miður ekki. Við höfum ekki þau gæði inn á miðjunni til að stýra leik, við höfum ekki nógu trausta og hraða miðverði til að ýta liðinu eins hátt upp og við gerum. Okkar sterkasta vopn hafa verið gæðaleikmenn sóknarlega sem sprengja upp varnir andstæðinga. Eftir að Suarez fór og Sturridge meiddist (og meiddist og meiddist og…) og bæði Sterling og Coutinho eru ekki að ná sér á strik höfum við engin gæði til að búa eitthvað til úr þröngum stöðum. Þess vegna þarf Rodgers að vera með plan B en ég hef ekki séð það.

  Hitt er svo þrjóska hans að spila leikmönnum í stöðum sem þeim líður greinilega ekki vel í. Gerrard á ekki heima í varnartengiliðnum, hefur alltaf verið sá leikmaður sem líður best í því að búa til og vera sóknarþenkjandi. Hefur blómstrað þegar hann hefur haft öflugan varnartengilið með sér á miðjunni. (Alonso, Mascherano). Gerrard hefur aldrei verið besti varnarmaður liðsins en í meira en áratug verið besti sóknartengiliður félagsins.

  Coutinho sem vinstri kantmaður. Á ekki heima þar og dregur sig alltaf inn á miðjuna og skilur oft eftir sig hættuleg svæði varnarlega sem andstæðingar hafa nýtt sér. Sama hefur oft gerst hægra megin og sást það vel í leiknum gegn Palace, enda dregur Sterling sig oft líka inn á miðjuna.

  Allen hefur ekki þau gæði sem þarf. Hann er einfaldlega of léttur til að skila því hlutverki sem honum er ætlað. Honum er pakkað saman leik eftir leik. Því miður. Við þurfum ákveðið “dýr” inn á miðjuna hjá okkur, einhvern sem er tilbúinn að henda hausnum í sólatæklinguna.

  Svo held ég að ein stærstu mistök Rodgers hafi verið að skipta um markvörð. Kannski gekk eitthvað á varðandi Reina sem við vitum ekki um en mikið rosalega liði mér betur með hann á milli stanganna en Mignolet.

  Það er í raun ekkert óeðlilegt við það að leikmenn eins og Sterling og Coutinho lendi í lægð, enda ungir leikmenn og þurfa að læra á mótlætið og þá staðreynd að varnarmenn andstæðingana taka fastar á þeim og hafa lært á þá.

  Versta byrjun Liverpool í 22 ár. Betri byrjun en þetta kostaði bæði Benitez og Hodgson starfið. Ekki það að ég vilji endilega skipta um stjóra en menn hljóta að vera farnir að efast um stjórann, sé horft á staðreyndir. Mestu fjármunir sem einstakur stjóri Liverpool hefur fengið úr að moða = versta byrjun stjóra Liverpool síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð…

 29. Varðandi þetta Lyon módel þá er þetta nú að ég held svolítið þannig að um leið og illa gengur verður farið að efast um þennan yfirmann íþróttamála. Það er alls ekkert þannig að þetta hafi gefist eins vel allsstaðar og hjá Lyon. Raunar er sú blaðra fyrir löngu sprungin líka.

  Tottenham er t.a.m. með álíka kerfi og það er ekkert sérstaklega heillandi finnst mér. Þar fyrir utan held ég að módel Liverpool sé svolítið mitt á milli.

  Þetta fer auðvitað bara eftir því hvað hentar hverju liði og báðar aðferðir hafa kosti og galla. Með þessari nefnd sem kemur að leikmannakaupum hjá Liverpool núna er verið að dreifa ábyrgðinni og gera félagið minna háð stóranum hverju sinni, einmitt til að auðveldara sé að skipta um mann í brúnni.

  Þetta er eitthvað sem FSG talaði um frá fyrsta degi, engu að síður skiptu þeir alveg um stefnu og þurftu að breyta alveg um lið (nánast) þegar þeir ráku stjórann síðast og fengu nýjan mann inn. Ég er ekki að kaupa það að þetta þurfi ekki að gera aftur en t.d. Rodgers yrði rekinn og segjum De Boer kæmi inn í staðin. Hann þyrfti tíma og við myndum alltaf þurfa að byrja upp á nýtt.

 30. Glen Johonson út og Flanagan ( þegar hann kemur úr meiðslum) inn með sína rosalegu baráttu sem drífur alla áfram. Gerrard framar og Emre eða Lukas fyrir aftan. Sterling og Lazar hægram, og Coutinho eða Lallana vinstram og tvö framherja þá fara hlutirnir að lagast. Spila Lallana í stöðu Gerrards þegar hann er hvíldur svo sem annan eða þriðja hvorn leik. Henderson getur svo leyst flestar stöður. 4132- það er málið fyrir þennan hóp að ég tel.

  Guð blessi Liverpool-YNWL

 31. Kannski væri fínt að fá inn stjóra með sömu hugmyndafræði og Rodgers er með nema sá mundi bara byggja ofan á þeirri hugsjón og fá meira út úr leikmönnunum sem hann hefur keypt. Hann mundi hafa plan b í vasanum og pung til að gera stórar ákvarðanir í leikjum og vera tilbúinn að henda stórum nöfnum á bekkinn þegar þeir eru ekki að skila sínu. Það hljóta að vera margir klúbbar úti í hinum stóra heimi sem spila í svipuðum stíl og LFC gerir. Þá þyrftum við ekki að að byrja nýtt uppbyggingarferli sem tekur 2-3 ár, Rodgers keypti inn leikmenn í klúbbinn sem spilað hafa eftir sömu hugmyndarfræði og klúbburinn stendur fyrir. Þá er bara að fara að leita að þjálfara sem kemur til með að breyta ekki mikið en nær úrslitum. Hvaða þjálfarar myndu koma til greina byggja á svipaðri hugmyndafræði og Rodgers?

 32. Þessi pung umræða er afskaplega kjánaleg.

  Já #32. Það væri líka rosalega fínt að fá inn einmitt svona þjálfara, sömu hugsjónir og hugmyndafræði þannig að við þurfum ekki að snúa öllu á hvolf. Væri líka frábært ef hann gæti stillt upp liðinu rétt í 99% tilfella (rétt er auðvitað það sem okkur finnst vera rétt, frekar augljóst). Væri ekki verra ef hann myndi vinna FA, CC, deildina, CL, góðgerðaskjöldin og emirates bikarinn. Hann þarf líka að geta breytt stefnu eigendana og sett transfer nefndina af. Væri plús ef hann væri smiður eða verkfræðingur sem gæti komið að stækkun vallarins og e.t.v. flýtt fyrir þar, því það er jú fylgni á milli árangurs og peninga –> http://tomkinstimes.com/2014/11/why-liverpool-never-win-the-league/

  Í leiðinni þyrfti hann að vera með mikið karisma, fagna mörkum eins og enginn sé morgundagurinn og eiga gamla og/eða leiðinlega konu svo hún sé nú örugglega ekki að taka athyglina frá honum. Má helst ekki heldur vera hærra á fegurðarskalanum en þristur, bara svo að það sé ekkert til að taka tíma frá LFC.

  Það er nákvæmlega ekkert öruggt í því að næsti þjálfari, þegar að því kemur, skili betra jobbi en Rodgers hefur gert. Í hve langan tíma ætlum við alltaf að kenna stjóranum um? Vinna leikmenn virkilega leiki og titla en þjálfarar tapa þeim? Ég held að vandamál Liverpool séu mikið mun stærri og eigi sér lengri sögu en bara til 2012 þegar Rodgers var ráðinn. Sumarið var stórt klúður, en það var ekki bara klúður þjálfarans. Þetta er stefna félagsins, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, og það er nefnd og njósnarar sem hljóta að deila ábyrgðinni, ásamt hugsanlega þeim sem kemur verkum í framkvæmd. Ætli það sé ekki sami aðili og sé alltaf að elta þessi stóru nöfn en landar þeim aldrei útaf “Settu afsökun inn hér og ýttu á enter”.

  Kaup nefnd, yfirmaður knattspyrnumála, einráður stjóri. Æji ég veit það ekki. Kannski auðvelt að standa fyrir utan og gagnrýna.

 33. Fyrir þá sem lýta á það sem lausn vandamála Liverpool að ráða varnarþjálfara þá má benda á að Arsenal réðu varnarþjálfara í Steve Bould og varnarleikurinn hjá þeim hefur ekkert lagast

 34. Held það eitthvað klárt að Brendan ætti að vera besti maðurinn til að ná því besta úr þeim ungu leikmönnum sem eru komnir. Hann keypti þessi leikmenn og er líklegri til að gefa þeim þann tíma sem þeir þurfa heldur en nýrr þjálfari sem gæti þess vegna ákveðið að hann vilji ekkert hafa með leikmenn sem fyrrum þjálfari keypti. Síðan hefur Brendan líka mikla reynslu úr unglingastarfi og þekkir það að vinna með ungum leikmönnum.

 35. Eitthverjir af þessum leikmönnum þurfa að fá meiri tíma til að sanna sig en ég get alveg viðurkennt að ég klóra mér töluvert í hausnum yfir sumum kaupunum… Lovren á 20m? Lallana á 25m? Fyrir mína parta vildi ég frekar tvo eða þrjá topp-topp leikmenn á 120m (og já, við hljótum að geta keypt slíka, fjandinn hafi það lið án meistaradeildar getur það) heldur en 10 fína leikmenn.

  Kaldhæðni örlaganna getur bitið, hún er að bíta BR núna – þetta quote gengur núna um netið, spurs stuðningsmenn örugglega hlægjandi https://vine.co/v/O1Mm33gwjd5

  Það er erfitt að átta sig á hvað er að hrjá liðið – Suarez var auðvitað mikill missir og meiðsli Sturridge hefur áhrif en liðsheildin ætti að vera fjandi nógu sterk til að geta gert mikið betra en þetta. Maður spyr sig hvort liðið sé ennþá bara í áfalli eftir lok síðasta tímabils? Þeir eru heillum horfnir.. Er BR of reynslulítill til að geta dílað almennilega við þetta?

  Ég las viðtal við Danny Welbeck um daginn þar sem hann talaði um þeir rauðnefur og félagar klúðruðu tiltlinum eftirminnilega 2012 á lokadeginum með síðasta sparki leiktíðinnar frá Aguero (þvílíkur leikur það) en svo fóru þeir og unnu deildina með 12 eða 13 stiga mun árið eftir. Quote:

  “We were travelling home from Sunderland on the coach and the manager went round all the young players and said to them, ‘Never forget this, because this will win you titles’,” Danny Welbeck recalled.

  “He said: This will make some of you into men and be the best you can be’. When the manager says things like that to you, you really want to take note of it.”

  Ég veit að BR er rauðnefur eru ansi ólíkir karakterar en ég velti fyrir mér hvernig var tekið á þessu innan klefans í fyrra. EItthvað verulegt er að

 36. Mín skoðun.

  Ég myndi vilja sjá tvær breytingar á stjórnun ef Brendan heldur sæti sínu.
  Í fyrsta lagi þá á Brendan ekki að sjá um innkaup leikmanna.
  Í annan stað þá á að koma inn varnarþjálfari sem getur kennt liðinu að spila vörn
  og linkað saman vörn og miðju.

  Einnig finnst mér tími Meistara Steven Gerrards vera kominn að leiðarlokum hjá Liverpool
  Ég geri mér grein fyrir öllu því sem hann hefur lagt til en í endan þá er þetta atvinnu knattspyrnulið sem verður að spila bestu samsetningu af bestu mönnunum sínum.
  Það á ekki að færa hann aftar á völlinn eða framar á völlinn.
  Hann átti að hætta á síðasta tímabili, á “topnum”.

 37. Sammála Sigga það er alltaf verið að biðja um nota Gerrard í annari stöðu annað hvort fremstur á miðju þar sem hann var mjög góður fyrir 10 árum eða bakvörð þar sem hann var líka góður fyrir 10 árum. Siðast þegar Gerrard spilaði fremstur var í fyrri hálfleik á móti qpr sem var ömurlegur fyrri háfleikur og miðjan í ruglinu. Er ekki einfaldlega lausnin að setja gerrard á bekkinn hann gæti hugsanlega spilað fremstur á miðjunni síðust 20-30 min af leik en hann getur það ekki 90 min.

 38. Fínn pistill Babú.

  Fer enn ekki af þeirri skoðun að ráðning og stuttu síðar brottrekstur Damien Comolli er það skrýtnasta í sögu FSG. Hann náði í þá leikmenn sem Dalglish og co báðu um, vissulega fyrir háar upphæðir og launasamninga en eftir að hann fór þá lýsir þú fínt vandræðaganginum hjá klúbbnum sem er auðvitað hrikalegur þegar kemur að leikmannakaupum.

  Hins vegar…

  Staðreyndin er bara sú að við erum ekki í topp-elítu klúbbum Evrópu lengur. Því miður. City, PSG og Chelsea hafa keypt sig inn í þann klúbb og Real, Barca, Bayern og hitt Pakistanliðið eru því miður í þeim klúbbi.

  Bestu leikmenn allra annarra liða en þessara sjö eru alltaf viðbúið að fari til þeirra. Það hefur sagan sýnt áður og mun halda áfram að gera. Menn tala um Dortmund en þeir hafa bara ekki náð neitt góðum árangri undanfarin ár heima fyrir og eru á nákvæmlega sama stað og Liverpool í Englandi. Meira að segja þegar liði tekst að vinna titil í sínu heimalandi eins og Atletico Madrid gerði þá fara lykilmenn samt til þessara elítuklúbba.

  Þetta skekkir alla mynd í innkaupum. Ég myndi vissulega þiggja það að fá 1 – 2 stjörnunöfn inn sem við borgum 200 þúsund pund plús fyrir og vona að klúbburinn muni reyna það. En við erum ekki í þannig stöðu að geta haft á okkar skrá 10 – 15 leikmenn með 100 þúsund pund plús í launum…eða borga 60 milljónir fyrir einn leikmann.

  Þetta er grundvallarbreyting og sást kannski best þegar Diego Costa ákvað að vera áfram hjá Atletico sumarið 2013 eftir að við leystum út kaupklásúluna hans. Hann beið samt, varð MEISTARI í sínu landi, úrslit í CL…..en fór til Chelsea.

  Þessi ágæta leikmannanefnd hefur brennt sig á mörgu soðinu…og ég er sáttur við það að þeir hafi farið í að fjárfesta í Can, Markovic, Origi, Morini og Manquillo – þó enn séu þeir ekki tilbúnir. Við munum þurfa að horfa á Atletico módelið og byggja okkar lið upp 80% á mönnum sem við “búum til” á æfingavellinum.

  Enda búið að endurhanna starf klúbbsins í þá átt með fjárfestingum í unglingaþjálfurum og “stóru” bitarnir ungir menn. Þetta er hugmynd FSG og þess vegna held ég að starf BR sé traust enn um sinn.

  Damien Comolli var og er hákarl í bransanum. Hann landar mörgum dílum sem eru flóknir og notar við það ýmsar aðferðir. Kjaftasagan er að hann hafi neitað að vera í nefnd og þess vegna rekinn, sem mér finnst betri ástæða en sú að hann hafi landað Henderson of dýrt. Nefndin okkar og stjórinn virðast eiga erfitt með að landa stórum dílum, vissulega örugglega líka vegna þess að þeir geta ekki hent inn sömu upphæðum og þau sjö elítunöfn sem ég hér nefni. Ég held að inn í klúbbinn núna vanti reynslu af tvennu, annars vegar þjálfun liðs sem ætlar sér langt í tveimur keppnum og hins vegar vantar inn í nefndina einstakling sem er tilbúinn að “gambla”, því það þarf til að ná í stjörnur. Það er mín skoðun allavega.

  Frekar en að reka allan pakkann og byrja upp á nýtt myndi ég vilja að menn með þessa reynlsu yrðu teknir inn í klúbbinn til að vinna með þeim sem fyrir eru.

  Ég myndi vilja fá DM sem ver hafsentana sem annað stóra nafnið og S-C sem hitt stóra nafnið. Menn sem að fá 200 þúsund pund í laun og hafa reynslu af því að vinna titla með stóru liði.

  Finnast svoleiðis leikmenn sem eru tilbúnir til að spila með okkur???

  Veit ekki…en mikið vona ég það.

 39. FSG eiga klárlega að kíkja hérna inn.
  Hér eru world class stjórar út um allar trissur 🙂

  Vandaðar og flottar pælingar hérna hjá meginþorra manna. Gaman að lesa.

 40. Annars vill ég minna á að það er ekki langt síðan pistill kom inn á þessa síðu um Gerrard, endilega lesa hann yfir og setja vangavelturnar um hann þar.

  Hér er verið að ræða Comolli og kaupstefnu félagsins.

  🙂

 41. Er það samt ekki bull að Commoli hafa landað stórum nöfnum hann keypti eitt stórt nafn til liverpool og það var Suarez og r hann ekki nærri því jafn stórt nafn þá og hann er núna og var nýbúinn að bíta mann sem var ástæða þess að við fengum hann. Ef menn tala um tíma hans á Tottenham þá voru Bale og Modric ekki stór nöfn þegar þeir voru keyptir.

 42. Ég er sammála Magga í innsendri orðsendingu #39.

  FSG eru í þessu til að búa til fínar afleiður sem safna vöxtum og verða síðan seldar fyrir hagnað. Moneyball er orðið yfir þá….. Emotional detachment…er dagskipunin…

  BR verður ekki í hættu NEMA:
  LFC nær ekki að halda sér vel fyrir ofan miðju, FSG munu ekki bíða eftir fallbaráttu, sérstaklega ef heimsklassa stjóri býðst óvænt. Þess vegna held ég að hann Brendan okkar verði að fara að fá stig og LFC verður að færast ofar upp töfluna.

  Það er alveg ljóst, í mínum huga allaveganna, að liðinu hefur ekki verið stillt upp eins og best verður á kosið og leikmenn sem standa sig vel hafa ekki verið að uppskera eins og þeir hafa sáð. Slíkt vekur upp spurningar um taktískar ákvarðanir stjórans og eins og BR hefur reyndar nýlega sagt er engin stærri en klúbburinn !

  Moneyball takes no prisoners and has a short term memory…..

  Á morgun er crunchtime á kallinn….verður spennandi að fylgjast með liðsvalinu..
  :O)

  YNWA !

 43. #39 Maggi.

  Hef lengi velt því fyrir mér afhverju ekkert af stórum hefur fengið Lars Bender frá Leverkusen. Frábær varnartengiliður sem ég þrái að fá til okkar. Þýskt stál sem ver skýlir vörninni einstaklega vel. (Dietmar Hamann áhrifin)

  Við erum klárlega 1-2 gæðaleikmönnum frá því að komast á rétt ról aftur. Vona að það verða fókusinn í næstu gluggum í stað þess að næla endalaust í unga og efnilega stráka.

 44. Sælir félagar

  Ég er búinn að renna yfir nokkur komment hérna en er ekki búinn að klára þau öll (maður þarf því miður að hugsa um annað en fótbolta stundum). Það sem af er finnst mér Guderian hafa mikið til síns máls og styð flest það sem hann segir. Ég er þó ekki alveg viss hvort hann vill reka BR alveg strax en held þó ekki.

  Það sem ég vil segja er ef til vill það sem ég var að reyna að segja í kommenti eftir C. Palace leikinn. Sem sé að ef ekki verða breytingar til batnaðar á næstu vikum (segjum fram að áramótum) þá er ekkert annað að gera en segja stjóranum upp. Því miður. Ég er sammála Guderian í því að það er ekki líklegt að neitt sé farið að hitna undir honum að marki ennþá en það styttist í það

  Ég er ekki einn þeirra sem vilja reka BR strax. Alls ekki. En hitt er morgunljóst, eins og ég hefi sagt áður, að ef breytingar verða ekki á uppleggi, byrjunarliði og skipulagi öðru svo árangur náist þá er lítið eftir sem hægt er að gera annað en fá nýjan mann í brúna.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 45. Hvað sem okkur finnst um endanlega útkomu Comolli þá…

  Fengum við Downing eftir kapphlaup við Arsenal og Adam eftir kapphlaup við Spurs, þar voru lið sem voru ofar en við í töflunni.

  Hann fékk það verkefni að finna striker í stað Torres og sótti leikmann sem var undir smásjá flestra af ensku liðunum.

  Hann deliveraði þeim verkum sem hann fékk ordrur um að gera, það er það sem ég meina hér…

 46. Og hvernig fékk hann Downing og Carrol með því að borga þá upphæð sem þessi lið vildu fá fyrir þá og var sú upphæð var full mikill að mínu mati 55 milljónir fyrir þá 2 samtals. Um leið vorum við líka að fá leikmenn i sumar sem fleiri lið sóttust eftir Tottenham sýndi áhuga á bæði Lallana og Origi, Munchen sýndi áhuga á emre can og klárt að flestir af þessum leikmönnum voru menn sem önnur lið hafa sýnt áhuga. Og ef menn eru að segja að leikmannakaup Commoli hafa gengið betur upp af því það hafa bara 2 leikmannakaup gengið upp hjá Rodgers þá er það nákvæmlega eins hjá Commoli tvö leikmannkaup gengu upp hjá honum Suarez og Hendersson

 47. Babu, hvernig geturu komist að þeirri niðurstöðu að Manquillo, sé efnilegur ?….er það varnarleikurinn ? sóknarleikurinn, svona snjóhvítur í framan……..sendingarnar hans, skotin hans, varnarleikurinn ? mig langar bara að vita, á hverju byggiru þegar þú segir að hann sé efnilegur ?

 48. Manquillo og Moreno eru bráðefnilegir strákar báðir tveir, menn mega ekki gleyma því að þeir eru kornungir ennþá og verða ekki fullslípaðir á fyrstu þremur mánuðunum í nýrri deild.
  Og þar erum við aftur komnir hringinn, höfum við LFC stuðningsmenn þolinmæðina til að gefa unglingunum hans Brendans árs-tveggja ára aðlöðun til að verða flottir byrjunarliðsmenn?

 49. Held við höfum ekki annan kost en að vera þolinmóðir þó auðvita engum langi að þurfa bíða eftir árangri. Ef við ráðum nýjan þjálfara þá mun hann líka þurfa tíma að venjast hlutum og koma sinni hugmyndafræði að. Houllier, Benitez, Hodgson, Dalgslish og Rodgers eiga það allir sameingilegt að eiga hræðilegt fyrsta tímabil í deildinni þannig að það er mjög miklar líkur að nýrr þjálfari myndi lenda í því sama.

C.Palace 3 – Liverpool 1

Ludogorets á morgun