Kop.is Podcast #72

Hér er þáttur númer sjötíu og tvö af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 72. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum. Með mér að þessu sinni voru SSteinn, Óli Haukur, Maggi og Babú.

Í þessum þætti fórum við yfir hryllingsvikuna fyrir landsleikjahlé, samningamál leikmanna og skoðuðum næstu leiki liðsins.

21 Comments

 1. Ræddu þið ekkert Hodgson? Ég meina, Sterling og Lallana náðu mjög vel saman hjá honum í leiknum gegn Slóveníu og voru almennt mjög góðir. Er ekki hægt að fá hann til þess að þjálfa Liverpool?
  Team Hodgson!

 2. Nr. 2

  Tók þessu sem léttu sprelli en við tókum óbeint undir þetta í þættinum án þess að hrósa Hodgson auðvitað. Þ.e. að hafa Lallana á miðjunni í stað Allen og Sterling í holunni, ekki með belti og axlarbönd úti á kanti.

  Ég setti þetta annars á twitter fyrir leik Englendinga um daginn, sýnir hversu langt niður maður er kominn.

 3. Það má nánast segja að maður hafi “fagnað” landsleikja-hlénu núna. Eftir þennan hrylling undanfarið var ágætt að þurfa ekki að vera í sveittu stress kasti yfir Liverpool leik. Áhyggjurnar eru miklar því í raun hefur liðið ekki spilað vel nema gegn Spurs í ágúst (ekki satt) og það eru óhemju margir þættir sem þarf að laga í leik liðsins. Áhyggjur nánast út um allan völl, allt frá markverði til sóknarmanna.

  Trúi samt ekki öðru en að okkar menn girði sig í brók og taki 3 stig gegn Palace. A) vegna þess að það er “pay back” síðan við lékum þarna í vor (3-3 viðbjóðurinn). B) vegna þess að það er algjör möst að næla í 3 stig uppá framhald í deildinni. Fjórða sætið er ekki jafn fjarlægur draumur og mætti ætla m.v spilamennsku liðsins því fyrir utan Chelsea þá eru aðrir en við að gera uppá bak. Samt sem áður þarf nánast kraftaverk til þess að svo verði (amk algjöran viðsnúning og RUN sem inniheldur amk 7-8 sigra í næstu 10 leikjum.

  Hvað meistaradeildina varðar þá myndi ég persónulega alveg sætta mig við 3 sætið í riðlinum. Undarlegt að segja en tel það betra m.v allt að fara í Europa League – sigur þar er t.d sæti í CL á næsta ári….meiri líkur á því en að ná 4.sæti í PL?? Kannski ekki.

  Hvað sem verður þá bið ég bara um eitt úr því sem komið er – að liðið fari að spila skemmtilegri og árángursríkan fótbolta.

 4. Flott podcast piltar, alltaf leiðinlegt að missa af og vilja koma einhverju að þegar maður hlustar á þetta daginn eftir.

  En varðandi yfirlýsingar Rodgers um samningamál leikmanna. Þá er ég alveg hjartanlega sammála Magga. Afhverju er verið að gefa þetta út í mars, apríl, maí að þetta sé imminent. Svo um miðjan nóvember hefur ekkert gerst?

  Er þetta ekki svolítið í takt við það sem ég skrifaði um í síðustu viku, þ.e. allar þessar yfirlýsingar frá 2012 til sumarsins 2014 um að klúbburinn geti keppt við alla klúbba á markaðnum (alla í heiminum, PSG, Real Madrid, Chelsea o.s.frv) að sumarið verði varið í að kaupa big names o.s.frv. Svo þegar uppi er staðið standa menn eftir haldandi um hershöfðingjan.

  Lausafjárkrísan maður, eða nei….. Liverpool borg maður, ekki nægilega spennandi.

 5. Smá pæling er ég sá eini sem orðinn frekar þreyttur á þessari endalausu umræðu um hvað menn kosta t.d hefur oft heyrt þegar Lovren gerir mistök að þetta sé ekki boðlegt hjá 20 milljóna punda varnarmanni hvað hefur verðmiðinn að gera með þetta. Ef hann myndi kosta 10 millljónir mætti hann þá gera slæm mistök og má skrtel þá gera fleiri mistök af því hann kostaði um 6 milljónir á sínum tíma. Persónulega finnst mér að þegar það er buið að kaupa leikmann þá eigi menn að hætta að velta sér endalaust upp úr því hvað hann kostaði og dæma hann frekar bara út af spilamennsku

 6. Momo #6

  Gerum við þá sömu væntingar til 1991 árgerðar af Lada sport sem við keyptum af Bland.is á 20.000 kr eins og við gerum til 20 milljón króna Land Cruiser beint úr pakkanum? 🙂

  Þetta snýst um væntingar. Ef ég fjárfesti í dýrasta varnarmanni í sögu Liverpool þá vil ég fá leikmann sem myndi slá Bjørn Tore Kvarme úr liðinu væri hann enn að spila, mér finnst það ekkert ofboðslega miklar kröfur.

 7. Hvenar er farið að ræða unga Normannin hann Martin Ødegaard?
  -hlusta á podcastið ámorgun þar sem ég er á sjó (lélegt net samband)

 8. En Eyþór eigum við þá að gera meiri kröfur til Lazar Markovic heldur en Daniel Sturridge af því að hann kostaði 20 millur en Sturridge bara 12. Verðmiðinn spilar alveg þátt og rétt þú gerir meiri kröfur til Lovren heldur t.d manqillo sem er töluvert yngri og kostaði ekki neitt. En persónulega finnst mér bara þreytandi ef menn fara alltaf að blanda verðmiðanum í þetta þegar menn gera mistök ég er meira reiður af leikmaður gerir mistök af því hann er var að bregðast liðinu ekki af því hann kostaði þennan pening.

 9. Nei, vissulega ekki. Það er fleira sem spilar inn í eins og aldur, reynsla o.s.frv. En ég myndi engu að síður gera þær kröfur að Lazar væri orðinn leikmaður í svipuðum gæðaflokki og Sturridge eftir 4-5 ár, enda munar á þeim 5 árum held ég.

  Þú átt að geta keypt betri leikmenn fyrir meiri pening. Þannig er bara markaðurinn. Sturridge var klárlega vanmetinn á meðan allt bendir til þess að Lovren hafi verið ofmetinn.

  Það er fylgni á milli eyðslu og árangurs, því miður. En það er ekki nóg að eyða peningum, þú verður líka að eyða þeim rétt. Fyrir lið sem ekki er rekið á öðru en eigin fjármunum er 20 milljónir punda hellings peningur.

  Leikmenn verða ekkert minna mannlegir með hækkandi verðmiða. Allir geta gert mistök. En því hærra verð sem þú greiðir, því meiri gæði áttu að fá. Held að allir geti tekið undir að þeir sem eru góðir í sínu starfi gera oftast nær færri mistök en þeir sem eru það ekki. Þeir gera mistök, en færri.

 10. Takk fyrir podcastið það verða fróðlegar vikur framundan og þið sem haldið að við náum í besta falli jafntefli við ludogorets þá er það útí hött sá leikur fer 4-0 fyrir lfc og svo rétt merjum við basel og allveg sammála að það er algjört must að fá allavegna 10 stig úr næstu fjórum leikjum, Vonandi að rodgers ætti svo þessari leiðindar þrjósku og hendir í 442 svo vill ég sjá sakho í byrjunarliðinu á kostnað lovren !

 11. Sælir félagar og takk fyrir góðan þátt.

  Mig langar að koma á framfæri einu atriði sem gæti bætt þáttinn mjög.

  Er ekki möguleiki að stilla hljóðið hjá Magga aðeins betur? Honum liggur aðeins hærri rómur en ykkur hinum og hann er alltaf hæðst stilltur með hljóðið. Maður hrekkur í kút í fyrsta sinn sem hann talar 😉

  Er annars alltaf glaður þegar ég sé podcastið komið út 😀

  Takk fyrir.

 12. Veit hreinleg ekki hvað skal segja 🙁
  Daniel Sturridge suffers new injury setback for Liverpool. He pulled out of a training session at Melwood with a thigh strain – Tony Barrett, The Times

 13. Jæja við höfum þá alltaf Balotelli, Lambert og Borini…..

 14. Ætli skrokkurinn hjá honum sé bara stilltur inn á að slasast í landsleikjahléum hvort sem að hann er að spila eða ekki?

 15. #takkhodgson

  Án gríns, það er klárt mál að það þarf að kaupa senter í janúar til að vera senter nr. 1. Sturridge nær eflaust ágætu rönni einhvern tímann á tímabilinu, en hópurinn höndlar ekki að vera án hans nema annar markaskorari sé líka innan klúbbsins. Og staðan er ekki þannig í dag.

 16. #16 Gummi, þessi var góður, maður verður að reyna að hæja þegar allar aðrar leiðir eru lokaðar.

 17. Bíð eftir staðfestingu.

  En ef þetta er málið finnst mér bara komin spurning um það hvort við eigum ekki bara að kaupa tvo sentera. Þetta auðvitað er einfaldlega vonlaust.

  Svo er áhugavert að lesa af því fréttir í dag að búið sé að bjóða Johnson samning, greinilegt að menn eru að hlusta á podcöstin okkar.

  “Hei…strákarnir á kop.is segja á hreinu að Johnson sé farinn, gleymdum við að gera við hann dílinn sem við ætluðum að bjóða honum í sumar”….eða ekki.

  Sáttur við það að búið sé að bjóða honum samning sem er í anda þess virðis sem hann er, þá er það hans að ákveða hvort hann vill vera áfram.

 18. Mín tilfinning í mörgum leikjum upp á síðkastið er ekki ósvipuð þeirri sem var áður en Brendan kom til liðsins.
  Liðið byrjar á fullu gasi í leikina en síðan fjarar orkan og sjálfstraustið undan liðinu og andstæðingarnir ganga á lagið.
  Þetta var viðloðandi vandamál fannst mér sérstaklega á meðan Kenny Dalglish stjórnaði skútunni.
  Í tíma Dalglish þá spilaði liðið oft dúndurfótbolta en náði ekki að klára dæmið. Við erum kannski ekki að spila stórkostlega knattspyrnu í augnablikinu en mér finnst liðið samt sýna góða tilburði en það vantar að reka endahnútinn.
  Þetta kostaði Dalglish starfið þannig að þetta getur verið alvarlegt vandamál hjá Brendan. Just sayin…

Hey Gerrard! Ayre! Brendan! Stuðningsmenn!

Sturridge meiddur enn eina ferðina