Sturridge meiddur enn eina ferðina

Tjái mig um hversu slæmar fréttir þetta eru í þremur tístum, einu frá mér

Yngri lesendur, afsakið frönskuna

38 Comments

 1. Tekið af BBC:

  This is great movement, Rickie Lambert and Adam Lallana carving the defence open down the right, Lallana looks up and picks the skipper out in the middle and he can’t miss.

  Já, hvað á maður að segja, menn sem BR hefur ekki viljað nota mikið undanfarið. Einn helsti galli BR finnst mér vera þrjóskan, sérstaklega eftir að hann varð “frægur”

 2. Staðfest á Liverpool Echo og fleiri áreiðanlegum miðlum og blaðamönnum í Englandi. Scan results á morgun segja menn.

 3. Þetta tímabil er orðið algjört stórslys frá A-Ö. Skelfilegur leikmannagluggi og hryllileg meiðsli okkar langbesta leikmanns ofan á það. Verður erfiðara að komast á eitthvað skrið núna þegar liðið skorar ekki mörk og vörnin einsog gatasigti.

  Sumir bíða ólmir eftir janúarglugganum. Er samt hægt að treysta því að Rodgers nái að styrkja liðið þar frekar en í sumar?

 4. Ég hélt að BR kynni að eigin sögn að halda Sturridge meiðslafríum!

 5. Enough is enough eins og orðatiltækið segir. Er hann ekki bara að detta í einhvern Diaby pakka þar sem hann sankar að sér meiðslum og launaseðlum?

  Mér finnst bara mest ‘logical’ í þessari stöðu að skoða hversu mikið við getum fengið fyrir hann í Janúar. Með fullri virðingu fyrir honum og öllu sem hann hefur gert fyrirr okkur þá hefur þetta fyllt mælinn hjá mér.

 6. Jú seljum hann bara hálfu ári eftir Suarez, svo hafa Arsenal Walcott, þeir eiga að selja hann líka. Meiddur = seldur

 7. Ég er farinn að spá í því hvort besti sénsinn á að komast aftur í meistaradeildinna sé að vinna uefa cup sem gefur meistaradeildarsæti. Án Sturridge held ég að við séum seint að fara komast upp úr riðlinum , en ef við endum í 3 sæti í riðlinum förum í uefa og vinnum hana þá erum bæði að vinna fyrsta titilinn undir stjórn Rodgers og fáum meistaradeildarsæti sem væri í raun í mjög góð niðurstaða á þessum tímabili miðað við í hvaða stöðu við erum kominn í núna

 8. En svona í alvöru….halda menn að Sturridge sé lausnin á vandamálum Liverpool? Grunar nú að vandamálið sé mun dýpra en að Sturridge skuli vera meiddur.

 9. Auðvitað er vandamálið stórt, en ég fullyrði það að ef Sturridge hefði spilað alla leikina í deildinni í vetur værum við í 3-4 sæti

 10. #14 já það gæti vel verið að það sé dýpra og það er líklegast hárrétt hjá þér en hefði það ekki skánað með endurkomu sturridge ? jú allveg klárt mál, Við erum að tala um markahæsta mann í bpl í fyrra fyrir utan suarez. Ég ætla allavegna ekki að syrgja það að joe allen sé ekki að standa sig ég ætla að syrgja þessar ömurlegu fréttir

 11. Sturridge einn og sér er ekkert að fara að leysa vanda liðsins, vandinn er of margþættur og dýpri. Mín skoðun er að helsti vandinn sé sá sem stjórnar liðinu, ákvarðanir hans það sem af er þessu tímabili margar stórskrítnar og beinlínis rangar að mínu mati sem sófasérfræðingur. Hann þrjóskast við að spila Balotelli einum frammi, það virkar ekki, hann þrjóskast við að spila SG sem djúpum miðjumanni, það virkar ekki, Lovren og Skrtel virka ekki saman, sá eini af sumarkaupunum sem er eitthvað nálægt því að spila skv. getu, Lallana, fær takmarkaðan spilatíma. Herra Rodgers, líttu í eigin barm, allir leikmenn liðsins urðu ekki miðlungsleikmenn á einni nóttu. Auðvitað er fjarvera SAS stór þáttur í steingeldum sóknarleik en enginn þeirra sem eftir standa né nýju mennirnir hafa spilað vel í vetur. Rodgers hlýtur að vera ábyrgur fyrir því, það er of mikil tilviljun að allur hópurinn hafi dalað svona ofsalega. Held að okkar maður þurfi að fara að fletta upp í fínu skýrslunni sinni.

 12. Svo er óskiljanlegt hvernig það sé hægt að meiðast 3svar sinnum í röð á ÆFINGU í 4 vikur ?(ef það verður aftur svoleiðis í þetta skiptið). beinbrot eru 2 vikur að gróa og þessir gæjar eru með endurhæfingar og læknateymi á sér á hverjum degi ég veit ekki hver er að stjórna þessum séræfingum hjá honum en sá gaur er farinn að líta ansi ílla út.

 13. Þetta eru fáránlega leiðinlegar fréttir, en heyrðu við eyddum 100+ miljónum punda til þess að vera viðbúnir svona meiðslavandræðum… balotelli og lambert to the rescue! ^^

  Ég er venjulega “jákvæði gaurinn” þegar að það kemur að liverpool, af þeim liverpool stuðningsmönnum sem að ég þekki er ég allavegana alltaf lang síðastur til þess að detta í neikvæðni og leiðindi… það er þess vegna eitthvað mikið að þegar að ég er við það að gefast upp á liðinu um miðjan nóvember!

  Það lítur sem sagt ekki út fyrir að Sturridge bjargi okkur út úr þessu slummi, en hver gerir það þá?

  Emre Can
  Hann er allt of hægur/þungur og mér finnst eins og hann hlaupi ekki nóg þegar að hann er ekki með boltann… þó svo að hann taki ágætis hlaup inn á milli þá finnst mér hann enganvegin passa inn í liðið, þá sérstaklega með gerrard og henderson inná. Hef ekki trú á að hann bjargi einu né neinu.

  Lazar Markovic
  Hann hefur verið ótrúlega óöruggur alla leiktíðina og vantar einfaldlega sjálfstraust. Ég hef samt ennþá alveg rosalega trú á honum, annað en margir hérna inni. Hann sýndi brot af því sem að hann gat í leiknum á móti Real Madrid, en var launað það með því að komast ekki í liðið á móti Chelsea (… eitthvað sem að mér finnst Rogers hafa gert allt of mikið þessa leiktíðina). Hann gæti stigið upp, en ég efast stórlega um að hann sé tilbúinn í það.

  Steven Gerrard
  Hann hefur verið (verri en) skugginn af sjálfum sér þessa leiktíðina, og þó að ég hati að segja það þá held ég að hann sé einfaldlega orðinn of gamall til þess að vera á vellinum. Efast stórlega um að hann sé að fara að bjarga okkur og vill satt að segja sjá hann meira á bekknum.

  Joe Allen
  Ég hef verið ótrúlega anti-allen frá því að hann kom til liðsins, hef aldrei séð afhverju hann var keyptur… eeen ég veit ekki hvað hefur gerst, kannski er það hversu lélegir aðrir leikmenn liðsins hafa verið eða að vonast eftir þróun a-la henderson, en ég er byrjaður að trúa á að hann geti verið einn af bjargvættum okkar… langar til dæmis að sjá hann spila meira með Henderson og þá helst án Gerrard (viðurkenni að ég þurfti að horfa á newcastle leikinn með einu auga, en þar voru þeir saman með Gerrard í DM). En þó svo að ég hafi trú á honum þá hefur hann alls ekki sýnt nóg til þess að geta talist bjargvættur.

  Vörnin og markmaðurinn
  Ég vil sjá Lovren á bekknum eins og hann nú skeit á sig á móti Chelsea… þar að auki er ég líka búinn að gefast upp á Mignolet. Bakverðirnir hafa síðan verið OK ef maður ber þá saman en enginn skorið úr og ég efast um að þeir geri það, nema þá kannski Moreno sóknarlega. Niðurstaða: johnson/manquillo, skrtl, sakho, moreno (er samt aldrei að fara að bjarga okkur).

  Þá eru bara Henderson, Coutinho, Sterling og Borini geti bjargað okkur fram að áramótum þar sem að við fáum vonandi einhvern alvöru liðsauka (þó svo að ég efist stórlega um að við fáum einhvern alvöru eins og Benzema sem að við erum enn og aftur orðuð við).

  Þetta er alveg fáránlegur listi ef að honum er líkt við þá sem að við teljum venjulega vera keppinauta okkar, þess vegna er það kannski í lagi að maður sé dottinn í neikvæðina þetta stutt inn í tímabilið…
  Ég ætla samt að reyna að halda mér frá algjöru þunglyndi… allavegana fram að áramótum og glugganum og vona að karma verðlauni mig með allavegana 16. liða úrslitum meistaradeildarinnar + góðum kaupum í glugganum!

  Koma svo Rogers, við höfum ennþá trú á þér!!!

 14. Frelsarinn Sturridge getur þá ekki gengið á vatni eftir allt saman. Hann hefði eflaust tognað á ökkla hefði hann reynt það.
  Nú er bara að berja saman hópinn sem við höfum og byrja á að spila með tvo frammi, það er fullreynt með Balo einan frammi.

  Vonum það besta. Nú er það ekki SAS, heldur BAB í næsta leik, Ítölsku “Béin ” okkar frammi.

 15. Fólk sem horfir ekki á enska boltann um helgar, hvað gerir það ?

  Væri einhver til í að draga upp úr slíku fólki leiðbeiningar, ég er tilbúinn að læra.

 16. 23 Höddi, hvaða Fowlerlast er þetta í þér, það er bara einn guð allmáttugur og það er Fowler hinn mikli.

 17. Þetta þarf nú ekki að vera dauðadómur, það þarf bara að gera breytingar. Lambert er með 1 leik í byrjunarliðinu en Balotelli 8. Lambert er grjótharður púllari, spilaði vel í úrvalsdeildinni í fyrra og er í enska landsliðinu…það er ekki eins og hann er lélegur leikmaður. Skelltu drengnum inná Brendan, hvað ertu að hugsa?

 18. Ja hérna hér. Þá vil ég sjá Balotelli og Borini upp á topp á móti Crystal Palace. Ekki bara Balo einan.

  Þegar Lambert var keyptur hugsaði ég, já hann verður fínn þessi sem þriðji kostur jafnvel fjórði kostur. Hver hefði trúað því að við yrðum svona þunnskipaðir frammi þegar leikmannaglugginn lokaði. Ef að Balotelli meiðist þá eigum við Lambert og Borini eftir.

 19. Jæja.. það hefði kannski verið ágætt gamble að virkja þessa £8.5m ‘release’ klásúlu Loïc Rémy.

  En nei, hann stóðst eitthver hluta vegna ekki læknisskoðun hjá okkur en hefur, kraftaverki líkast, algjörlega haldist heill heilsu hjá Chelsea og spilað meira en Sturridge á þessu tímabili (notabene sem algjör varaskeifa)

  Jæja, áfram Balotelli og Lambert.

  YNWA

 20. 6 vikur þangað til að við sjáum Sturridge aftur! Staðfest af klúbbnum. Great… 6 vikur í viðbót!!!

  9 leikir í deildinni sem hann missir af.

 21. Ekkert að óttast. Rodgers með snilldarkaupum sínum í sumar fékk til liðsins sóknarmenn sem sjá til þess að við þurfum ekkert að sakna Suarez eða Sturridge.
  Balotelli skoraði jú gegn Ludo og Middlesbrough. Lambert skoraði næstum því á æfingu svo þetta er ekkert vesen.

 22. Svo er henderson einnig tæpur. en 6 vikur ? brotnuðu 3 hryggjaliðir í honum
  en það er samt engin afsökun fyrir því að vinna ekki næstu 4 leiki í deildinni !

 23. #31 “that’s it, If nothing else works, a total pig-headed unwillingness to look facts in the face will see us through.”

 24. Greinilega ekki hægt að stóla á Sturridge sem aðalstriker í framtíðinni,þarf að draga upp veskið í janúar og kaupa eitt eða tvö stykki af markaskorurum.

 25. Balotelli verður þá bara að fara að byrja að skora út af því að Sturridge er aftur meiddur.
  En jæja ÁFRAM LIVERPOOL 🙂

Kop.is Podcast #72

Léleg ending sóknarmanna Liverpool.